Deerhoof berjast við hið illa!

Nú þegar eru farnar að detta inn fréttir af plötum sem væntanlegar eru árið 2011 og ein af þeim sem mun væntanlega gleðja okkur í janúar á næsta ári er ný plata frá Deerhoof. Fáar hljómsveitir eru jafn ofurhressar og þessi tilraunaglaða San Francisco sveit, sem átti eina eftirminnilegustu tónleika Airwaves fyrir þremur árum síðan. Nýja skífan heitir Deerhoof vs. Evil og sendi sveitin hið stórskemmtilega lag “The Merry Barracks” frá sér nú fyrir helgi. Það má nálgast nýja lagið frítt á heimasíðu Polyvinyl útgáfunnar og að sjálfsögðu hlusta það hér á Rjómanum!

Deerhoof – The Merry Barracks

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2007, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, við góðar undirtektir gagnrýnenda enda stórkostlega plata þar á ferð. Undanfarið hefur hann svo verið að gera ansi góða hluti á öldum ljósvakans með lagi sínu “Hamingjan er hér”. Eflaust eru margir orðnir þyrstir í að heyra meira en biðin er senn á enda þar sem önnur breiðskífa Jónasar er væntanleg. Platan ber nafnið Allt er eitthvað og kemur í búðir á föstudaginn næstkomandi, 1. október. Jónas hefur þó tekið forskot á sæluna og smellt inn einu lagi af plötunni á netið en það nefnist “Allt er eitthvað”, rétt eins og skífan sjálf. Þið getið hlustað á lagið á heimasíðu Jónasar, nú eða bara hérna fyrir neðan.

Þess má svo geta að Jónas heldur tónleika í Tjarnarbíó, þriðjudaginn 12. október, til að fagna útkomu plötunnar. Ritvélar framtíðarinnar, hið sjö manna band Jónasar, mun að sjálfsögðu leika með honum þar og er því von á góðu grúvi. Tvöþúsund krónur mun kosta inn og fara miðar fljótlega í forsölu á miða.is og í miðasölu Tjarnarbíós. Ég mæli eindregið með að þið takið þennan dag frá.

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar – Allt er eitthvað (af Allt er eitthvað).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar – Hamingjan er hér (af Allt er eitthvað).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Belle and Sebastian skrifa um ást

Nú styttist óðfluga í að áttunda breiðskífa skosku indípopparanna í Belle and Sebastian komi út á vegum Rouge Trade. Platan ber nafnið Write About Love og er væntanleg í hillur verslanna 11. október næstkomandi. Upptökustjórinn Tony Hoffer vann að plötunni ásamt bandinu rétt eins og á þeirra síðustu skífu, The Life Pursuit, sem kom út árið 2006. Bandið fær svo til sín fleiri gesti, jazz/popp-söngkonuna Noruh Jones og lítt þekkta breska leikkonu að nafni Carey Mulligan. Fyrsti singúllinn hefur litið dagsins ljós, en það er titillag plötunnar “Write About Love”. Einnig ætla ég að leyfa laginu sem Belle and Sebastian flytja ásamt fröken Jones að fljóta með svona fyrir forvitnis sakir.

Belle and Sebastian – Write About Love.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Belle and Sebastian feat. Norah Jones – Little Lou, Ugly Jack, Prophet John.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Antony syngur á íslensku

Í byrjun október kemur út fjórða breiðskífa Íslandsvinanna í Antony & The Johnsons og heitir hún Swanlights. Það ætti að vekja athygli að eitt laganna, “Fletta” er sungið (að mestu) á íslensku, en þar nýtur Antony aðstoðar frá Björk og kæmi ekki á óvart að hún bæri ábyrgð á textanum í laginu. Það er í raun Björk sem er í aðalhlutverki í laginu og Antony sönglar með og endurtekur sumar línurnar. Þau eru síður en svo óvön samstarfi því Antony söng í tveimur lögum á síðustu breiðskífu Bjarkar, Volta, árið 2007 og söng á tónleikum hennar í Laugardalshöll sama ár.

