Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

Airwaves 14

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu rétt í þessu fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200. Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves.

 • FM Belfast
 • Son Lux (US)
 • Kwabs (UK)
 • Árstíðir
 • Lay Low
 • Agent Fresco
 • kimono
 • Rachel Sermanni (SCO)
 • Ezra Furman (US)
 • Jessy Lanza (CA)
 • Phox (US)
 • Benny Crespo’s Gang
 • Kiriyama Family
 • Íkorni
 • Strigaskór nr 42
 • Odonis Odonis (CA)
 • Tremoro Tarantura (NO)
 • In the Company of Men
 • Júníus Meyvant
 • Elín Helena
 • HaZar
 • Krakkkbot
 • Reptilicus
 • Stereo Hypnosis
 • Ambátt
 • CeaseTone
 • Reykjavíkurdætur
 • DADA
 • Döpur
 • Inferno 5

Hér að neðan má heyra tóndæmi frá öllum þeim erlendu listamönnum sem bættust við að þessu sinni.

Útgáfutónleikar Different Turns

Different Turns cover

Íslenska elektró/rokk hljómsveitin Different Turns gaf út, þann 4. apríl síðastliðinn, plötuna If you think this is about you…. you´re right. Sveitin mun halda útgáfutónleika 12. júní næstkomandi í Borgarleikhúsinu og er miðasala hafin á Miði.is.

Þeir sem ekki hafa kynnt sér þessa ágætu sveit geta gætt sér á meðfylgjandi tóndæmum og mæta svo vafalítið í Borgaleikhúsið þann 12. næsta mánaðar.

Hjómsveitin Phédre spilar á Kex annað kvöld

Phédre

Á morgun mun tónlistar vefritið/útvarpsþátturinn Straumur halda sinn fyrsta sumarfögnuð í samstarfi við Joe & the Juice og S.U.M.A.R.(Samtök Um Matseld Annarra Ríkja) á Kex Hostel. Hin magnaða kanadíska hljómsveit Phédre kemur þar fram ásamt samlanda sínum Ken Park og hinum íslensku Nolo. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og það er frítt inn. Áður en tónleikarnir hefjast eða klukkan 18:00 verður S.U.M.A.R. pop-up matarmarkaður þar sem matargemlingar verða með sturlaða rétti frá öllum heimshornum á heiðarlegu verði, en helmingurinn fer í að styrkja Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.

Phédre er ein af umtöluðustu hljómsveitum sem komið hafa frá Toronto borg á þessum áratug. Bandið gaf út sýna fyrstu plötu í byrjun árs 2012 og vakti mikla athygli fyrir lagið “In Decay” sem var ofarlega á árslistum gagnrýnenda. Um upphitun sér Ken Park sem er listamannsnafn tónlistarmannsins Scott Douglas Harwood sem einnig er meðlimur í Phédre og reykjavíska hljómsveitin Nolo sem mun frumflytjan efni af væntanlegri plötu sinni á tónleikunum.

Mogwai, Slowdive, Shellac, Low, Devendra Banhart, Liars o.fl. mæta á ATP

ATP Iceland 2014

ATP hátíðin á Íslandi hefur nú opinberað heildarlista yfir hvaða hljómsveitir og listamenn það eru sem munu koma fram á Ásbrú í sumar, annað árið sem hátíðin fer fram hér á landi.

Eftir að hátíðin lak dularfullri mynd af hljómsveit í Bláa lóninu í gær mynduðst miklar vangaveltur á samfélagsmiðlum um hvaða hljómsveit væri átt við. Nú er ljóst að um er að ræða hljómsveitina Shellac með Steve Albini í fararbroddi, en sveitin hefur ekki spilað hér á landi síðan árið 1999. Þeir bætast í hópinn ásamt bandarísku goðsögnunum í Low, hljómsveitinni LIARS sem margir hafa beðið með eftirvæntingu að fá að sjá á sviði, hinni draumkenndu hávaðasveit Slowdive sem loksins kom saman aftur fyrr á árinu, þjóðlaga-sýrukonungnum Devendra Banhart og Skotunum í Mogwai sem nýverið sendu frá sér frábæra plötu.

Íslenskir listamenn sem bætast við eru Ben Frost, Pascal Pinon, Sin Fang, HAM og Fufanu (áður Captain Fufanu).

Þegar hafa sveitirnar Portishead, Interpol, Swans, Kurt Vile & The Violators, Fuck Buttons, Eaux, Forest Swords, Samaris, Low Roar, For A Minor Reflection, Sóley og Mammút verið tilkynntar og munu koma fram hátíðardagana 10. – 12. júlí, auk Neil Young & Crazy Horse í Laugardalshöll þann 7. júlí.

Barry Hogan, stofnandi ATP segir:

“Við erum gríðarspennt að geta tilkynnt nokkrar af okkar uppáhalds hljómsveitum sem margar hverjar munu koma fram á Íslandi í fyrsta sinn. Þetta er einungis annað árið okkar, en engu að síður eru þarna ekta ATP hljómsveitir á borð við Mogwai og Shellac auk hljómsveita sem hafa haft mikil áhrif á okkur líkt og Loop og Low. Við elskum Ísland og getum ekki beðið eftir að snúa aftur til að deila þessum frábæru hljómsveitum og einstaka umhverfi með ykkur.”

Þó svo að heildarlisti hljómsveita sé nú tilbúinn eru ýmsar spennandi tilkynningar eftir, til að mynda hverjir munu koma til með að stjórna kvikmyndavali hátíðarinnar í ár auk hvaða veitingar það eru sem verða á boðstólum á Ásbrú í júlí.

Hátíðarmiðar auk gistingar seldust upp snemma og hefur ATP nú bætt við auka gistiplássi á hátíðarsvæðinu til að anna eftirspurn.

Hægt er að fá frekari upplýsingar og nálgast miða hér.

Eistnaflug 2014

Eistnaflug

Dagana 10.-12. júlí næstkomandi verður Eistnaflug sett upp í tíunda sinn. Miðvikudaginn 9. júlí verða tvennir upphitunartónleikar í Egilsbúð, annars vegar tónleikar fyrir alla aldurshópa sem byrja kl. 19:00 og standa til 22:00 og hins vegar tónleikar fyrir fullorðna sem hefjast kl. 23:00. Hljómsveitirnar Brain Police, Severed og Skálmöld koma fram á fyrri tónleikunum en hljómsveitin Sólstafir kemur fram á þeim síðari þar sem þeir spila m.a. frumflutt efni af nýrri plötu sem kemur út síðla sumars.

Mikil áhersla er lögð á fjölbreytta og góða dagskrá á Eistnaflugi. Þar verður ekkert lát á í ár, erlendu gestir okkar verða:

 • Goðsagnakennda hljómsveitin At The Gates, sem út af fyrir sig eru næg ástæða til þess að legga á sig langt ferðalag austur á firði. Árið í ár virðist svo sannarlega vera þeirra eftir tilkynningu um nýja plötu á haustmánuðum.
 • Bandaríska Thrash-hljómsveitin Havok sem er á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn
 • Svissneska sludge-skrímslið Zatokrev sem á eftir að valta yfir áhorfendur
 • Hollenska dauðarokksbandið The Monolith Deathcult sem heimsækja Eistnaflug í annað sinn

Hátíðin hefur þó alltaf lagt mesta áherslu á að bjóða upp á það besta og ferskasta í innlendri tónlist, innlendir gestir okkar í ár verða:

Agent Fresco, AMFJ, Angist , Azoic, Beneath, Benny Crespo’s Gang, Brain Police, Carpe Noctem, Darknote, Dimma, DJ Töfri, Endless Dark, Gone Postal, Grísalappalísa, HAM, Hindurvættir, Innvortis, In The Company Of Men, Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, Kontinuum, Kælan Mikla, Malignant Mist, Mammút, Maus, Momentum, Morð, Nevolution, ONI, Ophidian I, Pink Street Boys, Retro Stefson, Reykjavíkurdætur, Rotþróin, Saktmóðigur, Severed, Sign, Skálmöld, Skelkur í Bringu, Skepna, Sólstafir, Strigaskór nr.42, The Vintage Caravan og Unun.

Á hátíðinni verður boðið uppá pallborðsumræður fyrir hljómsveitir og áhugasaman gesti. Hópurinn sem stýrir umræðunum samanstendur af tveimur blaðamönnum og tveimur starfsmönnum plötufyrirtækjum. Einnig verður boðið uppá tengslamyndunar fund fyrir hljómsveitirnar og erlenda gesti.

