Mosi Musik sendir frá sér I Am You Are REMIX

I Am You Are REMIX

Hljómsveitinn Mosi Musik, sem nýverið gaf út sýna fyrstu plötu sem bar nafnið I Am You Are Me, hefur nú sent frá sér eftirfylgju sem ber nafnið I Am You Are Remix. Eins og nafnið gefur til kynna eru þetta remix af laginu “I am you are me (feat. Krúz)” þar sem nokkrir valinkunnir listamenn spreyta sig á laginu en þeir eru Orang Volante, Lewis Copeland & SW9. SW9 komst í 7. sæti á PartyZone listanum í Maí með sitt remix en SW9 eru þeir Tommi White og Grétar G. (Sean Danke).

Ghostigital gefur út safnplötu og spilar á Merry Kexmas

Ghostigital

Ghostigital mun spila á “Have a Merry Merry Kexmas” tónleikaröðinni núna á fimmtudagskvöldið. Tónleikaröðin samanstendur af 3-4 stuttum tónleikum í veitingasal Kex Hostel út desember. Þar munu hljómsveitir kynna útgáfur sínar fyrir jólin og leika tónlist fyrir gesti staðarins. Ekkert kostar á tónleikana og hefjast þeir klukkan 20:30 og standa til 21:30.

Ghostigital var með útgáfupartý á Kex um seinustu helgi fyrir safnplötu sína The Antimatter Boutique. Safnplatan samanstendur af einstökum villilömbum sem ekki er að finna á breiðskífum sveitarinnar auk enduhljóðblandanna eftir listamenn eins og GusGus, Captain Fufanu, Gluteus Maximus, Futuregrapher, New York pródúserateymið MRC Riddims ofl.. Smekkleysa gefur plötuna út.

Mixtúrur úr Mósebók

Mixtúrur úr Mósebók

Út er komin platan Mixtúrur úr Mósebók með 16 remixum af lögum af plötunni Önnur Mósebók með Moses Hightower. Þar klæða listamenn á borð við Borko, Kippi Kaninus, múm, Hermigervill, Sin Fang Yung Boize, Retro Stefson, Sóley og Terrordisco lög af plötunni í nýjan búning. Platan kemur út á vinýl en geisladiskur fylgir með. Á vinýlnum eru 10 mix en öll 16 á disknum.

Meðfylgjandi eru þrjú remix af plötunni en hún fæst m.a. í vefverslun Record Records.

Moses Hightower gefur út remix plötu

Moses Hightower - Önnur Mósebók

Hljómsveitin Moses Hightower stendur fyrir hópfjármögnunarverkefni á karolinafund.com þessa dagana, en hún stefnir að plötuútgáfu í lok ágúst náist sett markmið í verkefninu.

Um er að ræða útgáfu á vínylplötu ásamt meðfylgjandi geisladiski, sem innihalda endurhljóðblandanir (remix) á lögum af síðustu plötu sveitarinnar, Annarri Mósebók. Sú kom út síðasta sumar og hlaut afar góðar undirtektir, frábæra dóma, Menningarverðlaun DV og Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir laga- og textasmíðar.

Meðal þeirra sem hafa tekið Aðra Mósebók til kostanna og gert eigin útgáfur af lögum af henni sem fara á plötuna eru Borko, Sin Fang, Nuke Dukem, Halli Civelek, illi vill, Kippi Kaninus, Samúel Jón Samúelsson, Pedro Pilatus, Hermigervill og hiphop-flokkurinn Forgotten Lores.

Á síðu verkefnisins inni á karolinafund.com er hægt að festa sér eintök af hinni óútgefnu plötu, fyrri plötur sveitarinnar á pakkatilboðum og annað góðmeti, gegn áheitum til verkefnisins sem aðeins verða innheimt ef öll upphæðin, €2500, næst í hús.

Arnþrúður

Arnþrúður

Í gær kom út maxi singullinn “Arnþrúður” með tónlistarmanninum Skurken. Verkið inniheldur endurgerðir eftir mörgum af vinsælustu raftónlistarmönnum landsins, m.a. Ruxpin, Futuregrapher, Tanya & Marlon ofl. “Arnþrúður” er tekin af plötunni Gilsbakki, sem kom út árið 2011 og fékk frábæra dóma – bæði hér heima og erlendis. Hægt er að nálgast “Arnþrúði” á vefsvæði Möller Records – gegn því að viðkomandi tvíti um hana eða pósti á facebook.

Remix af lagi Ghosting Season með íslenskri tengingu

Íslandsvinirnir í Ghosting Season, sem enn reyna að komast að á Airwaves, hafa sent frá sér remix við lagið “Time Without Question” sem Russell. M. Harmon sá um að setja í nýjan búning. Russel þessi er breskt tónskáld sem búsettur er í Reykjavík og vinnur hér við tónsmíðar innblásnar af íslenskri náttúru.

Ég læt einnig fylgja með verkið “Tragedy Fractures” eftir téðan Russel.

Maestro

Maestro er splunkunýtt tónlistarverkefni sem leitt er af Stefáni nokkrum Ívarssyni. Þessi 21 árs gamli Reykvíkingur hefur undanfarin ár verið viðloðandi raftónlistarsenuna en einbeitir sér um þessar mundir aðallega að electro house og dubstep tónlist.

Meðfylgjandi remix er það fyrsta sem Stefán sendir frá sér undir listamannsnafninu Maestro og má hala laginu niður endursgjaldslaust í gegnum spilarann hér að neðan.

Of Monsters and Men remixuð

Sigurganga Of Monsters and Men heldur áfram á erlendri grundu sem og á Alnetinu. Þeir sem fylgjast vel með straumum á stefnum á Netinu hafa eflaust tekið eftir remixi nokkru af laginu “King and Lionheart” sem fólk keppist nú við að blogga um og deila. Sitt sýnist hverjum um útkomuna en eflaust ættu flestir að vera sammála um að vel sé hægt að dilla sér við hana.

Samaris – Hljóma þú

Frumburður hljómsveitarinnar Samaris leit dagsins ljós fyrir um mánuði síðan í formi laglegrar EP plötu. Heitir gripurinn Hljóma þú og inniheldur platan þrjú lög auk remix-a eftir Futuregrapher, Muted og DJ Arfi. Fóru upptökur fram í Tónlistarskóla Kópavogs en um masteringu sá Sundlaugarvörðurinn Birgir Jón Birgisson.

Hljóma þú fæst að sjálfsögðu hjá gogogyoko

Fyrsta smáskífan frá Jungle Fiction

“Heat Of The Nite” er fyrsta smáskífan frá ungu og upprennandi íslensku raftónlistarmönnunum Jungle Fiction. Nú þegar eru þeir með stór remix undir sér (Kele, Acid Washed, Neon Indian) og fyrsta smáskífan þeirra verður gefin út frí á vefsíðunni þeirra www.junglefiction.com og á Soundcloud.

“Heat Of The Nite” tónlistarvídeóið, sem tekið var upp í Las Vegas, er eftir grafíska hönnuðinn Jesse Nikette. Smáskífan inniheldur þrjú lög með áhrifum frá Ennio Morricone, Tom Tom Club og Sylvester svo dæmi séu nefnd. Einnig eru þrjú remix frá Fukkk Offf (Þýskaland), F.O.O.L (Svíþjóð) og Ishivu (frá Svíþjóð). Jungle Fictioneru nú þegar að leita eftir bókunum í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir næsta ár.

Smáskífan var tekin upp á Íslandi og mixuð og masteruð af Jungle Fiction.

Miðvikudagsmix : Nýtt erlent

Hér er ein allsherjar lagasúpa af erlendis hipster-indie og remixum sem, eftir því sem mig minnir (afar óáræðanlegt minni það reyndar), hefur ekki heyrst hér á Rjómanum áður. Sum þeirra laga sem heyra má hér að neðan eru af mörgum talin vera með þeim betri á árinu og því um að gera að leggja einbeitt og afar vandlega við hlustir.

Myndin hér að ofan er úr myndbandinu við lagið “Bombay” með El Guincho.

Small Black – Camouflage

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Massive Attack – Paradise Circus feat. Hope Sandoval (Gui Boratto Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

El Guincho – Bombay

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gorillaz – Stylo (Alex Metric Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Levek – Look On The Bright Side

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

British Sea Power – Living Is So Easy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hosannas – The People I Know

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Generationals – Trust

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tape Deck Mountain – P.I.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Ruby Suns – Cranberry

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

A.Skillz tætir í sig Bítlana

Meðfylgjandi er eitt allra besta Bítlamix sem undirritaður hefur heyrt lengi. Mixið gerði enski plötusnúðurinn og raftónlistarmaðurinn A.Skillz (heitir réttu nafni Adam Mills) fyrir heimildaþátt á BBC Radio 1 sem heitir “The Beatles & Black Music” og í því má m.a. heyra viðtöl við Paul McCartney, Q-tip, Questlove, Common, Benga og Roots Manuva.

BEAKR

BEAKR er listamannsnafn Micah Smith en hann mun hafa samið og fiktað með elektróník og hip-hop undanfarinn áratug eða svo. Hans helsta viðfangsefni þessi misserin er að klæða lög nafntogaðra indie listamanna í glansandi diskógalla eða danshæf átfitt hverskonar. Hefur hann m.a. haft fingurna í lögum listamanna á borð við Lykke Li, Spoon, Hot Chip, Feist, Beach House, Vampire Weekend og Matt & Kim.

Meðfylgjandi eru þrjú remix frá kappanum sem eflaust þykja hæf til undirleiks við afturendaskak helgarinnar.

Feist – Sea Lion Woman (BEAKR remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Temper Trap – Sweet Disposition (BEAKR electro remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hot Chip – I Feel Better (BEAKR electro remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Worriedaboutsatanremix

Íslandsvinirnir í worriedaboutsatan höfðu samband og vildu deila með okkur þremur lögum sem þeir hafa nýlega sett í nýjan búning. Lögin eru eftir Lundúnarsveitina Clock Opera, Manchesterbandið Spokes og White Hinterland en það er listamannsnafn söngkonunnar Casey Dienel.

Lögin er öll frjáls til niðurhals!

Clock Opera – A Piece of String (worriedaboutsatan remix)

Spokes – We Can Make It Out (worriedaboutsatan remix)

White Hinterland – Icarus (worriedaboutsatan remix)

FM Belfast remixa Seabear

Morr Music gefur í dag frá sér, frítt til niðurhals, remix grallaranna í FM Belfast af Seabear laginu “I’ll build you a fire”. Þeim sem vilja hala sér niður eintaki af laginu bendi ég á að beina vöfrum sínum á vef Morr Music. Annars hljómar lagið hér að neðan auk myndbands við upprunalega útgáfu Seabear. Þetta ætti að sannarlega að koma manni í gírinn fyrir Airwaves sem hefst í kvöld.

Seabear – I’ll Build You A Fire (FM Belfast Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Seabear – I’ll Build You A Fire