Elín Helena bara spyr

Elín Helena hendir spurningum út í kosmósinn! Það þarf einhver að spyrja áleitna spurninga og því ekki partípönksveitin? Já, því ekki?

Hljómsveitin skellti sér hljóðver á dögunum og tók upp tvö lög; lifandi, hratt og pönkað. Hér er hið fyrra: “Ég bara spyr”. Á sama tíma henti bandið í official lyric video sem er heitasta heitt hjá krökkunum í dag.

Ýlfur Gísla Þórs Ólafssonar

Ýlfur eftir Gísla Þór Ólafsson

Í fyrra kom út platan Ýlfur, þriðja sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar. Á plötunni, sem er 10 laga, má finna 4 lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar (úr bókinni Þrítíð, 1985) og eitt lag við ljóð Gyrðis Elíassonar (úr bókinni Tvö tungl, 1989). Ljóð Geirlaugs komu einnig út á kassettunni Lystisnekkjan Gloría sem Smekkleysa gaf út árið 1986 og las þá skáldið við undirspil Bubba Morthens.

Meðfylgjandi eru lög af Ýlfri, “Blá blóm” og lag við ljóð Geirlaugs, “Fleiri nátta blús”.

Upptökustjórn var í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar.
Mynd á umslagi gerði Auður Eyleif Einarsdóttir.

Nýtt myndband frá Grísalappalísu

Sambýlismenn Grísalappalísu

Í fréttatilkynningu segir m.a.

Hljómsveitin Grísalappalísa setur nýtt lag í spilun frá og með deginum í dag – og ekki nóg með það – heldur fylgir með spánýtt vídejó! Lagið heitir “Sambýlismannablús” og er fyrsta lagið á nýjustu afurð hljómsveitarinnar Rökrétt framhald. Lagið er hefðbundinn “lofsöngur” (e. rock anthem) sem mun hljóma í leikhléum á handknattleiksleiksleikum um ókomina framtíð. Lagið er lofsöngur sambýlisfólks allra landa, en uppspretta textans er ærslafullt og afdrifaríkt sambýli tveggja náinna karlmanna. Hefðbundin hjúskapamein eru ekki bundin við hjónabönd eins og hlustendur komast að. Ekkert er þó yfirstíganlegt og með fórnum og fyrirgefningu er allt hægt. Textinn er eftir Baldur Baldursson skáld, en með hlutverk prótagónistans fer forsöngvari hljómsveitarinnar Gunnar Ragnarsson. Lagið er eftir Grísalappalísu og hljóðritað í einni atrennu beint á harðan disk.

Myndbandinu er leikstýrt af Sigurði Möller Sívertsen, trommara Grísalappalísu, en hann hlaut einmitt Íslensku tónlistarverðlaunin í fyrra fyrir myndband sitt við lag sveitarinnar “Hver er ég?”. Við gerð myndbandsins voru notaðar tvær gó-pró myndavélar ásamt iPhone 6. Fylgst er með sambýlingunum drekka kaffi, reykja sígarettur og svo loks skella sér í sjósund í Nauthólsvík. Glöggir áhorfendur bera kannski augum landsþekktan guðföður sveitarinnar, hvur veit?

Rökrétt framhald má heyra í heild sinni hér að neðan.

Fyrsta myndband Antimony

Antimony er nýbylgju drunga-popp sveit frá Reykjavík og samanstendur af RX Beckett, Birgi Sigurjóni Birgissyni, og Sigurði Angantýssyni. Þau blanda saman straumum og stefnum frá jaðar- tónlist níunda áratugarins á borð við goth og cold wave. Ímyndin og hugmyndafræðin á bakvið útlit og stefnu bandsins eru dregin frá ýmsum menningarkimum og má þar nefna myndir eftir David Lynch, pönk, óhefðbundnar kynímyndir, vísindaskáldsskapur og hryllingsmyndir.

Antimony hefur gefið út sitt fyrsta lag sem nefnist “So Bad” og myndband við af frumburði sínum OVA sem kemur út 11.Febrúar.

Sveitin spilar sama dag á Húrra ásamt russian.girls, Döpur og Börn. Aðgangseyrir er 1000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til Krabbameinsfélagsins.

Hljómsveitin Elín Helena gefur út breiðskífu

Elinhelena PromoPönkararnir í  hljómsveitinni Elín Helena gefa út breiðskífuna Til þeirra er málið varðar í dag. Um er að ræða hressandi rokktónlist með ögrandi textum á íslensku þar sem tekin eru fyrir hvers konar mein úr öllum hliðum samfélagsins – stjórnmál, fordóma, nöldur, utangarðslífsstílar, lífsgæði, ást, skortur á ást, svo fátt eitt sé nefnt. Plötunni er dreift af Records Records og fæst hún í öllum helstu plötubúðum. Platan er aðeins gefin út á vínyl, en geisladiskur fylgir með.