Antony & The Johnsons with Björk –  Fletta

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fyrsta smáskífulagið af Swanlights er “Thank You For Your Love” og kom samnefnd EP plata út fyrir tveimur vikum. Svona er myndbandið við það lag:

Nýtt frá The Radio Dept.

Sænska bandið The Radio Department gefur út nýtt lag í dag, en sveitin a tarna er eitt af flaggskipum Labrador útgáfunnar. Þau róa á pólitísk mið að þessu sinni, enda eru þingkosningar í Svíþjóð núna á laugardaginn. Í laginu deila þau á núverandi ríkisstjórn og heitir það “The New Improved Hypocrisy”. Þá er bara að hlusta á lagið og svo fylgjumst við spennt með hverju það skilar í kjörkassana á laugardaginn.

The Radio Dept. – The New Improved Hypocrisy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Myspace | Labrador Records

The Way Down og Ég spila í kvöld

Hljómsveitirnar Ég og The Way Down halda þrusutónleika í kvöld á Dillon. Ballið byrjar kl 22.00 og kostar ekki krónu inn. Hvert er tilefnið? Jú, Ég er að fara að gefa út plötu. Þ.e. hljómsveitin Ég. Ég á nú ekkert lag með Ég til að leyfa ykkur að heyra en hérna er eitt með The Way Down. Tékkið á þessu.  

The Way Down – Leee Black Childers

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ég á Myspace | The Way Down á Myspace

Svolítil raftónlist á föstudegi

Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Markus Popp og þýsku félögum hans í Oval síðan einhverntíman í byrjun síðasta áratugs. Þögnin hefur þó loksins verið rofin með útkomu sjöundu breiðskífu bandsins, O, sem kom út nú á dögunum. Greinilegt er að Oval er að fara í gegnum endurnýjun lífdaga sinna í takt við nýjan áratug en þó er mínímalískur og tilraunakenndur hljóðheimurinn enn til staðar. Eigum við ekki bara að hlusta?

Oval – Ah (af O).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fyrir skemmstu barst mér til eyrna raftónlist Kaliforníu-búans Will Wiesenfelds, eða Baths eins og hann kýs að kalla sig. Tónlistinni mætti lýsa sem mósaíkverki unnið úr hip-hop-töktum, sömplum, draumkenndum hljóðgervlum og dísætum söng á vel völdum köflum. Minnir ef til vill svolítið á þá bresku Bibio og Four Tet. Anticon gaf út Frumburð Baths í byrjun júlí en gripurinn nefnist Cerulean.

Baths – Hall (af Cerulean)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dúettinn The Books sendi frá sér sína fjórðu breiðskífu nú í lok sumar eftir rúmlega fimm ára bið. Fyrir þá sem ekki þekkja til bandsins, þá ætla ég mér ekki einu sinni að reyna að lýsa tónlistinni. Ég get þó svo sannarlega mælt með að þið kynnið ykkur nýju skífuna, The Way Out, sem og hina frábæru Lost and Safe frá árinu 2005.

The Books – Chain of Missing Links (af The Way Out)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Books – Be Good to Them Always (af Lost and Safe)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Plumtree – Scott Pilgrim

Ég skellti mér á kvikmyndina Scott Pilgrim vs. the World núna á laugardaginn, vitandi ekki neitt um myndina eða bakgrunn hennar. Það má með sanni segja að myndin sú hafi blásið af mér sokkana og skilið mig eftir í sæluvímu, og ég mæli með henni við alla, nema kannski mömmu mína, hún myndi ekkert skilja í þessum látum.

Fyrir ókunnuga þá má nefna að myndin er gerð eftir teiknimyndasögunum Scott Pilgrim eftir Bryan Lee O’Malley sem er Kanadískur að uppruna. Söguhetjan er bassaleikari í ótrúlega svölu bandi sem heitir Sex Bob-omb. Hann verður ástfanginn af hinni fögru Ramonu en sá böggull fylgir skammrifi að fyrrum ástmenn og ástkonur, samtals sjö að tölu, skora hann á hólm og verður hann að sigra þau öll í æðisgengnum bardögum upp á líf og dauða. Hljómar eins og tóm vitleysa? Það er akkúrat það sem myndin er, tóm steypa frá upphafi til enda og einmitt það sem er svo skemmtilegt.

