Beach House – Devotion

Beach House - Devotion
Einkunn: 4
Utgafuar: 2008
Label: Bella Union

Sefandi og þægileg plata fyrir ástfangna sem og einhleypa

Í hvert skipti sem ég hlusta á Devotion líður mér eins ég sé staddur á fallegri strönd á heitu sumarkvöldi, ástfanginn. Það er góð tilfinning. Ætli það sé ekki samblanda af nafni hljómsveitarinnar Beach House og svo hljómnum á plötunni sem kallar fram þessa tilfinningu. Það þarf svo sem ekki að kryfja það, nóg er að njóta.

Devotion er önnur breiðskífa Beach House sem skipuð er þeim Victoriu Legrand og Alex Scally. Sú fyrri samnefnd sveitinni kom út fyrir um tveim árum og vakti ljúf tónlistin verðskuldaða athygli músíknörda á bandinu. Um leið og Devotion lak svo út um leiðslur internetsins varð athyglin þó mun meiri og í upphafi árs mátti vart gjóa augum á tónlistartengdar vefsíður án þess að einhver lofaði og mærði sveitina.

You Came To Me:

 

Devotion á lofið skilið og er ein þeirra platna sem standa upp úr það sem af er liðið ári. Líkt og á frumburðinum einkennist hljómurinn af allrahanda orgel um, fornum trommuheilum og sparlega nýttum gítarslætti. Saman ásamt söngrödd Victoriu myndar þetta einstaklega þægilegan og róandi nostalgískan hljóm. Þrátt fyrir að hafa sömu grunneinkenni og fyrsta platan er Devotion samt skref fram á við – helst eru það lagasmíðarnar sem bæði eru betri og eftirminnilegri og svo er mun fagmannlegri vinna lögð í upptökur og hljóm plötunnar.

Af lögum plötunnar standa hin frábæru „Gila“ (

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

), „Heart of Chambers“, „Astronaut“ og „D.A.R.L.I.N.G.“ upp úr en þó er hvergi snöggan blett að finna á lagasmíðunum á Devotion. Það verður óneitanlega að teljast kostur hve jöfn og þægilega góð lögin eru og ef eitthvað er þá verður þau betri eftir því sem á plötuna líður.

Tímalaus hljómurinn á Devotion gerir það að verkum að hún mun að öllum líkindum eldast afskaplega vel og get ég vel ímyndað mér að hér sé plata sem eigi eftir að spilast reglulega næstu árin. Sefandi og þægilegt andrúmsloft plötunnar virðist svo virka jafnvel nú þegar sólin er farin að verma upp daginn og á þeim drungalegu vetrarkvöldum sem nú hafa liðið hjá.

Heart of Chambers:

 

Cloud Cult – Feel Good Ghosts (Tea-Partying Through Tornadoes)

Cloud Cult - Feel Good Ghosts (Tea-Partying Through Tornadoes)
Einkunn: 4.5
Utgafuar: 2008
Label: Rebel Group

Sjaldan hefur eins mikil tilfinning, líf og sál, verið tjáð jafn vel á einni og sömu plötunni.

Ég er sjálfsagt farinn að hljóma eins og rispuð plata þegar ég byrja dóma á að segja að umrædd plata sé mögulega með þeim betri sem ég hef heyrt á árinu. Ég ætla bara ekkert að láta það trufla mig og halda því fram enn og aftur að platan sem hér um ræðir sé í hópi þeirra bestu sem ég hef heyrt á árinu.

"You had me at hello" sagði Dorothy eins og frægt er og hvað þessa nýjustu afurð Cloud Cult varðar hafði hún mig heltekinn strax við fyrsta lag. Það lag var reyndar ekki fyrsta lagið á plötunni heldur fjórða lag plötunnar, hið stórgóða "When Water Comes To Life", sem fangaði mig með sínum grípandi laglínum og hæga en örugga stíganda sem endar með kröftugum og tilfinningamiklum lokakafla. Án efa eitt af lögum ársins (sjá neðst á síðu).

Grípandi, stígandi, kröftug og tilfinningamikil eru reyndar allt orð sem ég myndi nota til að lýsa plötunni í heild sinni. Hún er líka fjörug, tilraunakennd, örlítið grallaraleg, ljúfsár og kannski pínulítið sorgleg. En umfram allt er hún hlaðin tilfinningu. Reyndar mætti segja að platan öll, tónlist og textar, sé ekkert nema tilfinningin ein og ástríða út í gegn.

Eitt af því sem heillar mig mest við Cloud Cult er rödd Craig Minowa söngvara sveitarinnar. Hann er ánægjulega hás og mjóradda en hefur samt nægilega breytt raddsvið og sterka söngrödd til að halda manni hugföngnum lag eftir lag. Ef eitthvað er þá má líkja honum við Conor Oberst söngvara Bright Eyes enda eiga þeir félagar ýmislegt sameiginlegt tónlistarlega séð.

Annað sem vert er að minnast á eru textasmíðar Craig Minowa sem eru á köflum hreint út sagt frábærar. Boðskapurinn er afar pólitískur og tekur aðallega á umgengni okkar mannfólksins um jarðkúluna sem við lifum á. Minowa fjallar líka á afar sérstæðan og skemmtilegan hátt um trúmál (besta texta plötunnar má finna í laginu "Story Of The Grandson Of Jesus") en einnig um lífið, dauðann og hringrás lífsins. Sumum gæti þótt sem boðskapur laganna væri stundum full beinskeyttur og að höfundur þyrfti að fá smá kennslustund í að kveða undir rós en fyrir mína parta finnst mér sem hlutunum sé oft best komið til skila á einfaldan og ákveðinn hátt.

Feel Good Ghosts (TeaPartying Through Tornadoes) er að mörgu leiti eins og tónlistarleg þeytivinda. Vissulega heldur platan ákveðnu striki en í gegnum hana alla er kastað að manni ólíkum stefnum á ólíklegustu stöðum þannig að maður veit aldrei á hverju maður á von á. Eflaust gæti sumum fundist þetta óþægilegt en mér finnst þessi tilraunakennda fjölbreytni æðisleg. Hún er líka til þess að maður finnur sig knúinn að hlusta aftur og aftur á sum lögin bara til að átta sig almennilega á hvað er að gerast.

Ég verð að játa að ég fæ hreinlega ekki nóg af þessari plötu. Hún hreyfir við mér á svo marga vegu að ég kann varla að koma orðum að því. Þetta er kannski ekki besta plata sem gerð hefur verið en hún gerir ansi góða tilraun til að ná fullkomnun. Lögin gleðja mann, hvetja mann, gera mann sárann og kannski örlítið reiðann en umfram allt halda þau manni hugföngnum og ánægðum. Ég hef verið aðdáandi Cloud Cult lengi en fyrst nú get ég sagt að sveitin sé komin til að vera. Fyrst nú hefur hún fundið sinn sanna hljóm og sína réttu stefnu.

Í stuttu máli kemst Feel Good Ghosts eins nálægt fullkomnun og hægt er og verður hún að teljast alger skyldueign!

[MP3]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

Ravens & Chimes – Reichenbach Falls

Ravens & Chimes - Reichenbach Falls
Einkunn: 3.5
Utgafuar: 2008
Label: Shellshock UK

Klassísk menntaðir krakkar með notalegt nýjabrum frá NY.

New York sveitin Ravens & Chimes gefur út plötuna Reichenbach Falls í Evrópu þann 22. apríl en platan komst fyrst í vestan hafs í fyrra. Mjög spennandi sveit og spennandi plata. 

Fyrsta lagið þarf að grípa
Miðað við ótrúlegt framboð af músik út um allt þá er alltaf gleðilegt að finna eitthvað sem manni líkar. Maður þarf að hafa sig allan við að hlusta á það sem hinir og þessir eru að benda manni á. Maður gerir það svo sjaldnast nema fyrsta lagið sem maður heyri sé algjör snilld. Fyrsta lagið sem ég heyrði með Ravens & Chimes, „This is Where We are"

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

) var nógu áhugavert, grípandi og spennandi til þess að maður lagði sig eftir því að heyra plötuna. Hreinlega lag sem ég ofspilaði og tryggði að ég hef hlustað mjög mikið á plötuna síðan. Það var góður leikur að gefa Ravens & Chimes og þessari plötu í heild séns því ólíkt mörgu öðru sem byrjaði með spennandi upphafslagi fjarar þetta ekki út (hóst hóst Plants and animals) í einhverja meðalmennsku þegar líður á plötuna.

Sveitin hefur farið þessa típisku nýju, breiðist-út-á-músikblogginu leið og fengið lof á bloggum eins og Said the Gramaphone (dæmi) sem eru orðin sérlega áhrifamikil. Þau náðu plötusamningi í fyrra og náðu góðu flugi eftir að þau vöktu athygli College Music Journal sem kallaði þau einstakt band. Ekki slæmt það.

