Aanonymous Band : nýtt íslenskt-sænskt-franskt framtak

Aanonymous

Hljómsveitin Aanonymous Band gaf nýverið frá sér plötuna Feelings. Sveitin var stofnuð 2013 og er þetta frumurður bandsins, sem eins og nafnið ber með sér, fer undir nafnaleynd.

Feelings er, eins og meðlmir sveitarinnar orða það sjálfir “…næstum því óþægilega hreinskilin plata um þunglyndi, angurð og fegurð lífsins. Platan er tekinn upp og mixuð með það í hugarfari að halda dínamíkinni og leyfa hlustandanum að upplifa nærveru hljómsveitarinnar.”

Aanonymous Band er partur af nýstofnuðum fjöllistahópi sem gengur undir nafninu Aanonymous Aart. Aanonymous hópurinn er og verður óskilgreindur hópur sem byrjaði með einfaldri hugmynd: að svala sköpunargáfunni með því að gera það sem þeim dettur í hug.

Myndverk (video) sköpuð af Ingimar Waage er hluti af framtakinu Aanonymous Aart, tvö verk eru nú þegar birt á heimasíðu Aanonymous. Ef að listamenn vilja leggja sitt af mörkum þá eru þeir hvattir til að hafa samband við Aanonymous (aanonymous@aanonymous.se). Hjálp við að hljóðsetja/klippa verður í boði og þeir sem leggja sitt af mörkum geta valið að taka þátt undir nafnleynd eða eigin nafni.

Plötunni er dreyft í tveimur útgáfum: “48/24 master edition” (Bandkamp) og 44/16 (Cdbaby, Itunes, Amazon o.s.frv.)

Rjómalagið 18.nóvember: Masshysteri – Låt Dom Hata Oss

Mér var bent á sænsku pönksveitina Masshysteri um daginn og get ég svo sannarlega mælt með henni fyrir þá sem fíla poppað pönk, texta á sænsku, strák-stelpu dúettasöng o.s.frv. Masshysteri er stofnuð í pönkbænum Umeå árið 2008 upp úr ösku hljómsveitarinnar The Vicious. Í þeirri sveit var sungið á ensku en með Masshysteri ákvað söngvarinn Robert Petterson að skipta yfir á móðurmálið. “Ég gat bara þóst syngja á Ensku – ég get púllað allar klisjurnar. Stundum er það í lagi, en það kemur í rauninni ekki frá hjartanu. Svona líður með betur með þetta. Færri skilja textana en það er miklu heiðarlegra.”

Sveitin hefur gefið út tvær plötur og rjómalagið “Låt Dom Hata Oss” er á þeirri nýrri, sem er samnefnd sveitinni og kom út í fyrra.

Masshysteri – Låt Dom Hata Oss

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

Rjómalagið 4. október: Pushy Parents – Secret Secret

Hin sænska sveit Pushy Parents er nýjasta útspilið frá hinni virtu spænsku indiepopp útgáfu Elefant Records, en fyrsta afurð þessarar sveitar verður smáskífa í seríunni “New Adventures in Pop”. Meðlimir Pushy Parents eru engir nýgræðingar í popp bransanum, en Amanda Aldervall og Roger Gunnarsson léku áður saman í Free Loan Investments sem er mörgum að góðu kunn. Roger þessi og aðrir meðlimir sveitarinnar, Daniel Jansson og Le Prix, hafa svo dundað við að semja lög fyrir, og með, virtum söngkonum á borð við Sally Saphiro og Önnu Ternheim. Það er því óhætt að segja að popp-formúlurnar steinliggi hjá þessu liði, og ef þið leggið vel við hlustir þá má meira að segja heyra Eurovision-hækkun undir lok lagsins.

Í ljósi alls þessa, þá þykir mér það ennfremur hæpið að þau komi sjálf fram í myndbandinu við lagið “Secret Secret”, en þarna virðast spreyta sig óharðnaðir unglingar. Gaman að því.

