Úr pósthólfinu

Enn og aftur hefur ritstjóri verið heimtur úr helju eftir æsilega svaðilför um hyldjúpar hvelfingar pósthólfa Rjómans. Úr för sinni snéri hann heim með eftirfarandi gersemar:

The Kindergarten Circus – Twin Evils
Einhverskonar blanda af White Stripes, Black Sabbath og Iggy Pop and The Stooges. Tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar sem heitir No More Wizards og kemur út þann 5. næsta mánaðar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Return To Mono – Framebraker
Áferðafallegt og menntað rafpopp frá þessu tríói frá San Francisco. Lagið er titillag nýjustu plötu sveitarinnar sem væntanleg er þann 10. nóvember næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Lonely Forest – Live There
Tekið af samnefndri  EP plötu sveitarinnar sem kemur út á morgun.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Gay Blades – Try To Understand
Af væntanlegri plötu sveitarinnar sem kemur út fimmta október og heitir Savages.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moby – Feeling So Real (Don Diablo remix)
Ofur DJ-inn Don Diablo tekur gamla rave klassíkerinn hans Moby og skellir í hressilega þeytivindu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pro~Ef – Brown Out Mix
Afar hugvitsamleg og áheyrileg blanda af jazzi, hægu hip-hoppi og skeífuþeytingum. Fyrsta plata Pro~Ef er væntanleg þann 21. þessa mánaðar og heitir Compression Chamber.

Hannes Smith – 5810
Myndband sem Gunnar Konráðsson gerði við tónlist Hannes Smith en myndbandið er einskonar kveðjugjöf Gunnars og til minningar um dvöl Hannes Smith hér á landi.

Ný plata frá Slugs

Subburokksveitin Slugs hefur ekki látið i sér heyra almennilega frá því að samnefnd frumraun kom út fyrir tveimur árum. Nú er komin út ný plata með bandinu og nefnist hún Thorgeirsboli (eða The Bull of Thorgeir, ég er ekki alveg viss). Spilamennskan hefur ekkert batnað, en grípandi melódíur,  subbuskapur og brjálæði eru í hávegum höfð að venju. Vonandi fara þeir að spila aftur á tónleikum bráðum, enda stórskemmtilegt tónleikaband.

Hægt er að hluta á plötuna í heild sinni á mypsace.com/slugsogslabb
Tjékkið á þessu baneitraða dóti.

Gavin Portland og Fist Fokkers á Kaffistofunni

Besta íslenska rokksveit síðari ára að mínu mati er án vafa harðkjarnasveitin Gavin Portland.

Þeir laumuðu út langþráðri plötu í febrúar, sem nefnist hinum upplífgandi titli Hand in Hand With Trators, Back to Back With Whores.
Platan er þeysireið um heima þungarokks, pönks og indís knúin áfram af heimshryggð, tilfinningum og reiði.

Sveitin kemur sjaldan fram og er það því gleðiefni fyrir rokkhunda landsins að fá loks tækifæri að bera hana augum. Tónleikarnir fara fram annað kvöld, fimmtudaginn 26.september í Kaffistofunni, Nemendagalleríi Listaháskólans á Hverfisgötu.

Ásamt Gavin Portland kemur skíta-pönkdúettinn Fist Fokkers fram, en þeir koma víst klyfjaðir nýju efni eftir allt of langa pásu.

Tónleikarnir hefjast 19:30 og kostar litlar 500 krónur inn. Örfá eintök af nýju plötunni með GP verða til sölu, svo það er um að gera að mæta snemma og tryggja sér gúmmelaðið.

Gavin Portland – February

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gavin Portland – Holy Terror, Hidden Hand (á Menningarnótt 2010)

100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar og endurkoma Þeysara

Í dag eru 100 ár liðin frá útkomu fyrstu íslensku hljómplötunnar með íslensku sönglagi en það var “Dalvísur” með Pétri A. Jónssyni. Að því tilefni verður slegið upp veglegri dagsskrá í Norræna húsinu auk þess sem söguleg sýning á íslensku hljómplötunni verður í anddyri og stendur frá 23. – 27. ágúst.