En þetta er nú ekki kvikmyndablogg, enda kvikmyndir upp til hópa leiðinlegar, nema auðvitað það sé fullt af tónlist í þeim. Ekki ómerkari menn en Beck og Broken Social Scene eiga lög í myndinni. Það er hinsvegar mun skemmtilegra að grafa upp gamla og algerlega óþekkta sveit, Plumtree, sem nokkuð kemur við sögu á bakvið tjöldin.

Hljómsveitin Plumtree var stofnuð í Halifax á Nýfundnalandi árið 1993 af fjórum telpum sem þá voru á aldrinum 14-17 ára. Árið 1995 kom út fyrsta stóra platan þeirra, Mass Teen Fainting, en þær voru þá þegar að hita upp fyrir virtari sveitir eins og Jale og Velocity Girl. Önnur platan, Predicts the Future, kom svo út árið 1997 og innihélt meðal annars slagarann “Scott Pilgrim”. Lagið er skíteinfalt grípandi popplag með rifnum gítörum. Nafnið sjálft er upprunnið úr nafnaruglingi, en þær stöllur áttu kunningja að nafni Scott Ingram og Philip Pilgrim, og rugluðu einhverntíman nöfnum þeirra saman sér til ómældrar kátínu:

“I was 19 or 20 when I wrote the lyrics to ‘Scott Pilgrim’ and in the throes of probably half a dozen crushes at the time,” Carla Gillis said. “There is one person who comes to mind because he was someone I’d liked for many years but, even at that, I think the lyrics came out of a general feeling of liking people but being afraid to act on those feelings.” The name itself was an inside joke among the band members- a friend named Scott Ingram had his name juxtaposed with another acquaintance named Philip Pilgrim.” (sjá hér)

Ekki bara var lagið þeirra innblástur fyrir Bryan heldur hljómsveitin sem slík, og nafnið Plumtree kemur fyrir hér og þar í verkum hans, sem og nöfn meðlimanna. Carla Gillis, söng- og gítarleikkona sveitarinnar skrifar um það hér hvernig lagið varð til, en sagan endar svo:

“”Scott Pilgrim” became the B-side to The Inbreds’ glorious “North Window,” a limited-edition release on wax that landed in the hands of then-fledgling cartoonist Bryan Lee O’Malley. Bryan was a fan of the east coast scene and was once one of just three people in attendance at a sad-sack Plumtree show at The Whippet Lounge in London, Ontario. He liked our song enough to use its name for the title character in a comic book he was writing about a slacker musician who falls for a girl with seven evil exes. That comic became a series, that series became a hit, that hit series just became a movie.”

Texti lagsins er einfaldur:

I’ve liked you for a thousand years.
I can’t wait until I see you.

You can’t stand to see me that way.
No matter what I do, no matter what I say.
Yeah!

Sveitin hætti svo störfum árið 2000.

Kíkjum þá á myndbandið við þetta ágæta lag, og sjáum hvað það hefur til brunns að bera:

MP3: Plumtree – Scott Pilgrim

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þess má svo geta að annað lag með Plumtree heyrist örstutt í myndinni, það er lagið “Go!

Þannig er nú það.

Sólskinspopp á mánudegi

Sænskt sólskinspopp er tilvalið á grámyglulegum mánudagsmorgni eins og þessum. Alla tíð síðan Life plata The Cardigans kom út fyrir 15 árum síðan hefur sænsk popptónlist verið í hávegum höfð á mínu heimili (af mér). The Charade róa á lík mið og The Cardigans, en sveitin hefur gefið út þrjár eðal poppskífur sem því miður hafa litla athygli vakið.

