Nýtt erlent

Hér eru sex eldheitir smellir erlendis frá sem berast okkur með djúpsjávarstraumum úr hafsjó Alnetsins. Helst ber að nefna nýtt lag frá goðsögnunum í Melvins og hressilegur slagari með gospel áhrifum frá Hr. E og félugum í Eels.

The Melvins – The Waterglass
Af plötunni The Bride Screamed Murder sem kemur út þann fyrsta næsta mánaðar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Twin Tigers – Passive Idol
Af plötunni Gray Waves sem kom út nýlega.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Blitzen Trapper – Dragon’s Song
Af plötunni Destroyer of the Void sem kom út nýlega.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mystery Jets – Flash a Hungry Smile
Af plötunni Serotonin sem kemur út 13. júlí næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Eels – Looking Up
Af plötunni Tomorrow Morning sem væntanleg er 24. ágúst.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Most Serene Republic – Pink Noise
Af nýrri EP plötu sveitarinnar sem heitir Fantasick Impossibliss.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rokkhátíðin Eistnaflug

Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í Neskaupstað dagana 8. til 10. júlí næstkomandi. Slær þar upp rjóminn af íslenskum rokkhljómsveitum ásamt hinum bresku Napalm Death, einu af flaggskipum þungarokksins. Norsk/íslenska hlómsveitin Fortíð er einnig væntanleg til landsins í tengslum við hátíðina. Af íslenskum sveitum er einna helst að nefna: Sororicide, Sólstafir, Dr. Spock (eini borgarstjórnarfulltrúi hátíðarinnar spilar í henni!), Mínus og Kolrassa krókríðandi. Allar aðrar hljómsveitir, dagskrá hátíðarinnar sem og aðrar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.eistnaflug.is

Þar sem fangar komast ekki á Eistnaflug kemur Eistnaflug til þeirra. Munu þrjár sveitir sem spila á Eistnaflugi spila á Litla-Hrauni föstudaginn næstkomandi, 25. júní. Þær eru Sólstafir, Momentum og Celestine. Frábært framtak það.

Napalm Death – Time Waits For No Slave

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rokkland á Download

Í næsta þætti segir kallinn-í-Rokklandi frá heimsókn sinni á Download Metal-hátíðina í Englandi um síðustu helgi. Þar spiluðu nokkrar af merkustu rokksveitum sögunnar, t.d. AC/DC, Rage Against The Machine og Aerosmith.

Við heyrum frá blaðamannafundi hjá Slash, viðtal við unga íslenska konu sem vann í fiski í fyrrasumar en er bítlagæslumaður í ár. Vinnur með AC/DC og Rolling Stones t.d. Við kynnumst hljómsveitunum Airbourne og Steel Panther sem báðar eru stórkostlegar….heyrum brot úr öllum lögunum sem AC/DC spilaði á hátíðinni og allskonar!

AC/DC – You Shook Me All Night Long

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Steel Panther – Death To All But Metal

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rokk

Hér er magnað lag úr leiksýningunni Rokk, sem leikfélagið Hugleikur sýnir í Þjóðleikhúsinu 10. júní nk. Sýningin var nýverið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins í samkeppni sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir árlega. Verkið gerist í æfingahúsnæði hljómsveita og fjallar um samskipti og togstreitu milli hljómsveitanna tveggja sem þar æfa. Önnur er krúttlegt stelpuband en hin er pönkuð strákasveit sem kallast Vanstilltir.

Strákabandið er svolítið upptekið af því að söngvarinn er að verða 27 ára, en margir frægir tónlistarmenn hafa sem kunnugt er fallið frá á því aldursári. Lagið hér að neðan er um það en þar má heyra minnst á fallnar hetjur eins og Jim Morrison, Brian Jones og Janis Joplin.

“27” er eftir Eggert Hilmarsson úr Ljótu hálfvitunum, en textinn er eftir Sigurð H. Pálsson sem á sér þá rokkfortíð að hafa verið frontmaður í hinni goðsagnakenndu sveit Mosi frændi. Í hljómsveitinni eru svo Jón Svavar Jósefsson (söngur), Hjalti Stefán Kristjánsson (bassi) Guðmundur Stefán Þorvaldsson (gítar) og Baldur Ragnarsson (trommur).

Leiksýningin Rokk verður eins og áður sagði sýnd í Þjóðleikhúsinu 10. júní nk.