Dagskrá:

13:15 Skiptimarkaður í anddyri þar sem safnarar og aðrir unnendur tónlistar hittast og bera saman plötur sínar.
14:00 Barnadagskrá – Gradualekór Langholtskirkju flytur syrpu af þekktum barnalögum frá 1965 – 1985.
14:50 Ómar Ragnarsson heiðraður fyrir textagerð.
15:10 Einsöngur – Garðar Thor Cortes syngur Dalvísur og önnur lög af íslenskum hljómplötunum.
15:40 Ólafur Þór Þorsteinsson flytur erindi um fyrstu íslensku hljómplötuna og sögu 78 snúninga plötunnar.
16:10 Ragnar Bjarnason flytur nokkur lög sem komu út á fyrstu íslensku 45 snúninga plötunum.
17:10 Jónatan Garðarsson fjallar um íslenskar smáskífur og rokktímann milli 1950–1960
17:50 Fjórtán Fóstbræður syngja nokkrar lagasyrpur.
18:10 Gunnar Svavarsson ræðir um hæggengar hljómplötur – LP og SG hljómplötur.
19:00 Skiptimarkaður í anddyri þar sem safnarar og aðrir unnendur tónlistar hittast og bera saman plötur sínar.
21:00 Hljómsveitin Þeyr flytur frumsamið efni í tilefni 30 ára starfsafmælis en hljómsveitin kom fyrst fram í Norræna húsinu 18. Nóvember 1980.
23:00 Lok

Aðgangur að dagskránni er ókeypis.

Kynnir á dagskránni verður Dóri DNA (Halldór Halldórsson)

Þeyr – 2999

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þeyr – Killer Boogie

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Meira úr pósthólfinu

Leyndardómar pósthólfa Rjómans eru margir og þar er vítt til veggja og langt til botns. Eftir æsilega svaðilför í eitt pósthólfanna fann ritstjóri ýmsa áður óheyrða tónlist sem hann flutti með sér í skjóli nætur aftur til höfuðstöðva lesendum sínum til yndisauka. Meðfylgjandi eru fimm afar áheyrileg og fjölbreytt lög sem komu upp úr krafsinu og er óhætt að ímynda sér að allir ættu að finna í þeim eitthvað við sitt hæfi.

Terrapin Pond – Medicines and Motions
Fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu sveitarinnar sem kemur út þann 24. þessa mánaðar og heitir Calling All Stations.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

TV Buddhas – Let Me Sleep
Fyrsta smáskífa af samnefndri EP plötu sveitarinnar sem væntanleg er í lok mánaðar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

TeraMelos – Frozen Zoo
Af væntanlegri plötu sveitarinnar Patagonian Rats sem kemur út 7. næsta mánaðar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lost In The Trees – Walk Around The Lake
Tekið af plötunni All Alone in an Empty House sem kom fyrst út 2008 en hefur nú verið endurunnin og verður endurútgefin í næsta mánuði hjá Anti Records.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rich Aucoin – Push
Tekið af væntangri EP plötu Rich Aucoin sem heita mun Public Publication og verður aðeins fáanleg í stafrænu formi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Norn

Á netinu kemur út heill hellingur af íslensku efni sem kemur ekki fyrir sjónir almennings annaðhvort vegna þess að listamennirnir nenna/geta ekki auglýst efnið eða af því að það er of mikið úti á jaðrinum til þess að fólk kynni sér það. Eitt slíkt band er Norn sem er skipuð þeim Alexöndru (Tentacles of Doom) og Fannari (Deathmetal Supersquad og Tentacles of Doom). Í apríl settu þau inn á netið 3 lög sem þau tóku með dyggri aðstoð Þóris Georgs. Tónlistin er að þeirra sögn drungapönk í anda Wipers, Christian Death og Vonbrigða. Lögunum má hlaða niður af mediafire, alveg ókeypis. En til að auðvelda ykkur þetta ætla ég að setja upp fyrsta lagið Nótt hérna fyrir neðan.

Norn – Nótt

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Úr pósthólfinu – þriðji hluti

Jæja, þá er það þriðji hluti. Þið vitið hvernig þetta gengur fyrir sig er það ekki? Allt skal lagið hafa og allt eftir kúnstarinnar reglum! Hafið kaffibollann klárann því þessi er í lengri kantinum.

Jesus Makes The Shotgun Sound – Janessa Sais Quoi
Nei, þetta er ekki Eurovision lag en og glögglega má heyra. Væri samt áhugavert ef svo væri. Hér er á ferð önnur smáskífan af EP plötunni Damnant Quod Non Intelligunt með tilraunakenndu Suður Kaliforníusveitinni Jesus Makes The Shotgun Sound. Þessu bandi er óhætt að fylgjast nánar með í framtíðinni!

