Auður sendir frá sér tvö ný lög

Auður

Tvö lög með tónlistarmanninum Auði litu nýlega dagsins ljós. Lögin eru “3D” og “Both Eyes on You” og voru sett í samfellu á netið en þau verður að finna á væntanlegri frumraun Auðs, plötunni Alone. Auður er án efa ein skærasta vonarstjarna íslenskrar tónlistar og eflaust margir sem bíða spenntir eftir væntanlegri plötu. Lögin tvö, sem heyra má hér að neðan, stytta vonandi biðina eitthvað.

Bangoura Band – Asante

Bangoura Band er 9 manna hljómsveit sem hefur verið starfrækt síðan í ársbyrjun 2013. Hún spilar afríska tónlist og er stofnandi hljómsveitarinnar frá Guineu í vestur afríku. Meðfylgjandi er myndband við fyrstu smáskífuna af væntanlegri fyrstu plötu hljómsveitarinnar sem ætti að sjást í hillum verslana nú rétt fyrir jól.

Hljómsveitina skipa:

Albert Sölvi Óskarsson – Baritone saxophone
Atli Þór Kristinsson – Guitar
Baba Bangoura – Congas
Cheick Ahmed Tidiane Bangoura – Bongo / Shekere
Elvar Bragi Kristjónsson – Trumpet
Pétur Daníel Pétursson – Drums
Sindri Magnússon – Bass
Sólveig Morávek – Tenor saxophone
Valbjörn Snær Lilliendahl – Guitar

Auður

Auðunn Lúthersson er 22 ára tónlistarmaður sem kemur fram undir nafninu Auður. Hann var nýlega tekinn inn í RBMA (Hudson Mohawke, Aloe Blacc, Katy B og Evian Christ) af yfir 4500 umsækjendum. Að undanförnu hefur hann verið á bakvið tjöldin við lagasmiðar hjá einhverjum helstu nöfnum í íslensku hip-hoppi og poppi. Þar á meðal lagið “Strákarnir” með Emmsjé Gauta. Auk þess var hann í framhaldsnámi FÍH í djassgítarleik. Hann frumsýndi nýverið myndbandið við lagið “South America” sem hann leikstýrði sjálfur með Árna Beinteini.

South Lane Basement Band

South Lane Basement Band & Magni Ásgeirsson

Laugardaginn 6. janúar 2011 hittust átta félagar úr hljómsveitinni South Lane Basement Band í Tónlistarskólanum á Akranesi til að hljóðrita grunna af soul-laga efnisskrá sem þeir höfðu flutt á tvennum tónleikum sumarið áður. Að degi loknum (og nokkuð mörgum snúrulóðningum) höfðu 13 lög verið tekin upp. Hljóðritunin var upphaflega gerð til gamans og eignar fyrir hljómsveitarmeðlimi. Þegar farið var að gaumgæfa upptökurnar þóttu þær bara nokkuð góðar og var því ákveðið að vinna þær áfram þannig að lífið og spilagleðin í bandinu endurspeglaðist í lokaútgáfunni.

Suðurgata

Suðurgatan, sem sveitin er nefnd eftir, í þá gömlu góðu daga.

Það voru saxófónleikararnir Jón Trausti, Ketill og Reynir sem upphaflega hóuðu saman í band, sem reyndist frekar auðvelt enda allir spilað saman áður. Tilgangurinn var sá að halda tónleika undir slagorðinu Aldrei fór ég neitt, sem er vísun í að flestir hljómsveitarmeðlimir hafa alið allan sinn tónlistaraldur á Akranesi, en einnig vegna þess
að soul-tónlistin og blúsinn höfðu ávallt verið í uppáhaldi hjá þeim félögum frá fyrstu kynnum.

Hvers vegna South Lane Basement Band? Jú, það er er vísun í kjallaraherbergi Ketils á Suðurgötu 90, þar sem strákar af Suðurgötunni og úr næsta nágrenni komu saman til þess að spila og æfa, en í kjallaranum voru margar hljómsveitir stofnaðar.

Þeir sem komu saman í Tónlistaskólanum voru: Reynir Gunnarsson, Ketill (Kalli) BjarnasonJón Trausti Hervarsson, Ragnar SigurjónssonBaldur Ketilsson, Sævar BenediktssonLárus Sighvatsson, og söngvarinn góðkunni Magni ÁsgeirssonPálmi Sigurhjartarson gekk síðar til liðs við bandið og tók að sér píanóleikinn.

South Lane Basement Band hefur nú gefið út plötuna South Lane Basement Band & Magni Ásgeirsson og hljóma nokkur lög af plötunni hér að neðan.

Una Stef

Una Stef  er 22 ára söngkona og lagasmiður úr Reykjavík. Um þessar mundir vinnur hún að sinni fyrstu plötu sem mun innihalda lög og texta eftir Unu sjálfa. Una segist koma úr mikilli tónlistarfjölskyldu en hún mun senn klára nám við Tónlistarskóla FÍH í jazzsöng.

Fyrsta smáskífa af væntanlegri plötu er lagið “Breathe” og hljómar það hér að ofan.

Áhugasamir geta kynnst Unu á Facebook.

Sumarsólarhringur Green Lights

Strákarnir í Green Lights voru að koma úr upptökum á nokkrum demóum en lögin sem þeir tóku upp voru samin sumarið 2009 af hljómsveitinni í þáverandi mynd. Voru lögin tekin upp og hljóðblönduð á innan við sólarhring í tæka tíð fyrir umsóknarferli Iceland Airwaves. Um upptökur sáu Ragnar Már Jónsson og Þorgrímur Þorsteinsson. Hljóðblöndun og hljóðjöfnun annaðist Ragnar Már.

Þriðjudagsmyndbönd

Ég veit ekki með ykkur hin en ég bíð í ofvæni eftir nýrri plötu Okkervil River. Hún mun kallast I Am Very Far og kemur út fyrri hluta maímánaðar og eins og áður er það útgáfufyrirtækið Jagjaguwar sem gefur sveitina út. Nú nýlega sendu þau frá sér myndband við lagið “Wake and Be Fine”.

Okkervil River – Wake and Be Fine

Ekki er langt síðan Rjóminn greindi frá nýju lagi frá The National sem má heyra í kvikmyndinni Win Win. Lagið heitir “Think You Can Wait” og skartar Sharon Van Etten í bakröddum. Að ósekju hefði mátt leyfa laginu að njóta sín betur í myndbandinu og sleppa hljóðrásinni úr myndinni en hvað veit ég svo sem…

The National – Think You Can Wait

Raphael Saadiq er enginn venjulegur töffari en þessi 44 ára gamli Ameríkani spilar alvöru sálartónlist. Hann sendi nýverið frá sér myndband við lagið “Stone Rollin” sem má finna á samnefndri plötu hans sem kemur út í næsta mánuði. Hér drýpur smjör.

Raphel Saadiq – Stone Rollin’

Að lokum hafa svo strákarnir í Fleet Foxes skilað frá sér myndbandi við lagið “Grown Ocean” en eins og hvert mannsbarn veit er ekki nema tæpur mánuður í að plata þeirra, Helplessness Blues, komi út.

Fleet Foxes – Grown Ocean

Valdimar og Lára Rúnars eru Rafmagnslaus á Norðurpólnum

Fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi er komið að öðrum tónleikunum í Rafmagnslaust á Norðurpólnum. Í þetta sinn koma fram Valdimar og Lára Rúnars.

Hljómsveitin Valdimar hefur heldur betur rutt sér til rúms síðan þeirra fyrsta plata, Undraland, kom út fyrir síðustu jól. Platan er sem stendur sú söluhæsta á gogoyoko og þá hefur söngvari hljómsveitarinnar, Valdimar Guðmundsson, hlotið verðskuldaða athygli fyrir söng með Memfismafíunni í laginu “Okkar eigin Osló” úr samnefndri kvikmynd.

Lára Rúnars er poppprinsessa Íslands. Ferill hennar er á fleygiferð en hún vinnur nú að sinni fjórðu plötu. Hún hefur vakið mikla athygli erlendis á síðustu mánuðum og hefur hún m.a. fengið umfjöllun á MTV og í tímaritunum Q, NME, Clash og Filter. Nú síðast lék hún á Eurosonic tónlistarhátíðinni í Hollandi og SXSW í Texas við góðan orðstír.

Miðaverð er 1500 krónur og fæst 10% afsláttur í Lucky Records við Hverfisgötu gegn framvísun miðans. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:00 og opnar húsið kl. 20:00.

Valdimar og Moses Hightower spila í Slippsalnum í kvöld

Í kvöld munu hljómsveitirnar Valdimar og Moses Hightower leiða saman hesta sína í Slippsalnum (Nema Forum) á Mýrargötu. Húsið opnar kl. 20, en kl. 21 mun fyrsta hljómsveit hefja leik. Miðaverð er 1000 kr.

Hljómsveitirnar tvær eiga margt annað sameiginlegt en að heita mannanöfnum. Báðar leika þær sálarinnblásna og blásaraskotna popptónlist með íslenskum textum, báðar hafa þær ómað ótt og títt í útvarpi allra landsmanna, og báðar gáfu þær út frumburði sína árið 2010.

Skyldumæting!

Valdimar -Hverjum degi nægir sín þjáning

Moses Hightower – Bílalest út úr bænum

Miðvikudagsmix : Nýtt erlent

Hér er ein allsherjar lagasúpa af erlendis hipster-indie og remixum sem, eftir því sem mig minnir (afar óáræðanlegt minni það reyndar), hefur ekki heyrst hér á Rjómanum áður. Sum þeirra laga sem heyra má hér að neðan eru af mörgum talin vera með þeim betri á árinu og því um að gera að leggja einbeitt og afar vandlega við hlustir.

Myndin hér að ofan er úr myndbandinu við lagið “Bombay” með El Guincho.

Small Black – Camouflage

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Massive Attack – Paradise Circus feat. Hope Sandoval (Gui Boratto Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

El Guincho – Bombay

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gorillaz – Stylo (Alex Metric Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Levek – Look On The Bright Side

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

British Sea Power – Living Is So Easy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hosannas – The People I Know

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Generationals – Trust

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tape Deck Mountain – P.I.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Ruby Suns – Cranberry

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Bees

The Bees er enskt band sem kemur frá Ventnor, litlum bæ á suðurströnd Isle of Wight. Fyrst þegar ég heyrði í þessari ágætu sveit, lagið “Listening Man” sem heyra má hér að neðan, hélt ég að hér væri eitthvað gamalt 60’s band á ferðinni því svo aldraður og ekta var hljómurinn.

The Bees, sem flokka má sem síð-sækadelíska þjóðlagasveit undir áhrifum frá garage og sálartónlist (ala Motown), hafa nú sent frá sér nýja breiðskífu, þá fjórðu, og heitir hún því jákvæða nafni Every Step’s A Yes. Þessi er vel þess virði að kynna sér nánar.

The Bees – Listening Man ( af Octopus sem kom út 2007)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bees – I Really Need Love (af Every Step’s A Yes)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moses á þönum

Moses Hightower spriklar duglega næstu tvær vikur þegar hljómsveitarmeðlimir skreppa heim frá meginlandi Evrópu til að spila á Airwaves. Hljómsveitin spilar í Iðnó á fimmtudagskvöldið kl. 22.30, en komist fólk ekki þá má finna off-venue gigg hér.

Moses slær tvær flugur í einu höggi í þessari ferð og helgina eftir Airwaves verður farið í Bílalest út úr bænum ásamt Jónasi Sigurðssyni og Ritvélum framtíðarinnar og þrennir tónleikar haldnir: Á Stokkseyri, á Sódómu Reykjavík og á Græna hattinum á Akureyri.

Til að hita upp fyrir þessa tónleika alla saman má hér hlusta á „snilldarverk“ (H.H., Mbl.) Mosesar, plötuna Búum til börn:

Moses Hightower – Underwear (FM Belfast cover)

Glímuskjálfti í Moses Hightower

Það er óhætt að segja að nettur glímuskjálfti sé hlaupinn í hljómsveitina Moses Hightower, en sálarkvartettinn alíslenski undirbýr nú lokahrinu sumartónleika til þess að fylgja eftir nýrri plötu sinni, Búum til börn. Það fer hver að verða síðastur að berja sálarundrið augum, því að í lok ágúst tvístrast hljómsveitin umhverfis hnöttinn þegar meðlimirnir halda út til náms.

Föstudagskvöldið 20. ágúst kl. 22.30 verða í Hafnarhúsinu tónleikar á vegum Jazzhátíðar Reykjavíkur, þar sem auk Moses Hightower kemur fram hin eina sanna Ellen Kristjánsdóttir ásamt hljómsveit. Til að hita upp fyrir tónleikana spilar hljómsveitin kl. 17 í Eymundsson v. Skólavörðustíg.

Á Menningarnótt tekur Moses sannkallað maraþonprógramm og spilar 6 sinnum: Kl. 13 í Nikita-garðinum, kl. 15 á Ingólfstorgi á Bylgjusviðinu, kl. 16 fyrir utan Faktorý, kl. 17.30 í Máli og menningu, kl. 19 í Slippsalnum (Íslensk gáskatónlist) og kl. 21 á Óðinstorgi á vegum Norræna félagsins.

Miðvikudagskvöldið 25. ágúst er svo komið að kveðjutónleikum hljómsveitarinnar í Slippsalnum, en þar ætlar húsráðandinn og fyrrum Stuð-/Spilverksmaðurinn Valgeir Guðjónsson að hita upp fyrir Moses, sem og taka nokkur lög með hljómsveitinni. Það verður forvitnilegt að sjá þetta samstarf með tilliti til þess hve oft Moses Hightower hefur verið líkt við t.d. Spilverk Þjóðanna.

Moses Hightower heldur tónleika á Faktorý föstudagskvöldið

Moses Hightower heldur tónleika á Faktorý föstudaginn 13. ágúst. Hinn hálf-íslenski, hálf-hollenski kvartett Sindur hitar upp. Húsið opnar kl. 22 og byrja tónleikarnir stundvíslega kl. 23:00. Aðgangseyrir er 500 kr.

Platan Búum til börn með Moses Hightower hefur fengið frábæra dóma og fékk m.a. fjórar stjörnur hjá Fréttablaðinu þar sem sagði að tónlist þeirra væri “…ofursvöl […] full af tilþrifum og tilfinningu“. Einnig hafði gagnrýnandi Morgunblaðsins þetta að segja um plötuna “Snilldarverk […] Fáar plötur láta manni líða jafn vel“ og á Rás 2 var kvartettinn lofaður sem “…frábært hljómsveit.” og fyrir að eiga texta árisins.

Moses Hightower – Vandratað

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Búum til börn með Moses Hightower

Búum til börn með Moses Hightower

Nú er hægt að nálgast Búum til börn, sálarplötuna alíslensku, á rafrænu formi á síðunum gogoyoko.com, tonlist.is og bandcamp.com. Auk þess má panta geisladiskinn á netverslun Record Records, þar sem er útsala í gangi.

Platan hefur nú verið fáanleg í efnisheiminum í nokkrar vikur, og er ekki  annað að sjá en að sumarskotið sálarpoppið renni prýðilega ofan í mörlandann. Þannig veitti Andrea Jónsdóttir plötunni 9 af 10 mögulegum í Popplandi og talaði um „texta ársins“, en Hugrún Halldórsdóttir á Morgunblaðinu gaf 5 stjörnur af 5 og áleit plötuna „snilldarverk.“ Lagið „Vandratað“ situr nú í áttunda sæti vinsældalista Rásar 2.

Hljómsveitin hefur þá verið lúsiðin við lifandi flutning í sumar. Hún hélt veglega útgáfutónleika í Iðnó, og fékk þar til liðs við sig fjórtán meðspilara og tónlistarkonuna Sóleyju. Moses kom auk þess fram á Rósenberg ásamt Svavari Knúti, á Sódómu ásamt Ojba Rasta!, á hátíðinni Funk í Reykjavík, og nú síðast á Græna hattinum á Akureyri ásamt þeim Bryndísi Jakobsdóttur og Mads Mouritz, svo fátt eitt sé nefnt. Næst mun hljómsveitin koma fram á Innipúkanum um Verslunarmannahelgina, og fjöldi annarra tónleika eru á döfinni.

Moses Hightower – Vandratað

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Valdimar og Nóra spila á Faktorý í kvöld

Í kvöld ætla hljómsveitirnar Nóra og Valdimar að halda fría tónleika á Faktorý. Húsið opnar kl. 22:00 og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 23:00.

Hljómsveitin Valdimar er um þessar mundir að taka upp sína fyrstu breiðskífu í upptökuheimili Geimsteins, en hún kemur út á þeirra vegum í haust. Hljómsveitina skipa Ásgeir Aðalsteinsson, Guðlaugur Már Guðmundsson, Kristinn Evertsson, Valdimar Guðmundsson og Þorvaldur Halldórsson.

Nóra sendi nýverið frá sér meistarastykkið Er einhver að hlusta?. Platan hefur fengið mjög góðar viðtökur en lagið þeirra “Bólaheiðfall” er að gera það gott á Rás 2 þessa dagana.

Eins og fyrr segir er frítt inn á tónleikana.

Nóra – Bólaheiðfall

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Valdimar – Hverjum degi nægir sín þjáning