Bright Eyes til Roskilde ´11

Aðstandendur Hróarskeldurhátíðarinnar tilkynntu nú í morgun að Conor Oberst og félagar í hljómsveitinni Bright Eyes muni troða upp á hátíðinni í ár.
Bright Eyes, sem gáfu út sína sjöundu breiðskífu, The People´s Key, í febrúar síðastliðinn hafa snúið sér í nýja stefnu tónlistarlega og kysst indískotna folk-ið bless og náð ágætis fótfestu í rokkaðri og nútímalegri stefnu en áður.
Bright Eyes bætist þá í hóp listamanna á borð við Kings of Leon, Iron Maiden, PJ Harvey, Destroyer, Mastodon, M.I.A., The Tallest Man on Earth og Kurt Vile & The Violators nú þegar 94 dagar eru þar til Roskilde 2011 verður sett.

Rjóminn tók plötuna fyrir fyrr á árinu og má lesa dóminn um hana hér.

Fleiri sveitir kynntar til leiks á Hróaskeldu Hátíðinni

Aðstandendur Hróaskeldu hátíðarinnar kynntu nýverið fjögur ný bönd sem troða munu upp á þessari fornfrægu hátíð. Þetta eru Destroyer frá Kanada, sænska synth pop bandið Little Dragon, sækadelíkurokkararnir áströlsku í Tame Impala og danska electro rokk bandið Veto. Með þessari bragðgóðu viðbót er ljóst, þó enn eigi tugir listamanna eftir að bætast í hópinn, að allt stefnir í magnaða hátíð.

Rjóminn hefur af því óljósar og óstaðfestar fréttir að aðilar hérlendis, í samstarfi við hátíðarhaldara, ætli að setja í gang einhverskonar herferð með það að markmiði að auðvelda íslendingum að komast á hátíðina. Munum við að sjálfsögðu færa ykkur nánari fréttir af framvindu þeirra mála um leið og nánari fréttir berast.

Meðfylgjandi er svo myndband við lagið “Solitude Is Bliss” með Tame Impala.

M.I.A. spilar á Roskilde

Einn umtalaðasti og flottasti listamaður samtímans er án efa tamíltígurinn Mathangi “Maya” Arulpragasam sem er best þekkt undir listamannsnafninu M.I.A. Hefur það nú verið staðfest að hún muni troða upp á Hróaskeldu hátíðinni í sumar og bætist hún þar með í fámennan en fríðan hóp listamanna sem þegar hafa boðað komu sína á þessa fornfrægu hátíð. Má teljast nokkuð líklegt að tónleikar hennar verði einn af hápunktum hátíðarinnar og að fáir verði sviknir af eldfimu, rammpólitísku og dansvænu hip-hoppinu sem hún er þekkt fyrir.

Spennan magnast.

M.I.A. – Born Free

Mastodon á Roskilde 2011

Bandaríska þungarokksveitin Mastodon hefur staðfest komu sína á Hróarskelduhátíðina í sumar. Tilkynntu aðstandendur hátíðarinnar þetta í morgun en Mastodon heimsækir hátíðina í þriðja sinn nú í sumar. Hefur sveitin þá komið fram bæði árið 2005 og 2007 við frábærar undirtektir.

Hljómsveitin, sem stofnuð var árið 1999 í Atlanta, hefur sankað að sér feiknastórum aðdáendahóp fyrir tilraunakenndan harðkjarna og hafa plötur þeirra á borð við Leviathan (2004) og Blood Mountain (2006) fengið ótrúlega jákvæð viðbrögð.

Ásamt Mastodon bættist dauða-trash/metal sveitin Daath og ástralska harðkjarnasveitin Parkway Drive.
Ættu þetta að vera gleðifregnir fyrir aðáendur harðkjarnarokks og áhugamenn um þungarokk almennt og hlakkar Rjóminn til að þeyta flösunni á komandi Hróarskelduhátíð.