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Julius C – Don’t Want Anybody
Hressir strákar frá New York sem gáfu í síðasta mánuði út sína fyrstu plötu sem heitir OK,OK.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Simple
Frá Chapel Hill í Norður Karolínu kemur hin einfalda sveit Simple. Hún er kannski ekki alveg svo einföld en spilar þó beinskeitt og ómengað post punk með áhrifum sem ná ein 30 ár aftur í tímann. Svo má heyra tilvísanir í Dinosaur Jr. og jafnvel smá Neil Young inn á milli.

Simple – Take My Hand

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Simple – The Conversation

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Simple – Signs In The Sky

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tricky – Murder Weapon
Hver man ekki eftir Tricky? Nú er kapinn mættur enn á ný og með nýtt lag í fararteskinu og í því hljóðbút af einu frægasta riffi sögunnar úr Peter Gunn eftir Henry Mancini.

Red Sparowes – Giving Birth To Imagined Saviors
Tilkomumikið instrumental rokk af plötu sveitarinnar The Fear is Excruciating, But Therein Lies the Answer sem kom út í ágúst síðastliðinn.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Minor Stars – The Death Of The Sun
Um þessa sveit veit ég því miður ekki baun og engar upplýsingar fylgdu með skeytinu sem okkur barst frá þeim. Áhugasamir geta þó notast við hina alvitru leitarvél Google til að komast að leyndardómum sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fops – Solid Copper Huntress
Nútíma krautrokk löðrandi í 80’s tilvísunum. Ágætis lag af fyrstu plötu þessa tvíeykis sem heitir Yeth, Yeth, Yeth sem kemur út með haustinu. Gott ef ekki er minnst á íslenska fánann þarna í upphafi lags?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sól og Pönk

Á sumrin fæ ég undarlega mikla löngun til þess að hlusta á ýmiskonar þungapönk. Ég tók saman nokkur lög, gömul og ný sem eru föst í spilaranum mínum. Nú er um að gera að taka út rifnu gallabuxurnar, hjólabrettið og ota miðfingrinum upp í loftið.

Innvortis – Hvað Er Þetta Helvítis Eitthvað?

Það er ekki laust við að maður sakni húsvísku pönksveitarinnar Innvortis sem kemur æ sjaldnar saman til þess að spila á tónleikum. Ekki mikið efni liggur eftir sveitina þrátt fyrir laaaaaangan feril, en hér er eitt lag af EP plötunni Andrea.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kid Dynamite – Bookworm

Kid Dynamite var viðurnefni Mike Tysons þegar hann var ennþá ungur og efnilegur boxari. Eins og Tyson er bandið Kid Dynamite löngu hætt að spila en arfleiðin er ekki dáin. “Bookworm” kom út á frumraun sveitarinnar árið 1998.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ceremony – Back in 84

Ceremony eru tiltölulega nýlega búnir að gefa út plötuna Rohnert Park á Deathwish Inc., útgáfufyrirtæki Jacobs Bannons úr Converge. Platan er með þeim áhugaverðari sem ég hef heyrt á árinu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Minor Threat – Stand Up

Minor Threat voru aðeins starfandi í 3 ár frá 1980-83 en hafa haft gríðarleg áhrif á harðkjarnapönk um allan heim. Ian MacKaye hefur verið settur í hálfgerðan dýrlingastól fyrir staðfestu sína gegn ríkjandi öflum í tónlistarbransanum, ótrúlegan dugnað og heiðarleika í öllu því sem hann hefur látið frá sér. Þetta er annað lagið á fyrstu demó-plötu Minor Threat.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fucked Up – Police

Fucked Up frá Toronto í Kanada er mögulega svartasti svanur pönksins í dag. Eitraður kokteill þungapönks og sækadelísks tilraunasúrkáls. Police er meira blátt áfram pönk heldur en það sem síðar hefur komið frá sveitinni.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Monotonix

Frá Tel Aviv í Ísrael kemur bílskúrs-sækadelíurokktríóið Monotonix. Hljómsveitin er alræmd fyrir díonýsíska sviðframkomu uppfulla af siðleysi og glundroða, og hefur hún þess vegna verið bönnuð á vel flestum tónleikastöðum fyrirheitna landsins. Ef áhorfendur vilja lifa af slíka uppákomu er þeim því hollast að dansa almennilega og biðja til rokkguðsins. Fullt af holdi, hári og bjöguðum gíturum!

