Sasha Siem – Most Of The Boys

Sasha Siem

Norsk-enska tónlistarkonan Sasha Siem gaf út sína fyrstu plötu, Most Of The Boys, þann 2. mars síðastliðinn. Platan tengist Íslandi sterkum böndum en um pródúseringu, hljóðblöndun- og jöfnun sá Valgeir Sigurðsson í hljóðverinu Gróðurhúsinu.

Sasha Siem er jafnframt Íslandsvinur mikill og bjó um tíma hér á landi auk þess að vera sérstök áhugakona um íslenskar bókmenntir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem parið vinnur saman, en tónlistarkonan söng eitt aðalhlutverk verksins Wide Slumber sem Valgeir samdi tónlistina við og var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík í fyrra.

Hér er á ferðinni mjög áhugaverð plata sem íslenskir tónlistaráhugamenn ættu að gera heiðarlega tilraun til að nálgast.

Rúnar Þórisson gefur út eitt lag fyrir hvern mánuð ársins

Rúnar Þórisson gefur um þessar mundir, eins og áður hefur komið fram, út eitt lag í mánuði á vefnum þar til að út kemur diskur með heildarafrakstrinum. Þegar hafa komið út lög fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins og er fimmta lagið væntanlegt rétt handan við næstu mánaðarmót.

Hér að ofan má heyra lagið “Í 1000 ár, daga og nætur” sem er lag aprílmánaðar. Með Rúnari í þessu verkefni eru Arnar Þór Gíslason, Birkir Rafn Gíslason, Guðni Finsson, Lára Rúnarsdóttir og Margrét Rúnardsóttir.

Hér fyrir neðan má heyra lög Rúnars fyrir mánuðina frá janúar til mars.

Ólundardýr

Hver er þar?

Orð

Möller Records gefur út Mono Lisa

DAVEETH

Mono Lisa er fyrsta breiðskífan sem Daveeth (skírður Davíð Hólm) gefur út. Platan samanstendur af lögum sem voru samin á síðastliðnum fimm árum, á meðan hann bjó á fimm mismunandi stöðum á Íslandi og Kína. Flökkulíf síðustu ára, með lengri tímabilum án bækistöðvar til tónlistarsköpunar, gerir það að verkum að Mono Lisa er víðfemt samansafn af tónlist Daveeths.

Freyr Flodgren með sólóverkefni

Freyr Flodgren

Freyr Flodgren í Brother North, sem Rjóminn hefur fjallað um áður, vinnur nú að sólóplötu. Hingað til vinnur hann efnið fyrir rödd og klassískan gítar en svo á að bætast við kontrabassi og slagverk. Freyr hefur þegar tekið upp nokkur lög “læf í stúdíóinu” en svo er planið að fara í endanlegar upptökur með haustinu.

Fyrsta lagið var tekið upp á myndband en það heitir ”Over My Head”.

Freyr tók upp annað lag á SAE Institute í London en það heitir ”What are We?”.

Anthemico Records

Anthemico

Í apríl árið 2014 opnaði vefur örútgáfunnar Anthemico Records heimasíðu með kvikmyndaskotinni instrumental tónlist úr öllum áttum eftir Pétur Jónsson.

Pétur hefur starfað á bak við tjöldin í íslensku tónlistarlífi í mörg ár, en árið 2007 stofnaði hann Medialux, sem er leiðandi fyrirtæki í auglýsingatónlist og tónlist fyrir kvikmyndað efni á Íslandi. Erfitt er að horfa á sjónvarp í heilt kvöld án þess að heyra eitthvað sem Pétur hefur samið eða komið að upptökum á. Auk þess hefur hann látið að sér kveða sem upptökustjóri með ýmsum tónlistarmönnum.

Á Anthemico síðunni kveður þó við annan tón en í þeirri tónlist sem Pétur gerir vanalega fyrir auglýsingar, en á síðunni er að finna allt frá hádramatískri vísindaskáldsögutónlist yfir í mjúkar instrumental ballöður, og allt þar á milli. Hljóðmyndin er sambland af sinfónískum strengjapörtum og rafpoppi, stíll sem við þekkjum orðið vel úr kvikmyndum.

Eitthvað af tónlistinni hefur verið sérsamin fyrir kvikmynduð verk, eins og tónlistin úr norðurljósamyndinni Iceland Aurora, sem er að finna hér en önnur verk eru gjarnan samin í kringum þema eins og óravíddir alheimsins eða vorið sjálft.

Unnur Sara Eldjárn gefur út sína fyrstu sólóplötu

Unnur Sara

Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn gaf út sína fyrstu sólóplötu í síðasta mánuði og ber platan nafnið „Unnur Sara“. Lögin á plötunni eru öll eftir hana en tónlistinni má lýsa sem grípandi popptónlist undir áhrifum frá ýmsum tónlistarstefnum eins og jazz og rokktónlist.

Unnur Sara er 22 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur haldið fjölda tónleika og tekið þátt í alls konar tónlistarverkefnum. Hún hefur vakið athygli fyrir góða túlkun á lögum franska tónlistarmannsins, Serge Gainsbourg en sú tónleikadagskrá var fyrst flutt á Þjóðlagahátíð á Siglufirði 2014.

Gerð þessarar plötu var aðalverkefni Unnar í vetur ásamt undirbúning á burtfarartónleikum úr söngnámi við Tónlistarskóla FÍH sem hún lauk í mars. Lögin á plötunni eru mjög fljölbreytt en eitt þeirra tileinkar Unnur pabba sínum, gítarleikaranum Kristjáni Eldjárn sem lést langt fyrir aldur fram, þegar Unnur var níu ára gömul. Einnig samdi Unnur laglínu og texta yfir gítarupptöku frá honum sem hann hafði tekið upp þegar hann var við nám í Helsinki árið 1998, lagið heitir „Litli lampinn”.

Fjöldi af hæfileikaríku tónlistarfólki kom að gerð plötunnar og sáu Kjartan Kjartansson og Halldór Eldjárn um upptökur.

Casio Fatso gefa út sína fyrstu smáskífu

Casio Fatso

Hljómsveitin Casio Fatso gaf nýverið út sína fyrstu smáskífu en lagið heitir “Satellite” og verður að finna á væntanlegri breiðskífu sveitarinnar Controlling the world from my bed. Lagið er tekið upp í Casioland en mixað og frágengið hjá MÖM. Casio Fatso hefur verið starfandi í á þriðja ár og eru fyrst nú að gefa út “alvöru stöff” eins og þeir komast sjálfir að orði.

Magnús Leifur – Stormur

Magnús Leifur og hljómsveit

Hafnfirski tónlistarmaðurinn Magnús Leifur (áður kenndur við Úlpu) sendi nýverið frá sér lagið “Stormur”, en það er af væntanlegri breiðskífu hans. Lagið er ort til sonar hans en hann heitir einmitt Stormur. Einnig er hægt að túlka það sem almennan óð til veðurbrygðisins sem er 9 vindstig.

Meðreiðarsveinar Magnúsar eru þeir Þórhallur Stefánsson sem leikur á trommur, Hálfdán Árnason á bassa og Ívar Atli Sigurjónsson sem spilar á gítar.

Nýtt lag frá Diktu

Hljómsveitin Dikta hefur verið starfandi í 16 ár og hefur notið mikillar velgengni. Hljómsveitin hefur til dæmis hlotið tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum og náð platínusölu fyrir plötu sína Get It Together. Í september á þessu ári kemur út fimmta breiðskífan frá þeim en hún hefur verið tvö ár í vinnslu í Þýskalandi og Íslandi. Plötuna unnu þeir í samvinnu með þýska upptökustjóranum Sky van Hoff og er lagið “Sink or Swim” nýjasta smáskífan af væntanlegri plötu.

Of Monster and Men frumflytja nýtt lag

Í fréttatilkynningu segir:

Of Monsters and Men tilkynna hér með að langþráð önnur breiðskífa þeirra, sem hlotið hefur heitið Beneath The Skin, mun koma út 8. júní á Íslandi á vegum Record Records. Þessi margrómaði kvintett frumflytur í dag fyrstu smáskífuna “Crystals” á öldum ljósvakans.

Íslenska útgáfa breiðskífunnar mun innihalda lögin “Backyard” og “Winter Sound” sem verður ekki að finna á hefðbundinni útgáfu breiðskífunnar erlendis heldur eingöngu á viðhafnarútgáfum og þeirri íslensku.

Hljómsveitin hefur eytt síðastliðnu ári á Íslandi og í Los Angeles með upptökustjóranum Rich Costey sem vann með þeim að breiðskífunni en hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við Muse, Death Cab for Cutie, Foster The People og Interpol.

