Rjómalagið 11. nóvember : Shonen Knife – Perfect Freedom

Stúlkukindurnar í Japönsku hljómsveitinni Shonen Knife slá ekki slöku við, en á þessu ári eru hvorki meira né minna en 30 ár síðan hljómsveitin var stofnuð. Ég var að velta því fyrir mér um daginn hví þær líta þá allar út fyrir að vera 18 ára á nýlegu myndbandi þeirra, en það skýrist að hluta af því að fáir upprunalegir meðlimir eru enn með í för. Hinsvegar er forsprakki sveitarinnar og eini upprunalegi meðlimur, söng- og gítarleikkonan Naoko Yamano, nú á sextugsaldri. Pönkið bætir, hressir og kætir greinilega.

Allavegana, þetta er frábær sveit og ef þið hafið ekki kynnt ykkur hana enn þá er sannarlega kominn tími til. Þess má geta að þær vinkonur eru miklir aðdáendur Ramones og koma reglulega fram sem ábreiðubandið The Osaka Ramones. Hérna er hinsvegar nýlegt lag Shonen Knife, af plötu sem kom út í fyrra:

Shonen Knife á Facebook

Aðeins Meira Pollapönk

Á föstudaginn kom út þriðja plata Pollapönks, Aðeins Meira Pollapönk, eftir ekkert svo langa bið en sveitin sendi frá sé Meira Pollapönk í maí á síðasta ári. Aðeins Meira Pollapönk inniheldur 12 splunkuný frumsamin lög. Eins og áður er eitt laganna tileinkað þekktri íslenskri hetju líkt og á Meira Pollapönk þegar Ómar Ragnarsson var lofsunginn. Nú tileinka Pollarnir Bjartmari Guðlaugssyni lag á plötunni þar sem þeir syngja saman um Æris koffí og undramalt, karlakókið er betra kalt o.s.frv. en lagið heitir einfaldlega “Bjartmar”. Í byrjun sumars fengum við að heyra fyrsta lag plötunnar, “Ættarmót” og nú er farið af stað lagið “Hananú” sem er algjört heilalím.

Stefnt er að útgáfutónleikum í tilefni plötunnar í desember.

Pollapönk – Hananú

Vafasöm Síðmótun

Pönksveitin Vafasöm Síðmótun hefur gefið út EP plötuna Bylting og étin börn en á henni mun ort um “fokking kreppuna” eins og hljómsveitarmeðlimir orða það sjálfir. Það er eiginlega best að gefa sveitinni orðið og segja okkur aðeins frá:

Platan fjallar um fokking kreppunna og á henni er lag sem við gerðum sem vann keppni á RÁS 2 þegar einhver fáviti vildi gera söngleik um pönk svo hann gerði söngleik og lét pönkhljómsveitir gera lag við texta sem hann samdi sem var ekki pönk. Við spiluðum í Kastljósinu og lagið okkar fór í söngleikinn í Þjóðleikhúsinu en þeir breyttu því svo það varð lélegt og söngleikurinn ömurlegur og allir voru sammála. Lagið okkar var gott samt. Lagið hét ,,Ísland er fokk“ en heitir núna ,,Arðrán hinnar nýju valdastéttar“ sem er gott nafn og rétt stafstett.

Vafasöm Síðmótun er skipuð þeim h8people á trommum, Osama Bin Laden á gítar, (lochness) Monster á bassa og Tourette Hostage sem sér um söng.

Pönksveitin Vafasöm Síðmótun, geriði svo vel!

Vafasöm Síðmótun – Arðrán hinnar nýju valdastéttar

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Platan á gogoyoko

Artistar á Airwaves ´11: Halli Valli (Æla)

Í gegnum árin hefur post-punk hljómsveitin Æla komið gestum Iceland Airwaves í fremur opna skjöldu en sveitin kemur nú fram í sjötta skipti á hátíðinni. Hvort sem það hefur verið í dragi, smóking, gallabuxum eða hænsnabúningum hefur söngvari sveitarinnar Hallbjörn Valgeir (Halli Valli) Rúnarsson leitt sveit sína í sveittum, öskrandi og yfirleitt þefjandi framkomum sem hlotið hafa athygli bæði hér á landi sem erlendis. Með frumburð sinn að vopni, Sýnið tillitsemi, ég er frávik, frá árinu 2006, hyggur sveitin á frekari frægð og vinnur nú að seinni plötu sinni sem beðið er í ofvæni. Auk Hallbjörns eru það þeir Sveinn Helgi (bassi), Ævar (gítar) og Hafþór (trommur) sem mynda Ælu.
Rjóminn settist niður með Halla Valla þar sem hann gerði klárt fyrir hátíðarhöld á sínu öðru heimili, Kaffibarnum og innti hann um hvað honum þætti mest spennandi við Iceland Airwaves hátíðina í ár og svona smávegis meira.

