Morðingjar fara í sparifötin

Popppönk hljómsveitin Morðingjarnir hefur sent frá sér jólasmáskífuna Jólafeitabolla. Fæst hún í rafrænu formi á öllum helstu tónlistarveitum landsins, svo sem gogoyoko, tónlist.is og vefverslun Havarí. Smáskífan inniheldur tvö jólalög, annað er nýtt lag úr smiðju Morðingjanna sjálfa og nefnist það “Jólafeitabolla” og hitt er ábreiða á hinu þekkta lagi “Þú komst með jólin til mín”. Morðingjarnir fengu góða gesti til aðstoðar við upptökur á lögunum tveim. Jens Hansson úr Sálinni hans Jóns míns þenur saxófóninn í “Jólafeitabollu” og svo syngur Þórunn Antonía með Hauki í “Þú komst með jólin til mín”.

Jólafeitabolla hefur fengið að hljóma talsvert í eyrum landsmanna síðustu daga þar sem lagið er notað af Skjánum til að kynna jóladagskrá sína.

Lögin munu einnig koma út sem jólakort á næstu dögum og munu þau fást í öllum helstu verslunum. Hverju korti fylgir niðurhalskóði og geta viðtakendur kortanna náð sér í lögin á heimasíðunni www.kimirecords.com. Kortið er hannað af Hauki Morðingja og Svavari Pétri Eysteinssyni.

Lögin voru tekin upp og að öllu leyti unnin af upptökusnillingnum Axeli ‘Flex’ Árnasyni í Stúdíó Reflex.

Bobby Conn á Bakkus 3. Des.

Bobby Conn er bandarískur tónlistarmaður búsettur í Chicago en hann starfar oft með listamönnum á borð við tónlistarmennina Colby Starck, Jim O’Rourke og kvikmyndagerðar manninum Usama Alshaibi. Árið 2003, próduseraði Bobby Conn upptökur fyrir bresku pönksveitina The Cribs.

Tónleikar Bobby Conn, sem þykir mikil cult hetja í bandaríkjunum og evrópu, eru liður í að fylgja eftir endurútgáfu á plötu hans RISE UP! en til þessa hefur hann gefið út fimm breiðskífur; Bobby Conn (1997), Rise Up! (1998), The Golden Age (2001), The Homeland (2004) og King For A Day (2007), ásamt tónleika plötunni Live Classics (2005) og EP plötunni Lovessongs (1999)

Miðar á Tónleika Bobby Conn fást á eftirfarandi stöðum í Havarí, 12 Tónum og Bakkus. Miðaverð einungis 1500kr. og fylgir stór bjór með.

Bobby Conn – Never Get Ahead

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bubbi – Sögur af ást, landi og þjóð

Í ár eru 30 ár síðan fyrsta sólóplata Bubba Morthens kom út en það var platan Ísbjarnarblús sem kom út 17. júní 1980. Af því tilefni er nú komin út þreföld plata með 60 lögum Bubba frá öllum ferlinum og eru hljómsveitirnar þá taldar með, Utangarðsmenn, Ego, Das Kapital, MX 21 og GCD.

Þessi glæsilega ferilsútgáfa kemur einnig út í sérútgáfu í takmörkuðu upplagi sem inniheldur plöturnar þrjár ásamt DVD-mynddiski með myndböndum frá ferlinum og völdum tónleikaupptökum. Ferilspakkinn inniheldur 60 lög, eins og áður sagði og er eitt nýtt lag á meðal þeirrra en það er nýja lagið “Sól” sem hefur heyrst á útvarpsstöðvum landsins undanfarnar vikur og hefur fengið afar góðar viðtökur.

Með útgáfunni fylgir veglegur bæklingur með myndum frá ferlinum og mikið af áður óbirtum myndum. 30 ára ferilsútgáfa Bubba fékk nafnið Sögur af ást, landi og þjóð en með því heiti er vísða til ýmissa minna í útgáfum og textagerð Bubba í gegnum árin.