Big Boi á Roskilde 2011

Rapparinn Antwan Patton eða Big Boi hefur nú boðað komu sína á Hróarskelduhátíðina í sumar.
Big Boi myndar, ásamt Andre 3000, tvíeykið frækna OutKast en lítið hefur spurst til þeirrar sveitar um þónokkurt skeið eða allt frá útgáfu plötunnar Idlewild árið 2006.
Big Boi hefur því nýtt tímann sem sólólistamaður og sendi meðal annars frá sér plötuna Sir Lucious Left Foot: The Son of Chico Dusty í fyrra og náði platan inn á ófáa topplista yfir plötur síðasta árs.

Skemmtilegt verður að sjá og heyra hvernig Big Boi tekst til að fá síglaða gesti Hróarskelduhátíðarinnar með sér í grúv en þetta mun vera hans fyrsta heimsókn á hátíðina.

PJ Harvey og fleiri á Roskilde

Eftir 10 ára fjarveru snýr PJ Harvey aftur á Hróaskeldu hátíðina í ár og mun hún án efa nota tækifærið og kynna sína nýjustu plötu, Let England Shake, sem kemur út næstkomandi þriðjudag. Platan, sem tekin var upp í 19. aldar kirkju í Dorset á Englandi, er þemaplata um hrun Englands og þykir hún nokkuð frábrugðin hennar fyrri verkum. Það verður því afar fróðlegt fyrir aðdáendur söngkonunar og spennandi að bera goðið augum og heyra hvað hún hefur fram að færa að þessu sinni.

PJ Harvey – The Words That Maketh Murder

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

PJ Harvey – Written On The Forehead

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

PJ Harvey er þó ekki eini listamaðurinn sem staðfest hefur komu sína á Kelduna nýlega. Pönk, harðkjarna og metal sveitir verða fyrirferðamiklar í ár og meðal þeirra sem halda munu uppi heiðri þessara tónlistarstefna eru Beatstakes, Eyehategod, Iceage og Terror.

Þeir sem ekki sjá fram á að þeyta mikið af flösu geta svo ornað sér við ljúfari tóna frá listamönnum eins og Anna Calvi, Matthew Dear, Kloster og Kurt Vile And The Violators.

Spennan eykst. Hverjir munu tilkynna komu sína næst?

Roskilde Festival : Fyrstu 10 staðfestu atriðin

Þegar þessi orð eru skrifuð eru enn 146 dagar, 20 tímar og 49 mínútur í að Hróaskeldu hátíðin margfræga hefjist. Rjóminn verður að sjálfsögðu á staðnum og mun gera hátíðinni góð skil í aðdraganda hennar.

Nú þegar hafa 10 listamenn staðfest komu sína á hátíðina en meðal þeirra ber hæst Iron Maiden, Kings of Leon, The Tallest Man on Earth, konungur danska rappsins, L.O.C. og hið vinsæla danska popp dúó De Eneste To.

Hróaskeldu hátíðin 2011 verður haldin dagana 30. júní til 3. júlí og fer miðasala fram að þessu sinni eingöngu hjá Billetlugen. Hægt er að kaupa margar mismunandi tegundir af pössum á hátíðina, m.a. með tjaldi og tjaldstæði innifalið, en meðal verð á miða er frá 38.000 – 40.000 kr. íslenskar.

Það er því um að gera að byrja að safna og tryggja sér miða og flugfar sem allra fyrst.

Kings Of Leon – My Party (Live at Roskilde Festival 2008)

Íslenskt á Roskilde ´11?

Á mánudaginn var hófu aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar 2011óska eftir ábendingum fyrir listamenn á Pavilion Junior svið hátíðarinnar í sumar. Eru aðdáendur hátíðarinnar hvattir til að benda á sveit sem þeir telja að sparki í rass, frysti blóð og sé einna helst frá einu af Norðurlöndunum. Aðstandendur taka einnig fram að sveitin megi ekki hafa komið fram á hátíðinni áður.

Þar sem við Íslendingar upplifðum eitt stórt og gróskumikið ár í okkar tónlistarlífi er það einfalt mál að ætla einhverjum þeirra sveita sem taldar eru hafa skarað fram úr árið 2010 áframhaldandi velgengni á nýjum miðum. Viljum við þess vegna hvetja alla lesendur til að hendast inn á heimasíðu Hróarskelduhátíðarinnar og kjósa þar sitt uppáhalds íslenska band.

Pavilion Junior tjaldið tekur allt að 1500 manns og hefur myndast allverulega góð stemming þar innantjalda oftar en einu sinni og ætti þetta því að vera frábært tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn að komast í feitt.

Kjóstu þína uppáhalds íslensku hljómsveit (sem ekki hefur heimsótt Roskilde) HÉR.

Með hækkandi sól, líður að tíðum!

Þegar kaldir vindar blása okkur niður dag frá degi, degi til dags, hlýjar okkur fátt jafn mikið og að huga að komandi sól og sumaryl.
Þó skyggi ögn á sumarið sökum kuldabola viljum við minna ykkur á að þetta er ekki endalaus kvöð.
Miðasala á Hróarskelduhátíðina 2011 hófst þann 1.desember sl. á heimasíðu hátíðarinnar og nú þegar eru miðar farnir að skila sér á rétta leið. Aðstandendur hátíðarinnar gerðu sér lítið fyrir og tilkynntu bæði Kings of Leon og Iron Maiden fyrir áramót og fara nú vikulegar uppfærslur hljómsveitalistans að detta inn en á meðal þeirra sem nýverið duttu inn er öfgadauðarokksveitin Autopsy frá Bandaríkjunum.

Rjóminn er farinn að hlakka til og sendir örlítinn yl í stingandi kulda.

FM Belfast á Roskilde

Mikið hefur verið rætt undanfarið um frammistöðu FM Belfast á Roskilde hátíðinni um síðustu helgi og hafa íslenskir fjölmiðlar verið óvenju duglegir að hafa það eftir erlendum miðlum að þau hafi ekki staðið sig nógu vel. Þeir sem hinsvegar voru á tónleikunum eru á einu máli um að stemmingin hafi verið frábær og frammistaða sveitarinnar með mestu ágætum. Nú er komið á Netið myndband frá tónleikunum þar sem sveitin flytur lagið “Underwear” og gefst lesendum Rjómans því kostur á að draga eigin dóm af frammistöðu hennar.

Meshuggah spilar á Roskilde

Ég tel víst að málmhausar og flösuþeytarar fari að hugsa sér til hreyfings og safna í ferðasjóð nú þegar staðfest hefur verið að sænska þungarokkssveitin Meshuggah muni spila á Roskilde hátíðinni í byrjun júlí. Sveitin hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda fyrir þann tæknilega og útpælda stærðfræðimetal sem hún básúnar yfir aðdáendur sína og þykir hún með allra fremstu þungarokksveitum heimsins í dag.

Ég verð að segja fyrir mitt leiti að lengi vel var ég ekkert allt of hrifinn að lænöppinu en með þessari viðbót, auk rokksveitarinnar Biffy Clyro, þá er ekki laust við að það heilli eilítið að skella sér og heilsa upp á frændur vora eftir nokkrar vikur.

Meshuggah – Bleed

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Love Is The Devil

Jebb, ást er djöfullinn sjálfur – segja Sólstafir. Myndbandið að neðan er við lag af plötu þeirra Köld (lesið Rjómadóm um hana hér) sem kom út fyrir þónokkru en fór svotil undir radarinn og í felur í plötubúðum og er rétt að gægjast upp úr núna, eftir að þeir drengir voru staðfestir á Hróarskeldu. Myndbandið er nokkurra mánaða gamalt en tókst þó algjörlega að fara framhjá mér, og því ekki úr vegi að skella því hér inn ef aðrir lentu í því sama. Hugmyndina að söguþræðinum átti Guðmundur Óli Pálmason, trommari hljómsveitarinnar, en  hann leikstýrði einnig. Gunnar B. Guðbjörnsson tók upp og klippti. Njótið!

