Airwaves fitubrennslimix Dr. Gunna

Poppgúrúinn og rótarbjórsunnandinn Dr. Gunni er iðinn við að hlaupa af sér sultuna og halda sér í formi. Hefur hann nú tekið saman hávísindalegt fitubrennslumix sem samanstendur af erlendum flytjendum sem stíga munu á stokk á yfirvofandi Airwaves hátíð. Þið einfaldlega skellið ykkur á bloggið hjá Doktornum góða (flettið niður að 28.09.10) og halið herlegheitiunum niður, skellið í spilarann og níðist svo á næsta hlaupbretti eða þrekhjóli þangað til að yfir líkur.

Airwaves fitubrennslimix Dr. Gunna

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Airwavesband #1 : Film

Hefst nú yfirferð Rjómans á nokkrum af þeim fjölmörgu listamönnum sem stíga munu á stokk á Airwaves hátíðinni sem hefst eftir rétt tæpar tvær vikur. Við hefjum yfirferðina á grísku sveitinni Film en hún spilar afar myndrænt dark-wave í bland við post-punk, ef það segir ykkur eitthvað. Film er víst aðal númerið í indie senunni í Aþenu og hefur túrað víðsvegar um Evrópu við góðan orðstýr.

Film hafa nú lagt inn umsókn sína í fjölmennan klúbb íslandsvina því nýlega hóf sveitin samstarf við bæði Hildi Kristínu Stefánsdóttur, söngkonu Rökkurróar, og grallarana í FM Belfast, sem tóku það að sér að remixa lagið “Harmur fuglsins”, afrakstur samstarfs Film og Hildar. Mun Hildur flytja lagið með Film þegar sveitin spilar á Airwaves.

Meðfylgjandi er lagið “Harmur Fuglsins” í flutningi Film og Hildar Kristínar og svo umrætt remix FM Belfast.

Úr Pósthólfinu

Þá er komið að því enn og aftur, lömbin mín, að bregða undir sig betri fætinum og valhoppa ofan í pósthyrslur Rjómans. Þar er alltaf eitthvað spennandi, óvænt og ánægjulegt að finna. Við skulum sjá hversu snemma Jólin koma í þetta skiptið.

Zach Hill – Memo to the man
Zach er einn fjölhæfasti trommarinn í bransanum í dag og hefur unnið með heilum helvítis helling af nafntoguðum listamönnum sem margir hverjir koma fram á nýjustu plötu kappans sem nefnist Fat Face. Meðal þeirra sem leggja honum lið eru Devendra Banhart, No Age, Guillermo Scott Herren (Prefuse 73), Greg Saunier (Deerhoof), Nick Reinhart (Tera Melos, Bygones) og Robby Moncrieff (Raleigh Moncrieff). Meðfylgjandi er fyrsta lag plötunnar sem væntanleg er 19. október næskomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cusses – Custody Master
Skemmtilega hávaðasamt tríó með fljóðbylgju gítar sem minnir óneitanlega á bernskubrek Yeah, Yeah, Yeah’s.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Peelander-Z – E-I-E-I-O
Létt flippað tríó frá Brooklyn sem básúnar hér yfir allt og alla pönk og ska útgáfu sinni af barnaþulunni amerísku “Old McDonald”.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Wagner Logic – Years From Now
Enn eitt tríóið, í þetta skipti frá Alaska. Lagið er tekið af nýútkominni samnefndri plötu sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kaka – Below this sun
Það finnst öllum kökur góðar og ekki er verra ef þær eru sænskar. Lagið er tekið af annari plötu Kaka, Candyman, sem væntanleg er snemma á næsta ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Mike – Lights and Sounds Mixtape
Tæplega 40 mínútna hipster mix þar sem margir af nafntoguðustu listamönnum samtímans eru teknir fyrir á einn hátt eða annan. Inniheldur m.a. lög með Friendly Fires, Chromeo, Yeah Yeah Yeahs, The Eurythmics, Major Lazer, Big Boi og Kanye West.

Nýtt erlendis úr öllum áttum

Byrjum þessa yfirferð á plötusnúðaparinu The Hood Internet, sem samanstendur af þeim Aaron Brink og Steve Reidell, en remix þeirra og samgrautun laga eru farin að njóta talsverða vinsælda i ákveðnum kreðsum. Þykja þeir minna á bútasaumsfyrirbærið Girl Talk en þó með mikið fágaðari og danshæfari nálgun og meiri áherslu á hip-hop. Meðfylgjandi eru þrjú mix þar sem lög nokkura af góðvinum Rjómans fá létta andlitslyftingu.

The Hood Internet – Shoeing Horses in 1901 (Phoenix x Why?)


The Hood Internet – Giving Up The Sunshowers (M.I.A. x Vampire Weekend)

The Hood Internet – Simple X-plosion (Diverse x Andrew Bird)

Adebisi Shank – International Dreambeat
Ótrúlega litríkt og upphefjandi hetjurokk sem fangar mann við fyrstu hlustun. Lagið er af plötu sveitarinnar sem nefnist einfaldlega This Is The Second Album Of A Band Called Adebisi Shank.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

El-P – Meanstreak in 3 parts
Frammúrstefnulegt hip-hop frá Brooklyn plötusnúðnum EL-P. Tekið af pötunni Weareallgoingtoburninhellmegamixxx3.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

PVT – The Quick Mile
Tekið af nýjustu plötu PVT (sem áður hétu Pivot) og heitir Church With No Magic.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Juliette Commagere – Impact
Ljúfur poppsmellur frá þessari ágætu söngkonu sem áður vann með böndum eins Puscifier og Avenged Sevenfold.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beats Antique – Les Enfants Perdus
Nýmóðins trip-hop með afrískum og austurlenskum áhrifum. Lagið var gefið út sérstaklega til styrktar börnum á Haítí.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lotus Feet – Early Bird
Fullkomið ný-sækedelískt heimatilbúið popp. Tekið af plötunni Animals In The Attic sem nálgast má til niðurhals frítt og löglega hér.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pop Winds – Feel It
Tilraunakennt pop í anda Animal Collective. Tekið af plötunni The Turquoise.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The DJ Shadow Remix Project

DJ Shadow, sem teljast verður með frægari plötu- og takkasnúningamönnum sögunnar, hefur um árabil safnað í kringum sig stórum hópi aðdáenda sem margir hverjir hafa sent honum remix og ábreiður af hans eigin lögum. Skuggasnúður hefur nú tekið saman úppáhalds remixin sín og gefið út á safnplötunni The DJ Shadow Remix Project en hún fæst gefins með hverjum keyptum hlut úr búðinni hans.

Meðfylgjandi er stykkið í heild sinni en þarna er að finna nokkrar magnaðar útgáfur af þekktum lögum meistarans eins og “Organ Donor” og “Building Steam with a Grain of Salt”.

The DJ Shadow Remix Project

Brimful of Asha

Það kannast eflaust flestir við hið ágæta lag Cornershop “Brimful of Asha” frá 1997 sem Fatboy Slim gerði ódauðlegt með einstaklega dansvænu og grípandi rímixi ári seinna. Færri vita hinsvegar að lagið er óður til Asha Bhosle, einnar frægustu dægurlaga og Bollywood söngkonu indverja fyrr og síðar.

Í “Brimful of Asha” er indverskur kvikmyndakúltur yrkisefnið en Asha Bhosle er ein frægasta “playback” söngkona indverja og hefur hún sungið vel yfir 12.000 lög á ferlinum. Í indverskum kvikmyndum er það hefð að leikarar syngi ekki sjálfir og eru þá svokallaðir “playback” söngvarar, eins og Asha Bhosle og systir hennar Lata Mangeshkar (sem einnig er minnst á í laginu), kallaðir til.

Margir vilja meina að dýpri boðskap sé að finna í textanum við “Brimful of Asha”. Á sanskrít/hindí þýðir Asha “von” og er því haldið fram að höfundur lagsins, Tjinder Singh, sé þarna að syngja um vonina sem fólk getur fundið í lífinu með því að hlusta á tónlist. Í tilfelli höfundar lagsins séu það 45 snúninga plötur sem veita honum von og stuðning en í textanum segir hann sjálfur “Everybody needs a bosom for a pillow; mine’s on the 45.”