Grípandi og gott stöff
Sveitin náði alveg að fanga mig, grípandi og gott stöff. Maður einbeitir sér að því að leggja við hlustir. Það er mikil dramatík í textunum sem þú verður að fylgjast með. Þeir skauta yfir margt sem ungt og fjörmikið fólk veltir fyrir sér. Við fáum að heyra um lostann, svekkelsið og efasemdir um lífið og tilveruna. Allt mjög þjáð og skemmtilegt og textar og lög vinna vel saman. Naívisminn nær til manns. Tónninn í textunum, það sem þú áttir að lesa á milli línanna kemst svo til skila með stemmningunni í lögunum. Stundum tekur músikin völdin með einhverju brjálæði í leikhúslegu tónaflóði eins og í upphafslaginu „This is where we are

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

)“. Álíka spennandi eru þó instrumental pælingarnar eins og lagið „Candles“.

Titillinn á plötunni er sérlega djúpur því Reichanbach Falls er tindurinn í svissneskum ölpunum þar sem Sherlock Holmes átti að hafa fallið og endað líf sitt árið 1891. Seinn endurlífgaði Conan-Doyle svo Holmes. Þetta var víst allt bara draumur þarna í fjöllunum. Það er nú önnur saga.

Eins og margar frumraunir hefur platan verið lengi í vinnslu og hófust upptökur árið 2002 í hinum og þessum íbúðum í New York og Montreal í Kanada. Þeim lauk svo ekki fyrr en árið 2006. Þau sverja því Montreal senuna ekki alveg af sér enda aðalsprautan ættuð þaðan.

„Archways“ í útvarpsgiggi hjá WOXY radio

Sveitin flytur gáskafullt melodískt rokk ættað einhvers staðar á milli Decemberists, Bright Eyes og Wolf Parade og gerir vel. Áhrifa má alveg leita lengra aftur til kappa eins og Leonard Cohen og Bob Dylan auk þess sem auðvelt er að láta sér detta í hug fleiri sveitir úr Montreal senunni en Wolf Parade. Tónlistin er þroskuð og spræk og kemur í raun á óvart eftir nokkrar hlustanir hvað uppbygging laganna er sterk.

Sveitina skipar klassískt menntaður hópur krakka úr suðupotti New York háskóla. Aðalsprautan Asher Lack syngur og spilar á gítar og ýmislegt fleira og honum til stuðnings eru fjórir til sex til viðbótar eftir því hvernig stemmningin er. Hljóðfæraskipan er fjölbreytt og leika þau meðal annars á mandólín, klukkuspil, orgel og heimasmíðað þeramín. Það er alveg ljóst að þessir krakkar vita hvað þau eru að gera. Það er mjög auðvelt að hugsa til Win Butler og Arcade Fire í þessu samhengi og það er nú bara allt í lagi. Það er ekki leiðum að líkjast.

„For M“ í útvarpsgiggi hjá WOXY radio

Endilega komið með þessa krakka á Airwaves
Um árið óskaði ég þess heitt hér á Rjómanum að Wolf Parade myndi mæta og trylla lýðinn á Iceland Airwaves. Þeir væru svoleiðis band. Þeir gerðu það svo sannarlega. Ég get því ekki annað en óskað hins sama varðandi Ravens & Chimes nú. Þeir eru svoleiðis band og myndu örugglega vera frábær þáttur í frábærri hátíð í október 2008.

Lifir þetta?
Núna finnst mér platan stórskemmtileg og lögin lifandi og eftirminnileg. Stóra spurningin er hvort að þetta lifi með manni og fari aftur í spilarann eftir ár, tvö eða tíu. Það er aldrei að vita. Tékkið alla vega á Ravens & Chimes. Gott upphaf er að næla sér í lögin fjögur sem hér eru meðfylgjandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Plants and Animals – Parc Avenue

Plants and Animals - Parc Avenue
Einkunn: 3.5
Utgafuar: 2008
Label: Secret City Records

Plants and Animals sleppa af sér beislinu og bjóða hlustendum með

Ein af uppgötvunum síðustu Airwaves hátíðar var kanadíska sveitin Plants and Animals. Undirritaður sá nú bandið bara spila örfá lög en það var nóg til að kveikja áhuga á þeim. Sveitin hefur verið starfandi nokk lengi og gaf út sína fyrstu plötu árið 2003, ósungna plötu samnefnda sveitinni sem er að þeirra eigin sögn lítil sameiginlegt með tónlist þeirra í dag. Parc Avenue telst því tæknilega vera önnur breiðskífa sveitarinnar þó svo að hér sé alveg um nýtt upphaf að ræða.

Tónlist Plants and Animals sver sig í ætt við marga samlanda sína, t.d. Patrick Watson og Arcade Fire, þó svo að sveitin hafi vissulega sinn eigin stíl og sjarma. Nett hippískt andrúmsloft umlykur einnig sveitina og virðast þeir vera óhræddir að sleppa aðeins beislinu og leyfa músíkinni að flæða óhindraða. Sem sagt allt voða skemmtilegt.

„Good Friend“:

Á Parc Avenue fer sveitin um víðan völl og tekst nokkuð vel upp. Platan byrjar frábærlega og býður hlustendum upp á hvern konfektmolann á fætur öðrum. „Bye Bye Bye“ nær að krækja í eyru áheyrenda og ekki losa „Good Friend“ eða „Feedback In The Field“ um öngulinn. Þegar líða tekur á skífuna fækkar þó þeim augnablikum sem halda athyglinni lifandi og fjarar hún aðeins út um miðbikið. Það eru alls engin slæm lög á Parc Avenue en platan byrjar svo ótrúlega sterkt að manni finnst óneytanlega nokkuð ójafnt milli plötuhelminga. Af seinni hlusta skífunnar stendur svo hið hressa „Mercy“ upp úr og rífur stemminguna nokkuð upp.

Parc Avenue er hörkuplata og með þeim betri sem komið hafa út það sem af er þessu ári þó svo hún nái kannski ekki alveg þeim hæðum sem fyrri hluti hennar gaf fyrirheit um. Þeir sem alla jafna hafa gaman af skemmtilegri og ferskri rokktónlist, þar sem klisjur og tilgerð eru látin eiga sig, munu taka Plants and Animals fegins hendi enda ekki á hverjum degi sem jafn skemmtileg sveit rekur á rokkfjörur.

Plants and Animals í stuði í stúdíóinu:

 

Venetian Snares – My Downfall (Original Soundtrack)

Venetian Snares - My Downfall (Original Soundtrack)
Einkunn: 3
Utgafuar: 2008
Label: Planet-Mu

Eðal sinfónísk breakcore orgía en þó full þung og dimm.

Raftónlist hefur ekki fengið mikla umfjöllun hér á síðum Rjómans í gegnum tíðina og þá enn síður tormeltir og strembnir afkimar hennar eins og breakcore og IDM (intelligent dance music). Kannski ekki nema von enda er tónlist sem þessi ekki fyrir hvern sem er. Af flytjendum eins og Aphex Twin og Squarepusher undanskildum er Aaron Funk, sem tekið hefur sér listamannsnafnið Venetian Snares, óumdeilanlega einn af fánaberum þeirrar tegundar raftónlistar sem hér um ræðir og er helst þekktur fyrir að vera mikið ólíkindatól og ótrúlega vinnusemi enda er útgáfugleði hans með eindæmum (lágmark þrjár plötur á ári).

My Downfall (Original Soundtrack) er framhald plötunnar Rossz Csillag Alatt Szuletet sem kom út árið 2005 en platan sú þykir almennt besta verk Venetian Snares til þessa. Maður kemst því ekki hjá því að bera þessar tvær plötur saman og verður að segjast, þrátt fyrir laglega tilburði herra Funk, að skífan sem nú sætir gagnrýni stenst ekki samanburð við forvera sinn.

En slæm er hún ekki. Alls ekki. Þegar Funk nær sér á flug með trylltum, tilviljanakenndum og tættum breakcore taktinum (sem er í grunninn hið fræga Amen bít), umlukinn drungalegum samsetningum strengja- og sinfóníusveita, er sannkölluð unun að hlusta á plötuna. Við þetta allt bætist svo kunnuglegur dub-bassinn, ýmiskonar sömpl og hljóðgervlar. Þegar platan nær sínum hæstu hæðum finnur maður sjálfan sig á kafi í sinfónískri breakcore orgíu og veltist þar um uns manni er kippt aftur niður í drungalegt svartnætti og þunglyndi.