DH: Sæll Halli! Fáir vita söguna á bakvið þetta (oft óaðlaðandi) nafn, Æla. Segðu mér aðeins hvernig nafnið kom til og þið strákarnir fóruð að spila saman?

HV: Þetta er auðvitað spurning sem við fáum frekar oft sko. Þeir sem lesa heimasíðuna hjá hátíðinni fá í raunar afar rómantíska hugmynd af því hvernig við vinirnir ákváðum að stofna Ælu. Raunin er þó sú að hljómsveitin varð til fyrir einn bjórkassa. Við vorum beðnir um að stofna band til að hita upp fyrir sveitaballabandið Spútnik vegna sjómannaballsins í Sandgerði og við ákváðum að verða nettir uppreisnarseggir og stuða fólk aðeins með því að skíra hljómsveitina Ælu. Auk þess varð framkoman og þá klæðaburðurinn liður í því að stuða og hneyksla (ef svo má segja). Annað kom þó á daginn og hljómsveitin Æla átti eftir að draga mun betur að sér en Spútnik sem gerði það að verkum að stjörnur kvöldsins báðu Ælu að stíga af sviðinu eftir einungis tvö lög. Eftir þetta kvöld var ekki aftur snúið og við ákváðum að gera plötu.

DH: Hvað er að gerast í herbúðum Ælu þessa dagana? Þið fenguð ágæta athygli eftir síðustu hátíðir og fóruð m.a. erlendis og reynduð fyrir ykkur. Sömuleiðis hlutuð þið fína dóma fyrir framkomu ykkar á hátíðum liðins árs. Hvað er að frétta?

HV: Það hefur ansi margt drifið á daga okkar í einkalífinu. Barneignir, fráföll og önnur mál sem erfitt hefur verið að eiga við samhliða hljómsveitalífi. Í dag erum við þó allir klárir með nýja plötu og erum spenntir. Í raun er ekkert annað eftir en að ýta bara á REC eftir hátíðina og líta til framtíðar. Við erum bara ógeðslega spenntir og graðir fyrir framtíðinni og komandi Airwaves. Þó einna helst erum við spenntir fyrir því að sprengja stofuna hans Steinþórs (hlær).

DH: Þetta er sjötta árið ykkar sem hljómsveit á hátíðinni en hvað telur þú vera eftirminnilegast frá liðnum árum á hátíðinni (fyrir utan ykkar eigin heimsóknir)?

HV: Mér hefur alltaf fundist Blue Lagoon partýin mjög sæl minninga. Af erlendum listamönnum eru það líklega tónleikar The Fiery Furnaces árið 2005, The Rapture á Gauknum 2004 og vá, alveg hellingur af öðru. Hreinlega af allt of mörgu að taka!

DH: Já. Ég er sjálfur ekki frá því að The Rapture sitji vel í manni eftir öllu þessi ár! Takk fyrir spjallið en svona rétt í lokin; Hvað á að sjá í ár (Jú, fyrir utan Bláa Lónið)?

HV: Satt að segja hef ég ekkert náð að kynna mér listann í ár. Ég var þó frekar heppinn að sjá tUnE-yArds í Barcelona í sumar og mun ekki missa af henni. Dungen eru líka mjög spennandi en ég held að mín persónulegu plön miði að íslensku böndunum. Þar eru fremst á meðal jafningja Sin Fang, Cheek Mountain Thief, Reykjavík!, Sudden Weather Change og að sjálfsögðu Q4U! Jú og svo auðvitað Beach House. Þau eru frábær! Annars renni ég fremur blint í sjóinn líkt og fyrri ár og finnst það bara gaman.

Rjóminn þakkar Halla Valla innlitið og óskar honum og hljómsveit hans Ælu, góðs gengis á komandi Iceland Airwaves hátíð en Æla stígur á stokk á miðnætti á Café Amsterdam á sunnudeginum. Hljómsveitin kemur einnig fram á off-venue tónleikum Steinþórs Helga á heimili hans við Ingólfsstræti 8 á Live Project is House Party.

Aela on Icelandic Airwaves’10 from Thor Kristjansson on Vimeo.

Iceland Airwaves 11′: Iceage

Eitt mest hæpaða rokkband ársins er danska unglingapönksveitin Iceage. Iceage spila gamaldags melódískt pönk með dassi af illa spilaðri nýbylgju og gotneskum undirtónum (þegar þetta blandast saman verður þetta reyndar bara nokkuð nútímalegt indírokk). Útlit sveitarinnar og allt myndmál er líka í þessum anda, með hefðbundnu pönkblæti fyrir skít, hráleika og hálffasískum táknum.

Einvaldur indíplötudóma, Pitchfork, gaf frumrauninni New Brigade 8,4 í einkunn og þar með var ísinn brotinn. Síðan þá hafa Iceage túrað heiminn og fært honum sudda og danskt unglingahelvíti.

Iceage spila laugardagskvöldið 15.október klukkan 00:20 á Gauk á Stöng.

Iceage – Remember

Rjómalagið 23. september : Milky Wimpshake – Didn’t We?

Það er víst kominn föstudagur enn einu sinni. Þá er við hæfi að sletta aðeins úr klaufunum, vaka lengi frameftir og alveg tilvalið að vakna með timburmenn í fyrramálið. Það kom einmitt fyrir hann Pete Dale í Milky Wimpshake einn daginn og einhvernvegin svona var reynsla hans af því:

Milky Wimpshake – Didn’t We?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.This hangover was the definition of purgatory
Lying in bed, I was stuck between drunk and disorderly
It was too painful to open my eyes
Eventually I managed and to my surprise
snoring like a pig, you were sleeping by my side


It was two months since I had broken up with you
Reaching for the phone I told my boss I had the flu
You woke up as I put the phone down
rubbed your eyes and looked around
“What the fuck, what the fuck, what the fuck?!”
was all I could say to you

I thought I had broken up with you, didn’t I?

Waking up first had been an early warning
cos you were never at your best in the morning
You didn’t scream so I was amazed
Memories lost in a drunken haze
The most important question:
Who made the first move?

I thought I had broken up with you, didn’t I?

“I thought I had broken up with you, didn’t I?”
“No, you’re far too cowardly, you just run and hide”
“Oh well, since you’re here anyway,
why don’t you just stay all day?
I could make us breakfast late this afternoon.”

I found I was making up with you, wasn’t I?

Making up, breaking up
Making up, making out…

Pönk á Patró með Diktu þann 13. ágúst

Laugardaginn 13. ágúst, verður Pönk á Patró haldið í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í þriðja sinn. Dagskráin er glæsileg en það er hljómsveitin Dikta sem kemur fram á Pönk á Patró í ár. Dikta fetar þar með í fótspor Pollapönks og Amiinu sem gerðu það gott á Patreksfirði á síðasta ári.

Dikta mun stjórna tónlistarsmiðju á sinn einstaka hátt en svo heldur hljómsveitin tvenna tónleika í Eldsmiðju Sjóræningjahússins. Þá fyrri fyrir börn og unglinga að lokinni tónlistarsmiðju og þá seinni klukkan 21:00 um kvöldið. Frítt er fyrir börn og unglinga á tónleikana sem og í tónlistarsmiðjuna sem hefst klukkan 13:00.

Í fyrra sló tónlistarsmiðjan rækilega í gegn. Pollapönk og krakkarnir sömdu lagið “Pönk á Patró” sem var svo frumflutt á tónleikunum um kvöldið en Amiina og 7oi kenndu krökkunum á allskonar hljóðfæri og upptökutæki, og svo var einnig frumsamið og hljóðritað lag.

Pollapönk og krakkarnir

Lagið sem Amiina og krakkarnir á Patró gerðu saman og 7oi hljóðritaði og tónjafnaði.

DAGSKRÁIN 13. ÁGÚST 2011

13:00 – 14:30 Tónlistarsmiðja fyrir börn og unglinga í umsjón Diktu
14:30 – 15:00 Hressing fyrir káta krakka í boði Pönk á Patró
15:00 – 16:00 Dikta – Tónleikar fyrir börn og unglinga

Frítt fyrir börn og unglinga í tónlistarsmiðju og á tónleika

21:00 Dikta –Tónleikar í Eldsmiðju Sjóræningjahússins
Aðgangseyrir 1500 kr. fyrir 15 ára og eldri. Gestir eru hvattir til þess að mæta stundvíslega.

Um Pönk á Patró í stuttu máli

Pönk á Patró gengur út á virka þátttöku barna og unglinga en þeim mun gefast kostur á að eyða tíma með hljómsveit dagsins. Tónlistarmennirnir koma til með að spjalla við krakkana, svara spurningum um tónlist og sköpun, kynna fyrir þeim hljóðfæri og tónlist sína og jafnvel gefa þeim kost á að spreyta sig. Að lokinni tónlistarsmiðju verða tónleikar fyrir krakkana. Á meðan á þessu stendur gefst foreldrum tækifæri til að skoða sig um á Patreksfirði. Um kvöldið eru tónleikar fyrir fullorðna en allir stilltir krakkar velkomnir með.

Frítt er inn á dagskrá og tónleika dagsins fyrir börn og unglinga en inn á kvöldtónleikana kostar 1500 krónur fyrir fullorðna.

Morðingjarnir senda frá sér Blóð.

Hljómsveitin Morðingjarnir hefur látið lítið fyrir sér fara síðan þeir sendu frá sér jólalagið “Jólafeitabolla” við góðar undirtektir landsmanna. Þeir hafa þó verið að vinna að nýjum lögum sem mögulega kannski verða á nýrri plötu þegar fram líða stundir. Fyrsta lagið af þessari væntanlegri plötu hefur nú verið sett í spilun sem og verður fáanlegt á tónlistarveitunum www.tonlist.is og www.gogoyoko.com. Lagið heitir “Blóð” og er fyrirtaks spaghettíkántrívestra slagari í anda KK og Ennio Morricone.

Lagið er tekið upp af Helga Sæmundi Kaldalón Guðmundssyni, liðsmanni Bróðir Svartúlfs, sem einnig leikur á munnhörpu. Smári Tarfur leikur svo á slædgítar og Ólafur Torfi leggur til bakraddir, en hann þykir víst djúpraddaðri en Barry White á góðum degi. Umslag smáskífunnar “Blóð” er svo hannað af Morðingjunum sjálfum.

Morðingjarnir – Blóð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

MUCK á Bar 11 á fimmtudaginn

Hljómsveitin MUCK mun spila á tónleikum á Bar 11 á fimmtudaginn næstkomandi þann 14. júlí. Eru þessir tónleikar í samstarfi við Xið 977 og er svokallað “Kreppukvöld Xins”.

MUCK er í óðaönn að klára hljóðblöndun- og jöfnun á væntanlegri breiðskífu sem mun bera nafnið Slaves. Hefur hljómsveitin getið sér gott orð í jaðartónlistarmenningu Íslands og er þekkt fyrir metnaðarfulla og aggresífa sviðsframkomu. Frítt inn er á tónleikana og mun húsið opna klukkan 21:00, MUCK munu stíga á svið klukkan 22:30.

Saktmóðigur græta Guð

Föstudaginn 1. júlí gefur hljómsveitin Saktmóðigur út 10 laga geislaplötu sem heitir Guð hann myndi gráta. Hljómsveitin sem stofnuð var árið 1991 hefur áður gefið út fimm titla á ýmsu formi; kasettu, tvær tíu tommu vínilplötur og tvær geislaplötur í fullri lengd, Ég á mér líf (1995) og Plata (1998). Auk þess hefur hljómsveitin gefið út lög á safnplötum.

Útgefandi er Logsýra, en platan mun vera fáanleg á helstu sölustöðum tónlistar. Saktmóðigur mun leika á rokkhátíðinni Eistnaflug í byrjun júlí en formlegir útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir síðar í sumar.

Meðfylgjandi er lag af nýju plötunni, “Nonni ninja”.

Saktmóðigur – Nonni Ninja

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Reykjavik Music Mess: Reykjavík!

Það er ekki hægt að segja að samkvæmisdansar séu stígnir né vangalög séu leikin þegar drengirnir í Reykjavík! stíga á stokk. Fremur eru það æstir aðdáendur leiddir eins og úlfahjörð af söngvaranum Bóas Hallgrímssyni sem hoppa, skoppa og þeyta flösu til heiðurs sveitarinnar í algleymi. Tónlist sveitarinnar samanstendur af truflandi og trylltu hardcore í bland við mjúkar indie-pælingar og feikifínan söng/öskur þar sem engar hömlur virðast vera á stefnumörkun sveitarinnar þegar kemur að því að spila tónlist.

Plata sveitarinnar, The Blood, frá árinu 2008 vakti lukku meðal rokkþyrstra Íslendinga og sveitin fékk í kjölfarið ágæta athygli erlendis frá. Seint á síðasta ári birtist svo hart og svalt myndband í leikstjórn Árna Sveins við lagið Internet en þar sjást gestir Kaffibarsins fylgja sveitinni í ruddalegu partýi þar sem hnefum er steitt, flösu er þeytt og vökvum er skvett út um allar tryssur. Gott partý! Auk Internet hefur lagið Cats einnig boðað bjarta tíma hjá Reykjavík!

Reykjavík! rokkar húsið á slaginu 01.00 á Nasa við Austurvöll á laugardagskvöldið ásamt Lazyblood.

Reykjavik Music Mess: Æla

Post-punk sveitin Æla hefur farið fremur huldu höfði undanfarin ár en hljómsveitin gaf út frumburð sinn Sýnið tillitsemi, ég er frávik árið 2006.
Undanfarið tók þó að birta til í herbúðum Ælu og hefur sveitin komið fram þónokkuð að undanförnu auk þess sem hún hefur nú lokið við upptöku sinnar annarrar breiðskífu sem hefur þó enn ekki hlotið nafn.

Æla hafa allt frá stofnun verið þekktir fyrir lifandi sviðsframkomu og má þar nefna kvenlega valkosti fataskápsins og smóking í bland. Allt eftir stað og stund.

Aðdáendur pönksins og íslenskrar textagerðar ættu ekki að missa af drengjunum föstudagskvöldið klukkan 23.30 á Sódóma Reykjavík. Þú gætir ælt af ánægju!

Útgáfutónleikar Fist Fokkers

Fyrsta EP plata tveggjamanna rokkbandsins Fist Fokkers, sem ber nafnið EMILIO ESTAVEZ,  kom út ekki alls fyrir löngu hjá jaðarútgáfufyrirtækinu Brak Records. Í tilefni þess munu Fist Fokkers skella í útgáfutónleika á skemmtistaðnum Bakkus 7. apríl næstkomandi. Öfgaþungarokksbandið Muck og rappararnir í White Boys With Attitude munu sjá um upphitun en Fist Fokkers menn lofa heljarinnar showi sem inniheldur m.a. leynigesti, ljósashow og loftfimleika. Það verður frítt inn og frír bjór fyrir þá sem mæta tímanlega, en fyrsta band byrjar kl. 21:30.

Platan EMILIO ESTAVEZ var tekin upp af Alberti Finnbogasyni – meðlim Swords of Chaos, Heavy Experience ofl. – og masteruð af Aroni Arnarssyni – sem hefur einnig tekið upp hljómsveitir eins og Singapore Sling, Kimono o.fl.

Nafnið á plötunni mun vera einskonar óður til hins geðþekka leikara Emilio Estevez – Breakfast Club, St. Elmos Fire, The Mighty Ducks – en aðspurðir að því hvers vegna nafnið væri skrifað öðruvísi í plötutittlinum höfðu Fist Fokkers menn þetta að segja:

“Við ætluðum upprunalega að láta plötuna heita Emilio Estevez. En síðan þegar Emilio komst að því hótaði hann að lögsækja okkur, þannig við urðum að breyta nafninu í Emilio Estavez til að sleppa við ákæru .”

Fist Fokkers gefa út Emilio Estavez

Loksins, loksins hefur frumburður drullupönkdúettsins Fist Fokkers litið ljós. Barnið var skýrt í höfuðið á eðalleikaranum og Mighty Ducks stjörnunni  Emilio Estevez, sem hefur lítið verið í sviðsljósinu undanfarið (ólíkt bróður sínum Charlie Sheen).

EP-platan inniheldur 8 lög: gamalkunna slagara á borð við “Hysteria” og “Energy”, en einnig brakandi ferska tóna. Hljómurinn er hrár og nær vel að fanga skítugan kraftinn af tónleikum sveitarinnar.

Fist Fokkers hafa ekki verið mjög virkir við tónleikahald undanfarið, enda eru meðlimirnir einstaklega uppteknir menn sem hafa m.a. spilað með gæðaböndunum Swords of Chaos, Útidúr, Klikk og Lalli & the Luv Triangle. Þeir hafa líka lofað undirrituðum tónleikum í lok mars, um leið og Úlfur söngvari kemur heim úr tónleikaferð með fyrstnefndu sveitinni.

Emilio Estevez kemur út hjá Brak útgáfunni, og er fáanleg stafrænt á bæði bandcamp og gogoyoko.

Tónleikahelgi hjá Ælu

Suðurnesjapönkararnir í Ælu stefna nú ótrauðir að úgáfu sinnar annarrar breiðskífu en sveitin hefur unnið að plötunni um þónokkurt skeið.
Æla sendi frá sér frumburðinn Sýnið tillitsemi, ég er frávik árið 2006 og hefur allar götur síðan verið að þróa hljóminn og vinna að nýju efni.
Nú um helgina ætlar Æla að taka höndum saman með nokkrum félögum og halda tónleika í bæði Keflavík og Reykjavík.
Fyrri tónleikarnir fara fram á Paddy´s í Keflavík í kvöld (4.febrúar) en ásamt Ælu kemur sveitin Saytan fram. Hefjast tónleikar á slaginu 22.00 og kostar litlar 1000 krónur inn.
Annað kvöld er svo komið að Faktorý við Smiðjustíginn í Reykjavík en þar ætlar Sin Fang að skemmta ásamt Ælu. Þar hefjast herlegheitin klukkan 23.00 og kostar sömuleiðis 1000 krónur inn.

Allur ágóði af tónleikunum rennur til upptöku – og útgáfusjóðs Ælu og er tími til komin að þessi sérstaka sveit með hressa nafninu sendi frá sér nýtt efni.
Rjóminn hvetur alla á Suðurnesjum, í Reykjavík og annarsstaðar á landanum að líta björtum augum til Ælu-framtíðar.

Æla henti einnig frumburðinn Sýnið tillitsemi, ég er frávik, inn á gogoyoko.com fyrir skemmstu!

Lög ársins – Guðmundur

Mér þykir hugmyndin um að taka saman lista yfir “lög ársins” í rauninni fremur fáránleg. Hvernig í ósköpunum á að færa rök fyrir því að eitt stakt lag sé endilega betra en eitthvað annað án samhengis eða einhverskonar afmörkunar? Sérstaklega ef þau koma nú úr sitthvorri áttinni, eru sett fram á gjörólíkan hátt eða með ólíkum markmiðum? Þessvegna kýs ég að kalla þennan lista “Upphálds lögin mín frá árinu 2010“. Ég er að tala á persónulegum nótum, gera grein fyrir persónulegri upplifun og hirði lítið um rökfærslur eða argúment. Ég vona bara að þið hafið gaman af – því það er akkúrat tilgangur þessarar færslu.

Uppáhalds lögin mín árið 2010 – Íslenskt:

10. Jónsi – Animal Arithmetic

“Animal Arithmetic” er að mínu mati sterkasta popplag Jónsa á frumburði hans, Go. Samuli, finnski trommarinn knái, fer á kostum í laginu og Jónsi rekur hverja melódíuna á fætur annarri. Textinn er reyndar vandræðalega vondur, en það breytir því ekki að hér er á ferðinni virkilega flott og grípandi lag.

9. Skúli Sverrisson – Her Looking Back

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Skúli Sverrisson útbýr dulúðlega stemningu á annarri plötu sinni í Seríunni. “Her looking back” er sú smíð sem hreyf hvað mest við mér. Seyðandi hljóðfæraleikurinn og draumkenndur hljóðheimurinn í bland við grípandi melódíurnar mynda dásamlega fagra heild.

8. Útidúr – Fisherman’s Friend

Fyrsta plata stórsveitarinnar Útidúr inniheldur ansi marga efnilega kandídata, s.s. hina þrælíslensku “Ballöðu” og titillag plötunnar, “This Mess We Made”. “Fisherman’s Friend” stendur þó uppúr – hressandi heilalím framreitt í poppskotnum búningu en þó undir framandi áhrifum. Flutningur að öllu leiti til fyrirmyndar, grípandi og skemmtilegt.

7. Prinspóló – Skærlitað gúmmelaði

Fyrst þegar ég heyrði “Skærlitað gúmmelaði” hélt ég að The Dodos væru að flytja fyrir mig nýtt lag. Þegar prinsinn Svavar fór að syngja varð það þó ljóst að afurðin var alíslensk. Hrár krafturinn og hófstilltur tryllingurinn gera þetta lag að einu því hressasta sem út hefur komið í ár. Prinsinum tekst líka að sýna fram á að það þarf ekkert að vera að flækja hlutina til að smíða skemmtileg lög. Ekkert jukk hér á ferð!

