Ólafur Arnalds : Living Room Songs

Fyrir tveimur árum tók Ólafur Arnalds sig til og samdi og gaf frjálst til niðurhals eitt lag á dag í heila viku. Verkefnið kallaði hann Found Songs. Nú ætlar Ólafur að endurtaka leikinn undir heitinu Living Room Songs en í þetta skiptið býður hann aðdáendum sínum að fylgjast með sér við tónsmíðarnar og ætlar því að festa framvinduna á filmu og streyma yfir Alnetið.

Við skulum leyfa Ólafi að útskýra þetta sjálfum:

Verkefnið hefst í dag og verður út vikuna. Ætti fyrsta lagið og myndbandið að vera fáanlegt á livingroomsongs.olafurarnalds.com uppúr klukkan tíu í kvöld. Fylgist með.

Hlustaðu á Hysterical

Nú líður senn að því að maðurinn með skrítnu röddina, Alec Ounsworth, og félagar hans í Clap Your Hands Say Yeah sendi frá sér sína þriðju breiðskífu – eftir fjögurra ára bið! Tvær smáskífur komu út í sumar, lögin “Maniac” og “Same Mistake”, og hljómuðu bæði bara nokkuð vel. Hljómsveitin ákvað að fara þá leiðina að gefa út sjálfir, en platan er væntanleg þann tuttugasta þessa mánaðar. Hinsvegar er hægt að taka forskot á sæluna og streyma plötunni í heild hér.

Clap Your Hands Say Yeah – Maniac


Clap Your Hands Say Yeah – Same Mistake

50 nýjir listamenn kynntir á Airwaves

Aðstandendur Airwaves hátíðarinnar kynntu í vikunni 50 nýja listamenn sem bætast við föngulegan hóp þeirra sem þegar hafa boðað komu sína. Upptalning á þeim er hér að neðan og líkt og áður þá birtum við tóndæmi með þeim erlendu listamönnum sem bætast við hópinn.

Nýjustu viðbætur við Airwaves lænöppið eru: Clock Opera (UK), Jóhann Jóhannsson, Hjaltalín, Lay Low, Active Child (US), The Ghost Of A Saber Tooth Tiger (US), Esmerine (CA), Random Recipe (CA), 22-Pistepirkko (FI), HAM, Reykjavík!, Árstíðir, Hauschka (DE), Nedry (UK/JP), Jónas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar, Lára, Prins Póló, Lights on the Highway, Sudden Weather Change, Benjamin Francis Leftwich (UK), Rich Aucoin (CA), Mazes (UK), Veronica Falls (UK), MI-GU (JP), We Were Promised Jetpacks (UK), Stafrænn Hákon, Cliff Clavin, PORQUESÍ, Saktmóðigur, Weapons, Consortium Musicum (US), Epic Rain, Coral, Andvari, Fönksveinar, Dad Rocks! (DK), Einar Stray (NO), Iiris (EE), Angist, Carpe Noctum, Náttfari, Dustin O’Halloran (UK), The Twilight Sad (UK), Kreatiivmootor (EE), Steve Sampling, Subminimal, Tonik, Jón Þór, Gunslinger, Gímaldin og félagar.

The Twilight Sad – Reflection Of The Television

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Clock Opera – Lesson No. 7

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Active Child – Hanging On

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kreatiivmootor – Avanejad

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ghost of a Saber Tooth Tiger – Jardin du Luxembourg

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Esmerine – A Dog River

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Random Repice – Ship Wreck

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hauschka – Lipstick Race

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rich Aucoin – Brian Wilson is A.L.I.V.E.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Iiris – Astronaut

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dustin O’Halloran — We Move Lightly

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mazes – Most Days

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nedry – Clouded

We Were Promised Jetpacks – Act On Impulse

Benjamin Francis Leftwich – Atlas Hands

Einar Stray – Chiaroscuro

Veronica Falls – Bad Feeling

Áhugaverðustu plötur ársins að mati Rjómans : Fyrsti hluti

Þá er komið að árlegri yfirferð Rjómverja yfir bestu áhugaverðustu plötur fyrri hluta tónlistarársins. Þetta er aðeins fyrsti hluti og eru þetta því engan veginn tæmandi listi.