Tríóið skipa Ingela Matsson og Mikael Matsson en þau voru saman í hljómsveitinni The Shermans. Mikael var einnig í hátt skrifuðu bandi sem hét Red Sleeping Beauty. Nafni minn Magnús Karlson er svo heilinn á bakvið lagasmíðarnar en hann var áður í HappyDeadMen sem starfaði í um 10 ár frá 1988 til 1999. Einhverjir popp spekúlantarnir vilja meina að sú sveit hafi einmitt undirbúið (popp)jarðveginn fyrir The Cardigans.

Hérna eru nokkur stuðlög með The Charade, fremst í flokki “Monday Morning” í tilefni dagsins:

The Charade – Monday Morning

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Charade – Keeping up appearances

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Charade – My song to you

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Charade – A Tough Decision

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Charade á Myspace

Prince Polo

Talandi um bönd sem telja Pavement til sinna áhrifavalda, þá er hérna glænýtt og funheitt indiepopp band frá Salt Lake City í Utah; Prince Polo. Þeir félagar eru allir 18 ára um þessar mundir og eru hallir undir hina svokölluðu “Twee” stefnu sem gengur að einhverju leiti út á það að spila grípandi popplög, oft með barnalegum textum og rifnum gítörum, og stundum skiptir meira máli hvað maður gerir heldur en hvað maður getur. Þetta má glöggt heyra á fyrstu afurð sveitarinnar, stafrænu breiðskífunni Pallies, sem er gefin út á netinu. Trommurnar halda ekki takti og gítarsólóin eru afleit, en það skiptir bara akkúrat engu máli, þetta er miklu skemmtilegra svona.

Bandið varð til í afmælisveislu vinar þeirra í nóvember síðastliðnum. Eini gallinn var að bara tveir af fjórum kunnu eitthvað á hljóðfæri, en slíkt þarf ekki að standa hljómsveitum fyrir þrifum. Eins og góðum böndum sæmir æfðu þeir og lærðu af reynslunni, og tóku svo upp heila plötu sem sannast sagna er stútfull af slögurum … og þeir gefa hana frítt á netinu! Og eins og Ramones-bræður hér áður fyrr, þá deila þeir Matt, Christian, Chris og Sasha allir eftirnafninu Polo. Þess má geta að Christian bjó um tíma í Póllandi, en þaðan er nafnið komið. Hlustum nú á nokkra vel valda slagara.

Prince Polo – Do you believe in Dinosaurs?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Prince Polo – Kuddle Kat

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Prince Polo – Kitten King

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hér má sækja alla plötuna: Mediafire | Prince Polo á Facebook

Nýtt frá Les Savy Fav

Rokksveitin ófrýnilega Les Savy Fav gefur út plötuna Root for Ruin um miðjan september og mun það vera fimmta hljóðversskífa bandsins. Fyrsta smáskífan af plötunni, “Let’s Get Out of Here”, kemur út á morgun en eins og gerist oft nú á gervihnattaöld þá mun platan vera þegar lekin á netið. Þið getið hlaðið smáskífunni frítt niður í þessu handhæga boxi að neðan eða bara hlustað á lagið og annað til beint af Rjómanum.

Les Savy Fav – Let’s Get Out of Here

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Les Savy Fav – Sleepless in Silverlake

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Daft Punk skora Tron

Það eru víst varla fréttir að Daft Punk skuli sjá um tónlistina fyrir kvikmyndina Tron: Legacy enda hefur mikið verið rætt um það af tónlistar- sem og kvikmyndaáhugamönnum undanfarna mánuði. Kvikmyndin verður frumsýnd í lok ársins og kemur hljóðskorið líklega út um svipað leyti.

