Rjómalagið 18.nóvember: Masshysteri – Låt Dom Hata Oss

Mér var bent á sænsku pönksveitina Masshysteri um daginn og get ég svo sannarlega mælt með henni fyrir þá sem fíla poppað pönk, texta á sænsku, strák-stelpu dúettasöng o.s.frv. Masshysteri er stofnuð í pönkbænum Umeå árið 2008 upp úr ösku hljómsveitarinnar The Vicious. Í þeirri sveit var sungið á ensku en með Masshysteri ákvað söngvarinn Robert Petterson að skipta yfir á móðurmálið. “Ég gat bara þóst syngja á Ensku – ég get púllað allar klisjurnar. Stundum er það í lagi, en það kemur í rauninni ekki frá hjartanu. Svona líður með betur með þetta. Færri skilja textana en það er miklu heiðarlegra.”

Sveitin hefur gefið út tvær plötur og rjómalagið “Låt Dom Hata Oss” er á þeirri nýrri, sem er samnefnd sveitinni og kom út í fyrra.

Masshysteri – Låt Dom Hata Oss

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

Rjómalagið 14. nóvember : Rádio De Outono – Além da Razão

Af því að það er svo sumarlegt veður úti núna, í það minnsta hér í Reykjavík þar sem ég er staddur, þá er vel við hæfi að fá sólskins-sumarpopp alla leið frá Recife í Brasilíu. Nafnið Radio De Outono er að mér skilst portúgalska og þýðir “‘Útvarp Haustsins”. Illu heilli þá hætti sveitin störfum áður en hún náði nokkrum vinsældum, en jafnvel í Brasilíu er hún svo til óþekkt.

Tónlistina skilgreindu þau sem indie-rokk blandað einhverju sem heitir Jovem Guarda, en það er tónlistarstefna sem átti miklum vinsældum að fagna í Brasilíu á sjöunda áratugnum. Sú tónlist var svo aftur undir áhrifum frá fifties rokk og róli og breskum sixties hljómsveitum. Ég hinsvegar kalla þetta bara “tyggjókúlupopp”, það virðist passa alveg ágætlega. Lagið sem við heyrum í dag heitir “Além da Razão” en það þýðist “Út fyrir endimörk skynseminnar“. Þarna eru margir hlutir sem prýða gott popp; hin ómissandi tambúrína, hetjuleg hljómborðssóló, Big Muff effekt á bassanum og hyldýpis stopp-kaflar. Það er svo alveg sérdeilis magnað að það er ekki einn einasti gítar í laginu.

Rádio De Outono – Além da Razão

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómalagið 13. nóvember : Juniper Moon – Sólo una sonrisa

Juniper Moon var fantagóð hljómsveit frá bænum Ponferrada í norðurhluta Spánar. Þau gáfu út eina breiðskífu hjá hinni virtu Elefant útgáfu, en lögðu upp laupana árið 2005 eftir um átta ára samstarf. Því miður áttu þau ekki almennum vinsældum að fagna, en þetta er hressandi og grípand popp-pönk og allt sungið á íðilfagurri spænsku.

Tveir meðlimir Juniper Moon stofnuðu svo hljómsveitina Linda Guilala sem við kíkjum á líka við fyrsta tækifæri. En hérna er Juniper Moon, gjörið þið svo vel:

Rjómalagið 11. nóvember : Shonen Knife – Perfect Freedom

Stúlkukindurnar í Japönsku hljómsveitinni Shonen Knife slá ekki slöku við, en á þessu ári eru hvorki meira né minna en 30 ár síðan hljómsveitin var stofnuð. Ég var að velta því fyrir mér um daginn hví þær líta þá allar út fyrir að vera 18 ára á nýlegu myndbandi þeirra, en það skýrist að hluta af því að fáir upprunalegir meðlimir eru enn með í för. Hinsvegar er forsprakki sveitarinnar og eini upprunalegi meðlimur, söng- og gítarleikkonan Naoko Yamano, nú á sextugsaldri. Pönkið bætir, hressir og kætir greinilega.

Allavegana, þetta er frábær sveit og ef þið hafið ekki kynnt ykkur hana enn þá er sannarlega kominn tími til. Þess má geta að þær vinkonur eru miklir aðdáendur Ramones og koma reglulega fram sem ábreiðubandið The Osaka Ramones. Hérna er hinsvegar nýlegt lag Shonen Knife, af plötu sem kom út í fyrra:

Shonen Knife á Facebook

Rjómalagið 2.nóvember: Savanna Tríóið – Á Sprengisandi

Það virðist vera hálfgerð regla að þegar tónlistarmenn ætla að leita í hinn íslenska þjóðlagaarf þurfa þeir að gera það á steingeldan og leiðinlegan hátt.  Sem er merkilegt því að arfleifð íslenskrar tónlistar er á vissan hátt mjög spennandi – rímur, langspil (wikipedia kallar það “traditional icelandic drone zither”! Hversu geggjað er það?), þorraþrælar, draugar og svo framvegis. Þjóðlagatónlist virðist fyrst og fremst vera ætluð útlendingum með fantasískar hugmyndir um landið, en ekki af kreatívum Íslendingum sem vilja leita í söguna til að skapa eitthvað nýtt. Á þessu eru þó nokkrar undantekningar að sjálfsögðu – Hrafnagaldur Sigur Rósar er kannski besta dæmið (held reyndar að það sé ekki hægt að takast illa til ef þú færð Steindór Andersen með þér í lið).  Svo hefur reyndar sumum tekist að taka útlendingapakkann með trompi. Savanna Tríóið gerði a.m.k. eina eðalplötu með íslenskum þjóðlögum: Folk Songs From Iceland árið 1964.  Reyndar er hún greinilegt viðbragð við þjóðlagavakningunni sem var í gangi á sama tíma í Bandaríkjunum. Það breytir því þó ekki að hún er stórkostlega skemmtileg – og þá sérstaklega upphafslagið, banjódrifin útgáfa af “Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns við texta Gríms Thomsen.

Savanna Tríóið – Á Sprengisandi

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómalagið 31.október: A-Cads – Down the Road

Suður-Afríska 60’s bílskúrsrokkbandið A-Cads átti a.m.k. einn megahittara í heimalandinu “Hungry for Love” en náði ekki að slá í gegn annars staðar í heiminum og varð bandið mjög skammlíft. Ég man ekkert hvar ég rakst fyrst á “Down the Road” en lagið hefur ítrekað fengið að hljóma í iTunes-inu mínu síðan. Það heitir í sinni upprunalegu útgáfu “(That Place) Down the Road a Piece” og er eftir lagahöfundinn og skemmtikraftinn Don Raye. The Rolling Stones, Chuck Berry og Jerry Lee Lewis hafa allir spreytt sig á laginu en engum tekist jafn vel til og A-Cads.

A-Cads – Down the Road

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

p.s. þessi útgáfa er reyndar frekar geggjuð líka.

Rjómalagið 30.október: The Books – Free Translator

Eitt frumlegasta og hugmyndaríkasta band síðustu ára er, að mínu mati, hollensk-ameríska hljómsveitin The Books. Tónlist sveitarinnar er að mestu leyti unnin upp úr og í kringum hljóð sem meðlimirnir finna á förnum vegi og klippa saman í nýja heild. Ólíkt t.d. Girl Talk sem blandar allskonar tónlist saman í mash-up, notast The Books að miklu leyti við talað mál og búa þannig til frásögn eða söguþráð sem tónlistin er unnin í kringum. Í sköpun hljóðmyndarinnar notast The Books oftast við rafræn hljóð til að túlka slagverk og svo órafmögnuð hljóðfæri, gítar og selló, ofan á.  Klippimyndaviðhorfið til listarinnar nær þó lengra en einungis til þess að blanda inn í tónlistina gömlum hljóðbútum, því að ef sveitin syngur sjálf eru textarnir unnir upp úr orðum annarra. Gott dæmi er lagið “Free Translator” af nýjustu plötu sveitarinnar The Way Out sem kom út í fyrra. Gítarleikarinn og söngvarinn Nick Zammuto segir frá tilurð texta lagsins.

“Fyrir þetta lag tókum við þekkt þjóðlag (sem okkur hefur verið ráðlagt að nefna ekki) og með því að nota frían þýðingarbúnað, þýddum við textann milli mála: til dæmis yfir á þýsku, þaðan yfir á ítölsku, úr henni yfir á frönsku, svo á sænsku og svo að lokum yfir á ensku. Útkoman var mögnuð. Allt myndmálið varð fullkomlega öfugsnúið, setningabyggingin var snilldarlega brengluð,  óvenjuleg nafnorð birtust óútskýranlega í undarlegum samhengjum… þetta vað frjálst hugsanaflæði tölvunnar byggt á upprunalega textanum að svo miklu marki að “kóverið” var orðið að nýju lagi. Þegar hingað var komið var því algjörlega óljóst hver hafði samið lagið… þetta var einhverskonar fjöldasamstarf málfræðinga, forritara og lagasmiða. Bæði Paul [de Jong sellóleikari og hinn helmingur The Books] og ég þýddum og endurþýddum textann þangað til nýju stafirnir fóru smám saman að birtast og þá söfnuðum við bestu augnablikunum saman í textann okkar.”

Það hafa verið færð nokkuð sannfærandi rök fyrir því að lagið sem um ræðir sé “Subterranean Homesick Blues” eftir Bob Dylan, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Undirleikurinn í laginu er svo m.a. unninn upp úr gamalli gítarkennsluplötu og Svissneskri heimildarplötu.

The Books – Free Translator

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómalagið 25. október: Spaghetti Vabune! – Pastel Popcorn Spring Day

Enskir titlar og textar hjá Japönskum hljómsveitum eru furðu oft því marki brenndir að virðast þýddir með google translate. Svo gildir um hljómsveitina Spaghetti Vabune! sem óháð því er að mínu mati með betri Japönskum hljómsveitum og plata þeirra summer vacation, sunset vehicle ratar sífellt í geislaspilarann aftur.

Eftir því sem ég kemst næst var sveitin a tarna stofnuð árið 2001 og er enn á fullu. Utan fyrrnefndrar plötu árið 2003 gáfu þau út Guitar Pop Grand Prix árið 2006. Titillinn sá lýsir tónlistinni ágætlega, þetta er létt og ægilega grípandi gítarpopp.

Einhverjir textar eru á japönsku, en aðrir á ensku, en það verður að segjast að talsvert erfitt er að skilja textana þótt á ensku séu. Það fyndnasta er nú samt að þeir eru enn óskiljanlegir þótt maður lesi þá af blaði sem fylgir plötunni. Það er reyndar ekkert nýtt að textar séu óskiljanlegir, en þetta er bara svo skemmtilega óskiljanlegt. Ég mana ykkur til að hlusta á lagið pastel popcorn spring day fyrst án þess að lesa textann með, sem verður auðvitað erfitt þar sem hann fylgir hér að neðan.

Spaghetti Vabune! – pastel popcorn spring day

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Today, sunny,  brighty, lovely day!
It’s a beautiful day for me
Savor of spring, savor of lunch,
of course let’s go to my picnic party!

Wake up hurry, shake hip moody,
come on and hurry, everybody’s waiting for me

Do you have a picnic lunch
Do you have my strawberry
Cheeze crackers,
melon icecream,
pastel popcorns,
meat spaghetti!

Wake up hurry, shake hip moody,
come on and hurry, everybody’s waiting for me

“Why don’t you go to Greenerfield?”
“That’s Mountain!”
“The alpen meadow?”
“Let’s have a lunch!”
“Let’s have a break!”
“I wanna walk a little more!”

Wake up hurry, shake hip moody,
come on and hurry, everybody’s waiting for me

Aukalag: chocolate song (sungið á bæði ensku og japönsku)

Spaghetti Vabune! á Facebook | Heimasíða sveitarinnar

Rjómalagið 24. október: Bitch Magnet – Sea Of Pearls

Bitch Magnet hefur ýmist verið kölluð post-punk, post-hardcore eða bara post-rock hljómsveit. Ég hafði ekki hugmynd um þessar skilgreiningar þegar ég féll fyrir bandinu fyrir mörgum árum síðan, og er svosem ennþá alveg sama hvaða tegund af tónlist þeir spila. Fyrir mér er þetta bara helvíti góður hávaði, og þeir höfðu svipaða stöðu í mínum huga og t.d. Jesus Lizard og Fugazi. Hljómsveitin varð ekkert sérlega langlíf, starfaði frá 1986-1990, og þriðja og seinasta plata þeirra kom út 1990. Allar þessar skífur eru svo sagðar hafa haft áhrif á fjöldamargar  sveitir sem í  dag spila agressíva og flókna tónlist, og má nefna Battles þar á meðal.

Bitch Magnet er nú skriðin úr hýðinu og upprunalegt line-up sveitarinnar mun spila á All Tomorrow Parties “Nightmare Before Christmasfestivalinu, þann 10nda desember, og heyrst hefur af aukatónleikum þess utan. Vonandi spila þeir bara sem mest og hæst, og koma hingað á klakann líka. Ennfremur stendur til að endurútgefa allar þrjár plötur þeirra í “Deluxe” útgáfum, bæði á vínyl og CD.

Það tekur á að velja úr eitthvað eitt lag með Bitch Magnet, en úr varð að velja lagið sem upprunalega kveikti áhuga minn á sveitinni, af fyrstu plötunni sem bar heitið Star Booty. Svo borgar sig að hækka í botn, slökkva ljósin og láta sig sökkva ofaní hávaðasúpuna.

Bitch Magnet – Sea of Pearls

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bitch Magnet á Facebook

Rjómalagið 23. október: Television Personalities – World of Pauline Lewis

Skammt er síðan fréttir bárust af því að Dan Treacy, forsprakki Television  Personalities lægi milli heims og helju á gjörgæsludeild eftir skurðaðgerð til að fjarlægja blóðtappa í heila. Sveitin sú hefur í gegnum tíðina verið innblástur öðrum eins og t.d. The Pastels og Pavement og sú eðla sveit MGMT samdi lagið “Song for Dan Treacy” á skífunni Congratulations. Fyrsta útgáfa Television Personalities leit dagsins ljós 1978, en árið 1981 kom út fyrsta breiðskífan, And Don’t the Kids Just Love It, og þykir þar mikið meistarastykki á ferðinni. TVP hafði einnig mikil áhrif á hina svokölluðu C-86 stefnu, og eiginlega bara allt indiepoppið eins og það leggur sig. Hin sænska Acid House Kings var einmitt nýbúin að senda frá sér lag í samstarfi við Dan Treacy þegar þessar voveiflegu fréttir bárust, en engan bilbug var að finna á Dan og Television Personalities fram að því, þótt hann væri vissulega einn eftir upprunalegra meðlima.

Rjóminn óskar Dan Treacy góðs bata, og eftir talsverða yfirlegu og spekúlasjónir er hérna eitt spikfeitt lag af fyrstu plötu sveitarinnar.

Television Personalities – World of Pauline Lewis

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómalagið 18. október: White Town – Till I Die

Það muna ábyggilega allir eftir eins-smells-undrinu White Town sem sló all-svakalega í gegn árið 1997 með laginu Your Woman. Jyoti Mishra heitir maðurinn á bakvið þetta fyrirbæri, Indverskur að uppruna en hefur búið í Bretalandi frá þriggja ára aldri. Hann hvarf ekki alveg eftir þennan smell, en engin tónsmíð hans komst nokkurn tíman í námunda við smellinn góða að gæðum. Hann var að senda frá sér nýja skífu bara rétt í þessu, Monopole, og þarna bregður fyrir alveg nýjum tóni, þetta er mikið hressara og kraftmeira, bara alveg bullandi stuð. Þetta er semsagt fimmta stúdíó plata hans og hún er gefin út, til að byrja með, í aðeins 1000 eintökum.

Jyoti ætlar að gera myndbönd við öll lög skífunnar, og nú þegar eru fjögur lög komin á YouTube. Hérna er eitt þeirra:

Það má svo benda á annað skemmtilegt lag, svaka Twee dæmi, enda myndbandið tekið upp á einni stærstu indiepopp hátíð Bretalands, Indietracks: She’s A Lot Like You.

Heimasíða | Bloggið hans

Rjómalagið 11. október: Wolfie – Ikat me

Stutt er síðan snillingurinn Joe Ziemba átti lög hér á Rjómanum, fyrst í hljómsveitinni The Like Young sem hann stofnaði ásamt sinni ektakvinnu, Amöndu, og síðan sem sóló-verkefnið Beaujolais, sem er núverandi áhugamál hans. Áður en þetta allt gerðist var hann, ásamt fyrrnefndri Amöndu, í hljómsveitinni Wolfie, sem var stofnuð í Champaign, Illinois árið 1996. Lagið “Ikat Me” af plötunni Awful Mess Mystery” frá 1999 inniheldur allt sem mér finnst frábært við þetta svokallaða indiepopp; skíteinföld grípandi laglína, örfá grip, rifinn gítar, tambúrína, boy-girl söngur og bjánalegt hljómborð sem virðist við það að gefa upp öndina. Svona er stundum kallað Twee, eða Pop-Punk, en er gjarnan kallað teiknimyndapönk á íslensku. Áfram teiknimyndapönk!

Wolfie – Ikat Me

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Aukalag: Wolfie – Hey It’s Finally Yay

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómalagið 5. október: Plastic Girl in Closet – Pretty Little Bag

Það var í apríl síðastliðnum sem ég gerði japönsku shoegaze sveitinni Plastic Girl In Closet fyrst skil, en þá var sveitin dúett með eina plötu í farteskinu. Þau skötuhjúin Yuji og Ayako hafa nú fengið til liðs við sig tvo nýja meðlimi, og gáfu út aðra plötu sína í sumar. Þetta er í meira lagi poppað shoegaze, blessunarlega sungið á japönsku þótt titlarnir séu á ensku. Hérna er fyrsti smellurinn af plötunni Cocoro; “Pretty Little Bag”. Skondið hvað það eru oft magnaðir titlar á japönskum lögum og hljómsveitum.

Heimasíða hljómsveitarinnar | Eldri færsla á Rjómanum

Rjómalagið 4. október: Pushy Parents – Secret Secret

Hin sænska sveit Pushy Parents er nýjasta útspilið frá hinni virtu spænsku indiepopp útgáfu Elefant Records, en fyrsta afurð þessarar sveitar verður smáskífa í seríunni “New Adventures in Pop”. Meðlimir Pushy Parents eru engir nýgræðingar í popp bransanum, en Amanda Aldervall og Roger Gunnarsson léku áður saman í Free Loan Investments sem er mörgum að góðu kunn. Roger þessi og aðrir meðlimir sveitarinnar, Daniel Jansson og Le Prix, hafa svo dundað við að semja lög fyrir, og með, virtum söngkonum á borð við Sally Saphiro og Önnu Ternheim. Það er því óhætt að segja að popp-formúlurnar steinliggi hjá þessu liði, og ef þið leggið vel við hlustir þá má meira að segja heyra Eurovision-hækkun undir lok lagsins.

Í ljósi alls þessa, þá þykir mér það ennfremur hæpið að þau komi sjálf fram í myndbandinu við lagið “Secret Secret”, en þarna virðast spreyta sig óharðnaðir unglingar. Gaman að því.

Pushy Parents á Facebook

Rjómalagið 3. október: Ringo Deathstarr – Sweet Girl

Smashing Pumpkins eru á leið í túr um Evrópu núna í nóvember og desember. Það er í sjálfu sér nokkuð spennandi, þótt þau gleymi að koma við hér á Íslandi, en það sem gerir þetta ennþá svalara er að lítt þekkt sveit frá Austin í Texas mun hita upp fyrir graskerin á túrnum, nefninlega Ringo Deathstarr. Sú sveit sækir áhrif mikið til sveita eins og Jesus and Mary Chain og My Bloody Valentine og er það vel. Ég ætla að leika fyrir ykkur eitt af elstu lögum Ringo Deathstarr sem stendur alltaf fyrir sínu, lagið “Sweet Girl”.

Ringo Deathstarr – Sweet Girl

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ringo Deathstarr á Facebook

Rjómalagið 29. september: Gold Panda – An Iceberg Hurtled Northwards Through Clouds

Rjómalagið í dag er dansvænt sökum þess að fimmtudagur er hinn nýi föstudagur, að mér skilst. Það kemur úr smiðju breska raftónlistarmannsins Derwin Panda, eða Gold Panda, eins og hann vill víst láta kalla sig. Lagið er tekið af væntanlegri plötu sem kappinn vann fyrir DJ Kicks seríuna.

Gold Panda – An Iceberg Hurtled Northwards Through Clouds

Rjómalagið 23. september : Milky Wimpshake – Didn’t We?

Það er víst kominn föstudagur enn einu sinni. Þá er við hæfi að sletta aðeins úr klaufunum, vaka lengi frameftir og alveg tilvalið að vakna með timburmenn í fyrramálið. Það kom einmitt fyrir hann Pete Dale í Milky Wimpshake einn daginn og einhvernvegin svona var reynsla hans af því:

Milky Wimpshake – Didn’t We?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.This hangover was the definition of purgatory
Lying in bed, I was stuck between drunk and disorderly
It was too painful to open my eyes
Eventually I managed and to my surprise
snoring like a pig, you were sleeping by my side


It was two months since I had broken up with you
Reaching for the phone I told my boss I had the flu
You woke up as I put the phone down
rubbed your eyes and looked around
“What the fuck, what the fuck, what the fuck?!”
was all I could say to you

I thought I had broken up with you, didn’t I?

Waking up first had been an early warning
cos you were never at your best in the morning
You didn’t scream so I was amazed
Memories lost in a drunken haze
The most important question:
Who made the first move?

I thought I had broken up with you, didn’t I?

“I thought I had broken up with you, didn’t I?”
“No, you’re far too cowardly, you just run and hide”
“Oh well, since you’re here anyway,
why don’t you just stay all day?
I could make us breakfast late this afternoon.”

I found I was making up with you, wasn’t I?

Making up, breaking up
Making up, making out…

Rjómalagið 22. september : Beaujolais – I’m Haunted

Joe Ziemba var annar helmingur hinnar frábæru sveitar The Like Young (sjá Rjómalag 19. sept) hér í eina tíð, allt þar til sveitin hætti árið 2006 og við tók subbulegur skilnaður þeirra hjónakorna.

Síðan þá hefur Joe verið að vinna úr tilfinningum sínum og gera upp skilnaðinn, meðal annars með tónlistarsköpun. Eðlilega hafði skilnaðurinn mikil áhrif á hann, og hann er með eindæmum opinskár í textagerð og flutningi. Svo mjög að gagnrýnendur sem mætt hafa á tónleika hjá honum hafa viðrað efasemdir um að hann gangi heill til skógar. Ekki skal ég dæma um það, held þó hann sé nokkuð heill heilsu.

En Joe hefur semsagt á seinustu árum gefið út plötur undir heitinu Beaujolais, tvær breiðskífur hafa litið dagsins ljós í föstu formi, en eins og flestir listamenn hefur hann ekki mikið uppúr krafsinu. Þriðja platan mun því verða í stafrænu formi eingöngu, og það eigi síðar en í næstu viku.

Hérna er svaka hresst lag af væntanlegri plötu, sem mun bera heitið Moeurs.

Beaujolais á Facebook  | Heimasíða