Bubbi – Blindsker (með Das kapital)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Æsandi, eldheit og matarmikil indiesúpa fyrir vikuna

Hér er matarmikil og rjúkandi heit súpa sem ég mallaði í morgun. Innihaldið er allskonar og mikið af stórum bitum. Hún ætti að metta jafnvel hörðustu átvögl þessi. Lofa.

Surfer Blood – Swim (To Reach The End)
Eitt af lögum ársins af Astro Coast sem verður að teljast ein af plötum ársins

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beach House – Norway
Lag af plötunni Teen Dream sem einnig verður að teljast með þeim betri sem komið hefur út á árinu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fang Island ft. Andrew W.K – Patterns on the Wall
Tekið af 7″ sem gefin var út í 500 eintökum á Bandcamp síðu sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egyptian Hip Hop – Moon Crooner
Tekið af EP plötunni Some Reptiles Grew Wings sem kom út fyrr á árinu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Southerly – Inglorious Finale
Tekið af Inglorious Debut sem væntanleg er 18. janúar næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beat Connection – In the Water
Tekið af sjálfútgefinni EP plötu sem nefnist Surf Noir.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Titus Andronicus – A More Perfect Union
Tekið af plötunni The Monitor sem kom út fyrr á áriu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.The Tallest Man On Earth – King Of Spain

Tekið af plötunni The Wild Hunt sem kom út fyrr á árinu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Twin Shadow – I Can’t Wait
Lag tekið af plötunni Forget sem kom út nýverið.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dagskrá helgarinnar á Faktorý

Föstudagskvöldið 12. nóvember
Gun Outfit (USA)

Fram koma:  Gun Outfit, My Summer as a Salvation Soldier, Saktmóðigur og Me, the Slumbering Napoleon. Hefst veislan kl. 23:00 og kostar litlar 1000 Krónur inn.

Jaðarrokk hljómsveitin Gun Outfit kemur frá bænum Olympia í Washingtonfylki Bandaríkjanna. Hljómseitin er ein sú umtalaðasta í sínum geira þar vestra þessa dagana og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir bræðing sinn af tilraunakenndu indí rokki og pönki sem hefur oft verið líkt við einhverskonar hrærigraut af Dinosaur Jr, Sonic Youth og Meat Puppets. Hljómsveitin hefur gefið út tvær plötur í fullri lengd og hafa þær báðar komið út á útgáfu þeirra No Age manna PPM (sem hefur gefið út meðal annars Liars, Wavves, Best Coast og Abe Vigoda).

Hljómsveitin kemur við á Íslandi á leiðinni heim af tónleika ferð um evrópu og mun spila á þrennum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu.

Gun Outfit – Guilt and Regret

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gun Outfit – Washed Up

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Laugardagskvöldið 13. nóvember
Bjartmar og Bergrisarnir

Á Faktorý á laugardaginn verð haldnir tónleikar með hinum mikla meistara Bjartmari Guðlaugssyni og hljómsveit hans, Bergrisunum. Fjörið hefst á slaginu kl. 23:00. Aðgangseyrir er 1000 kr.

Bjartmar og Bergrisarnir sendu nýverið frá sér plötuna Skrýtin veröld sem er troðfull af smellum en lögin “Negril”, “Feik meik” og “Í gallann Allan” hafa gert það gott á öldum ljósvakans.

Bjartmar og Bergrisarnir – Feik Meik

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

S. H. Draumur spilar GOÐ á Sódómu og Græna Hattinum

Rokkhljómsveitin S. H. Draumur gekk aftur eftir 17 ára hlé og spilaði fyrir fullu NASA á Airwaves á dögunum. Tilefni endurkomunnar var útkoma viðhafnarútgáfunnar GOÐ+ þar sem allur útgáfuferill sveitarinnar er undir, en platan GOÐ (frá 1987) er í sérstöku öndvegi. Nasa tónleikarnir tókust frábærlega enda bandið líklega þéttara og betra en það var nokkurn tímann á sínu upphaflega skeiði.