Pushy Parents á Facebook

Iceland Airwaves ’11: Dungen

Eitt af þeim böndum sem ég er spenntastur fyrir Airwaves þetta árið er klárlega sænska ný-psychadelíu-rokkbandið Dungen. Maðurinn á bakvið bandið er Gustav Ejstes sem semur tónlistana og spilar á flest hljóðfærin. Hann byrjaði að búa til hip-hop þegar hann var unglingur en varð svo fyrir áhrifum frá þjóðlagatónlist og sænskri rokktónlist sjöunda áratugarins. Það útskýrir á vissan hátt hina merkilegu blöndu gamaldags hljóms, nútímalegrar nálgunar og svo hinnar ekta sænsku sálar sem skín úr tónlistinni (getur einhver komið með tilgátu um af hverju sænska tungumálið passar svona ótrúlega vel við létta en tilfinningaþrungna popprokktónlist? Kent! Bob Hund! Håkan Hellstrom!). Hljómsveitin á 10 ára útgáfuafmæli á árinu, og hafa á þeim tíma komið út 7 breiðskífur og 2 EP plötur – hverri annarri betri. Hægt er að hlusta á af eitthvað af tónlist á heimasíðu sveitarinnar www.dungen-music.com.

Dungen – Panda (af Ta det Lungt frá 2004)

Dungen – Skit i Allt (af Skit i Allt frá 2010)

 

Rjómalagið 1.sept: Håkan Hellström – För en Lång Lång Tid

Besta leiðin til að byrja nýjan mánuð er að hlusta á sænskt indípopp um ástina. Frá því að Håkan Hellström sendi frá sér meistarastykkið Kann Ingen Sorg for Mig Göteborg fyrir 11 árum hefur hann verið óþreytandi í að gefa heiminum hreinræktað indípopp sem hljómar oft á tíðum eins og ef The Smiths og/eða The Cure hefðu verið súperglaðir Svíar (held reyndar að hugtökin “Morrissey” og “súperglaður” séu rökleg mótsögn) . “För en Lång Lång Tid” kom út á fimmtu breiðskífu Hellström, För sent for Edelweiss, árið 2007.

Stockholm belongs to us – sumargjöf frá Labrador

Allt er vænt sem vel er sænskt, segir máltækið. Svíar eru  algerir snillingar í að gera grípandi popptónlist, og fátt virðist klikka sem þeir taka sér fyrir hendur á listasviðinu yfirleitt. Labrador Records er lítið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að gefa út grípandi sænska popptónlist, ekki síst tónlist eftir sjálfan stofnanda fyrirtækisins, Johan Angergård, en hann er forsprakki hljómsveitanna The Legends, Club 8, Acid House Kings og Pallers. Þess utan gefur Labrador út eðal poppsveitir eins og The Radio Dept., Sambassadeur, The Mary Onettes og fleiri og fleiri.

Það er alltaf ástæða til að leggja við hlustir þegar Labrador sendir nýtt efni frá sér, en nýverið kom út á netinu safnplata 22 laga með fjölda listamanna sem fyrirtækið gefur út. Þetta kostar okkur ekki krónu, enda er fyrirtækið ágætlega meðvitað um að það er hægt að sækja þetta allt frítt einhversstaðar, aðalatriðið er að gefa hljómsveitum tækifæri á að láta heyrast í sér.

Ég tók saman nokkur vel valin lög af þessari safnplötu handa ykkur, en gripinn í heild sinni má sækja hér:

http://www.labrador.se/stockholm/

The Radio Dept. – Heaven’s on fire

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Club 8 – Dancing with the mentally ill

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

[Ingenting] – Halleluja

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sambassadeur – Days

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Legends – Seconds away

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pelle Carlberg – I love you, you imbecile

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Mary Onettes – Puzzles

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Úr Pósthólfinu

Þá er kominn tími til að sjá hvað leynist í pósthólfum Rjómans. Ritstjóri á það til að gleyma að ræsta þau og lofta út þannig að tölvupóstar og viðhengi liggja jafnvel undir skemmdum. Slíkt er auðvitað algerlega óásættanlegt og verður því tekið rækilega til, skrúbbað, skúrað og bónað og allir gluggar látnir standa opnir þangað til lyktin af öllu heimatilbúna dubsteppinu, sem búið var að liggja óhreyft út í horni síðan einhverntímann í fyrra, er farin.

Baron Bane – Orchids

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dearling Physique – Discipline Your Hands

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

N.A.M.B. – L.O.N.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jim Noir – Car

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sane Smith – Arrivederci

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dead Western Plains – Alta

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Tins – The Green Room

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Crushed Stars – Black Umbrellas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

LCTRISC – Last Kiss

Acid House Kings með nýtt efni

Í september síðastliðnum skrifaði ég lofrullu um sænsku einsmanns sveitina The Legends sem er hugarfóstur hins hæfileikaríka Johan Angergård. Pilturinn er í fjölda hljómsveita sem allar eru gefnar út af hinni sænsku Labrador útgáfu sem hann einmitt rekur sjálfur. Acid House Kings er ein af hljómsveitum Johans, en þess ber að geta strax að tónlist þeirra á ekkert skylt við acid house, heldur er þetta ekta sænskt sólskinspopp.

Næsta plata sveitarinnar er núna  í vinnslu og væntanleg innan skamms, en fyrsta lagið af henni hefur verið gert opinbert; “Are we lovers or are we friends?“.

Hlustum á nýja lagið með Acid House Kings, og kíkjum á gamalt myndband af Sing along… plötunni.

Acid House Kings – Are we lovers or are we friends?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Svo er að sjá að Acid House Kings hafi reiknað út hvernig öðlast skuli vinsældir og selja grimmt. Það er bara einn pínu galli …

Hljómsveitin er mjög skipulögð, en hérna má sjá hvernig gengur að taka upp nýju skífuna.

FacebookLabrador

Sænski hjartaknúsarinn Juni Järvi í léttu spjalli

Fyrir svona tveimur árum síðan var ég að flakka stefnulaust um Myspace að leita að einhverri áhugaverðri tónlist. Það reyndist á brattann að sækja þar til ég rak augun í myndina hér vinstra megin. Þarna var þessi laglegi jakkafataklæddi herramaður með Shadows-gítarinn sinn í sixties-stól og með eitthvað dautt dýr á höfðinu. Þetta hlyti að vera eitthvað svo frámunalega vitlaust að gaman væri að tékka á því. Kom þá uppúr kafinu að þetta er sænski hjartaknúsarinn Juni Järvi, og hann er bara alls ekki svo slæmur, heldur þvert á móti, pilturinn er með frambærilegri tónlistarmönnum Svíþjóðar í dag og ég er núna mesti aðdáandi hans.

Juni Järvi heitir réttu nafni Mikael Bengtsson og á þessum tíma hafði hann þegar gefið út eina breiðskífu sem hafði rúllað undir radarinn hjá flestum ef ekki öllum. Og þetta er alls ekki mynd af honum heldur vinkonu hans. Rjóminn leit í kaffi til Mikael og togaði meira upp úr honum, m.a. um myndina góðu:

“It’s a dear friend of mine who is a drag king-artist. She starred in the video to “The stars above Indian lake” from my first album too, and was also acting me on the press photos from the same album. I don’t know, I guess I like to mess with stereotypes in general and with gender stereotypes in particular. And I’ve always disliked the way bands and artists usually portraits themselves on posters, photos and covers. It was a way for me to do something different.”

Mikael hefur gjarnan verið líkt við angurværa poppara eins og landa sinn Jens Lekman, sem og Stephin Merrit forsprakka The Magnetic Fields. “Crooner” er eina orðið sem mér dettur í hug þegar ég hlusta á tónlistina hans, textarnir eru vonlaust rómantískir, sumir dapurlegir en aðrir svo klikkæðislega hressir að stappar nærri ólíkindum.  Lagið sem fyrst greip athygli mína heitir “If we just want to” og inniheldur mest grípandi (og einföldustu) bassalínu þessa áratugar, hristur, tambúrínu, mellótron, ukulele, banjó og ógrynni af fuglasöng:

Juni Järvi – If we just want to

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“The song is about two great days in my life. Things hadn’t been great for quite some time and then I had this walk with a very close friend of mine, moreover a very special person, on a beautiful spring day. And after that things started to change to the better. About a month later I celebrated my birthday. We had a picnic and went to the movies, it was a great day. So I just had to write a song about it.”

Eins og sönnum indie gaur sæmir þá rekur hann sína eigin útgáfu, Everlasting Records, og gefur plötur sínar út sjálfur. Núna nýverið kom svo út önnur platan hans, The Gospel as written and performed by Juni Järvi. Eins og áður segir er Mikael upptekinn af staðalímyndum og fékk vinkonu sína til að sitja fyrir á promo myndum og jafnvel leika sig í myndböndum, en núna er hann sjálfur í aðalhlutverki og skartar þar augnhárum sem eru svo löng að hægt væri að rispa sig á þeim ef maður sæi hann hinu megin við götuna. En þrátt fyrir alltumlykjandi rómantíkina núna þá á hann sér dimma og drungalega fortíð.

“I’ve always liked to sing a lot. Not on stage or in a choir or such. But I’ve been singing to myself a lot sice I was a kid. In the showers, when I’m out walking, on the busses and subway. Everywhere and anytime really. But what actually inspired me to write songs was social injustice. I started out my music career as a punk. Then I moved on to metal, drifting to the more extreme part of it just to realize it is pop I’ve been doing all along! Just in different forms, with different frames. But the melodies have always been there. I refer to much music as pop even though I guess a lot of people would label it as Hip-hop, Rock, Metal or folk music.

Spurður að því í hvaða hljómsveitum hann var, og hvort maður ætti að þekkja þær, svarar hann:

“I’m pretty confident that at least 3 or 4 people remeber those bands.. No, it was… how should I put it.. a brief period of my musical history. Anyway the punk band was called Sladd and the doom metal band was called Amalthea.

But it wasn’t just punk and metal really.. I also managed to play some swedish folk music (on violin I might add) and classical guitar too. And since I realised that pop was the love of my life I’ve done pop music in a lot of different constellations. I used to do bit-music on the gameboy and commodore 64, power-pop in a great band called Sisu, a few DnB songs and even some euro-techno too.”

Það mætti færa rök fyrir því að Mikael sé fjölhæfur tónlistarmaður. Á nýju plötunni fær hann ennfremur aðstoð frá öðrum málsmetandi tónlistarmönnum, s.s. Anniku Norlin úr Hello Saferide, og Markus Krunegård.

Juni Järvi – (I love it when you call me) Baby (… með Anniku Norlin)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“There are some artists who can write and sing the word baby with such grace but still with a hint of nonchalance. Then we have the rest and unfortunately they outnumber the other with 99 to 1. Still I wanted to write a song singing the word baby without sounding noramtive and dull. So it suddenly occurred to me that I could write a song about how good it feels when someone I like calls me baby!!

Annika and me have friends in common but we had never met before. I simply sent Annika a mail on facebook and a few weeks after that we had recorded one of the finest pop duets of 2010.”

Nýja platan barst mér í pósti fyrir stuttu og óhætt er að mæla með henni, mér dettur stundum í hug Nick Cave eða Frank Sinatra, auk Jens Lekman og Stephin Merrit. Sum lögin virðast eiga heima á kokteilbar í Hawaii, önnur eru full vonleysis með einmana píanó sem undirleik og eitt lagið myndi sóma sér vel á prógramminu hjá The Pogues nema hvað textinn gerist í Helsinki. Því meira sem ég hlusta á plötuna því gáttaðri verð ég á vönduðum en einföldum útsetningunum, og bara öllu þessu skammlausa og skemmtilega poppi. Tékkum á einu lagi í viðbót, sem er ekki jólalag þótt svo gæti hljómað í fyrstu.

Juni Järvi – Walk right into the fire

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“This song is inspired by a auto biography about the women who started the Fogelstad citizen school for women. It was back when women had no right to vote in Sweden. But these women went their own way. It’s a song about love and the will to fight for what you believe in.”

Kíkjum svo á bullandi-kraumandi-sizzlandi heitt myndband við lagið “Looking at you is like looking at the sun”, þar sem vinkona hans í draginu leikur ástfanginn skipstjóra á stuttbuxum af miklu listfengi. Svo er bara að halla sér aftur í sólstólnum, súpa á sangria og láta sólina baka sig!

Heimasíða Juni Järvi | Á Facebook

Airwavesband #4: jj

Hvar: NASA
Hvenær: Laugardaginn 16. október kl.21:10
Á sama tíma: Bang Gang, Mammút, Quadruplos, Morðingjarnir, Codes in the Clouds, Toggi, Borkó

Sænski dúettinn jj vakti mikla athygli fyrir plöturnar °1 og °2 sem komu báðar út í fyrra út hjá sænska útgáfufyrirtækinu Sincerily Yours. Sú síðari (sem skartaði blárri kannabisplöntu á umslaginu) fékk fáranlega góða dóma í öllum helstu jaðartónlistarblöðum og -vefsíðum. Tónlistin er einstaklega sænsk, þ.e. grípandi, vönduð og poppuð. Þetta er draumkennt indípopp, oft með rafrænum töktum, seiðandi bakgrunnshljóðum og svo hlýlegum söng Elinar Kastlander.

Í ár kom svo þriðja breiðskífan, °3, og hefur ekki verið tekið jafnvel og fyrirrennaranum. Hún er svosem ágæt en kemst bara ekki í hálfkvisti við aðra plötuna.

Bæði lögin hér fyrir neðan eru af °2, og inniheldur það fyrra, “Ecstacy”, auðkennilegan bút úr laginu “Lollipop” með Lil Wayne.

jj – Ecstacy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

jj – Are you still in Vallda?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Í Airwaves flokknum hér, og til hægri á valmyndinni er hægt að lesa um öll Airwavesbönd Rjómans® og allar fréttir um hátíðina.

The Legends

Allt er vænt sem vel er sænskt segir máltækið. Johan Angergård er ofvirkur drengur sem á og rekur sænsku útgáfuna Labrador, sem ætti að vera lesendum Rjómans að góðu kunn. Hann er líka í allavegana þremur hljómsveitum þar sem hann semur meirihluta efnisins, sumarpoppsveitinni Acid House Kings, melló dinnerballöðu dúettinum Club 8 og síðast en ekki síst The Legends sem er hans sóló verkefni þótt vefsíða sveitarinnar segi hana innihalda níu einstaklinga. Hann fær svo fólk með sér til að spila á tónleikum eftir þörfum.

Sveitin varð til árið 2003 og undir eins var hann bókaður sem upphitunarband fyrir The Radio Department. Það vantaði hinsvegar lög og raunverulega hljómsveit svo næstu tvær vikur fóru í að semja og fá hljóðfæraleikara, óháð því hvort þeir kunnu á hljóðfæri, nóg var að langa til að spila. The Legends er núna með fjórar plötur að baki, sú seinasta, Over and Over, kom út í fyrra og er vægast sagt afar frábrugðin fyrri skífum, en á þeim réð melódískt popp með trommuheilum ríkjum.

Á Over and Over eru mörg lög undir áhrifum frá t.d. Jesus and Mary Chain þegar þeir voru hvað háværastir og eins eðal shoegaze sveitinni My Bloody Valentine. Hávaðinn og feedbackið er á köflum slíkt að stappar nærri ólíkindum og einn gagnrýnandi sem kemst betur að orði en ég kallaði þetta “like flossing your ears with barbed wire” (sjá hér). Svo er kannski Joydivision fílingur í næsta lagi á eftir, og nokkrar huglúfar ballöður, semsagt allt sem hugurinn girnist. Ég er lítið fyrir að gera árslista, en eftir talsverða umhugsun sem lauk núna nýverið, þá tilnefni ég þessa skífu sem eina bestu plötu ársins 2009. Þennan gullmola er hægt að hlusta á “over and over”.

Johan var svo vinsamlegur að svara mér þegar ég spurði hann um þau þrjú lög sem ég ætla að kynna fyrir ykkur hér, fyrst er það lagið “Touch” sem er á köflum afar MBV-legt, með munnhörpu af öllum hlutum:

The Legends – Touch

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“I was thinking of not including this one on the album. Not because I don’t like it, I think it’s great. But I figured it pointed out a new direction for a 5th album and I was thinking of keeping it. But then I thought I’ve no idea what kind of Legends album I want to do next time, so let’s use this now…”

The Legends – Jump

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“Jump” er ein af ballöðunum, kassagítar, bongótrommur, xylofónn, klapp, og fljótlega bætist við algerlega ómótstæðileg kúabjalla. Þetta segir Johan um lagið:

“I stole the name from Aztec Camera’s version of Van Halen’s “Jump”. I was slightly inspired by the almost riff-like guitar chords there, but of course “my Jump” ended up sounding nothing like the Van Halen song.”

The Legends – Recife

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hvítur hávaði og feedback út í gegn, sannarlega eyrnamergshreinsandi konfektmoli. Hljómar stundum eins og gamaldags 33.6k módem. Spilist hátt.

“When I first start writing a song the lyrics are usually a combination of mumbling and random words. Perhaps one or two decent meanings inbetween. But normally, I just sing what comes to mind. I was dating a girl from Recife in Brazil when I wrote Recife and I just happened to sing “Recife”. Then that stuck and was used in the proper lyrics as some sort of metaphore for the escapism-like theme in the lyrics.”

Já ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta geðveikt. Hérna er svo eitt vídeó og við kíkjum á aðrar hljómsveitir þessa sænska orkubolta á næstu vikum.

Aðdáendaklúbbur Johans á Facebook | The Legends á Myspace

Nýtt frá The Radio Dept.

Sænska bandið The Radio Department gefur út nýtt lag í dag, en sveitin a tarna er eitt af flaggskipum Labrador útgáfunnar. Þau róa á pólitísk mið að þessu sinni, enda eru þingkosningar í Svíþjóð núna á laugardaginn. Í laginu deila þau á núverandi ríkisstjórn og heitir það “The New Improved Hypocrisy”. Þá er bara að hlusta á lagið og svo fylgjumst við spennt með hverju það skilar í kjörkassana á laugardaginn.

The Radio Dept. – The New Improved Hypocrisy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Myspace | Labrador Records

Skandinavísk miðvikudagsblanda

Oh No Ono – Kom Ud Og Leg
Íslendingar munu fá að sjá þessa frábæru dönsku sveit stíga á stokk á Airwaves eftir rétt tæpan mánuð. Meðfylgjandi er glænýtt lag með sveitinni, þeirra fyrsta sem sungið er á dönsku (eins furðulega og það hljómar nú), en það er samið í kringum tónverk danska tónskáldsins Karsten Fundal sem heitir “Ritornello del Contratio”.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hi-Horse – 7th Street Ninjas
Það er finni að nafni Jani Kamppi sem er víst heilinn á bakvið Hi-Horse. Hann blandar saman taktfastri og dansvænni popptónlist saman við blúsgítarspil með afar áhugaverðum árangri. Væntanleg er platan Concrete Clouds.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Philco Fiction – Dan iel
Norskt tríó sem spilar örlítið drungalega blöndu af jazz og poppi með örlitlum keim af trip hoppi. Gæti verið norska útgáfan af Portishead. Lagið er af plötunni Give Us To The Lions sem kom út í apríl á þessu ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tomas Halberstad – Add To All The Noise
Hressilegt, og dansvænt popp að hætti sænskra með feitum synth. Tekið af tveggja laga smáskífunni Autumn Fall AA sem Tomas gaf aðdáendum sínum í tilefni haustkomunar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Ghost – City Lights
Það ættu eflaust einhverjir að kannast við The Ghost en þetta færeyska dúó spilaði hér á landi á Airwaves 2008 ef mig minnir rétt. Í sumar kom út fyrsta plata þeirra félaga sem heitir War Kids. Meðfylgjandi er myndbandið við fyrstu smáskífuna af plötunni, lagið “City Lights”.

Sólskinspopp á mánudegi

Sænskt sólskinspopp er tilvalið á grámyglulegum mánudagsmorgni eins og þessum. Alla tíð síðan Life plata The Cardigans kom út fyrir 15 árum síðan hefur sænsk popptónlist verið í hávegum höfð á mínu heimili (af mér). The Charade róa á lík mið og The Cardigans, en sveitin hefur gefið út þrjár eðal poppskífur sem því miður hafa litla athygli vakið.

Tríóið skipa Ingela Matsson og Mikael Matsson en þau voru saman í hljómsveitinni The Shermans. Mikael var einnig í hátt skrifuðu bandi sem hét Red Sleeping Beauty. Nafni minn Magnús Karlson er svo heilinn á bakvið lagasmíðarnar en hann var áður í HappyDeadMen sem starfaði í um 10 ár frá 1988 til 1999. Einhverjir popp spekúlantarnir vilja meina að sú sveit hafi einmitt undirbúið (popp)jarðveginn fyrir The Cardigans.

Hérna eru nokkur stuðlög með The Charade, fremst í flokki “Monday Morning” í tilefni dagsins:

The Charade – Monday Morning

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Charade – Keeping up appearances

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Charade – My song to you

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Charade – A Tough Decision

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Charade á Myspace

Nýtt erlent

Byrjum þessa yfirferð á því að kynna til leiks Entrepreneurs sem er, eftir því sem ég kemst næst, eins manns pródjekt Lundúnarbúa nokkurs. Entrepreneurs gaf nýlega út EP plötuna Uv Been Robbed (Joking, But Not) sem áhugasamir geta nálgast gegn þóknun sem þeir ákveða sjálfir. Er hún vel þess virði að eignast og jafnvel svo góð að einhverjir sjái ekki eftir að henda nokkrum hundraðköllum í hana.

Meðfylgjandi er lag af plötunni sem nefnist “Six Severed Hates” en það minnir helst á afkvæmi Beck og Xiu Xiu svona við fyrstu hlustun.

Fol Chen – C/U
Af Part II: The New December sem kom út í júlí síðastliðinum.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bear In Heaven – You Do You
Tekið af plötunni Beast Rest Forth Mouth sem kom út í fyrra.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Boy & Bear – Mexican Mavis
Ástrálska útgáfan af Fleet Foxes? Má vera. Gott stöff engu að síður.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

I Blame Coco feat. Robyn – Caesar (Miike Snow Remix)
Takkaóðir Svíar komu saman og göldruðu fram þetta líka fína remix af laginu “Ceaser” með I Blame Coco en þeirra fyrsta plata, The Constant, er væntanleg 4. október.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Svo verð ég að enda þetta á glæsilegri upptöku af flutningi Arcade Fire á laginu “Ready To Start” sem fest var á filmu í Hackney Empire í London þann 7.júlí síðastliðinn.

Hobo Humpin’ Slobo Babe

Ég gat ekki setið á mér að birta þennan fornfræga 90’s slagara með sænska bandinu Whale. Lagið er fyrsta smáskífa fyrstu plötu sveitarinnar We Care sem kom út 1993 og hlaut töluverðra vinsælda á sínum tíma. Vinsældir lagsins voru í raun slíkar að bandið náði aldrei að fylgja því eftir og verður það því að teljast falla í þann flokk laga sem kallast “eins smells undur”.

Meðfylgjandi er lagið góða og myndbandið við það sem þótti afar framúrstefnulegt á sínum tíma.

Nýtt frá Jens Lekman

Út er komið nýtt lag frá sænska hjartaknúsaranum og íslandsvininum Jens Lekman. Lagið var víst samið undir lok árs 2008, sem hafði verið einkar slæmt í lífi hans. ,,Ég skrifaði engin lög það árið af því að það hefði verið eins og að reyna að hella mykju út í espresso-vél og búast við því að út komi Cappuccino“ skrifar hann á heimasíðu sinni. En lagið er vonarsöngur sem hann fann sig knúinn til þess að skrifa eftir að úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum fylltu hálfa heimsbyggðina af trú á betri framtíð.

Jens Lekman -The End of the World is Bigger Than Love

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Úr pósthólfinu – annar hluti

Þá er komið að síðbúnum seinni hluta svaðilfara ritstjóra um myrkar og djúpar hvelfingar pósthólfa Rjómans. Fyrri hluta geta áhugasamir nálgast hér.

Conner Youngblood
Tvítugur strákur frá Dallas í Texas sem vinnur nú hörðum höndum að koma tónlist sinni út til eyrna alheimsins. Hér er um að ræða tilfinningaríka kvikmyndatónlistarlega tónlist með rafrænu ívafi sem er vel þess virði að gefa nánari gaum.

Conner Youngblood – Colored Ghost

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Conner Youngblood – Like an Iceberg

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Baron Bane – Sordid Eyes
Nýjasta nýtt frá þessari sænsku sveit sem kemur frá Gävle (þaðan sem The Deer Tracks og Twiggy Frostbite ofl. koma) og Stokkhólmi. Plata í fullri lengd er væntanleg.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pro~EF
Einn af uppáhalds skífuþeyturum Rjómans er án efa Cheldon Paterson en hann gengur allra jafna undir listamannsnafninu Pro~EF. Hér er nýtt 45 mínútna mix frá kappanum sem er með því besta sem hann hefur sent frá sér.