Amon Tobin

Það kannast eflaust flestir unnendur raftónlistar við Amon Tobin en hann er af mörgum talinn einn fremsti raftónlistarmaður samtímans. Hann fylgir nú eftir útgáfu sinnar nýjustu plötu, ISAM, með hreint einstökum, tæknivæddum tónleikum og sviðsmynd sem á sér fáar hliðstæður.

Meðfylgjandi er stutt kynningarmynd um framleiðslu tónleikanna, sviðsmyndarinnar og tækninnar á bakvið alla uppákomuna og að sjálfsögðu platan góða, ISAM, ásamt athugasemdum við hvert lag frá meistaranum sjálfum.

‘ISAM’ – Full album with track-by-track commentary from Amon Tobin by Amon Tobin

Minor Sailor

Minor Sailor er áhugavert samstarfsverkefni tónlistarmannsins Jeremy Joseph og ljósmyndarans Maia Flore sem núverið gat af sér plötuna How things happened. Samstarf Joseph og Flore hófst upphaflega í Frakklandi en saman hafa þau unnið að því í Svíþjóð og hér heima á Íslandi. Platan er einhverskonar ferðadagbók þessara tveggja listamanna og hef eitthvað er að marka tónlistina, hafa ferðalög þeirra verið bæði viðburðamikil og tilfinningaþrungin.

Upptökur á plötunni fóru víst fram hér og þar í Stokkhólmi, París og Reykjavík en “mastering” var í höndum Gróðurhúsameistarans Sturlu ‘Míó’ Þórissonar.

<a href=”http://minorsailor.bandcamp.com/album/how-things-happened” _mce_href=”http://minorsailor.bandcamp.com/album/how-things-happened”>How things happened by Minor Sailor</a>

Roskilde 2011: Battles

New York sveitin Battles vakti gifurlega athygli tónlistarheimsins með frumburði sínum, Mirrored, árið 2007 en sveitin blandar saman ótrúlega mörgum geirum tónlistar í eina væna súpu sem heillar. Leikur sveitin experimental/progressive/math/post rock blöndu og virðist engin höft eiga sér í tilraunastarfsemi sinni. Battles samanstendur af þeim Ian Williams, John Stanier og Dave Konopka og var stofnuð í New York borg árið 2002.

Í dag sendi sveitin frá sér sína aðra breiðskífu, Gloss Drops og virðist ennþá vera að þróa hljóminn sem er bæði áhugavert og skemmtilegt. Rjóminn hvetur alla aðdáendur tilraunakennds og pælingarsprengdu stuði að skoða Battles frá New York á Hróarskeldu 2011.

Takið forskot á sæluna og streymið Gloss Drops með Battles HÉR og skoðið nett myndband við smáskífuna Ice Cream.

Agent Fresco í Víking og Vídjó

Agent Fresco eru vart þekktir fyrir að sitja á afturendanum og glápa á blámann en í dag sendi sveitin frá sér myndband við lagið Implosions af plötunni A Long Time Listening, sem út kom seint á síðasta ári. Myndbandið var skotið af ljósmyndaranum Jónatani Grétarssyni þegar sveitin sat fyrir hjá kauða fyrr á árinu en Jónatan notaðist einungis við eina myndavél við verkið. Þykir útkoman ansi góð og tilurðin engu síðri. Sveitin  ber járnið vel á meðan það er heitt og heldur í víking um miðbik júnímánaðar nk. (n.t.t. 16.júní) Sveitin mun þá halda tónleika í Þýskalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Hollandi, Sviss og Póllandi en ferðinni er einnig haldið á hina margrómuðu Hróarskelduhátíð í Danmörku. Þar mun Agent Fresco fylla landann stolti á Pavilion Junior sviði hátíðarinnar þann 28. og 29.júní.

Til þess að halda út með sjálfstraustið í botni ætlar sveitin að troða upp á Sódóma Reykjavík þann 1.júní nk. ásamt Benny Crespo´s Gang, Valdimar og Andvari. Eru íslenskir tónlistarunnendur þar með hvattir til að sýna stuðning og óska þeim góðrar ferðar en aðgangseyrir er aðeins 1000 krónur og dyrnar opna kl. 22.00. Æstir aðdáendur sem ókunnugir áhugamenn geta einnig sótt nýjustu smáskífu sveitarinnar, Implosions, hér. Gjaldfrjálst.

