The Cocksucker Band með plötu og tónleika

Póster

The Cocksucker Band stígur loksins aftur á svið eftir nokkurt hlé á Gamla Gauknum þann 27. mars næstkomandi ásamt hljómsveitunum Bob og Strigaskór nr.42. Til að hita upp fyrir tónleikana hefur The Cocksucker Band gefið út stuttskífuna It’s the cocksuckerband á netinu sem hægt er að nálgast án endurgjalds til streymis eða niðurhals hér að neðan:

The Cocksucker Band hefur ekki spilað á tónleikum í Reykjavík síðan 2011, einnig eru þetta fyrstu tónleikar Bob í u.þ.b. eitt og hálft ár og fyrstu tónleikar Strigaskór nr.42 í eina viku. Það er því ljóst að um merkilegann viðburð fyrir rokkunnendur Reykjavíkurborgar er að ræða.

Útgáfutónleikar Just Another Snake Cult

Flyer

Næsta laugardagskvöld mun hljómsveitin Just Another Snake Cult fagna útgáfu á annarri breiðskífu sinni Cupid Makes a Fool of Me sem kom út undir lok síðasta árs.

Platan hefur fengið glimrandi viðtökur en hún hlaut Kraumsverðlaunin og var auk þess á árslistum flestra fjölmiðla. Nú nýverið var hljómsveitin síðan tilnefnd til menningarverðlauna DV og þar er verkefninu og plötunni lýst svo:

Hin hæfileikaríki og fjölhæfi Þórir Bogason hefur á síðustu árum starfrækt hljómsveitina Just Another Snake Cult og sent frá sér ótal plötur og lög. Hans besta plata til þessa kom út í fyrra, hin glimrandi góða Cupid Makes A Fool Of Me, sem hann gerði með Helgu Jónsdóttur. Sækadelískt og tilraunakennt neðanjarðarpopp eru ær og kýr Þóris. Hann hefur bæði næmt eyra fyrir heilabítandi melódíum og súrsætum útsetningum og hljóðhugmyndum og er ávallt óhræddur við að láta vaða þótt slóðirnar séu ótroðnar.

Útgáfutónleikarnir verða haldnir á Kex Hostel og mun hin ótrúlega hæfileikaríka tónlistarkona Mr. Silla (Múm, Snorri Helgason) stíga fyrst á svið.

Húsið opnar kl. 21:00 og tónleikarnir hefjast stundvíslega 21:30.

Diskurinn mun verða til sölu á sérstöku tilboðsverði, 1.500 kr.

Inn á tónleikana kostar 1000 kr. en frítt fyrir þá sem kaupa disk.

Plötuna má heyra í heild sinni hér að neðan

Norræn tónleikatvenna

 

Nordisk posterNordisk 2014 er samnorræn tónleikaferð um Danmörku, Færeyjar og Ísland. Tónleikaferðin kemur til Íslands um miðjan febrúar og heldur tónleika á Græna Hattinum og Harlem Bar frá 19. til 20. febrúar. Hljómsveitarnar koma frá Danmörku, Noregi, Færeyjum og Íslandi og heita Sekuioa (dk), Sea Change (no), Byrta (fo) og Good Moon Deer (is).

19. febrúar 2014
Græni Hatturinn, Akureyri, kl. 20:00
(1.500 kr. Miðasala við hurð)

20. febrúar 2014
Harlem Bar, Akureyri, kl. 21.00
(1.500 kr. Miðasala við hurð)

Rúnar Þórisson með útgáfutónleika

Rúnar Þórisson og hljómsveit

Rúnar Þórisson verður með útgáfutónleika 20. febrúar kl 20.30 í Iðnó en hann sendi frá sér sinn þriðja sólódisk Sérhver vá 15. nóvember s.l. Áður hafa komið út diskarnir Ósögð orð og ekkert meir (2005) og Fall (2010). Hljómsveitina skipa auk hans þeir Arnar Gíslason trommuleikari, Guðni Finnsson bassaleikari, Birkir Rafn Gíslason gítarleikari og Lára og Margrét Rúnarsdætur. Lög og textar eru eftir Rúnar en upptökur og hljóðblöndum á plötunni fóru að miklu leyti fram í Sundlauginni með Birgi Jóni Birgissyni.

