Roadside Picnic

http://www.roadsidepicnic.com
Ein af þeim nýjungum síðari ára sem ég hef aldrei almennilega komist inn í eru hin svokölluðu hlaðvörp (podcast) en af einhverjum ástæðum, þrátt fyrir mikla leit, fannst aldrei neitt við mitt hæfi. Frá mínu sjónarhorni virtist þetta einfaldlega vera ein af þessum tæknibólum sem myndu hjaðna og gleymast með tímanum, líkt og svo margt í netheimum. Eða kannski er ég bara óhóflega vandlátur.

En fyrir nokkrum árum rakst ég þó á eitt hlaðvarp sem átti eftir að fylgja mér í gegnum súrt og sætt næstu árin. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu mikil áhrif það hefur haft en það hefur kynnt mig fyrir hinum ýmsu listamönnum frá hinum ýmsu ólíku tímabilum og stefnum sem ég hefði venjulega, að mestu líkindum, aldrei uppgötvað einn míns liðs. Bar meistaraverkið nafnið Roadside Picnic. En það er spurning hvort þetta sé nefnt eftir rússnesku vísindaskáldsögunni (http://en.wikipedia.org/wiki/Roadside_Picnic) en ef svo er þá er nafnið mjög svo lýsandi fyrir það sem hlaðvarpið býður upp á. Nafnið á vísindaskáldsögunni er lýst á eftirfarandi hátt á Wikipedia. (afsakið langa tilvitnun)

“The name of the novel derives from a metaphor proposed by Dr. Valentine Pillman, who believes there is no rational explanation either for the alien Visitation or the mysterious properties of the Zones or the purpose of the artifacts found there.
In the novel, he compares the Visitation to “A picnic. Picture a forest, a country road, a meadow. Cars drive off the country road into the meadow, a group of young people get out carrying bottles, baskets of food, transistor radios, and cameras. They light fires, pitch tents, turn on the music. In the morning they leave. The animals, birds, and insects that watched in horror through the long night creep out from their hiding places. And what do they see? Old spark plugs and old filters strewn around… Rags, burnt-out bulbs, and a monkey wrench left behind… And of course, the usual mess — apple cores, candy wrappers, charred remains of the campfire, cans, bottles, somebody’s handkerchief, somebody’s penknife, torn newspapers, coins, faded flowers picked in another meadow.” The nervous animals in this analogy are the humans who venture forth after the Visitors left, discovering items and anomalies which are ordinary to those who discarded them, but incomprehensible or deadly to those who find them.”

Það sem heillaði mig strax er ég hlustaði á fyrsta þáttinn var það að þetta var ekki neitt venjulegt hlaðvarp. Þetta einblíndi ekki á neina sérstaka tónlistarstefnu. Þetta var einn suðupottur þar sem plötusnúðurinn Joshua sá um að finna hið ótrúlegasta hráefni sem venjulega myndi alls ekki passa saman og láta það einhvernveginn dansa saman án þess að skapa neina neikvæða spennu þar á milli. Það eru ekki margir sem geta sett saman 1-2 klukkutíma þætti þar sem fólk þeytist í gegnum argasta svartmálm í boði Lurker of Chalice eina stundina og síðan seinna er manni vaggað rólega af meistara Leonard Cohen, og samt, látið þetta allt saman passa, og jafnvel renna, fullkomlega saman. Það liggur við að maður heyri ekki skilin á milli.

Galdurinn hjá Joshua stjórnanda Roadside Picnic eru þemar. Hver einn og einasti þáttur er með tvö þemaorð sem stjórna valinu og uppsetningunni á þættinum. Til dæmis “Solemn & Nostalgia”, “Bleak & Lost”, “Melancholy & Decay” og svo framvegis. Lýsir hann orðunum mjög nákvæmt með sinni mjúku rödd í byrjun hvers þáttar áður en hin samtvinnaða tónlist og hljóðlist suðupottsins tekur við. Lögin og hljóðverkin eru valin einstaklega varlega og aðeins tekin fyrir verk sem smellpassa inn í þema þáttarins svo það sé nú alveg víst að þau renni öll mjúklega í gegnum eyrun á manni.

Þrátt fyrir að Roadside Picnic hafi opnað hug minn gagnvart hlaðvörpum þá hef ég ekki ennþá bætt neinu einasta nýja hlaðvarpi við í listann hjá mér þar sem Roadside Picnic fullnægir kröfum, þörfum og væntingum mínum fullkomlega. Svo einfalt er þetta.

Ef ég myndi einhverntímann halda teiti og það væri þörf á plötusnúð, þá myndi ég ráða Joshua. Það mætti segja að hann gæti, á ótrúlegasta hátt, komið fólkinu í partýstuð einungis vopnaður plötum sem innihalda klassísk verk eftir Bach og Mozart ásamt hljóðupptökum af mýflugunum á Mývatni.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

(Uppáhalds RP þáttur greinarhöfundar)
Heimasíða Hlaðvarpsins
A Room Forever (Eitt af fjölmörgum verkefnum Joshua)

Flóttinn Mikli

Hér er  mix sem Kristján Guðjónsson, sérstakur fréttaritari Rjómans í Englandi, sendi okkur með 8 lögum með 8 hljómsveitum sem koma fram á Great Escape tónlistarhátíðinni í Brighton í lok vikunnar.

Streymdu nýju Jónsa plötunni!

Sólóplata Jónsa úr Sigur Rós, Go, kom út í gær og hefur þegar fengið glimrandi dóma í flestum miðlum, þ.á.m. 9/10 hjá Clash Music og Drowned in Sound og fimm stjörnur hjá The Times, Mogganum og Fréttablaðinu. Þessir dómar eru að sjálfsögðu vel verðskuldaðir enda er platan með þeim betri sem komið hafa út það sem af er þessu ári.

Eins og venjan er orðin á tölvuöld þá er hægt að streyma plötunni í heild sinni af netinu – allt í boði heimasíðu Jónsa, www.jonsi.com. Þar má líka skoða allskonar gúmmelaði, t.d. myndbönd, lög og viðtöl við Jónsa, og panta sérstaka viðhafnarútgáfu af Go í sérhönnuðum kassa sem inniheldur ýmislegt góðgæti, m.a. DVD disk með myndinni Go Quiet þar sem Jónsi flytur alla plötuna órafmagnaða en myndin er í leikstjórn Dean Deblois (sem m.a. stýrði Heima eftirminnilega). Það má taka það fram að þessi útgáfa verður einungis til sölu á jonsi.com en þar má einnig nálgast hefðbundna útgáfu plötunnar á vínylplötu, geisladiski eða sem niðurhal.

Hérna getið þið svo streymt plötunni sjálfri:

highly covetable cloth-bound, velvet-lined box

8tracks

Einhverntímann minntist ég á hinn ágæta samfélags- og tónlistarvef 8tracks hér á Rjómanum. Þar hef ég verið að dunda mér við að setja saman hálfgerð mixteip, ekki ósvipað því og maður gerði hérna á árum áður. Mér leikur forvitni á að vita hvort einhverjir af lesendum Rjómans séu notendur á 8tracks og ef svo væri, hvort þeir hafi ekki áhuga á að deila með okkur mixunum sínum? Deilið endilega með okkur slóðinni á prófílinn ykkar með því að skilja eftir athugasemd.

Meðfylgjandi er svo upplífgandi mix sem ég setti saman um helgina.

Hlustaðu á nýju Joanna Newsom plötuna

Hin rúmlega tveggja klukkustunda Have One on Me með hinni hörpuleikandi Joanna Newsom kom út nú í vikunni. Lög plötunnar eru 18 að tölu og skiptast jafnt á milli þriggja diska/vínylplatna – svona fyrir þá sem eru enn í harðari efnunum. Það er því allt annað en auðvelt að melta þessa nýju skífu í einni eða tveimur hlustunum og þurfa áheyrendur að verja nokkrum tíma í að meta plötuna að fullu, en slíkt er þó vel þess virði.

Þeir sem vilja byrja að hlusta strax geta skroppið á heimasíðu NPR útvarpsstöðvarinnar og streymt plötunni í heild án endurgjalds, það er góður díll.