Rjóminn vill nota tækifærið og óska Agent Fresco alls hins besta í komandi ævintýrum á erlendri sem innlendri grund.

Mynd: manusbooking.com

Guðmundur Steinn gefur út plötuna Horpma

Tónskáldið og gítarleikarinn Guðmundur Steinn Gunnarsson sendi frá sér plötuna Horpma föstudaginn 20. maí. Platan kemur út á vegum Carrier Records í New York og þegar fengið ágætis umfjöllun og kynningu í fagtímaritum og nokkrum útvarpsstöðvum þar ytra. Horpma er í raun tónverk fyrir 27 plokkuð og slegin strengjahljóðfæri sem er ætlað til hlustunar í heimilishljómtækjum. Hljóðfærin mynda saman eins og eina risahörpu með hljómi sem er samstæður og ósamstæður í senn. Hljóðfærin eru stillt í þrönga tónklasa sem hafa sín á milli náttúruleg hlutföll og vaxa útfrá einum grunnpunkti eða grunntíðni. Líkt og önnur verk höfundar vinnur verkið með hrynjanda sem hagar reglum sínum ekki eftir púlsi eða hefðbundnu nótnakerfi heldur minnir á hreyfingar og hrynjanda í umhverfinu, skoppandi bolta, regndropa og þess háttar. Þéttur vefur tóna einkennir plötuna sem og hröð mynstur sem virðast síendurtekin en eru það í raun ekki ef hlustað er af athygli. Alls tóku aðilar frá 7 mismunandi löndum þátt í tilurð verksins með hljóðfæraleik og upptökuaðstoð ýmiskonar.

Guðmundur Steinn Gunnarsson er gítarleikari og tónskáld frá Reykjavík og hefur starfað meðal annars með Benna Hemm Hemm, Stórsveit Nix Nolte, Njútón og er einn af stofnendum tónskáldafélagsins S.L.Á.T.U.R. Nýlega bar Guðmundur sigur úr býtum í samkeppni á vegum Ríkisútvarpsins fyrir verkið Mardiposa. Efnt var til keppninnar í tilefni af 80 ára afmæli Útvarpsins.

Platan Horpma er fáanleg í öllum helstu plötu- og bókaverslunum landsins.

Guðmundur Steinn Gunnarsson – Horpma II

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2011

Frá Bandaríkjunum kemur hin tilraunakennda en jafnframt dásamlega hljómsveit tUnE-yArDs. Þau hafa verið að vekja gríðarlega athygli ekki síðst fyrir tónleikaframmistöðu sína þar sem að þau fara skemmtilegar leiðir í flutningi og notast við allskyns tæki og tól til að kalla fram magnaðann hljóðheim. Elektró tríóið Austra kemur frá Kanada og frá Bretlandi mæta grímuklæddir SBTRKT sem spila grípandi elekró popp og hafa meðal annars verið að vinna með tónlistarmönnum á borð við Franz Ferndinand og Basement Jaxx. Kanada bíður einnig upp á draumkennt popp Young Galaxy sem koma sterk inn á þessu ári með plötuna Shapeshifting en þau hafa m.a. túrað með hljómsveitum á borð við Arcade Fire og Death cab for Cutie.

tUnE-yArDs – Gangsta

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Austra – The Choke

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Young Galaxy – Open Your Heart

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

BTRKT – Hide Or Seek

Hin finnska Murmansk er aftur á móti í rokkaðri kantinum og hefur þeim verið líkt við hljómsveitir á borð við My Bloody Valentine og Sonic Youth. Norska hávaða tríóið Deathcrush mun án efa rokka feitt á meðan kanadísku hindu-popparnir Elephant Stone eru mildari. Karkwa frá Kanada býður hins vegar upp á stórt sánd sem fer víða en þess ber að geta að sveitin vann Polaris verðlaunin í Kanada í fyrra og skaut þar sveitum á borð við Broken Social Sceane og Caribou ref fyrir rass.

Elephant Stone – Strangers

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Karkwa – Les Chemins De Verre

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Murmansk – Moth

Deathcrush – Lesson #2 (for Cliff Burton)

Íslendingarnir sem kynntir eru til leiks núna eru Airwavesvinirnir: Wistaria, Snorri Helgason og The Vintage Caravan ásamt YodaRemote og sigurvegurum Músíktilrauna 2011 Samaris. Það er síðan tilhlökkunarefni að sjá hvað Sóley mun gera á hátíðinni en ekki síður hvað kemur frá goðsagnakenndum Megasi og Senuþjófunum nú eða poppstirninu Páli Óskari.

Ný og glæsileg heimasíða er komin í loftið. Þar er hægt að kaupa miða og pakkaferðir auk þess sem allar helstu upplýsingar um hátíðina og listamenn sem þar koma fram er að finna. Á næstu vikum verður tilkynnt um fleiri listamenn en um miðjan ágúst ætti að liggja fyrir hvaða 200 listamenn koma fram á Iceland Airwaves 2011.

Miðasala er í fullum gangi og fer hver að verða síðastur að kaupa miða á vildarkjörum en sölu líkur á miðnætti þann 31. maí nk. Þess ber að geta að síðustu ár hefur verið uppselt á hátíðina nokkrum vikum áður en hún hefst. Þannig varð uppselt um miðjan september í fyrra.

Raflost+Pikslaverk

Annar dagur Raflost+Pikslaverk raflistahátíðarinnar verður á föstudaginn kemur, þann 6. maí.

Klukkan 17:00 verða fyrirlestrar í Sölvhóli, tónleikasal Tónlistardeildar Listaháskólans við Sölvhólsgötu 13. Þar munu Englendingurinn Tom Williams, Kanadabúinn Jean-Pierre Mot og Bandaríkamaðurinn Clay Chaplin fjalla um verk sín sem vera flutt á hátíðinni.

Klukkan 18:00 opna innsetningar í Listaháskóla Íslands – Sölvhóli og öðrum hjáleigum Tónlistardeildar L.H.Í. Um er að ræða innsetningarnar ERVAX for 2 eftir Danina Aders Monrad og Simon Bækdahl Nielsen, La casa Adentro eftir Mexíkóbúana Lilián Pineda de Avila og Halldór Heiðar Bjarnason og One Minute Los Angeles eftir Bandaríkjamennina Lara Bang og Clay Chaplin. Innsetningarnar verða aðeins opnar í þetta eina skipti, á milli klukkan 18 og 19:30.

Um kvöldið kl. 20:00 verða tónleikar og sjónleikar í Hljómskálanum. Þar munu tón- og myndlistarmennirnir Tom Williams og Clay Chaplin flytja hljóð- og myndgjörninga. Einnig verður flutt víðóma útgáfa tónverksins Approximating π (pi) eftir indversk-, ensk-, þýsk-, hollensk-, bandaríska tónskáldið Clarence Barlow, eða Hrein Bjartsson eins og hann kallar sig á íslensku.

Ókeypis er inn á alla atburði Raflost+Pikslaverk

Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á www.raflost.is

Ný eða nýleg plata frá Sudden Weather Change

Ég rak upp stór augu þegar ég rambaði fyrir slysni inn á nýja plötu frá rokksveitinni Sudden Weather Change. Hún heitir því undarlega nafni SWC gho stigital. Það mætti útfæra sem Sudden Weather Change Goes Digital – með greinilegri vísun í Ghostigital. Nú, eða Sudden Weather Change Ghostigital.

Það er nefnilega þannig að á Airwaves í fyrra tók sveitin sig til og lék nokkrar ábreiður af Ghostigital lögum á tónleikum í Tjarnarbíó – uppákoma sem ég var svo óheppinn að missa af. Sjóvið var hinsvegar hljóðritað, upptökurnar voru sendar til Curvers, sem er búsettur í New York, og hann krukkaði í þeim uns það varð til EP-plata.

