A.Skillz tætir í sig Bítlana

Meðfylgjandi er eitt allra besta Bítlamix sem undirritaður hefur heyrt lengi. Mixið gerði enski plötusnúðurinn og raftónlistarmaðurinn A.Skillz (heitir réttu nafni Adam Mills) fyrir heimildaþátt á BBC Radio 1 sem heitir “The Beatles & Black Music” og í því má m.a. heyra viðtöl við Paul McCartney, Q-tip, Questlove, Common, Benga og Roots Manuva.

Dauðsföll í vikunni

Í vikunni sem er að ljúka féllu a.m.k. tveir einstaklega færir tónlistarmenn frá. Í anda nútímans munum við minnast þeirra á Youtube.

Síðasta sunnudag lést bandaríski rapparinn Eyedea, aðeins 29 ára. Hann var helst þekktur sem helmingur hins “hugsandi” rappdúetts Eyedea & Abilities, og sem einhver besti free-style rappari sinnar kynslóðar.

Á miðvikudaginn féll síðan Ari Up, söngspíra kvennapönksveitarinnar The Slits, frá. Hún var 48 ára þegar hún lést úr krabbameini. Þess má geta að ég ætlaði að sjá The Slits á tónleikum í maí, en þeim var frestað á síðustu stundu.

Ramses – Óskabarn Þjóðarinnar

Þann 12. nóvember næstkomandi mun einn af þekktari röppurum landsins, Ramses, gefa út plötuna Óskabarn Þjóðarinnar. Þó enn sé verið að leggja lokahönd á plötuna hefur Ramses þegar sett tvö lög af plötunni í spilun og hljóma þau hér að neðan. Reyndar mun Ramses setja á netið, fram að útgáfu plötunnar, eitt lag á viku á heimasíðu sinni www.egerramses.com og er því um að gera fyrir áhugasama að fylgjast vel með.

Ramses – Komdu með mér

Ramses – Er ég fer að emsíast

Úr Pósthólfinu

Þá er komið að því enn og aftur, lömbin mín, að bregða undir sig betri fætinum og valhoppa ofan í pósthyrslur Rjómans. Þar er alltaf eitthvað spennandi, óvænt og ánægjulegt að finna. Við skulum sjá hversu snemma Jólin koma í þetta skiptið.

Zach Hill – Memo to the man
Zach er einn fjölhæfasti trommarinn í bransanum í dag og hefur unnið með heilum helvítis helling af nafntoguðum listamönnum sem margir hverjir koma fram á nýjustu plötu kappans sem nefnist Fat Face. Meðal þeirra sem leggja honum lið eru Devendra Banhart, No Age, Guillermo Scott Herren (Prefuse 73), Greg Saunier (Deerhoof), Nick Reinhart (Tera Melos, Bygones) og Robby Moncrieff (Raleigh Moncrieff). Meðfylgjandi er fyrsta lag plötunnar sem væntanleg er 19. október næskomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cusses – Custody Master
Skemmtilega hávaðasamt tríó með fljóðbylgju gítar sem minnir óneitanlega á bernskubrek Yeah, Yeah, Yeah’s.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Peelander-Z – E-I-E-I-O
Létt flippað tríó frá Brooklyn sem básúnar hér yfir allt og alla pönk og ska útgáfu sinni af barnaþulunni amerísku “Old McDonald”.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Wagner Logic – Years From Now
Enn eitt tríóið, í þetta skipti frá Alaska. Lagið er tekið af nýútkominni samnefndri plötu sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kaka – Below this sun
Það finnst öllum kökur góðar og ekki er verra ef þær eru sænskar. Lagið er tekið af annari plötu Kaka, Candyman, sem væntanleg er snemma á næsta ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Mike – Lights and Sounds Mixtape
Tæplega 40 mínútna hipster mix þar sem margir af nafntoguðustu listamönnum samtímans eru teknir fyrir á einn hátt eða annan. Inniheldur m.a. lög með Friendly Fires, Chromeo, Yeah Yeah Yeahs, The Eurythmics, Major Lazer, Big Boi og Kanye West.

Rapp fyrir Indíhausa

Hér eru nokkur nýleg rapplög sem ég get hiklaust mælt með fyrir indíhausa og hina tvo sem lesa Rjómann.

Atmosphere – Freefallin

Ný fjörtíu og einnar mínútu “EP”-plata með íslandsvinunum í Atmopshere kom út fyrr í mánuðinum. Hún nefnist To All My Friends, Blood Makes the Blade Holy og er að mínu mati eitt það besta sem þeir Slug og Ant hafa gert í langan tíma. Slug tekst alltaf að koma manni í gott skap með hrakfallasögum og bjartri sýn á ömurleika hversdagsins.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Listener – Ozark Empire, or a snake oil salesman comes to your town

Listener kalla tónlistina sína taltónlist (talk-music), en sú stefna passar frábærlega inn í flokkinn “rapptónlist fyrir indíhausa”. Brjálað skítugur taktur í gangi þarna.

Original Melody – Long Time Coming

Hérna er eitt brakandi ferskt lag frá íslensku eðalsveitinni Original Melody sem er að gefa út sína aðra plötu, Back and Fourth, í byrjun Október. Þeir munu spila á Airwaves og mun Rjóminn að öllum líkindum vera þar í fremstu röð að slamma.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Das Racist – Ek Shaneesh

Bloggheimar hafa slefað yfir þessu fyrirbæri í langan tíma og nú eru Rasistarnir að brjótast upp á yfirborð indíheimsins með plötunni Sit Down, Man. Þetta fyllir alla múltíkúltí-hipstermæla, sem er að sjálfsögðu frábært.