Streymið nýjustu plötu Árstíða fram að útgáfudegi 6.mars

Rjóminn og hljómsveitin Árstíðir bjóða lesendum Rjómans að streyma nýjustu plötu sveitarinnar, Hvel, fram að útgáfudegi hennar þann 6. mars næstkomandi.

Hljómsveitin Árstíðir sem hóf að spila saman fyrir rétt rúmum sjö árum. Hún hefur starfað mikið erlendis og hefur komið sér upp dyggum aðdáendahóp í löndum eins og Þýskalandi og Rússlandi.

Hvel er þriðja hljóðsversplata Árstíða í fullri lengd en áður hafa komið út plöturnar Árstíðir (2009), Svefns og vöku skil (2011) og Ep-platan Tvíend (2012) sem inniheldur endurhljóðblandanir (remix) af lögum sveitarinnar.

Hljómurinn á Hvel hefur þróast talsvert frá fyrri plötum. Meira ber á rafrænum áhrifum, alls kyns effektum og hljóðgerflum. Platan var saminn og að miklu leiti tekin upp í gömlu rafstöðin í Elliðárdal þar sem hljómsveitin hefur æfingaraðstöðu.

Portraits of the Icelandic band Árstí?ir taken on-location at Toppstö?in power station in Reykjavík, Iceland. March 26, 2014.

Ljósmynd : Matt Eisman

Upptökustjóri var Styrmir Hauksson sem hefur meðal annars unnið með GusGus, Ásgeiri Trausta, Bloodgroup og Retro Stefson. Bandaríkjamaðurinn Glenn Schick gerði masteringuna en sá hefur hefur masterað ógreni af rap-plötum sem og plötur eftir Elton John, Skid Row og Justin Bieber svo eitthvað sé nefnt.

Hljómsveitin gefur sjálf út og dreifir plötunni rafrænt, en er einnig með samning við Þýska útgáfufyrirtækið Beste Unterhaltung sem sér um að gefa út plötum sveitarinnar í Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki og Swiss.

Upptaka og framleiðsla plötunnar var með öllu fjármögnuð i gegnum síðuna Kickstarter. Stór hluti þeirra sem studdu verkefnið búa í Bandaríkjunum og í kjölfarið hefur hljómsveitin skipulagt tónleikaferðalag um Bandaríkin um næsta sumar.

Þegar hafa þrjár smáskífur heyrsts af Hvel, meðal annars lagið “You Again” en hljómsveitin bjó til myndband við lagið uppá Langjökli í samstarfi við listakonuna Kitty Von-Sometime.

Í vor mun hljómsveitin fyljga Hvel eftir með þremur tónleikaferðalögum um Þýskaland, Austurríki og Bretland.

Nýtt myndband frá Laser Life

Laser Life, hugarfóstur Breka Steins Mánasonar raftónlistarmanns, sendi nýverið frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið “Castle”. Myndbandið er afrakstur samstarfs Breka og kvikmyndagerðarmannsins Eduardo Makoszay hjá Metanoia Video Studio. Breki hefur þó aldrei hitt Eduardo í eigin persónu en hann býr í Mexíkóborg. Breki uppgötvaði list Eduardo í gegnum alþjóðlegu facebook grúppuna ‘Glitch Artist Collective’ og hafði samband við hann. Í kjölfarið unnu þeir saman tónlistarmyndband í gegnum netið á nokkrum mánuðum. Myndbandið inniheldur spillt myndbandsgögn (glitch footage) af íslenskri náttúru, skuggaleikhús af hljómsveit að spila og kviksjár áhrif (kaleidoscope effects).

Sjón er sögu ríkari!

Anna María sendir frá sér plötuna Hver stund með þér

Í fréttatilkynningu segir:

Anna María Björnsdóttir er að gefa út sína aðra sólóplötu Hver stund með þér. Anna María samdi alla tónlistina á plötunni við ástarljóð sem afi hennar, Ólafur Björn Guðmundsson, orti til ömmu hennar, Elínar Maríusdóttur, yfir 60 ára tímabil. Samhliða geisladisknum er verið að klára heimildarmynd um ljóðin, ástina, Óla og Ellu. Svavar Knútur Kristinsson syngur og spilar með Önnu Maríu á plötunni sem tekin var upp síðastliðið sumar á heimili foreldra Önnu Maríu í Garðabæ.

Anna María sá þessi ljóð fyrst eftir að afi hennar og amma voru bæði látin og fannst henni þau geyma mikinn fjársjóð um ástina og það fagra í heiminum.

,,Ljóð afa til ömmu fela í sér fallegan boðskap um hvernig ástin getur haldist hrein og vaxið og dafnað í heila mannsævi. Þau hafa haft sterk áhrif á mig og langaði mig að gera þau aðgengileg fleirum á þann hátt sem best liggur fyrir mér, með söng og tónlist. Ég settist því niður við píanóið mitt í Kaupmannahöfn fyrir tæpum tveimur árum og hóf að semja og útsetja tónlist við ljóðin. Árangurinn af því er þessi plata. Vona ég að ljóðin hans afa muni þannig lifa áfram og veita öðrum þá gleði sem þau hafa veitt mér.“

segir Anna María.

Útgáfutónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 12.mars kl 20:00 í Salnum í Kópavogi. Miðasala á midi.is

Rjóminn frumsýnir nýtt myndband Just Another Snake Cult

Rjóminn frumsýnir nýtt myndband við lagið “What Was Yr Name Again?” en það er að finna á örskífu Just Another Snake Cult sem nefnist Lost in The Dark.

Just Another Snake Cult býður nú upp á áskrift að tónlist sinni. Innifalið í áskrift er meðfylgjandi lag ásamt öllu öðru sem sveitin hefur sent frá sér, jafn vel plötur sem eru löngu uppseldar og hvergi fáanlegar, auk þess sem Költið kemur til með að gefa út.

Áhugasamir geta smellt sér í áskrift á Bandcamp síðu sveitarinnar.

Þórir, forsprakki Just Another Snake Cult , og Ásthildur Ákadóttir munu spinna einhverja ljúfa tónlist saman í nokkra klukkutíma á lowercase nights tónleikaröðinna á Húrra núna á sunnudaginn 22. febrúar.

Þess má svo geta að Þórir var að pródúsera plötu fyrir leikritið Lísa í Undralandi sem Leikfélag Akureyrar setur upp en tónlistin er samin af Dr. Gunna. Platan fæst ókeypis á undralandla.bandcamp.com

Nýtt myndband frá Grísalappalísu

Sambýlismenn Grísalappalísu

Í fréttatilkynningu segir m.a.

Hljómsveitin Grísalappalísa setur nýtt lag í spilun frá og með deginum í dag – og ekki nóg með það – heldur fylgir með spánýtt vídejó! Lagið heitir “Sambýlismannablús” og er fyrsta lagið á nýjustu afurð hljómsveitarinnar Rökrétt framhald. Lagið er hefðbundinn “lofsöngur” (e. rock anthem) sem mun hljóma í leikhléum á handknattleiksleiksleikum um ókomina framtíð. Lagið er lofsöngur sambýlisfólks allra landa, en uppspretta textans er ærslafullt og afdrifaríkt sambýli tveggja náinna karlmanna. Hefðbundin hjúskapamein eru ekki bundin við hjónabönd eins og hlustendur komast að. Ekkert er þó yfirstíganlegt og með fórnum og fyrirgefningu er allt hægt. Textinn er eftir Baldur Baldursson skáld, en með hlutverk prótagónistans fer forsöngvari hljómsveitarinnar Gunnar Ragnarsson. Lagið er eftir Grísalappalísu og hljóðritað í einni atrennu beint á harðan disk.

Myndbandinu er leikstýrt af Sigurði Möller Sívertsen, trommara Grísalappalísu, en hann hlaut einmitt Íslensku tónlistarverðlaunin í fyrra fyrir myndband sitt við lag sveitarinnar “Hver er ég?”. Við gerð myndbandsins voru notaðar tvær gó-pró myndavélar ásamt iPhone 6. Fylgst er með sambýlingunum drekka kaffi, reykja sígarettur og svo loks skella sér í sjósund í Nauthólsvík. Glöggir áhorfendur bera kannski augum landsþekktan guðföður sveitarinnar, hvur veit?

Rökrétt framhald má heyra í heild sinni hér að neðan.

MSTRO

Stefán Ívars heitir ungur listamaður sem undanfarið hefur gefið út tónlist undir listamansnafninu Maestro. Nú hefur Stefán uppfært sitt tónlistarlega sjálf og gefur út sitt fyrsta lag, ásamt myndbandi, undir nafninu MSTRO.

Myndbandið gerði Stefán sjálfur ásamt bróðir sínum auk þess sem hann sér sjálfur um útlit og hönnun tengda tónlistarútgáfu sinni.

Plata er væntanleg frá MSTRO þann 14. febrúar næstkomandi.

Fyrsta myndband Antimony

Antimony er nýbylgju drunga-popp sveit frá Reykjavík og samanstendur af RX Beckett, Birgi Sigurjóni Birgissyni, og Sigurði Angantýssyni. Þau blanda saman straumum og stefnum frá jaðar- tónlist níunda áratugarins á borð við goth og cold wave. Ímyndin og hugmyndafræðin á bakvið útlit og stefnu bandsins eru dregin frá ýmsum menningarkimum og má þar nefna myndir eftir David Lynch, pönk, óhefðbundnar kynímyndir, vísindaskáldsskapur og hryllingsmyndir.

Antimony hefur gefið út sitt fyrsta lag sem nefnist “So Bad” og myndband við af frumburði sínum OVA sem kemur út 11.Febrúar.

Sveitin spilar sama dag á Húrra ásamt russian.girls, Döpur og Börn. Aðgangseyrir er 1000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til Krabbameinsfélagsins.

Skurk fagnar útgáfu Final Gift

Félagarnir í SKURK gáfu út diskinn Final Gift á árinu og ætluðu heldur betur að fylgja honum eftir með tónleikahaldi. Því miður varð sveitin fyrir því óhappi að Guðni, söngvari og gítarleikari, fótbrotnaði svo illa að hann þurfti að vera á hækjum í 6 mánuði og fóru því öll plön um tónleikahald skiljanlega út um gluggann.

Jón Heiðar bassaleikari SKURK hafði þetta að segja um málið:

Við ákváðum því að spila eins vel og við gætum úr aðstæðum og byrjuðum að semja næsta disk og erum nú rétt byrjaðir á stúdíovinnu í stúdíó GFG. Einnig tókum við upp myndband sem við erum nýlega búnir að gefa út.

Og þar sem söngvarakvikindið er farið að geta staulast um án hækjanna ætlum við að smella í eina tónleika á Gauknum 22. nóv. með eðalsveitinni Casio Fatso

Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á Facebook

Við bjóðum þér ódauðleika, gegn vægu gjaldi – Orðsending frá Per Segulsvið

Fjöllistahópurinn Per Segulsvið hefur hafið söfnun á Karolina fund til að fjármagna útgáfu bókar sinnar, Smiður finnur lúður. Per Segulsvið er ljúffeng samsuða þriggja listrænna gröfumanna úr Gullbringu- og Kjósarsýslu og er Smiður finnur lúður fyrsta bók hópsins. Bókin kom út rafrænt síðsumars 2013 en hefur hingað til aðeins verið aðgengilega í rafrænu formi. Nú stendur það til bóta. Með þinni aðstoð þinni, kæri lesandi, vonast Per Seguslvið til þess að hægt verði að frelsa smiðinn úr rafrænum fjötrum sínum og senda hann út í kosmosið í litríku prenti.

Eilíft líf – með Per Segulsvið

Með því að styrkja Per Seguslvið við útgáfu bókarinnar áttu möguleika á að fá höfuðpersónu sögunnar nefnda í höfuð þér. Einn lukkulegur velunnari mun í lok söfnunarinar verður dreginn úr hópnum, og mun aðalsöguhetjan, smiðurinn viðkunnalegi, verða skírður nafni viðkomandi. Styrktu Per Segulsvið við að prenta bók um smið – og þú gætir bókstaflega skráð nafn þitt á spjöld sögunnar. Allir þeir sem leggja Per Segulsvið lið við prentun bókarinnar munu svo auðvitað hljóta glóðvolgt og áritað eintak af bókinni að launum – ásamt öðru ljúffengu gúmmelaði úr smiðju Per Segulsvið.

Kíktu við á heimasíðu verkefnisins hjá Karolina Fund og tryggðu þér eintak af bókinni – og mögulega, einhverskonar ódauðleika.

Art is Dead

Art is Dead er ný íslensk hljómsveit en fyrsta smáskífa hennar hefur undanfarið vermt fyrsta sæti Pepsi-Max listans á X-inu. Lagið heitir “Bad Politics” og hljómar her að ofan. Sveitin mun kynna nýtt lag nú á allra næstu dögum og er áhugasömum bent á að fylgjast vel með á Facebook síðu hennar : www.facebook.com/artisdead

Stúlknasveitin Dream Wife

Dream Wife

Hin nýstofnaða stúlknahljómsveitin Dream Wife hefur gefur út myndband við lag sitt “Chemistry”. Meðlimir sveitarinnar eru bæði af íslenskum og breskum uppruna. Hljómsveitin var stofnuð fyrr á þessu ári og hefur nú komið fram víðs vegar á Englandi. Þær spila draumkennt, brimbrettapop með áhrifum frá „Grunge“ senu tíunda áratugsins. Tískan frá tíunda áratugnum einkennir útlit hljómsveitarinnar.

Sveitin er leidd áfram af söngkonunni Rakel Mjöll. Hún stundar nám í sjónlistum við Listaháskólann í Brighton þar sem hún kynntist hinum meðlimum Dream Wife, hinar bresku Bella og Alice. Einnig syngur hún í hljómsveitinni Halleluwah sem hún er í ásamt forsprakka Quarashi, Sölva Blöndal.

Þrátt fyrir að sveitin hafi aðeins verið starfandi í stuttan tíma er margt um að vera. Næst á dagskrá hjá Dream Wife er að spila á tónlistarhátíðinni Dot to Dot í Bristol og síðan munu þær leggja af stað í tónleikaferðalag um Kanada í byrjun sumars. Þær munu einnig stoppa stutt við í Bandaríkjunum, þar á meðal í New York. Stefnt er á að spila í Reykjavík í lok sumars. Í síðasta mánuði gáfu þær út netútgáfu af smáskífu að nafni The Pom Pom EP en Þorbjörn Kolbrúnarson tónlistarmaður, sem hefur verið búsettur í London undanfarin ár, sá um hljóðvinnslu.

Hafdís Huld sendir frá sér breiðskífuna “Home”

Home er þriðja sólóplata tónlistarkonunnar Hafdísar Huldar. Platan sem kemur út um allan heim á vormánuðum 2014 var unnin í samstarfi við Alisdair Wright og fóru upptökur fram á heimili þeirra í Mosfellsdalnum. Áður hefur Hafdís Huld sent frá sér plöturnar Dirty Paper Cup ( sem var valin popp plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2006 ) og Synchronised Swimmers ( 2009 ) en lögin “Kónguló”, “Action man” og titillagið “Synchronised Swimmers” nutu mikilla vinsælda í útvarpi. Eins hefur Hafdís Huld gert barnaplöturnar Englar í ullarsokkum ( 2007 ) og Vögguvísur ( 2012).

Hafdís Huld hefur unnið sem lagahöfundur og söngkona með listamönnum á borð við Tricky, Gus gus, FC Kahuna og Nick Kershaw auk þess að semja tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar á vegum Bucks music publishing. Home er gefin út hjá Reveal records í evrópu og hjá OK!Good í bandaríkjunum.

Hér að ofan má sjá myndband við lagið “Queen Bee” af plötunni Home.

Nýtt myndband frá Bellstop

Glænýtt tónlistarmyndband með sveitinni Bellstop er komið út. Myndbandið er við lagið “Moving On” af plötunni Karma. Myndbandið var tekið upp á göngunum og í Petersen svítunni í hinu sögurfæga sviðslista húsi Gamla Bíó sem stendur við Ingólfstræti.

Myndbandið var unnið í samstarfi við Saga Film og sá Sigurgeir Þórðarsson um leikstjórn.

Hjómsveitin Phédre spilar á Kex annað kvöld

Phédre

Á morgun mun tónlistar vefritið/útvarpsþátturinn Straumur halda sinn fyrsta sumarfögnuð í samstarfi við Joe & the Juice og S.U.M.A.R.(Samtök Um Matseld Annarra Ríkja) á Kex Hostel. Hin magnaða kanadíska hljómsveit Phédre kemur þar fram ásamt samlanda sínum Ken Park og hinum íslensku Nolo. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og það er frítt inn. Áður en tónleikarnir hefjast eða klukkan 18:00 verður S.U.M.A.R. pop-up matarmarkaður þar sem matargemlingar verða með sturlaða rétti frá öllum heimshornum á heiðarlegu verði, en helmingurinn fer í að styrkja Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.

Phédre er ein af umtöluðustu hljómsveitum sem komið hafa frá Toronto borg á þessum áratug. Bandið gaf út sýna fyrstu plötu í byrjun árs 2012 og vakti mikla athygli fyrir lagið “In Decay” sem var ofarlega á árslistum gagnrýnenda. Um upphitun sér Ken Park sem er listamannsnafn tónlistarmannsins Scott Douglas Harwood sem einnig er meðlimur í Phédre og reykjavíska hljómsveitin Nolo sem mun frumflytjan efni af væntanlegri plötu sinni á tónleikunum.

Mogwai, Slowdive, Shellac, Low, Devendra Banhart, Liars o.fl. mæta á ATP

ATP Iceland 2014

ATP hátíðin á Íslandi hefur nú opinberað heildarlista yfir hvaða hljómsveitir og listamenn það eru sem munu koma fram á Ásbrú í sumar, annað árið sem hátíðin fer fram hér á landi.

Eftir að hátíðin lak dularfullri mynd af hljómsveit í Bláa lóninu í gær mynduðst miklar vangaveltur á samfélagsmiðlum um hvaða hljómsveit væri átt við. Nú er ljóst að um er að ræða hljómsveitina Shellac með Steve Albini í fararbroddi, en sveitin hefur ekki spilað hér á landi síðan árið 1999. Þeir bætast í hópinn ásamt bandarísku goðsögnunum í Low, hljómsveitinni LIARS sem margir hafa beðið með eftirvæntingu að fá að sjá á sviði, hinni draumkenndu hávaðasveit Slowdive sem loksins kom saman aftur fyrr á árinu, þjóðlaga-sýrukonungnum Devendra Banhart og Skotunum í Mogwai sem nýverið sendu frá sér frábæra plötu.

Íslenskir listamenn sem bætast við eru Ben Frost, Pascal Pinon, Sin Fang, HAM og Fufanu (áður Captain Fufanu).

Þegar hafa sveitirnar Portishead, Interpol, Swans, Kurt Vile & The Violators, Fuck Buttons, Eaux, Forest Swords, Samaris, Low Roar, For A Minor Reflection, Sóley og Mammút verið tilkynntar og munu koma fram hátíðardagana 10. – 12. júlí, auk Neil Young & Crazy Horse í Laugardalshöll þann 7. júlí.

Barry Hogan, stofnandi ATP segir:

“Við erum gríðarspennt að geta tilkynnt nokkrar af okkar uppáhalds hljómsveitum sem margar hverjar munu koma fram á Íslandi í fyrsta sinn. Þetta er einungis annað árið okkar, en engu að síður eru þarna ekta ATP hljómsveitir á borð við Mogwai og Shellac auk hljómsveita sem hafa haft mikil áhrif á okkur líkt og Loop og Low. Við elskum Ísland og getum ekki beðið eftir að snúa aftur til að deila þessum frábæru hljómsveitum og einstaka umhverfi með ykkur.”

Þó svo að heildarlisti hljómsveita sé nú tilbúinn eru ýmsar spennandi tilkynningar eftir, til að mynda hverjir munu koma til með að stjórna kvikmyndavali hátíðarinnar í ár auk hvaða veitingar það eru sem verða á boðstólum á Ásbrú í júlí.

Hátíðarmiðar auk gistingar seldust upp snemma og hefur ATP nú bætt við auka gistiplássi á hátíðarsvæðinu til að anna eftirspurn.

Hægt er að fá frekari upplýsingar og nálgast miða hér.

Eistnaflug 2014

Eistnaflug

Dagana 10.-12. júlí næstkomandi verður Eistnaflug sett upp í tíunda sinn. Miðvikudaginn 9. júlí verða tvennir upphitunartónleikar í Egilsbúð, annars vegar tónleikar fyrir alla aldurshópa sem byrja kl. 19:00 og standa til 22:00 og hins vegar tónleikar fyrir fullorðna sem hefjast kl. 23:00. Hljómsveitirnar Brain Police, Severed og Skálmöld koma fram á fyrri tónleikunum en hljómsveitin Sólstafir kemur fram á þeim síðari þar sem þeir spila m.a. frumflutt efni af nýrri plötu sem kemur út síðla sumars.

Mikil áhersla er lögð á fjölbreytta og góða dagskrá á Eistnaflugi. Þar verður ekkert lát á í ár, erlendu gestir okkar verða:

  • Goðsagnakennda hljómsveitin At The Gates, sem út af fyrir sig eru næg ástæða til þess að legga á sig langt ferðalag austur á firði. Árið í ár virðist svo sannarlega vera þeirra eftir tilkynningu um nýja plötu á haustmánuðum.
  • Bandaríska Thrash-hljómsveitin Havok sem er á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn
  • Svissneska sludge-skrímslið Zatokrev sem á eftir að valta yfir áhorfendur
  • Hollenska dauðarokksbandið The Monolith Deathcult sem heimsækja Eistnaflug í annað sinn

Hátíðin hefur þó alltaf lagt mesta áherslu á að bjóða upp á það besta og ferskasta í innlendri tónlist, innlendir gestir okkar í ár verða:

Agent Fresco, AMFJ, Angist , Azoic, Beneath, Benny Crespo’s Gang, Brain Police, Carpe Noctem, Darknote, Dimma, DJ Töfri, Endless Dark, Gone Postal, Grísalappalísa, HAM, Hindurvættir, Innvortis, In The Company Of Men, Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, Kontinuum, Kælan Mikla, Malignant Mist, Mammút, Maus, Momentum, Morð, Nevolution, ONI, Ophidian I, Pink Street Boys, Retro Stefson, Reykjavíkurdætur, Rotþróin, Saktmóðigur, Severed, Sign, Skálmöld, Skelkur í Bringu, Skepna, Sólstafir, Strigaskór nr.42, The Vintage Caravan og Unun.

Á hátíðinni verður boðið uppá pallborðsumræður fyrir hljómsveitir og áhugasaman gesti. Hópurinn sem stýrir umræðunum samanstendur af tveimur blaðamönnum og tveimur starfsmönnum plötufyrirtækjum. Einnig verður boðið uppá tengslamyndunar fund fyrir hljómsveitirnar og erlenda gesti.

Tónleika dagskráin í Egilsbúð er tilbúin og er hægt að nálgast hana á eistnaflug.is

Miðasalan er í fullum gangi á midi.is