Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Gísli Þór Ólafsson

Gillon

Gísli Þór Ólafsson er merkilegur listamaður. Í vor kom út 4. sólóplata Gísla Þórs sem nefnist Gillon og er nefnd eftir flytjandanafni hans. Á plötunni eru 8 lög eftir Gísla og á hann sex af textunum, en tveir af þeim eru ljóð eftir Ingunni Snædal úr ljóðabók hennar Komin til að vera, nóttin (2009).

Platan var tekin upp í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar, félaga Gísla í hljómsveitinni Contalgen Funeral. Sigfús hefur stjórnað upptökum á öllum hljómplötum Gísla.

Í tilefni af 10 ára útgáfuafmæli Gísla Þórs og útgáfu bókarinnar Safnljóð 2006-2016 hefur verið opnuð síðan á karolinafund.com til að styðja við útgáfuna. Í boði er árituð bók og einnig allar bækurnar áritaðar. Auk þess eru allar bækurnar og allir diskarnir í boði á einstöku tilboði, allt áritað, eða 10 titlar á aðeins 13.000 kr.

Tónlistarkonan Bláskjár gefur út nýtt lag – 17. aldar trip hop folk bræðingur

Bláskjár

Tónlistarkonan Bláskjár sendi frá sér nýja smáskífu þann 24. júlí síðastliðinn. Lagið heitir “Silkirein” og er önnur smáskífa af væntanlegri stuttskífu tónlistarkonunnar sem kemur út í haust. Lagið er dáleiðandi blanda af íslenskri 17. aldar ljóðlist og folk skotnu triphoppi, með rafmögnuðum hljóðheim. Lagið er samið við ljóð Stefáns Ólafssonar, Raunakvæði, sem samið var á 17. öld.

Upptökustjórn er í höndum Einars Stefánssonar, sem hefur unnið mikið með Reykjavíkurdætrum og hljómsveitinni Vök og er lagið tekið upp í stúdíói hans en píanóupptökur fóru fram hjá Danna Pollock í Tónaslóð, þar sem notast var við yfir 100 ára gamlan flygil til að gefa laginu fornt yfirbragð.

Tónlistarkonan hlaut nýverið styrk frá Tónskáldasjóði Rásar 2 til að fjármagna upptökur á væntanlegri stuttskífu og fyrr í sumar var Bláskjár valin í 10 hljómsveita úrslit af Rás 2, í Unsigned Talent Competition á vegum ATP Iceland hátíðarinnar. Myndband við lagið er í bígerð og kemur út í ágúst.

Freyr Flodgren með sólóverkefni

Freyr Flodgren

Freyr Flodgren í Brother North, sem Rjóminn hefur fjallað um áður, vinnur nú að sólóplötu. Hingað til vinnur hann efnið fyrir rödd og klassískan gítar en svo á að bætast við kontrabassi og slagverk. Freyr hefur þegar tekið upp nokkur lög “læf í stúdíóinu” en svo er planið að fara í endanlegar upptökur með haustinu.

Fyrsta lagið var tekið upp á myndband en það heitir ”Over My Head”.

Freyr tók upp annað lag á SAE Institute í London en það heitir ”What are We?”.

Rebekka Sif – Dusty Wind

Rebekka Sif

Rebekka Sif er 22 ára söngkona og lagasmiður úr Garðabænum sem nýverið sendi frá sér lagið “Dusty Wind”, blúsað rokk/popp lag þar sem rödd hennar fær að njóta sín í hæstu hæðum. Hljómsveit hennar samanstendur af þremur hæfileikaríkum piltum, Aroni Andra Magnússyni, Sindra Snæ Thorlacius og Helga Þorleikssyni. Arnór Sigurðarson sá um upptökustjórn og Bjarni Bragi Kjartansson masteraði.

