Naked City

Í tilefni dagsins finnst mér viðeigandi að fjalla örlítið um hina mögnuðu sveit Naked City sem leidd var af jazzgeggjaranum John Zorn. Sveitin var starfandi á árunum frá 1988 til 1993 og gaf út 6 plötur auk safnplötu og heildarsafns verka sinna á þeim tíma. Zorn hefur sjálfur lýst Naked City sem einhverskonar tónlistarlegi tilraunaeldhúsi þar sem þolmörk hinnar hefðbundnu hljómsveitar (með hefðbundinni hljóðfæraskipan) voru könnuð.

Óhætt er að segja að útkoman hafi verið slík að sjaldan eða aldrei hefur annað eins heyrst á plötu fyrr né síðar. Tónlist Naked City má  helst lýsa sem stjarnfræðilega tilraunakenndri og trylltri blöndu af jazz, avant-garde, grind core, dauðarokki, country, surf, rockabilly og nánast öllum öðrum mögulegum tónlistarstefnum. Til að blanda gráu ofan á svart, er tónlistinni svo pakkað inn í einhverskonar hryllings, sadó-masó, anime pakka af japanskri fyrirmynd. Tónlistarleg fyrirmynd Naked City er hinsvegar að hluta að finna í tónsmíðum Carl Sterling, sem samdi tónlist fyrir teiknimyndir Warner Bros. um miðja síðustu öld, en þaðan sótti John Zorn hugmyndir sínar.

Naked City var skipur þeim John Zorn, Bill Frisell, Wayne Horvitz, Fred Frith, Yamatsuka Eye og Joey Baron. Þess má svo geta að Mike Patton kom oft fram á tónleikum með sveitinni en hann hefur oft nefnt Zorn og Naked City sem einn stærsta áhrifavald sinn í tónlistinni.

Hér eru nokkur tóndæmi með Naked City en þau er öll að finna á plötunum Torture Garden og Grand Guignol.

Naked City – NY Flat Top Box

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Snagglepuss

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Speadfreaks

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Blood Duster

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tvær nunnur og múlasni

Það er alltaf gaman að rifja upp skemmtilega tónlist og ein af þeim plötum sem ég rifja upp reglulega er eina breiðskífa hinnar mögnuðu rokksveitar Rapeman, Two Nuns and a Pack Mule, frá árinu 1988.

Hljómsveitin Rapeman lifði í skamman tíma undir lok 9. áratugarins og hana skipuðu Steve Albini, sem hafði nýverið leyst upp Big Black, og þeir David Wm. Sims og Rey Washam sem voru áður  í Scratch Acid. Auk breiðskífunnar gáfu þeir félagar út nokkrar stuttskífur áður en þeir lögðu upp laupanna í kringum 1989/90. Það var að sjálfsögðu mikil synd enda er hljómplatan Two Nuns and a Pack Mule frábært verk þar sem skerandi gítarhljómur Albini smellpassar við þétt samspil Scratch Acid félaganna.

Rapeman – Radar Love Lizard

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

RapemanNafngift sveitarinnar vakti þónokkra athygli og þótt mörgum hún ósmekkleg. Nafnið er fengið frá japanskri manga teiknimyndasögu um nokkurskonar einkaspæjara sem beitir ansi óhefðbundnum aðferðum við að leysa þau mál sem á borð hans koma. Þó að sögurnar hafi í raun verið kolsvartar kómedíur og höfundur þeirra hafi verið kona þá sökuðu margir meðlimi Rapeman um kvenhatur og að hvetja til nauðgana með nafngiftinni. Þannig mætti oft stór hópur fólks fyrir utan tónleikastaði til þess eins að mótmæla til þess að mótmæla tónleikahaldi þeirra og stundum voru sjónvarpsstöðvar einnig á staðnum til að flytja fréttir af mótmælunum. Þó að nafnið hafi vissulega verið þeim fjötur um fót, enda gekk stundum illa að bóka tónleikastaði og að fá verslanir til að selja plötuna þeirra, þá vöktu þessi hörðu viðbrögð nokkra athygli og urðu e.t.v. til þess að bera hróður sveitarinnar frekar út.