Nú ætlar hljómsveitin að spila plötuna GOÐ í heild sinni í fyrsta skipti – auk annarra laga en aðeins verður um tvenna tónleika að ræða:

  • Á Græna Hattinum á Akureyri laugardagskvöldið 20. nóvember. Þetta verður í fyrsta skipti sem S. H. Draumur spilar á Akureyri (og ekki seinna vænna!) Um upphitun sér tríóið Suicide Coffee frá Akureyri. Miðaverð er 2.000 krónur og er miðasala hafin á Græna hattinum.
  • Á Sódómu Reykjavík laugardagskvöldið 4. desember. Hljómsveitin Skelkur í Bringu hitar upp. Takmarkað magn miða er í boði. Miðaverð er 2.200 krónur og hefst miðasala á midi.is á morgun, þriðjudaginn 2. nóvember kl. 10:00.

S.H. Draumur – Glæpur gegn ríkinu

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

S.H. Draumur – Öxnadalsheiði

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Saktmóðigur

Hljómsveitin Saktmóðigur, sem á tuttugu ára starfsafmæli um þessar mundir, skellti sér í stúdíó fyrr á árinu og tók upp efni sem verður vonandi gefið út á breiðskífu á næstu mánuðum. Þar á meðal er meðfylgjandi lag, “2007”, sem þegar hefur verið gefið út sem smáskífa á gogoyoko. Við bíðum spennt eftir að heyra meira frá þessari fornfrægu sveit.

Saktmóðigur – 2007

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Internetið í sjónvarpið?

Hljómsveitin Reykjavík! og leikstjórinn Árni Sveinsson kynna stolt afrakstur samstarfs síns, en það er einmitt dálaglegt tónlistarmyndband við lagið sívinsæla “Internet”.

Myndbandið var tekið upp eitt ljúft föstudagskvöld á ölkránni góðu Kaffibarnum. Vopnuð þremur myndavélum, tveimur vodkaflöskum og bjórkút bauð Reykjavík! vinum sínum og vandamönnum í partý, sem Árni og tökulið hans skrásettu af mikilli natni og elju.

Þema myndbandsins er víðfeðmt, en kenna má grunnstef eins og firringu nútímamannsins, þrúgun kynjaðs velferðarkerfis og leit að sannleikanum.

Sjón er sögu ríkari!

Dauðsföll í vikunni

Í vikunni sem er að ljúka féllu a.m.k. tveir einstaklega færir tónlistarmenn frá. Í anda nútímans munum við minnast þeirra á Youtube.

Síðasta sunnudag lést bandaríski rapparinn Eyedea, aðeins 29 ára. Hann var helst þekktur sem helmingur hins “hugsandi” rappdúetts Eyedea & Abilities, og sem einhver besti free-style rappari sinnar kynslóðar.

Á miðvikudaginn féll síðan Ari Up, söngspíra kvennapönksveitarinnar The Slits, frá. Hún var 48 ára þegar hún lést úr krabbameini. Þess má geta að ég ætlaði að sjá The Slits á tónleikum í maí, en þeim var frestað á síðustu stundu.

RVIVR á Íslandi

Það er alltaf gleðiefni þegar spennandi pönksveitir heimsækja landann. Nú í vikunni mun melódíska pönkbandið RVIVR frá indíhöfuðborginni Olympia í Washington-fylki Bandaríkjann koma til landsins.  Hljómsveitin mun spila á tvennum tónleikum.
Fyrri tónleikarnir sem eru opnir öllum aldurshópum er í kvöld (Þriðjudaginn 19.okt) í Hellinum í Tónlistarþróunarmiðstöðinni út á Granda. Upphitun verður í höndum Muck, Logn og Tentacles of Doom. Tónleikarnir byrja klukkan 20:00 og kostar 500 krónur inn.
Seinni tónleikarnir verða annað kvöld (Miðvikudaginn 20.okt) á Faktorý við Smiðjustíg.  Giggið byrjar klukkan 22:00 og ásamt RVIVR koma Reykjavík!, Manslaughter og The Deathmetal Supersquad fram. Aðgangseyrir er 1000 krónur og aldurstakmark 20 ár.

