Spiritualized á Íslandi

Fimmtudaginn 1. júlí næskomandi spilar breska sveitin Spiritualized, ásamt íslenskri strengjasveit og kór, á tónleikunum Iceland Inspires sem haldnir verða að Hamragörðum undir Eyjafjöllum, skammt frá Seljalandsfossi. Tónleikarnir eru hluti af Inspired by Iceland átakinu og koma einnig fram Seabear, Amiina, Dikta, Steindór Andersen, Lay Low, Hilmar Örn Hilmarsson, Mammút, Páll á Húsafelli og Parabólur ásamt fleirum.

Spiritualized hefur starfað frá árinu 1990 og gefið út sex hljóðversskífur, auk nokkurra tónleika- og safnplatna. Það er Jason Pierce (eða J. Spaceman eins og hann kallar sig stundum) sem leiðir sveitina og var hann áður í hinni goðsagnakenndu Spacemen 3. Þekktasta verk Spiritualized er án vafa hin frábæra Ladies and Gentlemen We Are Floating in Space frá árinu 1997 sem var einmitt nýlega endurútgefin með tveimur aukadiskum. Sveitin hefur verið að spila verkið í heild sinni á All Tomorrows Parties hátíðum undanfarið, svo það kæmi ekki á óvart þó að nokkur lög af plötunni myndi heyrast undir Eyjaföllum í sumar. En hvert svo sem lagavalið verður þá er nokkuð ljóst að tónlist Spiritualized hentar einkar vel í stórbrotinni íslenskri náttúru…

Spiritualized – Out of Sight (af Let It Come Down, 2001)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Spiritualized – Broken Heart (af Ladies and Gentlemen We Are Floating in Space, 1997)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Frítt verður á tónleikana sem byrja kl 20.00 (svæðið opnar kl 19) og standa til 23.00. Tónleikarnir verða einnig sendir út á vefnum www.inspiredbyiceland.com.

Hjónabandið Tennis

Hjónabönd eru alltaf dálítið heillandi, þ.e. hljómsveitir skipaðar hjónum, og er sveitin Tennis dæmi um eina slíka. Skötuhjúin Patrick Riley og Alaina Moore gefa út fyrstu sjö-tommuna sína “South Caroline” í júlí og svo ku hið einstaklega grípandi “Marathon” vera væntanlegt á smáskífu innan skamms. Ég veit ekki með ykkur, en ég er strax farinn að hlakka til að heyra meira frá þessari heillandi sveit …

Tennis – Marathon

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tennis – South Carolina

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dum Dum Girls

Bandaríska stúlknasveitin Dum Dum Girls hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði en sveitin gaf út frumburð sinn, I Will Be, hjá Sub Pop fyrir rúmum tveimur mánuðum. Platan hefur verið að fá prýðisdóma víðast hvar enda er hið grípandi lo-fi hávaðapopp stelpnanna nokkuð áheyrilegt. Rjóminn kynnti lesendum fyrir smáskífunni “Jail La La” fyrir nokkrum mánuðum sem  og núna ætlum við að tékka á tveimur öðrum lögum af plötunni + myndbandinu við “Jail La La”…

Dum Dum Girls –  Bhang Bhang, I’m a Burnout

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dum Dum Girls – Everybody’s Out

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Fleiri ný Arcade Fire lög

Það eru rétt rúmar tvær vikur síðan við heyrðum fyrstu tvö lögin af þriðju breiðskífu Arcade Fire, The Suburbs, sem væntanleg er í byrjun ágúst. Nú hafa tvö önnur lög bæst í hóp þeirra sem gerð hafa verið opinber, “Ready To Start” og “We Used To Wait”. Því miður eru enn sem komið er einungis útvarps-rip fáanleg af lögunum en við verðum bara að láta þau duga í bili … annars hlýtur platan að fara að leka út úr húsi bráðlega … eða hvað?