Monotonix – Body Language

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Stress Carrier

Stress Carrier er lítið en áhugavert plötufyrirtæki sem sérhæfir sig í heimatilbúinni gerðu-það-sjálfur tónlist en þau settu sig í samband við Rjómann og vildu vekja athygli á listamönnum þeim sem þar eru á mála. Við erum svo sannarlega til í að plöggið enda úrvalið óvenju gott af gæða tónlist sem kemur frá ekki stærra batteríi en þessu. Hér að neðan eru tóndæmi með þremur af þeim ágætu listamönnum sem gefa út hjá Stress Carrier.

Fulmarine Petrels – Gold In The Yard
Lo-fi fössrokk með dass af poppi. Tekið af EP plötunni What A Wonderful World.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Das Black Milk – Glass
Ruslakompu pönkrokk. Af plötunni Talk To Your Body.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Girls Galore – Pizza And Soda
Útúrspeisuð og myrk blanda af glam og folk. Tekið af plötunni Sleepy Creap.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Útgáfutónleikar Ljótu Hálfvitanna í Íslensku óperunni

Útgáfutónleikar Ljótu hálfvitanna í Íslensku óperunni þann 5. júní í tilefni útgáfu þriðju plötu sveitarinnar.

Þetta verður sjálfsagt styðsta tónleikagagnrýni sem ég hef skrifað. Ekki vegna þess að tónleikarnir sem um ræðir voru svo vondir, að það taki því ekki að fjalla um þá, heldur vegna þess að það er nánast ógerningur að miðla með orðum þeirri stemmingu, krafti og óbeisluðu gleði sem sem maður upplifir á tónleikum Ljótu Hálfvitanna. Þið verðið eiginlega bara að sjá þá á sviði til að vita um hvað ég er að tala.

Maður getur sannarlega ekki haft eftir grínið og glensið og hárbeittan húmorinn sem er undirstaðan í öllu sem þeir gera. Tónleikar Hálfvitanna eru eiginlega jafn mikið uppistand heldur en hitt, jafnvel einskonar leiksýning. Þó ég telji mig nú fráleitt vera húmorssnauðan einstakling þá er ég langt frá því nógu fyndinn til að jafnvel reyna að hafa eftir sum af þeim gullkornum sem bókstaflega flæddu eins og af færibandi af vörum þeirra. Þið verðið, svo ég endurtaki mig, eiginlega bara sjá þá á sviði til að vita um hvað ég er að tala.

Þó Hálfvitarnir væru seint álitnir landsins færustu hljóðfæraleikarar eru þeir eflaust með þeim hæfileikaríkustu og líflegustu. Manni sýndist enginn þeirra spila á sama hljóðfærið tvö lög í röð og allir virtust þeir jafn hæfir hvort sem um var að ræða blásturs-, ásláttar- eða strengjahljóðfæri. Svo syngja þeir auðvitað allir. Reyndar misvel en það er enginn að spá í því þegar stuðið og gleðin hafa tekið öll völd.

Það var hvergi aumann blett að finna á framkomu, flutningi og umgjörð þessara útgáfutónleika af tilefni þriðju plötu Hálfvitanna en hápunktarnir voru aftur á móti þónokkrir. Satt að segja voru tónleikarnir einn stór hápunktur en ef ég væri tilneyddur til að velja einn umfram aðra þá var innkoma gítarhetjunnar Þráins Árna Baldvinssonar, sem fór hamförum í stórkostlegu gítarsólói, ógleymanleg.

Rjóminn þakkar Ljótu Hálfvitunum kærlega fyrir boðið og stórskemmtilega kvöldstund og hvetur lesendur sína eindregið til að sjá þessa húsvísku gleðigjafa á tónleikum hafi þeir kost á því. Ég held ég geti fullyrt að enginn, jafnvel ekki hörðustu teflonsálir, yrðu sviknar af  því.

Ljótu Hálfvitarnir – Lukkutroll

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ljótu Hálfvitarnir – Hættessu Væli

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Croisztans

Dansk/Íslenska/Croisztanska hljómsveitin Croisztans sendi nýlega frá sér sína þriðju plötu en hún ber hið virðulega og volduga nafn VODKA.