Strax í upphafi Two Nuns and a Pack Mule lýsa Rapeman yfir stríði gegn hljóðhimnum hlustenda og við tekur svo hvert lagið af öðru þar sem hrátt og hávaðasamt rokkið fær að njóta sín. Einkennandi gítarhljómur Steve Albini er í aðalhlutverki, sem oft á tíðum hljómar eins og Albini hafi breytt hljóðfærinu sínu í hárbeitt rakvélablað, og eftir að hafa stuðst við trommuheila í mörg ár í Big Black blómstrar hann í samspili við frábæran trommuleikara.

Rapeman – Monobrow

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Húmorinn er svo aldrei langt undan, eins og t.d. í “Kim Gordon’s Panties” sem að hluta til er afbökun á Sonic Youth laginu “Schizophrenia” og þekja þeirra af ZZ Top laginu “Just Got Paid” er stórskemmtileg. Lokalagið “Trouser Minnow” er svo stórkostlegur endir á plötunni, ekki síst fyrir ákafann flutning Albinis á textanum sem kallast á við nafn sveitarinnar.

Rapeman – Trouser Minnow

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þegar Rapeman leystist upp var Steve Albini þegar orðinn umtalaður og eftirsóttur sem upptökumaður, enda gátu fáir náð hráleika og krafti eins vel á hljómband. Hann hefur síðan þá tekið upp aragrúa hljómsveitum og tónlistarmönnum og er listinn of langur til upptalningar. Albini stofnaði síðar hina frábæru Shellac, sem meðal annars hélt stórkostlega tónleika hér á Íslandi sumarið 1999. Bassaleikarinn David Wm. Sims gekk til liðs við fyrrum Scratch Acid félaga sinn, David Yow, í sveitinni Jesus Lizard og Rey Washam hefur spilað með hinum ýmsu rokksveitum, m.a. Ministry um tíma.

Þrátt fyrir stutta starfsævi og aðeins eina breiðskífu hefur Rapeman síður en svo fallið í gleymsku meðal þeirra sem á annað borð hafa heyrt í sveitinni. Það er þó um að gera að halda nafni hennar á lofti enda hafa vart frábærari rokksveitir gengið á þessari jörð. Fyrir nokkrum árum þegar útgáfan Touch and Go hélt upp á 25 ára afmæli sitt voru bæði Big Black og Scratch Acid endurvaktar að tilefninu til að spila á afmælistónleikum. Nú þegar 30 ára afmæli Touch and Go nálgast getum við krosslagt fingur og vonað að Rapeman muni koma aftur saman af því tilefni…

The Fall með nýja plötu

Rokksveitin ódrepandi The Fall gefur út nýja plötu í næsta mánuði sem heita mun Our Future Your Clutter og er sú fyrsta sem sveitin gefur út hjá Domino útgáfunni. Þetta er þó 28. breiðskífa hljómsveitarinnar og samkvæmt heimasíðu þeirra hafa The Fall gefið út 40 safnplötur og 35 tónleikaplötur svo það má segja að sveitin sé með þeim útgáfuglaðari. Það er að sjálfsögðu sjálfur Mark E. Smith sem stjórnar The Fall með harðri hendi, líkt og undanfarin 33 ár, og skiptir hann oftar um hljóðfæraleikara en nærbuxur. Þó að enn sé langt í útgáfudag Our Future Your Clutter hefur platan lekið á netið og við fyrstu hlustanir er nú óhætt að mæla með gripnum. Platan jafnast kannski ekki við fjölmörg meistaraverk sveitarinnar en The Fall eru í hörkustuði og skila sínu eins og svo ansi oft áður.

The Fall – Y.F.O.C. / Slippy Floor

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Al Qaeda – Collaborative Works

Einkunn: 3,0
Útgáfuár: 2009
Útgáfa: Scotchtapes

Fyrir rúmlega mánuði eða tvemur fékk ég áhugaverðann pakka í póstinum mér algjörlega að óvörum. Pakkinn var fullur af hinum ýmsu geisladiskum, plötum og kasettum í boði kollega míns í San Francisco sem á það til að safna saman því helsta sem hann heyrir þarna vestanhafs og henda því til mín af einskærri gjafmildi. Sá hlutur sem greip hvað mest athygli mína er ég opnaði pakkan var Al Qaeda –
Collaborative Works
er kom út í Júlí 2009. Umslagið og hönnunin á bæklinginum virtist benda til þess að þarna væri eitthvað í þyngri kantinum útfrá hávaða og látum. Dökk framhlið og drungaleg hönnun með truflandi miðaldar-tréristum í bakgrunn. Blindandi bjóst ég við hinum argasta svart eða heimsendamálmi, surgi og drunum. Það fór þó að sækja á mig tvær grímur er ég opnaði plötuumslagið og dró út 7 tommuna sem var allsvakalega sægræn á litinn.