Vanstilltir – 27

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Swords of Chaos – Nashkel Mines

Öfgarokks- og steinsteypuveitin Swords of Chaos hefur sent frá sér hið fyrirferðarmikla og hressilega lag “Nashkel Mines” af væntanlegri plötu hennar er nefnist The End Is As Near As You Teeth. Swords of Chaos er skipuð þeim Alberti Finnbogasyni á gítar, Úlfi A. Einarssyni sem sér um hróp og köll, Úlfi Hanssyni á bassa og Ragnari Jón Hrólfssyni sem lemur húðir. The End Is As Near As You Teeth er fyrsta plata sveitarinnar.

Swords of Chaos – Nashkel Mines

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pestilence á Sódóma

Ein merkasta dauðarokksveit sögunar, hin hollenska Pestilence, mun gera sitt besta til að sprengja þakið af Sódómu Reykjavík á föstudaginn. Hér er um einstakan viðburð að ræða og ætti það að teljast sönn skylda allra sannra þungarokkara að mæta á svæðið.

Úrval íslenskra þungarokksveita mun sjá um að hita upp mannskapinn ber þar helst að nefna hina forfrægu sveit In Memoriam en auk hennar munu Wistaria, Atrum og Gruesome Glory stíga á stokk.

Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og fer miðasala fram á Miða.is

Pestilence – Devouring Frenzy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Paul Gray bassaleikari Slipknot látinn

Paul Gray bassaleikari Slipknot fannst látinn á hótelherbergi sínu í morgun. Enn bendir ekkert til að dauða Gray hafi borið að með óeðlilegum hætti en rannsókn stendur enn yfir. Gray, sem var 38 ára að aldri, var yfirleitt þekktur af aðdáendum Slipknot sem “#2” eða “The Pig” en hann stofnaði sveitina árið 1995 ásamt trommaranum Joey Jordison slagverksleikaranum Shawn Craha.

Sliptknot – Before I Forget

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ronnie James Dio allur

Þá er rokkgoðið Ronnie James Dio allur eftir að hafa háð baráttu við krabbamein í maga undanfarna mánuði. Ég verð að játa að ég var aldrei sérstakur aðdáandi þó ég hafi nú verið svo frægur að sjá kallinn á sviði með Black Sabbath hérna um árið. Það merkilegasta sem mér finnst Dio hafa lagt til rokksögunnar er að hafa verið maðurinn sem gerði hið svokallaða “djöflamerki” vinsælt en hann er almennt talinn upphafsmaður þess að nota þetta fingramerki í tengslum við rokk og ról.

Hér er brot úr heimildamyndinni Metal : A Headbangers Journey þar sem meistarinn sjálfur útskýrir tilurð “djöflamerkisins”.

Auðvitað látum við svo eitt af bestu lögum Dio fylgja með okkur til upprifjunar en það er að sjálfsögðu hinn sígildi óður um kafarann heilaga.

Dio – Holy Diver

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Momentum – Fixation, at Rest

Einkunn: 4,5
Útgáfuár: 2010
Útgáfa: Molestin Records

Ég verð að játa að ég hafði ekki áður heyrt á Momentum minnst og kom því, ef svo mætti að orði komast, af fjöllum þegar fyrstu tónar plötunnar Fixation, at Rest tóku að hljóma. Það var nokkuð ljóst strax við fyrstu hlustun að hér væri eitthvað sérstakt á ferð og því oftar sem ég hlustaði á plötuna rann það upp fyrir að ég gæti mögulega verið að hlusta eitthvað það ferskasta og hugmyndaríkasta sem fram hefur komið í íslensku þungarokki um árabil.

Mikið hefur verið í þessa plötu lagt en um tvö ár eru liðin frá því að meðlimir sveitarinnar hófu undirbúning hennar, lagasmíðar og myndvinnslu. Myndvinnsla, eða myndlist öllu heldur, spilar stórt hlutverk á plötunni því hvert lag er túlkað með myndlistarverki sem Hörður Ólafsson,  söngvari og bassaleikari Momentum, hefur unnið. Verk þessi eru svo unnin út frá sérstakri hugmyndafræði sem finna má í söngvum plötunnar.

Þetta, ásamt gesta söngvurum og fiðlu-, selló- og píanóleik (alls komu um 13 manns að gerð plötunnar) gerir plötuna að afar sérstökum grip. En allt þetta umstang hefði ekkert að segja ef ekki væru á plötunni að finna hugvitsamlegar, upphefjandi og afar stílfærðar tónsmíðar, flott riff, fanta góðan trommuleik og stúdíovinnu á heimsmælikvarða þar sem Axel “Flex” Árnason fer fimum höndum um stjórnborðin.