Og þar liggur einmitt aðal galli plötunnar. Hún er allt of þunglamaleg á köflum og óþarflega dramatísk. Ég vil vera þar sem fjörið er og fjörið er brjáluðum breakcore-taktinum og ruglingslegum og tilviljanakenndum sinfóníu- og strengjabútunum. Kannski vill Aaron Funk vera álitinn meiri listamaður og er hægt og rólega að feta sig yfir klassíska nútímatónlist en ef svo er misheppnast þær tilraunir hans hér.

Ég get hinsvegar ekki neitað því að þegar ég heyri talað um nútímatónlist er Venetian Snares það fyrsta sem mér dettur í hug því Aaron Funk nær hér enn og aftur að sameina þá tvo heima (klassíska nútímatónlist og raftónlist) sem einkennandi eru fyrir þetta hugtak. Mér finnst þó að hann ætti að gera það upp við sig hvort hann vill vera álitinn raftónlistarmaður eða nútímatónskáld. Kannski nær hann að sameina þetta tvennt með fullkomnum árangri en á My Downfall nær því ekki.

Venetian Snares – Colorless 

[MP3]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


[MP3]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

Xiu Xiu – Women As Lovers

Xiu Xiu - Women As Lovers
Einkunn: 4
Utgafuar: 2008
Label: Kill Rock Stars

Aðgengilegasta og mögulega besta plata Xiu Xiu til þessa.

Ég verð að játa að ég hef ekki haft mikla þolinmæði í mér undanfarin ár til að hlusta mig í gegnum listrænar og oft afar tormeltar plötur Jamie Stewart og félaga hans í Xiu Xiu. Á nýjustu plötu þeirra, Women As Lovers, kveður hinsvegar við annan tón. Tónlisitin á henni er öll mikið aðgengilegri og auðmeltanlegri heldur en á fyrri plötum og þó tilraunastarfsemin og listrænu tilburðirnir séu enn til staðar er þeim beitt á mikið sparlegri hátt en áður. Einnig er meira samhengi og tenging milli laga sem mér hefur oft fundist vanta í tónsmíðar sveitarinnar.

Eins og svo oft áður ægir saman stefnum og stílum hjá Xiu Xiu (borið fram sjú-sjú). Pönk, noise-rokk, folk, ambient og klassísk nútímatónlist mætast hér í litríkum avant-garde hrærigraut. Allt í kring hljómar svo tryllingslegt slagverk, ærðir saxóphónar og tilviljanakennd óhljóð í bland við raddir þeirra Stewart og frænku hans Caralee McElroy.

Einn af hápunktum Women As Lovers er án efa meðferð Xiu Xiu á gamla Queen og David Bowie slagaranum "Under Pressure". Jafn tilfinningarríka og kröftuga ábreiðu af nokkru lagi hef ég ekki heyrt í lengri tíma. Önnur lög sem standa uppúr eru upphafslagið ljúfa "I Do What I Want, When I Want", hið kraftmikla "In Lust You can Hear The Axe Fall" og "No Friend Oh!" sem er bæði taktfast og grípandi. "You Are Pregnant, You Are Dead" er svo hápunkturinn, aðal lagað. Það hlykkjast áfram drifið af gruggugum, flóknum takti, einkennandi klukkuspili, banjói og tælandi samsöng þeirra Stewart og McElroy. Frábær tónsmíð það.

Yrkisefni Jamie Stewart hafa í gegnum tíðina þótt bæði myrk og þunglyndisleg og er hér engin breyting á. Sjálfsmorð, stríð, sifjaspell, sjúkdómar og plágur eru ekki beint heillandi viðfangsefni en þau hæfa þó tónlistinni fullkomlega og magna upp heildar upplifunina. Manni þætti þó vænt um að heyra, þó ekki væri nema örlítið brot, ort um gleði, birtu og von svona til að forða plötunni frá að því sökkva manni algerlega í sortann.

Þó þessi sjötta plata Xiu Xiu sé, eins og áður sagði, mun aðgengilegri en fyrri verk sveitarinnar markar hún engu að síður sérstöðu sveitarinnar enn frekar og styrkir. Þeir eru fáir ef einhverjir sem hljóma eins og Xiu Xiu og enn færri sem ná að fylgja þeim eftir án þess að falla í gryfju tilgerðar og falskheita. Jamie Stewart er samkvæmur sjálfum sér. Hann er ekki listrænn listarinnar vegna heldur heldur hann tryggð við sérstæðan tón- og hugarheim þann sem hann hefur skapað, hugarheim sem nú virðist fullkomnaður með tilkomu þessarar plötu.

[MP3]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

[MP3]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

The Grand Archives – The Grand Archives

The Grand Archives - The Grand Archives
Einkunn: 3.5
Utgafuar: 2008
Label: Sub Pop

Stefnu- og samhengislaus snilld?

Seattle-sveitin The Grand Archives, sem skartar Mat Brooke fyrrverandi gítarleikara Band Of Horses, hefur gefið út sína fyrstu stóru plötu.

Ég verð að játa að ég er hálf ráðalaus þegar kemur að því að kveða upp dóm um þessa annars ágætu plötu. Annað hvort er platan plöguð af stefnuleysi eða þá að mér hefur mistekist að meðtaka snilldina sem liggur í ólíkum og fjölbreyttum lögum hennar. Þegar ég tala um stefnuleysi (eða samhengisleysi öllu heldur) þá meina ég að svo virðist sem meðlimir The Grand Archives eigi erfitt með að ákveða hvaða tónlistarstefnu þeir eiga að halda sig við sem og að sameinast um einn afgerandi hljóm sem einkenna á sveitina. Eftir að hafa hlustað á plötuna þó nokkrum sinnum hef ég enn ekki áttað mig á því hvort ég er að hlusta á poppplötu, jaðarpopp-, kantrí- eða rokkplötu. Einnig eru sum laganna það ólík að við fyrstu hlustun trúir maður því varla að þau eigi heima á sömu plötu hvað þá að þau séu flutt af sömu hljómsveitinni.

Kannski skiptir það svo bara engu andskotans máli þó samhengi eða skýra tónlistarsetnu vanti? Kannski er platan bara betri fyrir vikið? Hún er jú nokkuð góð og vex með hverri hlustun, því verður ekki neitað. Flutningurinn er góður og söngurinn hreint afbragð. Ljúfar raddir söngvaranna minna einna helst á þá Crosby, Stills og Nash þegar þeir voru upp á sitt besta og á stöku stað má greina arfleið The Beach Boys í grípandi samsöngnum.

Að mínu viti bera tvö lög af á plötunni og skyggja eiginlega á öll hin. Annað þeirra er upphafslagið, Torn Blue Foam Couch, en það er eitt það besta sem ég hef heyrt lengi og hef ég hlustað á það allt upp í fimm eða sex sinnum á dag síðustu misserin. Segja má að maður upplifi hálfgert spennufall að því loknu og eiga næstu lög á erfitt með að fylgja því eftir, svo gott er það. Hitt lagið, Sleepdriving, skilur álíka mikið eftir með sínum hæga stíganda og mikilfenglegum lokakafla sem Coldplay hefðu verið vel sæmdir af. Mér finnst að platan hefði átt að enda á þessu lagi því það hefði svo sannarlega verið punkturinn yfir i-ið.

Þessi fyrsta og samnefnda plata The Grand Archives er góð plata þó þessi dómur gefi ef til vill vísbendingar um annað. Hún skilur mikið eftir og kallar á ítrekaða spilun. Hún þjáist engu að síður, eins og ég minntist á hér í upphafi, af einhverskonar tilvistarkreppu og veit ekki alveg hvað hún á að vera eða fyrir hvað hún á að standa. Það má vel vera að ég sé einn um þessa skoðun eða það sé meðvitað gert hjá sveitinni að hafa lögin á plötunni eins ólík og fjölbreytt og hægt er. Hvað sem því líður þá mæli ég eindregið með þessari plötu og tel hana eigulegan grip. 

Að lokum vil ég taka það fram að eitt er víst, og þetta hef ég sannreynt, að platan er tilvalin til að róa og svæfa ungabörn. Ef eitthvað er þá eru það bestu meðmæli sem ég get gefið The Grand Archives. 

[MP3]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

Nick Cave & The Bad Seeds – Dig, Lazarus, Dig!!!

Nick Cave & The Bad Seeds - Dig, Lazarus, Dig!!!
Einkunn: 4
Utgafuar: 2008
Label: Mute

Endurrokkaður Cave rís úr grafhvelfingu ballaðana

Nick Cave byrjar nýjustu afurð sína á söngi um hann Lazarus sem rís upp frá dauðum. Það er kannski ofsögum sagt að Cave sé sjálfur að rísa upp á plötunni, hann hefur jú verið iðinn við kolann undanfarin ár. Hins vegar hefur verið deilt um gæðin á því efni sem hann hefur sent frá sér og skiptast menn þar í nokkrar fylkingar. Hins vegar verður varla deilt um að Dig, Lazarus, Dig!!! rís höfðinu hærra en aðrar plötur sem Cave hefur komið nálægt undanfarin ár.