“Punk as Fuck”

Þessa stutta lýsing Scott Miller (úr Al Qaeda) á plötunni getur verið pínu villandi fyrir suma þar sem tónlistarlega séð er eitthvað allt annað í gangi en pönk, Fróðir menn um pönk gætu þó sjálfsagt bent á ýmsa hluti sambandi við umrædda plötu sem væri hægt að tengja við hið gamla góða pönk. Þar má hvað helst nefna nöfn manna sem koma að gerð plötunnar ásamt Al Qaeda. En þar má helst nefna meistara Mike Watt úr fyrrum amerísku pönk sveitinni Minutemen. Einnig koma að þessu verkefni þeir Gabe Serbian (The Locust), Chris Carrico og Occasional Detroit.

Ég skellti henni á fóninn og um leið vissi ég að ég hafði haft rangt fyrir mér. Þægilegt suð og djúpmettuð hljóð byrjuðu að óma í bakgrunninum, hljóð er svipa til sítars, muldur og suð í einum stórum suðupotti. Örfáum sekúndum inn í lagið “Untitled”  (Watt / Serbian /Carrico ) á A-Hliðinni kom bassinn, fylgt fljótlega á eftir með trommuslætti. Þægilegur taktur samleiks trommuleiks og bassa, hljómandi eins og hann hafi verið tekinn upp á botni hyls, vel fjarlægur og mjúkur eins og restin af hljóðunum sem óma út allt lagið, bæta við sig, þróast, breytast, fitna og grennast meðan bassalína Mike Watt leikur aggressíft undir ásamt áslættinum. Þó hægt og rólega brjótast bakgrunnshljóðin inn í forgrunnin og njóta sín vel við hliðina á trommunum og bassanum uns þau eru það eina sem eftir lifir.

Hlið B Untitled (Occasional Detroit) sló mig þó heldur betur utan undir og er kannski ekki alveg eins þægileg í hlustun og A-hliðin. Það mun vera margfalt minna um reglur, melódíur og harmóníu. En þó er mettaða hljóðið til staðar, en það er þó byrjað að drukkna í hinum ýmsu lögum af tali og hinum ýmsu hljóðbútum sem bætt er ofan á. Einnig heyrast hip-hop melódíur og söngur, og jafnvel rapp, inn á milli jazz trommutaktsins. Einfaldlega ein stór kjötsúpa af tónlist og hljóðbútum hrært saman í eina óreiðu.

Það mætti segja að þessi hlið hafi verið virkilega áhugaverð við fyrstu eða aðra hlustun en gat orðið þreytt með tímanum. Það má lýsa þessu sem óreiðu-improvisation í miklu magni. Sem bæði má túlka á jákvæðan hátt, og neikvæðann. Skemmtileg óreiða sem hljóðnördarnir eiga eftir að skemmta sér við að kryfja, en þreytir þó eyru og heila eftir nokkrar hlustanir. Platan í heild sinni er því svoldið skipt í tvennt hvað varðar reglu og óreglu, tengingin á milli virðast þó vanta þannig að það getur verið erfitt að hlusta á hana í heild sinni þar sem skiptingin á milli stíla getur verið frekar gróf og beitt. En hver hlið virkar þó ansi vel ein og sér.

En hvernig tónlist er þetta eiginlega? Hvað er í gangi? Hvað í fjandanum er ég að neyða ykkur til þess að hlusta á? Scott Miller lýsti sveitinni stuttlega við mig sem “punk band that doesn’t play punk music”. Finnst mér það ansi skemmtileg lýsing en gæti þó skilið einhverja eftir út á þekju og því mætti lýsa þessu sem nokkurskonar heitum suðupott margvísandi tónlistarstefna. Með drun og ambient tónlist í fyrirrúmi, en þó með rokkuðu, ef ekki jafnvel pönkuðu kryddi stráð yfir hljóðkássuna.