Meðfylgjandi er sjálft lagið sem hér um ræðir, eins og það hljómar eftir meðferð Fatboy Slim, og svo að sjálfsögðu “Dum Maro Dum”, einn helsti smellur Asha Bhosle.

Cornershop – Brimful of Asha (Fatboy Slim remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Asha Bhosle & Chorus – Dum Maro Dum

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Frí EP plata frá Owen Pallett

Tónlistarmaðurinn Owen Pallett, sem eitt sinn spilaði á Íslandi undir nafninu Final Fantasy, gaf á dögunum út EP plötuna Lewis Takes His Shirt Off. Skífan inniheldur endurhljóðblandanir á nokkrum lögum af plötunni Heartland sem kom út fyrr á þessu ári. Domino útgáfan ákvað að gefa stafræna útgáfu plötunnar í nokkra daga og má hlaða henni niður á heimasíðu útgáfunnar út þessa viku.

Owen Pallet – Lewis Takes Off His Shirt (Dan Deacon remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Miðvikudagsremix

Það virðist vinsælla sport nú en nokkurn tíma áður að remixa lög og splæsa þeim saman við hvert annað. Á valhoppi mínu yfir nokkra vel valda vefi rakst ég á nokkur forvitnileg remix og allavega tvö mashup sem mér fannst ég verða að deila með ykkur. Gamli Streets slagarinn endurbættur og samgrautur Mobb Deep og Sigur Rósar standa uppúr að mínu mati.

The Streets – Don’t Mug Yourself (Mr. Figit Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

M.I.A. – Teqkilla (Lost my fone out wiv Nicki Minaj Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tone-E – Golden Ghostwriter (Jurassic 5 vs. RJD2)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Emancipator – Shook (Mobb Deep vs. Sigur Ros)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Four Tet – A Joy (Koushik’s Instrumental Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Florence & The Machine – Addicted to Love (Arthur Baker Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Eitt og annað úr póstkassanum

Þá er komið að okkar reglulega lið að athuga hvað leynist í pósthólfi Rjómans. Okkur berast reglulega innsendingar erlendis frá sem vert er að birta og oftar en ekki leynast sannir gullmolar inn á milli. Við skulum sjá hvað kom upp úr krafsinu í þetta skiptið.

Twilite – Fire
Pólskt band sem segist undir áhrifum frá Bon Iver, Kings Of Convenience og Jose Gonzalez. Mjög áheyrileg og ljúf tónlist í alla staði. Voru að gefa út EP plötuna Else en á henni fannst mér lagið “Fire” einna best. Áhugasamir geta nálgast plötuna á Bandcamp vef sveitarinnar : http://twilite.bandcamp.com

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

ProF – Day Scheming
Cheldon Paterson, betur þekktur sem ProF, sendi nýverið frá sér sína fyrstu sólóplötu sem hann kallar The Door -Lost World. Hér er á ferð ágætis instrumental hip-hop með allskonar tilvitnunum úr heimi rafrænnar tónlistar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tvö massív DJ set bárust Rjómanum frá hinum hýperaktívu og ofurhressu Buffetlibre plötusnúðum. Kallast hið fyrra “Atlas” á meðan seinna mixið, sem er tribjút til EdBanger, heitir að sjálfsögðu “Edbangerism”. Meðal listamanna sem eiga lög þarna eru Björk, Editors, Justice, Klaxons, Mr. Oizo og Happy Mondays. Nú munu hlaunir skakast!

Buffetlibre – Atlas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Buffetlibre – EdBangerism

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fanfarlo með nýtt lag, remix og myndbönd

Eins og flestir ættu að vita spilar hin sænsk-breska hljómsveit Fanfarlo á Bræðslunni nú í sumar ásamt nokkrum íslenskum sveitum. Sveitin ætti að vera lesendum Rjómans góðu kunn enda lenti plata þeirra, Reservoir, ofarlega á árslista síðasta árs og nú hrynur inn nýtt efni frá þeim. Í vikunni kom út hljóðskorið við kvikmyndina Eclipse þar sem Fanfarlo á glænýtt lag, Atlas, og svo stuttu áður en Fanfarlo mætir hingað til lands í júlí kemur út ný EP-plata með remixum af laginu “Fire Escape”.

Fanfarlo – Atlas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fanfarlo – Fire Escape (Dave Sitek Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hljómsveitin hefur einnig gert myndband við “Fire Escape” og fengu til liðs við sig leikstjórann Jamie Thraves, sem m.a. gerði myndbandið frábæra við Radiohead lagið “Just”. Af einhverri ástæðu ákváðu bandið og leikstjórinn að ein útgáfa af myndbandinu nægði ekki og gerðu því tvær; eina dapurlega sem kölluð er “dark version” og svo aðra “happy version” sem endar á mun jákvæðri nótum.

Fanfarlo – Fire Escape (dark version)

Fanfarlo – Fire Escape (happy version)

Nýtt frá Blonde Redhead

Það hefur verið nokkuð hljótt um sveitina Blonde Redhead frá því hún gaf út hina frábæru 23 fyrir þremur árum. Tríóið gerði reyndar tónlist nýlega við heimildarmyndina The Dungeon Masters og ýmsar vísbendingar gefa til kynna að Kazu Makino og Pace tvíburarnir hafi verið dugleg í hljóðverinu upp á síðkastið. 4AD útgáfan gaf t.d. út nýtt lag sveitarinnar á safnplötu nýlega og vonandi bendir það til þess að ný breiðskífa sé væntanleg frá hljómsveitinni innan skamms. Auk þess endurhljóðblandaði Blonde Redhead nýlega lagið “Drip” með Liars af þeirra nýjustu afurð, Sisterworld, en í þessari útgáfu má heyra hana Kazu syngja með sveitinni.

Blonde Redhead – Not Getting There

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Liars – Drip (Blonde Redhead Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nokkur rímix

Ég veit ekki hvort það er veðrið en eitthvað við þennan fimmtudagsmorgun kallar á rímix! Hér eru nokkur nýleg:

Four Tet – Angel Echoes (Caribou Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx – Crystalised (Dark Sky Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cold Cave – Life Magazine (Delorean Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Crystal Castles – Celestica (Thurston Moore Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Taken By Trees – Anna (CFCF Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Morning Benders – Cold War (Wallpaper Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Yo La Tengo rímixaðir

Nú í júní kemur út glæný rímix ep plata með hinni frábæru sveit Yo La Tengo. Lagið sem fær yfirhalningu á skífunni er upphafslag Popular Songs, “Here To Fall”, sem kom út síðastliðið haust. Það eru engir aukvisar sem leggja hönd á plóginn en þeir sem munu endurhljóðblanda eru De La Soul, RJD2 og Pete Rock. Matador Records setti rímix hins síðastnefnda á vefinn í gær og eins og heyra má fer hinn fornfrægi hiphop gúru Pete Rock nokk frjálslega með lag Hoboken búanna.

Yo La Tengo – Here To Fall (Pete Rock Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Upprunalega útgáfa lagsins hljómar svona:

Yo La Tengo – Here To Fall

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Úr pósthólfinu

Bréfberinn hringir alltaf tvisvar hjá Rjómanum og kemur sjaldnast öðruvísi en bugaður af glaðning og gersemum. Hér er sýnishorn úr pokahorninu hjá honum:

Elston Gunn – Alexander
Söngvari og lagasmiður frá Nýju Jórvík sem spilar krúttlegt naumhyggjupopp.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

People Like Us and Wobbly – Giant Love Ball
Lag af þemaplötunni Music For The Fire sem er eingöngu gerð úr þúsundum hljóðbúta allstaðar frá. Alveg gufurugluð snilld!

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Villagers – Becoming A Jackal
Frábært lag sem vinnur á með hverri hlustun.

Himalaya – Loneliness
Will nokkur Samson var svo uppnuminn eftir fjögurra mánaða langa för sína um Asíu og Himalya fjöllin að hann settist niður og byrjaði að semja tónlist til að koma tilfinningum sínum til skila. Segja má að honum hafi tekist ágætlega til enda er önnur plata hans undir nafninu Himalaya, Never Give Up, að koma út á næstu dögum. Hér er á ferð afar tilfinningaríkt ambient með austurlenskum blæ.

Himalaya – Loneliness

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bonnie ‘Prince’ Billy og Hot Chip

Það verður að segjast að stíll Bonnie ‘Prince’ Billy og hljómsveitarinnar Hot Chip er æði ólíkur og því er mjög skemmtilegt að heyra þessa listamenn leiða saman hesta sína. Um ræðir nokkurs konar remix af nýjustu smáskífu Hot Chip, “I Feel Better”, sem nú hefur verið endurskírt “I Feel Bonnie” og skartar hinni einkennandi rödd Will Oldhams. Þessi útgáfa er ansi vel heppnuð og nú hljóta menn að spyrja sig hvenær Bonnie ‘Prince’ Billy fari nú að gefa út diskóplötu?

Hot Chip – I Feel Bonnie (Feat. Bonnie ‘Prince’ Billy)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Hot Chip  menn gerðu svo líka myndband við “I Feel Better” sem er hreint út sagt bráðfyndið!


Hot Chip – I Feel Better

Hot Chip | MySpace Music Videos

Fleiri xx remixx

Ein allra besta plata síðasta árs var frumburður bresku krakkanna í The xx sem einfaldlega hét XX. The xx blandar á einstaklega heillandi og mínimalískann hátt jaðarpoppi við elektróník svo úr verður ansi skemmtileg blanda. Lög sveitarinnar virðast líka henta einkar við til rímixunar og hafa á undanförnum mánuðum hrannast upp fjölmörg remix – og nokkur mashup – af lögum sveitarinnar. Fyrir þó nokkru tók ég saman nokkur fín remix frá sveitinni en nú hefur bæst svo mikið við að ástæða er til að tína til nokkur í viðbót …

The xx – Crystalised (Keljet Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx – Crystalised (Popular Damage Assimilation)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx – Crystalised (Eric Solomon Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx – Islands (CHLLNGR Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx – Infinity (MartyParty Dubstep Mix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx – Shelter (Flinch Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx – Basic Space (Pariah Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx – Basic Space (diskJokke Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx – Night Time (What Kind of Breeze Do You Blow Extended Edit)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx – Stars (Dave Wrangler Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Biggie vs Tupac vs The xx – Runnin With The xx (Quix vs Elliot Blend)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

DMX vs The xx – The xx Gon’ Give It To Ya

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx – Jamie xx Mini Mix

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vampire Weekend þekja Rancid

Þeir sem hlustuðu á útvarp fyrir ca. 15 árum eða svo muna ef til vill eftir laginu “Ruby Soho” með pönksveitinni Rancid sem heyrðist oft sumarið 1995. Nú hafa Vampire Weekend lífgað lagið við og þeir spiluðu sína eigin útgáfu af því í útvarpsþætti á BBC nú á dögunum. Drengirnir setja auðvitað sinn stíl á lagið sem hentar mun betur stíl sveitarinnar en flesta hefði grunað.

Vampire Weekend – Ruby Soho (Rancid)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rancid – Ruby Soho

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Í leiðinni bjuggu Vampire Weekend svo til smá mínímix þar sem þeir blanda laginu þeirra “Taxi Cab” við lög frá The 6ths og Lykke Li. Þar sem við erum komin í VW stuð þá skellum við með nokkrum remixum af lögum af Contra plötu þeirra félaga.

Vampire Weekend – Taxi Cab Minimix

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vampire Weekend – Cousins (Toy Selectah Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vampire Weekend – Horchata (Christian TV Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vampire Weekend – Horchata (GMGN Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Miri endurhljóðblandaðir

6771_111629377898_111626857898_2139930_7844759_nAustfirski rokk-kvarettinn Miri vinnur nú hörðum höndum að fyrstu breiðskífu sinni sem væntanleg er á vegum Kimi Records í apríl. Til að stytta tónþyrstum íslendingum biðana ætla þeir að gefa út remix-skífu. Á henni má heyra marga af uppáhalds íslenskum tónlistamönnum hljómsveitarinnar endurhljóðblanda lögin þeirra. Platan verður fáanlega á miðnætti þann 7. febrúar á heimasíðu Kimi Records og kostar heilar 0 kr.

Rjóminn mælir svo auðvitað með að fólk skelli sér á Karamba á laugardagskvöldið 6. febrúar til þess að fagna útgáfunni með Miri-mönnum og pródúsernum þeirra, Curver. Rétt eins og platan þá verður aðgangur fríkeypis.