Sá sem hér ritar hefur ekki verið neitt sérstaklega hrifinn af afurðum síðustu ára eða allt frá því hann sendi frá sér Nocturama (2003), slökustu plötuna á annars nokkuð mögnuðum ferli. Síðan þá hefur bara ein Bad Seeds plata komið út (reyndar tvöföld) sem var jú svo sem ágæt, en annars virðist hann helst hafa eytt tíma sínum í lítt spennandi kvikmyndamúsík auk þess sem að hljóðskreyta nokkur Vesturportsleikrit. Grinderman verkefnið var svo virðingarverð tilraun til þess að rokka af sér slenið – og af Dig, Lazarus, Dig!!! að dæma virðist það loksins hafa heppnast.

Það sem er einmitt svo gott við endurnærðan Nick Cave að hann hefur fengið almennilegt rokk aftur í æðarnar. Undanfarinn áratug hafa ballöðurnar verið í aðalhlutverki hjá honum og þó að einstaka rokklög hafi fylgt með hafa þau ætíð verið í slappari kantinum. Á Dig, Lazarus, Dig!!! liggur einbeitingin á rokkinu og hefur kallinum ekki tekist jafn vel upp í þeim geira síðan Let Love In (1994) kom út. Hér er þó engin endurtekning í gangi heldur ferskur Cave með myrkrið og drungann að leiðarljósi.

Nick Cave er hér í essinu sínu og sýnir að nóg rokk sé eftir í skrokknum þó hann sé nýskriðinn á sextugsaldurinn. Það má þó ekki skiljast þannig að hér sé þrumandi keyrsla út í gegn. Rólegi Cave er ekkert langt undan þótt hann sé sjaldséðari en venjulega. Þó einkennast rólegri lögin „Jesus Of The Moon“ og „Night Of The Lotus Eaters“ af drungalegri stemningu sem gera þau mun áhugaverðari en ballöður undanfarins áratugar.

Kannski skyggir það dómgreind undirritaðs að hafa um árabil á unglingsaldri vart hlustað á annað en drungalegustu söngvana úr sarpi Nick Cave. Það fer þó vart framhjá nokkrum sem á  Dig, Lazarus, Dig!!! hlýðir að hér er besta plata kappans í nokkurn tíma og gleður það ugglaust mörg gömul aðdáendahjörtun að heyra gamla goðið komið aftur á flug.

 

„Dig, Lazarus, Dig!!!“

Stephen Malkmus & the Jicks – Real Emotional Trash

Stephen Malkmus & the Jicks - Real Emotional Trash
Einkunn: 3
Utgafuar: 2008
Label: Matador / Domino

Gamlir vinir eru alltaf velkomnir

Það er alltaf gaman að fá gamla vini í heimsókn. Að hlusta á nýja plötu frá Stephen Malkmus er yfirleitt eins og að fá gamlan vin í heimsókn sem hefur lítið nýtt að segja en rifjar upp fyrir manni þá gömlu tíma þegar Pavement sendi frá sér hverja snilldarplötuna eftir annarri. Á þeim fjórum sólóplötum sem Malkmus hefur sent frá sér hefur hann að mestu leyti haldið sig í sömu sporum og sjaldan komið manni á óvart. Samt er alltaf gaman að hlusta á nýja plötu frá kallinum enda eiga fáir jafn auðvelt að hrista frábær og áreynslulaus lög úr flauelsskyrtuerminni.

Nýja Malkmus platan, Real Emotional Trash, kom út á dögunum og þar fylgir hljómsveitin The Jicks honum líkt og yfirleitt. Nú hefur trommarinn Janet Weiss úr Sleater-Kinney og Quasi bæst við sveitina sem er vissulega gleðiefni, en það hefur nú ekki mikil áhrif á tónlistina. Malkmus er jú enn við sama heygarðshornið og virðist lítið ætla að færa sig úr stað.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

    

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Best tekst Malkmus upp á plötunni í nokkrum stuttum, hnitmiðuðum og grípandi popplögum, „Cold Son“, „Gardenia“ og „We Can‘t Help You“, og eru þau eftirminnilegust. Sérstaklega hjálpar kvenkyns bakrödd í þeim tveim síðasttöldu sem trallar heilalímandi laglínur. Lengri lögin krefjast aðeins meiri athygli og verðlauna hana yfirleitt á skemmtilegan hátt, t.d. með óvæntum lagakrókum og rokkköflum.

Helsti gallinn við plötuna felst eiginlega í hinum einkennandi stíl lagasmíðanna því sum laganna hljóma óþægilega kunnuglega. „Out of Reaches“ er t.d. lag sem manni finnst maður hafa heyrt á hverri einustu Malkmus plötu. Jafnvel þótt lögin kunna að vera góð þá veldur þessi kunnugleiki manni nokkrum vonbrigðum, enda fylgir fjárfesting í nýrri plötu sú krafa að heyra eitthvað nýtt.

Það er eiginlega erfitt að bera sólóplöturnar hans Stephen Malkmus saman, þær virðast allar liggja á svipuðu róli – nokkurn veginn eins. Samt er alltaf þess virði að tékka á þeim ef maður á annað borð kann að meta kappann, því  ómótstæðilegar laglínurnar og skemmtilega fáranleg textabrotin gleðja jú ætíð.

 

„Jo Jo's Jacket“ af Stephen Malkmus (2001)

 

 

Pavement – „Cut Your Hair“ af Crooked Rain, Crooked Rain (1994)

 

Bella – No One Will Know

Bella - No One Will Know
Einkunn: 3
Utgafuar: 2008
Label: Mint

…fínasta hlustun þó hún hreyfi lítið við manni.

Ég hef alltaf og mun sjálfsagt alltaf vera ginkeyptur fyrir hressilegum og grípandi laglínum í hvaða mynd sem þær kunna að birtast mér. Það er eitthvað svo sjálfsagt og unaðslegt við að vera hrifinn með og geta gleymt sér, þó ekki sé nema í stutta stund, í grípandi laglínu eða viðkunnanlegum hljómagang. Og það að nokkurt lag geti haft þau áhrif á mann, valdið slíku tilfinningaróti, að geð manns og lund léttist svo að maður gangi glaðbrosandi og ánægður til móts við hversdagsleikann, hlýtur að vera eitt að æðstu sköpunarverkunum. Hljómsveitir og tónlistarmenn sem reyna, meðvitað og ómeðvitað, að notfæra sér  þennan kraft eiga því allt mitt lof skilið og þá nánast óháð því hvernig þeim gengur upp.

Meðlimir Vancouver-sveitarinnar Bella kunna svo sannarlega að beisla þann kraft sem þarf til að búa til grípandi laglínu en beita honum kannski full sparlega. Þrátt fyrir að öll tólf lög plötunnar séu afar viðkunnanleg og í meira lagi áheyrilega kemst maður ekki hjá því að finnast þau oft ansi keimlík eða að ekki hafi verið lagt í lagasmíðarnar af fullum krafti og/eða heilum hug. Líklegast gæti þó verið að eitthvað sé minni innri væntingastjórn ábótavant og ég geri hreinlega of miklar kröfur. En ég spyr, er það til of mikils ætlast, á þessu herrans ári 2008, að plöturnar sem maður hlustar á haldi athygli manns út í gegn?

No one will know hefst á einu besta lagi hennar "Give it a night" og hefðu næstu lög haldið sama flugi er víst að þessi dómur og einkunnargjöfin væru talsvert jákvæðari. Reyndar nær næsta lag "Stay here" að halda í við opnunarlagið en með herkjum þó. Eftir þetta er sem stemmingin á plötunni falli í gryfju meðalmennsku og málamiðlanna þar sem lögin skilja lítið eftir þrátt fyrir að renna nokkuð ljúflega í gegn. Það er fjærri lagi að lagasmíðarnar séu vondar því þær eru þvert á móti hreint ágætar en maður fær það einhvernvegin á tilfinninguna að maður hafi heyrt þetta allt saman áður. Reyndar hef ég, þegar ég hugsa út í það, heyrt þetta áður og þá betur gert í flutningi sveita eins The Rentals (blessuð sé minning þeirra).

Á heildina litið er þessi fyrsta plata Bella fínasta hlustun þó hún hreyfi lítið við manni. Ég get ímyndað mér að hún henti vel til undirleiks þar sem góður hópur fólks kemur saman til að gera sér glaðan dag og jafnvel betur á ísrúntinum um sumarkvöld. Annað hvort það eða þá að maður gleymir algerlega að setja plötuna á fóninn. Sem mér finnst því miður líklegra.

