Vio sigurvegarar Músíktilrauna 2014

Vio sigurvegarar 2014

Stórglæsilegu úrslitakvöldi Músíktilrauna lauk í gærkveldi fyrir fullu húsi í Norðurljósasal Hörpunnar. Tíu hljómsveitir spiluðu af hjartans lyst og skemmtu sér og áheyrendum. Að lokum stóðu þó eftirtaldir aðilar og hljómsveitir uppi sem sigurvegarar:

 1. sæti: Vio
 2. sæti: Lucy in Blue
 3. sæti: Conflictions
 • Hljómsveit fólksins: Milkhouse
 • Söngvari Músíktilrauna: Magnús Thorlacius (Vio)
 • Gítarleikari Músíktilrauna: Steinþór Bjarni Gíslason (Lucy in Blue)
 • Bassaleikari Músíktilrauna: Björn Heimir Önundarson (Captain Syrup)
 • Hljómborðsleikari Músíktilrauna: Arnaldur Ingi Jónsson (Lucy in Blue)
 • Trommuleikari Músíktilrauna: Leifur Örn Kaldal Eiríksson (Conflictions)
 • Blástursleikari Músíktilrauna: Björn Kristinsson (Undir Eins, saxafónn)
 • Rafheili Músíktilrauna: Síbylja
 • Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku: Guðmundur Ásgeir Guðmundsson (Karmelaði)

Músíktilraunir 2014 hefjast sunnudaginn 30.mars í Hörpu

Músíktilraunir 2014

Sunnudaginn 30.mars hefjast Músíktilraunir 2014, en þar stíga á stokk fyrstu hljómsveitirnar í ár. Skráningin gekk vonum framar og í ár verða 44 tónlistaratriði á dagskránni. Einherjar, rokkarar, raftónlistarmenn, harðkjarnasveitir og blúsarar munu gleðja augu og eyru áhorfenda í ár og óhætt er að lofa frábærri skemmtun í grasrót íslensks tónlistarlífs.

Undankvöldin verða 30.mars – 2.apríl í Norðurljósasal, Hörpu og hefjast kl.19:30 öll kvöldin. Úrslitin fara svo fram á sama stað laugardaginn 5.apríl og hefjast kl.17.

Allar upplýsingar er að finna á www.musiktilraunir.is og þar er líka hægt að hlusta á lög með öllum þátttakendum.

Miðasala er á harpa.is og midi.is.

Meðfylgjandi eru lög allra þeirra sem tóku þátt í fyrra.

Hljómsveitin Vök sigraði Músiktilraunir

Vök, sigurvegarar Músiktilrauna

Úrslitakvöld Músiktilrauna fór fram í gærkveldi og voru úrslit þessi:

 1. Vök
 2. In The Company of Men
 3. Aragrúi

Hljómsveit Fólksins: Yellow Void

Einstaklingsverðlaun:

Gítarleikari Músíktilrauna: Hafsteinn Þráinsson / CeaseTone
Bassaleikari Músíktilrauna: Guðmundur Ingi Halldórsson / Sjálfsprottin Spévísi
Píanóleikari Músíktilrauna: Ívar Hannes Pétursson / Elgar
Trommuleikari Músíktilrauna: Björn Emil Rúnarsson / In The Company of Men
Söngvari Músíktilrauna: Hulda Kristín Kolbrúnardóttir / Aragrúi
Rafheili Músíktilrauna: Andri Már Enoksson / Vök
Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku: Villta Vestrið

Úrslit 4.undankvölds Músíktilrauna. 3 hljómveitir áfram.

Aragrúi

Í gærkveldi fór fram fjórða og síðasta undankvöld Músiktilrauna. Salurinn valdi að þessu sinni hljómsveitina Kaleo í úrslit og dómnefnd valdi For Colourblind People. Að auki var tilkynnt að dómnefnd hefði nýtt sér rétt sinn að velja 3 hljómsveitir að auki áfram í úrslit. Það voru hljómveitirnar Aragrúi, Kjurr og Skerðing.

Þá er ljóst að 11 atriði munu keppa til úrslita á laugardaginn næsta, 23.mars, en úrslitin verða haldin á sama stað, Silfurbergi, Hörpu. Dagskráin hefst kl.17 og verður einnig útvarpað á Rás 2.

Miðasala á úrslitakvöld Músiktilrauna er á harpa.is og midi.is en miðaverð er 1500 kr.

Úrslit 3.undankvölds Múíktilrauna 2013

Yellow Void

Þriðja undankvöld Músíktilrauna 2013 fór fram í Silfurbergi, Hörpunni í gærkveldi. Níu tónlistaratriði tóku þátt og var fjölbreytnin mikil; allt frá rappi yfir í harðkjarna rokk. En að lokum fór svo að salur valdi hljómsveitina Yellow Void áfram til úrslita og dómnefnd valdi In The Company of Men.

