Frí EP plata frá Owen Pallett

Tónlistarmaðurinn Owen Pallett, sem eitt sinn spilaði á Íslandi undir nafninu Final Fantasy, gaf á dögunum út EP plötuna Lewis Takes His Shirt Off. Skífan inniheldur endurhljóðblandanir á nokkrum lögum af plötunni Heartland sem kom út fyrr á þessu ári. Domino útgáfan ákvað að gefa stafræna útgáfu plötunnar í nokkra daga og má hlaða henni niður á heimasíðu útgáfunnar út þessa viku.

Owen Pallet – Lewis Takes Off His Shirt (Dan Deacon remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ný smáskífa frá Interpol

New York sveitin Interpol snýr aftur á sitt gamla heimili hjá eðalútgáfunni Matador á væntanlegri plötu sem mun vera samnefnd sveitinni. Fyrir nokkru var laginu “Lights” hleypt á netið og má meðal annars heyra það í gamalli Rjómafærslu. Nú hefur næsta lag verið gert opinert og er smáskífan “Barricade” komin í sölu á iTunes … og svo má líka hlusta á lagið hér:

Interpol – Barricade

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ný lög frá Panda Bear

Panda Bear, eins og tónlistarmaðurinn Noah Lennox kallar sig, sendir frá sér plötuna Tomboy í september en 7″ smáskífa með titillaginu kemur út á næstu dögum. Lennox er að sjálfsögðu meðlimur í Animal Collective en vakti þó gífurlega athygli fyrir síðustu sólóplötu sína, Person Pitch, sem var lofuð í hásterti þegar hún kom út árið 2007 og lenti víða á listum yfir bestu plötur þess árs sem og áratugarins. Það eru því fjölmargir sem bíða í ofvæni eftir plötunni nýju og ætla má að væntingarnar séu háar … tékkum á a og b hliðum nýju smáskífunnar:

Panda Bear – Tomboy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Panda Bear – Slow Motion

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Converse býður upp á sumar

Það virðist vera móðins hjá hinum ýmsu fyrirtækjum að fegra ímynd sína með því að fá áhugaverða tónlistarmenn til liðs við sig. Yfirleitt gengur þetta út á að aðdáendur gefa upp netföng sín í skiptum fyrir frítt niðurhal á nýjum lögum og má svo ætla að fyrirtækin sendi reglulega auglýsingar á þá sem freistast.

Skóframleiðandinn Converse fékk nýlega tónlistarmennina Kid Cudi, Rostam Batmanglij (úr Vampire Weekend) og sveitina Best Coast til þess að leggja saman í púkk og gera lag. Útkoman heitir “All Summer” og er hinn áheyrilegasti sumarsmellur. Og viti menn … það má hala laginu frítt niður á heimasíðu Converse án þess að vera böggaður með auglýsingaflóði síðar meir

Kid Cudi, Rostam Batmanglij & Best Coast – All Summer

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dominant Legs gefa út EP

Eins manns sveitin Dominant Legs er nú skyndilega orðin dúó og sendir frá sér sína fyrstu EP plötu í ágúst. Það er söngkonan og hljómborðsleikarinn Hannah Hunt sem gengið hefur til liðs við lagasmiðinn Ryan William Lynch og gefur nýja vídd í hljóm sveitarinnar. Rjóminn birti nokkur demó með Dominant Legs síðastliðið haust en nú hefur sveitin endurunnið lögin fyrir útgáfu Young At Love And Life EP – tékkum á einu lagi af henni:

Dominant Legs – Clawing Out At The Walls

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Meira nýtt með of Montreal

Í síðustu viku hentum við nýja laginu “Coquet Coquette” með of Montreal inn á Rjómann. Lagið er af væntanlegri plötu sveitarinnar, False Priest, sem kemur út í haust en nú þegar er annað lag af skífunni komið á netið. Lagið “Hydra Fancies” er hið áheyrilegasta og er nú full ástæða til þess að fara að hlakka verulega til útgáfudags False Priest.

of Montreal – Hydra Fancies

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

of Montreal – Coquet Coquette

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Meðal gesta á nýju of Montreal plötunni er Janelle Monáe og í skiptum heimsótti sveitin söngkonuna á nýútkomnum frumburði hennar, The ArchAndroid (Suites II and III). Tékkum á því…

Janelle Monáe – Make The Bus (Feat. of Montreal)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt lag frá Cults

Ein af þeim nýju sveitum sem ég hef orðið hvað hrifnastur af á þessu ári er bandaríska hljómsveitin Cults sem kynnt var hér á Rjómanum fyrir nokkru.Það er einhver yndislegur nostalgískur andi sem svífur yfir músík Cults og gerir tónlistina einstaklega heillandi. Cults gaf út sína fyrstu smáskífu nýlega og er lagið “Go Outside” af henni eitt af mínum eftirlætislögum það sem af er þessu ári.

Nú á dögunum kom svo út nýtt lag frá Cults, “Oh My God”, sem er hluti af The Adult Swim Singles Program og má hala laginu frítt niður á síðu Adult Swim (einnig eru þar ný lög með LCD Soundsystem, Bonnie ‘Prince’ Billy o.fl.) auk þess að horfa á viðtal við sveitina.

Cults – Oh My God

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rifjum svo upp hin lögin sem komið hafa út … og vonum að breiðskífa sé á næstu grösum …

Cults – Go Outside

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cults – Most Wanted

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cults – The Curse

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Trumans Water snýr aftur

Aðdáendur 90’s jaðarrokks kannast ef til vill við sveitina Trumans Water sem gaf út fjöldann allan af plötum á tíunda áratugnum en hefur verið fremur róleg undanfarið. Nú í ágúst er svo fyrsta plata bandsins í sjö ár væntanleg og mun nenfnast O Zeta Zunis. Það er Asthmatic Kitty sem gefur út og mun útgáfan einnig endurútgefa nokkur eldri verk bandsins í tilefni nýju plötunnar. Tékkum á tveimur sjóðheitum stykkjum af O Zeta Zunis:

Trumans Water – We Fish

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Trumans Water – 5-7-10 Split

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

of Montreal með nýtt lag

Um miðjan september kemur platan False Priest út en hún er nýjasta afurð of Montreal. Ef hljómsveitin heldur áfram á þeirri slóð sem hún hefur fetað á undanförnum árum ætti platan að verða hin fjölbreyttilegasta sýrupoppsveisla. Umslag skífunnar rennir frekari stoðum undir þá kenningu. of Montreal fær tvær gestasöngkonur í heimsókn á plötunni, en þær Janelle Monáe og Solange Knowles (systir Beyoncé) ljá nokkrum lögum raddir sínar og verður útkoman vonandi forvitnileg. Fyrsta smáskífan af False Priest heitir “Coquet Coquette” og hljómar svona:

of Montreal – Coquet Coquette

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Carrie Nations

Eitt af skemmtilegum fyrirbærum í tónlistarsögunni eru hljómsveitir sem ekki eru til í raun og veru, þ.e. hljómsveitir sem eru búnar til í ákveðnum tilgangi, eins og t.d. fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Uppáhaldshljómsveitin mín, sem hefur aldrei verið til, er stúlknasveitin The Carrie Nations úr kvikmyndinni Beyond The Valley of the Dolls frá árinu 1970. Tildrög myndarinnar voru þau að 20th Century Fox kvikmyndaverið átti réttinn til þess að gera framhald af kvikmyndinni Valley of the Dolls (1967) en eftir nokkur ómöguleg handrit datt yfirmönnum Fox það snjallræði að fá leikstjórann Russ Meyer til þess að gera myndina. Meyer var einkum þekktur fyrir að hafa hærra brjósta hlutfall en gengur og gerist í kvikmyndum sínum og fékk hann hinn upprennandi kvikmyndagagnrýni Roger Ebert til þess að skrifa handritið. Þeir ákváðu fljótt að gera frekar paródíu af Valley of the Dolls en framhald og átti útkoman svo lítið sem ekkert skylt við upprunalegu kvikmyndina.

The Carrie Nations – Come with the Gentle People

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Carrie Nations – In The Long Run

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beyond The Valley of the Dolls fjallar um stúlknasveitina The Kelly Affair sem leitar frægðar og frama í Hollywood. Eftir að pródúserinn Ronnie “Z-Man” Barzell tekur stúlkurnar undir verndarvæng sinn breytir hann nafni þeirra í The Carrie Nations og sveitin slær í gegn. Við tekur hið venjubundna líf rokkstjarna: dóp, kynlíf, rokk og ról … lesbíulosti, klæðskipti og morð! Sem sagt hin frábærasta skemmtun.

Tónlistin sem The Carrie Nations flytur í kvikmyndinni mætti skilgreina sem einhvers konar sækadelíska sálarmúsík og er hreint út sagt frábær. Eins og ætla má þá koma leikkonurnar ekkert nálægt tónlistarflutningnum heldur þykjast spila og syngja, með mis-sannfærandi árangri. Lögin í kvikmyndinni voru samin af Stu Phillips og sungin af Lynn Carey með Barböru Robinson í bakröddum. Þegar kom að útgáfu sándtrakksins flæktust málin vegna samnings Lynn Carey fyrir og lögin voru tekin upp að nýju með söng Amy Rushes. Benda má að nýleg endurútgáfa sándtrakksins inniheldur báðar útgáfurnar af Carrie Nations lögunum svo nördar geta skemmt sér við samanburð.

The Carrie Nations – Find It

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Carrie Nations – Sweet Talking Candyman

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi tekið myndinni fálega á sínum tíma hefur hún hlotið uppreisn æru á síðari árum og lendir ósjaldan á listum yfir uppáhaldskvikmyndir gagnrýnenda í dag. Áhorfendur hrifust þó frá upphafi af myndinni sem varð ein af stærstu smellum Fox árið 1970 og hlaut fljótt költstatus. Meðal þeirra sem hrifust af Beyond the Valley of the Dolls var hljómsveitin Sex Pistols og umboðsmaður þeirra, Malcolm McLaren, fékk Meyer og Ebert til þess að gera kvikmyndina Who Killed Bambi? með meðlimum Sex Pistols í aðalhlutverki árið 1977. Fox átti að fjármagna verkefnið en forsvarmenn kvikmyndaversins fengu sjokk við lestur handritsins og hættu við þátttöku sína þegar aðeins nokkrir dagar voru liðnir af tökum. Kvikmyndin var því aldrei gerð en áhugsamir geta skoðað handritið á bloggi Roger Eberts.

Á YouTube eru fjölmörg klipp úr Beyond the Valley of the Dolls og m.a. hin fínasta heimildarmynd um gerð kvikmyndarinnar. Kíkjum að lokum aðeins í partý hjá Ronnie “Z-Man” Barzell en þar má sjá Strawberry Alarm Clock spila í bakgrunni:

Hungur og þorsti frá Typhoon

Frá Portland kemur sveitin Typhoon sem gaf út plötuna Hunger and Thirst nú á dögunum. Hljómsveitin er leidd af söngvaranum Kyle Morton og á það til að skipa allt frá 7-20 meðlimum eftir því hvernig liggur á sveitinni. Það má m.a. heyra allrahanda blásturshljóðfæri, klukkuspil og fiðlur í tónlist Typhoon svo úr verður hin fínasta kakófónía. Ég hef ekki enn nælt mér í eintak af plötunni þeirra en þau lög sem ég hef heyrt lofa góðu … tékkum á þessum:

Typhoon – White Liars

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Typhoon – CPR / Claws Pt. 2

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Halleluhwah

Það er eitthvað nær guðdómlegt við stöðugan trommuáslátt Jaki Liebezeit í Can laginu “Halleluhwah” sem ásamt Holger Czukay á bassa myndar eitt magnaðasta grúv rokksögunnar. Yfir þetta hræra aðrir meðlimir Can saman súpu af teip-lúppum og gítarspuna sem er svo kryddað með röfli Damo Suzuki svo úr verður hinn stórkostlegasti krautrokkgrautur.

“Halleluhwah” kom út á hinni frábæru Tago Mago árið 1971 og tók upp heila hlið á þessari tvöföldu plötu, enda rúmar 18 og hálf mínúta á lengd. Lagið er þó langt í frá langdregið og mætti þess vegna vera þrefalt lengra mín vegna! Rifjum upp snilldina…

Can – Halleluhwah

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Meira nýtt frá Ariel Pink

Ein af skemmtilegri plötum ársins hingað til er platan Before Today með Ariel Pink’s Haunted Graffiti sem kom út fyrir stuttu. Það er engin lognmolla í kringum Ariel Pink því í júlí er væntanleg 5 laga EP platan Ariel Pink with Added Pizzazz, sem eins og nafnið gefur til kynna er samstarfsverkefni Pinks og frídjasssveitarinnar Added Pizzazz frá Texas. Þeir sem hafa kynnt sér tónlist Ariel Pink vita að það er aldrei hægt að vita hvernig næsta útgáfa mun hljóma en það er nokkuð öruggt að hún verði annað hvort snilld eða stórfurðuleg, mig grunar að þessi hallist að því síðara…

Ariel Pink with Added Pizzazz – In The Heat Of The Night

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Annars þá gerði Ariel Pink’s Haunted Graffiti nýlega myndband við hið frábæra “Bright Lit Blue Skies”, sem a.m.k. ætti að vera einn af sumarsmellunum í ár, en myndbandið er að sjálfsögðu stórskemmtilegt líka.

Cloud Control

Ástralska sveitin Cloud Control gaf út frumburð sinn, Bliss Release, í síðasta mánuði. Bandið spilar grípandi indípopp sem a.m.k. vakti áhuga minn við fyrstu hlustun þrátt fyrir að vera ekki ýkja frumlegt. Nett hippastemning og samsöngur hefur verið áberandi í indí-inu undanfarin misseri en með grípandi lagasmíðum ná Cloud Control að réttlæta tilveru sína. Rjóminn póstaði laginu “Gold Canary” seint á síðasta ári, sem er einmitt að finna á plötunni nýju, en núna skulum við tékka á tveimur öðrum lögum:

Cloud Control – There’s Nothing In The Water We Can’t Fight

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cloud Control – This Is What I Said

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Joanna Newsom og The Roots

Í næstu viku kemur út plata The Roots How I Got Over og má núna hlusta á plötuna í heild sinni á mæspeisi sveitarinnar. Að þessu sinni er ekki bara tónlistarfólk úr hip-hop geiranum sem kíkir í heimsókn því The Roots eru farnir að gera hosur sínar grænar fyrir indí-inu. Þær Amber Coffman, Angel Deradoorian og Haley Dekle úr Dirty Projectors opna nýju plötuna með samsöngi sínum og svo byggir The Roots lög á sömplum frá Monsters of Folk og Joanna Newsom. Við höfum þegar heyrt Monsters of Folk lagið svo nú skulum við hlusta á “Right On” sem nýtir “The Book of Right-On” af frumburði Newsom, The Milk-Eyed Mender, frá árinu 2004.

The Roots – Right On (feat. Joanna Newsom & STS)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ný plata frá Blonde Redhead

Fyrir tæpum tveimur vikum póstaði ég nýlegu lagi með Blonde Redhead og spekúlaraði hvort ekki væri ný plata væntanleg. Sá grunur reyndist á rökum reistur því áttunda breiðskífa sveitarinnar mun vera handan við hornið. Það mun vera 4AD sem gefur út, líkt og síðustu tvær plötur tríósins, en upplýsingar um útgáfudag og titil ku verða gerðar opinberar innan fárra daga. Laginu “Here Sometimes” af plötunni væntanlegu hefur verið hleypt á vefinn og nú er bara að bíða eftir meiru…

Blonde Redhead – Here Sometimes

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Síðasta lag God Help the Girl

Belle and Sebastian hliðarverkefnið God Help the Girl gaf út fína plötu fyrir um ári síðan þar sem Stuart Murdoch fékk nokkrar söngkonur til liðs við sig. Fyrir stuttu kom svo út ný smáskífa frá verkefninu með laginu “Baby You’re Blind” en það er söngkonan Linnea Jönsson úr sænsku hljómsveitinni Those Dancing Days sem syngur. Samkvæmt Rough Trade útgáfunni var þetta síðasta lagið (í bili amk) sem tekið var upp undir merki God Help the Girl og nú er bara spurning hvort ekki fari að hilla undir nýja B&S plötu…?

God Help the Girl – Baby You’re Blind

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt frá The Pains of Being Pure at Heart

Krúttlega New York bandið með langa nafnið, The Pains of Being Pure at Heart, gefa brátt út nýja smáskífu. Bandið a tarna, sem hefur getið sér gott orð fyrir grípandi popplög löðrandi í rifnum gítörum, hefur aldrei verið feimið við að dreifa lögum sínum, og hafa reyndar sagt það vera heiður fyrir þau ef einhver nennir að stela plötunni þeirra og pósta lögum. Í þessum anda þá er einmitt lítið mál að nálgast bæði lög smáskífunnar og fylgir A hliðin hér með. Bandið spilaði hér á klakanum árið 2008, á þeim ágæta tónleikastað Organ sælla minninga, en þar sáu Lada Sport og <3 Svanhvít! um upphitun. Nýja smáskífan kemur út þann 29. júlí hjá Fortuna Pop í Bretalandi, en skammt er síðan hún kom út í Bandaríkjum. Meira info á heimasíðu sveitarinnar.

The Pains of Being Pure at Heart – Say No To Love

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.