[MP3]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rivers Cuomo – Alone: The Home Recordings of Rivers Cuomo

Rivers Cuomo - Alone: The Home Recordings of Rivers Cuomo
Einkunn: 0.5
Utgafuar: 2008
Label: Geffen

Síðasti naglinn við líkkistuna!

Þegar ég heyrði fyrst í Weezer fyrir einum fjórtán árum eða svo fannst mér sem ég hefði himinn höndum tekið. Jafn grípandi og heillandi rokk hafði ég aldrei heyrt og gerðist ég að sjálfsögðu sannur og tryggur aðdáandi þegar í stað. Eftir útgáfu annarar plötu Weezer, Pinkerton, og brotthvarf Matt Sharp bassaleikara fór að halla undan fæti og hægt og rólega var sem bandið sykki dýpra og dýpra í heim útvarpsvænnar sölumennsku með hverri plötunni. Áfram hélt ég þó tryggð við hetjurnar mínar og trúði því statt og stöðugt þeir væri bara að fara í gegnum eitthvað tímabil og að brátt myndu þér finna aftur þá gömlu takta sem heilluðu mig í upphafi. Það gerðist þó ekki og áfram hélt sveitin að hjakka í sama gamla farinu, kreistandi síðasta lífsþróttinn úr því sem nú má líkja við liðið lík.

Á plötunni er að finna upptökur sem eru svo slæmar bæði í flutningi og gæðum að það er hreint óskiljanlegt, nema auðvitað að tilgangurinn hafi verið að græða aðeins meiri pening á aumingja aðdáendunum, hversvegna nokkrum manni datt í hug að gefa hana út. Einhversstaðar las ég að haft hefði verið eftir Cuomo sjálfum að tilgangur útgáfunnar hefði verið að veita fólki innsýn í hugarheim sinn og ef það reynist satt er ljóst að sá heimur er orðinn bæði myrkur og líflaus.

Ég hef nákvæmlega ekkert gott að segja um þessa plötu og ef ekki væri fyrir þörf mína að líta á það sem samfélagslega skyldu mína, að forða fólki frá því að eyða tíma og fjármunum í að verða sér úti um og hlusta á þessa plötu, hefði ég líklegast alveg geta sleppt því. Platan gerir ekkert til að auka hróður Weezer né bjarga ferli Rivers Cuomo sem tónlistarmanns. Þvert á móti á líkja henni við síðasta naglann líkkistuna.

Og ef líkja má ferli Rivers Cuomo og Weezer við liðið lík þá má halda myndlíkunni áfram og líkja útgáfu þessarar plötu við það að Cuomo standi yfir eigin gröf og mígi á hana. 

Vampire Weekend – Vampire Weekend

Vampire Weekend - Vampire Weekend
Einkunn: 4.5
Utgafuar: 2008
Label: XL Recordings

Hér ríkir gleði, sköpunarkraftur og smitandi ungæðingsháttur sem hrífur mann auðveldlega með.

Þó árið sé rétt byrjað þykist ég nokkuð viss um að hér sé ein af plötum ársins á ferð. Jafn ferska og upplífgandi tóna hef ég ekki heyrt lengi og verður að segjast að enn lengra er síðan nokkur plata hefur fallið mér jafn auðveldlega í geð.

Þessi samnefnda plata Brooklyn-sveitarinnar Vampire Weekend er jafnframt hennar fyrsta og glæsilegur frumburður í alla staði. Á henni ægir saman stefnum og tónlistarlegum tilvitnunum úr ólíkustu áttum og er það fyrst og fremst hversu vel tekst til með þennan bræðing sem gerir plötuna að því snilldarverki sem hún er.

Tónlist Vampire Weekend byggir á ólíklegri en þó afar vel heppnaðri blöndu af afrískri popptónlist, 60's pönki og amerísku háskólarokki sem búið er að krydda með tilvísunum í listamenn eins og Paul Simon og Peter Gabriel. Í raun mætti segja að Vampire Weekend sé nokkurskonar nútímaútgáfa af Graceland plötu Paul Simon.

Af grípandi og smitandi lögunum undanskyldum eru það útsetningarnar á plötunni sem heilla hvað mest. Þrátt fyrir hefðbundna hljóðfæraskipan (trommur, gítar, hljómborð og bassi) eru kynnt til sögunnar aragrúi af hljóðfærum á einstaklega hugvitsamlegan og frumlegan hátt og gefur það lögunum allt í senn ævintýralegan, tignarlegan og afar dramatískan blæ. Hefur þetta þau áhrif að við endurtekna hlustun bíður maður oft spenntur eftir því að ýmist strengirnir, mellótrónið (eins og heyra má í viðlaginu í A Punk), harpsíkordið eða afró stemmingin í bongótrommunum í Cape Cod Kwassa Kwassa taki að hljóma.

Hljómurinn á plötunni er skemmtilega hrár og blessunarlega laus við hinn gervilega og ofnhljóðblandaða hljóm sem einkennir svo margar plötur um þessar mundir. Hér fær tónlistin að njóta sín og virðist nánast ómenguð af öllu því sem nútíma tölvutækni, þrátt fyrir alla sína kosti, er svo oft fær um að skemma. Maður fær það stundum á tilfinninguna, þegar maður rennir plötunni í gegn, að maður sé að hlusta á gamla vínyl plötu sem tekin var upp í átta rása steríó. Nú veit ég ekki hvort það hafi verið meðvituð ákvörðun eða ekki hjá hljómsveitinni og upptökustjóranum (Rostam Batmanglij hljómborðsleikari sveitarinnar sá um upptökustjórn) að láta plötuna hljóma svona en mikið er ég samt glaður að svo sé.

Það sem mér finnst umfram allt einkenna góðar hljómplötur eru hversu helsteyptar þær eru og hversu miklar og ríkar tilfinningar sú heild nær að vekja upp hjá manni. Hjá Vampire Weekend ríkir mikil gleði, sköpunarkraftur og smitandi ungnæðingsháttur sem hrífur mann auðveldlega, fær mann til að syngja með og gleyma stað og stund. Meira getur maður ekki beðið um.

Rjómadómur: The Mars Volta – The Bedlam In Goliath

Rjómadómur: The Mars Volta - The Bedlam In Goliath
Einkunn: 4
Utgafuar: 2008
Label: Universal Motown Records

Tónlistarveislan er bara einum of góð til að hreyfa sig eða þjóna öðrum þörfum líkamans. Þær geta beðið.

Stundum hafa plötur skapað það mikið umtal fyrir útgáfu að Rjómanum finnst við hæfi að fleiri en einn gefi álit sitt á henni. Slíkar plötur eru svokallaðar Rjómaplötur. Eftir sem áður er einn sem skrifar hefðbundinn dóm en að neðanverðu eru svo birtar örstuttar umsagnir annarra. Meðaltal einkunna er reiknað og aðaleinkunn ákveðin með námundun að næstu heilu eða hálfu tölu.

Það var mikill sorgardagur þegar andlát At the drive-in var tilkynnt . Relationship of Command var frábær plata þessarar kröftugu rokksveitar. Gleðin var þó á sama kalíberi þegar ég heyrði fyrst Tremulant EP, enda greinilegt að Mars Volta ætlaði sér stóra hluti. Greinilega betri helmingurinn og engan vegin á sama stað og hin drepleiðinlega Sparta sem hafði þá gefið út sýna frumraun tæpu ári áður. 23. Júni 2003 var svo rokið niður í Skífu með tvöþúsundkarl í vasanum og De-loused in the Comatourium var keypt – dýrðleg plata sem enn í dag er í hópi minna uppáhalds. Frances the Mute vakti svo upp enn frekari von um að þessi sveit myndi gera stórkostlega hluti um ókomin ár með sínu sérstæða latino progg-rokki. Árið 2006 kom svo út þriðja breiðskífa The Mars Volta, Amputechture, sem gerði nákvæmlega ekkert fyrir mig – sama kvæðið kveðið aftur, bara af minni innlifun, með þurri tungu og litlum leiktilburðum.

The Bedlam in Goliath er fimmta stúdíóplata og fjórða breiðskífa The Mars Volta. Enn og aftur þema-plata, sem í þetta skiptið snýst í kringum Ouija-spil (eða einskonar andaglas) sem þeir félagarnir höfðu keypt þegar þeir voru staddir í Ísrael. Með fjárfestingunni í þessu andaglasi upphófst röð undarlegra atburða. Auðvitað er þó ómögulegt að skilja neitt í neinu af þessu, sökum illskiljanlegrar og tilgerðalegrar textagerð Cedrics.

