A & E Sounds gefa út sína fyrstu breiðskífu

A & E Sounds - LP

Hljómsveitin A & E Sounds hefur sent frá sér 8 laga plötu á vínyl og stafrænu formi og nefnist hún A & E Sounds – lp. Er þetta fyrsta breiðskífa sveitarinnar.

Þórður Grímsson sér um texta- og lagasmíðar ásamt útsetningum á plötunni og Orri Einarsson leikur á trommur og slagverk. Fleiri tónlistarmenn koma fram á plötunni m.a. Þóranna Björnsdóttir, Steinar Logi, Maxime Smári, Jessica Meyer og karlakórinn Bartónar. Upptökustjóri er Kolbeinn Soffíuson sem, ásamt Þórði, sá einnig um hljóðblöndun, masteringu og framleiðslu á plötunni.

Jafnframt er A & E Sounds – lp fyrsta útgáfa stúdíósins Konsulat sem Kolbeinn og Þórður standa á bakvið.

Rjóminn frumsýnir nýtt myndband Just Another Snake Cult

Rjóminn frumsýnir nýtt myndband við lagið “What Was Yr Name Again?” en það er að finna á örskífu Just Another Snake Cult sem nefnist Lost in The Dark.

Just Another Snake Cult býður nú upp á áskrift að tónlist sinni. Innifalið í áskrift er meðfylgjandi lag ásamt öllu öðru sem sveitin hefur sent frá sér, jafn vel plötur sem eru löngu uppseldar og hvergi fáanlegar, auk þess sem Költið kemur til með að gefa út.

Áhugasamir geta smellt sér í áskrift á Bandcamp síðu sveitarinnar.

Þórir, forsprakki Just Another Snake Cult , og Ásthildur Ákadóttir munu spinna einhverja ljúfa tónlist saman í nokkra klukkutíma á lowercase nights tónleikaröðinna á Húrra núna á sunnudaginn 22. febrúar.

Þess má svo geta að Þórir var að pródúsera plötu fyrir leikritið Lísa í Undralandi sem Leikfélag Akureyrar setur upp en tónlistin er samin af Dr. Gunna. Platan fæst ókeypis á undralandla.bandcamp.com

27 – Teitur Magnússon

Teitur - 27

27 er fyrsta platan sem Teitur Magnússon, gítarleikari og söngvari í Ojba Rasta, sendir frá sér undir eigin nafni. 27 er plata með nýjan og framandi hljóðheim sem nostrað hefur verið við. Exótísk hljóðfæri eins og cuica, sas, taisho koto og sítar koma við sögu en upptökustjóri plötunnar, Mike Lindsay (einnig þekktur sem Cheek Mountain Thief), laðaði fram það besta frá ýmsum góðum gestum. Platan er öll sungin á íslensku með frumsömdum textum en einnig fá höfuðskáld að láta ljós sitt skína, eins og m.a. í laginu “Nenni” sem inniheldur vísur Benedikts Gröndal frá nítjándu öld.

Teitur gefur plötuna út sjáfur á geisladisk til að byrja með en ef vel gengur er aldrei að vita nema platan komi út á vínil þótt síðar verði. Record records sér um að dreyfa plötunni.

Mono Town með tvenna útgáfutónleika

Mono Town. Mynd: Hörður Sveinsson

Hljómsveitin Mono Town heldur tvenna útgáfutónleika á Íslandi í tilefni af frumburði sínum In The Eye Of The Storm. Tónleikarnir munu fara fram í Gamla Bíói í Reykjavík þann 3. Apríl og á Græna Hattinum á Akureyri þann 12. Apríl. Miðasala á báða tónleikana fer fram á Miði.is og hefst hún miðvikudaginn 5. mars kl. 10:00 en einnig verður hægt að fá miða á tónleikana á Græna Hattinum í Eymundsson á Akureyri.

In The Eye of the Storm er frumburður hljómsveitarinnar Mono Town og á augabragði heyrist að hún hefur nostrað við hvert einasta smáatriði á plötunni sem er ákaflega vel samin og útsett. Í grunninn spilar hljómsveitin hljómfagurt og melódískt rokk sem sækir áhrif sín víða. Hljómur plötunnar er fádæma góður og segja má það sama um allan tónlistarflutning sem ekki er framkvæmdur af aukvissum. Radd- og strengjaútsetningar gefa plötunni mjög myndrænan og tignarlegan blæ. Hljómsveitin sá sjálf um upptökur á plötunni í Reykjavík og ferðaðist svo til New York borgar þar sem Grammy vinningshafinn Michael Brauer sá um hljóðblöndun.

Mono Town skipa bræðurnir Börkur Hrafn og Daði Birgissynir ásamt Bjarka Sigurðssyni sem eru allir laga- og textahöfundar sveitarinnar. Þeim til aðstoðar eru meðal annars þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson og Magnús Trygvason Elíassen.

In The Eye Of The Storm er gefin út á vegum Record Records og lendir í verslunum þriðjudaginn 11. Mars á geisladisk og vínyl.

Erlent á Airwaves 2012 : Exitmusic og Phantogram

Exitmusic

Ekki veit ég hvort þetta dúó frá New York kallar sig Exitmusic eftir laginu með Radiohead eður ei en ljóst er, af tónlist þeirra að dæma, að heyra má einhverja tengingu við það. Hér er á ferð einstaklega tilfinningaríkt og oft melankólískt jaðarpopp sem á köflum toppar tilfinningaskalann með ótrúlegri rödd söngkonunar og leikkonunar (einhverjir kannast eflaust við hana úr þáttunum Boardwalk Empire) Aleksa Palladino.

Exitmusic – passage

Phantogram

Eitt af þeim böndum sem undirritaður ætlar ekki að missa af er annað dúó, einnig frá Bandaríkjunum, sem kallast Phantogram. Flestir tónlistarspekúlantar ættu nú að kannast við fyrirbærið en ef einhver skyldi nú ekki kveikja á perunni er nóg að hlíða á tóndæmin hér að neðan. Þessu má ekki missa af.

Phantogram – Don’t Move

Phantogram – When I’m small

Öll Bítlalögin í einu

Hey, hversu mikið fílaru Bítlana? Nógu mikið til að hlusta á öll lögin í einu? Um daginn rakst ég á hljóðskrá þar sem einhver hefur tekið saman öll 226 lögin sem komu út með Bítlunum, sett þau saman  og stillt þau þannig af að þau enda á sama tíma. Það krefst mikils úthalds að komast í gegnum “lagið”. Eða eins og einn netverji sagði: ,,Þetta verður rosalega flókið undir lokin. En svoleiðis enduðu Bítlarnir líka.”

All Together Now – Everything the Beatles Ever Did

Nýtt mixtape frá ritstjóra

Það hefur verið frekar rólegt hjá okkur hér á Rjómanum undanfarið sökum anna ritstjórnarmeðlima. Til að bæta lesendum okkar færsluskortinn henti ég í eitt einstaklega áheyrilegt mixtape með eðal 60’s og 70’s sýrupoppi og blúsaðri freak-folk stemmingu. Smellið bara á “play” og njótið.

Nýtt 24 tíma lag frá The Flaming Lips

Það hefði kannski frekar verið við hæfi að hafa nýja 24 tíma lagið með The Flaming Lips, “7 Skies H3” sem rjómalag dagsins. Hægt er að hlýða á lagið í live-streami á netinu í dag og væri því upplagt að hringja í Sigga Sýru, bjóða honum í heimsókn og hanga inni í allan dag og hlusta á nýja tónlist með Flaming Lips. Ef maður er hins vegar upptekinn getur maður bara keypt lagið á USB-lykli sem er inni í alvöru hauskúpu af manneskju. Kostar litla 5000 dollara.

Hlustið eða kaupið á http://flaminglipstwentyfourhoursong.com/

Kjarr

Frumraun tónlistarmannsins Kjarr (Kjartan Ólafsson) er nú komin út. Breiðskífan, sem ber nafn höfundar síns, var þrjú ár í vinnslu og fór vinnsla plötunnar fram í Reykjavík, Hafnarfirði og Glasgow. Öll lögin eru úr hugarheimi Kjartans Ólafssonar, sem gerði garðinn frægann með hljómsveitunum Ampop og Leaves, og eru þau öll í gegnsýrðum stíl fyrir neðan marka meðvitaðrar skynjunar. Platan er nú einungis fáanleg á hinum íslenska tónlistarvef Gogoyoko, en kemur út viku síðar í geisladiskaformi í allar helstu plötubúðir landsins.

Iceland Airwaves ’11: Dungen

Eitt af þeim böndum sem ég er spenntastur fyrir Airwaves þetta árið er klárlega sænska ný-psychadelíu-rokkbandið Dungen. Maðurinn á bakvið bandið er Gustav Ejstes sem semur tónlistana og spilar á flest hljóðfærin. Hann byrjaði að búa til hip-hop þegar hann var unglingur en varð svo fyrir áhrifum frá þjóðlagatónlist og sænskri rokktónlist sjöunda áratugarins. Það útskýrir á vissan hátt hina merkilegu blöndu gamaldags hljóms, nútímalegrar nálgunar og svo hinnar ekta sænsku sálar sem skín úr tónlistinni (getur einhver komið með tilgátu um af hverju sænska tungumálið passar svona ótrúlega vel við létta en tilfinningaþrungna popprokktónlist? Kent! Bob Hund! Håkan Hellstrom!). Hljómsveitin á 10 ára útgáfuafmæli á árinu, og hafa á þeim tíma komið út 7 breiðskífur og 2 EP plötur – hverri annarri betri. Hægt er að hlusta á af eitthvað af tónlist á heimasíðu sveitarinnar www.dungen-music.com.

Dungen – Panda (af Ta det Lungt frá 2004)

Dungen – Skit i Allt (af Skit i Allt frá 2010)

 

Nýtt lag frá Kjarr

Meðfylgjandi er nýjasta smáskífan frá Kjarr sem er sólópródjekt Kjartans Ólafssonar. Mun hún vera væntanleg í sérstökum niðurhalspakka og verður þar m.a. að finna endurhljóðblandanir þeirra Ruxpin og Orang Volante. Stóra platan með Kjarr mun koma út á CD í næsta mánuði og verður fáanleg eftir rúma viku á Gogoyoko.

Kjarr – Harvest (go to sleep)

Nýtt lag frá Kjarr

Ekki fyrir löngu birtum við lag með hljómsveitinni Kjarr en sveitin sú er aukasjálf/hliðarpródjekt Kjartans F. Ólafssonar úr Ampop . Kjarr hefur nú sent frá sér glænýtt lag sem kallast “Quantum Leap” og hljómar það hér að neðan. Meðfylgjandi er svo einnig fyrra lagið sem við birtum en það kallast “Beðið eftir sumrinu”.

Kjarr – Beðið eftir sumrinu

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Spacevestite gefur út sína fyrstu plötu.

Metnaðarfull fyrsta plata hipparokkbandsins Spacevestite er komin út og inniheldur hún 9 smelli, hver öðrum betri. Þeir sem hafa einhvern tíma legið í móki yfir The Doors, Snake eða Jet’s Amazing Bullit Band ættu að geta legið lengur með þessa á fóninum því platan hendir manni umsvifalaust í tímavélina sem opnast einhversstaðar á ströndum Kaliforníu á sjöunda áratugnum og ekkert nema gott partí framundan.

Platan, sem ber nafn bandsins, er nýmasteruð en hafði legið í geymslu í 2 ár vegna þess að hljómsveitarmeðlimir fór í sitthvora áttina eftir að upptökum lauk. Það voru Benzin bræður Daði og Börkur sem tóku gripinn upp.

Hljómsveitin er skipuð 5 drengjum úr Hafnarfirði, sem hafa undanfarið einnig spilað saman undir nafninu Mighty Good Times, en þeir eru: Andri Eyjólfsson (söngur), Stefán Ólafsson (bassi), Eiður Rúnarsson (gítar), Steinarr Logi Steinsen (trommur) og Pálmar Garðarsson (hljómborð).

Það er útgáfyrirtækið Ching Ching Bling Bling sem dreifir plötunni á stafrænu formi og hægt er að kaupa gripinn núna á gogoyoko.com og Bandcamp en hún verður fáanleg innan skamms í öllum helstu netverslunum.

Streymdu Arctic Monkeys

Breska rokksveitin Arctic Monkeys stefnir að útgáfu sinnar fjórðu breiðskífu, Suck It And See, þann 6.júní nk. og hefur af því tilefni boðið aðdáendum sínum að streyma plötunni án endurgjalds á heimasíðu sinni.

Hljómsveitin, sem stofnuð var í Sheffield á Englandi árið 2002, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið ein stærsta rokksveit Breta undanfarin ár og hrifið hlustendur með sér með slögurum á borð við Crying Lightning, When The Sun Goes Down og nú síðast Don´t Sit Down ´Cause I´ve Moved Your Chair. Þónokkuð er um stefnubreytingar hjá sveitinni og hefur hún nú horfið ögn frá bílskúrslyktandi indie-rokki í dekkri grunn með sækadelískari áhrifum en áður.

Hróarskeldufarar hérlendis eru hvattir til að streyma plötunni og vera vel að sér hvað nýja efni sveitarinnar snertir þegar haldið verður til Danaveldis í sumar þar sem Arctic Monkeys troða upp á Hróarskeldu 2011.

Streymdu Suck It And See HÉR

Glæsilegt Geisp!

Chicago sveitin YAWN framreiðir dans, elektróník eða sækadelískt transað popp með afró bítum. Þessi setning er góð ástæða fyrir því að maður á kannski ekki að vera að rembast við að skilgreina músík. Þetta hjálpar þér eiginlega ekki neitt. Það hjálpar hins vegar mjög að tékka á tónlistinni.

Þeir eru líka það svalir að þú þarft ekkert að rembast við að stela músíkinni þeirra því nýja EP platan er í boði alveg ókeypis á síðunni þeirra.

(ZIP skrá með EP plötu YAWN)

Sveitin var stofnuð fyrir um fimm árum þegar strákarnir voru saman í menntaskóla. Þeir hafa verið duglegir að undanförnu og eru á fullu að vinna að stórri plötu sem er væntanleg í vor. Það verður mjög spennandi að heyra hana og hvort þeim tekst að fylgja þessari fínu EP plötu eftir. Þeir hafa verið að túra með Local Natives og eru meðal þátttakenda á South By Southwest hátíðinni sem vonandi gefur þeim frekari byr í seglin.

YAWN – Kind of Guy

YAWN – Kind Of Guy from Druid Beat on Vimeo.

Nýtt og nýlegt erlendis frá

Það er orðið asni langt síðan tekin var staðan á athyglisverðum listamönnum utan landssteinanna og því gráupplagt að skella inn vænni yfirferð.

Byrjum á eins manns sækadeliku sveitinni Dumbo Gets Mad sem gaf út sína fyrstu breiðskífu, Elephants At The Door, fyrir sléttri viku þann 2. febrúar. síðastliðinn. Áhugasamir geta halað plötunni niður endurgjaldslaust hér.

Dumbo Gets Mad – Plumy Tale

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dumbo Gets Mad – Ecletic Prawn

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Epstein – Jelly Fish
Tekið af plötunni Sealess See sem kom út 25. janúar síðastliðinn hjá Asthmatic Kitty.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

John Brodeur – Mouthful of diamonds
Tekið af endugerð plötunnar Tiger Pop (2001) sem kemur út þann 5. apríl næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Young Galaxy – We Have Everything
Fyrsta smáskífan af plötunni Shapeshifting sem kemur út í dag.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bearsuit – A Train Wreck
Tekið af plötunni The Phantom Forest sem kemur út í mánuðinum.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Batwings Catwings – Enless Summer
Tekið af EP plötunni Peacock Collection sem kom út í síðasta mánuði.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Metal Mother – Billy Cruz
Tekið af plötunni Bonfire Diaries sem kemur út þann 7. mars næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nostalgia 77 – Simmerdown
Tekið af væntanlegri fjórðu plötu sveitarinnar sem heita mun The Sleepwalking Society.

Jeniferever – Waifs & Strays
Tekið af þriðju plötu þessarar sænsku sveitar sem heita mun Silesia.