Arcade Fire – Ready To Start

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Arcade Fire – We Used To Wait

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

All Saints Day

Hljómsveitin All Saints Day er skipað þeim Katy Goodman úr Vivian Girls og Gregg Foreman sem undanfarið hefur spilað með Cat Power en var áður í The Delta 72. Dúóið spilar draumkennt indípopp með þónokkrum shoegaze áhrifum og er ansi áheyrilegt. All Saints Day gaf út nýlega stafræna ep plötu sem má heyra á bandcamp síðu þeirra en svo er 7″ með laginu “It’ll Come Around” væntanleg innan skamms. Tékkum á ‘essu…

All Saints Day – You Can’t Be Alone

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

All Saints Day – It’ll Come Around

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ný Vaselines plata

Það er ekki langt síðan skoska dúóið The Vaselines gekk aftur eftir nærri tveggja áratuga dvala. Hljómsveitin var ætíð frekar langt út á jaðrinum og varð ekki almennilega þekkt fyrr en Kurt Cobain tók að mæra sveitina við hvert tækifæri. Nirvana spilaði einnig gjarnan Vaselines lög á tónleikum og má m.a. heyra þekjur af lögum þeirra á b-hliða plötu Nirvana, Incesticide, og á MTV Unplugged In New York.

Nú í september er ný plata væntanleg frá The Vaselines, Sex With An X, og þeim Frances McKee og Eugene Kelly til aðstoðar eru Steve Jackson og Bob Kildea úr Belle & Sebastian og Michael McGaughrin úr 1990s. Fyrsta lagið sem heyrist af nýju plötunni heitir “I Hate The 80’s” þar sem sannleikurinn um 9. áratuginn er sagður, við skulum tékka á því og í leiðinni rifja upp tvö gömul Vaselines lög…

The Vaselines – I Hate The 80’s

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Vaselines – Jesus Wants Me For A Sunbeam (af Dying for It EP, 1987)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Vaselines – Son Of A Gun (af Son of a Gun EP, 1987)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Shins þekja Squeeze

Í síðustu viku sögðum við hjá Rjómanum frá Levi’s Pioneer Sessions verkefninu og heyrðum þekju Dirty Projectors af Bob Dylan lagi. Nú er nýjasta afurð verkefnisins komin á netið og þar er þekja The Shins af laginu “Goodbye Girl”.  Lagið er uprunalega með bresku orkupopps sveitinni Squeeze og kom út á plötu þeirra Cool for Cats árið 1979.

The Shins – Goodbye Girl

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Squeeze – Goodbye Girl

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Í meðfylgjandi myndbandi má svo sjá söngspíru Shins, James Mercer, útskýra lagavalið:

Ný lög með Wavves

Hin hressa sveit Wavves gefur út nýja plötu, King of the Beach, nú í ágúst næstkomandi. Hljómsveitin var stofnuð fyrir rúmum tveimur árum og gaf fljótlega út tvær plötur (sem báðar hétu Wavves) sem vöktu geysilega athygli á sveitinni. Wavves spilar hrátt og hressandi rokk þar sem áherslan er á hávaða, kæruleysi og skemmtilegheit en lítið hugað að upptökugæðum eða hugsanlegum heyrnaskemmdum. Tékkum á hljóðdæmum af væntanlegri plötu…

Wavves – Post Acid

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wavves – Mickey Mouse

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fanfarlo með nýtt lag, remix og myndbönd

Eins og flestir ættu að vita spilar hin sænsk-breska hljómsveit Fanfarlo á Bræðslunni nú í sumar ásamt nokkrum íslenskum sveitum. Sveitin ætti að vera lesendum Rjómans góðu kunn enda lenti plata þeirra, Reservoir, ofarlega á árslista síðasta árs og nú hrynur inn nýtt efni frá þeim. Í vikunni kom út hljóðskorið við kvikmyndina Eclipse þar sem Fanfarlo á glænýtt lag, Atlas, og svo stuttu áður en Fanfarlo mætir hingað til lands í júlí kemur út ný EP-plata með remixum af laginu “Fire Escape”.

Fanfarlo – Atlas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fanfarlo – Fire Escape (Dave Sitek Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hljómsveitin hefur einnig gert myndband við “Fire Escape” og fengu til liðs við sig leikstjórann Jamie Thraves, sem m.a. gerði myndbandið frábæra við Radiohead lagið “Just”. Af einhverri ástæðu ákváðu bandið og leikstjórinn að ein útgáfa af myndbandinu nægði ekki og gerðu því tvær; eina dapurlega sem kölluð er “dark version” og svo aðra “happy version” sem endar á mun jákvæðri nótum.

Fanfarlo – Fire Escape (dark version)

Fanfarlo – Fire Escape (happy version)

Þekjusúpa

Það er alltaf gaman af þekjum, jafnt góðum sem slæmum, og því er tilvalið að tína saman nokkrar sem hafa verið að ganga manna á milli undanfarið. Byrjum á frábærri þekju með Ariel Pink’s Haunted Graffiti af hinni glænýju plötu Before Today og rennum okkur síðan í fjölbreytta þekjusúpuna…

Ariel Pink’s Haunted Graffiti – Bright Lit Blue Skies (Rockin’ Ramrods)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

LCD Soundsystem – No Love Lost (Joy Division)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Franz Ferdinand – All My Friends (LCD Soundsystem)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wooden Shjips – Drunk Girls (LCD Soundsystem)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Katy Perry – Electric Feel (MGMT)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

El Perro Del Mar – Shelter (The xx)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mates Of State – Laura (Girls)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

C.C. Sheffield – Lust For Life (Girls)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Dodos – Biggest Light Of All (Kath Bloom)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Florence + The Machine – Addicted To Love (Robert Palmer)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Starfucker – Girls Just Want To Have Fun (Cyndi Lauper)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Björk og Ólöf Arnalds syngja saman

Það er langt síðan heyrðist í Ólöfu Arnalds, en nú fer að styttast í nýja breiðskífu hennar, Innundir skinni, sem koma á út í september. Fyrsta platan hennar, Við og við, kom út árið 2007 og heilt ár er síðan við heyrðum fyrsta forsmekkinn af nýja gripnum þannig að margir eru líkast til farnir að bíða óþreyjufullir. Margt bendir til þess að platan verði biðarinnar virði því meira er lagt upp úr útsetningum að þessu sinni og svo kíkir líka Björk í heimsókn. Lagið sem þær flytja saman heitir “Surrender” og hefur nú verið gert opinbert … hlustum!

Ólöf Arnalds & Björk – Surrender

Ný Shugo Tokumaru plata

Japanir eru yfirleitt skemmtilegir og tónlistarmaðurinn Shugo Tokumaru er engin undantekning á því. Nýlega gaf Tokomaru út sína fjórðu breiðskífu, Port Entropy, í Japan en vegna töfra internetsins getum við annars staðar á hnettinum fengið að hlusta líka. Seinasta plata hans, Exit, fékk víðast hvar frábæra dóma (er t.d. fjórða hæsta plata 2008 á metacritic) enda er hann Shugo einstaklega naskur á grípandi melódíur. Það er varla annað hægt en að komast í gott skap með þessarri tónlist og skítt með það þó maður skilji ekki japönskuna. Hér eru tvö lög af plötunni nýju:

Shugo Tokumaru – Lahaha

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Shugo Tokumaru – Rum Hee

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Eins og einhverjir muna kannski þá spilaði Shugo Tokumaru ásamt Amiinu í Norræna húsinu hér á Íslandi síðasta sumar. Þar tóku þau m.a. gamla smellinn “Video Killed The Radio Star” sem einn áhorfandi nappaði á myndband:

Arcade Fire frumflytja nýtt efni og þekja

Það er nokkuð víst að margir bíða í ofvæni eftir nýrri plötu Arcade Fire, The Suburbs, sem væntanleg er innan tveggja mánaða. Hljómsveitin er að sjálfsögðu að skipuleggja mikið tónleikaferðalög í tilefni útgáfunnar en tók smá forskot síðastliðinn föstudag og hélt pínkulitla tónleika í Montreal fyrir aðeins 50 manns. Sveitin prufukeyrði nokkur ný lög, m.a. þetta hér sem einhver festi á filmu:

Hin ágæta vefsíða You Ain’t No Picasso tók svo nýlega saman hinar ýmsu þekjur með Arcade Fire en þar má heyra sveitina flytja lög eftir David Bowie, The Smiths, Pixies og fleiri. Upptökurnar eru í misjöfnum gæðum en hér eru nokkrar áheyrilegar:

Arcade Fire – Maps (Yeah Yeah Yeahs)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Arcade Fire – Guns Of Brixton (The Clash)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Arcade Fire – This Must Be The Place (Naive Melody) (Talking Heads)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt frá Blonde Redhead

Það hefur verið nokkuð hljótt um sveitina Blonde Redhead frá því hún gaf út hina frábæru 23 fyrir þremur árum. Tríóið gerði reyndar tónlist nýlega við heimildarmyndina The Dungeon Masters og ýmsar vísbendingar gefa til kynna að Kazu Makino og Pace tvíburarnir hafi verið dugleg í hljóðverinu upp á síðkastið. 4AD útgáfan gaf t.d. út nýtt lag sveitarinnar á safnplötu nýlega og vonandi bendir það til þess að ný breiðskífa sé væntanleg frá hljómsveitinni innan skamms. Auk þess endurhljóðblandaði Blonde Redhead nýlega lagið “Drip” með Liars af þeirra nýjustu afurð, Sisterworld, en í þessari útgáfu má heyra hana Kazu syngja með sveitinni.

Blonde Redhead – Not Getting There

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Liars – Drip (Blonde Redhead Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rokk í Ráðhúsinu

Nú er orðið ljóst að Besti flokkurinn mun vera í meirihluta í Reykjavíkurborg næstu fjögur árin (svona ef samstarfið við Samfylkingu gengur vel) og því er tími til kominn að rifja aðeins upp rokkfortíð nokkurra verðandi borgarfulltrúa flokksins. Jón Gnarr, sem tekur við sem borgarstjóri, hefur að mestu sinnt gríninu en þeir félagar í Tvíhöfða gerðu m.a. þónokkur grínrokklög. Jón hefur líka komið að rokki með öðrum hætti, var t.d. í pönkbandinu Nefrennsli á unglingsárunum og svo sem textahöfundur, en hann samdi m.a. textana við Ham lagið “Youth” og “Prumpufólkið” eftir Dr. Gunna.

Tvíhöfði & Quarashi – Útlenska lagið (af Til hamingju, 1998)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ham – Youth (af Buffalo Virgin, 1989)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ham á sinn eigin fulltrúa í borgarsstjórn því forsöngvari sveitarinnar, Óttarr Proppé, er þriðji borgarfulltrúi Besta flokksins en á varamannabekknum situr einnig bassaleikarinn Sigurður Björn Blöndal sem var í níunda sætinu. Báðir voru þeir einnig í Rass og Funkstrasse en á undanförnum árum hefur Óttarr verið mest áberandi í gúmmíhanskarokksveitinni Dr. Spock.

Rass – Óréttlæti (af Andstaða, 2005)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dr. Spock – Andskotinn (af Dr. Phil, 2005)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mestu rokkreynsluna í borgarstjórn á þó væntanlega Einar Örn Benediktsson, sem sat í öðru sæti, en nærri 30 ár eru liðin síðan hann stofnaði Purrk Pillnikk sem var í fararbroddi íslenskra pönksveita. Í kjölfarið kom heimsfrægð með Kukli og Sykurmolunum og síðan þá hefur Einar Örn tekið þátt í nokkrum mis-furðulegum verkefnum, t.d. verið í hljómsveitinum Frostbite og Ghostigital og gert kvikmyndatónlist með Damon Albarn.

Purrkur Pillnikk – Gluggagægir (af Ekki enn, 1981)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sykurmolarnir – Eat The Menu (af Here Today, Tomorrow Next Week!, 1989)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Auk þeirra var Baggalúturinn Karl Sigurðsson í fimmta sæti og mun því einnig taka sæti í borgarstjórn. Á varamannabekknum sitja svo líka Magga Stína úr Risaeðlunni (var í áttunda sæti), Diljá Rokklingur (í tíunda sætinu) og Dr. Gunni (í því ellefta) sem m.a. var í Bless, Unun og svo auðvitað S.h. Draumi sem snýr aftur á komandi Airwaves hátíð. Það er því spurning hvort nú sé ekki í alvörunni komið Rokk í Reykjavík!

Roadside Picnic

http://www.roadsidepicnic.com
Ein af þeim nýjungum síðari ára sem ég hef aldrei almennilega komist inn í eru hin svokölluðu hlaðvörp (podcast) en af einhverjum ástæðum, þrátt fyrir mikla leit, fannst aldrei neitt við mitt hæfi. Frá mínu sjónarhorni virtist þetta einfaldlega vera ein af þessum tæknibólum sem myndu hjaðna og gleymast með tímanum, líkt og svo margt í netheimum. Eða kannski er ég bara óhóflega vandlátur.

En fyrir nokkrum árum rakst ég þó á eitt hlaðvarp sem átti eftir að fylgja mér í gegnum súrt og sætt næstu árin. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu mikil áhrif það hefur haft en það hefur kynnt mig fyrir hinum ýmsu listamönnum frá hinum ýmsu ólíku tímabilum og stefnum sem ég hefði venjulega, að mestu líkindum, aldrei uppgötvað einn míns liðs. Bar meistaraverkið nafnið Roadside Picnic. En það er spurning hvort þetta sé nefnt eftir rússnesku vísindaskáldsögunni (http://en.wikipedia.org/wiki/Roadside_Picnic) en ef svo er þá er nafnið mjög svo lýsandi fyrir það sem hlaðvarpið býður upp á. Nafnið á vísindaskáldsögunni er lýst á eftirfarandi hátt á Wikipedia. (afsakið langa tilvitnun)

“The name of the novel derives from a metaphor proposed by Dr. Valentine Pillman, who believes there is no rational explanation either for the alien Visitation or the mysterious properties of the Zones or the purpose of the artifacts found there.
In the novel, he compares the Visitation to “A picnic. Picture a forest, a country road, a meadow. Cars drive off the country road into the meadow, a group of young people get out carrying bottles, baskets of food, transistor radios, and cameras. They light fires, pitch tents, turn on the music. In the morning they leave. The animals, birds, and insects that watched in horror through the long night creep out from their hiding places. And what do they see? Old spark plugs and old filters strewn around… Rags, burnt-out bulbs, and a monkey wrench left behind… And of course, the usual mess — apple cores, candy wrappers, charred remains of the campfire, cans, bottles, somebody’s handkerchief, somebody’s penknife, torn newspapers, coins, faded flowers picked in another meadow.” The nervous animals in this analogy are the humans who venture forth after the Visitors left, discovering items and anomalies which are ordinary to those who discarded them, but incomprehensible or deadly to those who find them.”