Opnunarlaginu, „Aberinkula“, er varpað yfir mann eins og napalm-sprengju á rólegum morgni í Víetnam. Kröfugt hávaðarokk sem gefur vissulega tóninn fyrir það sem koma skal – flott lagasmíði sem sómir sér vel á sínum stað. Á fyrri plötum Mars Volta duttu lögin gjarnan niður í rafrænan hljóðheim, djassbræðinga, effektasúpur og jafnvel létta latino sveiflu. En á Bedlam er hundrað prósent keyrsla nærri alla plötuna: þétt, kaótískt sýrurokk, fönkað á köflum og í raun enn meira afturhvarf til rokks áttunda áratugarins. Og svona rúllar þetta áfram með misgóðum útsetningum og rennur einhvern veginn saman í eina súpu með tilheyrandi gítarrúnki og bassastrengja „slappi“, effektadrekktum söng Cedrics og hörkurokkuðum trommuleik undir suður-amerískum áhrifum. Ekki bara einsleitt heldur ómögulegt að hlusta á samfellt til lengdar – í mesta lagi þrjú-fjögur lög (sem eru þó reyndar flest á bilinu 6 til 9 mínútur).

Stundum fékk ég það á tilfinninguna að platan hefði verið gerð í of mikilli fljótfærni. Í stað þess að leyfa lögunum að sjatna aðeins í maganum, dúlla við þau, klippa burt það sem ónauðsynlegt er/var, setja nýja litríka kubba saman við hina og byggja upp á nýtt, þá hafi lögin farið beint af blaði á band og síðan bara hent niður úr trénu án þess að kenna þeim að fljúga. Dæmi um þetta er lagið „Cavalettes“ sem er að mörgu leiti sterkt og flott lag með miklum og tíðum kaflaskiptum. Afróhausarnir ná þó einhvernvegin að klúðra laginu með hræðilegum pródúseringa-mistökum og blásturhljóðfærum sem engan veginn falla að laginu – algjör kjánahrollur. Sama má segja um „Soothsayer“, sem á sér yndislegt upphaf sem grípur Mið-Austurlensku stemninguna með bænaköllum og strengjum sem dregur mann svo inn í fönkað og pínu móðukennt progg-rokkið, stemning sem ég hélt nú að ætti kannski að ríkja á plötunni. Og svo rennur þetta bara í sama farveg og restin af plötunni.

Fyrsta smáskífan og fjórða lag plötunnar, „Wax Simulacra“, er í raun undarlegt val á singúl sökum þess að það er annað af óáhugaverðustu lögunum (hitt er „Tourniquet Man“). Auk þess er því smellt á milli , „Ilyena“ og „Goliath“, sem eru þau sterkustu. „Goliath“ hefði í raun skipað sér best sem fyrsti singúll plötunnar, og þar af leiðandi kynning hennar, einfaldlega vegna þess að viðlagið er grípandi og brúin í miðju laginu er virkilega flott – rythmísk, þétt en minnir þó einhvernvegin á óreiðukennt flogakast. Lagið hefði meira að segja sómað sér vel í útvarpsútgáfu (radio-edit). „Ouroboros“ ber einnig að nefna, hálfgerður glam-metall fullur af flottum gítarmelódíum og -riffum og auk þess er viðlagið óborganlegt þar sem melódískur og ljúfur söngur Cedrics rennur saman við 80's-legan hljóðgervil, frábært lag!

Platan á vissulega sína spretti og einstaklega færir hljóðfæraleikararnir vita upp á hár hvað þeir eru að gera. Og sköpunargleðina vantar ekki (tja, eða eiturlyfjaneysluna). En það er bara ekki nóg því að platan minnir á drukkið kynlíf; hálf stefnulaust, of ákaft og jafnvel ofsafengið, kemur manni sjaldnast á óvart og fullt af vandræðalegum augnablikum, laust við tilfinningar, innlifun og ástríðu – í raun bara tóm gredda. Og enginn nær svo að ljúka sér af þrátt fyrir að þetta hafi verið langdregið og leiðinlegt – og daginn eftir er þetta bara ekkert eftirminnilegt!

Félagarnir í The Mars Volta ættu aðeins að slaka á yfirvinnunni og framkvæmdagleðinni og gefa sér meiri tíma í að melta hlutina. Þetta mætti í raun kalla Smiths-syndrome, að geta ekki tekið því rólega um helgar sökum þess að 'vinnan bíður' og framleiðslan verður að vera áþreifanleg. Persóna Jack Nicholson í The Shining hafði rétt fyrir sér: All work and no play makes Jack a dull boy. 

-Guðmundur Vestmann  Einkunn: 2,5

 

 „I realize that if I wait until I am no longer afraid to act, write, speak, be, I'll be sending messages on an Ouija board, cryptic complaints from the other side" – Audre Lorde

Andaglas („Ouija", wee-gee boards) er oft á tíðum ekki sniðugt leikfang. Reynsla meðlima hljómsveitarinnar The Mars Volta af þeim leik varð, að þeirra sögn, háskaleg. Meðlimir sögðust hafa komist í samband við anda sem kallaði sig Goliath. Eftir kynni þeirra af andanum fór allt að fara um þúfur. Lagaupptökur hurfu af tölvuskjám, meðlimur slasaðist á furðulegan hátt, upptökustjórar fengu taugaáfall og trymbill sveitarinnar sagði skilið við félaga sína. Fjórða breiðskífa þessarar mögnuðu sveitar hafði afar dularfullan og óhuggulegan aðdraganda. Afurðin skilar sér þó í einni skemmtilegustu, dularfyllstu og áhugaverðustu plötu síðari ára.

The Bedlam In Goliath hristir upp í hlustanda strax og sleppir ekki af honum takinu út í gegn. The Mars Volta hafa þetta einstaka aðdráttarafl sem einkennir frábæra hljómsveit. Aðdráttarafl svo öflugt að erfitt er að standa upp úr sófanum þegar platan er komin af stað og klósettpásur eru vart hugsandi því hlustandi skemmir upplifunina algjörlega með því að smella á pásu í augnablik. Tónlistarveislan er bara einum of góð til að hreyfa sig eða þjóna öðrum þörfum líkamans. Þær geta beðið.

Á fyrri plötum The Mars Volta hefur krafturinn og skær og há rödd Cedric Bixler-Zavala einkennt hljóm sveitarinnar. Hér hefur ekkert verið dregið úr þessum dáleiðandi krafti og frekar hefur verið bætt í. Hljómsveitin kynnir hér hinn 24 ára gamla Thomas Armon Pridgen. Undrabarn frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Trommuleik plötunnar er vart hægt að lýsa í skrifum og verða tónlistarunnendur að fá þá upplifun sjálfir beint í æð.

Lög plötunnar eru alls 12 talsins og fjalla um reynslu þeirra félaga af andanum Goliath og þeirra ógnvænlegu og skelfingarþrungnu eftirleikja af sambandi þeirra við andann. Fáum við að skyggnast inn í þá drungalegu reynslu meðlima sveitarinnar og vægast sagt finnur hlustandi fyrir skelfingu, ótta og spennu. Sem og gæsahúðin er aldrei langt undan. Lög eins og fyrsta smáskífan „Wax Simulacra“, „Ouroboros“ og „Goliath“ bjóða upp á taugatrekking, spennu, fegurð og leyfa þér að loka augunum og mála þér mynd í kringum frásögn Cedric Bixlar-Zavala og ótrúlegan tónlistarheim sem er The Mars Volta. Sömuleiðis sem næstseinasta lag plötunnar, „Soothsayer“, veitir hlustanda innsýn í persónulega reynslu þeirra af orðum og gjörðum andans Goliath.

Leiðtogi sveitarinnar, Omar Rodriguez-Lopez, skýrði frá því að hann hefði grafið spjaldið sem hann hafði gefið söngvara sveitarinnar að gjöf og með því reynt að aflétta þeirri bölvun sem hann taldi sveitina vera undir. Hvort sem um bölvun á sveitina var að ræða eða ekki er annað mál. Hér er einfaldlega snilldarplata á ferð sem enginn áhugamaður um tónlist má láta framhjá sér fara. Enginn!

 

Mars Volta stíga enn einu sinni fram á sjónarsviðið með plötu sem toppar léttilega forvera sinn frá 2006 og afsannar rækilega kenningu margra um að hljómsveitin sé búin að syngja sitt síðasta. The Bedlam in Goliath er kraftur út í gegn og inniheldur á margan hátt flóknari tónsmíðar en fyrri verk sveitarinnar. Eðal gripur sem allir ættu að gefa séns – hugsanlega besta plata sveitarinnar síðan De-Loused.

 – Hildur Maral Hamíðsdóttir Einkunn: 4,5

 

 

WAX SIMULACRA LIVE HJÁ LETTERMAN 

 

GOLIATH – VEFMYNDBAND

Avenged Sevenfold – Avenged Sevenfold

Avenged Sevenfold - Avenged Sevenfold
Einkunn: 4
Utgafuar: 2008
Label: Warner Bros

Hér er sveitin mætt með sína fjórðu breiðskífu og er vel hægt að segja að hún sé tákn um gæði. Eðalgæði.

Hljómsveitin Avenged Sevenfold hefur verið starfrækt allt frá árinu 1998 en spruttu ekki fram á sjónarsviðið almennilega fyrr eftir útgáfu þriðju breiðskífu sinnar, „City Of Evil” frá árinu 2005. Fékk platan talsverða athygli vestanhafs og sveitin hreppti meðal annars nýliðaverðlaun MTV í kjölfarið. Hér er sveitin mætt með sína fjórðu breiðskífu og er vel hægt að segja að hún sé tákn um gæði. Eðalgæði.
Sáu hljómsveitarmeðlimir um upptökur sjálfir og eru þeir skráðir sem pródúsentar plötunnar.

Platan hefst á sannkallaðri rokkmessu í laginu „Critical Acclaim” og keyrir upp í vel þungan og melódískan metal á hæsta klassa. Söngvari sveitarinnar, Matt Shadows, gerir vel grein fyrir sér sem einum besta rokksöngvara dagsins í dag og blandar saman áhrifum frá söngvurum á borð við Mike Patton og Phil Anselmo.
Platan rennur ljúft í gegnum fyrstu smáskífuna „Almost Easy” og ruddinn sem einkennir sveitina lifir vel í næstu lögum. Ekki er hægt að leyna brosi og ánægju með að hér sé mætt alvöru klassarokksveit með látum.
Hljómsveitarmeðlimir höfðu greint frá því fyrir útgáfu plötunnar að hér væri um hreint og beint Avenged Sevenfold að ræða og ekkert annað. Sveitin hafði á sínum fyrri plötum (fyrir City Of Evil) verið tengd við metalcore-stefnuna á borð við sveitir eins og Bullet for My Valentine og fleiri en hefur hér í raun borið fram eitthvað frábært, ferskt og flott.
Einnig sýnir sveitin að ekki er hún við einn garðinn föst. Kántrý og blúsandi áhrif einkenna lagið „Gunslinger” og mikið er lagt í raddútsetningar í flestöllum lögum plötunnar.

Fjölbreytni einkennir plötuna að mínu mati og sveitin kemst vel frá því að hlustendur rugli lögum saman eða gleymi þeim strax. Viðlög eru það vel útsett að engin hætta er á að eitt lag blandist öðru og þar afleiðandi gleymist.
Melódíur eru aðdáunarverðar, gítareinleikir Synester Gates æstir og frábærir, trommuleikur flókinn og töff og söngur á hæsta klassa.
Hér er komin ný sveit á kreik sem rekur puttann upp í loftið og hvetur, á óbeina hátt, til notkunar eyrnatappa. Hvet ég alla þá sem viðurkenna sig sem rokktónlistaraðdáendur um að kynna sér þessa plötu. Metalrokkplata á hæsta klassa!

ALMOST EASY – MYNDBAND

CRITICAL ACCLAIM – LIVE

 

Yndi Halda – Enjoy Eternal Bliss

Yndi Halda - Enjoy Eternal Bliss
Einkunn: 4.5
Utgafuar: 2008
Label: Big Scary Monsters

Adrenalínsprauta beint í hjarta Post-Rock stefnunnar

Þeir eru margir sem hafa sagt að post-rock stefnan sé dauð og að nú sé ekkert eftir nema dauðakippir hjá hinum og þessum þrjóskum hljómsveitum sem sífellt reyna að endurvekja stefnuna. Þessar kenningar voru þó afsannaðar þann 13. nóvember 2006 þegar fyrsta plata bresku post-rock sveitarinnar Yndi Halda kom út, en platan er hávær rödd í hóp þeirra mótmælenda sem lýsa stefnuna á lífi.

Yndi Halda samanstendur af fimm ungum mönnum og rekur hljómsveitin ættir sínar til Canterbury á Englandi þar sem hún var stofnuð árið 2001. Platan, Enjoy Eternal Bliss, ber „sama“ nafn og hljómsveitin nema á fornnorrænni tungu og var gefin út, eins og áður var sagt, árið 2006 en þó aðeins á stafrænu formi í gegnum vefsíðu hljómsveitarinnar. Það var ekki fyrr en ári seinna sem platan kom í búðir, merkt sem LP plata þó svo að hún beri aðeins fjögur lög. Þó ber þess að geta að lögin eru á skalanum 11 – 22 mínútur svo hér er ekki stutt plata á ferð, en í heild er platan 65 mínútur að lengd.

Enjoy Eternal Bliss er að mati undirritaðs ekki einungis ein af betri erlendu plötum ársins 2007 heldur hefur hún sett fordæmi í heimi post-rocks um að sá skortur á frumleika sem sagður er hafa átt sér stað er ekki að öllu leyti réttur. Platan inniheldur öll venjulegu einkenni Post-Rocksplötu; hún er mestmegnis instrumental með hæga uppbyggingu að power-köflum og sveifla lögin hlustandanum upp og niður tilfinningaskalann eins og laufblaði í vindi. Það sem Yndi Halda hins vegar koma með inn í sína tónlist er fiðluleikur og þar með nokkurskonar folk bragur á plötunni. Þessi litli hlutur (sem þó telur 1/5 af hljóðfæraleikurum sveitarinnar) gefur plötunni ferskan tón og er hann ólíkur flestu í þeirri stefnu sem platan heyrir til.


Platan í heild er mjög vel gerð að öllu leyti og er hljóðfæraleikur og hljóð til fyrirmyndar – og fannst mér satt að segja ótrúlegt að hér væri um að ræða frumraun hljómsveitarinnar þegar ég heyrði plötuna í fyrsta skipti. Sjónrænir tilburðir plötuumslagið sjálft er heldur ekki neitt til að skammast yfir, en þegar umslagið er skoðað liggur enginn vafi á hvaða tónlistarstefnu hljómsveitin tilheyrir.

Sú formúla sem einkennt hefur lög síðrokks frá upphafi, hæg uppbygging sem leiðir að þungum rokk kafla, er enn í fyrirrúmi á Enjoy Eternal Bliss. Í fyrstu bjóst ég við því að þetta myndi skemma þann frumleika sem hljómsveitin væri að skapa sér, en allt kemur fyrir ekki og njóta allir kaflar sín mjög vel í þessari „týpísku“ uppröðun. Ég mæli svo sérstaklega með power-kaflanum í „We Flood Empty Lakes“, en hann er án efa með þeim betri sem heyrst hefur.

Enjoy Eternal Bliss er adrenalínsprauta beint í hjarta Post-Rock stefnunnar í fögru umslagi sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, hvort sem á ferð sé post-rock aðdáandi eður ei og er það vonandi að sambærilega frumleg plata muni líta dagsins ljós frá Yndi Halda í náinni framtíð.

Bullet For My Valentine – Scream Aim Fire

Bullet For My Valentine - Scream Aim Fire
Einkunn: 2
Utgafuar: 2008
Label: Sony BMG

Ófrumlegur og afar óspennandi velskur metall

Rokkararnir velsku í Bullet for My Valentine fylgja hér eftir sinni fyrstu plötu, The Poison, frá árinu 2005. Sveitin hefur verið að gera það gott á vestrænum markaði og getið sér gott orð fyrir hart og drífandi rokk í bland við melódískar raddútsetningar.Scream Aim Fire slær hlustanda strax utanundir og vekur athygli. Áhrif frá sveitum á borð við Metallica og Pantera eru strax verulega greinileg, enda hefur sveitin sent frá sér ábreiður á borð við „Creeping Death" eftir Metallica og „Welcome Home (Sanitarium)" eftir sömu sveit.

Hér eru öskur og læti, hetjusóló-ar og ruddaleg gítar-riff í bland við hraðfleyga trommutakta. Platan rennur af stað með miklum látum í lögunum „Scream, Aim, Fire" og „Eye Of The Storm" en lögin eru bara allt of lík í uppbyggingu til að vera eitthvað skemmtileg til lengdar. Ófrumleikinn svertir um of þessa fínu talenta sem þessir drengir greinilega eru.
Þriðja lag plötunnar, „Hearts Burst Into Fire" hefur ekki margt við fyrra efni plötunnar að bæta. Keyrslan er þó ekki eins mikil og í fyrstu tveimur lögunum og söngurinn ágætur.
Þegar að næsta lagi kemur fer ég í raun að velta vinsældum sveitarinnar og hvað setur þá fram fyrir aðra í þessum geira thrash-metalgore. Það er ekki um neitt nýtt og ferskt að ræða hér. Ekki neitt. En ég held þó hlustun áfram.