Timber Timbre – Creep on Creeping on
Draugar og aðrir vættir koma fyrir í heillandi martröðum Taylor Kirk, en það er þó alltaf maðurinn sjálfur sem er ógnvænlegastur; hver maður er þjakaður af djöflum. Hin myrka en einstaklega grípandi Creep on Creeping On, fjórða platan frá kanadíska þjóðlaga-gotabillýbandinu Timber Timbre, er sálfræðitryllir með ungum og dularfullum Roy Orbison í aðalhlutverki.

Akron/ Family – S/T II: The Cosmic Birth and Journey of Shinju TNT
Nýjasta plata Akron/Family er einstök ferð um hugvíkkandi sléttur sýrutónlistar og þjóðlagarokks, allt frá geimstöð í framtíðinni aftur í þjóðflokkasöngva fortíðar, með viðkomu á áttunda áratugnum. Maður veit aldrei hvað leynist hinum megin við hornið, en trippið verður aldrei slæmt. Þetta er það besta frá Akron síðan Love is Simple kom út.

Jeffrey Lewis & Peter Stampfel – Come on Board
Stórborgarskáldið Jeffrey Lewis leitaði uppi sýruþjóðlagagólarann Peter Stampfel (úr hinni goðsagnakenndu The Holy Modal Rounders) og fékk hann til að gera með sér plötu. Hvorugur getur sungið, textarnir eru óskiljanlegur galsahúmor, og undirspilið eru hálffölsk órafmögnuð hljóðfærum. Stemmningin dansar á mörkum þess að vera of flippuð, en heldur sér alltaf réttum megin við strikið. Hvorki fyrir hljóðperra né fýlupúka.

Earth – Angels of Darkness, Demons of Light 1
Hljómsveitin Earth er ennþá þyngri en pláneta, og lögin silast áfram á sama hraða og ein slík. Einkennandi gítarleikur Dylan Carlson og drungalegur sellóleikur Lori Goldstein skapa saman hina fullkomnu tónlist til hlusta á þegar maður röltir einn um villta vestrið, þ.e.a.s eftir að kjarnorkusprengja hefur þurrkað út allt líf og það eina sem þú átt í vasanum er pakki af morfíni.

Sin Fang – Summer Echoes
Summer Echoes heillaði við fyrstu hlustun. Hún yljar, hún kætir, hún grætir og jafnvel svæfir á köflum. Hér er komin alvöru sumarplata fyrir okkur Íslendinga og það íslensk plata.

Sin Fang – Fall Down Slow

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þórir Georg – Afsakið
Platan Afsakið kom út sitt hvoru megin við áramótin, á netinu og svo á áþreyfanlegu formi. Afsakið er fyrsta breiðskífa Þóris Georgs (My Summer As A Salvation Soldier) sem einungis er sungin á Íslensku og tekst honum vel til. Af fyrri plötum Þóris minnir hún helst á hina stórkostlegu Death, tilraunamennska í hljóðfæraskipan og hljóðheimsmyndun er í lágmarki en laga- og textasmíðar eru í fyrirrúmi. Eins og áður er sögusviðið strætóferð um gráar götur Reykjavíkur og enn grárri ranghala sálarlífsins.

Bon Iver – Bon Iver
Þetta er allt önnur “Emma”. Frábær hljóðheimur hjá einstökum listamanni. Óvæntar stefnur en gengur algjörlega upp. Plata ársins?

Fleet Foxes – Helplessness Blues
Hér er allt eins og það á að vera. Robin Pecknold og félagar tóku sér langan tíma í að smíða sína aðra plötu og það heyrist að þeir vönduðu til verka. Fátt sem kemur á óvart en okkur langar samt að heyra plötuna sem endaði í ruslinu.

Fleet Foxes – Helplessness Blues

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Danger Mouse & Daniele Luppi – Rome
Baneitruð blanda. Plata sem hefur verið lengi í smíðum og hljómar frábærlega. Helsta sem hægt er að kvarta undan er að hún er bara 35 mínútur.

Danger Mouse & Daniele Luppi – The World (feat. Jack White)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Okkervil River – I Am Very Far
Sjötta plata þessa stórlega vanmetna bands frá Texas. Will Sheff er einn besti textasmiðurinn í bransanum. Svínvirkar líka á sviði.

Okkervil River – Wake and be fine

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Amon Tobin

Það kannast eflaust flestir unnendur raftónlistar við Amon Tobin en hann er af mörgum talinn einn fremsti raftónlistarmaður samtímans. Hann fylgir nú eftir útgáfu sinnar nýjustu plötu, ISAM, með hreint einstökum, tæknivæddum tónleikum og sviðsmynd sem á sér fáar hliðstæður.

Meðfylgjandi er stutt kynningarmynd um framleiðslu tónleikanna, sviðsmyndarinnar og tækninnar á bakvið alla uppákomuna og að sjálfsögðu platan góða, ISAM, ásamt athugasemdum við hvert lag frá meistaranum sjálfum.

‘ISAM’ – Full album with track-by-track commentary from Amon Tobin by Amon Tobin

Finnsk tónlistarveisla á Bakkus

Fjórar finnskar hljómsveitir heimsækja Ísland um þessar mundir og munu meðal annars halda tónleika á skemmtistaðnum Bakkus laugardaginn 18. júní. Engin aðgangseyrir er að tónleikunum og hefjast tónleikar um 22:00. Hljómsveitirnar Es, Islaja, Jarse og Lau Nau koma fram. Þær tengjast allar hinu mjög svo framsækna og virta hljómplötufyrirtæki Fonal Records frá Tampere í Finnlandi.

Fonal Records er fremsta jaðarútgáfa Finnlands og þykir bjóða upp á það besta sem er að gerast í finnskri tónlistarsenu og hafa listamenn á mála hjá útgáfunni fengið mikla athygli á alþjóðavettvangi og má þar helst nefna Islaja, Paavuhaarju, TV-resistori, Es og Kemialliset Ystävät. Ákveðin samhljómur er meðal þeirra tónlistarmanna er gefa út á Fonal og má rekja hann til þjóðlagatónlistar, sækadelíu og tilraunakenndrar raftónlistar. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð félagsins um Norðurlöndin.

Fonal Jukebox by Fonal Records

Umber – Morning’s Pass

Hér er nú eitthvað sem vel er til þess fallið að hefja nýja vinnuviku á, EP platan Morning’s Pass með Umber. Það er maður að nafni Alex Steward sem stendur einn að baki listamannsnafninu Umber en hann vann plötuna og gaf út einn og óstuddur.

Steward, sem býr í litlum bæ í enskri sveit, tók herlegheitin upp í litlu heimagerðu stúdíói og sér hann um allan hljóðfærafluttning sjálfur. Sem Umber framkallar hann angurvært, ósungið folk/póst-rokk með draumkenndum ambíans sem innblásið er af þokukenndri kyrrðinni sem hin enska sveit færir honum hvern morgun.

Morning’s Pass má heyra í heild sinni hér að neðan.

Minor Sailor

Minor Sailor er áhugavert samstarfsverkefni tónlistarmannsins Jeremy Joseph og ljósmyndarans Maia Flore sem núverið gat af sér plötuna How things happened. Samstarf Joseph og Flore hófst upphaflega í Frakklandi en saman hafa þau unnið að því í Svíþjóð og hér heima á Íslandi. Platan er einhverskonar ferðadagbók þessara tveggja listamanna og hef eitthvað er að marka tónlistina, hafa ferðalög þeirra verið bæði viðburðamikil og tilfinningaþrungin.

Upptökur á plötunni fóru víst fram hér og þar í Stokkhólmi, París og Reykjavík en “mastering” var í höndum Gróðurhúsameistarans Sturlu ‘Míó’ Þórissonar.

<a href=”http://minorsailor.bandcamp.com/album/how-things-happened” _mce_href=”http://minorsailor.bandcamp.com/album/how-things-happened”>How things happened by Minor Sailor</a>

Hlustið á nýju Bon Iver plötuna

Þann 21. júní næstkomandi kemur út samnefnd önnur plata Bon Iver en hennar hefur verið beðið í ofvæni síðan fréttir töku að berast af væntanlegri tilurð hennar. Nú er biðin loksins á enda og hér að neðan má hlýða á gripinn í heild sinni. Njótið vel.

Roskilde 2011: Battles

New York sveitin Battles vakti gifurlega athygli tónlistarheimsins með frumburði sínum, Mirrored, árið 2007 en sveitin blandar saman ótrúlega mörgum geirum tónlistar í eina væna súpu sem heillar. Leikur sveitin experimental/progressive/math/post rock blöndu og virðist engin höft eiga sér í tilraunastarfsemi sinni. Battles samanstendur af þeim Ian Williams, John Stanier og Dave Konopka og var stofnuð í New York borg árið 2002.

Í dag sendi sveitin frá sér sína aðra breiðskífu, Gloss Drops og virðist ennþá vera að þróa hljóminn sem er bæði áhugavert og skemmtilegt. Rjóminn hvetur alla aðdáendur tilraunakennds og pælingarsprengdu stuði að skoða Battles frá New York á Hróarskeldu 2011.

Takið forskot á sæluna og streymið Gloss Drops með Battles HÉR og skoðið nett myndband við smáskífuna Ice Cream.

Ný plata frá Puzzle Muteson

Bedroom Community kynnir með stolti nýjastu plötu útgáfunnar; En Garde með Puzzle Muteson. Platan kemur í verslanir í dag en hægt er að nálgast hana strax og heyra tóndæmi hér.

Þegar platan er keypt í gegnum vefverslun Bedroom Community fylgir niðurhal og aukalag. Plötuna má fá sem niðurhal eingöngu eða sem geisladisk + niðurhal. Platan var unnin í Gróðurhúsinu en um hönnun umslags sá Chris Bigg.

Streymdu Arctic Monkeys

Breska rokksveitin Arctic Monkeys stefnir að útgáfu sinnar fjórðu breiðskífu, Suck It And See, þann 6.júní nk. og hefur af því tilefni boðið aðdáendum sínum að streyma plötunni án endurgjalds á heimasíðu sinni.

Hljómsveitin, sem stofnuð var í Sheffield á Englandi árið 2002, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið ein stærsta rokksveit Breta undanfarin ár og hrifið hlustendur með sér með slögurum á borð við Crying Lightning, When The Sun Goes Down og nú síðast Don´t Sit Down ´Cause I´ve Moved Your Chair. Þónokkuð er um stefnubreytingar hjá sveitinni og hefur hún nú horfið ögn frá bílskúrslyktandi indie-rokki í dekkri grunn með sækadelískari áhrifum en áður.

Hróarskeldufarar hérlendis eru hvattir til að streyma plötunni og vera vel að sér hvað nýja efni sveitarinnar snertir þegar haldið verður til Danaveldis í sumar þar sem Arctic Monkeys troða upp á Hróarskeldu 2011.

Streymdu Suck It And See HÉR

Synthadelia Records

Synthadelia Records er nýtt sjálfstætt plötufyrirtæki sem þeir félagar Vilmar Pedersen og Jón M Schow settu á laggirnar nýverið. Hafa þeir þegar þrjá listamenn á sínum snærum en það eru Synthadelia, Fikt og Inside Bilderberg. Vilmar og Jón eru báðir meðlimir Fikt og Synthadelia en Inside Bilderberg mun vera aukasjálf Georgs Péturs Sveibjörnssonar. Hjá Synthadelia hafa þegar tvær útgáfur litið dagsins ljós en það munu vera platan Lovefield eftir Fikt og samnefnd EP plata Inside Bilderberg.

Synthadelia hefur þegar dreift tónlist sinni á iTunes, Amazon, Napster og fimmtíu stærstu tónlistarveitum og verslunum á netinu auk Gogoyoko hér á Íslandi og á Tónlist.is von bráðar. Hyggja þeir félagar á frekari útgáfu á MP3 og eitthvað á Vinyl og CD síðar.

Nánari upplýsingar um Synthadelica má nálgast með því að senda línu á synthadeliarecords@gmail.com

Hot Sauce Committee Part Two

Áttunda breiðskífa Beastie Boys, Hot Sauce Committee Part Two, mun sjá dagsins ljós í físísku formi þann 3. maí næstkomandi og er þetta fyrsta plata tríósins síðan þeir gáfu út The Mix-up fyrir um fjórum árum.

Hér að neðan má heyra plötuna í heild sinni í boði þeirra Mike D, Ad Rock og MCA. Hversu lengi veit ég eigi en við skulum njóta þess á meðan það varir.

Sin Fang – Summer Echoes

Útgáfuár: 2011
Útgefandi: Kimi Records
Einkunn:4,5

Afkastasemi er orð sem þarf vart að kynna fyrir Sindra Má Sigfússyni enda afköst tónlistarmannsins, sem kennt sig hefur við hljómsveitina Seabear, Sin Fang Bous og nú loks Sin Fang, verið gífurleg á undanförnum árum. Ekki einungis gífurleg í magni, heldur gífurleg í gæðum sömuleiðis.

Sindri Már sprettur hér fram sem Sin Fang með plötuna Summer Echoes og má svo sannarlega segja að titill plötunnar gefi nákvæman gaum af innihaldinu. Sin Fang hefur fært okkur gjöf, sumargjöf fylltri hlýju, auðmýkt og fegurð á köldum degi þó enn séu 42 dagar eftir af vetri þegar þetta er skrifað.

Strax við fyrstu tóna er hlustanda fleytt áfram með smjörmjúkum vókalískum harmoníum í bland við akústískar strengjaútsetningar í polli af frábærum töktum í lögunum Easier og Bruises og þemað er sett. Raddútsetningar í samblandi við tónlist Sin Fang fá hlustanda til að skipta litlu um textasmíð, heldur svífa frekar með augun lokuð, heyra fuglasöng og finna hlýju sumars í algleymingi.

Sin Fang – Fall Down Slow

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fall Down Slow opnar mun poppaðari pælingar og opnast á yljandi úkelele sem hristist svo vel yfir í poppaðan takt og hefbundnari gítarútsetningar og vellíðun er allsráðandi.

Smáskífan Because of The Blood opnast svo varlega með synthum og hugljúfum harmoníum en keyrir í kassagítarstuð með draumkennda rödd Sindra Más í forgrunni. Þó Sindri sé án efa ekki besti söngvari heimsins hefur þessi rödd og sú einlægni og auðmýkt sem yfir henni býr, gríðarleg áhrif á það hvernig tónlist Sin Fang er túlkuð og kemst til skila. Sem er frábær kostur hjá listamanni sem þessum.

Rituals mætti líkja við sumarkvöld þegar sólin tekur að síga seint um kvöld og himininn skiptir litum. Gítarar eru hér ögn framar í grunninum en áður á plötunni og strengjaútsetningar vægast sagt frábærar. Hlustandi fer hægt og rólega að skilja rödd Sindra Más sem hljóðfæri í stað forgrunns í tónlistinni. Hvernig röddin blandast alsælukenndri tónlistinni og verður partur af henni í stað aðskildur hlutur er einstaklega fallegt og skemmtilegt. Ættbálkalegt groove í lokin fullkomnar frábært lag.

Textar verða loksins afar áheyranlegir og vel ortir í Always Everything og suðræn stemming hvílir yfir laginu sem er hið notalegasta og virðist engum áhrifum né stefnum sneydd. Æði.

Áhrifunum fjölgar ef eitthvað er í Sing From Dream þar sem ómandi raddútsetningar í bland við hip-hop ættaða takta þar sem hlustandi kemst seint frá því að dilla sér og slá í takt. Lagið er svo slegið niður í píanó af Thom Yorke skólanum og líður út af eins og barn sem hefur hoppað og dansað tímunum saman. Mætti skilja lokakafla lagsins sem forgrunn fyrir komandi rólegheit næstu laga.

Þó rólegheit séu kannski ekki rétta orðið hægist aðeins á Summer Echoes í Nineteen og loks Choir, folk-skotnu kassagítarlagi sem þenur sig til og frá stuðinu sem fyrir var á plötunni á einstaklega vel heppnaðan hátt. Stysta lag plötunnar en jafnframt eitt það fallegasta er Two Boys en hér kveður við nýjan tón á plötunni. Draumkenndar raddir og píanó segja sögu tveggja drengja og hörpustrengir keyra undir gæsahúðina sem færa hlustanda inn í Nothings. Endirinn er nærri og lagið virkar vel sem næstsíðasta lag Summer Echoes.

Sin Fang – Choir

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Slow Lights endar eina af magnþrungnustu plötum ársins (án efa) en er þó furðulega valið sem lokalag. Þó, ef rýnt er aðeins í textann, kemst maður að því að þetta virkar bara ágætlega. Gítarar eru funky til að byrja með og margbreytileiki annarra laga plötunnar skilar sér hér sömuleiðis. Lagið endar þó á fremur óspennandi hátt miðað við það sem á undan er gengið.

Summer Echoes heillaði við fyrstu hlustun. Hún yljar, hún kætir, hún grætir og jafnvel svæfir á köflum. Hér er komin alvöru sumarplata fyrir okkur Íslendinga og það íslensk plata. Þó frostið bíti og snjórinn fenni okkur í kaf þessa dagana, getum við heyrt sumarið óma í formi tónlistar Sindra Más Sigfússonar, Sin Fang og beðið eftir því að komandi sumar taki okkur með sér með sól í hjarta og Summer Echoes með Sin Fang í eyrum.

Plötu Sin Fang, Summer Echoes, má nálgast hjá vinum okkar á gogoyoko.com