Dómnefnd hefur möguleika á að velja 1 til 4 sveitir áfram aukalega í úrslit að öllum undankvöldum loknum, ef ástæða þykir til. Það yrði tilkynnt á morgun, fimmtudag.

Fjórða og síðasta undankvöldið fer svo fram í kvöld, 20.mars og hefst stundvíslega kl.19:30. Miðasala er á harpa.is og midi.is.

Úrslit 2.undankvölds Músíktilrauna 2013

CeaseTone

Öðru undankvöldi Músiktilrauna er nú lokið í Hörpunni.

Dómnefnd valdi áfram í úrslit tónlistarmanninn CeaseTone og salurinn kaus sveitina Glundroða.

Á vef tilraunanna, www.musiktilraunir.is, er hægt að nálgast allar upplýsingar, skoða myndir og hlusta á tóndæmi allra þátttakenda í ár.

Þriðja undankvöld tilraunanna er í kvöld, þriðjudaginn 19.mars í Silfurbergi, Hörpu og hefst stundvíslega kl. 19:30.

Miðasala er á Harpa.is og Midi.is

Úrslit 1.undankvölds Músíktilrauna 2013

Hide your kids

1.undankvöldi er nú lokið í Silfurbergi, Hörpunni, í Músíktilraunum 2013.

Dómnefnd valdi áfram í úrslit hljómsveitina Hide Your Kids og salurinn kaus tvíeykið Vök.

Kvöldið gekk vonum framar og var frábær skemmtun en Músíktilraunir minna um leið á að dómnefnd hefur síðan möguleika á að velja áfram aukalega 1-4 atriði að öllum undankvöldum loknum.

Músíktilraunir 2013 hefjast á sunnudaginn 17.mars

Músiktilraunir 2013

Sunnudaginn 17.mars hefjast Músíktilraunir 2013, en þar stíga á stokk 10 fyrstu hljómsveitirnar í ár. 39 hljómsveitir af öllu stærðum og gerðum, einherjar, rokkarar, raftónlistarmenn, harðkjarnasveitir og blúsarar munu gleðja augu og eyru áhorfenda í ár. Sérstök ánægja er með hversu stór hluti eru stelpur, eða 21 talsins. Fjölbreytileiki verður einkenni tilraunanna í ár og óhætt er að lofa frábærri skemmtun í grasrót íslensks tónlistarlífs.

Undankvöldin verða 17.- 20.mars í Silfurbergi, Hörpu og hefjast kl.19:30 öll kvöldin.
Úrslitin fara svo fram á sama stað laugardaginn 23.mars og hefst kl.17.

Allar upplýsingar er að finna á www.musiktilraunir.is

Músíktilraunir 2013

Músiktilraunir 2013

Músíktilraunir 2013 verða haldnar í Silfurbergi, Hörpunni. Undankvöldin verða frá 17. til 20.mars og úrslitakvöldið þann 23.mars. Einnig hefur heimasíða Músíktilrauna 2013 verið sett í gang. Þetta er frábært tækifæri til að taka þátt í skemmtilegum og spennandi viðburði í glæsilegu umhverfi og kynna sig og kynnast öðrum í leiðinni. Miðasala verður á www.harpa.is

Nú er því um að gera að dusta rykið af hljóðfærunum og byrja æfingar. Við munum opna fyrir skráningu 18. febrúar nk. og henni lýkur svo 3.mars. Skráningargjald verður það sama og síðast, 7000 kr. Fylgist með á www.musiktilraunir.is , en skráning mun verða aðgengileg þaðan.

Hitt Húsið ætlar að bjóða upp á aðstöðu fyrir tónlistarfólk til að koma og æfa lögin sín í góðu hljóðkerfi, mögnurum o.fl. Einnig verður starfsfólk hússins á staðnum til skrafs og ráðagerða um allt er varðar tilraunirnar og undirbúning fyrir þær. Í kjölfarið af þessu geta hljómsveitirnar/tónlistarfólkið sótt um að taka upp demo í Hinu Húsinu til að skila í skráningu Músíktilrauna 2013.
Dagsetningar sem í boði eru:

-Æfing / spjall : Fimmtudagurinn 14.febrúar kl.17-22.
-Demóupptökur: Laugardagurinn 16.febrúar

Takmarkað pláss er í boði, hafið því samband sem fyrst í musiktilraunir@itr.is og í síma 411-5527.