SWC gho stigital samanstendur af fjórum lögum. Fyrstu þrjú eru tekin af annarri breiðskífu Ghostigital, In Cod We Trust, en það síðasta, “Suicide”, er opnunarlag fyrstu plötu dúetsins. Lögin fjögur eru bræðingur af passlega súrri elektróník í bland við kröftugt rokk Sudden – fremur girnilegt hanastél þar á ferð! Plötuna má heyra hér, nú eða kaupa fyrir litlar 400 krónur.

Gang Gang Dance

Ritstjóra barst póstur frá einum að unnendum Rjómans með ábendingu um fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu tilraunasveitarinnar Gang Gang Dance. Platan mun bera nefnið Eye Contact og er umrætt smáskífulag meðfylgjandi hér að neðan.

Við þökkum Jóhanni Óla kærlega fyrir ábendinguna.

Gang Gang Dance – Glass Jar

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt tilraunaverkefni frumflutt á Reykjavík Music Mess!

Hljómsveitirnar Reykjavík! og Lazyblood munu frumflytja nýtt tónverk undir nafninu “The Tickling Death Machine” á tónlistarhátíðinni Reykjavík Music Mess. Tónverkið sem að hluta til er dansverk og inniheldur mikið af leikrænum tilþrifum, er samið af meðlimum hljómsveitanna sérstaklega fyrir listahátíðina Kunsten Festival des Arts í Brussel í maí en gestir Reykjavik Music Mess fá tækifæri til að mæta á generalprufuna.

Hljómsveitin Reykjavík! hefur verið áberandi í tónlistarlífi landans síðustu ár en Lazyblood er öllu óþekktari. Hún er skipuð listaparinu Ernu Ómarsdóttur danshöfundi og Valdimar Jóhannssyni tónlistarmanni en hann er einnig í hljómsveitinni Reykjavík!. Erna og Valdi hafa unnið mikið saman síðustu árin þar sem Valdi hefur samið og spilað tónlist fyrir dansverk Ernu og þau sýnt víðsvegar um allan heim.

Kunsten festival des arts (www.kfda.be) í Brussel er ein mikilvægasta listahátíð í Evrópu. Þar hafa margir helstu listamenn heims úr öllum listgreinum komið við og sýnt og spilað. Hún er að sama skapi mjög tiraunakennd og hafa umboðsmenn, skipuleggjendur og áhugafólk um listir víðsvegar úr heiminum lagt komur sínar þangað til að sjá það nýjasta leikhúsi, tónlist, dansi og myndlist.

Eins og fyrr segir verður verkið flutt á tónlistarhátíðinni Reykjavík Music Mess sem haldin verður um miðjan apríl á Nasa og í Norræna húsinu í Reykjavík.

Lazyblood – Once upon a time (demo)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sin Fang – Summer Echoes

Útgáfuár: 2011
Útgefandi: Kimi Records
Einkunn:4,5

Afkastasemi er orð sem þarf vart að kynna fyrir Sindra Má Sigfússyni enda afköst tónlistarmannsins, sem kennt sig hefur við hljómsveitina Seabear, Sin Fang Bous og nú loks Sin Fang, verið gífurleg á undanförnum árum. Ekki einungis gífurleg í magni, heldur gífurleg í gæðum sömuleiðis.

Sindri Már sprettur hér fram sem Sin Fang með plötuna Summer Echoes og má svo sannarlega segja að titill plötunnar gefi nákvæman gaum af innihaldinu. Sin Fang hefur fært okkur gjöf, sumargjöf fylltri hlýju, auðmýkt og fegurð á köldum degi þó enn séu 42 dagar eftir af vetri þegar þetta er skrifað.

Strax við fyrstu tóna er hlustanda fleytt áfram með smjörmjúkum vókalískum harmoníum í bland við akústískar strengjaútsetningar í polli af frábærum töktum í lögunum Easier og Bruises og þemað er sett. Raddútsetningar í samblandi við tónlist Sin Fang fá hlustanda til að skipta litlu um textasmíð, heldur svífa frekar með augun lokuð, heyra fuglasöng og finna hlýju sumars í algleymingi.

Sin Fang – Fall Down Slow

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fall Down Slow opnar mun poppaðari pælingar og opnast á yljandi úkelele sem hristist svo vel yfir í poppaðan takt og hefbundnari gítarútsetningar og vellíðun er allsráðandi.

Smáskífan Because of The Blood opnast svo varlega með synthum og hugljúfum harmoníum en keyrir í kassagítarstuð með draumkennda rödd Sindra Más í forgrunni. Þó Sindri sé án efa ekki besti söngvari heimsins hefur þessi rödd og sú einlægni og auðmýkt sem yfir henni býr, gríðarleg áhrif á það hvernig tónlist Sin Fang er túlkuð og kemst til skila. Sem er frábær kostur hjá listamanni sem þessum.

Rituals mætti líkja við sumarkvöld þegar sólin tekur að síga seint um kvöld og himininn skiptir litum. Gítarar eru hér ögn framar í grunninum en áður á plötunni og strengjaútsetningar vægast sagt frábærar. Hlustandi fer hægt og rólega að skilja rödd Sindra Más sem hljóðfæri í stað forgrunns í tónlistinni. Hvernig röddin blandast alsælukenndri tónlistinni og verður partur af henni í stað aðskildur hlutur er einstaklega fallegt og skemmtilegt. Ættbálkalegt groove í lokin fullkomnar frábært lag.

Textar verða loksins afar áheyranlegir og vel ortir í Always Everything og suðræn stemming hvílir yfir laginu sem er hið notalegasta og virðist engum áhrifum né stefnum sneydd. Æði.

Áhrifunum fjölgar ef eitthvað er í Sing From Dream þar sem ómandi raddútsetningar í bland við hip-hop ættaða takta þar sem hlustandi kemst seint frá því að dilla sér og slá í takt. Lagið er svo slegið niður í píanó af Thom Yorke skólanum og líður út af eins og barn sem hefur hoppað og dansað tímunum saman. Mætti skilja lokakafla lagsins sem forgrunn fyrir komandi rólegheit næstu laga.

Þó rólegheit séu kannski ekki rétta orðið hægist aðeins á Summer Echoes í Nineteen og loks Choir, folk-skotnu kassagítarlagi sem þenur sig til og frá stuðinu sem fyrir var á plötunni á einstaklega vel heppnaðan hátt. Stysta lag plötunnar en jafnframt eitt það fallegasta er Two Boys en hér kveður við nýjan tón á plötunni. Draumkenndar raddir og píanó segja sögu tveggja drengja og hörpustrengir keyra undir gæsahúðina sem færa hlustanda inn í Nothings. Endirinn er nærri og lagið virkar vel sem næstsíðasta lag Summer Echoes.

Sin Fang – Choir

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Slow Lights endar eina af magnþrungnustu plötum ársins (án efa) en er þó furðulega valið sem lokalag. Þó, ef rýnt er aðeins í textann, kemst maður að því að þetta virkar bara ágætlega. Gítarar eru funky til að byrja með og margbreytileiki annarra laga plötunnar skilar sér hér sömuleiðis. Lagið endar þó á fremur óspennandi hátt miðað við það sem á undan er gengið.

Summer Echoes heillaði við fyrstu hlustun. Hún yljar, hún kætir, hún grætir og jafnvel svæfir á köflum. Hér er komin alvöru sumarplata fyrir okkur Íslendinga og það íslensk plata. Þó frostið bíti og snjórinn fenni okkur í kaf þessa dagana, getum við heyrt sumarið óma í formi tónlistar Sindra Más Sigfússonar, Sin Fang og beðið eftir því að komandi sumar taki okkur með sér með sól í hjarta og Summer Echoes með Sin Fang í eyrum.

Plötu Sin Fang, Summer Echoes, má nálgast hjá vinum okkar á gogoyoko.com

Swords of Chaos hita upp fyrir SXSW

Hljómsveitin Swords of Chaos er á leiðinni til Norður Ameríku í næstu viku þar sem sveitin mun spila nokkra tónleika í New York borg og halda síðan í átt að miðríkjunum og spila á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin, Texas. Sveitin ætlar að skella í eina tónleika fyrir landann áður en hún leggur af stað, en það verður 3. mars á skemmtistaðnum Bakkus ásamt stærðfræði-sludge-bandinu Me, The Slumbering Napoleon og hinum allt of sjaldséðu effektavirtúósum í Bob. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 og er frítt inn.

Nýtt og nýlegt erlendis frá

Hefjum þessa yfirferð á tveim lögum af EP plötunni Diagonal Fields með hjómsveitinni Arc in Round.

Arc in Round – 3 a.m. All the Time

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Arc in Round – Spirit

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Davila 666 – Esa Nena Nunca Regreso
Af plötunni Tan Bajo sem kemur út næstkomandi þriðjudag.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

tUnE-yArDs – Bizness
Tekið af w h o k i l l sem kemur út 19. apríl næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Dodos – Black Night
Tekið af væntanlegri fjórðu plötu sveitarinnar sem ber nafnið No Color.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Times New Viking – No Room To Live
Tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar, Dancer Equired, sem kemur út 25. apríl næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Skull Defekts – Fragrant Nimbus (featuring Daniel Higgs)
Tekið af plötunni Peer Amid sem kom út þriðjudaginn síðastliðinn.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Arcade Fire – Ready To Start (Acoustic)
Upptaka frá KROC útvarpsstöðinni. Myndband af upptökunni er hér að neðan.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Myndband frá Radiohead

Eins og kom fram á Rjómanum um daginn stefnir hin ótrúlega Radiohead á útgáfu sinnar áttundu breiðskífu á morgun, laugardaginn 19.febrúar. Platan sem nefnist The King of Limbs er þó ekki væntanleg í plötuverslanir fyrr en þann 9.maí og mun þá koma út í svokallaðri dagblaðaútgáfu.

Ensku snillingarnir sendu frá sér myndband við nýjustu smáskífu sína, “Lotus Flower”, þann 16.febrúar sl. en í myndbandinu sést forsprakkinn Thom Yorke syngja og dansa eins og honum einum er lagið og er lagið bara nokkuð ljúft.

Aðdáendur sveitarinnar geta smellt sér á eintak af áttundu plötu Radiohead, The King of Limbs á TheKingofLimbs.com á morgun en platan er sem endranær tekin upp af sveitinni í samstarfi við hinn goðsagnakennda Nigel Godrich.

Útgáfutónleikar Agent Fresco

Miðar rjúka út á útgáfutónleika íslensku hljómsveitarinnar Agent Fresco í Austurbæ þann 17.febrúar nk. (fimmtudag).
Forsala miða fer fram á miði.is um þessar mundir en óseldir miðar telja nú vart fingur beggja handa og virðist spennan vera mikil.
Arnór Dan
, söngvari sveitarinnar, lýsti yfir gríðarlegum undirbúning innan sveitarinnar og þar í kring vegna tónleikanna og hyggst sveitin tjalda öllu til og þiggur meðal annars gríðarlega aðstoð hljóðfæraleikara og vina við flutning laga plötu sinnar, A Long Time Listening, sem út kom seint á síðasta ári. Arnór ræddi við Andreu Jónsdóttur í Popppressunni í kvöld og saman renndu þau yfir lög plötunnar, sögu sveitarinnar og tilurð hinna og þessa laga. Arnór sagðist verulega spenntur fyrir komandi tónleikum en einna helst var rætt um tónsmíðar gítarleikarans Þórarins Guðnasonar innan herbúða sveitarinnar. Þau Arnór og Andrea supu te og kjömsuðu á kleinum og bauðst Andrea loks að skutla söngvaranum farsæla á æfingu eftir viðtalið en farsími Arnórs þagði vart í andartak á meðan á viðtalinu stóð.

Útgáfutónleikar Agent Fresco hefjast klukkan 21.00 og sér Haukur úr Dikta um að bjóða fólk velkomið. Miðaverði er stillt í hóf í forsölu og kostar miðinn 2000 krónur við hurð (ef einhverjir slíkir verða til eftir forsölu).
Agent Fresco hyggst flytja plötuna A Long Time Listening í heild sinni og eins og kom fram hér að ofan, hyggur sveitin á stærstu og flottustu tónleika sína hingað til.

Nýtt og nýlegt erlendis frá

Það er orðið asni langt síðan tekin var staðan á athyglisverðum listamönnum utan landssteinanna og því gráupplagt að skella inn vænni yfirferð.

Byrjum á eins manns sækadeliku sveitinni Dumbo Gets Mad sem gaf út sína fyrstu breiðskífu, Elephants At The Door, fyrir sléttri viku þann 2. febrúar. síðastliðinn. Áhugasamir geta halað plötunni niður endurgjaldslaust hér.

Dumbo Gets Mad – Plumy Tale

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dumbo Gets Mad – Ecletic Prawn

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Epstein – Jelly Fish
Tekið af plötunni Sealess See sem kom út 25. janúar síðastliðinn hjá Asthmatic Kitty.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

John Brodeur – Mouthful of diamonds
Tekið af endugerð plötunnar Tiger Pop (2001) sem kemur út þann 5. apríl næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Young Galaxy – We Have Everything
Fyrsta smáskífan af plötunni Shapeshifting sem kemur út í dag.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bearsuit – A Train Wreck
Tekið af plötunni The Phantom Forest sem kemur út í mánuðinum.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Batwings Catwings – Enless Summer
Tekið af EP plötunni Peacock Collection sem kom út í síðasta mánuði.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Metal Mother – Billy Cruz
Tekið af plötunni Bonfire Diaries sem kemur út þann 7. mars næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nostalgia 77 – Simmerdown
Tekið af væntanlegri fjórðu plötu sveitarinnar sem heita mun The Sleepwalking Society.

Jeniferever – Waifs & Strays
Tekið af þriðju plötu þessarar sænsku sveitar sem heita mun Silesia.

Nýtt frá I’m Being Good

Það er mikið stuð á Andrew Clare og vinum hans í bresku hávaða-reiknibillí-sveitinni I’m Being Good þessa dagana. Samkvæmt heimasíðu Infinite Chug eru tvær nýjar plötur frá bandinu nánast tilbúnar til útgáfu ef hentugt fyrirtæki fæst í verkið.

Lagið Thaddeus, Mask of Thaddeus er komið í dáleiðandi myndbandsform, og mælir Rjóminn hiklaust með ítrekaðri hlustun (ítrekað áhorf gæti hins vegar valdið svima),  sem og upprifjun á eldri snilld þeirra félaga.


Danger Mouse & Daniele Luppi kynna Rome

Brian Joseph Burton, betur þekktur sem Danger Mouse, er sjóðandi heitur þessa dagana. Hann er kannski þekktastur fyrir að vera annar helmingur Gnarls Barkley og fyrir upptökustjórn með listamönnum á borð við Gorillaz og Beck. Nú síðast myndaði hann tvíeykið Broken Bells með James Mercer úr The Shins og þá er hann að snúa tökkum fyrir strákabandið U2.

En síðan árið 2005 hefur hann, ásamt félaga sínum Daniele Luppi, unnið að þemaplötu. Platan mun bera titilinn Rome og kemur út í mars. Þeir félagar deila ást á ítölskum bíómyndum, sér í lagi spaghetti vestrum Sergio Leone þar sem tónlist Ennio Morricone spilar stóra rullu og er platan undir miklum áhrifum frá þeim. Upptökurnar eru analog og fóru fram í Róm í hljóðveri sem Morricone setti á fót og voru m.a. fengnir hljóðfæraleikarar sem störfuðu með Morricone á sínum tíma og eru margir hverjir á áttræðisaldri.

Norah Jones og Jack White ljá svo rödd sína þremur lögum hvort svo það er óhætt að segja að uppskriftin að þessari 15 laga plötu sé verulega spennandi. Kremið á kökuna er svo Chris Milk sem hannar sjónræna hluta plötunnar en hann gerði The Wilderness Downtown verkefnið við lag Arcade Fire, “We Used to Wait”.

Bútar úr nokkrum lögum hafa birst á netinu og það væri hreint glapræði að hlusta ekki.