Rúnar viðar að sér straumum og stefnum héðan og þaðan og byggir á reynslu sinni af bæði klassískri tónlist og rokki. Eins og lífið gerir sjálft þá geyma lögin á “Sérhver vá” flóru tilfinninga, frá þvi dökka og dimma til hins ljósa og bjarta. Í textunum tvinnast saman hugleiðingar um lífið, náttúruna og ástina og þá vá sem steðjar að hverju þeirra.

Rúnar hefur bæði sem klassískur gítarleikari og rafgítarleikari leikið á tónleikum og tónlistarhátíðum s.s. á Myrkum músíkdögum, Iceland Airwaves og Listahátíð í Reykjavík, Aldrei fór ég suður á Ísafirði, Norrock í Danmörku, Nordischer Klang í Þýskalandi og á tónlistarhátíð Ass. Accademia della Cultura á Suður-Ítalíu.

Auk þess að vinna að sólóverkefnum hefur hann m.a. leikið með hljómsveitinni Grafík, Kammersveit Reykjavíkur og gítardúettinum Duo de mano og fengið viðurkenningar/styrki m.a. starfsstyrk listamanna í Kópavogi árið 2007 og 3ja mánaða starfslaun listamanna frá Menntamálaráðuneytinu 2013.

Miðaverð á tónleikana sem hefjast kl 20.30 í Iðnó er kr 2000. Diskarnir þrír verða þar einnig til sölu á hóflegu verði.

Rúnar Þórisson – Fugl

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Senn líður að Sónar 2014

Sónar Reykjavík 2014

Heimsfræga tónlistar- og nýlistahátíðin Sónar fer fram í annað sinn í Reykjavík dagana 13. til 15. febrúar 2014 í Hörpu. Sónar er alþjóðleg hátíð sem býður upp það ferskasta sem er að gerast í rafrænni tónlist hverju sinni, tengir saman sköpun og tækni ásamt því að vera vettvangur fyrir skapandi fólk til að hittast og þróa saman list sína. Hátiðin getur verið stökkpallur fyrir íslenskt listafólk en líkt og margir muna þá fékk íslenska hljómsveitin Sísí Ey boð um að spila á Sónar í Barcelona eftir flutning sinn á Sónar Reykjavík í fyrra.

Allst munu yfir 60 atriði koma fram á Sónar Reykjavík 2014 og um helmingur þeirra eru íslensk atriði. Meðal þeirra eru Sísí Ey, GusGus, Vök, Sykur, Highlands, Obja Rasta, Moses Hightower og Starwalker nýja verkefni Barða Jóhannssonar og Jean-Benoit Dunckel úr Air. Af stærri erlendum atriðum má nefna Major Lazer, Jon Hopkins, Bonobo og Daphni sem er hliðarverkefni Dan Snaith úr Caribou.

Rjóminn bendir gestum Sónar Reykjavík á að reima á sig dansskónna og opna skilningarvitin. Hátíðin er einstakur vettvangur sem blandar saman skemmtun og tilraunastarfsemi þar sem það nýjasta í framsækinni tónlist og tengdum listum fær að njóta sín. Líkt og í fyrra verður bílakjallari Hörpunnar breytt í sveitt dansgólf.

Enn eru nokkrir miðar í boði á hátíðina. Miðasala fer fram á miði.is

Svartidauði leggur í Evróputúr

Svartidauði

Íslenska dauðarokkssveitin Svartidauði leggur upp í tónleikaferðalag um Evrópu í mars næstkomandi og mun sveitin koma fram í 9 löndum á jafn mörgum dögum. Með í för verða hljómsveitirnar Mgla (POL) og One Tail, One Head (NOR).

Ferðini lýkur svo á tónlistarhátíðini Speyer Grey Mass í Þýskalandi þar sem meðal annars koma fram hljómsveitirnar Archgoat (FIN), Ofermod (SE), Nightbringer (USA) ásamt fleirum.