Ertu mikið fyrir hljóð? en átt erfitt með að slíta þig frá töktum og melódíu? Finnst þér gaman af öðruvísi heildar hljóði og prodúseringu? Þá gæti ekki skaðað að hafa eyrun með þessari plötu (og öðrum) hljóðverkamannana Al Qaeda frá San Francisco

Al Qaeda á Myspace

Fyrir rúmlega mánuði eða tvemur fékk ég áhugaverðann pakka í póstinum
mér algjörlega að óvörum. Pakkinn var fullur af hinum ýmsu
geisladiskum, plötum og kasettum í boði kollega míns í San Francisco
sem á það til að safna saman því helsta sem hann heyrir þarna
vestanhafs og henda því til mín af einskærri gjafmildi. Sá hlutur sem
greip hvað mest athygli mína er ég opnaði pakkan var “Al Qaeda –
Collaborative Works” er kom út í Júlí 2009. Umslagið og hönnunin á
bæklinginum virtist benda til þess að þarna væri eitthvað í þyngri
kantinum útfrá hávaða og látum. Dökk framhlið og drungaleg hönnun með
truflandi miðaldar-tréristum í bakgrunn. Blindandi bjóst ég við hinum
argasta svart eða heimsendamálmi, surgi og drunum. Það fór þó að sækja
á mig tvær grímur er ég opnaði plötuumslagið og dró út 7 tommuna sem
var allsvakalega sægræn á litinn.

“Punk as Fuck”

Þessa stutta lýsing Scott Miller (úr Al Qaeda) á plötunni getur verið
pínu villandi fyrir suma þar sem tónlistarlega séð er eitthvað allt
annað í gangi en pönk, Fróðir menn um pönk gætu þó sjálfsagt bent á
ýmsa hluti sambandi við umrædda plötu sem væri hægt að tengja við hið
gamla góða pönk. Þar má hvað helst nefna nöfn manna sem koma að gerð
plötunnar ásamt Al Qaeda. En þar má helst nefna meistara Mike Watt úr
fyrrum amerísku pönk sveitinni Minutemen. Einnig koma að þessu
verkefni þeir Gabe Serbian (The Locust), Chris Carrico og Occasional
Detroit.

Ég skellti henni á fóninn og um leið vissi ég að ég hafði haft rangt
fyrir mér. Þægilegt suð og djúpmettuð hljóð byrjuðu að óma í
bakgrunninum. hljóð er svipa til sítars, muldur og suð í einum stórum
suðupotti. Örfáum sekúndum inn í lagið (Untitled – Watt / Serbian /
Carrico ) á A-Hliðinni kom bassinn, fylgt fljótlega á eftir með
trommuslætti. Þægilegur taktur samleiks trommuleiks og bassa,
hljómandi eins og hann hafi verið tekinn upp á botni hyls, vel
fjarlægur og mjúkur eins og restin af hljóðunum sem óma út allt lagið,
bæta við sig, þróast, breytast, fitna og grennast meðan bassalína Mike
Watt leikur aggressíft undir ásamt áslættinum. Þó hægt og rólega
brjótast bakgrunnshljóðin inn í forgrunnin og njóta sín vel við
hliðina á trommunum og bassanum uns þau eru það eina sem eftir lifir.

Hlið B (Untitled – Occasional Detroit) sló mig þó heldur betur utan
undir og er kannski ekki alveg eins þægileg í hlustun og A-hliðin. Það
mun vera margfalt minna um reglur, melódíur og harmóníu. En þó er
mettaða hljóðið til staðar, en það er þó byrjað að drukkna í hinum
ýmsu lögum af tali og hinum ýmsu hljóðbútum sem bætt er ofan á. Einnig
heyrast hip-hop melódíur og söngur, og jafnvel rapp, inn á milli jazz
trommutaktsins. Einfaldlega ein stór kjötsúpa af tónlist og hljóðbútum
hrært saman í eina óreiðu. Það mætti segja að þessi hlið hafi verið
virkilega áhugaverð við fyrstu eða aðra hlustun en gat orðið þreytt
með tímanum. Það má lýsa þessu sem óreiðu-improvisation í miklu magni.
Sem bæði má túlka á jákvæðan hátt, og neikvæðann. Skemmtileg óreiða
sem hljóðnördarnir eiga eftir að skemmta sér við að kryfja, en þreytir
þó eyru og heila eftir nokkrar hlustanir. Platan í heild sinni er því
svoldið skipt í tvennt hvað varðar reglu og óreglu, tengingin á milli
virðast þó vanta þannig að það getur verið erfitt að hlusta á hana í
heild sinni þar sem skiptingin á milli stíla getur verið frekar gróf
og beitt. En hver hlið virkar þó ansi vel ein og sér.

En hvernig tónlist er þetta eiginlega? Hvað er í gangi? Hvað í
fjandanum er ég að neyða ykkur til þess að hlusta á? Scott Miller
lýsti sveitinni stuttlega við mig sem “punk band that doesn’t play
punk music”. Finnst mér það ansi skemmtileg lýsing en gæti þó skilið
einhverja eftir út á þekju og því mætti lýsa þessu sem nokkurskonar
heitum suðupott margvísandi tónlistarstefna. Með drun og ambient
tónlist í fyrirrúmi, en þó með rokkuðu, ef ekki jafnvel pönkuðu kryddi
stráð yfir hljóðkássuna.

Ertu mikið fyrir hljóð? en átt erfitt með að slíta þig frá töktum og
melódíu? Finnst þér gaman af öðruvísi heildar hljóði og prodúseringu?
Þá gæti ekki skaðað að hafa eyrun með þessari plötu (og öðrum)
hljóðverkamannana Al Qaeda frá San Francisco

Rowland S. Howard og Vic Chesnutt fallnir frá

Þær eru ekki gleðilegar allar fréttirnar sem berast í lok þessa árs, en nú í blálokin bættustu tveir mætir menn í þann hóp sem fallið hafa frá á árinu. Á jóladag lést bandaríski tónlistarmaður Vic Chesnutt eftir ofneyslu verkjalyfja, en hann hafði verið bundinn við hjólastól frá unglingsaldri. Vic byrjaði að gefa út plötur í byrjun 10. áratugarins eftir hvatningu Micheal Stipe úr R.E.M. sem hafði heyrt tónlist kappans og heillast. Síðan þá hefur hann gefið út 15 plötur með eigin músík, m.a. Salesman and Bernadette (1998) sem hann gerði með Lambchop. Frægðarsólk Vic Chesnutt hefur aldrei risið neitt sérstaklega hátt en vonandi eiga fleir eftir að kynnast frábærri tónlist hans nú að honum látnum.

Vic Chesnutt – Sad Peter Pan (af Is The Actor Happy?, 1995)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vic Chesnutt – Scratch, Scratch, Scratch (af Salesman and Bernadette, 1998)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vic Chesnutt – You Are Never Alone (af North Star Deserter, 2007)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Annar ólíkur en ekki síðri snillingur, Rowland S. Howard, gaf svo upp öndina í gær 30. desember eftir langa baráttu við krabbamein. Rowland var gítarleikari hinnar stórmerkilegu rokksveitar The Birthday Party (og forvera hennar, The Boys Next Door) sem hann fór fyrir ásamt Nick Cave. Eftir að Birthday Party hætti árið 1983 var Rowland í Crime and The City Solution og These Immortal Souls og gerði plöturnar Kiss You Kidnapped Charabanc (1987) ásamt Nikki Sudden og Honeymoon in Red (1987) og Shotgun Wedding (1991) með Lydiu Lunch. Þar að auki gaf hann út sólóplöturnar Teenage Snuff Film (1999) og Pop Crimes (2009) sem kom út núna stuttu fyrir dauðdaga hans. Við tékkum á nokkrum lögum eftir Rowland S. Howard og læðum með þekjunni sem hann og Lydia Lunch gerðu af Lee Hazlewood smellinum “Some Velvet Morning” árið 1982.

The Boys Next Door – Shivers (af Door, Door, 1979)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Birthday Party – The Dim Locator (af Junk Yard, 1982)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rowland S. Howard – Autoluminescent (af Teenage Snuff Film, 1999)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lydia Lunch & Rowland S. Howard – Some Velvet Morning (af Some Velvet Morning EP, 1982)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 10. desember

Ég á ansi erfitt að ímynda mér að Mark E. Smith, leiðtogi hinnar gamalgrónu sveitar The Fall, sé mikið jólabarn og þykir mér líklegra að hann eyði jólunum á barnum með bjórglas og rettu í hendi fremur en að dansa í kringum jólatréð. Þess vegna er einmitt svo skemmtilegt að hlusta á jólatónlist með The Fall en fyrir nokkrum árum sendi hljómsveitin frá sér jólasmáskífuna (We Wish You) A Protein Christmas og er það líklegra með furðulegri jólalögum sem samin hafa verið. Það var þó ekki fyrsta ferð sveitarinnar í jólalagaland því The Fall flutti einnig tvö gamalgróin jólalög í þætti John Peel árið 1994. Þau má finna á hinu massíva (og frábæra) The Complete Peel Session boxi sem ætti að vera til á hverju heimili – rokkum inn jólin…

The Fall – (We Wish You) A Protein Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Fall – Jingle Bell Rock

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Fall – Hark The Herald Angels Sing

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Skelkur í bringu – Húðlitað klám

Húðlitað klámEinkunn: 3.0
Útgáfuár: 2009
Útgáfa: Brak

Það er ansi hressandi ára sem umlykur plötuna Húðlitað klám sem hljómsveitin Skelkur í bringu sendi frá sér fyrir stuttu. Sveitin tekur sig mátulega alvarlega og pönkast í 16 lög á tæpum 27 mínútum. Þetta er reyndar alveg hæfileg lengd og platan verður sem betur fer aldrei langdregin eða endurtektarsöm sem á til að gerast, bæði þegar pönksveitir eiga í hlut og á plötum þar sem húmor er í fyrirrúmi.

Lögin á plötunni eru flest hressandi og stutt pönklög en á milli rennur sveitin í hægara töffararokk eða fríkar út í mis vel heppnuðu flippi. Spilamennska og hljóð er hæfilega kærulaust og hentar viðfangsefninu prýðilega. Það eru samt textarnir sem standa upp úr á plötunni, enda margir óborganlegir þó einfaldir séu. Til að mynda í hinu frábæra “Þjóðhátíð” sem er margfalt skemmtilegra en öll svokölluð þjóðhátíðarlög sem ég hef heyrt; Fyllerí fyllerí, þjóðhátíð í eyjum, Sigur Rós að spila, rosalega gaman, fyllerí fyllerí! æpir söngkona sveitarinnar. Brilliant!

Skelkur í bringu – Þjóðhátíð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Slím er einnig áberandi, t.d. í hinu frábæra “Fóstur í slími”, “Slímujir Zombíar” og “Slímógeð” sem er þekja af Ronnie Cook laginu  “Goo Goo Muck” sem The Cramps tóku upp á sína arma hér í denn. Skelkur í bringu tekur sér töffarastíl Cramps til fyrirmyndar í fleiri lögum og er það fín tilbreyting frá pönkinu. Helst er það þó þekjan af Batman þemanu sem hefði mátt missa sín enda bætir Skelkurinn litlu við þann aragrúa af útgáfum af laginu sem þegar hafa komið út.

Skelkur í bringu – Slímógeð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Heljarmikil leik- og spilagleði skín í gegn á Húðlitað klám en mig grunar að hljómsveitarmeðlimir hafi skemmt sér mun betur við að taka plötuna upp heldur en það er að hlusta á hana. Það kemur þó lítið að sök því útkoman er í heildina nokkuð skemmtileg og ég væri meira en lítið til í að heyra meira efni frá sveitinni.

Þriðja breiðskífa Morðingja í forsölu á vefnum

Fréttatilkynning

Morðingjarnir - Flóttinn MikliFlóttinn mikli, þriðja breiðskífa Morðingjanna, kemur út föstudaginn 27. nóvember. Platan inniheldur 11 spikfeita rokkslagara, skotnir pönki, poppi og þungarokki. Þeir sem hafa fengið að hlýða á gripinn missa í flestum tilvikum legvatnið og hefja svo langar lofræður á borð við þessa:

Orðtakið Allt er þá þrennt er á svo sannarlega við um þessa ótrúlegu plötu Morðingjanna. Þessi þriðja breiðskífa þeirra er meira grípandi, enn brjálæðislegri, meira hugsandi, á sama tíma heilalausari og bara á allan hátt svaðalegri en fyrri verk. Drepið mig strax!” (Arnar Eggert Thoroddsen, rokkskríbent)

Lagið “Manvísa” (feat. Kata Mammút) hefur rækilega slegið í gegn á öldum internetsins og því óhætt að segja að eftirvæntingin sé mikil. Biðin gæti reynst óbærileg fyrir hörðustu aðdáendur sveitarinnar og því er platan fáanleg í forsölu á Tónlist.is og verslun Kimi Records.

Morðingjarnir – Manvísa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt íslenskt

Nóg er af nýrri íslenskri tónlist þessa dagana enda sjálf Jólin, aðal útgerðartími tónlistarmanna, á næsta leiti. Svo endaði uppskeruhátíð tónlistarmanna og unnenda Iceland Airwaves í gær og reyna þá margir að koma tónlist sinni á markað til að ná í smá bút af athyglinni sem hátíðin skapar.

Hér að neðan eru nokkrar nýjar íslenskar perlur sem ílengst hafa í spilaranum hjá mér:

Sykur – Bite Me

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

KK – Þá Kom Haustið

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Disaster Songs – Down Down

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lady & Bird – Not going anywhere

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Morðingjarnir – Manvísa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hjaltalín – Stay By You

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hellingur af nýrri erlendri tónlist!

All is loveÉg klikkaði enn og aftur á þriðjudags lagalistanum. Bæti fyrir það með vellandi helling af heitri hlustun. Ekki er tónlistin af verri endanum. Nýtt með Charlotte Gainsbourg pródúsað af meistara Beck, The Golden Filter, stutt og laggott flipp með of Montreal, The Black Hollies og lag með Karen O and The Kids úr myndinni Where The Wild Things Are svo eitthvað sé nefnt.

The Golden Filter – Thunderbird

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Charlotte Gainsbourg – IRM

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Sweet Serenades – On My Way

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beaten Awake – Coming Home

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Laarks – All the Words You Can’t Say Right

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

of Montreal – Brush Brush Brush

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Swimmers – A Hundred Hearts

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Black Hollies – Gloomy Monday Morning

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Karen O and the Kids – All is Love

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Girls – Lust For Life

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nirvana – Scoff (Live At Pine Street Theatre)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þriðjudagslagalistinn

Lagalisti á þriðjudegi er orðinn nær fastur liður hér á Rjómanum en tók sér þó smá frí í síðustu viku. Núna inniheldur hann gommu af allskyns lögum úr öllum áttum – sem eiga það allt sameiginlegt að vera ný af nálinni … en er annars ekki bara málið að láta tónlistina tala fyrir sig sjálfa …

“Jesus Christ.” (The Indie Band) – Is This Really What You Want?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Matias Aguayo – Rollerskate

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Phenomenal Handclap Band- You’ll Disappear (Prins Thomas Diskomiks)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sleep Whale – We Were Dripping

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fool’s Gold – Surprise Hotel

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Brilliant Colors – Absolutely Anything

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Acrylics – All of the Fire

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pure Ecstasy – Easy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bear In Heaven – Dust Cloud

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Au Revoir Simone – Shadows (Tanlines Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lenny Kravitz – Let Love Rule (Justice Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fever Ray – When I Grow Up (Bassnectar Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lagalisti á þriðjudegi

HjaltalinEnn og aftur er lagalistinn klár enn einn þriðjudaginn og enn og aftur er af nógu að taka. Allt eru þetta þokkalegustu tónsmíðar sem þarna koma fyrir en þó ber helst að nefna glænýtt lag með Hjaltalín, lag af nýjustu plötu Hjálma, notalegur slagari frá Reykjavík!, skaðræðis teknó með DJ Musician og frábæra ábreiðu tónlistarmannsins Holmes á David Bowie slagaranum “Let’s Dance”.

Gjörssovel!

Vagina Panther – Dave You Are Killing Me

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hjaltalin – Stay By You

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Awesome New Republic – Alleycat

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Holmes – Lets Dance (David Bowie cover)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hjálmar – Það Sýnir Sig

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Land of Talk – May You Never

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kurt Vile – Hunchback

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Reykjavík! – Æplís!

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dj Musician – I put my hand up in the air (with Foxy Princess)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Me, the Slumbering gefa út Marske by the Sea

Kimakvöld #6 verður haldið föstudaginn 11. september kl. 11 (hús opnar 10) á Sódómu Reykjavík. Frítt er inn á tónleika Me, the Slumbering Napoleon, Morðingjanna og Plastic Gods. Kimono verður með dj set.