Lögin “Raunsæ rómantík” og “Bilaður rennilás” hafa þegar fengið að hljóma í útvarpi og tónleikahald er framundan, þ.á.m. á Bar 11 næstkomandi föstudagskvöld ásamt hljómsveitinni Muck og á Dillon þann 11. apríl ásamt hljómsveitunum Morgan Kane og Pungsig.

Grísalappalísa syngur Megas

Hljómsveitin Grísalappalísa gaf út fyrir helgi litla 7″ vínyl plötu sem ber nafnið Grísalappalísa syngur Megas. Hér heiðrar hljómsveitin Megar (verndara sinn og upprunalega andagift eins og þeir kalla hann) og leggur fram sínar eigin útgáfur af tveim tónsmíðum meistarans. Hið fyrra heitir “Björg” og kom upphaflega út á hljómplötunni Loftmynd árið 1987, en seinna lagið, “Ungfrú Reykjavík”, kom út á hljómplötunni Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella árið 1990.

Platan var tekinn upp á einum degi, “læf” í æfingahúsnæði hljómsveitarinnar, Járnbraut. Upptökustjóri var Albert Finnbogason, en Finnur Hákonarson sá um hljómjöfnun.

Þórir Georg gefur út It’s a Wonderful Life

Þórir Georg

Tónlistarmaðurinn Þórir Georg sendi nýverið frá sér plötuna It’s a Wonderful Life. Plötuna má nálgast á Bandcamp síðu listamannsins, sem og aðrar úgáfur hans, en platan mun einnig koma út á geisladisk í afar takmörkuðu upplagi og verður fáanleg í völdum plötubúðum.

Þórir Georg hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi og verið meðlimur í hljómsveitum á borð við Gavin Portland, Ofvitarnir, Deathmetal Supersquad og Singapore Sling. Auk þess gaf Þórir út undir listamansnafninu My Summer as a Salvation Soldier um árabil.

Grísalappalísa gefur út ALI á morgun

Grísalappalísa - ALI

Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af þeim Gunnari Ragnarssyni (áður: forsöngvari hljómsveitarinnar Jakobínurínu, sem vann Músíktilraunir árið 2005 og gaf út breiðskífuna, The First Crusade, árið 2007) og góðvini hans Baldri Baldurssyni, en félagarnir syngja og semja báðir texta sveitarinnar.

Gunnar og Baldur hópuðu saman tónlistarmönnum úr vinahópi sínum, en allir eru þeir rótfastir í grasrót íslensk tónlistarlífs. Það eru þeir Bergur Thomas Anderson og Rúnar Örn Marínóson (Oyama), Tumi Árnason og Albert Finnbogason (The Heavy Experience) og Sigurður Möller Sívertsen (Jakobínarína).

Hugmyndin við stofnun sveitarinnar var að blanda saman hnífbeittum íslenskum textum sem sækja innblástur í íslenska bókmenntahefð og minni úr rokksögunni við hráan og frjálslegan rokkkokteill hljóðfæraleikarana. Upp úr þessari hugmynd varð til breiðskífan ALI sem kemur í helstu plötuverslanir landsins á morgun, miðvikudaginn 10 júlí, undir merkjum 12 Tóna. Platan var hljóðrituð seinni hluta árs 2012 af Alberti Finnbogasyni en hljóðblönduð (af Alberti) og hljómjöfnuð (af Finni Hákonarsyni í Finnlandi) á fyrsta ársfjórðungi ársins 2013.

Saktmóðigur – Demetra er dáin

Pönksveitin Saktmóðigur hefur sent frá sér nýja þriggja laga plötu sem nefnist Demetra er dáin og kemur hún samhliða út á 7″ vínylskífu og á rafrænu formi. Vínylútgáfuna má kaupa frá næstu mánaðarmótum á völdum stöðum, m.a. Lucky Records og Geisladiskabúð Valda en rafræna útgáfu er nú þegar hægt að hala niður endurgjaldslaust á Bandcamp.

Upptökum og hljóðblöndun stýrði Hafsteinn Már Sigurðsson í Stúdíó Ógæfu og um hönnun umbúða sá Jakob Veigar.

Hljómsveitin Saktmóðigur var stofnuð árið 1991 og hefur starfað sleitulaust síðan. Fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar var kassettan Legill sem kom út haustið 1992. Í kjölfarið komu tvær 10″ vínyl EP plötur, Fegurðin, blómin og guðdómurinn árið 1993 og Byggir heimsveldi úr sníkjum árið 1996. Hljómsveitin hefur auk þess gefið út þrjá geisladiska í fullri lengd, Ég á mér líf (1995) og Plata (1998) og síðast Guð hann myndi gráta (2011).