Platan hlykkjast og veltist um frá drungalegum og dynjandi þungmálmi yfir í ljóðræna og draumkennda hljóðheima og skapar þannig bæði eftivæntungu fyrir hinu óþekkta sem og að byggja upp oft óbærilega og yfirþyrmandi spennu. Hljóðheimurinn, sem oft er magnaður upp með ýmsum hljóðbútum og umhverfishljóðum, gefur ímyndaraflinu lausan tauminn og maður sér fyrir sér allskonar sýnir sem oftar en ekki eru bæði myrkar og ógnvekjandi. Að sjá svo myndlistarverkin og lesa textana með fullkomnar svo upplifunina og maður situr eftir með tilfinninguna, sem svo sjaldan gerist orðið nú í dag (og þá sérstaklega hvað þungarokk varðar), að það sem maður var að enda við að hlusta á hafi verið eins nálægt fullkomnun og skaparar þess komust við sköpun þess.

“Psychadelic Progressive Metal”, eins og tónlist Momentum er lýst á ensku, er eflaust ekki tónlistarstefna sem heillar marga en í þessu tilfelli skiptir það ekki máli. Fixation, at Rest brúar rokk sjóndeildarhringinn nánast eins og hann leggur sig og á sannarlega heima í safni hvers einasta heiðarlega rokkara.

Ein af plötum ársins. Punkur!

Meshuggah spilar á Roskilde

Ég tel víst að málmhausar og flösuþeytarar fari að hugsa sér til hreyfings og safna í ferðasjóð nú þegar staðfest hefur verið að sænska þungarokkssveitin Meshuggah muni spila á Roskilde hátíðinni í byrjun júlí. Sveitin hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda fyrir þann tæknilega og útpælda stærðfræðimetal sem hún básúnar yfir aðdáendur sína og þykir hún með allra fremstu þungarokksveitum heimsins í dag.

Ég verð að segja fyrir mitt leiti að lengi vel var ég ekkert allt of hrifinn að lænöppinu en með þessari viðbót, auk rokksveitarinnar Biffy Clyro, þá er ekki laust við að það heilli eilítið að skella sér og heilsa upp á frændur vora eftir nokkrar vikur.

Meshuggah – Bleed

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

At Dodge City

At Dodge City er ung Reykvísk sveit sem spilar frambærilega blöndu af hardcore, sludge og bláköldu rokki og róli en hún sendi nýverið frá sér EP plötuna As Our City Falls. Sveitina skipa þeir Atli Steinn sem lemur húðir, Helgi Durhuus og Ólafur Örn sjá um gítarspil, Ingi Ernir mannar bassann og Ingólfur Bjarni syngur af lífs og sálar kröftum. Platan mun fást á tónleikum sveitarinnar fyrir litlar 1000 krónur en þeir næstu verða tilkynntir hér á Rjómanum á næstunni.

At Dodge City – Days Of Green

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

At Dodge City – As Our City Falls

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tónleikahald á næstunni

Bræðingurinn 2010
Föstudaginn 23 apríl verður slegið til heljarinnar raftónlistarveislu á skemmtistaðnum Sódóma Reykjavík en þar mun vera haldið stærsta raftónlistarpartý ársins, Bræðingurinn 2010!

Fram koma þrjár vinsælustu raftónlistarsveitir veraldar (eða allaveganna í Skandinavíu), en þær eru Bloodgroup, Berndsen & The Young Boys og Ultra Mega Technobandið Stefán.

Húsið opnar klukkan 22:00 og munu þá Berndsen liðar stíga á svið. Því næst taka Bloodgroup við raftónlistarkeflinu og Ultra Mega Technobandið Stefán mun enda samkvæmið með flugeldum.

Aðgangseyrir eru litlar 1000 krónur og aldurstakmark er 18 ár.

————

Reif í Sumar
Miðvikudagskvöldið 21. apríl kveðjum við veturinn á skemtistaðnum Karömbu (þ.e. Karamba Laugavegi 22) og rífum sumarið í okkur með skemmtilegum tónleikum. Tónleikarnir hefjast um kl. 22.00 og verður boðið uppá ansi áhugaverða dagskrá. Vægast sagt.

Fram koma Loji, einn liðsmanna Sudden Weather Change, Snorri Helgason og rafdúettinn Quadruplos.

Aðgangur er ókeypis, opinn þeim sem eru í stuði, hafa aldur til en þó meðan húsrúm leyfir.

————

Pestilence (NL) með tónleika á Sódóma Reykjavík 28. maí
Goðsagnakennda hljómsveitin Pestilence frá Hollandi er væntanleg til landsins 28. maí til að spila á tónleikum á Sódóma Reykjavík. Um er að ræða eina allra þekktustu dauðarokkssveit heimsins, en sveitin sem var stofnuð 1986 átti þátt í að móta og þróa þessa tónlistarstefnu á sínum tíma.

Blásið verður til allsherjar þungarokksveislu og hafa hvorki meira né minna en fjórar innlendar sveitir verið valdar til að sjá um upphitun. Það eru sveitirnar Wistaria, In Memoriam, Atrum og Gruesome Glory.

Naked City

Í tilefni dagsins finnst mér viðeigandi að fjalla örlítið um hina mögnuðu sveit Naked City sem leidd var af jazzgeggjaranum John Zorn. Sveitin var starfandi á árunum frá 1988 til 1993 og gaf út 6 plötur auk safnplötu og heildarsafns verka sinna á þeim tíma. Zorn hefur sjálfur lýst Naked City sem einhverskonar tónlistarlegi tilraunaeldhúsi þar sem þolmörk hinnar hefðbundnu hljómsveitar (með hefðbundinni hljóðfæraskipan) voru könnuð.

Óhætt er að segja að útkoman hafi verið slík að sjaldan eða aldrei hefur annað eins heyrst á plötu fyrr né síðar. Tónlist Naked City má  helst lýsa sem stjarnfræðilega tilraunakenndri og trylltri blöndu af jazz, avant-garde, grind core, dauðarokki, country, surf, rockabilly og nánast öllum öðrum mögulegum tónlistarstefnum. Til að blanda gráu ofan á svart, er tónlistinni svo pakkað inn í einhverskonar hryllings, sadó-masó, anime pakka af japanskri fyrirmynd. Tónlistarleg fyrirmynd Naked City er hinsvegar að hluta að finna í tónsmíðum Carl Sterling, sem samdi tónlist fyrir teiknimyndir Warner Bros. um miðja síðustu öld, en þaðan sótti John Zorn hugmyndir sínar.

Naked City var skipur þeim John Zorn, Bill Frisell, Wayne Horvitz, Fred Frith, Yamatsuka Eye og Joey Baron. Þess má svo geta að Mike Patton kom oft fram á tónleikum með sveitinni en hann hefur oft nefnt Zorn og Naked City sem einn stærsta áhrifavald sinn í tónlistinni.

Hér eru nokkur tóndæmi með Naked City en þau er öll að finna á plötunum Torture Garden og Grand Guignol.

Naked City – NY Flat Top Box

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Snagglepuss

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Speadfreaks

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Blood Duster

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Slayer – World Painted Blood

Einkunn: 3.5
Útgáfuár: 2009
Útáfa: Sony

Slayer - World Painted BloodÞað er fátt betra til þess fallið að vekja gamla flösuþeytarann úr rotinu heldur en ný plata með Slayer. Og engin smá plata heldur. World Painted Blood inniheldur nánast allt sem Slayer aðdáandi getur óskað sér og í raun má segja að hún sé eiginlega eins og “best of” plata þó lögin á henni séu öll ný. Þeir Tom Araya og félagar hafa greinilega ákveðið að leita aftur til upprunans og grafið upp gamla takta og gítarfrasa af fyrstu fjórum plötunum, valið það besta, safnað saman og endurunnið í nýja og einkar vel heppnaða plötu.

Það er ekki laust við að það fari um mann sæluhrollur fortíðarljómans þegar kunnugleg minni úr tónlistarsarpi Slayer fljóta hjá eitt af öðru lag eftir lag. Hraðinn og greddan sem einkenndi Hell Awaits og Reign in Blood er til staðar sem og lágstemmd og tær melódían sem einkenndi South Of Heaven og Seasons in The Abyss. Reyndar eru lagasmíðarnar ekki alveg jafn grípandi og á þessum goðsagnakenndu meistarastykkjum en hljómurinn og stemmingin er öll sú sama.

World Painted Blood er ellefta stúdíóplata Slayer og þurfti ekki minni mann heldur en sjálfan Rick Rubin til að sjá um yfirumsjón með framleiðslunni. Platan er reyndar pródúseruð af Greg nokkrum Fidelman en hann hefur unnið  með listamönnum á borð Metallica, U2, Johnny Cash, The Gossip, Neil Diamond og Slipknot. Ljóst er að Greg þessi hefur notað bæði South Of Heaven og Seasons in The Abyss sem fyrirmynd í upptökustjórn enda hljómar platan sem hér um ræðir á löngum köflum afar svipað og þær.

Það allra besta við þessa plötu er þó frammistaða Dave Lombardo sem virðist hafa gengið í endurnýjun lífdaga og sannar enn og aftur að hann er með allra bestu trommurum í heimi. Endurspeglast þetta einna helst í því að tilraunastarfsemin og sköpunargleðin er alls ráðandi enda bregður á köflum fyrir ólíklegustu “breikum” sem engu að síður smell passa við heildina.

Fóðrið nú endilega vannærðann þungarokkarann í ykkur og tryggið ykkur eintak af þessari. Það er vel þess virði.

Slayer – World Painted Blood

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nothingface

Voivod - NothingfaceAfar áhugaverð plata á 20 ára afmæli þennan mánuðinn en það er platan Nothingface með kanadísku sveitinni Voivod. Þótti skífan þessi marka talsverð tímamót fyrir sveitina sem steig stór skref fram á við frá hallærislegu thrash metal yfir í útpælt nýbylgju prog-metal.

Nothingface átti eftir að reynast lang vinsælasta plata Voivod enda náði hún til afar breiðs hóps hlustanda, langt út fyrir hópa flösuþeytara og harðhausa, og náði í 114. sæti Billboard listans.

Mér finnst þessi plata eldast ótrúlega vel og að hún eigi fullt erindi til nýrrar kynslóðar hlustenda. Til að sannfæra sem flesta læt ég fyrstu þrjú lög plötunnar fylgja með hér að neðan og þ.á.m. frábæra ábreiðu af snilldarverki Pink Floyd “Astronomy Domine” sem Syd heitinn Barret samdi forðum. Ég vona bara að þið látið ekki skelfilegt plötuumslagið fæla ykkur frá.

Voivod – The Unknown Knows

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Voivod – Nothingface

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Voivod – Astronomy Domine

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

I Proudly Present með Nögl kemur í búðir á föstudag

I proudly presentFyrsta plata hljómsveitarinnar Nögl kemur í búðir 21 ágúst og hefur hún hlotið nafnið “I Proudly Present“, en er þetta fyrsta plata sveitarinnar. Hljómsveitin gefur sjálf út en Record Records sér um dreifingu. Þorvaldur Bjarni sá um alla hljóðvinnslu en gestir á plötunni eru Stefán úr Buff og Sigurður úr Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Nögl eru þessa dagana að kynna plötuna á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum en útgáfutónleikar á Íslandi verða í september. Á plötunni blandast saman margbrotnar útsetningar, rokkaður hljómur og silkimjúk áferð Þorvalds Bjarna og verður útkoman útvarpsvænt, melódískt, en á köflum ögrandi rokk.

Nögl – My World

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Stalaggh

Stalaggh hlýtur að vera ein sú svakalegasta og öfgafyllsta hljómsveit sem um getur. Yfirlýst markmið þessarar hollensku hávaðasveitar er “alger útrýming alls mannkyns”, eða eitthvað á þá leið, og telur forsprakki sveitarinnar Mr. Mental hana vera þá allra háværustu í heiminum. Þess má geta að því er haldið fram að Stalaggh fái til liðs við sig ekta geðsjúklinga til að sjá um öskur og óhljóð í lögum sínum og þar á meðal einn “gestasöngvara” sem lokaður var inni fyrir að stinga móður sína 30 sinnum.

Hér er angurvært hljómdæmi með Stalaggh:

Retrön kynnir Swordplay & Guitarslay

RetrönFyrsta plata Retrön, Swordplay & Guitarslay, kemur út 7. júlí næstkomandi hjá útgáfufyrirtækinu Kimi Records. Til að kynna áhugasömum tónlistarunnendum gripinn hefur hljómsveitin og útgefandinn ákveðið að blása til hlustunarteitis á skemmtistaðnum KARAMBA fimmtudagskvöldið 25. júní kl. 21. Þar verður hægt að hlusta ókeypis á plötuna í heild sinni og sötra fríar veigar um leið og það er gert.

Retrön er tríó skipað þeim Kolbeini Huga, Kára og Arnari Inga og spila þeir synthakeyrðan dýflissumetal. Hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 2004 og platan þeirra lengi í gerjun. Swordplay & Guitarslay er  þó tilbúin á háréttum tíma og kemur eins og bjargvættur inn í íslenskt tónlistarsumar.

Fyrsta lag hljómsveitarinnar sem fer í almenna spilun á popp- og rokkstöðvum landsins er smellurinn “Slow Me” og er það lag sérstaklega tileinkað þeim sem eiga um sárt að binda. Hljómsveit og útgefandi hafa gríðarlega miklar væntingar um að lagið eigi eftir að ná til hlustenda um allt land og af öllum þjóðfélagsstigum.

Retrön – Slow me

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.