Skálmöld rokkar

Íslenska rokksveitin Skálmöld lék fyrir húsfylli sveittra unnenda rokksins á Paddy´s í Keflavík í gærkvöld. Skálmöld sendi frá sér frumburðinn Baldur þann 15.desember sl. og fékk platan feikigóða dóma í pressunni. Seldist fyrsta upplag plötunnar loks upp en platan er nú aftur orðin fáanleg fyrir þyrsta.

Skálmöld kom fram ásamt Wistaria, Dánarbeð, Mystic Dragon, Earendel og Ask Yggdrasils á Paddy’s í gærkvöldi og lék nokkur lög við góða undirtekt sveittra og æstra gesta. Fyrsta lag sveitarinnar (sem ég man ekki hvað heitir) vakti ekki mikla lukku hjá undirrituðum en bandinu óx ásmegin með hverri nótunni eftir það og hreif loks undirritaðan með sér í folk/víking-metal stemmingu sem samanstóð af vel útsettum söng og öruggum hljóðfæraleik. Kryddaði sveitin góðan fjölbreytileika í geiranum og sérstakur gestur, Aðalbjörn Tryggvason (Sólstafir) tók lagið með drengjunum. Afbragðs rokksjóv með tilheyrandi flösuþeytingu og pung.

Hljómsveitin heldur útgáfutónleika sína í Tjarnarbíói þann 24.febrúar nk. en uppselt er á þá tónleika. Hyggur sveitin þá í víking til Færeyja á G!Festival en einnig áætlar sveitin að koma frá á komandi Wacken hátíð. Sveitin ætlar þá að heiðra unnendur Baldurs með nærveru sinni á Eistnaflugi á Neskaupsstað í júlí. Skálmöld er einnig tilnefnd fyrir besta plötucover á Íslensku tónlistarverðlaunum í ár.

Plötuna Baldur má nálgast hjá vinum okkar á gogoyoko.com

Glæsilegt Geisp!

Chicago sveitin YAWN framreiðir dans, elektróník eða sækadelískt transað popp með afró bítum. Þessi setning er góð ástæða fyrir því að maður á kannski ekki að vera að rembast við að skilgreina músík. Þetta hjálpar þér eiginlega ekki neitt. Það hjálpar hins vegar mjög að tékka á tónlistinni.

Þeir eru líka það svalir að þú þarft ekkert að rembast við að stela músíkinni þeirra því nýja EP platan er í boði alveg ókeypis á síðunni þeirra.

(ZIP skrá með EP plötu YAWN)

Sveitin var stofnuð fyrir um fimm árum þegar strákarnir voru saman í menntaskóla. Þeir hafa verið duglegir að undanförnu og eru á fullu að vinna að stórri plötu sem er væntanleg í vor. Það verður mjög spennandi að heyra hana og hvort þeim tekst að fylgja þessari fínu EP plötu eftir. Þeir hafa verið að túra með Local Natives og eru meðal þátttakenda á South By Southwest hátíðinni sem vonandi gefur þeim frekari byr í seglin.

YAWN – Kind of Guy

YAWN – Kind Of Guy from Druid Beat on Vimeo.

Safnplata til stuðnings Wikileaks

Bandarískur tónlistarmaður að nafni C. J. Boyd er nú í óðaönn að safna lögum á plötu sem komin er út til stuðnings lekasíðunni Wikileaks. Þegar ég segi ‘er að safna … á plötu sem er kominn út,’ þá á ég við að gripurinn er sumsé í sísköpun: hægt og rólega munu lög bættast í hópinn og platan mun gildna. Verkefni kallar C. J. Like Badgers and Birds og er aðgengilegt á netinu – nánar tiltekið hér.

Þess má geta að nýjasta viðbótin á plötunni er frá sænska íslendingnum Mikael Lind en það er lag sem ber titilinn “Iver och hets”. Lagið vann Mikael í samstarfi við Önnu Finnbogadóttur, sellóleikara, en Paul Evans sá um hljóðblöndun.

Ekki er þó vitlaust að benda lesendum á, að fleiri íslenskum böndum er guðvelkomin að taka þátt í verkefninu hafi þau eitthvað nýtt efni fram að færa til stuðnings Wikileaks. Hægt er að hafa samband við C. J. Boyd á emilinn: clintonjboyd(hjá)gmail.com. Eina skilyrði fyrir þátttöku eru að lagið sé áður óútgefið – og tja, áheyrilegt?

Hér að neðan er lag Mikaels og á þessum hlekk má fjárfesta í þeim lögum sem nú hafa safnast á plötuna.

Mikael Lind – Iver och hets

Útsendingu lokið – Trish Keenan látin

Það voru miklar sorgarfréttir sem bárust í dag þegar Warp útgáfan sendi út þá fréttatilkynningu að Trish Keenan, söngkona Broadcast, hefði látist í morgun. Hljómsveitin hafði verið á tónleikaferðalagi í Ástralíu í desember og smitaðist Keenan þar af fuglaflensu og fékk í kjölfarið lungnabólgu. Hún hafði legið á sjúkrahúsi í Bretlandi í rúmar tvær vikur þar til hún lést í morgun.

Broadcast – Come On Let’s Go (af The Noise Made By People, 2000)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Broadcast var stofnuð í Birmingham árið 1995 og í kjölfar nokkurra smáskífna gerði sveitin samning við Warp plötufyrirtækið. Hljómsveitin vakti athygli fyrir tilraunakennda popptónlist sína þar sem áhrifum úr hinum ýmsu áttum var blandað saman á skemmtilegan hátt. Eftir sveitina liggja breiðskífurnar The Noise Made By People (2000), Haha Sounds (2003) og Tender Buttons (2005), auk fjölmargra smáskífna og EP platna sem safnað hefur verið saman á plöturnar Work and Non Work (1997) og The Future Crayon (2006).

Broadcast – Micheal A Grammar (af Tender Buttons, 2005)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lítið heyrðist frá sveitinni um tíma þar haustið 2009 þegar EP platan Mother Is The Milky Way og samstarfsplata með Focus Group, Broadcast and The Focus Group Investigate Witch Cults of the Radio Age, komu út. Seinasta útgáfa sveitarinnar var svo stuttskífan Familiar Shapes and Noises (einnig gerð með Focus Group) sem kom út síðastliðið sumar. Ný breiðskífa hefur verið væntanleg um nokkurn tíma en ekki hefur enn verið uppgefið hvort eða hvenær sú plata muni koma út.

Rjóminn minnist Trish og Broadcast og vonar að sú frábæra tónlist sem þau færðu okkur gleymist ekki í bráð.

Broadcast – The World Backwards (af Work and Non Work, 1997)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Broadcast – Look Outside (af The Noise Made By People, 2000)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Broadcast – Pendulum (af Haha Sounds, 2003)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Broadcast – Tears In The Typing Pool (af Tender Buttons, 2005)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt efni frá Bright Eyes

Bright Eyes-flokkurinn með Conor Oberst í fararbroddi stefnir að útgáfu sinnar tíundu breiðskífu í febrúar á afmælisdegi söngvarans, sem er víst sá fimmtándi. Lagið “Shell Games” verður að finna á plötunni en það var einmitt að lenda glóðvolgt á neti intersins. Eftir hafa hlýtt á smíðina er það ljóst að Conor er að feta í spor fleiri þjóðlagasöngvara sem undanfarið hafa notast æ meira við elektrónísk hljóðfæri en áður, s.s. Iron & Wine á væntanlegri plötu sinni og Sufjan Stevens á Age of Adz. Ætli að þetta sé einhver ný bóla?

Skífa Bright Eyes mun víst bera titilinn The People’s Key og kemur að vanda út á vegum Saddle Creek útgáfunnar. Nokkuð er víst um gestagang á plötunni en eru það aðalega vinir Oberst sem eru þar á ferðinni og spilla margir þeirra í lítt þekktum rokkböndum sem óþarft er að nefna hér.

Bright Eyes – Shell Games

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lög ársins – Guðmundur

Mér þykir hugmyndin um að taka saman lista yfir “lög ársins” í rauninni fremur fáránleg. Hvernig í ósköpunum á að færa rök fyrir því að eitt stakt lag sé endilega betra en eitthvað annað án samhengis eða einhverskonar afmörkunar? Sérstaklega ef þau koma nú úr sitthvorri áttinni, eru sett fram á gjörólíkan hátt eða með ólíkum markmiðum? Þessvegna kýs ég að kalla þennan lista “Upphálds lögin mín frá árinu 2010“. Ég er að tala á persónulegum nótum, gera grein fyrir persónulegri upplifun og hirði lítið um rökfærslur eða argúment. Ég vona bara að þið hafið gaman af – því það er akkúrat tilgangur þessarar færslu.

Uppáhalds lögin mín árið 2010 – Íslenskt:

10. Jónsi – Animal Arithmetic

“Animal Arithmetic” er að mínu mati sterkasta popplag Jónsa á frumburði hans, Go. Samuli, finnski trommarinn knái, fer á kostum í laginu og Jónsi rekur hverja melódíuna á fætur annarri. Textinn er reyndar vandræðalega vondur, en það breytir því ekki að hér er á ferðinni virkilega flott og grípandi lag.