Alice in Chains til Roskilde

Þó heimasíða Hróarskelduhátíðarinnar hafi ekki enn tilkynnt um komu hinnar goðsagnakenndu rokksveitar Alice in Chains, hafa glöggir netnördar landsins án efa tekið eftir því að hljómsveitin hefur verið staðfest 2.júlí þessa hátíðina.
Alice in Chains
sem nýverið gáfu út plötuna Black Gives Way To Blue, hefur um nokkurt skeið haft innanborðs söngvarann William DuVall en eins og kunnugt er féll fyrri söngvari sveitarinnar, Layne Staley, frá árið 2002.
Ættu þessar fregnir að gleðja rokkþyrsta aðdáendur hátíðarinnar sem og sveitarinnar sjálfrar en auk Alice in Chains eru nú Muse, Pavement, Florence & The Machine, NOFX og fleiri staðfestir á hátíðinni í ár.

Fylgist grannt með framgöngu mála á bæði íslensku síðu hátíðarinnar og þeirri dönsku.

Fleiri nöfn á Hróarskeldu

Enn bætast þau við, nöfnin á Hróarskelduna. Þó svo að viss skortur sé á bitastæðum tilkynningum þessa dagana eru nokkrar hljómsveitir sem gaman væri að sjá, til að mynda súpersveitin Them Crooked Vultures með Dave Grohl, Josh Homme og John Paul Jones í fararbroddi, danska sveitin Efterklang sem hefur verið að gera það gott undanfarið og svo Florence + The Machine sem tilkynnt var um í dag. Einnig hefur nýtt íslenskt nafn bæst við listann, en auk Sólstafa er nú ljóst að FM Belfast munu troða upp á hátíðinni. Aðrar sveitir sem búið er að tilkynna um nýlega eru Jack Johnson, Robyn, Motörhead, Gallows, Porcupine Tree, Casiokids, Lindström & Christabelle, The Temper Trap, Electrojuice, Afenginn, Blackie and The Rodeo Kings og The Rumour Said Fire.


Ný nöfn og nýjungar á Hróarskeldu

roskildeHægt og rólega bætast nú við hljómsveitir á Hróarskelduhátíðina sem haldin verður dagana 1. – 4. júlí 2010. Eitthvað hefur borið á óánægju tilvonandi hátíðargesta og eru ástæðurnar tvenns konar; annar vegar þykir mönnum búið að tilkynna færri bitastæð nöfn en venjulega er búið að gera á þessum tíma ársins, og svo virðist sem skipuleggjendur hátíðarinnar hafi nú ákveðið að breyta fyrirkomulagi á tjaldsvæði svo að nú þurfi að panta fyrirfram stað á tjaldsvæði. Þykir þetta eyðileggja stemninguna sem myndast þegar fólk hrúgast inn um Hróa-hliðið til að ná sér í góðan stað. Skipuleggjendurnir vilja þó meina að þetta einfaldi þeim sem ekki geta verið mættir mörgum dögum fyrir hátíðina að fá góðan stað, og að þetta verði bara einn dag en svo verði venjulega fyrirkomulagið við lýði.

Þrátt fyrir þessar óánægjuraddir hafa nokkur prýðisbönd verið tilkynnt (ber þar hæst að nefna Pavement og Converge) og nú fer það hægt og rólega að aukast eftir því sem nær dregur hátíðinni.

Það er því ekki úr vegi að skella inn nöfnunum sem búið er að tilkynna hingað til með íslenskuðum útskýringum og vona svo að Hróarskelda sé með einhver laumuspil uppi í erminni!