Þess má geta að hægt er að ná í sjálftitlaða breiðskífu RVIVR á slóðinni http://www.rumbletowne.com/rtr/rtr-releases/RTR-009 til þess að geta örugglega öskrað með um leið og maður hoppar inn í mosh-pittinn.

RVIVR – Edge of Living

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt erlent

Dale Earnhardt Jr .Jr. – Vocal Chords
Hressilegt listapopp. Svona diet útgáfa af Yeasayer myndi ég halda. Er að finna á plötunni Horse Power.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

ArpLine – Fold Up Like A Piece of Paper
Tekið af samnefndri plötu. Söngvarinn minnir mig á Brett Anderson úr Suede sem gerir lagið enn ánægjulegra áheyrnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bear Hands – What a Drag
Lag af samnefndri plötu. Minnir óneitanlega svoldið á Modest Mouse. Ágætt.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

John Grant – Marz
Tilfinningaríkt barrokk folk í ætt við Midlake. Tekið af plötunni Queen of Denmark.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pretty and Nice – Tora Tora Tora
Hressilegt indie rokk með keim af pönki. Tekið af plötunni Get Young.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

S.H. Draumur – Goð+

Einkunn: 5+
Útgáfuár: 2010
Útgáfa:
Kimi

Hljómsveitin S.H. Draumur hefur nú komið saman aftur 22 árum eftir að hún lagði upp laupana og spilar á Airwaves hátíðinni í ár. Tilefnið er útkoma Goð+ sem eins og nafnið gefur til kynna inniheldur plötuna Goð frá árinu 1987 auk valins aukaefnis á tveimur geislaplötum, þ.e. stuttskífurnar Bensín skrímslið skríður (1985), Drap mann með skóflu EP (1987) og Bless (1988) og óútgefin demó og tónleikaupptökur. Árið 1993 kom út safndiskurinn Allt heila klabbið sem seldist fljótlega upp en útgáfan nú er mun veglegri, bæði eru hljómgæðin bætt svo um munar og aukalögin eru mun fleiri. Útgáfan nú er því þörf, tímabær og vel þegin.

S.H. Draumur – Glæpur gegn ríkinu (af Goð, 1987)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fyrri diskurinn inniheldur Goð sjálfa, sem hefst með upphafslínunum “mér stendur á sama…” og setur tóninn fyrir plötuna þar sem pönkandi, unglingauppreisn og angist svífur yfir vötnum. Goð er ein af þessum fágætu plötum sem virðast fullkomnar; fjölbreytt en þó heilsteypt – útpæld en þó áreynslulaus. Textarnir eru hnyttnir og skemmtilegir og smella frábærlega við tónlistina. Þeir vekja upp myndræna stemningu og eru hver eins og lítil saga – það er ekki vart hægt að hlusta á lögin án þess að sjá samstundis fyrir sér leðurklæddan mótorhjólakappa á ferð yfir auðnina (Helmút á mótorhjóli), hræsnandi hippa (Sýrubælið brennur), einmana fullann sjómann (Engin ævintýri) eða ungling frjósandi í hel eftir misheppnaðan flótta af heimavistinni (Öxnardalsheiði).

S.H. Draumur – Öxnadalsheiði (af Goð, 1987)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hinar plötur S.H. Draums standa Goð lítt að baki, þó hún sé klárlega sveitarinnar þéttasta og fullkomnasta verk. Þær hafa hver um sig sín einkenni, Bensín skrímslið skríður er hrárri, Drap mann með skóflu er pönkaðri og Bless er fínpússaðri en fyrri verk, vísbending um hvað hefði getað orðið ef sveitin hefði haldið áfram (hluti meðlima hélt reyndar áfram undir nafninu Bless en áherslur og hljómur breyttist nokkuð með nafninu nýja).

Aukaefnið í G0ð+ pakkanum er veglegt. Meginuppistaðan eru demóupptökur frá árunum 1982-1984 og má á þeim heyra þróun sveitarinnar frá stofnun og að útgáfu Bensín skrímslið skríður. Heyra má hvernig sveitin færði sig hægt og bítandi úr kröftugu hrápönki yfir á þróaðri nýbylgjulendur og má vel ímynda sér sveitarmeðlimi sitja og pæla í Birthday Party og skyldum sveitum milli æfinga (lagið “Gunni kóngur” minnir mig a.m.k. ögn á “Nick The Stripper”). Einnig fylgja nokkrar tónleikaupptökur frá seinni hluta ferlisins og stendur “Nótt eins og þessi” klárlega upp úr, en lagið hefur sérstakan tónleikasjarma sem ef til vill hefði týnst í hljóðversupptöku. Vert er að geta að ef pakkinn er verslaður á heimasíðu Havarí fylgir með stafrænt niðurhal af plötunni Goð++ sem inniheldur 14 óútgefin lög til viðbótar! Gaman hefði verið að heyra einnig demó og læf upptökur af þeim lögum sem rötuðu á opinberar útgáfu sveitarinnar – en það verður líklega að bíða um sinn (hint hint fyrir næstu endurútgáfu).

Ég hef átt langt samband við þessa S.H. Draum – allt frá því að ég keypti Allt heila klabbið á útsölu í Takti fyrir meira en 15 árum síðan, hafandi rétt heyrt eitt eða tvö lög með sveitinni. Ég féll gjörsamlega fyrir tónlistinni og bjargaði hljómsveitin mér frá leiðindum í löngu kennaraverkfalli. Útgáfa Goð+ er því eins og heimsókn frá gömlum vini, sem nú hefur ekki eingungis fengið vel heppnaða yfirhalningu heldur einnig elst alveg einstaklega vel.

S.H. Draumur – Dýr á braut (af Bless, 1988)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Goð er líklega eitt vanmetnasta meistaraverk íslenskrar tónlistarsögu, sem að hluta til má kenna því um hversu lengi hún og annað efni sveitarinnar hefur verið ófáanlegt. Plötur S.H. Draums voru sjálfútgefnar og í litlum upplögum enda var sveitin kyrfilega staðsett utangarðs og neðanjarðar þegar hún starfaði, en er þó klárlega meðal bestu hljómsveita sem störfuðu hér á landi á 9. áratugnum – og jafnvel þó víða væri leitað í tíma og rúmi. Það hefur því verið fámennur en tryggur hlustendahópur sem haldið hefur minningu hljómsveitarinnar í heiðri, á meðan flestir þekkja hana rétt af afspurn eða hreint alls ekki. En þessi endurútgáfa núna ætti að vekja nýjar kynslóðir til vitundar um þessa frábæru tónlist og skipa sveitina á þann stall í íslenskri tónlistarsögu sem hún á skilið – sem ein besta rokksveit sem landið okkar hefur af sér alið.

Goð+ með S.H. Draumi

Á morgun, fimmtudaginn 7. október, mun hljómplatan Goð+ með neðanjarðar rokksveitinni S.H. Draumi koma út í rafrænni forsölu. Salan fer fram á glænýjum vef verslunarinnar Havarí, www.havari.is. Þar verður einnig að finna allskyns aukaefni og efni sem komst ekki fyrir á endurútgáfunni.