9. Skúli Sverrisson – Her Looking Back

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Skúli Sverrisson útbýr dulúðlega stemningu á annarri plötu sinni í Seríunni. “Her looking back” er sú smíð sem hreyf hvað mest við mér. Seyðandi hljóðfæraleikurinn og draumkenndur hljóðheimurinn í bland við grípandi melódíurnar mynda dásamlega fagra heild.

8. Útidúr – Fisherman’s Friend

Fyrsta plata stórsveitarinnar Útidúr inniheldur ansi marga efnilega kandídata, s.s. hina þrælíslensku “Ballöðu” og titillag plötunnar, “This Mess We Made”. “Fisherman’s Friend” stendur þó uppúr – hressandi heilalím framreitt í poppskotnum búningu en þó undir framandi áhrifum. Flutningur að öllu leiti til fyrirmyndar, grípandi og skemmtilegt.

7. Prinspóló – Skærlitað gúmmelaði

Fyrst þegar ég heyrði “Skærlitað gúmmelaði” hélt ég að The Dodos væru að flytja fyrir mig nýtt lag. Þegar prinsinn Svavar fór að syngja varð það þó ljóst að afurðin var alíslensk. Hrár krafturinn og hófstilltur tryllingurinn gera þetta lag að einu því hressasta sem út hefur komið í ár. Prinsinum tekst líka að sýna fram á að það þarf ekkert að vera að flækja hlutina til að smíða skemmtileg lög. Ekkert jukk hér á ferð!

6. Ólöf Arnalds – Crazy Car

Dúett Ólafar með Rassa Prump er afar lágstemdur og fallegur. Rétt eins og lagið hér á undan, þá liggur galdurinn í einfaldleikanum og einlægum fluttningi. Áður en ég vissi af var ég farinn að blístra lagið í strætó án þess að skammast mín og raula það á bókhlöðunni.  Rólegt og rómantískt, í krúttskilningnum þó. Bara gott, gott.

5. Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þessi singúll númer tvö hjá Jónasi og Ritvélunum hans vann á mig með hverri hlustuninni. Þetta er ofboðslega flott og vandað popplag – og svo er textinn svona dásamlega margræður og spennandi. Virkilega vel gert.

4. Sudden Weather Change – The Whaler

Djöfull er Sudden ógeðslega kraftmiklir og flottir í þessu lagi! Þéttur gítarmúrinn kallar fram gæsahúð á völdum köflum og keyrslan fær mann til að hrista höfuðið svolítið duglega. Ég bið ekki um mikið meira en það.

3. Miri – Draugar.

“Draugar” er eina sungna lag plötunnar Okkar og að mínu mati það best heppnaða. Þetta er alveg ekta “allt-í-botn-lag”; Örvar í Múm leiðir okkur í gegnum draumkenndan gítarheim og svo skellur keyrslan á manni af fullum krafti undir lok. Sándið, sem er í höndum Curvers, er algjör bölvuð snilld.

2. Seabear – Cold Summer

Það er langt síðan ég hef heyrt lag sem jafn fallega byggt upp og “Cold Summer”. Það grípur kannski ekki við fyrstu hlustun, en þegar maður er farinn að kannast við sig í þessu nöturlega sumarlagi, þá fara blómin að springa út í allri sinni dýrð.

1. Apparat Organ Quartet – Pólýnesía

Lag ársins á Orgelkvartettinn Apparat. Hér er ýmislegt kunnuglegt á ferð en Apparat er samt enganveginn að endurtaka sig. Aldrei bjóst ég við að heyra þá félaga svona poppaða – en það klæðir þá bara vel!

Uppáhalds lögin mín árið 2010 – Erlent:

10. MGMT – Flash Delerium

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ég var lítt hrifinn af Congratulations, nýjustu plötu MGMT. Aftur á móti tók ég ástfóstri við þennan fyrsta singúl bandsins. Þó svo að stíft sé sótt í arf rokksins, þá er eitthvað ofboðslega ferskt og hressandi við þetta lag. Ég meina, hvað er langt síðan þið hafið heyrt blokkflautusóló í índírokklagi? Ætli að það hafi bara ekki verið The Unicorns árið 2003?

9. Avey Tare – Laughing Hieroglyphic

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta lag Avey Tare er afskaplega ávanabindandi á mjög undarlega hátt. Kannski er það taktsmíðin, eða hljóðgervlarnir, eða sönglínurnar. Eða eitthvað allt annað. Ég er bara ekki viss. En eitt veit ég þó: Avey Tare stendur sig vel einn og óstuddur.

8. Broken Social Scene – World Sick

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Opnunarlag Forgiveness Rock Album er dýrðlegt dæmi um hvernig hægt er að nostra við og skreyta einfalda lagasmíði. Að vanda er pródúsering á bandinu til fyrirmyndar; frumleg og áhugaverð. Þetta lag er glöggt dæmi um sköpurnargleði Broken Social Scene.

7. Vampire Weekend – Diplomat’s Son

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“Diplomat’s Son” sameinar aðalsmerki og einkenni Vampire Weekend í einu lagi. Það er glaðlegt en samt pínu angistarfullt, undir greinilegum afro-beat áhrifum en sver sig samt í ætt við amerískt indírokk, melódíur stíga dularfullan dans við hrynjandi og textinn er svo fullkomlega einfaldur og naív. Og þessar taktbreytingar! Þær gera mig alveg vitlausan.

6. Four Tet – Sing

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um “Sing”. Þetta er besta fyrirpartí sem ég hef lent í þetta árið. Það er bara svo einfalt.

5. Beach House – Silver Soul

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dúónum Beach House er að takast að festa sig í sessi sem ein af mínum uppáhalds böndum síðustu ára. Bandið virðist vera ótæmandi brunnur sköpunnar; hver snilldarplatan kemur á fæti annarrar. “Silver Soul” af Teen Dream er tregafullt og fallegt popplag sem ég hreinlega fæ ekki nóg af.

4. LCD Soundsystem – All I Want

Þessi óður James Murphy til David Bowie er hápunktur þriðju plötu LCD Soundsystem. Bandið sækir í fornan popparf og endurvinnur á sinn frumlega máta. Útkoman er dansvænt og áhugavert rafpopp sem flestir ættu að getað tengt eða dillað sér við. Ég vona svo sannarlega að This is Happening sé ekki síðasta plata LCD Soundsystem líkt og lýst var yfir.

3. Arcade Fire – Sprawl II (Mountains Beyond Mountains)

Þegar ég heyrði “Sprawl númer tvö” í fyrsta sinn, þá ætlaði ég alveg að vera með stæla út í það. Ég skildi ekki alveg hvað Arcade Fire voru að reyna að áorka með þessu Blondie-lagi sínu. En svo þýddi bara ekkert að vera með stæla: þetta er ógeðslega grípandi og gott popplag!

2. Caribou – Odessa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“Sing” er besta fyrirpartí þessa árs en “Odessa” er hinsvegar besta partíið. Caribou klippir og límir saman snilldarlegt stuðmósaík sem auðvelt er að hrífast af. Sömplin eru svöl, bassalínan er feit, taktarnir þéttir og söngur Daniels Snaith er eitthvað svo yndislega ámátlegur.

1. Titus Andronicus – A More Perfect Union

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sko. Fyrst þrumar Abraham Lincoln yfir þér, svo tekur við ný-pönk stemning í anda Against Me!, eftir það ómar eðal gítarrokk að hætti Dinousaur Jr. – svona heldur þessi ófyrirsjáanleg atburðarás endalaust áfram. Hinar og þessar stefnur rokksins eru ýmist endurskapaðar, skopstældar eða afbakaðar í þessu sjö mínútna verki. Titus Andronicus útbýr hér lag sem er allt í senn kraftmikið, grípandi, óþolandi, eitursvalt, melódískt, kaótískt, fyndið, frumlegt, kunnuglegt,  … ég er læt þetta gott heita. Hlustið bara á þessa snilld!

Beefheart þakinn

Eins og fram hefur komið hér á Rjómanum lést Captain Beefheart nú fyrir nokkrum dögum. Þrátt fyrir hreint ótrúlega einkennilegar og flóknar lagasmíðar þá hafa fjölmargir listamenn spreytt sig á verkum Beefheart í gegnum tíðina. Hér höfum við því týnt til þekjur héðan og þaðan af nokkrum Captain Beefheart lögum, njótið!

Sonic Youth – Electricity

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Party Of Special Things To Do

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Ashtray Heart

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Fall – Beatle Bones ‘N’ Smokin’ Stones

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Kills – Dropout Boogie

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Trumans Water – Hair Pie: Bake 2

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Cramps – Hard Workin’ Man

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Black Keys – I’m Glad

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mercury Rev – Observatory Crest

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 18. desember

Í jólarjómaglugga dagsins leynist glænýtt lag og er það ekki af verri endanum. Vinir okkar í Beach House gáfu út frábæra plötu, Teen Dream, í blábyrjun ársins og ljúka svo frábæru ári með því að senda frá sér nýtt lag, “I Do Not Care For The Winter Sun”. Lagið kalla þau sjálf hátíðarlag og þótt ekki sé beint sungið um jólin þá má greina sterka jólastemmningu, það heyrist jafnvel hreindýrabjöllu. Sjálfum hefur mér alltaf þótt sterk vetrarstemmning í tónlist Beach House og því virkar það eiginlega gráupplagt að sveitin skuli skelli í eitt lag fyrir hátíðarnar. Nýja lagið má svo fá frítt með því að kíkja á heimasíðu Beach House.