Framleiðendur kvikmyndarinnar slepptu þó á dögunum nokkrum tóndæmum út á netið og er ansi forvitnilegt að hlusta á hvernig tónlist Daft Punk hefur samið fyrir þessa tölvuleikjafantasíu, enda virðist verkefnið vera sniðið að ímynd hljómsveitarinnar. Tékkum á þessum sex ótitluðu brotum:

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fleiri þekjur í boði Levi’s

Fyrir nokkurm vikum sögðum við frá skemmtilegu verkefni sem Levi’s stendur fyrir þar sem þeir bjóða tónlistarmönnum í stúdíó til þess að taka upp þekjur af einvherju uppáhaldslagi. Við póstuðum þekju Dirty Projectors af Bob Dylan og þekju The Shins af Squeeze en nú hafa nokkrar nýjar þekjur bæst í hópinn. The Kills taka hið frábæra Velvet Underground lag “Pale Blue Eyes”, Passion Pit þekja Smashing Pumpkins smellinn “Tonight Tonight” og  John Legend tekur saman við The Roots í þekju af “Our Generation” eftir Ernie Hines. Öllum þessum lögum og fleiri til má hlaða niður frítt á heimasíðu Levi’s Pioneer Sessions.

The Kills – Pale Blue Eyes

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Passion Pit – Tonight Tonight

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

John Legend & The Roots – Our Generation

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tennis með nýtt lag

Eitt af mínum uppáhaldslögum það sem af er þesus ári er hið frábæra “Marathon” með hjónabandinu Tennis sem var kynnt hér á Rjómanum fyrir nokkru. Ný sjötomma er væntanleg frá bandinu í næstu viku þar sem það lag er einmitt að finna á b-hliðinni en á a-hliðinni er glænýtt lag sem nefnist “Balitmore” … tékkum á því:

Tennis – Baltimore

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

og rifjum upp hin lögin frá sveitinni…

Tennis – Marathon

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tennis – South Carolina

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt frá Deerhunter

Hin fína sveit Deerhunter gefur nú smáskífu sína “Revival” frítt á netinu en lagið er fyrsta smáskífan af fjórðu breiðskífu bandsins, Halcyon Digest, sem væntanleg er í september. Með því að kíkja á heimasíðu plötunnar og slá inn lykilorðið “tapereel” má finna falinn hlekk á nýja lagið og b-hliðina “Primitive 3D”. Ef þetta er of flókið fyrir fólk þá er líka hægt að hlusta á lögin hér:

Deerhunter – Revival

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Deerhunter – Primitive 3D

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt frá Cut Copy

Ástralska sveitin Cut Copy vakti mikla athygli fyrir fyrstu tvær plötur sínar þar sem hljóðgervlapopp 9. áratugarins var nútímavætt með góðum árangri. Ný plata er væntanleg frá sveitinni í janúar á næsta ári og þó að hún hafi ekki enn hlotið nafn hefur hljómsveitin ákveðið að hleypa lagi af henni netið. Lagið markar smá stefnubreytingu á bandinu, en synthar eru færri en oft áður, og verður maður ekki bara að fanga smá framþróun?

Cut Copy – Where I’m Going

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Teenage Cool Kids

Með hljómsveitanafnið Teenage Cool Kids er nokkuð ljóst að meðlimir sveitarinnar eru annað hvort óþolandi sjálfsdýrkendur eða kaldhæðnir húmoristar. Hvort sem er þá hljómar tónlist þeirra alls ekki illa og er þessi Texas sveit að gefa út sína þriðju breiðskífu, Denton After Sunset, í haust. Tónlist sveitarinnar minnir á kæruleysislegt indí og lo-fi rokk 10. áratugarins – sem er að sjálfsögðu hið besta mál! Tékkum á nokkrum glóðvolgum lögum af væntanlegri plötu:

Teenage Cool Kids – Volvo To A Kiss

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Teenage Cool Kids – Kachina Doll

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Teenage Cool Kids – Landlocked State

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Pass

Hljómsveitin The Pass frá Louisville, Kentucky hefur verið að vekja athygli í netheimum undanfarna mánuði með dansskotnu popprokki sínu. Sveitin gaf út EP plötuna Colors fyrr á þessu ári og er nú að vinna að breiðskífunni Burst sem kemur út í haust. Tékkum á tveimur lögum af EP-inu og hressilegu myndbandi við lagið “Treatment of The Sun” af væntanlegri breiðskífu … og ég mana alla til þess að læra dansinn …

The Pass – Colors

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Pass – Crosswalk Stereo

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.