Undanfarið ár hefur sveitin komið fram víðsvegar um Evrópu, meðal annars á tónleikahátíðunum Nidrosian Black Mass í Belgíu, Prague Death Mass í Tékklandi, Hells Pleasures í Þýskalandi og Black Flames of Blasphemy í Finlandi, auk Iceland Airwaves.

Fyrsta breiðskífa Svartadauða, Flesh Cathedral, fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir. Flesh Cathedral hlaut einróma lof gagnrýnanda og hafnaði í efstu sætum árslista margra erlendra tímarita árið 2012 og seldist platan svo hratt að útgáfendur plötunar höfðu ekki við eftirspurnini og hefur hún nú verið endurpressuð nokkrum sinnum, bæði á geisladisk og vínyl.

Interpol og Portishead á ATP í sumar

ATP Iceland 2014

Skipuleggjendur All Tommorrows Parties tilkynntu í morgun að hljómsveitirnar Portishead og Interpol verða stærstu hljómsveitirnar á hátíðinni á Ásbrú í júlí. Þá munu hljómsveitirnar Mammút, Sóley, Samaris, For a Minor Reflection og Low Roar einnig koma fram.

Ég veit ekki með ykkur en ég myndi redda mér miða sem allra fyrst. Það þarf nú varla að ræða það.

Miðasala er hafin á www.midi.is!

Ghostigital gefur út safnplötu og spilar á Merry Kexmas

Ghostigital

Ghostigital mun spila á “Have a Merry Merry Kexmas” tónleikaröðinni núna á fimmtudagskvöldið. Tónleikaröðin samanstendur af 3-4 stuttum tónleikum í veitingasal Kex Hostel út desember. Þar munu hljómsveitir kynna útgáfur sínar fyrir jólin og leika tónlist fyrir gesti staðarins. Ekkert kostar á tónleikana og hefjast þeir klukkan 20:30 og standa til 21:30.

Ghostigital var með útgáfupartý á Kex um seinustu helgi fyrir safnplötu sína The Antimatter Boutique. Safnplatan samanstendur af einstökum villilömbum sem ekki er að finna á breiðskífum sveitarinnar auk enduhljóðblandanna eftir listamenn eins og GusGus, Captain Fufanu, Gluteus Maximus, Futuregrapher, New York pródúserateymið MRC Riddims ofl.. Smekkleysa gefur plötuna út.

Hallur Ingólfsson – Öræfi

Hallur Ingólfsson

Tónlistarmaðurinn Hallur Ingólfsson sendi nýverið frá sér sólóplötuna Öræfi en á henni má finna níu ósungin (instrumental) lög. Hallur sá sjálfur um upptökur og hljóðblöndun auk þess sem hann leikur á gítar, bassa og trommur en Þorbjörn Sigurðsson sá píanóleik.

Arnar Eggert Thoroddsen hafði þetta að segja um Öræfi:

Öræfi Halls Ingólfssonar er óvenju glæsilegt verk þar sem allir þeir ólíku þættir sem byggt hafa undir listsköpun hans í gegnum tíðina mætast í einum og mjög svo áhrifaríkum skurðpunkti. Stemningin er bæði áleitin og ógnandi en öruggt flæðið bæði fallegt og höfugt. Öræfi er á vissan hátt leikur að andstæðum; rokkarinn er þarna en sömuleiðis tónskáldið sem leggur epísk – en aldrei yfirkeyrð – lóð á vogarskálarnar. Sannkallað þrekvirki.

Útgáfutónleikar verða á Nýja Sviði Borgarleikhússins 11. desember næstkomandi en þar kemur Hallur fram ásamt einvala hljóðfæraleikurum, þeim Halldóri Lárussyni trommuleikara, Herði Inga Stefánssyni bassaleikara og Jóhanni Ingvasyni píanóleikara. Miðasala fer fram í Miði.is

Útgáfutónleikar Tilbury

Tilbury - Northern Comfort

Á fimmtudaginn ætlar Tilbury að fagna útgáfu á annarri breiðskífu sinni, Northern Comfort, með útgáfutónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Daginn eftir fer hljómsveitin norður í land til að halda aðra útgáfutónleika fyrir Norðlendinga á Græna hattinum á Akureyri.

Northern Comfort er sjálfstætt framhald plötunnar Exorcise sem kom út í fyrra. Titillag plötunnar hefur fengið talsverða spilun á öldum ljósvakans og leggur línuna fyrir plötuna. Northern Comfort inniheldur tíu lög sem fjalla meira og minna um veður og rómantík. Eða öllu heldur veðurbarða rómantík. Hljóðheimurinn er ýmist kaldur og stormasamur, eða hlýr og lygn. Þarna má finna angurværar ballöður, rokk og ról og meira að segja smá diskó. Þetta er svo allt saman bundið saman af einkennilegum hljóðheim sem gefur verkinu heildarmynd.

Sveitin er leidd áfram af Þormóði Dagssyni (Skakkamanage, Jeff Who?, Hudson Wayne) en ásamt honum eru í sveitinni Kristinn Evertsson (Valdimar), Guðmundur Óskar Guðmundsson (Hjaltalín), Örn Eldjárn (Brother Grass, Borko) og Magnús Trygvason Eliassen (Moses Hightower, amiina).

Snorri Helgason og hljómsveit hans stíga fyrst á svið í Kaldalóni, en Snorri gaf nýverið út sína þriðju plötu sem ber heitið Autumn Skies.

Tónleikarnir í Kaldalóni eru sem fyrr segir á fimmtudaginn, 28. nóvember. Húsið opnar 20:00 og er miðaverð er 2500.

Emilíana Torrini í Eldborg

Emiliana Torrini

Emilíana Torrini gaf út sína fjórðu plötu Tookah í september síðastliðinn. Hún kemur í kjölfarið á hinni gríðarvinsælu Me and Armini sem náði virkilega góðum árangri í Evrópu og þá sérstaklega smellurinn “Jungle Drum” sem tók sér meðal annars stöðu á toppnum í Þýskalandi í heilar 9 vikur.

Emilíana ætlar að sjálfsögðu að halda tónleika á Íslandi ásamt hljómsveit sinni í kjölfar Tookah og mun hún skella í tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu föstudagskveldið 6. desember n.k. eftir viðreist í Evrópu.

Almenn miðasala á báða tónleika Emilíönu í Eldborg er hafin á Harpa.is, midi.is og í síma: 528 5050 (miðasala Hörpu).

Pönk og ska frá Bretalandi á Gauknum – The Activators og Kill Pretty

acti

Laugardaginn 26. október blása ensku hljómsveitirnar The Activators og Kill Pretty til tónleika á Gamla Gauknum við Tryggvagötu. Íslensku sveitirnar Caterpillarmen, Fivebellies og Dýrðin koma einnig fram.

The Activators er tíu manna sveit sem spilar einslags bræðing af ska,  reggae, pönki og þjóðlagatónlist. Textar sveitarinnar eru pólitískir og  tekið er á hinum ýmsu samtímamálum. Tónleikar Activators eru ávallt  bráðskemmtilegir, afar fjörugir og alltaf má reikna með einhverju óvæntu og spennandi.

Kill Pretty hefur vakið töluverða athygli í Manchester senunni að  undanförnu. Sveitin spilar hrátt pönkað rokk og er óhætt að segja að  tónleikar hennar séu einstök upplifun. Kill Pretty hefur nýlokið vinnu  við næstu plötu sína sem kemur út snemma árs 2014.

Caterpillarmen er tónlistaráhugamönnum að góðu kunn. Sveitin vinnur að útgáfu nýs  efnis og reikna má með að tónleikagestir fái að heyra eitthvað af því.  Fivebellies spila ábreiður, mestmegnis frá pönktímabilinu en annað fær  stundum að fljóta með. Dýrðin leikur svo dísætt nördapopp eins og þeim er einum lagið.

Það er Lesbian Lighthouse samsteypan sem stendur fyrir komu ensku sveitanna, rétt eins og þegar  The Activators komu hingað til tónleikahalds fyrir tveimur árum. Helsta  markmið samsteypunnar er að berjast gegn meginstraumum og bjóða  tónlistaráhugafólki upp á eitthvað dásamlegt og öðruvísi af jaðrinum.  Vonast er til að hægt verði að halda fleiri skemmtilega viðburði áður en langt um líður.

Tónleikarnir á Gauknum hefjast upp úr kl. 22 og standa fram eftir nóttu. Aðgangseyrir er kr. 1500.

kill

Bleached til Íslands

Bleached

Hljómsveitin Bleached mun halda tónleika á Harlem Bar þann 17. október næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og upphitun er á höndum íslensku harðkjarnasveitarinnar Muck. Miðasala er hafin á www.midi.is og í verslunum Brim, Laugavegi og Kringlunni.

Bleached er ein heitasta jaðarsveit Los Angeles í dag og er skipuð systrunum Jennifer og Jessie Clavin. Hljómsveitin spilar hrátt og hátt rokk og ról. Hljómsveitin gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, en hún nefnist Ride Your Heart. Platan hefur fengið góða meðal annars 4/5 í breska tónlistarritinu Mojo. Tónleikar þeirra eru þeir fyrstu í langri tónleikaferð þeirra um alla Evrópu.

FALK safnar fyrir tónleikaferð á Karolina Fund

FALK

Óhljóða og jaðarlista félagskapurinn FALK (Fuck Art Let’s Kill) hefur á Karolina Fund hafið söfnun til að fjármagna 10 daga á tónleikaferð um Belgíu, Holland og Þýskaland.

FALK samanstendur af AUXPAN, OBERDADA von BRÛTAL, AMFJ og KRAKKKBOT, sem allir eru að gefa út nýja tónlist mánaðarlega frá og með október en tveir síðast nefndu fara í tónleikaferð, dagana 10. – 20. október til að kynna téðar útgáfur sem og félagsskapinn. Með í för verður sjónmyndasmiðurinn FIZK sem sér um að galdra fram myndræna framsetningu tónleikanna.

Tónleikaferðin hefur hlotið yfirskriftina FALK ÜBER EVROPA TOUR 2013 og liggur um N-þýskaland til Berlínar og þaðan til Hollands og niður til Belgíu. Eins og fyrr segir mun söfnunin fara fram á lýðsöfnunarsíðunni Karolina Fund og mun peningur sem safnast verða notaður til að standa undir kostnaði fyrir lestarferðum, gistingu og næringu á ferðinni.

Þessi fyrsta tónleikaferð FALK á erlendri grundu hefur í raun tvennan tilgang; bæði ætlum við að kynna okkur fyrir tónlistarunnendum þessara landa en á sama tíma starta tímabili af massívri útgáfuröð frá félagsskapnum sem verður rækilega kynnt á túrnum.

AMFJ leikur tilraunakennda óhljóða og industrial tónlist. Hann hefur verið að síðan 2008 þegar Aðalsteinn Jörundsson hóf að koma fram undir þessu nafni. Hann hefur gefið út nokkrar plötur, sú síðasta var BÆN sem kom út árið 2011.

KRAKKKBOT spilar einnig tilraunakennda raftónlist en blandar saman ólíkum pólum eins og hip hop og þungarokki inn í hljóð frá heimasmíðuðum drunboxum og hljóðbitar.

þann 26. september eru fjáröflunar tónleikar á Gauk á Stöng. Þóranna aka Trouble og Harry Knuckles, bæði snillingar á sviðinu, hita upp fyrir KRAKKKBOT og AMFJ. Tónleikar hefjast klukkan 21:00 1000 krónur inn

Allir sem leggja til aðstoð við verkefnið fá svo lítinn glaðning fyrir ómakið, eins og til dæmis áritað eintak af vinyl plötu eða jafnvel noise tónleika í heimahúsi.

Mark Lanegan heldur tónleika í Fríkirkjunni

Mark Lanegan

Mark Lanegan kemur fram í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 30.nóvember nk. Tónleikar söngvarans eru þeir síðustu í röðinni á svokölluðum „European Acoustic Tour“ en Lanegan flýgur hingað til lands frá Bretlandi og hyggst eyða nokkrum dögum hér á landi ásamt föruneyti.

Sérstakir gestir á tónleikunum verða þeir Duke Garwood og Lyenn en Lanegan gaf nýverið út breiðskífu með þeim fyrrnefnda. Mark Lanegan ætti að vera víðum hópi kunnur en söngvarinn stefnir að
útgáfu plötu sinnar, Imitations síðar í þessum mánuði þar sem hann breiðir yfir marga af sínum uppáhalds tónlistarmönnum.

Miðasala á tónleikana hefst á morgun á Miði.is og í verslunum Brim og verður fjöldi miða takmarkaður.

Tónleikar Grúsku Babúsku og vina á morgun á heimili Hrafns Gunnlaugssonar

Grúska Babúska

Grúska Babúska, ásamt Cheek Mountain Thief, Caterpillarmen, Low Roar og DJ Flugvél og Geimskip, heldur tónleika í húsi Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndagerðarmanns, á Laugarnestanga 65, á morgun, laugardaginn 31. ágúst.

Tónleikarnir eru haldnir til að efna loforð “pledge” Grúsku Babúsku, frá því hljómsveitin var að safna fyrir útgáfu babúsku-usb plötunnar sinnar í vor á hópsöfnunarsíðunni Karolinafund.com. Plata Grúsku Babúska var gefin út í apríl síðast liðinn, rafrænt af Synthadelia Records hér á landi, en á babúsku-usb-kubbi af breska útgefandanum Static Carava. Usb-platan hefur fengið góðar viðtökur erlendis, og fór hljómsveitin í tónleikaferð til Bretlands síðast liðið vor til að fylgja plötunni eftir þar.

Þó nokkrir keyptu miða á tónleikana og bíða nú spenntir eftir því að hljómsveitin efni loforðið og það ætlar hún svo sannarlega að gera, og með miklum stæl í þessu sérkennilega og skemmtilega fantasíuheimi hans Hrafns.

Viðburðurinn hefst kl. 17.00 og stendur fram eftir kvöldi. Grillaðar verða pulsur á staðnum og drykkjarveigar verða í boði á sanngjörnu verði fyrir þyrsta. Kveikt verður í brennu um 8 leytið sem mun loga fram yfir sólsetur.

Endilega fylgist með frekari tímasetningu og uppröðun hljómsveita á facebook síðu Grúsku Babúsku. Miðaverð verður 1000 kr og verður posi á staðnum. Frítt er inn fyrir 12 ára og yngri.

Esben & the Witch með tónleika á Harlem Bar á laugardaginn

Esben & the Witch

Enska rokksveitin Esben & the Witch mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Harlem næstkomandi laugardag 31. ágúst kl. 22:00. Um upphitun sjá Good Moon Deer og Stroff. Miðasala fer fram á miða.is og í verslunum Brim. Miðar munu einnig fást við hurðina.

Esben & the Witch koma frá Brighton í Englandi og eru á mála hjá hinu frábæra plötufyrirtæki Matador Records, sem meðal annars gefa út plötur hljómsveita á borð við Queens of the Stone Age og Yo La Tengo. Sveitin hefur gefið út tvær breiðskífur og sú seinni, Wash the Sins Not Only the Face, kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir.

Cult of Luna spila á Gamla Gaunum

Cult of Luna. Photographer Anna Ledin

Sænska postmetalsveitin Cult of Luna er á leið til landsins. Mun hún spila á Gamla Gauknum laugardaginn 21. sept. ásamt Roadburnförunum í Momentum, Wackenhetjunum Gone Postal og dauðarokksskvísunum í Angist.

Cult of Luna var stofnuð í þungarokksmekkanu Umea árið 1998 og hefur hróður hennar vaxið mikið undanfarið en sveitin er oft nefnd í sömu andrá og Neurosis og Isis og hefur nýjasta afurð þeirra Vertikal hlotið lofsamlega gagnrýni víðast hvar.

Húsið opnar kl 10:00 og kostar miðinn 2500 í forsölu.