Hróarskelda: Miðar á staka daga í boði!

111Hróarskelda tilkynnti í dag að á hátíðinni í ár verði hægt að kaupa staka dagspassa. Það kemur eflaust fáum á óvart að kreppan hafi orðið til þess að færri Íslendingar sækja hátíðina heim í ár en oft áður, en svo virðist vera sem fleiri þjóðir finni fyrir léttari pyngju og hafi ákveðið að fara ekki að þessu sinni.

Í tilkynningu frá hátíðinni kemur fram að ástandið í dag hafi orðið til þess að miðaverð á hátíðina hafi hækkað talsvert í nokkrum löndum, til dæmis í Svíþjóð, á Íslandi og í Bretlandi. Talsmaður Hróarskeldu nefnir jafnframt að óþarfi sé að laus pláss á hátíðinni fari til spillis og því verði hátíðin með þessu sniði í ár.

Hægt er að kaupa staka miða fyrir alla dagana á heimasíðu Hróarskeldu og kosta þeir um 18.000 íslenskar krónur, en miðaverð fyrir hátíðina í heild sinni er 47.900 krónur.

Það er spurning hvort einhverjir Hróarskelduþyrstir Íslendingar skelli sér á þetta tilboð, en nú er flugmiðinn orðinn ansi dýr svo það er að ýmsu að huga. Við hvetjum þó að sjálfsögðu alla sem hafa efni á að fara að láta af því verða, enda fátt sem er betra en að sitja í grasinu á sólríkri Hróarskeldu, horfa á uppáhalds hljómsveitina sína spila ljúfa tóna og sötra bjór.

Rjóminn verður með þrjá útsendara á sínum snærum yfir hátíðina og má því búast við pakkaðri umfjöllun fyrir Hróarskeldu, á meðan á henni stendur og svo auðvitað ýtarlegum pistli að henni lokinni. Fylgist með!

Dagskrá Hróarskeldu birt

roskilde-festival-1Nú nálgast Hróarskelda á ógnarhraða og eru margir orðnir afar spenntir. Nýlega bættustu við þrjú nöfn á heildarlista yfir hljómsveitir hátíðarinnar;  Elbow (UK), Pete Doherty (UK) og I Got You On Tape (DK). Með þessari viðót er dagskrá hátíðarinnar fullpökkuð og því ekki seinna vænna að birta lista yfir tíma og staðsetningu hljómsveitanna. Það var svo gert fyrir nokkrum dögum (óvenju lítið sem lendir á sama tíma!)  og er hægt að sjá dagskrána hér fyrir neðan með því að fylgja tenglunum.

Fimmtudagur

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

Fleiri hljómsveitir bætast við Hróarskeldu

070307imfrombarcelona

I'm From Barcelona

Þrátt fyrir að vera búnir að tilkynna nánast endanlega uppröðun hljómsveita bæta aðstandendur Hróarskeldu ávallt nokkrum sveitum við þegar nær dregur, yfirleitt á miðvikudögum. Nú er aðeins mánuður í hátíðina og ágætt að kíkja á hvaða sveitir hafa bæst við.

Í dag voru eftirfarandi hljómsveitir tilkynntar:

I’M FROM BARCELONA (S) Hressandi indíhljómsveit frá Svíþjóð með fjölda meðlima sem spila á allt milli himins og jarðar. Léttar og áhyggjulausar melódíur einkenna sveitina sem hefur fengið á sig gott orð fyrir skemmtilega tónleika sína.

WAVVES (US) Hefur á stuttum tíma orðið eitt heitasta nafnið í tónlistarbransanum í dag og bloggarar eiga erfitt með að halda vatni yfir snilldinni. Nathan William er náunginn á bak við Wavves og spilar á gítarinn einföld en minnisstæð lög um hjólabretti og listina að láta sér leiðast.

THE WHITEST BOY ALIVE (N/DE) Whitest Boy Alive þarf vart að kynna en Erlend Øye og félagar hafa spilað á Hróarskeldu áður og sóttu jafnframt Íslendinga heim á Airwaves fyrir nokkrum árum. Draumkenndar melódíur og grípandi gítarhljóð einkenna sveitina sem var að gefa út nýja plötu á árinu.

Fleiri hljómsveitir voru svo tilkynntar í síðustu viku;

DEERHOOF (US/JPN) Ættu að vera Íslendingum kunnug en þau spiluðu á Airwaves árið 2007 við góðar undirtektir viðstaddra. Þau eiga það til að gera allt vitlaust á tónleikum og spila einkennilega blöndu af tilraunakenndu rokki sem japanska söngkonan Satomi Matsuzaki skreytir með sykursætum melódíum.

ST. VINCENT (US) er einnig „Íslandsvinur“, en hún hitaði upp fyrir Sufjan Stevens á tónleikum hans í Fríkirkjunni hér um árið. Stíll hennar minnir á Feist og Cat Power og hún hefur gefið út tvær plötur sem hlutu ágætis viðbrögð. Söngkonan heillaði marga upp úr skónum í Fríkirkjunni og mun eflaust gera slíkt hið sama á tónleikum sínum á Hróarskeldu.

ZU (I) Líkt og Battles gerðu svo eftirminnilega á Hróarskeldu í fyrra munu Zu blanda teknískum djass við aðrar stefnur á Hróarskeldu í sumar. Metaláhrif eru áberandi í lögum þeirra og myrkar lagasmíðar gera það að verkum að þeir eru gjarnan tengdir við verkefni Mike Patton, þá aðallega Mr. Bungle og Fantômas.

Fyrir nokkrum vikum bættust svo einnig við þessi nöfn úr heimstónlistinni, geira sem ávallt er gaman að skoða nánar á hátíðinni;

BOMBA ESTÉREO (COL)

GANGBÉ BRASS BAND (BEN)

N.A.S.A. (US)

NEGASH ALI (DK)

RADIOCLIT presents THE VERY BEST (INT)

Fyrir þá hörðustu sem geta ekki beðið eftir hátíðinni er ekki seinna vænna að byrja upphitunina. Mixdiskar með Hróa-hljómsveitum fyrri ára eru nauðsynleg sem og að kynna sér þær hljómsveitir sem spila í ár, því það er jú fátt leiðinlegra en að missa af hljómsveitum sem maður ‘uppgötvar’ svo stuttu seinna. Einnig opnaði Hróarskelda nýlega vefsíðu þar sem sjá má myndbrot frá hátíðum fyrri ára – við hvetjum lesendur Rjómans að sjálfsögðu til að kíkja á http://roskilde-festival.tv/ til að sjá þau.

Roskilde ‘09 : …And You Will Know Us by the Trail of Dead

So DividedFrá Austin í Texas kemur sú sviet sem ber eitt lengsta nafnið í indie rokkinu. Af nafninu að dæmi gæti maður haldið að um harðasta dauðarokk væri að ræða en svo er alls ekki raunin. Sveitin, sem drifin er áfram af þeim Jason Reece og Conrad Keely, spilar einhverskonar bræðing af hámenntuðu listarokki í ætt við Queen og þeirrar tegundar hávaðarokks sem Sonic Youth er hvað þekktust fyrir. Þeir Jason og Conrad, sem stofnuðu fyrir einum fimmtán árum síðan, skipta bróðurlega á milli sín slagverki og söng og skiptast reglulega á við að sinna þeim hlutverkum hvort sem er á tónleikum eða við upptökur. Tónleikar …And You Will Know Us by the Trail of Dead þykja ávallt miklar uppákomur og að sjálfsögðu ætlar Rjóminn að vera á staðnum.

Meðfylgjandi er lagið “Wasted State of Mind” af plötunni So Divided sem kom út í lok árs 2006.

…And You Will Know Us by the Trail of Dead – Wasted State of Mind

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Roskilde ‘09 : The Dodos

Nú fer að styttast í Hróaskeldu hátíðina og ekki seinna vænna að renna yfir hvaða bönd Rjóminn ætlar að sjá stíga þar á stokk.

Rjómaliðar munu án efa vera viðstaddir þegar hið hráa og magnaða tvíeiki The Dodos hefja leik. Í plötudómi Rjómans um síðust plötu sveitarinnar, Visiter, sem birtur var fyrir ári síðan nánast upp á dag, segir m.a.:

Hljómsveitin Dodos samanstendur af þeim Meric Long, söngvara og gítarleikara, og Logan Kroeber sem sér um trommur og áslátt hverskonar. Saman ná þeir félagar að framkalla skemmtilega hráann hljóm og ótrúlega frumlega samsuðu ýmiskonar gítara og tryllingslegs ásláttar. Heillandi söngur Long fullkomnar svo jöfnuna en rödd hans, hróp og köll virka oft sem þriðja hljóðfærið og fullkomin viðbót við undirleikinn.

Seinna bætir höfundur við:

Það sem heillar mig mest við þessa þriðju plötu Dodos er hvernig hrár og óheflaður hljómurinn, ljúf bæði og tryllingsleg lögin sameinast í einni bragðmikilli heild.

Það er því með öllu ljóst að maður lætur tónleika The Dodos ekki frá hjá sér fara.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

The Dodos – Fools

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Roskilde ‘09 : Dungen

Eitt af þeim böndum sem Hróaskeldufarar ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara á hátíðinni í ár er sænska sýrurokks sveitin Dungen. Dungen er leidd af undrabarninu Gustav Ejstes en hann syngur, semur og flytur nánast allt efni sveitarinnar á plötum hennar. Dungen á að þykja magnað band á sviði og er ljóst að rjóminn mun ekki láta sig vanta þegar Gustav og samverkamenn hans stíga á svið.

Dungen – Panda (Dir. Daniel Eskils) from Daniel Eskils on Vimeo.