Síðasta sumar gaf Rebekka út lagið “Our Love Turns to Leave” sem fékk góðar móttökur, en það tók hún upp sjálf í gegnum Skapandi sumarstörf í Garðabæ. Í augnablikinu stundar hún nám í jazz- og rokksöng í Tónlistarskóla FÍH, bókmenntafræði í HÍ, ásamt því að kenna söng í Sönglist og Klifinu.

Soffía Björg sendir frá sér sína fyrstu smáskífu

Soffía Björg

Tónlistarkonan Soffía Björg hefur sent frá sér fyrsta lagið af komandi breiðskífu sinni.

Lagið er titillag plötunnar en hún er væntanleg nú á vormánuðum. Soffía Björg og hljómsveit hennar hafa verið iðin undanfarið ár við að spila á ýmsum festivölum og tónleikum (Reykjavik Folk Festival, Aldrei fór ég suður, Rauðasandur o.fl) og stönda nú í ströngu leggja lokahönd á plötuna.

Rjóminn fylgist spenntur með framvindu mála.

ÍRiS sendir frá sér nýtt lag

PENUMBRA

Listamaðurinn ÍRiS sendi nýverið frá sér lag sem er að finna á nýútkominni plötu hennar sem nefnist PENUMBRA.

Á hljómplötunni PENUMBRA leikur ÍRiS með andstæður í tónlist. Tvinnuð eru saman hefðbundin hljóðfæri á borð við selló, píanó og antíkhljóðfæri við ýmsa rafhljóðgjafa. Úr verður lifandi samsetning sem er í senn lífræn og rafræn. Nafn plötunnar er tilvísun í þessa nálgun, en „Penumbra“ táknar það svæði þar sem algjört myrkur og algjört ljós mætast – eða í þessu tilviki, þar sem andstæður í tónlist mætast.

Plötuna sjálfa má heyra og versla á irismusiciris.bandcamp.com

Svavar Knútur – Ölduslóð

Hinn ljúfi og einlægi Svavar Knútur sendi frá sér nýja plötu sem nefnist Ölduslóð um miðjan síðasta mánuð. Á henni er að finna 10 ljúfsár og tilfinningarík lög, sungin ýmist á ensku eða íslensku, sem látið hafa vel í eyrum Rjómans. Mun þetta vera þriðja plata söngvaskáldsins en á henni nýtur hann m.a. aðstoðar tékknesku söngkonunar Markéta Irglová, Helga Hrafns Jónssonar og Péturs Grétarssonar.

Meðfylgjandi eru tvö lög af plötunni en hið fyrra flytur Svavar ásamt hinni tékknesku Irglová.

Gímaldin, Karl Hallgrímsson og HEK í kvöld

Söngvaskáldin Gísli Magnússon (aka Gímaldin), Karl Hallgrímsson og HEK syngja og leika fyrir gesti og gangandi á Cafe Haiti í kvöld. Þeir félagar lofa  “ljúfum og hrjúfum tónum, vel ortum íslenskum textum og fáguðum flutningi“.  Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 og kostar 1000 kr. inn. Fyrir ókunnuga þá er Cafe Haiti staðsett í verbúðunum (grænu húsunum) við gömlu höfnina.

Meðfylgjandi eru nokkur tóndæmi:

Gímaldin – Þjóðsaga / Sjö Símonar

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

HEK – Ástarlag (demo)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Karl Hallgrímsson – Blús um bið

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Facebook viðburður | Karl Hallgrímsson | Gímaldin | HEK

 

Gamlar hugmyndir og nýjir vinir

Leonard Cohen er líklega ódauðlegur. Hann virðist að minnsta kosti skrimta fram í það óendanlega og því til sönnunar sendi hann frá sér nýja plötu nú á dögunum. Skífan heitir Old Ideas og er tólfta hljóðversplata Cohens á 45 ára ferli. Í tilefni útgáfunnar hefur Columbia útgáfufyrirtækið fengið nokkra yngri listamenn til að þekja lög kallsins og  nefnist uppátæki Old Ideas With New Friends. Meðal þeirra sem taka þátt eru Cults, Cold War Kids, Mountain Goats og Deerhunter/Atlas Sound forsprakkinn Bradford Cox, en búast má við að fleiri þekjur bætist við á síðuna á næstu vikum.