6. Ólöf Arnalds – Crazy Car

Dúett Ólafar með Rassa Prump er afar lágstemdur og fallegur. Rétt eins og lagið hér á undan, þá liggur galdurinn í einfaldleikanum og einlægum fluttningi. Áður en ég vissi af var ég farinn að blístra lagið í strætó án þess að skammast mín og raula það á bókhlöðunni.  Rólegt og rómantískt, í krúttskilningnum þó. Bara gott, gott.

5. Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þessi singúll númer tvö hjá Jónasi og Ritvélunum hans vann á mig með hverri hlustuninni. Þetta er ofboðslega flott og vandað popplag – og svo er textinn svona dásamlega margræður og spennandi. Virkilega vel gert.

4. Sudden Weather Change – The Whaler

Djöfull er Sudden ógeðslega kraftmiklir og flottir í þessu lagi! Þéttur gítarmúrinn kallar fram gæsahúð á völdum köflum og keyrslan fær mann til að hrista höfuðið svolítið duglega. Ég bið ekki um mikið meira en það.

3. Miri – Draugar.

“Draugar” er eina sungna lag plötunnar Okkar og að mínu mati það best heppnaða. Þetta er alveg ekta “allt-í-botn-lag”; Örvar í Múm leiðir okkur í gegnum draumkenndan gítarheim og svo skellur keyrslan á manni af fullum krafti undir lok. Sándið, sem er í höndum Curvers, er algjör bölvuð snilld.

2. Seabear – Cold Summer

Það er langt síðan ég hef heyrt lag sem jafn fallega byggt upp og “Cold Summer”. Það grípur kannski ekki við fyrstu hlustun, en þegar maður er farinn að kannast við sig í þessu nöturlega sumarlagi, þá fara blómin að springa út í allri sinni dýrð.

1. Apparat Organ Quartet – Pólýnesía

Lag ársins á Orgelkvartettinn Apparat. Hér er ýmislegt kunnuglegt á ferð en Apparat er samt enganveginn að endurtaka sig. Aldrei bjóst ég við að heyra þá félaga svona poppaða – en það klæðir þá bara vel!

Uppáhalds lögin mín árið 2010 – Erlent:

10. MGMT – Flash Delerium

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ég var lítt hrifinn af Congratulations, nýjustu plötu MGMT. Aftur á móti tók ég ástfóstri við þennan fyrsta singúl bandsins. Þó svo að stíft sé sótt í arf rokksins, þá er eitthvað ofboðslega ferskt og hressandi við þetta lag. Ég meina, hvað er langt síðan þið hafið heyrt blokkflautusóló í índírokklagi? Ætli að það hafi bara ekki verið The Unicorns árið 2003?

9. Avey Tare – Laughing Hieroglyphic

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta lag Avey Tare er afskaplega ávanabindandi á mjög undarlega hátt. Kannski er það taktsmíðin, eða hljóðgervlarnir, eða sönglínurnar. Eða eitthvað allt annað. Ég er bara ekki viss. En eitt veit ég þó: Avey Tare stendur sig vel einn og óstuddur.

8. Broken Social Scene – World Sick

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Opnunarlag Forgiveness Rock Album er dýrðlegt dæmi um hvernig hægt er að nostra við og skreyta einfalda lagasmíði. Að vanda er pródúsering á bandinu til fyrirmyndar; frumleg og áhugaverð. Þetta lag er glöggt dæmi um sköpurnargleði Broken Social Scene.

7. Vampire Weekend – Diplomat’s Son

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“Diplomat’s Son” sameinar aðalsmerki og einkenni Vampire Weekend í einu lagi. Það er glaðlegt en samt pínu angistarfullt, undir greinilegum afro-beat áhrifum en sver sig samt í ætt við amerískt indírokk, melódíur stíga dularfullan dans við hrynjandi og textinn er svo fullkomlega einfaldur og naív. Og þessar taktbreytingar! Þær gera mig alveg vitlausan.

6. Four Tet – Sing

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um “Sing”. Þetta er besta fyrirpartí sem ég hef lent í þetta árið. Það er bara svo einfalt.