Saktmóðigur mun m.a. leika á Eistnaflugshátíðinni í sumar og á stórtónleikunum Rokkjötnar II í október nk.

Nýtt frá Dýrðinni

Hér er forsmekkur af næstu plötu hljómsveitarinnar Dýrðinnar en það er lagið “Geimbleyja”. Sagan á bakvið lagið er nokkuð áhugaverð. Svo segja meðlimir sveitarinnar sjálfir frá:

Árið 2007 ók geimfarinn Lisa Nowak í einum rykk 900 mílur gegnum fimm ríki Bandaríkjanna. Tilefnið var afbrýðissemi, og takmarkið að hefna sín á Colleen Shipman sem hafði stolið elskhuga hennar til nokkurra ára. Meðal vopna sem hún hugðist nota var hamar, loftbyssa og piparúði, hún dulbjó sig og sat fyrir henni á flugvelli í Florida, en árásin misheppnaðist og Lisa fékk makleg málagjöld.

Allt er þetta mjög áhugavert og efni í skáldsögur eitt og sér. Merkilegast við þetta allt er þó að í ökuferðinni til Florida virðist Lisa hafa ráðgert að sleppa pissustoppum til að vera fljótari að ná fram hefndum. Til að ná þessu takmarki notaðist hún við bleyju … geimbleyju.

Nýr hljómdiskur Hinna Guðdómlegu Neanderdalsmanna kominn út

Hinir Guðdómlegu Neanderdalsmenn hafa gefið út hljómdiskinn Fagnaðarerindið og er því tuttugu ára óþreyjufullri bið mannkyns á enda. Á disknum er að finna tíu lög sem hljómsveitin hefur nostrað við síðan í árdaga og nú loks, hugsanlega vegna afstöðu himintunglanna ellegar vegna áforma alföðursins, er tíminn réttur.

Upptökur hljómdisksins fóru fram í hjarta Keflavíkur (Studíó Lubba) í ágústmánuði árið 2010 undir styrkri stjórn hljóðmannsins Inga Þórs Ingibergssonar. Hljómsveitina Hina Guðdómlegu Neanderdalsmanna skipa: Ingibergur Kristinsson trommur. Sverrir Ásmundsson bassi. Magnús Sigurðsson gítar. Sigurður Eyberg Jóhannesson söngur, munnharpa og saxafónn. Þröstur Jóhannesson söngur og gítar.

Hljómdiskurinn mun verða til sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum landsins og einnig mun hann vera fáanlegur í rafrænu formi á Tónlist.is og gogoyoko.com.

Hinur Guðdómlegu Neanderdalmenn – Dansfiflin

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Innvortis – Reykjavík er ömurleg

Pönkhljómsveitin Innvortis hefur haft hægt um sig undanfarinn áratug eða svo en er nú vöknuð af vænum blundi og mætir eldhress til leiks á ný með nýja plötu í fararteskinu. Platan heitir Reykjavík er ömurleg og kemur hún út núna um miðjan júní. Að því tilefni ætlar sveitin að halda útgáfutónleika á Gamla Gauknum laugardaginn 23. júní og munu góðvinir þeirra mæta þar til leiks og er ætlunin að búa til alvöru pönkfest.

Auk Innvortis koma fram Saktmóðigur og Morðingjarnir og hver veit nema Rass kíki við.

Diskurinn verður að sjálfsögðu til sölu og líka glænýir og eigulegir bolir.

Miðaverð er 2.000 kall og miðar eingöngu seldir við innganginn. Aldurstakmark er 18 ár. Húsið verður opnað klukkan níu og fyrsta band fer á sviðið tímanlega klukkan tíu.

Innvortis – Reykjavík er ömurleg

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Elín Helena sendir frá sér lagið Raunsæ Rómantík

Pönkararnir í Elínu Helenu eru að taka upp plötu um þessar mundir en lagið “Raunsæ rómatík” af þessari væntanlegu plötu er farið að hljóma á X-inu.

Elín Helena verður að spila á Reykjavík Live Festival næstkomandi Laugardag, þ.e. 19. maí, kl 18:00.

Einnig kemur hljómsveitin fram á Keflavík Music Festival seinna í sumar og hinu margrómaða Eistnaflugi.