 

Tónlistartímaritið MOJO er líka með puttann á púlsinum og safnaði saman ýmsum fínum Cohen þekjum fyrir nýjasta tölublaðið sitt. Búta má finna á Soundcloud:

Gímaldin og félagar gefa út

Gísli Magnússon, sem alla jafna svarar listamannsnafninu Gímaldin, hefur hóað saman valinkunnum mönnum úr tónlistarbransanum, Gísla Má Sigurjónssyni gítarleikara Bacon og Þorvaldi Gröndal trommuleikara sem margir þekkja úr eðalsveitum s.s. Trabant, Kanada og California Nestbox. Saman hafa þeir félagar nú hljóðritað og gefið út sjóðheita breiðskífu sem ber heitið Þú ert ekki sá sem ég valdi. Eftir að hafa fengið smá forsmekk af skífunni fannst Rjómanum ekki hægt annað en að taka hús á Gímaldin og forvitnast nánar um plötuna og samstarfið. Ágætt er að láta fyrstu tónana hljóma strax meðan rennt er yfir textann:

Gímaldin og félagar – Reggjað á Gulaþingi

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta byrjaði eiginlega með því að við Gísli létum verða af samstarfi sem við höfðum lengi ætlað okkur, þetta var síðla á “uppbyggingarárinu” 2009, allir voru meira og minna atvinnulausir, listin blómstraði og pólitíkusar lofuðu botnlausu uppgengi. Ég var með bunka af lögum þegar ég kom frá Rússlandi, mest af þeim hafði farið á Sungið undir radar en eftir stóðu lög á sirka eina breiðskífu.

Gímaldin hafði á lager ógrynni af trommugrunnum sem upphaflega átti að nota í annað verkefni. Það var hinsvegar í biðstöðu og því hafði hann samið lögin ofan á þessa ónotuðu trommutakta.

Við Gísli fórum að spila þessi lög til, enda átti að útsetja lögin upp á nýtt, síðan fór Doddi að mæta en það var skemmtilegur tvistur þarsem hann hafði upprunalega trommað fyrir mig teikin sem lögin voru samin yfir. Auk laganna frá Rússlandi prófuðum við nokkur eldri lög og nokkur þeirra runnu strax inn í skemmtilega útsetningu og fóru með. Til að byrja með var bandið í því að kynna Sungið undir radar, en það var kanski ekki mjög markvisst enda spiluðum við aldrei neitt af henni. Við spiluðum bara þessi lög, sem áttu að fara á næstu plötu.

Já það má segja að það sé ekki mjög markvisst. En það er mikið lagt í textana á plötunni og útsetningar hugaðar þannig að tónlistin þjóni textanum frekar en öfugt. Þetta verður berlega ljóst þegar Gísli er spurður nánar út í textagerðina:

Textarnir urðu margir til útfrá aðferð þarsem merking og innihald er ekki kontretiseruð, heldur látin fljóta undir niðri meðan orðum er raðað saman útfrá túlkun og tifi tóneyrans. Á sama hátt og innihaldi er haldið frá því að mótast um of (þetta er gert til að forðast frasa og of almennar hugmyndir) er systematísk bygging, (endarím, útreiknanlegir stuðlar, jafnar braglínur), látin víkja fremur fyrir hinni óreglulegu innri byggingu sem áðurnefnd aðferð býr til. Það er hefðbundin kveðskapur inn á milli, eða hefðbundnari ef svo má segja – en hið fyrra finnst mér mun áhugaverðara í dag.

Hérna fylgja með nokkur lög af plötunni Þú ert ekki sá sem ég valdi, en hana  má versla í Smekkleysu á Laugavegi ellegar panta í gegnum Facebook síðuna. Þess verður heldur ekki langt að bíða að blásið verði til veglegra útgáfutónleika.