Hljómsveitin Croisztans var stofnuð árið 1997 í Danmörku af fjórum íslendingum, einum dana og einum frakka.  Hljómsveitin starfaði í 2 ár og áorkaði á þeim tíma tvo evróputúra og einn vetur á Íslandi. Hljómsveitin var síðan endurstofnuð í Kaupmannahöfn árið 2004 með töluverðum mannabreytingum. Sexmenningarnir hafa skapað sér nafn í Danmörku með sérdeilis líflegum og kraftmiklum tónleikum.

Croisztans er undir sterkum áhrifum frá austur-evrópskri þjóðlagatónlist og pönki og halda því fram að þeir komi frá hinu undirokaða smáríki Croisztan, í austur Evrópu. Söngur þeirra er á Croisku, og textarnir fjalla um frelsisbaráttu, Croiska þjóðhætti og drykkjuskap.

Croisztans hata að vera líkt við aðrar hjómsveitir, en fyrir þá sem þekkja austur- evrópskt „polka-punk“ þá koma Gogol Bordello upp í hugann.  Croisztans hafa áður sent frá sér albúmið Karta – árið 1998 (ófáanlegt) og Croi Ir Gne Liberi (enn fáanlegt) – árið 2007.  Croisztans eru væntanlegir til Íslands haustið 2010 – til að fylgja plötunni eftir. Annars eru þeir tilbúnir til að spila í skírnum, fermingum, giftingum og jarðarförum – hvenær sem er.

Hljómsveitina Croisztans skipa:

Siggi Óli Pálmason: Söngur
Jón Óskar Gíslason: Gítar
Gunnar Guðmundsson: Trommur
Anders Sylvest: Bassi
Chr. Viktor Rasmussen: Harmonika
Emil Slagtøjvhitz: Ásláttur

Croisztans – Snorri Hver?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rokk

Hér er magnað lag úr leiksýningunni Rokk, sem leikfélagið Hugleikur sýnir í Þjóðleikhúsinu 10. júní nk. Sýningin var nýverið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins í samkeppni sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir árlega. Verkið gerist í æfingahúsnæði hljómsveita og fjallar um samskipti og togstreitu milli hljómsveitanna tveggja sem þar æfa. Önnur er krúttlegt stelpuband en hin er pönkuð strákasveit sem kallast Vanstilltir.

Strákabandið er svolítið upptekið af því að söngvarinn er að verða 27 ára, en margir frægir tónlistarmenn hafa sem kunnugt er fallið frá á því aldursári. Lagið hér að neðan er um það en þar má heyra minnst á fallnar hetjur eins og Jim Morrison, Brian Jones og Janis Joplin.

“27” er eftir Eggert Hilmarsson úr Ljótu hálfvitunum, en textinn er eftir Sigurð H. Pálsson sem á sér þá rokkfortíð að hafa verið frontmaður í hinni goðsagnakenndu sveit Mosi frændi. Í hljómsveitinni eru svo Jón Svavar Jósefsson (söngur), Hjalti Stefán Kristjánsson (bassi) Guðmundur Stefán Þorvaldsson (gítar) og Baldur Ragnarsson (trommur).

Leiksýningin Rokk verður eins og áður sagði sýnd í Þjóðleikhúsinu 10. júní nk.

Vanstilltir – 27

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýjasta plata Hvanndalsbræðra kemur út á morgun

Á morgun kemur nýjasta plata Hvanndalsbræðra í verslanir en á henni er að finna 12 lög og þar á meðal eru smellina “LA LA lagið”, “Fjóla”, “Vinkona”, og Eurovision lagið “Gleði og Glens”. Lagið “Vinsæll” eftir Dr. Gunna í flutningi Hvanndalsbræðra er svo komið í hörkuspilun á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins. Hljómsveitina skipa þeir Sumarliði Hvanndal (bassi og söngur), Valur Hvanndal (trommur og söngur), Pétur Hvanndal (rafgítar og mandólín) og Valmar Hvanndal (fiðla og harmonikka).

Hljómsveitin mun halda ferna útgáfutónleika á næstunni. 27. og 28.maí á Græna Hattinum Akureyri, 3.júní á Nasa í Reykjavík og 4.júní í Salthúsinu í Grindavík. Þetta eru ekki einu tónleikar Hvanndalsbræðra í sumar því að þeir eru bókaðir á yfir 30 stöðum út um allt land og eru ekki hættir að bóka. Það máttu bóka!

Hvanndalsbræður – Vinsæll

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fornfrægt pönk á Sódómu á föstudagskvöldið

The Authorities er hljómsveit frá Stockton í Kaliforníu. Þeir voru hluti af fyrstu bandarísku pönkbylgjunni og spiluðu með hljómsveitum á borð við Black Flag, Dead Kennedys og Circle Jerks. Þeir komust nýlega í sviðsljósið að nýju þegar hljómsveitin Pavement fékk þá til að spila á All Tomorrows Parties tónlistarhátíðinni.

The Authorities eru á leið í tónleikaferð um Evrópu og munu millilenda á Íslandi og nýta að sjálfsögðu tækifærið og spila á Sódómu Reykjavík föstudagskvöldið 21 maí, ásamt íslensku hljómsveitunum The Way Down og Bacon Live Support Unit.

Miðaverði verður stillt í hóf og kostar aðeins 600 krónur inn og húsið opnar klukkan 22.00

The Authorites – Shot in The Head

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Authorites – I hate Cops

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Meira Pollapönk

Það var í febrúar síðstliðnum sem Pollapönk hófu upptökur á sinni annarri breiðskífu, Meira Pollapönk. 15 lög voru tekin upp á plötuna og má þar nefna “113 vælubíllinn”, “Þór og Jón eru hjón”, “Pönkafinn” o.fl. Í lögunum er tekið á málum sem bæði börn og fullorðnir velta fyrir sér.

Pollapönk er hugarfóstur leikskólakennaranna Heiðars og Halla, oft kennda við hljómsveitina Botnleðju.
Geisladiskurinn Pollapönk (2006) var útskriftarverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands en skemmst er frá því að segja að sá diskur féll í góðan jarðveg bæði hjá börnum og fullorðnum. Árið 2007 barst þeim félögum liðsstyrkur en Arnar Gíslason og Guðni Finnsson úr hljómsveitunum Ensími og Dr.Spock gengu til liðs við þá.

Markmiðið með Pollapönk er að búa til tónlist og texta sem bæði börn og fullorðnir geta haft gaman af. Einnig að skapa hljómsveit fyrir börn sem fylgt er eftir af sama metnaði og ef um hljómsveit fyrir fullorðna væri að ræða.

Það er Record Records sem gefur út diskinn en hann á að koma út í lok maí. Pollapönkararnir ætla að fylgja á eftir plötunni með tónleikum um land allt.

Pöllapönk – 113 Vælubíllinn

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fræbbblarnir og Q4U, föstudaginn 30. apríl

Föstudaginn 30. apríl munu hljómsveitirnar Fræbblarnir og Q4U leika fyrir dansi á Sódómu Reykjavík. Dansleikurinn hefst á miðnætti og er aðgangseyrir litlar skítnar þúsund krónur.

Fræbblarnir
eru almenningi löngu að góðu kunnir fyrir geðþekkar lagasmíðar sínar og líflega sviðsframkomu. Þeir eru upphaflega úr Kópavogi en nýlega hefur þeim bæst liðsauki úr Mosfellsbæ, sjálfur Guðmundur Gunnarsson stórtrommari úr Tappa Tíkarras, Das Kapital og fleiri hljómsveitum. Hljómsveitin mun kynna nýtt efni af væntanlegri plötu auk þess sem gömlu lögin verða rifjuð upp..

Q4U
hefur ekki komið opinberlega fram síðan árið 1997. Það er því kominn tími til að þessi ástsæla hljómsveit láti í sér heyra á ný. Eins og Fræbblarnir var Q4U þekkt fyrir friðelskandi jákvæðni (eða þannig) og ekkert hefur breyst í þeim efnum. Q4U mætir með útvíðu gallabuxurnar, písmerkin og hippamussunar, sem hafa verið einkenni þeirra og tákn á ferli sínum (eða þannig). Hljómsveitin er eins skipuð og hún kom fram árið 1997, nema að í stað Gumma (sem er kominn í Fræbblana eins og áður segir) spilar Heiðar úr Buttercups á trommurnar. Ellý, Gunnþór, Ingólfur og Árni Daníel skipa Q4U auk Heiðars.

Fræbbblarnir – Bjór

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fræbbblarnir – Í Nótt

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.