Tónleika dagskráin í Egilsbúð er tilbúin og er hægt að nálgast hana á eistnaflug.is

Miðasalan er í fullum gangi á midi.is

Lay Low – Tónleikar, nýtt myndband og smáskífa

Lay Low fagnar nýrri smáskífu og myndbandi með tónleikum á Café Rósenberg laugardaginn 3. maí nk. Lay Low sendi nýverið frá sér plötuna Talking About the Weather á Íslandi. Nú gefur hún út lagið “Our Conversation” alþjóðlega ásamt nýju myndbandi sem er unnið í Berlín með Rut Sigurðardóttur og Dalia Catel. Myndbandið má sjá hér að ofan.

Lay Low heldur til Bretlands eftir þessa tónleika þar sem henni hefur verið boðið að koma fram á DayTrotter.com sem er vinsæl vefsíða með tónleikatökum af listmönnum.
Lay Low leikur síðan á tvennum tónleikum í London auk þess að koma fram á tvennum tónleikum á Great Escape hátíðinni í Brighton. Útgáfa smáskífunnar er liður í að undirbúa alþjóðlega útgáfu á Talking About the Weather í haust og kemur út 1 maí.

Tónleikarnir á laugardaginn hefjast klukkan 21.30 og munu þau spila eldra efni í bland við það nýja.

Miðar fást á www.midi.is og kosta 1900 krónur

Angist leggur land undir fót

Angist

Dauðarokkssveitin Angist er að leggja land undir fót þessa helgi en sveitin mun koma fram á SWR Barroselas metalhátíðinni í Portúgal ásamt þungavigtarnöfnum eins og Gorguts, Misery Index, Grave Miasma, b, Discharge og fleirum. Angist er önnur íslenska hljómsveitin sem fer á þessa hátíð en Beneath komu þar fram á síðasta ári.

Þröngskífa sveitarinnar, Circle of Suffering, kemur út á vínyl hjá Hollenska plötufyrirtækinu Hammerheart Records 2. júní. Hammerheart Records er þekkt fyrirtæki sem hefur gefið vínyl frá sveitum á borð við The Monolith Deathcult, b, Cryptopsy og mörg fleiri stór nöfn svo það er mikill heiður fyrir sveitina að gefa út hjá þessu fyrirtæki.

Angist er einnig að leggja lokahönd á plötuna sína sem mun koma út síðsumars og að sjálfsögðu spila á árshátíð þungarokkara, Eistnaflugi.

Er einhver HEIMA í Hafnarfirði?

Heima

Menningar- og listafjelag Hafnarfjarðar heldur tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði að kvöldi síðasta vetrardags, 23.apríl 2014.

Hugmyndin að tónlistarhátíðinni Heima kemur frá Færeyjum, en Færeyingar segjast reyndar hafa fengið hugmyndina frá Íslendingum. Hún byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum munu halda stutta tónleika í 13 heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir (bæjarbúar og aðrir) rölta á milli húsa og hlusta og njóta. Hvert tónlistaratrði kemur fram tvisvar sinum á sitt hvoru heimilinu. Þeir áhugasömustu og spretthörðustu ættu jafnvel að geta náð 4 tónleikum á kvöldinu en dagskráin stendur frá kl. 20:00 – 23:00.

Að tónleikadagskránni lokinni tekur við ball með öllu tilheyrandi á Fjörukránni og í Gaflaraleikhúsinu eitthvað fram á nótt. Í Fjörukránni mun eiga sér stað söguleg stund er Kátir Piltar tjalda öllu til og verða með só kóld “kombakk”. Í Gaflaraleikhúsinu verður opinn míkrafónn fyrir Hall Joensen frá Færeyjum og félaga og öll góð partýljón sem þora og geta.

Eftirtaldir listamenn og hljómsveitir koma fram á Heima:

 • Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson
 • Bjartmar Guðlaugsson
 • Ylja
 • Hallur Joensen (FO)
 • Vök (Sigursveit Músíktilrauna 2013)
 • Mono Town, Elíza Newman og Anna Magga (Kolrassa Krókríðandi)
 • Strigaskór nr. 42
 • Jónas Sigurðsson
 • Fjallabræður
 • DossBaraDjamm (Skólahljómsveit þeirra Davíðs Þórs Jónssonar og Steins Ármanns í Flensborg)
 • Björn Thoroddsen + Jón Rafnsson & Andrea Gylfa
 • Snorri Helgason og Silla

Hver konsert er c.a. 40 mínútur að lengd og allir þeir sem koma fram spila tvisvar um kvöldið og flestir í sitthvoru HEIMA-húsinu.

Meðal þeirra sem hafa ákveðið að bjóða fólki heim til sín á tónleika eru Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi, Karólína Valtýsdóttir flugfreyja og Árni Matthíasson blaðamaður á Morgunblaðinu.

Sérstakur heiðurs-gestur þessarar fyrstu Heima hátíðar sem er liður í Björtum Dögum í Hafnarfirði (23. – 27. apríl) verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum og félagar hans. Hann er skærasta kántrí-stjarna Færeyja og á meðal gesta á nýjustu plötu hans eru Kris Kristofferson, Jóhanna Guðrún, Charley Pride ofl. Hallur hefur átt mikilli velgengni að fagna, hefur selt mikið af plötum, er þekktur víða um heim og hefur ferðast mikið og spilað víða. Með Halli koma landar hans þau Kristina og Beddi.

Miðasala á Heima verður á Súfistanum í Hafnarfirði og hófst hún nú á þriðjudaginn síðastliðinn. Takmarkað magn miða verður í boði eins og gefur að skilja. Verð miða sem einnig gildir á ballið í Fjörukránni/Gaflaraleikhúsinu með Kátum Piltum og Halli er 4500 kr. Verð miða eingöngu á Káta Pilta og opin míkrafón í Fjörukránni/Gaflaraleikhúsinu er 2500 kr.

Rauðisandur Festival blæs til leiks á ný

Rauðisandur Festival

Rauðasandur Festival tilkynnir fyrstu listamenn hátíðarinnar sem fer fram dagana 3.-6.júlí. Hér eru þeir sem staðfest er að koma munu fram í hlöðunni í ár, en fleiri tilkynninga er að vænta á næstu vikum.

 • Sam Amidon (USA)
 • Emilíana Torrini
 • Lay Low
 • Moses Hightower
 • Ylja
 • Amaba Dama
 • Boogie Trouble
 • Vök
 • Soffía Björg
 • My Bubba (DK)
 • Nolo
 • Pascal Pinon
 • Loji
 • Bob Justman
 • Makrel

Auk tónlistardagskrár er sem fyrr boðið upp á ýmislegt annað eins og fjallgöngur með leiðsögn, jóga á sandinum, sandkastalakeppni, galdrastundir með seiðkonu og í ár verður teymi viðarhöggslistamanna með opna vinnustofu á sandinum sem allir mega taka þátt í auk selaskoðunar á sandinum með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna.

Ítarlegri dagskrá verður kynnt síðar en miðasala er hafin á Miði.is

En vorboði hátíðarinnar verður á sínum stað í kvöld, miðvikudagskvöld, með upphitunartónleikum á KEX Hostel kl 19:30, sem jafnframt markar upphaf miðasölu.

Tónleikarnir eru opnir öllum endurgjaldslaust og eru í samstarfi við KEXLAND, Símann og Thule . Nokkrir listamannanna sem munu koma fram í hlöðunni í ár ætla að hleypa þessu ári af stokkunum með aðstandendunum en þau eru:

 • Lay Low
 • Ylja
 • Amaba Dama
 • Soffía Björg

Ný plata væntanleg frá Epic Rain

Epic Rain

Epic Rain hefur nú lokið við nýjustu plötu sveitarinnar sen nefnist Somber Air sem kemur út bæði á vinyl og á geisladisk í lok apríl.
Lucky Records sá um framleiðslu á plötunni í samvinnu við Epic Rain.

Epic Rain er ný komn frá Frakklandi þar sem sveitin spilaði á nokkrum tónleikum og gerðu samning við tónlistarhátíð í Caen er nefnist Les Boréales, eða Festival of the lights.

Hér má sjá myndband frá tónleikum Epic Rain í París á festival Chorus 4.apríl síðastliðinn.

Næst á dagskrá hjá Epic Rain er að spila á nokkrum tónleikum í Berlín í byrjun Maí. Þar koma þeir fram meðal annars á Extreme Chill Showcase Festival sem er í umsjá Pan Thorarensen og spila þeir svo einnig á stórri hátíð er nefnið Xjazz festival þar sem fleiri íslensk bönd koma fram.

Epic Rain er einnig að vinna í því að spila með stóru bandi á Iceland Airwaves hátíðinni í ár sem verður mjög skemmtilegt að sjá.

Somber Air verður gefin út í nokkrum eintökum á hinum alþjóðlega Record Store Day sem verður laugardaginn 19.apríl og mun sveitin spila í plötubúðinni Lucky Records, við Rauðarárstíg, við það tækifæri.

Hér að neðan má sjá nýjasta myndband sveitarinnar við lagið “Nowhere Street” er kom út í lok nóvember og er að finna á væntanlegri plötu þeirra.

Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu nú í morgunsárið fleiri listamenn sem fram koma á hátíðinni í ár. Hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves.

Af þeim listamönnum sem bætast við föngulegan hópinn ber helst að nefna The War on Drugs, Caribou og Future Islands, en myndband af flutningi þeirra á laginu “Seasons (Waiting On You)” í þætti David Letterman hefur vakið mikla athygli á netinu undafarið. Það er best að láta umrætt myndband fylgja með og ylja sér við tilhugsunina að fá að sjá þessa snillinga stíga á stokk í vetur.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:

 • The War on Drugs (US)
  Sveitin sú mun loka hátíðinni ásamt Flaming Lips sunnudaginn 9. nóvember.
 • Caribou (CA)
 • Future Islands (US)
 • Oyama
 • Farao (NO)
 • Kaleo
 • Zhala (SE)
 • Spray Paint (US)
 • Rökkurró
 • Emilie Nicolas (NO)
 • Endless Dark
 • Kippi Kaninus
 • King Gizzard & The Lizard Wizard (AU)
 • Brain Police
 • Beneath
 • Þórir Georg
 • Fufanu
 • Epic Rain
 • Skurken
 • AMFJ
 • Kontinuum
 • Ophidian I
 • Var
 • Atónal Blús
 • Mafama
 • Vio
 • Lucy in Blue
 • Conflictions

Hljómsveitin Elín Helena gefur út breiðskífu

Elinhelena PromoPönkararnir í  hljómsveitinni Elín Helena gefa út breiðskífuna Til þeirra er málið varðar í dag. Um er að ræða hressandi rokktónlist með ögrandi textum á íslensku þar sem tekin eru fyrir hvers konar mein úr öllum hliðum samfélagsins – stjórnmál, fordóma, nöldur, utangarðslífsstílar, lífsgæði, ást, skortur á ást, svo fátt eitt sé nefnt. Plötunni er dreift af Records Records og fæst hún í öllum helstu plötubúðum. Platan er aðeins gefin út á vínyl, en geisladiskur fylgir með.

Lögin “Raunsæ rómantík” og “Bilaður rennilás” hafa þegar fengið að hljóma í útvarpi og tónleikahald er framundan, þ.á.m. á Bar 11 næstkomandi föstudagskvöld ásamt hljómsveitinni Muck og á Dillon þann 11. apríl ásamt hljómsveitunum Morgan Kane og Pungsig.

Mono Town með tvenna útgáfutónleika

Mono Town. Mynd: Hörður Sveinsson

Hljómsveitin Mono Town heldur tvenna útgáfutónleika á Íslandi í tilefni af frumburði sínum In The Eye Of The Storm. Tónleikarnir munu fara fram í Gamla Bíói í Reykjavík þann 3. Apríl og á Græna Hattinum á Akureyri þann 12. Apríl. Miðasala á báða tónleikana fer fram á Miði.is og hefst hún miðvikudaginn 5. mars kl. 10:00 en einnig verður hægt að fá miða á tónleikana á Græna Hattinum í Eymundsson á Akureyri.

In The Eye of the Storm er frumburður hljómsveitarinnar Mono Town og á augabragði heyrist að hún hefur nostrað við hvert einasta smáatriði á plötunni sem er ákaflega vel samin og útsett. Í grunninn spilar hljómsveitin hljómfagurt og melódískt rokk sem sækir áhrif sín víða. Hljómur plötunnar er fádæma góður og segja má það sama um allan tónlistarflutning sem ekki er framkvæmdur af aukvissum. Radd- og strengjaútsetningar gefa plötunni mjög myndrænan og tignarlegan blæ. Hljómsveitin sá sjálf um upptökur á plötunni í Reykjavík og ferðaðist svo til New York borgar þar sem Grammy vinningshafinn Michael Brauer sá um hljóðblöndun.

Mono Town skipa bræðurnir Börkur Hrafn og Daði Birgissynir ásamt Bjarka Sigurðssyni sem eru allir laga- og textahöfundar sveitarinnar. Þeim til aðstoðar eru meðal annars þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson og Magnús Trygvason Elíassen.

In The Eye Of The Storm er gefin út á vegum Record Records og lendir í verslunum þriðjudaginn 11. Mars á geisladisk og vínyl.

Myndband frá útgáfutónleikum Rúnars Þórissonar

Meðfylgjandi er upptaka frá útgáfutónleikum Rúnars Þórsissonar í Iðnó þann 20. febrúar síðastliðinn. Lagið sem Rúnar flytur hér ásamt dætrum sínum og gangverki Pollapönks heitir “Fugl” og er að finna á nýlegri plötu Rúnars sem nefnist Sérhver Vá.

Þess má að lokum geta að Rúnar, ásamt hljómsveit, mun koma fram á Bar 11 þann 5. apríl næstkomandi.

Neutral Milk Hotel í Hörpu

Neutral Milk Hotel. Photo: Will Westbrook

Bandaríska hljómsveitin Neutral Milk Hotel mun koma fram á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu þann 20. ágúst næstkomandi. Miðasala á tónleikana hefst laugardaginn 5. apríl kl. 12:00 á vefnum www.harpa.is og í afgreiðslu Hörpu. Tilkynnt verður um upphitun þegar nær dregur.

Meðfylgjandi er meistarastykki sveitarinnar frá árinu 1998 sem nefnist In the Aeroplane over the Sea. Leggið plötuna á minnið og sjáumst svo í Hörpu!

Músíktilraunir 2014 hefjast sunnudaginn 30.mars í Hörpu

Músíktilraunir 2014

Sunnudaginn 30.mars hefjast Músíktilraunir 2014, en þar stíga á stokk fyrstu hljómsveitirnar í ár. Skráningin gekk vonum framar og í ár verða 44 tónlistaratriði á dagskránni. Einherjar, rokkarar, raftónlistarmenn, harðkjarnasveitir og blúsarar munu gleðja augu og eyru áhorfenda í ár og óhætt er að lofa frábærri skemmtun í grasrót íslensks tónlistarlífs.

Undankvöldin verða 30.mars – 2.apríl í Norðurljósasal, Hörpu og hefjast kl.19:30 öll kvöldin. Úrslitin fara svo fram á sama stað laugardaginn 5.apríl og hefjast kl.17.

Allar upplýsingar er að finna á www.musiktilraunir.is og þar er líka hægt að hlusta á lög með öllum þátttakendum.

Miðasala er á harpa.is og midi.is.

Meðfylgjandi eru lög allra þeirra sem tóku þátt í fyrra.

Moses Hightower á Gauknum

maxresdefault

Stuðboltarnir pollrólegu í Moses Hightower ætla að skemmta sér og þér og þínum á Gamla Gauknum, þriðjudagskvöldið 25. mars.

Í kjölfar útgáfu plötunnar Búum til börn sumarið 2010 festu þeir sig í sessi sem dugmikla og metnaðarfulla flytjendur, ekki síður en framleiðendur, seigfljótandi og sálarskotinnar tónlistar. Platan fékk afburðagóða dóma og tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins og fyrir textagerð. Lögin “Búum til börn”, “Vandratað”, “Alltígóðulagi” og “Bílalest út úr bænum” gerðu það öll gott í útvarpi.

Hljómsveitin skrifaði undir samning við Record Records snemma árs 2012 og um sumarið kom út Önnur Mósebók. Á henni er notast við svipaða uppskrift og á fyrri plötunni, en útkoman ívið áleitnari og heilsteyptari, þótt farið sé yfir víðan völl, bæði í tónlist og textum. Segja má að platan hafi hitt í mark, því auk hressilegrar sölu og einróma lofs gagnrýnenda var hún valin plata ársins af Fréttablaðinu, komst á Kraumslistann og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lagasmíðar og textagerð. Lögin “Stutt skref”, “Sjáum hvað setur” og “Háa c” voru öll þaulsetin á eða við toppsæti vinsældalista, en hið síðastnefnda var valið lag ársins af The Reykjavík Grapevine.

Á síðasta ári samdi hljómsveitin tónlist við uppsetningu Þjóðleikhússins á Óvitum eftir Guðrúnu Helgadóttur, vann með Agli Ólafssyni í tengslum við afmælistónleika hans í Eldborg, og gaf út remixplötuna Mixtúrur úr Mósebók, en nú vinnur hljómsveitin að sinni þriðju breiðskífu.

Miðar eru seldir á Miði.is