• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Plötudómar

Sin Fang – Summer Echoes

Sin Fang – Summer Echoes

Strax við fyrstu tóna er hlustanda fleytt áfram með smjörmjúkum vókalískum harmoníum í bland við akústískar strengjaútsetningar í polli af frábærum töktum…

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Yuck – Yuck

Yuck – Yuck

Bjartasti punktur þessa frumburðar er án efa sá að hann veitir æsku dagsins í dag að uppgötva þennan sérstaka hljóm sem mörg okkar uppgötvuðum sjálf sem unglingar.
Skoðum Yuck sem eldbera ákveðins gulltíma í tónlist af þessum toga inn í tónlist dagsins í dag fremur en surgandi eftirhermur.

Arcade Fire – The Suburbs

Arcade Fire – The Suburbs

Útgáfuár: 2010
Útgáfa: Merge Records
Einkunn: 4,0

Þó að Arcade Fire sé leitandi band, og Win Butler einhver hæfileikaríkasti popplagahöfundur nútímans, er augljóst að hljómsveitin stefnir ekki að því að bylta hlutunum sem þau bölva í söng. Þvert á móti eru Arcade Fire að gelda hugmyndina um indí sem einhverskonar uppreisn. Ég græt hinsvegar ekki indí-ið, heldur bíð spenntur eftir næstu uppreisn. Þangað til mun ég eflaust hlusta oft á The Suburbs, enda mögnuð poppplata.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ensími – Gæludýr

Ensími – Gæludýr

Einkunn: 4,0 Útgáfa: Record Records Það er afar áhugavert að renna þessari fjórðu breiðskífu Ensími í gegn í fyrsta skipti.…
Jónas Sigurðsson & Ritvélar framtíðarinnar – Allt er eitthvað

Jónas Sigurðsson & Ritvélar framtíðarinnar – Allt er eitthvað

Allt er eitthvað er ofboðslega vönduð og metnaðarfull plata – og það skín svo sannarlega í gegn. Jónas hefur greinilega nostrað við hana lengi og fyrir vikið er hún stútfull af fíngerðum smáatriðum og skrauti sem gera góðar lagasmíðar betri. Hljóðfæraleikur er óaðfinnanlegur og útsetningarnar á lögunum til fyrirmyndar. Eins og ég sagði áður, þá krefst platan smá tíma en í staðinn verðlaunar hún mann rækilega fyrir þolinmæðina. Allt er eitthvað er góð plata, raunar virkilega góð. Það er eitthvað.

Anaїs Mitchell – Hadestown

Anaїs Mitchell – Hadestown

Lögin á plötunni eiga kannski ekki eftir að toppa neina vinsældarlista en platan sjálf á heima meðal þeirra efstu á árslistum 2010. Ekki bíða eftir árslistunum – hlustaðu á plötuna strax.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Johnny Stronghands – Good People of Mine

Johnny Stronghands – Good People of Mine

Good People of Mine verður seint talin frumleg, en hún er persónuleg og falleg. Johnny þekkir blúshefðina út ystu æsar og þess vegna gengur þetta upp hjá honum, hann lifir og andar blúsnum. Þó að sögurnar séu kannski ekki sannar, meinar Johnny hvert orð; hver nóta kemur frá dýpstu rótum hjarta hans. Hann sannar hér að þrátt fyrir að formið sé gamalt er ennþá hægt að tjá sig heiðarlega í gegnum það.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

1 af 35
12345