Útsendingu lokið – Trish Keenan látin

Það voru miklar sorgarfréttir sem bárust í dag þegar Warp útgáfan sendi út þá fréttatilkynningu að Trish Keenan, söngkona Broadcast, hefði látist í morgun. Hljómsveitin hafði verið á tónleikaferðalagi í Ástralíu í desember og smitaðist Keenan þar af fuglaflensu og fékk í kjölfarið lungnabólgu. Hún hafði legið á sjúkrahúsi í Bretlandi í rúmar tvær vikur þar til hún lést í morgun.

Broadcast – Come On Let’s Go (af The Noise Made By People, 2000)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Broadcast var stofnuð í Birmingham árið 1995 og í kjölfar nokkurra smáskífna gerði sveitin samning við Warp plötufyrirtækið. Hljómsveitin vakti athygli fyrir tilraunakennda popptónlist sína þar sem áhrifum úr hinum ýmsu áttum var blandað saman á skemmtilegan hátt. Eftir sveitina liggja breiðskífurnar The Noise Made By People (2000), Haha Sounds (2003) og Tender Buttons (2005), auk fjölmargra smáskífna og EP platna sem safnað hefur verið saman á plöturnar Work and Non Work (1997) og The Future Crayon (2006).

Broadcast – Micheal A Grammar (af Tender Buttons, 2005)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lítið heyrðist frá sveitinni um tíma þar haustið 2009 þegar EP platan Mother Is The Milky Way og samstarfsplata með Focus Group, Broadcast and The Focus Group Investigate Witch Cults of the Radio Age, komu út. Seinasta útgáfa sveitarinnar var svo stuttskífan Familiar Shapes and Noises (einnig gerð með Focus Group) sem kom út síðastliðið sumar. Ný breiðskífa hefur verið væntanleg um nokkurn tíma en ekki hefur enn verið uppgefið hvort eða hvenær sú plata muni koma út.

Rjóminn minnist Trish og Broadcast og vonar að sú frábæra tónlist sem þau færðu okkur gleymist ekki í bráð.

Broadcast – The World Backwards (af Work and Non Work, 1997)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Broadcast – Look Outside (af The Noise Made By People, 2000)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Broadcast – Pendulum (af Haha Sounds, 2003)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Broadcast – Tears In The Typing Pool (af Tender Buttons, 2005)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rósa – Ný útgáfa Hljóðakletta

Rósa er safnútgáfa með alþjóðlegum hópi listakvenna. 17 konur frá 10 löndum eiga verk á Rósu sem er USB lykill í líkingu túrtappa.

Rósa kemur út í mjög takmörkuðu upplagi og er hvert eintak númerað. Á Rósu má m.a. finna tónlist, videoverk, ljósmyndir, teikningar og teiknimyndasögu.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um útgáfuna og listakonunar á heimasíðu Hljóðakletta þar sem einnig verður hægt að panta útgáfuna : http://hljodaklettar.com/rosa.html

Noise tónleikar á Sódóma Reykjavík annað kvöld

Annað kvöld verða á tónleikastaðnum Sódóma Reykjavík haldnir tónleikar á vegum FALK.

Fram koma: MANSLAUGHTER, KRAKKKSLAUGHTER, KRAKKKBOT, AMFJ, Oberdada von BRÛTAL og AUXPAN.

FALK tónleikarnir hefjast kl. 21:00 með plötukynningu DJ Djammhammars, en kl 22:00 stígur AUXPAN á svið, því næst Oberdada von BRÛTAL, svo AMFJ, þá KRAKKKBOT sem mun svo umskiptast í KRAKKKSLAUGHTER ásamt strákunum í MANSLAUGHTER sem ljúka svo kvöldinu. DJ Djammhammar mun einnig leika lög af hljómplötum milli atriða og meðan gestirnir tvístrast út í nóttina.

Aðgangseyrir er 0 krónur.

Viðburðaríkt ár hjá Bedroom Community

Nýliðið ár var það stærsta og viðburðarríkasta í sögu Bedroom Community til þessa með útgáfu á fjórum plötum og tónleikaferðalaginu Whale Watching tour. Listamenn útgáfunnar höfðu nóg fyrir stafni, en hér fyrir neðan verður stiklað á stóru um minnisstæða viðburði á árinu.

Sam Amidon ferðaðist um heiminn til að kynna nýjustu plötu sína I See The Sign, sem endaði ofarlega á topplistum ársins 2010 hjá stórum jafnt sem smáum miðlum, til að mynda lista New York Times og MOJO.

Daníel Bjarnason gaf út plötuna Processions og fékk platan frábærar viðtökur en Daníel hlaut meðal annars titilinn „höfundur ársins“ og „Bow to String“ var kosið „tónverk ársins“ á Íslensku tónlistarverðlaununum. Processions var einnig ein af sex verðlaunaplötum Kraumslistans og „Bow to String“ var tilnefnd til Norrænu tónskáldaverðlaunanna.

Ben Frost hlaut hin eftirsóttu Rolex verðlaun (og mun því njóta handleiðslu tónlistarmannsins Brian Eno í heilt ár), samdi tónlist við dansverk Wayne McGregors, FAR, og var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötuna BY THE THROAT.

Ben og Daníel voru fengnir af Unsound hátíðinni til að vinna að Solaris, tónverki innblásnu af samnefndri kvikmynd Andre Tarkovsky frá 1972 sem byggð er á skáldsögu Stanislaw Lem. Verkið var frumflutt í Kraká síðastliðið haust.

Nico Muhly gaf út tvær plötur; I Drink the Air Before Me hjá Bedroom Community og Decca Classics og hjá Decca eingöngu plötuna A Good Understanding. Hann samdi jafnframt tvær óperur, eina fyrir Metropolitan óperuhúsið og English National óperuhúsið og aðra fyrir Gotham Chamber óperuhúsið.

Valgeir Sigurðsson gaf út plötuna Draumalandið með frumsaminni tónlist úr samnefndri kvikmynd Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs Magnasonar. Allir listamenn Bedroom Community leggja Valgeiri lið á plötunni en hún var síðar tilnefnd til Eddunnar.

Síðast en ekki síst var ákveðið að gefa út fría jólaplötu rétt fyrir jólin. Hún hlaut nafnið Yule og innihélt lög eftir alla listamenn útgáfunnar; áður óútgefin, endurhljóðblönduð og illfáanleg.

Nýtt og nýlegt erlendis frá

Þá er nýtt tónlistarár hafið og leitin að öllu því nýja, ferska, spennandi og áheyrilega heldur áfram. Meðfylgjandi eru nokkur ný og nýleg lög af erlendri grundu (fyrir utan eitt) sem annað hvort rötuðu ekki fyrir sjónir og heyrnir manns á árinu sem leið eða eru nýsprottin fram í dagsljósið.

Njótið vel!

PS I Love You – Facelove
Af tvískiptri 7″ Diamond Rings / PS I Love You (kom reyndar út 2009 en við látum það slæda í þetta skiptið).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mean Wind – Kingdom Come
Af EP plötunni The The Guests Guests Are Are Gone Gone Gone Gone sem kom út þann 6. des síðastliðinn og má heyra hér.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bleached Palms – Been Asleep
Tekið af Festive/Destructive EP.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Peter Gabriel – My Body Is a Cage (Arcade Fire cover)
Ein allra besta þekjan frá síðasta ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bon Iver – Come Talk to Me (Peter Gabriel cover)
Fyrst verið er að fjalla um þekjur og Peter Gabriel þá verður þessi útgáfa Bon Iver á lagi þess fyrrnefnda að fylgja með en hún er einnig frá síðasta ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Panda Bear – Last Night at the Jetty
Tekið af samnefndri sjötommu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mogwai – Death Rays
Tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar, Hardcore Will Never Die, But You Will, sem kemur út þann 15. febrúar næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beefheart þakinn

Eins og fram hefur komið hér á Rjómanum lést Captain Beefheart nú fyrir nokkrum dögum. Þrátt fyrir hreint ótrúlega einkennilegar og flóknar lagasmíðar þá hafa fjölmargir listamenn spreytt sig á verkum Beefheart í gegnum tíðina. Hér höfum við því týnt til þekjur héðan og þaðan af nokkrum Captain Beefheart lögum, njótið!

Sonic Youth – Electricity

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Party Of Special Things To Do

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Ashtray Heart

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Fall – Beatle Bones ‘N’ Smokin’ Stones

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Kills – Dropout Boogie

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Trumans Water – Hair Pie: Bake 2

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Cramps – Hard Workin’ Man

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Black Keys – I’m Glad

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mercury Rev – Observatory Crest

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Captain Beefheart látinn

Nú í gær, föstudaginn 17. desember, lést einn merkasti tónlistarmaður síðustu aldar, Don Van Vliet – betur þekktur undir nafninu Captain Beefheart, 69 ára að aldri. Þó að hann hafi dregið sig frá tónlistariðkun snemma á níunda áratugnum og aldrei náð sérstakri hylli almennings þá hefur Captain Beefheart haft ómæld áhrif – og þá sérstaklega á jaðartónlist undanfarinna áratuga.

Frá árunum 1967-1982 gaf Captain Beefheart út 12 breiðskífur ásamt hjálparkokkum sínum í The Magic Band auk hljómplötunnar Bongo Fury sem hann gerði með æskuvini sínum Frank Zappa árið 1975. Á plötunum sínum blandaði Beefheart saman blúsrokki, sækadelíu, framúrstefnujazzi og all skyns furðulegheitum á ævintýralegan hátt og útkoman var engu öðru lík.

Captain Beefheart þótti ætíð kynlegur kvistur og hafðist reglulega við í eyðimörkinni í Kaliforníu þar sem hann stundaði myndlist á milli þess sem gerði plötur. Fyrsta platan hans, Safe As Milk, kom út árið 1967 og vakti töluverða athygli en var þó Trout Mask Replica (1969) sem gerði hann alræmdan, en þetta tvöfalda meistaraverk er líklega ein mest krefjandi plata tónlistarsögunnar. Eftir misjafnan árangur á 8. áratugnum náði Beefheart sér á strik með nokkrum frábærum plötum undir lok áratugarins en eftir útkomu plötunnar Ice Cream For A Crow árið 1982 tók Captain Beefheart svo þá ákvörðun að hætta að gera tónlist og snúa sér alfarið að myndlistinni.

Þó að varla hafi verið mikil von um að Don Van Vliet myndi nokkru sinni fást við tónlist á ný þá er nokkuð ljóst að tónlistaráhugamenn um allan heim munu syrgja Captain Beefheart þessa helgi. Því er upplagt að rifja upp nokkur lög:

Captain Beefheart and His Magic Band – Electricity (af Safe As Milk, 1967)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Captain Beefheart and His Magic Band – When Big Joan Sets Up (af Trout Mask Replica, 1969)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Captain Beefheart and His Magic Band – Lick My Decals Off, Baby (af Lick My Decals Off, Baby, 1970)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Captain Beefheart and His Magic Band – Suction Prints (af Shiny Beast (Bat Chain Puller), 1978)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Captain Beefheart and His Magic Band – Hot Head (af Doc at the Radar Station, 1980)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Peepholes

Stelpu&Stráks-dúettinn Peepholes hefur verið að vekja þónokkuð umtal í strandbænum Brighton á Englandi undanfarna mánuði fyrir einstaklega áheyrilegt tilraunakennt hávaða-indírokk. Tónlistin er spiluð á hljóðgervla og trommur, og full af spunakenndri poppsýru með nóg af loðnum endurómi (fuzzy reverb). Svolítið eins og Matt & Kim á allskonar lyfjum. Undanfarin þrjú ár hafa þau gefið út 4 stuttskífur og kasettur, og eru með eina á leiðinni hjá Nail in the Coffin útgáfunni. Ég mæli með þessu dóti fyrir alla þá sem vilja morgunkaffið sitt súrt.

Peepholes – Carnivore

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Það er breakcore dagur í dag.

Einhverra hluta vegna fann ég hjá mér agalega þörf til að hlusta á breakcore í dag og langaði til að deila með þeim, sem áhuga hafa, lögum með nokkrum af mínum uppáhalds listamönnum í þessum tónlistargeira. Breakcore er sannarlega ekki fyrir alla, jafnvel ekki þá sem hlusta á harðasta techno eða drum n bass, en áhugamenn um öfgakennda jaðartónlist ættu svo sannarlega að leggja við hlustir. Njótið vel

Shitmat Mixtape

Venetian Snares Medley

Bong-Ra – Zion

Cardopusher vs. Rotator – Hard To Be A Girl

Enduser – Adrenaline Rush (Remix by Infekkted)

Korter í Airwaves

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að þessa dagana er Rjóminn áþekkur litlu barni korteri fyrir jól. Iceland Airwaves hefst á miðvikudaginn og því eðlilegt að allt sé að verða vitlaust hjá tónlistarnördum bæjarins. Þeir sem vilja fá einn pakka fyrir mat ættu að kíkja á tónleika útgáfuhópsins Hljóðklettar sem fer fram annað kvöld (þriðjudaginn 12.október) á Faktorý við Smiðjustíg.

Þar koma fram heill hellingur af framsæknum tónlistarmönnum m.a. Rúnar Magnússon, Stilluppsteypa og Selvhenter (DK). Tónleikarnir hefjast kl.21:30 og kostar 1500 krónur inn.

Þeir sem vilja halda í sér fyrir helgina geta hins vegar sótt fríkeypis Airwaves-plötu frá Reykjavík Grapevine. Blaðið mun að venja fjalla ítarlega um hátíðina fyrir þá sem skilja útlensku.

Safnplatan inniheldur 38 lög frá jafnmörgum íslenskum flytjendum, allt frá Feldberg til Fist Fokkers

Disknum má hlaða niður á Zip-fæl á heimasíðu Grapevine, eða hér.

Fyrir neðan eru lög frá tveimur frábærum böndum sem spila í fyrsta skipti á hátíðinni í ár.

LAZYBLOOD – Once Upon a Time

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Orphic Oxtra – Melodick

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.