„Waking The Demon" er í raun ein stór rokkklisja. Lagið hefst á Metallica-skotnu gítar-riffi sem minnir verulega á efni plötu metalmeistarnna Kill ´Em All og enn og aftur er ófrumleikinn að standa í vegi fyrir því að gefa sveitinni meiri gaum en undirritaður hefur gert hingað til. Ekki er margt að finna í næstu lögum sem fylgja en sveitin er þó verulega hæfileikarík. Gítareinleikir eru frábærir og trommur á hæsta klassa í þessum geira. Söngurinn, sem skiptist á milli þeirra Matt Tuck og Michael Paiget er einnig verulega flottur. Það er samt ekki nóg. Lagasmíðar eru ekkert spennandi. Þó væri líklega hægt að ræða það hvort hér sé komin ný sveit á kreik. Ný kynslóð fyrir unglingana sem eru að skoða rokktónlist á borð við unglinginn sem skoðaði Kill ´Em All í den? Platan er bara ekkert spennandi fyrir þá sem þekkja vel til áhrifavalda. Við höfum þá sem skópu þessa sveit og það er flott. Scream, Aim, Fire er skemmtileg áhlustunar ef um hæfni hljóðfæraleikara er að ræða. Tónlistarlega séð er hún ekki neitt neitt.
Sveitin hefur þó hér fært sig ögn frá því að vera meginstraumsband í rokkinu og greinilega leitað í rætur sínar í stað þess að fylgja straumum og stefnum.

Þannig að þeir sem hafa gaman af því að spekulera í rokktrommuleik, metalgítarsólóum og öðru sem við kemur þessum toga tónlistar eru hvattir til að nálgast plötuna. Hinir sem eiga verk eftir Metallica, Pantera, Slayer eða aðra metalrisa, verið ekkert að spandera bjórpeningum í plötuna.

Jack Johnson – Sleep Through The Static

Jack Johnson - Sleep Through The Static
Einkunn: 2.5
Utgafuar: 2008
Label: Universal Records

Platan er kósý en ekki mikið meira en það

Jack Johnson er hér mættur með sína fimmtu breiðskífu "Sleep Through The Static".

Lítið er um breytingar frá fyrri plötum Johnson á borð við "In Between Dreams" og er trúbadorastemmingin og rómantíkin enn aðaleinkennispunktur Johnson.
Fyrri plötur Johnson hafa ekki verið nein sérstök meistaraverk en ávallt skilað vellíðunartilfinningu til hlustanda og þægindum. Áhyggjuleysi og rómantík skilar sér vel.

Johnson, ættaður frá eyjum Hawaii, dregur með sér stemmingu eyjanna í lagasmíðar sínar og má lýsa því að hlusta á þessa fimmtu breiðskífu lagasmiðsins eins og ljúfri dvöl á sólarströnd með kaldan drykk í hönd og bros á vör. Ekki er þó rómantíkin langt undan og eru textarnir mjög góðir.

Sama má segja þó um þessa plötu og fyrri verk Johnson að hún er ekki neitt meistaraverk. Hún er þægileg, that´s it! Lögin gleymast snöggt og platan líður út í gegn án eftirtektarverðra andartaka til að staldra við og hlusta betur. Hér er einungis um rólega, þægilega og ljúfa plötu að ræða sem hægt er að kúra sér yfir í sófanum með ástinni eða skella á þegar hellt er upp á kaffi í vinahóp.
Lög á borð við "Sleep Through The Static", "What You Think You Need" og "If I Had Eyes" bera þó góðan keim af "Bylgju-smellum" og eiga án efa eftir að lifa á öldum ljósvakans vel út árið, ef ekki lengur.

Jack Johnson dútlar á gítarinn sinn og syngur ljúft með um ástina, lífið og tilveruna. Þægilegur er hann en gleymist oft fljótt. Frumleikann og spennuna vantar í þessa plötu og kemst hún seint í hóp bestu platna þessa geira tónlistar. Bakgrunnstónlist af besta toga og krefst þessi plata ekki mikils af hlustanda nema að leyfa henni einungis að lifa í rólegheitum.

Hvet ég þó alla þá sem njóta góðs andvara með rólyndistónlist í bakgrunni og er nokk sama um hvern er að ræða að næla sér í þennan grip. 

Platan er kósý en ekki mikið meira en það.

 

Chris Potter Underground – Follow The Red Line

Chris Potter Underground - Follow The Red Line
Einkunn: 3.5
Utgafuar: 2008
Label: Sunnyside

Það sem einkennir plötuna er djammið. Þetta eru bara afburðagóðir hljóðfæraleikarar að skemmta sér.

Chris Potter er líklega ein skærasta saxófón stjarnan í dag. Fyrir stuttu gaf Potter út tvær plötur á sama tíma, Follow The Red Line sem er tónleikaplata og Song For Anyone. Hér verður tónleikaplatan tekin til umfjöllunar.

Hljómsveit Chris Potter's, Underground, samanstendur af honum sjálfum á tenór saxafón og bassa klarínett, Craig Taborn á Fender Rhodes hljómborð (alvöru retro), Adam Rogers á gítar og Nate Smith á trommum. Vert er að taka eftir því að bassaleikari er enginn, hljómborðsleikarinn og gítarleikarinn skiptast á að leika það hlutverk. Bassaleikarar hefðu samt ábyggilega gaman að hlusta á þessa plötu.

Fyrsta lag plötunnar, Train, byrjar rólega. En svo, hlustendum að óvörum þá byrjar Nate Smith að slá þennan æðislega funk takt. Ég veit ekki hvernig á að lýsa þessu, en ofur þétt grúf er það eina sem mér dettur í hug. Yfir grúfið koma flóknar og töfrandi línur Chris Potters og angurvært gítarsóló. Eins og í flestum lögunum þá sést að trommarinn er með á nótunum. Næsta lag er í svipuðum dúr nema hér má heyra ögrandi laglínur sem fara með hlustandann út á ystu nöf.

Pop Tune #1
leyfir hlustandanum aðeins að slaka á eftir æsinginn í fyrstu tveimur lögunum með rólegri laglínu. Sólóröðin byrjar á gítarleikaranum og byggir hann rólega upp afar blúsað sóló. Síðan kemur laglínan aftur í nokkur skipti sem endar með upplausn. Potter spilar einn í nokkrar sekúndur og viti menn! Funk geðveikin byrjar aftur. Fantagott saxófón sóló yfir stöðugan funk takt. Það er ekki hægt annað en að dást að trommaranum Nate Smith. Maður á erfitt með að hreyfa sig ekki við taktinn.

Lagið Zea er mesta tónverk plötunnar og jafnframt eina rólega lagið. Þetta er ekki plat rólegheitalag eins og Pop Tune #1. Hér spilar Chris Potter á bassa klarínett sem er ágætis tilbreyting. Það er enginn spuni í laginu enda sést það á lengd þess. Tæpar sjö mínútur? Það er ekki neitt. Þetta hefur líklega verið síðasta lag fyrir uppklapp.

Notkun bassa klarínettsins heldur áfram í Togo, lokalagi plötunnar. Togo hallast dálítið út í afro-beat tónlistarstefnuna sem er náttúrulega komin frá meistara Fela Kuti. Það besta við Togo er hljómborðssólóið sem endar í einhverju brjálæði. Ég man að ég öskraði eftir að hafa heyrt það í fyrsta sinn. Undirleikur Potter's á klarínettið á meðan Taborn tekur sóló gefur góða fyllingu. Til þess að ljúka plötunni tekur Potter aftur upp saxófóninn og gleður eyru hlustenda.

Það sem einkennir plötuna er djammið. Þetta eru bara afburðagóðir hljóðfæraleikarar að skemmta sér. Lög disksins eru einungis sex en það stafar af lagalengdinni sem er oftast 13-14 mínútur. Diskurinn var tekinn upp á litlum klúbbi í New York sem nefnist Village Vanguard. Sá klúbbur er ansi frægur innan jazzheimsins og telst mikið afrek að hafa spilað þar.

Hvað er hægt að segja meira um þessa plötu? Þetta er funk í hæsta gæðaflokki þar sem spilagleðin ræður ríkjum. Hér er oftast djammað yfir einn eða tvo hljóma, ekkert flókið. Þó eru lagasmíðarnar oft ansi flóknar og alvarlegar. En samt sem áður þá snýst þetta allt um gleði.

Ég ákvað að finna myndband með þeim félögum en fann bara eitt sem er ekki farsímaupptaka. Hér er reyndar annar gítarleikari, Wayne Krantz, í sviðsljósinu og við sjáum ekki mikið af Chris Potter spila. En myndbandið gefur góða sýn á hljómsveitina í heild:

Chris Potter Underground – Ever Present (ekki á disknum):

Ég hef mínar efasemdir um að þessi diskur fáist í plötubúðum hérlendis. En það má alltaf kaupa diskinn á Amazon, CDConnection eða einhverju álíka.