Goð+ er tveggja diska endurútgáfupakki S.H. Draums og inniheldur pakkinn næstum því allt hljóðritað efni hljómsveitarinnar ásamt hnausþykkum bæklingi með textum og söguágripi. Hljómplatan Goð var endurhljómjöfnuð við þetta tilefni af töframanninum Aroni Arnarsyni ásamt öðru efni hljómsveitarinnar. Í rafrænni forsölu verður þetta mikla verk fáanlegt strax til niðurhals að morgni þess 7. október ásamt því efni sem ekki komst fyrir á plötunni. Rauneintak verður svo sent kaupendum innan nokkurra daga. Goð+ verður svo fáanleg í verslunum þann 13. október. Kimi Records stendur að útgáfu Goð+ með Gunnari Lárusi Hjálmarssyni.

S.H. Draumur kemur saman eftir 17 ára hlé til að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og munu leika á Nasa þann 14. október ásamt Ham, Reykjavík!, Kimono, Fist Fokkers og Ensími. Einnig stefnir hljómsveitin á sérstaka Goð-tónleika í lok nóvember bæði á Akureyri og í Reykjavík. Þar verður Goð platan leikin i heild sinni í fyrsta og eina skipti.

S.H. Draumur – Trúboði

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Airwavesæfing 7. október

Hljómsveitirnar Just Another Snake Cult, Skelkur í bringu og The Heavy Experience eru heldur betur æstar í Airwaves hátíðina í næstu viku og vilja standa sig vel þar.  Í tilefni af því verða æfingatónleikar á Venue á fimmtudaginn 7. október þar sem öllum er velkomið að koma að æfa sig í að hlusta, dansa eða öðru sem áhorfendur gera!

Just Another Snake Cult hefur aðeins einu sinni komið fram sem heil hljómsveit, en síðan þá hafa orðið bassaleikaraskipti, svo þau þurfa heldur betur að æfa sig í að spila á tónleikum.  Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til Santa Cruz í Californiu en forsprakki sveitarinnar, Þórir Bogason hefur búið þar bróðurhluta æfi sinnar.  Hann flutti til Íslands með plötu í farteskinu og setti saman hljómsveit.  Platan kemur út á vegum Brak hljómplatna einmitt tónleikadaginn, 7. október.

Skelkur í bringu hafa verið áberandi í tónleikamenningu Reykjavíkur, en þó lítið undanfarið ár.  Síðast spilaði sveitin í september 2009 en er loksins komin aftur í tónleikagírinn, þéttari en nokkru sinni áður!

The Heavy Experience er meðal áhugaverðari sveita þetta árið en strákarnir í sveitinni spila tilraunakennda drunutónlist sem gætir áhrifum frá vestra-kvikmyndatónlist og inniheldur saxófónleikara.

Það kostar ekkert inn á tónleikana og þeir hefjast klukkan 21:00

Just Another Snake Cult – The Dionysian Season

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Skelkur Í Bringu – Þjóðhátíð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Heavy Expreience – Live á Sódoma 2010-03-04 (Þórir Snake Cult tók upp)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Úr Pósthólfinu

Þá er komið að því enn og aftur, lömbin mín, að bregða undir sig betri fætinum og valhoppa ofan í pósthyrslur Rjómans. Þar er alltaf eitthvað spennandi, óvænt og ánægjulegt að finna. Við skulum sjá hversu snemma Jólin koma í þetta skiptið.