Meira með RetRoBot sigurvegurum Músiktilrauna

Selfoss-sveitin RetRoBot sem bar sigur úr bítum í Músiktilraunum nú um helgina ætlar sér greinilega að ná langt en nýverið sendi hún frá sér myndband við lagið “Lost”. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála hjá sveitinni eftir Músiktilraunirnar og fróðlegt að sjá hvort hún nær með tærnar þar sem sigurvegarar síðasta árs hafa hælana nú.

RetRoBot sigraði Músiktilraunir

Selfoss-sveitin RetRoBot sigraði í gærkvöldi Músiktilraunir. Hljómsveitir kvöldsins sýndu allar sitt allra besta og var úrslitakvöldið ógleymanleg skemmtun fyrir troðfullt hús áhorfenda.

Eftir langt dómarahlé komu loks úrslit í hús en þau eru:

 1. Sæti: RetRoBot
 2. Sæti: Þoka
 3. Sæti: Funk That Shit!
 • Hljómsveit fólksins: White Signal
 • Gítarleikari Músíktilrauna er Reynir Snær Magnússon úr Funk that Shit!
 • Bassaleikari Músíktilrauna er Guðmundur Ingi Halldórsson úr Funk that Shit!
 • Hljómborðsleikari Músíktilrauna er Heimir Klemenzson úr Þoku
 • Söngvari Músíktilrauna er Agnes Björgvinsdóttir úr Þoku
 • Trommari Músíktilrauna er Sólrún Mjöll Kjartansdóttir úr White Signal
 • Rafheili Músíktilrauna er Daði Freyr Pétursson úr RetRoBot
 • Textagerð á íslensku er Lena Mist Skaptadóttir úr Ásjón

RetRoBot – Electric Wizard

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Síðasta kvöld Músíktilrauna lokið

Fjórða og síðasta undankvöld Músíktilrauna er búið þar sem dómnefnd valdi hljómsveitina The Lovely Lion áfram og salurinn valdi hljómsveitina White Signal.

Eftirfarandi hljómsveitir eru því komnar í úrslit, auk ofangreindra, Þoka, Glundroði, Hindurvættir, Funk that Shit!, Retrobot og Aeterna.

Einnig getur dómnefnd valið allt að fjórar hljómsveitir aukalega við þessar sem verður tilkynnt á www.musiktilraunir.is í dag. Úrslitakvöldið, sem er á laugardaginn næsta, byrjar kl 17:00 og er útvarpað í beinni á Rás2.

Hægt er að kaupa miða á www.midi.is

White Signal – Foreign Places

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Retrobot – Electric Wizard

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Funk That Shit – Stop!

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þoka – Leó

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Glundroði – Andvökunótt

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hindurvættir – Hindurvættir 1

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Aeterna – Domain

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músítilraunir 2012 : annar hluti

Þá er það annar hluti yfirferðar Rjómans yfir þátttakendur í Músiktilraunum 2012. Í þetta skiptið kynnum við eftirfarandi listamenn til sögunnar:

Blind Bargain

Sveitarfélag: Vestmannaeyjar
Hannes Már Hávarðarson – Söngur/gítar
Skæringur Óli Þórarinsson – Gítar/Back raddir
Þorgils Árni Hjálmarsson – Bassi
Kristberg Gunnarsson – Trommur

Blind Bargain – Pull The Plug

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Klysja

Sveitarfélag: Ísafjörður
Ísak Emanúel Róbertsson – Trommur
Benjamín Bent Árnason – Hljómborð/söngur
Arnar Logi Hákonarson – Söngur
Þormóður Eiríksson – Lead rafmagnsgítar
Mateus Samson – Bassi
Hákon Ari – Rhythm rafmagnsgítar

Klysja – Vonlaust

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

BenJee

Sveitarfélag: Reykjavík
Benjamin Hrafn Böðvarsson – Gítar/söngur
Samúel Örn Böðvarsson – Bassi
Hjalti Þór Kristjánsson – Trommur
Gunnar Vigfús Guðmundsson – Solo gítar
Steindór Dan Jensen – Píanó

BenJee – Lonely Nights

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Grower

Sveitarfélag: Vestmannaeyjar
Geir Jónsson – Gítar/söngur
Gísli Rúnar Gíslason – Trommur
Arnar Geir Gíslason – Bassi

Grower – Shooting a pic

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Aeterna

Sveitarfélag: Hafnafjörður og Kópavogur
Örvar Ingi Óttarsson – Raddbandabeitir
Samúel Örn Böðvarsson – Bassi
Magni Freyr Þórisson – Gítar
Elvar Bragason – Gítar
Hjalti Þór Kristjánsson – Slagverk

Aeterna – Domain

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Young And Carefree

Sveitarfélag: Stokkseyri
Fjölnir Þorri Magnússon – Hljómborð
Jón Kristján Jónsson – Hljómborð/kassagítar
Gunnar Már Hauksson – Dj Sett

The Young And Carefree – Castles In The Sand

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músítilraunir 2012 : fyrsti hluti

Músíktilraunir 2012 byrja með fjórum undanúrslitakvöldum 23. – 26 mars en sjálft úrslitakvöldið er laugardaginn 31. mars. Í ár mun Rjóminn birta lag með öllum listamönnum sem hafa skráð sig til þátttöku og hefst yfirferð sú hér með.