Það sem heillaði mig strax er ég hlustaði á fyrsta þáttinn var það að þetta var ekki neitt venjulegt hlaðvarp. Þetta einblíndi ekki á neina sérstaka tónlistarstefnu. Þetta var einn suðupottur þar sem plötusnúðurinn Joshua sá um að finna hið ótrúlegasta hráefni sem venjulega myndi alls ekki passa saman og láta það einhvernveginn dansa saman án þess að skapa neina neikvæða spennu þar á milli. Það eru ekki margir sem geta sett saman 1-2 klukkutíma þætti þar sem fólk þeytist í gegnum argasta svartmálm í boði Lurker of Chalice eina stundina og síðan seinna er manni vaggað rólega af meistara Leonard Cohen, og samt, látið þetta allt saman passa, og jafnvel renna, fullkomlega saman. Það liggur við að maður heyri ekki skilin á milli.

Galdurinn hjá Joshua stjórnanda Roadside Picnic eru þemar. Hver einn og einasti þáttur er með tvö þemaorð sem stjórna valinu og uppsetningunni á þættinum. Til dæmis “Solemn & Nostalgia”, “Bleak & Lost”, “Melancholy & Decay” og svo framvegis. Lýsir hann orðunum mjög nákvæmt með sinni mjúku rödd í byrjun hvers þáttar áður en hin samtvinnaða tónlist og hljóðlist suðupottsins tekur við. Lögin og hljóðverkin eru valin einstaklega varlega og aðeins tekin fyrir verk sem smellpassa inn í þema þáttarins svo það sé nú alveg víst að þau renni öll mjúklega í gegnum eyrun á manni.

Þrátt fyrir að Roadside Picnic hafi opnað hug minn gagnvart hlaðvörpum þá hef ég ekki ennþá bætt neinu einasta nýja hlaðvarpi við í listann hjá mér þar sem Roadside Picnic fullnægir kröfum, þörfum og væntingum mínum fullkomlega. Svo einfalt er þetta.

Ef ég myndi einhverntímann halda teiti og það væri þörf á plötusnúð, þá myndi ég ráða Joshua. Það mætti segja að hann gæti, á ótrúlegasta hátt, komið fólkinu í partýstuð einungis vopnaður plötum sem innihalda klassísk verk eftir Bach og Mozart ásamt hljóðupptökum af mýflugunum á Mývatni.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

(Uppáhalds RP þáttur greinarhöfundar)
Heimasíða Hlaðvarpsins
A Room Forever (Eitt af fjölmörgum verkefnum Joshua)

Dirty Projectors þekja Dylan

Hljómsveitin geðþekka Dirty Projectors steig inn í stúdíó nýlega til þess að þekja Bob Dylan lagið “I Dreamed I Saw St. Augustine” sem kom upprunalega út á plötunni John Wesley Harding árið 1968. Útgáfa Dirty Projectors er hluti af Levi’s Pioneer Sessions verkefninu þar sem tónlistarmenn heiðra áhrifavalda sína. Meðal annarra sem taka þátt eru Nas, She & Him og The Shins en fylgjast má með herlegheitunum – og ná í lögin frítt á mp3 – á heimasíðu Levi’s.

Dirty Projectors – I Dreamed I Saw St. Augustine

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bob Dylan – I Dreamed I Saw St. Augustine

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Avi Buffalo

Hljómsveitin Avi Buffalo sendi frá sér frumburð sinn, samnefndan sveitinni, í lok apríl. Það var eðal útgáfan Sub Pop sem gefur út, en útgáfan sú hefur verið ansi nösk í gegnum tíðina að kveikja á áhugaverðum böndum og kynna fyrir umheiminum. Avi Buffalo er skipuð fjórum ungum krökkum (19 ára meðalaldur smkv. internetinu) frá Kaliforníu og spilar hressandi jaðarpopp sem ætti að falla í kramið hjá aðdáendum The Shins og skyldra sveita. Svo skartar Avi Buffalo líka kvenkyns trommuleikara og er það yfirleitt gæðamerki. Í sumar er sveitin að túra með bæði Modest Mouse og Blitzen Trapper og kæmi það því ekki á óvart ef nafn sveitarinnar færi heyrast víða á næstu mánuðum…

Avi Buffalo – One Last

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Avi Buffalo – What’s In It For?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.