Zach Hill – Memo to the man
Zach er einn fjölhæfasti trommarinn í bransanum í dag og hefur unnið með heilum helvítis helling af nafntoguðum listamönnum sem margir hverjir koma fram á nýjustu plötu kappans sem nefnist Fat Face. Meðal þeirra sem leggja honum lið eru Devendra Banhart, No Age, Guillermo Scott Herren (Prefuse 73), Greg Saunier (Deerhoof), Nick Reinhart (Tera Melos, Bygones) og Robby Moncrieff (Raleigh Moncrieff). Meðfylgjandi er fyrsta lag plötunnar sem væntanleg er 19. október næskomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cusses – Custody Master
Skemmtilega hávaðasamt tríó með fljóðbylgju gítar sem minnir óneitanlega á bernskubrek Yeah, Yeah, Yeah’s.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Peelander-Z – E-I-E-I-O
Létt flippað tríó frá Brooklyn sem básúnar hér yfir allt og alla pönk og ska útgáfu sinni af barnaþulunni amerísku “Old McDonald”.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Wagner Logic – Years From Now
Enn eitt tríóið, í þetta skipti frá Alaska. Lagið er tekið af nýútkominni samnefndri plötu sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kaka – Below this sun
Það finnst öllum kökur góðar og ekki er verra ef þær eru sænskar. Lagið er tekið af annari plötu Kaka, Candyman, sem væntanleg er snemma á næsta ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Mike – Lights and Sounds Mixtape
Tæplega 40 mínútna hipster mix þar sem margir af nafntoguðustu listamönnum samtímans eru teknir fyrir á einn hátt eða annan. Inniheldur m.a. lög með Friendly Fires, Chromeo, Yeah Yeah Yeahs, The Eurythmics, Major Lazer, Big Boi og Kanye West.

Titus Andronicus

Sótölvaður Conor Oberst að syngja írska drykkjusöngva með ofvirkt afkvæmi Neutral Milk Hotel og Against Me! á hljóðfærunum.

Einhvern veginn þannig hljómar hljómsveitin Titus Andronicus frá Glen Rock í New Jersey-fylki Bandaríkjanna.

Platan The Monitor sem kom út í mars er einhver sú skemmtilegasta sem komið hefur út í ár að mínu mati. Hún er stútfull af hressilegu lífsleiða-rokki með svona ,,hætt’essu þunglyndi og farð’á fyllerí” fíling gegnumgangandi. Svo er ekki verra að hljómsveitin sparar ekki gáfulegar vísanir og tengingar í bókmenntasöguna og poppmenningu. Svo dæmi séu tekin er Titus Andronicus nafnið á fyrsta harmleik Shakespeare, The Monitor er þemaplata um Bandarísku borgarastyrjöldina, og laganöfnin eru m.a. “Richard II” og “The Theme From ‘Cheers'”. Rokklúðar elska þetta en nördaskapurinn mun líklega fljúga framhjá flestum heilbrigðari einstaklingum, og fara sérstaklega í taugarnar á þeim sem hafa minnimáttarkennd yfir Trivial Pursuit getu sinni.

Titus Andronicus – A More Perfect Union

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Titus Andronicus – No Future Part Three: Escape From No Future

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ómar Ragnarsson

Hið eina sanna óskabarn þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson, er sjötugur í dag. Af því tilefni hafa Pollapönkararnir ákveðið að gefa frítt til niðurhals óð um þennan mikla meistara sem heitir að sjálfsögðu “Ómar Ragnarsson”. Lagið má nálgast á Tónlist.is og hljómar það einnig hér að neðan.

Til hamingju með daginn Ómar!

Pollapönk – Ómar Ragnarsson

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Íslenskt að sjálfsögðu

Íslenskir tónlistarmenn eru flestir afar duglegir að nýta sér kynningar- og dreyfingarmátt hinna ýmsu netmiðla og vefþjónusta. Ég tók mér, fyrir forvitnissakir, smá rúnt á tónlistarvefnum Soundcloud og fann þar eitt og annað ansi áhugavert. Rétt er að taka fram að hér er aðeins um lítið brot af þeirri íslensku tónlist sem á vef þessum er að finna. Þar af eru raftónlistarmenn afar fyrirferðamiklir en ég held ég splæsi nú bara sér færslu á þá seinna, slíkur er fjöldinn.

Berndsen – Young Boy

Leaves – Dragonflies

Pollapönk – Pönkafinn

Reykjavík! – Repticon

Yoda Remote – Spacelove

Úlfynja – Rabbit in a hat

Snorri helgason – Gone

Pondus – Not Again

Sigur Rós – Starálfur