A Long Time Listening á Gogoyoko

Agent Fresco hafa nú ákveðið í samstarfi við gogoyoko að leyfa aðdáendum að hlýða á og versla sér plötuna A Long Time Listening.
Plata sveitarinnar er væntanleg í plötuverslanir þann 22.nóvember nk. og er tilhlökkun tónlistarunnenda mikil, enda um fyrstu breiðskífu þessarar mögnuðu sveitar að ræða.

A Long Time Listening er svo sannarlega stór og safaríkur biti en platan inniheldur alls 17 frumsamin lög og er um ágætis blöndu af nýju og eldra efni að ræða. Þó hafa gömlu lögin á borð við Eyes of A Cloud Catcher, Above These City Lights og Silhouette Palette verið sett í ný klæði og hljóma hreint út sagt betur en nokkru sinni fyrr.
Laginu Translations var svo nýlega sleppt lausu í útvarpsspilun og situr í dag í 3.sæti vinsældarlista X-ins 97,7.

Rjóminn hvetur alla tónlistarunnendur að kynna sér fyrstu breiðskífu Agent Fresco, A Long Time Listening, á gogoyoko.com núna!

Agent Fresco sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu

Hljómsveitin Agent Fresco sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu þann 22. nóvember nk. sem ber heitið A Long Time Listening. Hefur platan verið í vinnslu í rúm 2 ár en meðlimir hljómsveitarinnar þeir Arnór Dan Arnarson (söngur), Hrafnkell Guðjónsson (trommur), Þórarinn Guðnason (gítar, píanó) og Vignir Rafn Hilmarsson (bassi) sem gekk til liðs við sveitina í júlí 2010, hafa undanfarna 3 mánuði lokað sig af inni í stúdíói við upptökur. A Long Time Listening inniheldur 17 lög sem mynda eina heild, þar af eru 12 splunkuný en fimm laganna, hér í nýrri upptöku, er einnig að finna á smáskífuplötunni Lightbulb Universe sem út kom árið 2008.

Á lokastigi upptökuferilsins fengu strákarnir góða vini til að syngja kór í titillagi plötunnar, þar ber m.a. að nefna hljómsveitarmeðlimi hljómsveitanna Mammút, Dikta, Rökkuró og For A Minor Reflection.

Agent Fresco bjóða í hlutstunarpartý á breiðskífunni A Long Time Listening á Kaffibarnum 17. nóvember nk., kl 21:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og platan spiluð í heild sinni. Úgáfutónleikar verða haldnir á nýju ári.

Agent Fresco – Translations

Jóhann G. og Óðmenn

Í ár eru 40 ár liðin síðan tvöfalda albúm Óðmanna, sem var fyrsta íslenska „double albúmið“, kom út og því tímabært að fagna tímamótunum. Þessi samnefnda plata varð eina breiðskífa sveitarinnar áður en samstarfinu lauk en hún hefur þó lifað góðu lífi í manna minnum allt frá því hún kom út. Platan var tekin upp í Kaupmannahöfn um haustið 1970 og var valin plata ársins af gagnrýnendum sama ár.

Þessi merki gripur var endurútgefinn á heimsvísu fyrr á árinu á vegum Normal Records sem, auk þess að gefa út Bollywood tónlist, virðist sérhæfa sig í endurútgáfu sígildra rokkplatna.

Óðmenn – Orð-Morð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Óðmenn – Þær Sviku

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Annars er það að frétta af fyrrum forsprakka Óðmanna, Jóhanni G. Jóhannssyni, sem hóf farsælan sólóferil eftir að Óðmenn hættu, að hann gaf nýverið út plötuna Johann G in English sem er heildarsafn laga hans á ensku. Með honum á plötunni eru fjöldinn allur af kunnustu flytjendum landsins og má m.a. nefna Daníel Ágúst, Stefán Hilmarsson, Emilíu Torrini, Stínu Ágústsdóttur og systkynin KK og Ellen.

Plötur Jóhanns og Óðmann má nálgast á Broadjam vef Jóhanns en þar er einnig að finna flestar ef ekki allar útgáfur á vegum þessa afkastamikla lagasmiðs.

JohannG – No need for goodbyes

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Stina August – Dead man’s dance

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

JohannG og Stefanía Svavarsdóttir – Critic song

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

JohannG – Gone forever

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt frá Agent Fresco

Það bókstaflega rigna yfir okkur gersemarnar og gullin frá Record Records þennan ágæta fimmtudag. Í morgun barst okkur nýtt myndband frá Láru Rúnars og um hádegisbilið kom svo spánýtt lag frá Benny Crespo’s Gang. Í þetta skiptið er það fyrsta smáskíflagið af væntanlegri plötu Agent Fresco, A Long Time Listening, sem koma mun út í nóvember næstkomandi. Heitir lagið “Translations” og þykir það gefa góða mynd af hverju aðdáendur sveitarinnar eiga von á.

Útgáfutónleikar Momentum

Laugardagskvöldið 2. október verða haldnir útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Momentum. Þar verður fagnað útgáfu plötunnar Fixation, at Rest sem kom út 14. maí síðastliðinn. Skífan, sem er fyrsta breiðskífa(en sú þriðja í röðinni) sveitarinnar, hefur verðið að fá góðar undirtektir (m.a. hér á Rjómanum) og hefur hún meðal annars verið nefnd sem hugsanleg plata ársins.

Tónleikarnir fara fram á Faktorý, þar sem Grand Rokk var eitt sinn til húsa- Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík. Ásamt Momentum koma fram sveitirnar Muck og Gone Postal. Tónleikarnir hefjast kl 23:00 og er aðgangseyrir er 1000 kr. Momentum mun spila plötuna í heild sinni og verða þeim til halds og trausts “gesta-spilarar” sem komu einnig þar fram. Molestin Records og Momentum hvetja alla til þess að mæta og láta sem flesta vita af tónleikunum, því þarna fer fram viðburður sem enginn ætti að missa af.

Draumhvörf og félagar í Risinu annað kvöld

Hljómsveitirnar Draumhvörf, Tamarin/(Gunslinger) og The Thetans of Punchestown halda tónleika á Risinu fimmtudagskvöldið 23. september. Tónleikar byrja kl. 22:00 (stundvíslega).

Draumhvörf er 5 manna band sem spilar einskonar progressive rokk undir áhrifum frá ýmsum mismunandi tónlistarstefnum þ.á.m. latin, post-rock, metal, jazz og psychadelic. Draumhvörf leggja mikinn metnað í flottar laga- og textasmíðar sem eru oft undir súrrealískum áhrifum. Hljómsveitin hefur verið starfandi í rúm 2 ár og hafa þeir spilað og tekið þátt í mörgum af helstu tónlistarviðburðum síðari ára s.s. forkeppni Global Battle of the Bands, Músíktilraunum, Menningarnótt og skipulagt fjölda tónleika sjálfir.

Tamarin/(Gunslinger) er áhugaverð rokkhljómsveit sem sendi nýlega frá sér frumraun sína, smáskífuna Kick a Dog?!?! The Thetans of Punchestown er ekki síður áhugaverð hljómsveit en hún er að riðja sér til rúms sem frábær viðbót í gríðastóra flóru íslenskrar tónlistar.

Draumhvörf – Sinking Ships

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wolf People

Þær eru fáar hljómsveitirnar nú til dags sem bera þess greinilega merki að vera undir áhrifum frá Jethro Tull. Sjaldgæfara er að slík sveit skuli leggja sig fram við að hljóma líkt og Tull gerði á upphafi feril síns. Wolf People er eins slík sveit en þessi ágæti kvartett frá London  mun senda frá sér plötuna Steeple þann 12. október næstkomandi. Á henni er að finna meðfylgjandi lag sem vekur óneitanlega upp minningar um laxabóndann þverflautandi og félaga. Þessa plötu verð ég að eignast!

Wolf People – Tiny Circle

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ég minni á Jethro Tull

Ég heyrði lagstúfinn, upphafstónana úr lagi Jethro Tull “Too Old to Rock ‘n’ Roll. Too Young to Die”, blístraða um daginn og er búinn að ganga með það í maganum síðan þá að gera smá færslu um þessa merku sveit og Íslandsvini hér á Rjómanum.

Sveitin var stofnuð árið 1967 af Ian Anderson en hann hefur leitt hana allar götur síðan og verið söngvari og aðal lagasmiður. Martin Barre gítarleikari, sem gekk til liðs við Jethro Tull árið 1969, er auk Anderson svo að segja eini upprunalegai meðlimur sveitarinnar sem enn spilar með henni en miklar mannabreytingar hafa orðið á Tull í þá tæpu fjóru áratugi sem sveitin hefur starfað.

Jethro Tull – Heavy Horses

Jethro Tull spilar útpælt þjóðlagarokk með klassísku ívafi og jazz áhrifum sem kristallast einna helst í helsta einkenni sveitarinnar; stórbrotnum þverflautuleik forsprakkans Ian Andersson.

Tull, eins og aðdáendur sveitarinnar kalla hana oftast í daglegu máli, hefur gefið út 21 eina plötu á ferlinum auk fjölda safnplata og selt hátt í 60 milljón eintök á heimsvísu.

Jethro Tull – Too Old to Rock ‘N’ Roll- Too Young to Die

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jethro Tull – Thick as a Brick

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jethro Tull – Cup of Wonder

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hocus Pocus

Lagið “Hocus Pocus”, sem hollenska hljómsveitin Focus gaf út á plötunni Moving Waves árið 1971, er á efa eitt þekktasta instrumental lag rokksögunnar. Hefur þetta ágæta lag fengið marga andlitslyftinguna í gegnum tíðina og þá sérstaklega í seinni tíð, þegar takkaóðir tölvukallar hafa leikið sér að því að búta lagið niður og splæsa því saman við önnur nýlegri lög.

Heyrum hér fyrst originalinn, sjáum Focus flytja lagið (á methraða eins og þeir voru gjarnir að gera á tónleikum) í sjónvarpi 1973 og svo tvö vel valin remix.

Focus – Hocus Pocus

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jay-Z vs Focus – Pray (Trafiks Brave Bootleg)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Focus – Hocus Pocus (Buffetlibre Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Psychedelica

Ég dundaði mér við það í gær að setja saman mixteip með nokkrum af mínum uppáhalds gullmolum psychadelic tímabilsins. Þarna er að finna lög eftir sveitir eins og Moody Blues, King Crimson, Procol Harum, Kaleidoscope og sjálf mjóróma tannmódelin í Bee Gees (áður en þeir skiptu yfir í diskó sko). Einnig eru þarna listamenn eins og hinn afar slaki Donovan og fáheyrði kammerpopparinn Duncan Browne.

Njótið vel.

Úr innhólfinu

Rjómanum berst reglulega talsvert af pósti þar sem kynnt er ný tónlist og upprennandi flytjendur. Talsvert er síðan ritstjóri fór yfir þessar innsendingar síðast en tók sig þó loks taki og fór yfir hvern einasta póst samviskusamlega. “Inbox nirvana” var náð og nokkur ágætis lög komu upp úr krafsinu.

Eru niðurstöður þessarar yfirferðar birta hér með.

The Sweet Serenades – Die Young
Tekið af plötunni Balcony Cigarettes.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Miniature Tigers – Cannibal Queen
Tekið af plötunni Tell It To The Volcano.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Don Diablo and Sidney Samson – Rise Up
Afrakstur samvinnu tveggja heitustu plötusnúða Hollands.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Lonely Forest – We Sing In Time
Tekið af plötunni We Sing the Body Electric.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Zechs Marquise – Sirenum Scopuli
Systrasveit Mars Volta. Lagið er tekið af plötunni Our Delicate Stranded Nightmare.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fang Island – Life Coach
Tekið af samnefndri plötu sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Blasfemea – Maria
Tekið af plötunni Galaxia Tropicalia.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sarah Elizabeth Foster – Be My Friend Always
Tekið af plötunni Gardening From The Ground Up Part 1.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nothingface

Voivod - NothingfaceAfar áhugaverð plata á 20 ára afmæli þennan mánuðinn en það er platan Nothingface með kanadísku sveitinni Voivod. Þótti skífan þessi marka talsverð tímamót fyrir sveitina sem steig stór skref fram á við frá hallærislegu thrash metal yfir í útpælt nýbylgju prog-metal.

Nothingface átti eftir að reynast lang vinsælasta plata Voivod enda náði hún til afar breiðs hóps hlustanda, langt út fyrir hópa flösuþeytara og harðhausa, og náði í 114. sæti Billboard listans.

Mér finnst þessi plata eldast ótrúlega vel og að hún eigi fullt erindi til nýrrar kynslóðar hlustenda. Til að sannfæra sem flesta læt ég fyrstu þrjú lög plötunnar fylgja með hér að neðan og þ.á.m. frábæra ábreiðu af snilldarverki Pink Floyd “Astronomy Domine” sem Syd heitinn Barret samdi forðum. Ég vona bara að þið látið ekki skelfilegt plötuumslagið fæla ykkur frá.

Voivod – The Unknown Knows

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Voivod – Nothingface

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Voivod – Astronomy Domine

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Byrjum vinnuvikuna á…

Heroes of Popular Wars
Hressilegt og illflokkanlegt pínu 80’s, pínu sækadelískt, indie rokk. Lagið er af plötunni Church & McDonald sem teljast verður þess virði að þefa uppi. Efa ekki að við eigum eftir að heyra meira frá þessari áheyrilegu sveit og Stephe Sykes, heilanum á bakvið hana.

Heroes of Popular Wars – A Bus Called Further

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Brendan Benson
My Old Familiar FriendÞað kannast eflaust fleiri við Jack White heldur en Brendan Benson en þeir félagar eru einmitt saman í ofurgrúbbunni The Raconteurs. Persónulega finnst mér Brendan Benson miklu áhugaverðari tónlistarmaður en hinn nafntogaði félagi hans og hvet ég ykkur því til að elta uppi nýjustu sólóplötu kappans sem heitir My Old Familiar Friend og er nýútkomin.

Brendan Benson – A Whole Lot Better

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Color Turning
Flott sveit sem hljómar eins og afbrigði af Radiohead, Pink Floyd og, ef tekið er mið af fyrstu tónum lagsins hér að neðan, King Crimson. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessari sveit frá Borg Englanna en þeirra fyrsta plata heitir Good Hands Bad Blood og kemur út um miðjan mánuðinn og er þegar farin að fá fína umfjöllun hér og hvar á alnetinu.

The Color Turning – Marionettes in Modern Times

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

múm
Auðvitað má ekki byrja nýja vinnuviku (eða mánudag yfir höfuð) án þess að hlíða á undurfagra, krúttlega og jákvæða tóna frá elskunum í múm. Nýja platan, Sing Along To Song You Don’t Know, er ein sú besta sem komið hefur frá sveitinni og verður án efa á topp 5 listum okkar tónlistarnördanna þegar við gerum upp tónlistarárið. Platan fæst að sjálfsögðu hjá gogoyoko.

múm – Sing Along (radio edit)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Agent Fresco gefa lag á gogoyoko

Agent FrescoÁ miðvikudaginn auglýstum við styrktartónleika Agent Fresco sem haldnir verða annað kvöld á Batteríinu en þar kemur sveitin fram ásamt Mammút, Dikta og Cliff Clavin. Ágóðinn mun renna til fjármögnunar tónleikaferðar sveitarinnar til Bretlandseyja og mun hún án efa verða til að bæta samskipti þjóðanna.

Meðlimir Agent Fresco eru þó ekki vanir að þyggja án þess að gefa eitthvað á móti og hafa því sett glænýja útgáfu af laginu “Silhouette Palette” á gogoyoko en þar má hala laginu níður endurgjaldlaust gegn inn- eða nýskráningu.

Silhouette Palette (Summer Session) á gogoyoko

Styrktartónleikar Agent Fresco

Þó að í efnahagslífinu ríki glundroði, kreppa sé á heimsmarkaði og gjaldmiðill þjóðarinnar í rúst, er ekki hægt að gjaldfella sköpunarkraft íslendinga eða frysta metnaðarfulla framtíðardrauma ungra tónlistarmanna.

Koma tímar, koma ráð.

Agent Fresco tónleikarNú biður ein efnilegasta rokkhljómsveit Íslendinga í dag, Agent Fresco, alla landsmenn að leggja sér lið til að komast á tónleikaferð til Bretlandseyja í September. Það er þó engin ölmusa sem Agent Fresco eru að fara fram á, heldur bjóða þeir upp á hágæða rokktónleika laugardagskvöldið 15.ágúst. Með þeim spila engir aðrir en Mammút, Dikta og Cliff Clavin.

Aðeins kostar litlar 1000 kr. inn og hvetjum við alla til að mæta og styrkja framtíðardrauma eins efnilegasta bands þjóðarinnar.

Agent Fresco – Silhouette Palette

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sumarlagið mitt

Faintly BlowingÉg er búinn að finna það. Ekki spurning. Sumarlagið mitt í ár er fundið og er frá árinu 1969. Lagið er að finna á plötunni Faintly Blowing með bresku psychadelic-sveitinni Kaleidoscope (mikilvægt er að rugla ekki hinni bresku Kaleidoscope við ameríska sýru-sveit sem starfaði á sama tíma undir sama nafni en að mínu mati var sú fyrr nefnda mikið merkilegri enda afar framsækin og frumleg). Lagið góða sem hér um ræðir heitir “Black Fjords” og er það níunda á plötunni. Það er einkar grípandi, límkennt og upphefjandi og tilvalið til undirleiks fyrir hvern þann sem valhoppar um í Íslenskri sumarsól.

Kaleidoscope – Black Fjords

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.