5. Beach House – Silver Soul

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dúónum Beach House er að takast að festa sig í sessi sem ein af mínum uppáhalds böndum síðustu ára. Bandið virðist vera ótæmandi brunnur sköpunnar; hver snilldarplatan kemur á fæti annarrar. “Silver Soul” af Teen Dream er tregafullt og fallegt popplag sem ég hreinlega fæ ekki nóg af.

4. LCD Soundsystem – All I Want

Þessi óður James Murphy til David Bowie er hápunktur þriðju plötu LCD Soundsystem. Bandið sækir í fornan popparf og endurvinnur á sinn frumlega máta. Útkoman er dansvænt og áhugavert rafpopp sem flestir ættu að getað tengt eða dillað sér við. Ég vona svo sannarlega að This is Happening sé ekki síðasta plata LCD Soundsystem líkt og lýst var yfir.

3. Arcade Fire – Sprawl II (Mountains Beyond Mountains)

Þegar ég heyrði “Sprawl númer tvö” í fyrsta sinn, þá ætlaði ég alveg að vera með stæla út í það. Ég skildi ekki alveg hvað Arcade Fire voru að reyna að áorka með þessu Blondie-lagi sínu. En svo þýddi bara ekkert að vera með stæla: þetta er ógeðslega grípandi og gott popplag!

2. Caribou – Odessa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“Sing” er besta fyrirpartí þessa árs en “Odessa” er hinsvegar besta partíið. Caribou klippir og límir saman snilldarlegt stuðmósaík sem auðvelt er að hrífast af. Sömplin eru svöl, bassalínan er feit, taktarnir þéttir og söngur Daniels Snaith er eitthvað svo yndislega ámátlegur.

1. Titus Andronicus – A More Perfect Union

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sko. Fyrst þrumar Abraham Lincoln yfir þér, svo tekur við ný-pönk stemning í anda Against Me!, eftir það ómar eðal gítarrokk að hætti Dinousaur Jr. – svona heldur þessi ófyrirsjáanleg atburðarás endalaust áfram. Hinar og þessar stefnur rokksins eru ýmist endurskapaðar, skopstældar eða afbakaðar í þessu sjö mínútna verki. Titus Andronicus útbýr hér lag sem er allt í senn kraftmikið, grípandi, óþolandi, eitursvalt, melódískt, kaótískt, fyndið, frumlegt, kunnuglegt,  … ég er læt þetta gott heita. Hlustið bara á þessa snilld!

Unknown Mortal Orchestra

Þegar maður heyrir minnst á tónlist sem sameina á, undir yfirflokknum “algleymispopp”, allt í senn sækadeliku, hip hop, punk og garage popp, er ekki nema von að maður leggi við hlustir. Það er Portland sveitin Unknown Mortal Orchestra sem tekst á glæsilegan og einkar áheyrilegan hátt að sameina allar þessar ólíku stefnur en útkomuna kallar hún, eins og áður sagði, “algleymispopp”.

Það fyrsta sem kemur upp í hugann, ætli maður sér að finna einhverja samlíkingu, er The Go! Team en tónlist Unknown Mortal Orchestra, sem er, þrátt fyrir að hafa vakið athygli margra, bókstaflega “unknown”, er þó ekki jafn tryllt og hávaðasöm þó vissulega vanti ekki upp á hressleikann.

Unknown Mortal Orchestra gaf nýverið frá sér samnefnda EP plötu í takmörkuðu upplagi og miðað við bössið í kringum þessa huldusveit má þykja líklegt að hún neyðist til að koma úr felum fljótlega og fram fyrir kastljós fjölmiðla.

Rjómajól – 7. desember

Sjöundi gluggi dagatalsins er tileinkaður New York pönkurunum í Ramones. Um jólaleitið 1987 kom lagið “Merry Christmas (I Don’t Want To Fight Tonight)” út sem B-hlið á smáskífu. Í dag er lagið raunar orðið þekktara en sjálf A-hliðin. Merkilegt nokk þá nær jólastuðið að skila sér í gegnum einfalt pönkið – sem er bara gott og blessað.

Ég ætla svo að leyfa ábreiðu af laginu að fljóta með. Það er Asobi Seksu, önnur New York sveit, sem breiðir yfir lagið og lukkast það bara bærilega hjá þeim. Bandið gaf smellinn út á sjö tommu árið 2007 á vegum One Little Indian.

Ramones – Merry Christmas (I Don’t Want To Fight Tonight).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Asobi Seksu – Merry Christmas (I Don’t Want To Fight Tonight).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.