Halleluwah sendir frá sér sína fyrstu plötu

Halleluwah

Tvíeykið Halleluwah hefur sent frá sér sína fyrstu plötu samnefnda sveitinni. Meðlimir dúósins eru söngkonan Rakel Mjöll og fyrrum Quarashi forsprakkinn Sölvi Blöndal.

Rakel og Sölvi hófu að vinna tónlist saman fyrir um tveimur árum og ákváðu í kjölfarið að taka upp lag saman. Ávöxtur samstarfsins var smáskífan “Blue Velvet”, vísun í samnefnt lag í flutningi Bobby Winton og samnefndrar kvikmyndar David Lynch frá árinu 1986. Lagið naut talsverða vinsælda auk þess sem myndband við lagið vakti einnig athygli. Ekki var aftur snúið eftir velgengni “Blue Velvet” og hljómsveitin formlega stofnuð í kjölfarið.

Eivör Pálsdóttir – Bridges

Eivör Pálsdóttir jefur sent frá sér sína níundu breiðskífu sem ber heitið Bridges. Lögin “Rembember Me” og “Faithful Friend” hafa þegar komið út af plötunni, flotið ljúflega um öldur ljósvakana og hlotið góðar viðtökur. Rjóminn hlustaði á plötuna yfir rauðvínsglasi í gærkveldi og kunni vel að meta.

Árstíðir gefa út sína þriðju plötu

Árstíðir - Hvel

Í dag, föstudaginn 6. mars, gefur hljómsveitin Árstíðir út sína þriðju breiðskífu. Platan hefur hlotið nafnið Hvel og hefur hennar verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, allt frá því hljómsveitin tilkynnti síðasta vor að efnt yrði til söfnunar í gegnum heimasíðuna Kickstarter til að fjármagna útgáfuna.

Markmiðinu var náð á einungis nokkrum dögum og áður en yfir lauk höfðu yfir 1500 manns lagt hljómsveitinni lið með fjárframlögum gegn loforði um að fá ýmsan varning sendan heim að dyrum. Auk plötunnar sjálfrar var t.a.m boðið uppá sérsniðnar íslenskar lopapeysur og ösku úr Eyjafjallajökli, svo dæmi séu tekin.

Það má segja að hljómur Árstíða hafi þróast og tekið ýmsum breytingum frá því síðasta plata, Svefns og vöku skil var gefin út árið 2011. Mannabreytingar hafa orðið á sveitinni í millitíðinni og ber nýji hljómurinn þess merki. Meðlimir hafa því að nokkru leyti fetað nýjar slóðir á nýju plötunni og gætir nú rafrænna áhrifa meira en á fyrri breiðskífum, auk þess sem trommuásláttur setur sinn svip á nokkur lög plötunnar.

Portraits of the Icelandic band Árstí?ir taken on-location at Toppstö?in power station in Reykjavík, Iceland. March 26, 2014.

Platan Hvel var samin og tekin upp að hluta til í gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal, þar sem hljómsveitin hefur haft æfingaraðstöðu síðustu tvö árin. Upptökustjóri plötunnar er Styrmir Hauksson sem meðal annars hefur unnið með GusGus, Ásgeiri Trausta, Bloodgroup og Retro Stefson. Hljóðjöfnun annaðist Glenn Schick, en sá hefur hefur unnið með stórum listamönnum á borð við Elton John, Jutin Bieber og Skid Row.

Síðustu ár hefur hljómsveitin verið á ferð og flugi erlendis og spilað á tónleikum í meira en 30 löndum. Ekkert er lát á ferðalögum því í vor mun hljómsveitin fylgja Hvel á eftir með þremur tónleikaferðalögum um Þýskaland, Austurríki og Bretland, og í sumar er fyrirhugað sex vikna tónleikaferðalag um Bandaríkin.

Hljómsveitin gefur sjálf út og dreifir plötunni rafrænt, en er einnig með plötusamning við Þýska útgáfufyrirtækið Beste Unterhaltung sem gefur út plötur sveitarinnar í Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss.

Hvel er þriðja hljóðversplata Árstíða í fullri lengd, en áður hafa komið út plöturnar Árstíðir (2009), Svefns og vöku skil (2011) og Ep-platan Tvíend (2012) sem inniheldur endurhljóðblandanir (remix) af lögum sveitarinnar.

Tónleikar í kvöld, 6 Mars

Formlegir útgáfutónleikar verða síðan haldnir þegar nær dregur vori. En til að fagna útgáfunni mun hljómsveitin halda tónleika á Café Rósenberg í kvöld (föstudagskvöld), en segja má að hljómsveitin hafi byrjað feril sinn með tónleikahaldi þar. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og verður nýja platan í boði á sérstöku tilboðsverði.

Hljómsveitin Eldberg sendir frá sér nýja plötu

Eldberg -  Þar er heimur hugans

Hljómsveitin Eldberg sendir frá sér nýja plötu eftir helgi og ber hún nafnið Þar er heimur hugans. Sveitin heldur útgáfutónleika 20. mars í Tjarnarbíói, en miðasla á þá tónleika hófst í gær á midi.is

Hljómsveitina Eldberg skipa þeir Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari, Jakob Grétar Sigurðsson trymbill, Reynir Hauksson gítarleikari, Ásmundur Svavar Sigurðsson bassaleikari og Heimir Klemenzson hljómborðsleikari.

Magnetosphere

Magnetosphere
Í fréttatilkynningu segir:

Magnetosphere er sólóverkefni Margrétar G. Thoroddsen þar sem seiðandi raftónlist nærist á sálarskotinni rödd Margrétar með magnaðri uppbyggingu.

Margrét hefur komið víða við. Hún hefur starfað við tónlist sem laga- og textahöfundur, söngkona, hljómborðsleikari og ásláttarleikari í bæði rokk og blúshljómsveitum. Nú er hún þó búin að breyta um gír og Magnetosphere er hennar hugarsmíð sem hana hefur lengi langað að fara í gang með. Til þess að hlutirnir færu að gerast fékk Margrét til samvinnu við sig tónlistarstjórann (producer) Þröst Albertsson.

Magnetosphere er enn að vinna í hljóðveri að efni en “You” er fyrsta útgefna lagið. “You” tekur hlustendur með sér í hljóðheim þar sem tilfinning og raftónar blandast saman. Textinn fjallar um það þegar eitthvað fangar huga manns að það verður erfitt að einbeita sér. Það er síðan túlkun hlustandans hvað það er sem fangar hugann í laginu.

Red Barnett – Útgáfutónleikar og söfnun á Karolina Fund

Í fréttatilkynningu segir:

Haraldur V. Sveinbjörnsson gefur út sólóplötuna Shine undir nafninu Red Barnett og hrindir af stað söfnun á Karolina Fund. Útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir í Fríkirkjunni 17. apríl sama dag og listamaðurinn fagnar stórafmæli sínu. Lagið “Life Support” þegar komið á vinsældarlista Rásar 2.

Tónlistarmaðurinn Haraldur V. Sveinbjörnsson, sem öllu jafna er kallaður Halli, sendir bráðlega frá sér sína fyrstu sólóplötu undir listamannsnafninu Red Barnett. Halli er þúsundþjalasmiður í tónlist og hin síðari ár hefur hann verið í hringiðu margra af athyglisverðustu tónlistarviðburðum landsins, þótt hans hlutverk hafi á stundum verið talsvert falið. Hann útsetti tónlist Skálmaldar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, en þeir tónleikar hlutu í síðasta mánuði Íslensku tónlistarverðlaunin sem viðburður ársins. Hann hefur auk þess útsett tónlist Gunnars Þórðarssonar, Pink Floyd og Páls Óskars fyrir Sinfó, svo fátt eitt sé nefnt.

Red BarnettHalli er lærður í klassískum tónsmíðum en er ekki einhamur í tónlist. Snemma vakti hann áhuga margra sem gítarleikari og helsti lagasmiður gruggsveitarinnar goðsagnakenndu Dead Sea Apple, sem freistaði gæfunnar í hinum stóra heimi. Hann er annar söngvara Manna Ársins og tók nú nýverið við stöðu bassaleikara í hljómsveitinni Buff. Hann hefur síðustu misserin komið reglulega fram með Dúndurfréttum og Skálmöld sem hljómborðsleikari. Þá hefur Halli unnið með og útsett fyrir fjölda tónlistarmenn bæði íslenska og erlenda.

Að sögn Halla er hugmyndin um að gefa út sólóplötu undir nafni Red Barnett orðin ríflega 10 ára gömul. Fyrsta lagið var tekið upp árið 2005 og undanfarinn áratug hafa lögin verið hljóðrituð samhliða öðrum, fyrirferðarmeiri verkefnum Halla. Smátt og smátt hefur sólóskífan því tekið á sig mynd og nú ætlar Halli að gefa sjálfum sér og aukasjálfinu Red Barnett, fullt pláss til þess að skína.

Tónlist Red Barnett er best lýst sem angurværri rökkurtónlist og yrkisefnið er lífið og tilveran í stóra samhenginu. Halli sér að langmestu leyti um upptökur og hljóðfæraleik sjálfur en nokkrir góðir kunningjar hafa lagt honum lið á langri leið. Nýlega fór lagið “Life Support” í spilun og við sama tækifæri tilkynnti Halli um hópsöfnun/forsölu á plötunni á vef Karolina Fund til að fjármagna lokahnykk útgáfunnar. Útgáfunni verðu svo fagnað með sérstökum útgáfutónleikum í Fríkirkjunni þann 17. apríl næstkomandi en miðasala verður auglýst fljótlega. Þess má geta að sama dag fagnar listamaðurinn 40 ára afmæli sínu.

Streymið nýjustu plötu Árstíða fram að útgáfudegi 6.mars

Rjóminn og hljómsveitin Árstíðir bjóða lesendum Rjómans að streyma nýjustu plötu sveitarinnar, Hvel, fram að útgáfudegi hennar þann 6. mars næstkomandi.

Hljómsveitin Árstíðir sem hóf að spila saman fyrir rétt rúmum sjö árum. Hún hefur starfað mikið erlendis og hefur komið sér upp dyggum aðdáendahóp í löndum eins og Þýskalandi og Rússlandi.

Hvel er þriðja hljóðsversplata Árstíða í fullri lengd en áður hafa komið út plöturnar Árstíðir (2009), Svefns og vöku skil (2011) og Ep-platan Tvíend (2012) sem inniheldur endurhljóðblandanir (remix) af lögum sveitarinnar.

Hljómurinn á Hvel hefur þróast talsvert frá fyrri plötum. Meira ber á rafrænum áhrifum, alls kyns effektum og hljóðgerflum. Platan var saminn og að miklu leiti tekin upp í gömlu rafstöðin í Elliðárdal þar sem hljómsveitin hefur æfingaraðstöðu.

Portraits of the Icelandic band Árstí?ir taken on-location at Toppstö?in power station in Reykjavík, Iceland. March 26, 2014.

Ljósmynd : Matt Eisman

Upptökustjóri var Styrmir Hauksson sem hefur meðal annars unnið með GusGus, Ásgeiri Trausta, Bloodgroup og Retro Stefson. Bandaríkjamaðurinn Glenn Schick gerði masteringuna en sá hefur hefur masterað ógreni af rap-plötum sem og plötur eftir Elton John, Skid Row og Justin Bieber svo eitthvað sé nefnt.

Hljómsveitin gefur sjálf út og dreifir plötunni rafrænt, en er einnig með samning við Þýska útgáfufyrirtækið Beste Unterhaltung sem sér um að gefa út plötum sveitarinnar í Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki og Swiss.

Upptaka og framleiðsla plötunnar var með öllu fjármögnuð i gegnum síðuna Kickstarter. Stór hluti þeirra sem studdu verkefnið búa í Bandaríkjunum og í kjölfarið hefur hljómsveitin skipulagt tónleikaferðalag um Bandaríkin um næsta sumar.

Þegar hafa þrjár smáskífur heyrsts af Hvel, meðal annars lagið “You Again” en hljómsveitin bjó til myndband við lagið uppá Langjökli í samstarfi við listakonuna Kitty Von-Sometime.

Í vor mun hljómsveitin fyljga Hvel eftir með þremur tónleikaferðalögum um Þýskaland, Austurríki og Bretland.

All Day, Everyday

All Day, Every Day

All Day, Everyday er sóloverkefni Dags Árna Guðmundssonar, sem er búsettur í San Luis Obispo í Kaliforníu. A Side of Broken Bones er fyrsta plata hans og er undir áhrifum frá brit-pop og indie-rokki frá níunda áratugnum. Platan var gerð á sama tíma og Dagur braut á sér hendina (þaðan kemur nafnið á plötunni) og er gítar á mörgum lögum spilaður með gips á hendinni. Dagur sá sjálfur um allan hljóðfæraleik, söng og upptökustjórn.