Me, The Slumbering NapoleonMeginþema tónleikanna er útgáfa Me, the Slumbering Napoleon á EP plötunni Marske by the Sea en hún kemur einmitt út samdægurs á hinu mjög svo hressa og framsækna útgáfufélagi BRAK hljómplötur. Morðingjarnir munu kynna nýtt efni en þeir eru nýskriðnir úr upptökuverinu Reflex. Platan Óbærilegur léttleiki tilverunnar kemur út í október hjá Kima og mun að öllum líkindum bjarga sálarlífi þjóðarinnar í svartasta skammdeginu.

Plastic Gods spila dómsdags/drun rokk og hafa gefið út eina plötu, Quadriplegiac. Platan hefur fengið glimrandi viðtökur og nauðsynlegt að fylgjast vel með hljómsveitinni í framtíðinni.

Það er því þungt og pönkað rokkkvöld í vændum á Sódómunni þar sem tattúveraðir menn afgreiða veigar og migið er á útrásardrullusokka. Viðkvæmum og hjartahreinum er bent á að halda sig heimavið.

Me, The Slumbering Napoleon – She’s a Maniac

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fjögur úr inbox-inu

Jæja, best að hysja upp um sig buxurnar og færa ykkur dúllunum meiri eldheita músik. Hér að neðan eru fjögur bönd sem beðið hafa í inbox-inu mínu eftir umfjöllun:

Twiggy Frostbite
Twiggy FrostbiteSænsku post-rokk stúlkurnar í Twiggy Frostbite hafa fengið flotta dóma fyrir fyrstu plötu sína, titlaða Aurora, sem kom út fyrr á árinu. Hér er lag af plötunni en á henni nutu þær vinkonur aðstoðar meðlima The Deer Tracks. Útkoman er hin áheyrilegasta.

Twiggy Frostbite – Chimera

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Divisible
Áhugavert dúó frá Bandaríkjunum sem fengið hefur nokkra athygli út á ábreyðu sína af Radiohead slagaranum “Exit Music (For a film)”. Þó það heyrist ekki beint í þessu lagi þá spilar Divisible víst blöndu af afro-punki og PJ Harvey-legu indie rokki. Alveg þess virði að athuga betur.

Divisible – Exit Music (For a film)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Mary Onettes
Annað sænskt band sem er að gera það gott í netheimum. Þann 30. þessa mánaðar er væntanleg nýjasta afurð sveitarinnar sem kallast Island. Hér er nýjasti smáskífan af henni.

The Mary Onettes – Puzzles

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Ams
Systkynin Frank og Anna frá Chicago skipa strengja-pop sveitina The Ams. Ég hef reyndar bara heyrt meðfygjandi lag með þeim en miðað við lofin og lýsingarnar sem Google skilaði mér um þau þá dauðlangar mig að heyra meira.

The Ams – Your Mere Presence

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sonic Boom Six

Sonic Boom SixEin af efnilegustu og umtöluðustu böndunum á Bretlandi þessa dagana er Manchester sveitin Sonic Boom Six. Sveitin blandar saman pönki, ska, dub, hip-hop, drum’n’bass, hardcore, rave og rappi og hrærir saman í eina girnilegustu stöppu sem breskt band hefur boðið uppá í langan tíma. Væntanleg er nýjasta plata Sonic Boom Six sem heita mun City Of Thieves og mun hún án efa hreyfa við fáeinum tónlistarunnendum.

Sonic Boom Six’s – The Concrete We’re Trapped Within (It’s Yours)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dr. Gunni Inniheldur

Langþráð nýjasta plata Dr. Gunna er komin út og ber hún titilinn Dr. Gunni Inniheldur. Aðdáendum Doktorsins góða býðst að Kaupa plötuna á CD + MP3 á 2000 kr. annarsvegar eða á 320 kbps MP3 formatti á skítinn 1000 kall hinsvegar. Einnig er hægt að hala plötunni niður á ZIP skjali sem læst er með SS-læsingu (Sanngjörn samvisku-læsing) en Dr. Gunni Inniheldur er fyrsta platan í heiminum sem læst er með þessari “tækni”.

Platan fæst einnig í 12 tónum, Skólavörðustíg.

Plötuna og upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má finna hér.