Miða á Músiktilraunir má nálgast á Miði.is

Functional Foundation

Sveitarfélag: Húsavík
Axel Flóvent Daðason – Gítar & söngur
Brynjar Friðrik Pétursson – Trommur
Jón Ásþór Sigurðsson –  Bassi & bakraddir

Functional Foundation – Escape

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Daedra

Sveitarfélag: Hafnafjörður
Jón Þór Sigurleifsson – Gítar
Þyri Ragnheiður Björgvinsdóttir – Söngur
Anton Freyr Andreasen Röver – Trommur
Drífa Örvarsdóttir – Fiðla
Lilja Hlín Pétursdóttir – Hljómborð

Deadra – Minningar

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cosmos

Sveitarfélag: Kópavogur
Jóhannes Helgi Friðriksson – Hljómborð/Tölva
Viktor Franz Jónsson – Gítar
Magnús Óli Sigurðsson – Gítar

Cosmos – Coma

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Í FimmtaVeldi

Sveitarfélag: Fjallabyggð
Brynhildur Antonsdóttir – Söngur
Snjólaug Anna Traustadóttir – Bassi
Erla Vilhjálmsdóttir – Trommur
Hulda Vilhjálmsdóttir – Gítar

Í Fimmta Veldi – Are You Ready to Say

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hindurvættir

Sveitarfélag: Akureyri
Ingi Jóhann – Bassi og söngur
Benedikt N Bjarnason – Gítar og söngur
Jón Haukur Unnarsson – Slagverk

Hindurvættir – Hindurvættir 1

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Glundroði

Alexander Freyr Olgeirsson -Rafgítar, kassagítar, harmonika,píanó og söngur
Anton Guðjónsson – Rafgítar, kassagítar, banjó og söngur
Skúli Gíslason – Trommur og slagverk
Gunnar Guðni Harðarson – Fiðla, Bassi, Söngur
Aron Geir Ottóson – Bassi, Banjó, Rafgítar, Kassagítar

Glundroði – Andvökunótt

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Reykjavik Music Mess: Samaris

Nýbakaðir sigurvegarar Músíktilrauna, Samaris, reyna frumraun sína á sviði tónlistarhátíða þessa helgina. Sveitin sem leikur draumkennt trip-hop í anda The Knife og Portishead státar af tveimur ungum meyjum og einum hraustum pilti. Önnur meyjanna, Jófríður Ákadóttir, mun vera annar helmingur Pascal Pinon, sem hefur farið mikinn í akústík geiranum hér á landi undanfarið og aflað sér ágætra vinsælda.

Hljómsveitin var stofnuð í byrjun nýs árs og tók þar afleiðandi þátt í Músíkiltraunum þar sem hún þótti standa fremst meðal jafningja. Nú er að sjá hvort Samaris fylgi í fótspor fyrrum sigurvegarar Músíktilrauna og virkilega hristi upp í íslenska tónlistarlífinu.

Hljóma þú – Samaris

Sigurvegari Músíktilrauna er Samaris

Magnað úrslitakvöld Músíktilrauna 2011 fór fram í gær. Ellefu mjög frambærileg bönd kepptu þar og var kvöldið sannarlega veisla fyrir áhorfendur. Sjónvarpið var á staðnum og mun sjónvarpa þætti um Músíktilraunir í náinni framtíð. Einnig var Rás 2 með tilraunirnar í beinni og ætti því að vera hægt að hlusta á þær bráðlega inná www.ruv.is

Úrslitin í ár voru eftirfarandi:

 1. sæti – Samaris
 2. sæti – Súr
 3. sæti – The Wicked Strangers

Hljómsveit fólksins – Primavera
Íslensk textagerð – Askur Yggdrasils
Gítarleikari Músíktilrauna – Hafsteinn Þráinsson úr Postartica
Bassaleikari Músíktilrauna – Alexander Örn Númason úr Postartica
Hljómborðsleikari/Forritari músíktilrauna – Þórður Kári Steinþórsson úr Samaris
Trommuleikari Músíktilrauna – Jósep Helgason úr The Wicked Strangers
Söngvari Músíktilrauna – Gunnar Guðni Harðarson úr The Wicked Strangers

Samaris – Hljóma þú

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.