30 ára afmælistónleikar Rokks í Reykjavík

Í tilefni 30 ára afmælis hinnar sögufrægu heimildamyndar Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík verða haldnir tónleikar á Gauknum þann 24. maí næstkomandi. Þar munu koma saman sveitirnar SuddenWeather Change, Q4U, Æla, Mosi Frændi, Morðingjarnir, Dr. Gunni, Hellvar og sjálft aðalnúmer kvöldsins Fræbbblarnir.

Hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 stundvíslega og verður gestum boðið að leggja fram skítnar 1000 kr. sem aðgangseyri.

Dr. Gunni – Homosapiens

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fræbbblarnir – False Death

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hellvar – Ding an Sich

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt íslenskt

Eins og farið hefur fram hjá fáum lesandanum þá er búið að vera ansi hljótt hér á Rjómanum undanfarið. Til að bæta fyrir þögnina og fylla í tómið skelli ég hér fram akfeitri og alíslenskri tónlistarfærslu par excellence. Njótið vel.

Two Step Horror – Strip

Tekið af plötunni Bad Sides & Rejects sem kom út fyrir nokkrum dögum. Platan er gefin út í tilefni ársafmælis frumburðar Two Step Horror, Living Room Music, og var við það tækifæri ákveðið að taka saman lög sem sópað hafði verið undir teppið og gefa út. Frábært framtak það.

M-Band – Misfit

M-band er einstaklingsverkefni Harðar Más Bjarnasonar sem nýverið gaf út afar frambærilega samnefnda sex laga EP plötu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vax – Come’on

Nýtt lag frá þessari ágætu hljómsveit sem loksins er farin að láta í sér heyra eftir nokkra mánaða dvala. Hér er kunnugleg og kósý hippastemming alsráðandi í nokkuð grípandi og vel fljótandi lagi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gunman & The Holy Ghost – A Way Back From Civilization

Tekið af plötunni Things to regret or forget með Gunman & The Holy Ghost sem er hliðarverkefni Hákons nokkurs Aðalsteinssonar sem margir kannast eflaust við úr sveitum á borð við Hudson Wayne og Singapore Sing. Dimm, drungaleg og eytursvöl músik sem myndi sóma ser vel í hvaða David Lynch mynd sem er.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þórir Georg – Janúar

Góðvinur Rjómans hann Þórir Georg sendi frá sér plötuna Janúar í janúar. Eðal lo-fi post-punk með trommuheila, suði og surgi. Eintóm hamingja.

The Lovely Eggs

Teiknimyndapönk dagsins er í boði The Lovely Eggs sem er frá Lancaster í Englandi. Þetta er dúett sem samanstendur af hjónakornunum Holly Ross og David Blackwell. Þau þykja fara lítt troðnar slóðir í tónlistarsköpun sinni og gefa skít í að vera hipp og kúl. Það er bara mjög hressandi (og mjög hipp og kúl auðvitað), og vonandi að Grímur og félagar fái þessar upprennandi stjörnur á næstu Airwaves hátíð. Kíkjum á tvö myndbönd með þeim.

Facebook

Rjómalagið 18.nóvember: Masshysteri – Låt Dom Hata Oss

Mér var bent á sænsku pönksveitina Masshysteri um daginn og get ég svo sannarlega mælt með henni fyrir þá sem fíla poppað pönk, texta á sænsku, strák-stelpu dúettasöng o.s.frv. Masshysteri er stofnuð í pönkbænum Umeå árið 2008 upp úr ösku hljómsveitarinnar The Vicious. Í þeirri sveit var sungið á ensku en með Masshysteri ákvað söngvarinn Robert Petterson að skipta yfir á móðurmálið. “Ég gat bara þóst syngja á Ensku – ég get púllað allar klisjurnar. Stundum er það í lagi, en það kemur í rauninni ekki frá hjartanu. Svona líður með betur með þetta. Færri skilja textana en það er miklu heiðarlegra.”

Sveitin hefur gefið út tvær plötur og rjómalagið “Låt Dom Hata Oss” er á þeirri nýrri, sem er samnefnd sveitinni og kom út í fyrra.

Masshysteri – Låt Dom Hata Oss

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

Rjómalagið 13. nóvember : Juniper Moon – Sólo una sonrisa

Juniper Moon var fantagóð hljómsveit frá bænum Ponferrada í norðurhluta Spánar. Þau gáfu út eina breiðskífu hjá hinni virtu Elefant útgáfu, en lögðu upp laupana árið 2005 eftir um átta ára samstarf. Því miður áttu þau ekki almennum vinsældum að fagna, en þetta er hressandi og grípand popp-pönk og allt sungið á íðilfagurri spænsku.

Tveir meðlimir Juniper Moon stofnuðu svo hljómsveitina Linda Guilala sem við kíkjum á líka við fyrsta tækifæri. En hérna er Juniper Moon, gjörið þið svo vel: