Nordic Playlist í boði Hróaskeldu – miðar á hátíðina í vinning

Stefan Gejsing - NordicPlaylist

Stefan Gejsing, sem bókar norrænar hljómsveitir á Hróaskelduhátíðina, setur saman norræna spilunarlistann á Nordic Playlist í þessari viku. Listinn samanstendur af 10 norrænum tónlistarmönnum sem koma fram á hátíðinni í sumar. Á sama tíma fer fram twitter leikur þar sem heppinn vinningshafi frá Íslandi getur unnið tvo miða á hátíðina með því að tísta uppáhaldshljómsveitinni sinni sem kemur fram á Hróaskelduhátíðinni á @nordicplaylist og nota hashtag-ið #nordicplaylistroskilde.

Spilunarlisti Stefan Gejsing:

  • Lykke Li – Love Me Like I’m Not Made Of Stone (SWE)
  • BOMBUS – A Safe Passage (SWE)
  • Kindred Fever – Liquid Fire (NOR)
  • Cashmere Cat – Wedding Bells (NOR)
  • Chorus Grant – Wolfes (DEN)
  • The Awesome Wells – Undertaker (DEN)
  • Jaakko Eino Kalevi – Anatomy (FIN)
  • Dark Buddha Rising – K (FIN)
  • Samaris – Góða Tungl (ICE)
  • Just Another Snake Cult – Have You Seen This Girl Anywhere? (ICE)

Hróaskelduhátíðin tilkynnir dagskrá hátíðarinnar í dag.

Ókeypis Íslensk Hróarskelduhátíð 29.júní – 03.júlí

Hróarskelduhátíðin er hafin en tónelskir Íslendingar hafa öllu jöfnu stundað þessa hátíð af krafti í gegnum tíðina. Það eru þó alltaf einhverjir sem ekki komast til Danmerkur í dýrðina og því hafa nágranna og vinastaðirnir Prikið og Den Danske Kro ákveðið að slá upp sinni eigin Hróarskelduhátíð 29 júní – 03 júlí 2011!

Hægt er að versla armband á stöðunum á sléttar 1000 kr en armbandið veitir gestum ríflegan afslátt á hálfs líters mjöð á meðan hátíðin stendur yfir og staðirnir eru opnir eða litlar 390 kr fyrir áfyllingu.

Dagskráin er ansi vegleg og ættu gestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Prikið er líka með frábæran matseðil fyrir svanga gesti og verður sérstakur Hróarskeldu hamborgari á boðstólnum á kosta kjörum á meðan hátíðin stendur yfir.

Tilgangurinn með hátíðinni er að hafa gaman og gera eitthvað krassandi fyrir kúnnahóp staðanna og aðra gesti og gangandi. Ef vel tekst til má fastlega búast við að hátíðin verði að árlegum viðburði.

Það er FRÍTT inn á þessa hátíð en gestir þurfa að hafa náð 20 ára aldrinum!

Hátíð fer að höndum ein

Þar sem Hróarskelduhátíðin 2011 hefst í næstu viku er tilvalið að henda í einn góðan blandlista, faðma að sér helgina, sólina og fara að hlakka til. Veðurspáin rokkar upp og niður fyrir Danaveldið og geta hátíðargestir því gert vel við sig með stígvélakaupum auk þess að gefa hlýrabolnum og stuttbuxunum pláss í ferðatöskunni. Þrátt fyrir dræmar undirtektir við val skipuleggjenda á listamönnum í ár er uppselt á hátíðina og virðist tilfinningin vera með einu og öllu frábær. Við skulum hlýða og virða fyrir okkur nokkrar áhugaverðar sveitir sem fram koma á hátíðinni í ár, opna einn kaldan, fara að dansa og pakka niður. Lesendur hafa þó án efa tekið eftir dálítilli umfjöllun undanfarið og geta því gert sér glaðan dag og litið yfir þær færslur. Rjóminn verður að sjálfsögðu á svæðinu og færir fréttir af fréttnæmu fjöri eins fljótt og auðið er. Skál!

Í lokin smá kitl í mallann frá Roskilde 2008 en þessir piltar snúa aftur í ár og ætla sér að loka Orange sviðinu á sunnudagskvöldið.

….og svo miklu miklu meira! Sjáumst.

Portishead á Roskilde

Aðstandendur Hróaskeldu Hátíðarinnar hafa þá tilkynnt hverjir síðustu listamennirnir eru sem staðfest hafa komu síða á hátíðina. Þar á meðal er hin goðsagnakennda breska trip-hop sveit Portishead og er það sannarlega mikill hvalreki fyrir tónlistarunnendur. Væntanleg er ný plata frá sveitinni og hver veit nema þau muni flytja eitthvað af nýju efni á hátíðinni.

Til að hita þá upp sem leggja munu leið sína á Kelduna um mánaðarmótin fylgja hér tvö lög með Portishead á tónleikum sem tekin voru upp í Portúgal fyrir um þrettán árum síðan.

Portishead – Over (live in Portugal 08.08.98)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Portishead – Numb (live in Portugal 08.08.98)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Roskilde 2011: Battles

New York sveitin Battles vakti gifurlega athygli tónlistarheimsins með frumburði sínum, Mirrored, árið 2007 en sveitin blandar saman ótrúlega mörgum geirum tónlistar í eina væna súpu sem heillar. Leikur sveitin experimental/progressive/math/post rock blöndu og virðist engin höft eiga sér í tilraunastarfsemi sinni. Battles samanstendur af þeim Ian Williams, John Stanier og Dave Konopka og var stofnuð í New York borg árið 2002.

Í dag sendi sveitin frá sér sína aðra breiðskífu, Gloss Drops og virðist ennþá vera að þróa hljóminn sem er bæði áhugavert og skemmtilegt. Rjóminn hvetur alla aðdáendur tilraunakennds og pælingarsprengdu stuði að skoða Battles frá New York á Hróarskeldu 2011.

Takið forskot á sæluna og streymið Gloss Drops með Battles HÉR og skoðið nett myndband við smáskífuna Ice Cream.

Malpractice á Roskilde

Eitt af böndum íslandsvinanna hjá danska plötufyrirtækinu Crunchy Frog, The Malpractice, mun spila á Roskilde Festival í ár. Í tilefni þess frumsýnum og flytjum við hér nýtt myndband við lag sveitarinnar “Oh The Irony”. Mikilvægt er að sjá myndbandið til enda en það var gert af hinum mannlega og mannalega gaur Guy Manly í New York.

Roskilde 2011: Bring Me To The Horizon

Það eru ekki einungis hugljúfir og krúttlegir tónlistarmenn sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni 2011 en bresku metalcore hundarnir í Bring Me To The Horizon ætla að sprengja allt í loft upp á hátíðinni í ár. Hljómsveitin hefur undanfarin ár staðið fremst á meðal jafningja á Bretlandseyjum í sínum geira tónlistar en sveitin var stofnuð í Sheffield á Englandi árið 2004. Bring Me To The Horizon hafa sent frá sér þrjár breiðskífur og bætt á sig húðflúrum hvern dag síðan. Helflúraðir og gjörsamlega sturlaðir á sviði stefnir sveitin á allsvaðalega tónleika á Roskilde 2011 en nýjasta plata sveitarinnar, There is A Hell, Believe Me I´ve Seen It, There Is A Heaven, Let´s Keep It A Secret, kom út árið 2010 og skaust beint á toppinn í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi.

Aðdáendur metalcore senunnar ættu ekki að láta sig vanta á tónleika Bring Me To The Horizon á Roskilde 2011.

Roskilde 2011: James Blake

James Blake ætti að vera orðinn íslenskum tónlistarunnendum vel kunnur en Blake sendi frá sér samnefndan frumburð sinn fyrr á árinu og hefur smáskífan Limit To Your Love hrist vel upp í öldum ljósvakans. Þessi 21 árs Breti leikur post-dubstep/elektróník eins og það gerist best og var meðal annars tilnefndur til Brit verðlauna 2011 en fagnaði þó ekki sigri að þessu sinni.

Framtíðin er afar björt hjá þessum ungan Breta og ættu íslenskir gestir Roskilde 2011 að sjá til þess að merkja við James Blake þegar kemur að því að skipuleggja hvað skal sjá á hátíðinni í ár.

Roskilde 2011: The Tallest Man on Earth

Hinn 28 ára gamli Svíi, Kristian Matsson, hefur komið fram undir nafninu The Tallest Man on Earth allt frá árinu 2006 en Matsson leikur heillandi folk í anda meistara Dylan og fleiri snillinga 7.áratugarins.
Matsson leggur leið sína á Hróarskelduhátíðina 2011 með hálfan áratug í bransanum að baki og tvær breiðskífur. Sú síðasta, The Wild Hunt, kom út árið 2010 og hlaut frábæra dóma.
Rjóminn heldur klárt að The Tallest Man on Earth ætti að vera aðáendum folk og akústískrar tónlistar gott konfekt á Roskilde 2011 og verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála hjá þessum unga og efnilega Svía.

Roskilde 2011: Kurt Vile & The Violators

Hinn þrítugi Kurt Vile kemur fram á Hróarskeldu 2011 ásamt hljómsveit sinni The Violators. Vile skrifaði undir samning við Matador Records árið 2009 en fyrir það hafði hann gefið út tvær breiðskífur. Annars vegar frumburðinn Constant Hitmaker og hins vegar God Is Saying This To You. Eftir að hafa komist að samkomulagi við Matador, hreif Vile með sér aðdáendur við útgáfu plötunnar Childish Prodigy árið 2009. Tónlistinni er lýst sem blöndu af rótarrokki, lo-fi og indie-rokki og hefur Vile oftar en ekki verið líkt við goðin vestanhafs Bruce Springsteen og Tom Petty.

Vile sendi frá sér sína fjórðu breiðskífu, Smoke Ring For My Halo, á þessu ári og hafa vinsældir aukist til muna. Vile mun án efa heilla gesti Hróarskeldu að þessu sinni og er Rjóminn sannfærður um að Kurt Vile sé eitthvað til að hlýða á á komandi hátíð.

Roskilde 2011: Surfer Blood

Ein efnilegasta indie-sveit heims um þessar mundir, Surfer Blood frá Flórída-fylki í Bandaríkjunum, mun stíga á stokk á Hróarskeldu 2011. Surfer Blood sendu frá frumburð sinn, Astro Coast, í janúar 2010 og hefur síðan þá verið dugleg að dreifa boðskapnum. Smáskífan Swim reif vel í indie-hunda heimsins og komst lagið inn á lista yfir bestu lög ársins 2010 og opnaði ansi margar dyr.  
Nýjasta smáskífa sveitarinnar, Floating Vibes, hefur verið að gera það afar gott undanfarið en með aðeins 2 ár í reynslubankanum hyggur sveitin á flotta tónleika á Hróarskeldu 2011. 

Rjóminn hvetur alla unnendur indie-rokksins að hafa upp á þessum ungu piltum á Hróarskeldu 2011.

Sigurvegarar Roskilde keppni Rjómans

Þá er hinni örstuttu Roskilde-keppni Rjómans lokið og hinir heppnu miðaeigendur fundnir en það eru þau Sölvi Þór Hannesson og Þorgerður Jóhanna Sveinbjarnardóttir. Rjóminn óskar þeim innilega til hamingju og þakkar um leið öllum þeim sem tóku þátt.

Við hefðum að sjálfsögðu viljað gefa öllum sem þátt tóku miða en því miður voru aðeins tveir miðar í boði. Enn má þó reyna að vinna miða því Rás 2 ætlar að bjóða tveim heppnum hlustendum sínum á Hróaskeldu hátíðina. Nánar um það hér.

Til þess að slá botninn í þetta köllum við til leiks annan að sigurvegurum okkar, hann Sölva Þór, en hann gerði sér lítið fyrir og samdi lag um það hversu heitt hann þráir að komast á Roskilde.

Roskilde 2011: Destroyer

Allt frá árinu 1996 hefur Destroyer, leidd af Daniel Bejar, sent frá breiðskífu á breiðskífu ofan. Hljómsveitin leikur rafpopp með áhrifum frá 90´s indie risum á borð við Pavement en Bejar lýsir tónlistinni sem evrópskum blús, þrátt fyrir að hljómsveitin eigi rætur sínar að rekja til Kanada.
Destroyer, sem er sjö manna sveit, sendi frá sína níundu breiðskífu í janúar sl. en hún kallast Kaputt. Kaputt hlaut einróma lof gagnrýnenda og fleytir sveitinni vel inn í sumarið og komandi Hróarskelduhátíð.

Rjóminn telur Destroyer verðuga áhorfs og athugunar á Hróarskeldu 2011.

Roskilde 2011: John Grant

Fyrrum The Czars (hætt 2004) leiðtoginn og Denver búinn John Grant mun koma fram á komandi Hróarskelduhátíð. Grant sendi frá sér sóló frumburð sinni, The Queen of Denmark, í apríl árið 2010 en það er plötufyrirtækið Bella Union sem gefur kappann út. Félagar Grant úr hljómsveitinni Midlake skreyttu plötuna með hugljúfum harmoníum en lagið Marz var talið eitt það besta árið 2010 í tónlistarheiminum og kveikti vel undir vinsældir John Grant.
Grant, sem er samkynhneigður, lýsir The Queen of Denmark sem uppgjöri við erfiðleika fortíðarinnar þar sem áfengi, eiturlyf og afneitun kynhneigðar sáu til þess að sólin skein ekki eins björt og gengur og gerist.

Rjóminn hvetur lesendur sína til að athuga málin og hlýða á hjartnæmar og ljúfar melodíur John Grant á Hróarskeldu 2011

Roskilde 2011: Atmosphere

1.júní er genginn í garð og ekki seinna vænna en að líta aðeins á nokkur áhugaverð bönd sem fram koma á Hróarskelduhátíðinni í ár. Bandaríski dúettinn Atmosphere er fyrstur í röðinni að þessu sinni.

Atmosphere var stofnuð af þeim Sean Daley (Slug) og Anthony Davis (Ant) í Minneapolis í Bandaríkjunum árið 1989. Slug sér um rímurnar á meðan Ant sér um taktana. Sveitin hefur allt frá stofnun verið afar vinsæl og þá einna helst þekkt fyrir drifkraft en sveitin er án efa ein vinsælasta sjálfstæða rappsveit heims. Sendi dúettinn frá sér sína sjöttu breiðskífu, The Family Sign, fyrr á árinu og með sex breiðskífur og yfir tuttugu ár í bransanum heimsækir Atmosphere, Roskilde 2011.

Íslenskir unnendur takta og rímna eru hvattir til að líta við á tónleikum Atmosphere á Hróarskeldu 2011.

Streymdu Arctic Monkeys

Breska rokksveitin Arctic Monkeys stefnir að útgáfu sinnar fjórðu breiðskífu, Suck It And See, þann 6.júní nk. og hefur af því tilefni boðið aðdáendum sínum að streyma plötunni án endurgjalds á heimasíðu sinni.

Hljómsveitin, sem stofnuð var í Sheffield á Englandi árið 2002, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið ein stærsta rokksveit Breta undanfarin ár og hrifið hlustendur með sér með slögurum á borð við Crying Lightning, When The Sun Goes Down og nú síðast Don´t Sit Down ´Cause I´ve Moved Your Chair. Þónokkuð er um stefnubreytingar hjá sveitinni og hefur hún nú horfið ögn frá bílskúrslyktandi indie-rokki í dekkri grunn með sækadelískari áhrifum en áður.

Hróarskeldufarar hérlendis eru hvattir til að streyma plötunni og vera vel að sér hvað nýja efni sveitarinnar snertir þegar haldið verður til Danaveldis í sumar þar sem Arctic Monkeys troða upp á Hróarskeldu 2011.

Streymdu Suck It And See HÉR

Agent Fresco í Víking og Vídjó

Agent Fresco eru vart þekktir fyrir að sitja á afturendanum og glápa á blámann en í dag sendi sveitin frá sér myndband við lagið Implosions af plötunni A Long Time Listening, sem út kom seint á síðasta ári. Myndbandið var skotið af ljósmyndaranum Jónatani Grétarssyni þegar sveitin sat fyrir hjá kauða fyrr á árinu en Jónatan notaðist einungis við eina myndavél við verkið. Þykir útkoman ansi góð og tilurðin engu síðri. Sveitin  ber járnið vel á meðan það er heitt og heldur í víking um miðbik júnímánaðar nk. (n.t.t. 16.júní) Sveitin mun þá halda tónleika í Þýskalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Hollandi, Sviss og Póllandi en ferðinni er einnig haldið á hina margrómuðu Hróarskelduhátíð í Danmörku. Þar mun Agent Fresco fylla landann stolti á Pavilion Junior sviði hátíðarinnar þann 28. og 29.júní.

Til þess að halda út með sjálfstraustið í botni ætlar sveitin að troða upp á Sódóma Reykjavík þann 1.júní nk. ásamt Benny Crespo´s Gang, Valdimar og Andvari. Eru íslenskir tónlistarunnendur þar með hvattir til að sýna stuðning og óska þeim góðrar ferðar en aðgangseyrir er aðeins 1000 krónur og dyrnar opna kl. 22.00. Æstir aðdáendur sem ókunnugir áhugamenn geta einnig sótt nýjustu smáskífu sveitarinnar, Implosions, hér. Gjaldfrjálst.

Rjóminn vill nota tækifærið og óska Agent Fresco alls hins besta í komandi ævintýrum á erlendri sem innlendri grund.

Mynd: manusbooking.com

Roskilde Festival 2011 næstum klár

Aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar 2011 birtu veggspjald komandi hátíðar nú í vikunni. Skemmtilegt er að sjá að Íslendingar eiga þar nokkrar hljómsveitir en Agent Fresco og Who Knew munu stíga á svið á Pavilion Junior sviði hátíðarinnar að þessu sinni á meðan Ólöf Arnalds treður upp sömuleiðis á öðru sviði.

Auk íslensku yndisaukanna tilkynntu aðstandendur m.a. komu Arctic Monkeys, Bad Religion, Nive Nielsen & The Deer Children, James Blake, Bring Me To The Horizon, Foals, Gold Panda, Lykke Li, Rob Zombie, Soilwork, Swans, The Walkmen og New York riddarana The Strokes.

Nú þegar rúmlega 70 dagar eru til setningar hátíðarinnar bíða 30 sveitir til viðbótar þess að verða tilkynntar.
Veggspjaldið í heild sinni má sjá á heimasíðu hátíðarinnar.