Beach House – I Do Not Care For The Winter Sun

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 12. desember

Í jóladagatalinu í dag finnum við fyrir Los Campesinos! sem spila fyrir okkur glænýtt jólalag, “Kindle A Flame In Her Heart”. Þessi breska indípoppsveit hefur verið ansi afkastamikil undanfarin ár og nú á dögunum hleyptu þau af stokkunum nýju tímariti (já tímariti!) sem heitir Heat Rash og fá þeir sem gerast áskrifendur allskyns góðgæti (mp3, 7″ o.fl.) sem verður hvergi annars staðar fáanlegt. Jólalagið má hins vegar fá frítt og þeir sem það vilja geta kíkt á heimasíðu sveitarinnar og hlaðið því niður

Los Campesinos! – Kindle A Flame In Her Heart

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 1. desember

Já! Rjómajólin, eins og Jóladagatal Rjómans er kallað, er nú haldin heilög annað árið í röð. Hugmyndin með Rjómajólunum er að rifja upp kynni við skemmtileg, sjaldheyrð og/eða áhugaverð jólalög. Nú eða bara sína fram á að jólalög þurfa ekkert endilega að vera gjörsamlega óþolandi. En fyrst og fremst erum við auðvitað að reyna að lokka fram jólaskapið í fólki og hressa það á þessum dimmustu tímum ársins. Daglega munum við opna einn glugga þar sem finna má jólalegt góðgæti úr ýmsum áttum. Ég vil benda lesendum á að með því að velja flokkinn Jól er hægt að fá allar færslurnar á eina síðu, ásamt því að hægt er grúska í Rjómajólum ársins 2009. Vonandi njótið þið vel og eigið notalega aðventu!

Þegar við opnum gluggann í dag má sjá mynd af einum af (sér)vitringunum þremur. Það er meistarinn Tom Waits vafinn í jólaseríu með sitt stórkostlega lag “Christmas Card From A Hooker In Minneapolis”. Lagið kom fyrst út á plötunni Blue Valentine frá árinu 1978. Jólakort portkonunnar er nú kannski ekkert sérstaklega jólalegt en við látum það liggja á milli hluta í þetta skiptið.

Tom Waits – Christmas Card From A Hooker In Minneapolis

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt frá PJ Harvey

Í febrúar næstkomandi kemur út ný plata frá hörkukvendinu PJ Harvey og hefur gripurin hlotið nafnið Let England Shake. Platan inniheldur tólf ný lög og PJ til halds og traust eru þeir John Parish og Mick Harvey (Bad Seeds/Birthday Party – ekki skyldur PJ) sem báðir hafa starfað með stúlkunni reglulega á ferli hennar. Þrátt fyrir þennan kunnuglega hóp þá hljómar fyrsta lagið sem heyrst af plötunni, “Written On The Forehead” allólíkt því sem við eigum að venjast frá PJ Harvey …

PJ Harvey – Written On The Forehead

og þar sem við erum farin að hlusta á PJ þá er um að gera að rifja upp nokkra gamla gullmola:

PJ Harvey – Dress (af Dry, 1992)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

PJ Harvey – 50ft Queenie (af Rid Of Me, 1993)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

PJ Harvey – Down By The River (af To Bring You My Love, 1995)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt lag frá Jónsa – frítt mp3

Í dag kom út veglegur tónleikapakki frá Jónsa í Sigur Rós sem nefnist Go Live og inniheldur bæði 14 laga geisladisk og 11 laga DVD disk. Á diskunum eru upptökur af tónleikum kappans ásamt hljómsveit fyrr á þessu ári, en hann er enn á tónleikaferð um heiminn sem lýkur með tónleikum á Íslandi 29. desember næstkomandi. Tónleikaplatan inniheldur auk allra laganna af Go fimm nýrri lög sem Jónsi hefur verið að spila á tónleikum undanfarið.

Í tilefni útgáfunnar í dag er hægt að næla sér í frítt mp3 af einu af nýju lögunum, sem einfaldlega nefnist “New Piano Song”, og má fá það á heimasíðu Jóns. Einnig er hægt að panta sér eintak af tónleikapakkanum á heimasíðunni!

Jónsi – New Piano Song

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Summer Fiction

Í næstu viku kemur út frumburður sveitarinnar Summer Fiction sem einfaldlega heitir eftir bandinu. Hljómsveitin kemur frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum og var stofnuð fyrr á þessu ári, en sveitin er leidd af Bill nokkrum Ricchini sem ku áður hafa gefið út tvær sólóskífur. Summer Fiction spilar létt og grípandi indípopp sem minnir á Belle & Sebastian og skyldar sveitir og ætti að kæta lund á köldum vetrardögum.

Streyma má Summer Fiction á bandcamp síðu sveitarinnar.

Summer Fiction – Chandeliers

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Summer Fiction – Throw Your Arms Around Me

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Atlas Sound gefur fríar plötur

Bradford Cox, forsprakki Deerhunter, hefur verið einstaklega duglegur síðastliðin ár að senda frá sér efni undir nafninu Atlas Sound þegar honum leiðist. Nú í þessari viku hefur hann sett þrjár plötur af heimaupptökum á netið sem má hlaða niður frítt og nefnast þær Bedroom Databank Vol. 1, 2 og 3. Upptökurnar eru allar gerðar á þessu ári og því er ljóst að Cox er búinn að hafa nóg fyrir stafni, en einnig er hann nýbúinn að gefa út plötuna Halcyon Digest með Deerhunter.

Hlaða má plötunum niður frítt á heimasíðu Deerhunter (ekki er útilokað að fleiri plötur bætist við í vikunni) eða bara tékka á nokkrum lögum af þeim hér:

Atlas Sound – Green Glass Bottles (af Bedroom Databank Vol. 1)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Atlas Sound – Strange Parade (af Bedroom Databank Vol. 2)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx þakin

Naumhyggjupoppsveitin The xx er vissulega ein af áhugaverðari hljómsveitum sem fram hafa komið undanfarin ár og áhrif frá þeim eru nú farin að heyrast hér og þar. Eitt aðalsmerki sveitarinnar er hljómur hennar og en lögin sjálf standa fyrir sínu og vel það. Það kemur því varla á óvart að ýmsir tónlistarmenn líta hýrum augum að lögum sveitarinnar og eru nú þegar þónokkrar þekjur af þeim komnar á ról í netheimum … þó vissulega megi deila um gæði sumra þeirra.

Gorillaz – Crystalised

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Antlers – VCR

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beerjacket – VCR

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

OMD – VCR

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

El Perro Del Mar – Shelter

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Shakira – Islands

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ný plata frá Cut Copy

Ástralarnir í Cut Copy hafa nærri því perverskan áhuga á 80’s hljómi og takast alltaf furðulega vel að aðlaga hann að nútímanum. Í byrjun febrúar er væntanleg þriðja breiðskífa sveitarinnar sem hlotið hefur nafnið Zonoscope. Fyrir nokkrum mánuðum heyrðum við nýja lagið “Where I’m Going” hér á Rjómanum, sem gaf vísbendingu um að hljómsveitin væri að fjarlægjast fyrri hljóðheim en “Take Me Over”, fyrsta alvöru smáskífan af nýju plötunni, rekur slíkar ranghugmyndir heim í föðurhúsin.

noise – Divided

Hljómsveit: noise
Plata: Divided
Útgefandi: noise (2010)

Í nær áratug hefur hljómsveitin noise sett svip sinn á rokksenu Íslands. Allt frá því að hafa skriðið úr bílskúrnum árið 2001 og tekið þátt í Músíktilraunum með ágætum árangri. Hljómsveitin gaf svo út sína fyrstu breiðskífu tveimur árum síðar og nú, árið 2010, sendir hún frá sér sína þriðju; Divided.

Tvíburabræðurnir Einar Vilberg og Stefán Vilberg Einarssynir hafa leitt sveitina áfram í breytilegu formi allt frá útgáfu fyrstu plötu en nú hafa bræðurnir tekið höndum saman við þá Arnar Grétarsson og Egil Rafnsson, sem fóru mikinn með rokksveitinni Sign.

Divided tekur á móti hlustanda með mun meira poppi en sveitin er þekkt fyrir. Stab In The Dark byggir á fínni laglínu sem sest ofan á einfaldan og þungan gítar sem fleytir laginu loks í verulega grípandi viðlag. Lagið, sem hefur fengið þónokkra útvarpsspilun, er hreint, einfalt og grípandi popp/rokk sem boðar þónokkrar breytingar í herbúðum noise.

Hljómsveitin má sannarlega eiga það að hún kann að grúva vel í rokkinu og koma sveitir á borð við Silverchair ,Velvet Revolver og oftar en ekki Alice in Chains (svo eitthvað sé nefnt) upp í hugann en þó helst sveitin þétt og sjálfstæð. Sea of Hurt lyktar vel af áhrifum frá Ástralíu á 10.áratuginum og Beautiful Distraction tengir sveitina við yngra rokk stórsveita í kringum aldamót. Áhrifin eru greinileg en þó engan veginn kæfandi.

Lögin The Brightest Day og Divided eru einna sterkust þegar fram í sækir á plötunni. Hröð og þungt riff í bland við sterkan söng gera lögin grípandi, dáleiðandi og oftar en ekki að örlitlum fiðringarvald fyrir neðraveldið.

noise heldur rígfast í klassíska orgíu (ef ég má orða það á þann veg) gítars, bassa og slagverka en nú eru lögin frekar skreytt harmoníum og raddútsetningum og rödd Einars er orðin mun meira hljóðfæri en áður. Textar eru ágætir á plötunni og örlítið opnari en áður. Heavy Mellow er auðskiljanlegt og endar plötuna eins og góðum rokkskífum sæmir; með góðri ballöðu í anda rokkgoða 9.áratugarins.

Platan er ekki sú frumlegasta en er heldur ekki að reyna að finna upp hjólið. Hér er einfaldlega verið að tala um þétta, grúví, grípandi og vel hljómandi rokkplötu sem ætti ekki að svíkja neinn aðdáenda rokksins né sveitarinnar sjálfrar. noise hefur hér gefið út sitt besta efni hingað til og tók það ágætis tíma að fullkomna verkið. Þetta er það sem þeim greinilega hentar best og þeir finna sig best í og það er ekkert nema gott. Plötuna má að sjálfsögðu nálgast hjá vinum okkar á gogoyoko og í öllum helstu plötuverslunum.

noise fagnar útgáfu Divided á Sódóma Reykjavík í kvöld og opnar húsið kl. 22. Miðaverð er 1000 krónur við hurð og sjá Ten Steps Away og Coral um upphitun.

Einkunn: 4

White Denim: Viðtal

Liðsmenn Texas sveitarinnar White Denim, þeir James Petrelli, Steve Terebecki og Josh Block hafa spilað saman síðan árið 2006 og gefið út fjórar plötur, þar af tvær sjálfútgefnar og tvær undir formerkjum Full Time Hobby hljómplötuútgáfunnar (Timber Timbre, School of Seven Bells, Tunng o.fl.) Nýlega bættist svo við nýr meðlimur við hljómsveitina, gítarleikarinn Austin Jenkins og bandið því nú þéttara en nokkru sinni fyrr eins og heyra má á nýjustu plötu sveitarinnar Last Days of Summer.

Tónlist White Denim einkennist af mikill hljóðfæragleði og sveiflukenndum lagasmíðum með óhefðbundna nálgun á póst-bílskúrs rokkið/pönkið, nema í stað bílskúrs þá halda þeir félagar aðallega til í húsvagni trommarans og blúsa þar saman. Þessi fjögur ár sem hljómsveitin hefur starfað saman hafa lagasmíðarnar þróast og þroskast en þrátt fyrir að hafa fullorðnast þá hefur rokkið haldist hrátt og málmkennt og sem betur fer hafa meðlimir White Denim ekki gleymt húmornum, sem skín ávallt í gegn og sést það kannski best í tónlistarmyndböndum þeirra.

White Denim – Shake Shake Shake

Nýja platan frá þessu stórskemmtilega bandi samanstendur af lögum sem hljómsveitin samdi og tók upp síðastliðið sumar, en platan inniheldur efni sem hefur verið í vinnslu seinustu árin milli stærri verkefna. Platan er stútfull af skemmtilegum lögum og ekki frá því að rómatíkin svífi þar yfir vötnum í blúskenndum sumarfíling. Platan kallast sem áður segir Last Days of Summer og kom út 23. september síðastliðinn. Hægt er að hala henni niður í heild sinni frítt á heimasíðu hljómsveitarinnar (hér).

Liðsmenn White Denim eru óhræddir við að spila undir áhrifum uppruna síns og það er ekki frá því að maður sólbrenni á eyrunum við hlustun á afslappað sandrokk þeirra. Ekki verra þegar kólna fer hér á norðurslóðum.

Champ

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Shy Billy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Josh Block trommari sveitarinnar gerðist svo almennilegur að svara nokkrum spurningum greinarhöfundar:

Frá vinstri: James Petrelli,Steve Terebecki og Josh Block

EFK: Nýja platan ykkar er ansi blíð við hlustun. Eruð þið félagar í rómantískum fíling um þessar mundir?

JB: Alltaf, og takk fyrir það.

EFK: Hversu mikið hefur umhverfi ykkar og uppruni áhrif á tónlist ykkar?

JB: Ég er farinn að halda að það sé farið að hafa meiri áhrif en það gerði í fyrstu. Ég held ekki að við séum að festa okkur í einhvern Texas (eða Austin) hljóm, en ég finn vissulega fyrir tengingu við umhverfi mitt. Það þarf að líða lengri tími þangað til að ég get svarað þessari spurningu almennilege, það verður auðveldara eftir tíu plötur eða svo.

EFK: Semjið þið lögin hver í sínu horni eða er þetta samvinna hjá ykkur?

JB: Það fer allt eftir því hvernig lögin koma til. Ég hef komið með nokkur lög til strákanna þar sem textinn er kannski ókláraður og þegar kom að því að þróa melódíuna þá settumst við niður og kláruðum lagið saman. James (Petralli) kemur oft með tilbúið demó sem vantar aðeins okkar framlag, þ.e. trommur og bassa. Allt getur þetta haft áhrif á uppbyggingu lagsins og sjálfa laglínuna. Það er því mjög breytilegt hvernig við högum lagasmíðunum.Við reynum að vinna úr öllum hugmyndum sem við fáum þannig að sjóndeildarhringur okkar sé sem víðastur. Og núna eftir að við bættum við öðrum hljómsveitarmeðlimi á ég von á enn meiri víðsýni hjá okkur.

EFK: Hvernig kom það til að þið ákváðuð að bæta nýjum manni við eftir öll þessi ár?

JB: Fyrst og fremst þá er (Austin Jenkins) fyrsta flokks gítarleikari og í öll þau skipti sem við höfum fengið tækifæri til að spila með honum áður þá hefur það verið frábært. Þetta var því auðveld ákvörðun og í rauninn bara spurning um tíma. Við erum líka með mikið af nýju efni sem hentar vel fyrir kvartett, og því var rökrétt að fá Austin inn sem fjórða mann. Svo er hann er líka bara ofursvalur gaur, sem er augljóslega plús.

EFK: Hvaða eiginleika þarf góður trommari að hafa og er eitthvað sem trommarar þurfa að forðast eins og heitan eldinn?

JB: Ég held að góður trommari þurfi að búa yfir sömu eiginleikum og aðrir tónlistarmenn, þ.e. einbeitingu og góðu vinnusiðferði. Svo er ágætt að hafa gott minni. Ef maður einbeitir sér og leggur hart að sér, þá kemur allt hitt með tímanum. Ég vona að þetta hafi ekki hljómað of væmið. Annars er mjög mikilvægt að missa aldrei tilfinninguna fyrir því sem maður er að gera hverju sinni og forðast löngunina að nota hvern einasta flotta taktbút sem maður finnur upp á og bæta honum inn hvenær sem færi gefst,  þótt manni finnist hann svalari en allt annað. Ég er sífellt að reyna að þroska eyrun svo að ég falli ekki í þá gryfju.

EFK: White Denim spilaði á Iceland Airwaves árið 2008? Veitti rokkeyjan Ísland ykkur innblástur?

JB: Við stoppuðum svo stutt og ég er ennþá að melta ferðina. Það gæti þó orðið. Ég útiloka ekkert.

EFK: Af því sem þú sást, hvað fannst þér um íslensku tónlistarsenuna?

JB: Við lékum með íslensku bandi sem var vægast sagt stórkostlegt (Retro Stefson). Tónleikar þeirra minntu mig  á táningsútgáfu af hljómsveit Jorge Ben. Þeir voru frábærir! Ef hátíðin gefur einhverja mynd af því hvernig tónlist er “neytt” á Íslandi, þá var ég mjög hrifinn. Ísland virðist vera með það á hreinu hvernig eigi að hvetja til listrænnar tjáningar.

EFK: Ef þú gætir spáð fyrir White Denim fyrir árið 2011, hvað myndi sú spá segja?

JB: “Tvær plötur í viðbót, frábær tónleikaferðalög á fallega staði og fullt af reynslu sem sameinar okkur sem tólistarmenn og sem vini.”

Takk fyrir það Josh Block.

Málmurinn sem White Denim er gerður úr er orðinn glóandi heitur eftir öll þessi ár og nú fer eitthvað stórt að gerast fyrir þessa pilta. Greinarhöfundur finnur það á sér.

Sitting (af plötunni Workout Holiday)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.