BOBAN I MARKO MARKOVIC ORKESTAR (SER)

Tvær kynslóðir af Balkan-brjálæði

C.V. JØRGENSEN (DK)

Lofaður söngvari og ljóðskáld

CÉU (BRA)

Samba-tónar frá  São Paolo 21. kynslóðarinnar

CHOC QUIB TOWN (COL)

Funky og pólitískt latin hip-hop

CONVERGE (US)

Ein helsta hardcore sveit heims

DIZZY MIZZ LIZZY (DK)

Dönsku 90s rokkhetjurnar eru snúnar aftur

DULSORI (KOR)

Ótrúlegur trommuleikur úr Austri

THE KISSAWAY TRAIL (DK)

Metnaðarfull og dreymandi indí-rokk

MUSE (UK)

Stórsviðasveitina Muse þarf ekki að kynna

NEPHEW (DK)

Ein fremsta rokksveit Dana

JOHN OLAV NILSEN & GJENGEN (N)

Rokksveit frá Bergen.

NOFX (US)

Melodískt og sniðugt skate-pönk

PAVEMENT (US)

Indínördar, sameinumst á Pavement!

SCHLACHTHOFBRONX (DE)

Þýskar dansbylgjur

SERENA-MANEESH (N)

Epískt hávaðrokk úr Norðri

SHANTEL & BUCOVINA CLUB ORKESTAR (DE)

Foringi Balkan-poppsins

SÓLSTAFIR (ISL)

Framlag Íslendinga í ár: Melódískur metall Sólstafa!

VALIENT THORR (US)

Duglegir rokkarar

WOODEN SHJIPS (US)

Sækadelískt trance-rokk

Roskilde ’10

roskilde-festival-logoAðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar 2010 hafa nú greint frá fyrstu hljómsveitinni sem heimsækja mun hátíðina á næsta ári. Bandarísku pönkguðirnir í NOFX hafa nú boðað komu sína en sveitin, sem stofnuð var árið 1983, er ein sú þekktasta í sínum geira. Þekkt fyrir hressandi sviðsframkomu og grípandi lagasmíðar ætti sveitin ekki að valda hátíðargestum né aðdáendum sínum hérlendis vonbrigðum.

Ásamt þessari tilkynningu hafa aðstandendur hátíðarinnar einnig boðað breytingu á fyrirkomulagi tilkynninga sinna í desember.Á heimasíðu hátíðarinnar má nú nálgast hentugt Aðventudagatal þar sem gestum heimasíðunnar gefst kostur á að fylgjast vel með. Er gert ráð fyrir að þar verði m.a. kynntir listamenn út jólamánuðinn en þó líklega lítt þekktari listamenn en þegar að líða fer að hátíðinni.

Nú, þegar rúmir 200 dagar eru þar til hátíðin verður sett í fertugasta sinn, er um að gera að fara að fylgjast með, biðja fyrir ágætis veðri, leggja fyrir og hlakka til! Svo ekki megi gleyma því að fylgjast vel með stöðu mála á móðurmálinu hér á Rjómanum fram að hátíðinni.

Hjaltalín, Snorri Helgason og Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar í fjöri

Hin nýstofnaða pötuútgáfa Borgin er búin að vera ansi áberandi upp á síðkastið og er hvergi lát á, en í dag voru tilkynntir þrennir tónleikar á hennar vegum sem og tónleikaröð um land allt. Ástæðan eru nýútgefnar og komandi plötur með Hjaltalín, Sigríði Thorlacius & Heiðurspiltum og Snorra Helgasyni úr Sprengjuhöllinni.14454_165454934169_123818814169_2616348_5296361_n

Fyrstu tónleikarnir verða annað kvöld á Rósenberg með Sigríði Thorlacius & Heiðurspiltum hennar. Á þessum tónleikum verða lög af nýútgefinni plötu Sigríðar leikin auk annarra laga úr ranni Jóns Múla sem ekki náðu inn á plötuna. Einnig verða á dagskránni aðrar íslenskar dægurperlur sem Sigríður og Sigurður Guðmundsson munu syngja saman og í sitthvoru lagi.

Á miðvikudaginn eru svo tónleikar með Hjaltalín, einnig á Rósenberg, en ný plata með sveitinni kemur til með að líta dagsins ljós nk mánudag. Platan nefnist Terminal og má gera ráð fyrir að lög af henni fái að hljóma á tónleikunum í bland við eldra efni og uppákomur.