Gímaldin og félagar – Ballaðan um Íslensku Gereyðingarvopnin

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Myndband við lagið “Rassstelpan”

Gímaldin og félagar á Facebook

A Turn in the Dream-Songs: Ný plata frá Jeffrey Lewis

Á mánudaginn kemur út ný plata frá, að mati undirritaðs, merkilegasta söngvaskáldi dagsins í dag: fjöllistamanninum Jeffrey Lewis. Platan nefnist A Turn in the Dream-Songs og er fyrsta sóló-stúdíóplata Jeffreys síðan ‘Em Are I kom út árið 2009. Við fyrstu hlustun virðist hljómurinn vera ósköp svipaður síðustu tveimur eða þremur plötum Lewis: áherslan er á fyrst og fremst á textana, upptökurnar eru nokkuð hráar og byggjast aðallega á akústískum hljóðfærum. Áhrifin frá hippaþjóðlagasýrutónlist eru áberandi líkt og á síðustu plötu. Það er því ólíklegt að skoðanir fólks á tónlist Lewis muni taka grundvallarbreytingum með þessari nýju plötu, en hún er a.m.k. mikill fengur fyrir aðdáendur. Mikið er um gestagang á A Turn in the Dream-Songs, en þar koma m.a. við sögu meðlimir hljómsveitanna Dr.Dog, The Wave Pictures og Au Revoir Simone.

Hægt er að streyma plötunni Breska dagblaðið The Guardian og þar skrifar Lewis einnig nokkrar línur um hvert lag.
http://www.guardian.co.uk/music/musicblog/2011/oct/05/jeffrey-lewis-turn-dream-songs

Nýtt efni frá Tom Waits

Sérvitringurinn Tom Waits hefur loksins vaknað úr dvala. Sjö ár eru liðin síðan síðasta eiginlega breiðskífa Waits leit dagsins ljós, en það var Real Gone árið 2004. Þessu á hinsvegar að bæta úr 21. október þegar Bad as Me kemur út í gegnum Anti-. Platan mun innihalda 13 lög og í fréttatilkynningu frá plötufyrirtækinu kemur fram að lagasmíðarnar séu einkar fjölbreytilegar: “Bad As Me displays the full career range of Waits’ songwriting”. Eins og svo oft áður er það eiginkona Waits, Kathleen Brennan, sem pródúserar.

Í síðasta mánuði birtist fyrsti síngúlinn á iTunes, titillagið, “Bad As Me”, og í gær kom númer tvö í röðinni, lagið “Back in the Crowd”.

Tom Waits – Back in the Crowd

Tom Waits – Bad as Me

Rjómalagið 21.ágúst: PJ Harvey – The Last Living Rose

Uppáhaldslagið mitt í dag er “The Last Living Rose” af nýjustu plötu PJ Harvey, þemaplötunni Let England Shake. Fegurðin og treginn stingur mig í magann í hvert skipti sem ég heyri það. Bara í dag er ég búinn að hlusta á það u.þ.b. 15 sinnum, og dagurinn er langt frá því að vera búinn (ég er orðinn hræddur um að magastingurinn gæti orðið viðvarandi). Lagið er á sama tíma vafasamur en fallegur “óður” til Englands, og pólitískur tregasöngur. Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað er hægt að setja miklar tilfinningar í jafn einfaldan hljómagang og hljóðfæraleik og þann sem gengur í gegnum meirihluta lagsins. Svo minimalískt, svo gott.

Gillon – Blindaður af ást

Einhverjir lesendur Rjómans ættu að kannast við Gísla Þór Ólafsson en hann sendi m.a. í fyrra frá sér magnað lag um teiknimyndahetjuna víðfrægu Andrés Önd og var það að sjálfsögðu birt hér á Rjómanum.

