Útgáfutónleikar Gísla Pálma í kvöld

Smekkleysa tilkynnir

…að annað upplag plötu Gísla Pálma verður dreift í verslanir í þessari viku. Á sama tíma fagnar Gísli Pálmi útgáfu fyrstu plötu sinnar með útgáfutónleikum í kvöld, þann 4. Júní, í Gamla Bíó.

Platan, sem kom út þann 16. apríl síðastliðinn, ber nafnið Gísli Pálmi, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda ásamt því að vera ein mest selda rapp plata síðustu ára.

Gísli Pálmi hefur fengið þá Sölva Blöndal og Egil Tiny úr Quarashi til að taka nokkur lög. Fleiri sem fram koma eru Sturla Atlas, Gervisykur og Vaginaboys.

Miðaverð er 2.900 kr. og er sala aðgöngumiða í Smekkleysu Plötubúð, Laugavegi 35., og á tix.is

Ný plata og tónlistarmyndband frá Mosi Musik

Í fréttatilkynningu segir:

Fyrsta plata Mosi Musik kom út þann 25. apríl og ber hún nafnið I am you are me. Um er að ræða 12 laga plötu sem spannar nokkrar tónlistastefnur. Hljómsveitin er þekkt fyrir fjölbreytileika í sinni músík en oft hefur reynst erfitt að skilgreina tónlist Mosi Musik í einu orði og hefur hún verið kölluð allt frá “Epic power disco” (Chris Sea fyrir Rvk Grapevine) yfir í “The future sound of pop music” (Lewis Copeland) en hljómsveitin kallar sjálf tónlistina “Electro Power Pop Disco”.

Mosi Musik frumsýndi nýtt tónlistarmyndband 18. Maí við lagið “I Am You Are Me” en í laginu rappar hún Krúz með sveitinni.

Jón Teitur Sigmundsson og Hollendingurinn Joost Horrevorst leikstýra myndbandinu en sem framleitt er af Nágranna.

Fyrsta myndband Átrúnaðargoðanna

Í fréttatilkynningu segir:

Átrúnaðargoðin er nýtt rappband sem hefur vakið talsvert umtal þrátt fyrir að hafa látið lítið fyrir sér fara hingað til. Meðlimir eru þeir Guðjón Heiðar og Bragi Björn en hvorugur þeirra hafa verið áberandi í rappsenunni á Íslandi til þessa. Guðjón kom fram í lagi Futuregrapher, “Think” en hafði þar á undan verið í rokksveitinni Palindrome og satíru strákabandinu 3G´s sem átti nokkur vinsæl lög um aldamótin. Bragi hefur sungið með blúsrokkbandi og undanfarið einbeitt sér að ljóðalestri með ljóðskáldunum í Fríkirkjunni.

Upptökustjóri hljómsveitarinnar er enginn annar en gangandi goðsögnin Gnúsi Yones, einn af stofnmeðlimum Amaba Dama og Subterranean. Hann hefur áður stjórnað upptökum fyrir Ojba Rasta, Reykjavíkurdætur, Cell7 og Amaba Dama sem öll hafa notið mikilla vinsælda. Gnúsi Yones segir þetta um Átrúnaðargoðin:

Trúleysingjar muna finna guð og trúaðir munu fremja sind þegar þeir átta sig á guðdómlegu orkunni frá þessum tvemur vitleysingum!

Nú er fyrsta tónlistarmyndband drengjanna tilbúið en það er við lagið „Lífið er Strigi“. Myndbandið var tekið upp, samið og leikstýrt af Braga Birni Átrúnaðargoði. Strákarnir koma svo fram á tveimur tónleikum í júní ásamt Blaz Roca á Spot í Kópavogi og Gauk á Stöng svo það verðu spennandi að fylgjast með þeim í sumar.

Cheddy Carter á Kex Hostel í kvöld

Cheddy Carter

Í kvöld mun hip-hop hljómsveitin Cheddy Carter frumflytja nýtt efni fyrir gesti og gangandi á Kex Hostel. Tónlistarmaðurinn Vrong mun mýkja hljóðhimnur gesta frá kl. 21:00, áður en Cheddy Carter stígur á stokk. Aðgangur er ókeypis.

Cheddy Carter er nýtt hip-hop band sem saman stendur af Fonetik Simbol, IMMO og Charlie Marlowe. Hljómsveitin var stofnuð í byrjun árs 2014 og hefur síðan þá eytt sínum tíma í að skola niður nautakjöti og ostum með rauðvíni í hljóðveri sínu.

Meðlimir Cheddy hafa unnið saman undir öðrum formerkjum síðan árið 2002 og má segja að Cheddy Carter sé ein af þeim fáu sem halda lífi í íslensku hip-hopi á enskri tungu.

Ný plata væntanleg frá Epic Rain

Epic Rain

Epic Rain hefur nú lokið við nýjustu plötu sveitarinnar sen nefnist Somber Air sem kemur út bæði á vinyl og á geisladisk í lok apríl.
Lucky Records sá um framleiðslu á plötunni í samvinnu við Epic Rain.

Epic Rain er ný komn frá Frakklandi þar sem sveitin spilaði á nokkrum tónleikum og gerðu samning við tónlistarhátíð í Caen er nefnist Les Boréales, eða Festival of the lights.

Hér má sjá myndband frá tónleikum Epic Rain í París á festival Chorus 4.apríl síðastliðinn.

Næst á dagskrá hjá Epic Rain er að spila á nokkrum tónleikum í Berlín í byrjun Maí. Þar koma þeir fram meðal annars á Extreme Chill Showcase Festival sem er í umsjá Pan Thorarensen og spila þeir svo einnig á stórri hátíð er nefnið Xjazz festival þar sem fleiri íslensk bönd koma fram.

Epic Rain er einnig að vinna í því að spila með stóru bandi á Iceland Airwaves hátíðinni í ár sem verður mjög skemmtilegt að sjá.

Somber Air verður gefin út í nokkrum eintökum á hinum alþjóðlega Record Store Day sem verður laugardaginn 19.apríl og mun sveitin spila í plötubúðinni Lucky Records, við Rauðarárstíg, við það tækifæri.

Hér að neðan má sjá nýjasta myndband sveitarinnar við lagið “Nowhere Street” er kom út í lok nóvember og er að finna á væntanlegri plötu þeirra.

IMMO sendir frá sér Barcelona

IMMO, sem gefið hefur út tvær plötur með Original Melody, gefur nú út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Barcelona en hún kemur í búðir 14.desember næstkomandi. Titillag plötunnar fjallar um afdrifaríkt atvik sem átti sér stað í Barcelona þegar ókunnugur maður beit neðri vör rapparans af.

Á plötunni fær IMMO góða gesti í lið með sér. Retro Stefson bræðurnir, Unnsteinn og Logi, koma við sögu í sitthvoru laginu þar sem þeir sýna á sér skemmtilega hlið. Söngkonan Valborg Ólafsdóttir (The Lovely Lion) syngur í lagi þar sem IMMO fjallar um hvernig hann tekst á við þær afleiðingar Barcelona atviksins. Þá slær IMMO á létta strengi með Friðriki Dór en á plötunni má einnig finna bandarískan rappara að nafni LO, Opee og söngvarana Þorstein Kára og Jason Nemor. Öll lög plötunnar eru pródúseruð af Fonetik Simbol, nema eitt, þar sem Logi úr Retro Stefson leysir Fonetik af.

Halleluwah gefur út myndband

Í gær gaf tvíeykið Halleluwah út myndband við lag sitt ”K2R”, sem gefið var út í netútgáfu fyrir örfáum vikum. Í lok október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu (einnig með áföstum cd) sem mun innihalda lögin ”K2R” á A-hlið, og ”Whiplashes” á B-hlið.

Myndbandið má sjá á Vísi.

Myndbandinu er leikstýrt af hinum sænska Måns Nyman, en hann hefur m.a. gert myndbönd fyrir nokkra af þekktari listamönnum Svía eins og Rebeccu og Fionu, Markus Price o.fl.

Rapparinn B. Dolan með tónleika á Gamla Gauknum

Pólitíski rapparinn B. Dolan snýr aftur til landsins og verður með tónleika á Gamla Gauknum þann 22. September næstkomandi.

B.Dolan kom hingað í September í fyrra með rapparanum Sage Francis, hann heillaðist af landi og þjóð og ákvað stuttu eftir íslandsferðina að koma hingað ásamt brúði sinni í brúðkaupsferð í September 2012.

Þessa dagana er B.Dolan á tónleikaferðalagi um Bretlandseyjarnar sem ber heitið “Church of love and ruin” og kallar hann þessa tónleikaferð piparsveinspartýið sitt. Þetta er heljarinnar tónleikaferðalag sem inniheldur fjöldann allan af tónlistarmönnum, eða 30 talsins, ásamt 19 manna lúðrasveit. Hann heldur síðan aftur til Bandaríkjana þar sem að hann giftist unnustu sinni.

Tiny gefur út nýtt lag

Lagið “1000 Eyes” fyrsta lagið af væntanlegri sólóplötu rapparans “TINY”, en hann ætti að vera tónlistaráhugafólki að góðu kunnur fyrir störf sín með hljómsveitinni Quarashi sem var um árabil alvinsælasta hljómsveit Íslands. Það er þó fátt sem minnir á Quarashi í “1000 Eyes” þó fyrrverandi meðlimir sveitarinnar, þeir Sölvi Blöndal og “TINY”, leiði þar saman hesta sína að ógleymdri söngkonunni Þórunni Antoníu.

Lagið “1000 eyes” er einnig það fyrsta sem kemur úr smiðju Sölva Blöndal í langan tíma en von er á meira efni frá honum undir vinnuheitinu Halleluwah þar sem fjölmargir innlendir sem erlendir listamenn koma við sögu. Fyrsta lagið er á lokastigi vinnslu og mun heyrast á allra næstu vikum.

TINY – 1000 Eyes feat. Þórunn Antonía

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýr og dularfullur listamaður stígur fram: Gabríel

Sumir hafa kannski tekið eftir glænýju lagi sem kallast “Stjörnuhröp” og hefur dreifst milli Facebooksíðna og blogga á síðustu sólarhringum. Lag þetta gefur tóninn fyrir nýtt afl í íslensku hiphopi; en það er íslenskur listamaður sem er heldur betur dularfullur. Hann gefur út lagið undir listamannsnafninu Gabríel og vill ekki láta síns rétta nafns getið. Í tilkynningu segir að listamaðurinn hafi um árabil verið virkur í íslensku tónlistarlífi en feti nú nýjar slóðir undir þessu listamannsnafni. Merkilegt það! Einhverjar kenningar hafa heyrst um hver listamaðurinn knái geti verið, en myndir sem fylgdu tilkynningu sýna hann með grímu svo erfitt er að bera kennsl á andlitið.

“Stjörnuhröp” er einkar áhlýðilegt popplag sem auk Gabríels skartar þeim Opee (O.N.E., Quarashi, Original Melody) og Valdimar Guðmundssyni (Valdimar). Kannski ekki úr vegi að leyfa ykkur bara að heyra hér að neðan og svo má finna Gabríel á Facebook hér. Einnig má niðurhala laginu frítt í takmarkaðan tíma á heimasíðu Gabríels.

 

Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti með myndband

Íslenska rapphljómsveitin Úlfur Úlfur hefur verið iðin við að pumpa út efni bæði í hljóði og mynd og tónleikahald allt frá stofnun sveitarinnar á síðasta ári. Sveitin var stofnuð af þeim Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Kaldalón Guðmundssyni eftir slit hljómsveitarinnar Bróðir Svartúlfs en Bróðir Svartúlfs stóðu uppi sem sigurvegarar Músíktilrauna fyrir nokkrum árum og hreif rímnaflæði Arnars Freys og rokk/popp grúv sveitarinnar bæði dómnefnd og landann með sér.
Nýja verkefnið, Úlfur Úlfur, einblínir þó meira á rapp/hip-hop senuna og ásamt Þorbirni Einari hefur sveitin komið út sinni fyrstu plötu. Ber hún heitið Föstudagurinn Langi. Voru drengirnir afar gjafmildir og gáfu plötu sína aðdáendum og áhugasömum á heimasíðu sinni, Úlfurúlfur.com.

Fyrir stuttu hélt sveitin frumsýningarpartý á myndbandi við lagið Á Meðan Ég Er Ungur en þar fá þeir þar til liðs við lagasmíðarnar rapparann Emmsjé Gauta og Óróa-stjarnan Atli Óskar Fjalarson sér um leikræna túlkun í aðalhlutverki myndbandsins. Gjössovel!

Úlfur Úlfur gefur út frumraun sína

Úlfur Úlfur er forvitnileg samsuða af rappi og melódísku poppi með oft á tíðum dökku yfirbragði þótt partýið sé aldrei langt undan. Arnar Freyr sér um að mata hlustendur á hárbeittu flæði sem Helgi Sæmundur bakkar upp með fallegum sönglínum og rappi á meðan Þorbjörn Einar mundar plötuspilarann. Innblásturinn er allstaðar að; hvort sem um er að ræða kvenfólk og næturbrölt eða æskuna og tilfinningalíf. Áhrifavaldarnir eru sömuleiðis úr öllum áttum og er þá hvorki spurt um stíl né stefnu. Niðurstaðan er frumleg nálgun á popptónlist sem spannar allan skalann.

Þann 10. Desember mun Úlfur Úlfur gefa út frumraun sína: Föstudagurinn Langi. Platan inniheldur 10 lög og á henni verður að finna gestaframkomu frá tveimur af meðlimum Agent Fresco, Arnóri Dan, söngvara sveitarinnar og gítarleikaranum Þórarinni, að ógleymdu partýljóninu sem flestir ættu að kannast við: Emmsjé Gauta.

Í tilefni þessa ætla drengirnir að slá upp útgáfutónleikum á Faktorý samdægurs, þ.e. laugardaginn 10. desember. Þeim til stuðnings og aðstoðar verða allir þeim sem að plötunni komu og má því reikna með miklum flugeldum.

Húsið opnar klukkan 22:00 og hefjast tónleikarnir á slaginu 23:00. Aðgangur verður 999 kr og verður Föstudagurinn Langi seldur á staðnum.

Quarashi Anthology

Út er komin safnplata hljómsveitarinnar Quarashi sem nefnist Anthology en um er að ræða 42 laga safnpakka frá 8 ára ferli hljómsveitarinnar. Tónlist.is býður uppá tvö áður óútgefin (og óheyrð) Quarashi lög í kaupbæti með plötunni en þau verða aðeins fáanleg hjá okkur. Þetta eru lögin “Shady Lives” sem var gert með Opee árið 2003, stuttlega eftir að “Mess it Up” varð vinsælt og lagið “An Abductee” sem var gert fyrir Jinx en rataði ekki á plötuna.

Anthology pakkinn sjálfur er svo stútfullur af vinsælu og sjaldgæfu efni frá Quarashi. Sjaldan eða aldrei hefur hljómsveit náð að gera upp feril sinn með jafn skilvirkum hætti án þess þó að vera einungis að gefa út áður útgefið efni. Pakkinn er því bæði hugsaður fyrir þá sem vilja eignast öll vinsælustu lög sveitarinnar í hvelli og hörðustu aðdáendurna sem vilja fá meira fyrir sinn snúð. Þannig vill sveitin kveðja aðdáendur sína – með því að tryggja að hinsta útgáfa Quarashi sé sem glæsilegust.

Quarashi – Shady Lives (feat. Opee)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Úlfur Úlfur halda tónleika og opna nýja vefsíðu

Úlfur Úlfur

Úlfur Úlfur er ný rapphljómsveit sem samanstendur af þremur metnaðarfullum piltum og hafa þeir á stuttum starfsferli sent frá sér fjölda laga.

Úlfur Úlfur mun koma fram á Players í Kópavogi í kvöld, föstudaginn 16. september.

Nýlega hafa þeir opnað vefsíðuna www.ulfurulfur.com sem hefur verið að fá góð viðbrögð og þar er hægt að fylgjast með tónleikum, bloggi, tónlist, myndböndum og fleira. Þeir skrá sig á póstlitan á vefnum þeirra fá fréttir af öllu því nýjasta, frítt á tónleika, og fría tónlist.

Sage Francis á Sódóma 3.september

Bandaríski rapparinn/ljóðskáldið Sage Francis sækir landann heim nú á laugardag og mun koma fram á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu laugardaginn 3.september nk. Ásamt Francis mun rapparinn B.Dolan troða upp en báðir koma þeir frá Providence í Rhode Island fylki í Bandaríkjunum.

Sage Francis hefur um nær áratugaskeið hrist vel upp í rappheiminum með hreinskilnum textum sínum, oftar en ekki í töluðum stíl (spoken word) og með því að storka hinum almenna tónlistarstíl nútímarapptónlistar en breiðskífa hans, Personal Journals, frá árinu 2002, hlaut einróma lof gagnrýnanda. Francis heimsækir nú Ísland í annað sinn með rúmlega sjö breiðskífur að baki en rapparinn gekk á land árið 2002. Nýjasta breiðskífa Francis, Li(f)e, kom út árið 2010 og lagið “The Best of Times” náði gríðarlegum vinsældum ásamt því að myndbandið við lagið gerði lukku. Francis er eigandi neðanjarðarplötufyrirtækisins Strange Famous Records en B.Dolan er einmitt einn af listamönnunum þar á bæ. Auk þess má nefna Buck 65, annan Íslandsvin í sambandi við fyrirtækið.

Miðasala á tónleika Sage Francis og B.Dolan á Sódóma Reykjavík þann 3.september nk. fer fram á miði.is og er miðaverð 3.000 krónur.  Rjóminn hvetur áhugafólk um rapptónlist, rímur og flæði að líta við á þessa félaga frá Rhode Island næstkomandi laugardagskvöld.

Rjómalagið 26.ágúst: X Plastaz – Kutesa Kwa Zamu

Það er eitthvað svo yndislegt við að hlusta á rapp á tungumálum sem maður skilur ekki. Sérstaklega þegar það er gott rapp. Ungverskur maður í Danmörku sagði mér frá Tansaníska hip-hop bandinu X Plastaz (talandi um alþjóðavæðingu), og hefur það ítrekað ratað í spilarann minn síðan þá – enda eðal stöff. X Plastaz rappa ýmist á Swahili eða Haya, en blanda því við tónlist og söngva Maasai-fólksins. Þessi stíll hefur verið kallaður því skemmtilega nafni Bongo Flava, eða þá Masaai Hip Hop

Nýtt íslenskt

Það er alltaf nóg um að ske í íslensku tónlistarlífi or Rjóminn reynir að sjálfsögðu sitt allra besta að hafa puttana á slagæðunum og taka púlsinn á fyrirbærinu. Hér að neðan eru nokkur lög úr ýmsum áttum sem borist hafa æruverðugum ritsjóra til eyrna.

Kjarr – Beðið eftir sumrinu
Nýjasta pródjekt Kjartans úr Ampop sem nú kallar sig Kjarr. Bragðmikið og gott popp með síkadelískum undirtón.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hjálmar – Í gegnum móðuna
Hjálmar eru greinilega að farnir að kanna dansvænu og rafrænu hliðina á sér ef eitthvað er að marka þeirra nýjasta lag. Verður spennandi að heyra meira af væntanlegu efni þeirra.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gang Related – Mona
Magnað stöff frá þessari nýju sveit sem m.a. er skipuð meðlimum úr Morðingjunum.

Stjörnuryk – Komum vaðandi inn (ásamt 3hæðin & musiggi)
Rappsveitin Stjörnuryk gaf út frumburð sinn um daginn og þetta dubstep/drum n bass vædda lag náði strax að fanga athygli mína.

Roskilde 2011: Atmosphere

1.júní er genginn í garð og ekki seinna vænna en að líta aðeins á nokkur áhugaverð bönd sem fram koma á Hróarskelduhátíðinni í ár. Bandaríski dúettinn Atmosphere er fyrstur í röðinni að þessu sinni.

Atmosphere var stofnuð af þeim Sean Daley (Slug) og Anthony Davis (Ant) í Minneapolis í Bandaríkjunum árið 1989. Slug sér um rímurnar á meðan Ant sér um taktana. Sveitin hefur allt frá stofnun verið afar vinsæl og þá einna helst þekkt fyrir drifkraft en sveitin er án efa ein vinsælasta sjálfstæða rappsveit heims. Sendi dúettinn frá sér sína sjöttu breiðskífu, The Family Sign, fyrr á árinu og með sex breiðskífur og yfir tuttugu ár í bransanum heimsækir Atmosphere, Roskilde 2011.

Íslenskir unnendur takta og rímna eru hvattir til að líta við á tónleikum Atmosphere á Hróarskeldu 2011.