Tónleikaferðalag Hjaltalín, Snorra Helgasonar og Sigríðar Thorlacius & Heiðurspilta hefst svo strax á fimmtudag eftir tónleikastandið í vikunni og stendur í yfir tíu daga.

Dagskráin er sem hér segir:
19. nóv Blönduós – Félagsheimilið (Forsala: Potturinn og pannan)
20. nóv Húsavík – Gamli Baukur (Forsala: Gamli baukur)
21. nóv Egilsstaðir – Sláturhúsið (Forsala: Menningarsetrið Egilsstöðum)
22. nóv Höfn – Pakkhúsið (Forsala: Menningarmiðstöð Hornafjarðar)
24. nóv Keflavík – Frumleikhúsið (Forsala: Tónlistarskóli Reykjanesbæjar)
26. nóv Sauðárkrókur – Mælifell (Forsala: Ólafshús)
27. nóv Dalvík – Menningarmiðstöðin (Forsala: Kaffihús Menningarmiðstöðvarinnar)
28. nóv Akureyri – Græni hatturinn (Forsala: Eymundsson)
29. nóv Borgarnes – Landnámssetrið (Forsala: Landnámssetrið)

Rjóminn hvetur að sjálfsögðu sem flesta af landsbyggðinni til að mæta, enda ekki á hverjum degi sem boðið er upp á tónleika þar.

borg008_12x12_72dpi-150x150Gert verður stutt hlé á landsbyggðartúrnum þegar Hjaltalín koma við í Loftkastalanum í Reykjavík til að spila á útgáfutónleikum vegna plötunnar Terminal sem þá verður komin út. Tónleikarnir verða miðvikudaginn 25. nóvember og verður hvergi til sparað að gera þá sem veglegasta. Þannig verður t.d. beitt nýju ljósakerfi frá HljóðX sem aldrei áður hefur verið notað hérlendis. Auk þess mun kammersveit leika með Hjaltalín á hluta tónleikanna, líkt og gert var á Listahátíð fyrr á árinu. Leikin verða öll lögin af nýju plötunni auk eldri kunningja af Sleepdrunk Seasons.

Plötuumslag Terminal

Um upphitun sér Daníel Bjarnason, eitt efnilegast tónskáld landsins, en hann mun einnig hjálpa til við að stjórna kammersveitinni með Hjaltalín.

Húsið opnar kl. 20.00 og dagskráin hefst kl. 20.30, en eftirpartí verður á neðri hæð Batterísins að tónleikunum loknum. Miðaverð er kr. 2500 og fer miðasala fram í Loftkastalanum og á midi.is.

Hér má svo heyra lag af hinni væntanlegu Terminal með Hjaltalín skreyttu myndbandi eftir aðdáanda sveitarinnar. Lagið heitir „Stay By You“ og ættu margir lesendur að kannast við það úr útvarpi, enda ennþá á toppi vinsældarlista Rásar 2.

Hróarskelda: The Field í stað Wavves

960d87afedHróarskelda fer senn að hefjast en upphitun fyrir hana er í fullum gangi á hátíðarsvæðinu og má búast við rjúkandi stemningu þegar Rjómverjar flykkjast inn á svæðið á morgun og hinn.

Hátíðin tilkynnti fyrir nokkru síðan að Nathan Williams (Wavves) hefði bæst við dagskrána en skömmu seinna hætti hann við tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Hins vegar var planið að spila á Hróarskeldu þrátt fyrir að hinum tónleikunum hefði verið frestað um ókomna tíð en nú er ljóst að ekkert verður af því þar sem trommari hljómsveitarinnar var að hætta.

Wavves spila því ekki á Hróarskeldu í ár en gestir hátíðarinnar þurfa ekki að örvænta þar sem sænski raftónlistarmaðurinn The Field fyllir í skarðið og mun hann því spila á Pavilion sviðinu á föstudagskvöldinu kl. 21.