Gísli, sem vinnur hjá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga samhliða tónlistarmennskunni, hefur nú sent frá sér nýtt lag sem hann nefnir “Blindaður af ást”. Mun það vera að finna á Næturgárun, væntanlegri fyrstu plötu Gísla, sem tekið hefur sér listamannsnafnið Gillon að því tilefni.

Gillon – Blindaður af ást

Ný plata frá Puzzle Muteson

Bedroom Community kynnir með stolti nýjastu plötu útgáfunnar; En Garde með Puzzle Muteson. Platan kemur í verslanir í dag en hægt er að nálgast hana strax og heyra tóndæmi hér.

Þegar platan er keypt í gegnum vefverslun Bedroom Community fylgir niðurhal og aukalag. Plötuna má fá sem niðurhal eingöngu eða sem geisladisk + niðurhal. Platan var unnin í Gróðurhúsinu en um hönnun umslags sá Chris Bigg.

Roskilde 2011: Kurt Vile & The Violators

Hinn þrítugi Kurt Vile kemur fram á Hróarskeldu 2011 ásamt hljómsveit sinni The Violators. Vile skrifaði undir samning við Matador Records árið 2009 en fyrir það hafði hann gefið út tvær breiðskífur. Annars vegar frumburðinn Constant Hitmaker og hins vegar God Is Saying This To You. Eftir að hafa komist að samkomulagi við Matador, hreif Vile með sér aðdáendur við útgáfu plötunnar Childish Prodigy árið 2009. Tónlistinni er lýst sem blöndu af rótarrokki, lo-fi og indie-rokki og hefur Vile oftar en ekki verið líkt við goðin vestanhafs Bruce Springsteen og Tom Petty.

Vile sendi frá sér sína fjórðu breiðskífu, Smoke Ring For My Halo, á þessu ári og hafa vinsældir aukist til muna. Vile mun án efa heilla gesti Hróarskeldu að þessu sinni og er Rjóminn sannfærður um að Kurt Vile sé eitthvað til að hlýða á á komandi hátíð.

Halla Norðfjörð á svölum í Hamburg

Halla Norðfjörð hefur verið dugleg við tónleikahald undanfarin ár. Þó hefur hún ekki vakið jafn mikla athygli og hún á skilið, en það skýrist líklega helst vegna þess að hún er oftast búsett erlendis. Hún hefur leikið á tónleikum víðsvegar um Evrópu en allt of sjaldan í Reykjavík. Halla spilar angurværa og tilfinningaþrungna kassagítartónlist og syngur með fallegri en brothættri rödd. Tónlistin er lágstemmd hippaþjóðlagamúsík sem mætti eflaust líkja við tóna Joni Mitchell (eða er það ekki venjan þegar konur spila á kassagítar og syngja?).

Á dögunum ferðaðist Halla til Þýskalands og spilaði á Melodica-festivalinu, sem er haldið víðsvegar um heim á hverju ári, m.a. í Reykjavík. Fjölþjóðlega netsjónvarpsstöðin Balcony TV fékk hana til þess að spila fyrir sig lagið “Tip Tap” á svölum einhversstaðar í Hamburg.

Halla Norðfjörð – Tímaþrá

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Halla Norðfjörð – Tip Tap

Leggðu nafnið á minnið: David Thomas Broughton

Síðar í mánuðinum, þann 23. maí nánar tiltekið, kemur út plata með tónlistarmanninum David Thomas Broughton. Plötu þessa rak á fjörur mínar fyrir tilstilli Brainlove plötuútgáfunnar sem gefur hana út, en útgáfan hefur sótt Ísland heim þónokkrum sinnum og m.a. haldið sérstök Brainlove-kvöld á Airwaves.

Platan nefnist Outbreeding og inniheldur tíu áhugaverð lög sem mætti kalla einskonar þjóðlaga-indí bræðing, sunginn með afar sérstakri röddu herra Broughton. Rjóminn hvetur lesendur til að kynna sér plötuna þegar hún kemur út, en til að létta biðina má hér heyra lagið “Ain’t Got No Sole” og horfa á skemmtileg myndband við það: