Rjóminn gerir upp tónlistarárið 2015

Ég verð að vera hreinskilinn með að ekki fannst mér þetta tónlistarár sérlega merkilegt, hvort sem litið er til útgáfu hér heima eða erlendis. Þessu eru eflaust margir ósammála og tek ég hverskonar umræðu málefnalegri fagnandi, langi einhverjum þá á annað borð að sýna gömlum indíhundi eins og mér að ég hafi rangt fyrir mér. Tónlistarsmekkur fólks, sérstaklega þess sem reglulega treður marvaðann í stríðum tónlistarstraumum og stefnum, er einstaklega persónulegur og því oft erfitt að ræða hann án þess að tilfinningar ráði ferðinni. Ég er líka tilfinningavera mikil og á að til með að missa mig aðeins þegar tónlist og tónlistarumræða er annars vegar. Eins og ég er kannski að gera hér.

En hvað um það.

Ég leita mikið eftir tilfinningum í tónlist og þær kann oft að vanta þó ástríðan sé vissulega fyrir hendi. Í ár fannst mér skorta tilfinningar í tónlist, svona almennt séð. Það er eins og of margir tónlistarmenn séu að reyna að vera eitthvað annað en þeir eru, reyna að fanga einhverja ímynd sem hæfir þeim ekki, reyna að líkjast einhverjum öðrum eða þá að forðast samlíkingu við aðra. Á endanum fer þetta allt að renna saman í eitt og hljóma eins og eitthvað miðmoð, einhverskonar tónlistarleg málamyndun, sem fólk er hvorki með eða á móti. Lög taka að hljóma eins og eitthvað, kannski – kannski ekki, óttalega kunnugleg en samt ekki. Hreyfa samt ekkert sérstaklega við fólki en því finnst það samt allt í lagi þó þau ögri kannski ekki tónlistarvitun þess. Fínt að hafa þetta í eyrunum á meðan fólk er að gera eitthvað annað.

Í ár sakna ég í tónlist meiri frumleika, meiri dirfsku, meiri krafts og jafnvel smá greddu. Það er líka tilfinnanlegur skortur á ríkari laglínum. Það er eins og það sé einhver hræðsla í gangi við að semja grípandi laglínur í dag, eins og tónlistarmenn verði stimplaðir einhverskonar “sellout” ef þeir skyldu nú slysast til að búa til lag sem fólki langar til að syngja með.

Kannski er ég líka bara orðinn of gamall til að skilja hvað er í gangi. Hver veit?

En hvað um það, hér eru bestu plötur ársins að mínu mati:

5 bestu íslensku plöturnar

 Svavar Knútur - Brot

1. Brot – Svavar Knútur

Svavar sleppir hér aðeins af sér beislinu og keyrir upp tempóið en þó án þess að það sé á kostnað einlægninnar og tilfinningaseminnar sem einkennt hefur tónlist hans. Lögin sveifla manni til og frá í tónlistarlegum ólgusjó sem hæfir yrkisefnum Svavars fullkomlega. Glæsileg og einstaklega vel unnin plata sem á fyrsta sætið fullkomlega skilið.

2. The Truth, the Love, the Life – Markús & The Diversion Sessions
3. Snapshots – Tonik Ensemble
4. Few More Days to Go – Fufanu
5. Ólundardýr – Rúnar Þórisson

5 bestu erlendu plöturnar

Champs - Vamala

1. Vamala – Champs

Ég fer ekkert leynt með aðdáun mín á þeim Champion bræðrum sem skipa dúóið Champs. Fyrir mér hefur ljúfsár popptónlist sjaldan hljómað eins vel og hjá þeim. Ljúfar harmóníur, grípandi laglínur, beinskeyttar lagasmíðar og brothættur söngur gerir þessa aðra plötu sveitarinnar að bestu erlendu plötunni þetta árið.

2. Carrie & Lowell – Sufjan Stevens
3. Multi-Love – Unknown Mortal Orchestra
4. Paper Mâché Dream Balloon – King Gizzard And The Lizard Wizard
5. Thank You for Stickin’ with Twig – Slim Twig

Bestu lög ársins

Þó mér hafi fundist tónlistarárið frekar lítilfjörlega þá bárust mér nú til eyrna mörg góð lög. Hér að neðan mun ég birta þau allra áheyrilegustu, bæði íslensk og erlend, í engri sérstakri röð, fyrir utan að þau tvö fyrstu sem mér fannst bera af.

Unknown Mortal Orchestra – Multi-Love

Svavar Knútur – Slow Dance

Magnús Leifur – Stormur

José González – Leaf Off / The Cave

Django Django – First Light

Árstíðir – Friðþægingin

Champs – Vamala

BlackRivers – The Ship

Panic is Perfect – Bobby Black

Hjaltalín – We Will Live For Ages

Að sjálfsögðu eru lögin hér að ofan ekki tæmandi listi yfir áheyrilegustu lög ársins að mínu mati. Því til sönnunar færi ég ykkur hér hundrað og tveggja laga samantekt sem undirritaður dundaði sér við að púsla saman á árinu. Njótið vel.

Hverju ætlar Rjóminn svo að hlusta eftir á komandi tónlistarári íslensku?

Rjóminn ætlar að hlusta eftir hjónunum Ívari Páli Jónssyni og Ásdísi Rósu Þórðardóttur sem skipa sveitina Jane Telephonda. Ívar er kannski þekktastur fyrir að hafa samið konseptplötuna Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014.

Einnig verður spennandi að heyra meira frá Magnúsi Leif (áður kenndur við Úlpu) en plata ætti að vera væntanleg frá honum á nýju ári. Einnig verður spennandi að heyra meira frá listamönnum á borð við Soffíu Björg, Unni Söru Eldjárn, Júníus Meyvant, Auður (Auðunn Lúthersson), hljómsveitinni FURA, sem leidd er af söngkonunni og lagahöfundinum Björt Sigfinnsdóttur og hljómsveitinni RIF en heyra má báðar síðastnefndu sveitirnar hér að neðan.

Tónlistarárið 2014 – Ársuppgjör Rjómans

Þá er komið að uppgjörsstund enn og aftur. Eins og Rjómans er vani verður reynt að brjótast út fyrir hið hefðbundna form árslistans og birta frekar einskonar upptalningu á því merkilegasta sem fyrir skilningsvitin bar á árinu. Tónlistarárið 2014 var í alla staði afar gjöfult, hvort sem litið er til innlendrar eða erlendrar tónlistar, og verður hér fjallað um rjómann af því sem á fjörur Rjómans bar. Stiklað verður á stóru og aðeins fjallað um það sem hreif Rjómann mest. Þó má ekki halda að þær plötur og listamenn sem ekki er fjallað um hér að neðan hafi á einhvern hátt fallið í grýttan jarðveg hjá þeim sem hér ritar. Svo er ekki. Hreint ekki. En einhverstaðar verður að draga mörkin og því er ársuppgjörið svona:

Íslenska deildin

Mono Town - In the eye of the storm

Það var margt áheyrilegt íslenskt á árinu en besta íslenska platan var án efa In The Eye of The Storm með Mono Town. Eitthvað sýnist mér sú ágæta plata hafa gleymst í íslenskri uppgjörsumræðu nú og því tilvalið að útnefna hana bestu íslensku plötuna á því herrans ári 2014.

Meðfylgjandi er titillag plötunar en í því kristallist allt það sem gerir In The Eye of The Storm að jafn einstökum tónlistargjörning og hún er. Hér elur alíslenskur metnaður og allt-lagt-í-sölurnar-mennska af sér enn eitt meistaraverkið.

Af öðrum plötum íslenskum sem runnu ljúflega í gegnum tónlistarlegan meltingarveg Rjómans má nefna Sorrí með Prins Póló en á henni er að finna margan hversdagsóðinn hvern öðrum límkenndari. Þó ekki hafi verið ætlunin að gera lista þá er Sorrí klárlega önnur besta plata ársins að mínu mati.

Einstaklingsframtakið Low Roar gerðist alíslensk hljómsveit á árinu og sendi frá sér stórgóða plötu sem reyndar átti að vera titilslaus en hlaut á endanum viðurnefnið 0. Hér er á ferðinni hádramatískt og tilfinningamikið verk sem lætur engan ósnortinn. Rjóminn mælir einnig eindregið með að tónlistarunnendur geri sér ferð og sjái Low Roar á tónleikum sé það í boði. Sveitin er reyndar nýkomin úr tónleikaferðalagi í Norður-Ameríku, þar sem hún hitaði upp fyrir sjálfan gullkálfinn Ásgeir Trausta, en ætti þó að stíga á stokk fljótlega aftur á nýju ári.

Oyama sendu frá sér sína fyrstu breiðskífu og nefndu hana Coolboy. Þar er á ferðinni einstaklega áheyrilegur gripur hlaðinn tilfinningu og tjáningu. Sveitinni tekst að mestu að losa sig við skóglápsstimpilsvertuna og bjóða hlustendum uppá nýjan persónlegri hljóðheim.

Íslenskt pönk vaknaði svo sannarlega til lífsins á árinu og fór fremst í flokki fyrir þeirri enduvakningu hljómsveitin Elín Helena. Sendi hún frá sér hina stórgóðu plötu Til þeirra er málið varðar en á henni er nóg af beittum boðskap til þeirra er málið varðar. Rjóminn var þess heiðurs aðnjótandi að fá að sjá sveitina tvisvar á sviði á árinu og er það upplifun sem auðvelt er að mæla með.

FM Belfast hefur fyrir löngu sannað sig sem ein allra hressasta sveit landsins og festi hún sig vel í sessi sem slík á árinu með útgáfu plötunnar Brighter Days. Þrátt fyrir að vera annálað gleðiband má greina á plötunni ögn alvarlegri tón og heilsteyptari útsetningar en á fyrri plötum og gerir það heildarmyndina sterkari fyrir vikið.

Ragga Gröndal sendi frá sér einstaklega ljóðræna og flotta plötu sem nefnist Svefnljóð og sannar enn og aftur að hún er ein af okkar allra bestu söngkonum. Rjómanum þykir leitt hve lítið hefur farið fyrir umfjöllum um þessa ágætu plötu og mælir hann eindregið með að tónlistarunnendur verði sér út um eintak.

Teitur Magnússon, söngvari og gítarleikari Ojba Rasta, sendi frá sér hina persónulegu og litríku plötu 27. Kannar Teitur þar sækadelískan og exótískan hljóðheim og tekst einkar vel upp. Meðfylgjandi er lagið “Nenni” og gefur það ágætis mynd af því sem hlustendur eiga von á við að hlýða á þessa fyrirtaks plötu.

Hljómsveitin Valdimar gaf út sína þriðju plötu sem ber titilinn Batnar útsýnið og verður að segjast að á henni batnar heldur betur það sem sveitin gerði þó vel fyrir. Hljóðheimur Valdimars hefur tekið nokkrum breytingum og má glöggt heyra ferska rafræna og akústíska strauma sem glæða oft tilfinningaþrungin lög sveitarinnar nýju lífi.

Erlenda deildin

Champs - Down like gold

Allra besta erlenda platan sem varð á vegi Rjómans á árinu var platan Down like gold með bræðrunum Michael and David Champion í dúóinu Champs. Hér er á ferð afar snaggarleg poppplata með ljúfsárum en einstaklega grípandi lögum sem heillaði undirritaðan alveg upp úr skónum. Hafir þú, lesandi góður, ekki kynnt þér þessa plötu mæli ég eindregið með því að þú beinir vafra þínum í átt að næstu tónlistarveitu og leggir vel við hlustir.

Hingað til lands kom maður að nafni Joel Thibodeau, sem allra jafna gengur undir listamannsnafninu Death Vessel, og tók upp plötu með þeim Jónsa og Alex. Afraksturinn er frábær plata, reyndar undir miklum áhrifum frá Jónsa og Alex, þar sem einstök söngrödd Thibodeau fær að njóta sín (aðra eins falsettu hef ég ekki heyrt hjá karlkyns söngvara). Lagasmíðarnar eru grípandi og áreynslulausar og þolir platan vel endurtekna hlustun.

Pólsku dauðarokkararnir í Behemoth, sem heiðra munu landann með nærveru sinni á næstu Eistnaflugshátíð, gáfu út hina mögnuðu plötu The Satanist. Það má auðveldlega halda því fram að Behemoth hafi blásið nýju lífi í tónlistargeira sem árum saman hefur verið í talsverðri lægð og hafið upp í hæstu hæðir að nýju. Dauðarokk er sannarlega ekki allra tebolli en ekki er annað hægt en mæla með þessari plötu fyrir alla alvöru tónlistarunnendur (fyrst mamma mín fór á Skálmaldar tónleika þá getur jú allt gerst).

Úr ösku Pete and the Pirates rís hljómsveitin Teleman og sendi hún frá sér hina látlausu en mjög svo áheyrilegu plötu Breakfast. Líkt og með Champs plötuna, sem ég minntist á hér að ofan, þá er Breakfast full af léttum og hnitmiðuðum lagasmíðum sem margar hverjar grípa mann strax við fyrstu hlustun og sitja svo ómandi fastar í toppstykkingu lengi á eftir.

Hooray for earth er áhugavert band sem Rjóminn hefur haft gætur á lengi. Eftir nokkrar sæmilegar útgáfur kom loksins á árinu plata þar sem sveitin sýnir sitt rétta andlit. Hooray for earth hefur mjög svo sérstakan hljóm sem einkennist af niðurtjúnuðum og þéttum gíturum, synth-um og angurværum laglínum. Blandan er frábær og skylduáheyrn fyrir hinn forvitna popprokkara. Tékkið á plötunni Racy við fyrsta tækifæri.

Ég ætla að enda erlenda yfirferð mína á hinum snarbilaða Kanadabúa Aaron Funk en hann er almennt betur þekktur undir listamannsnafninu Venetian Snares. Aaron þessi hefur verið afar iðinn við plötuútgáfu undanfarin ár og oft undir hinum ýmsu nöfnum. Á árinu gaf hann út plötuna My love is a bulldozer og er hún, eins furðulega og það kann að hljóma, líklega ein af hans aðgengilegri verkum. Venetian Snares er fyrir löngu orðið þekkt nafn í heimi raftónlistar og mætti vel skipa honum sess með listamönnum á borð við Squarepusher og Aphex Twin. Ég játa fúslega að þarf töluverða þolinmæði til að hlusta á svona tónlist en það er vel þess virði að leggja það á sig.

Tónlistarviðburður ársins

ATP Iceland 2014

ATP hátíðin í sumar var að mínu mati lang besti tónlistarviðburður ársins og voru tónleikar Portishead og Interpol hápunktur hátíðarinnar. Það er einhver undarlega afslöppuð og vinaleg stemming sem myndast þarna upp á Ásbrú sem aðrar hátíðir ná einfaldlega ekki að fanga jafn vel. Tómas Young og hans fólk fær fullt hús stiga frá Rjómanum fyrir glæsilega hátíð. Takk fyrir mig.

Í öðru sæti kemur svo Secret Solstice hátíðin sem haldin var í Laugardalnum en þar var allt utanumhald og skipulag eins og best verður á kosið og ekki skemmdi fyrir magnaðir tónleikar Massive Attack.

Ekki má svo gleyma árshatíð tónlistarunnenda, sjálfri Iceland Airwaves hátíðinni. Hún var að venju jafn stórfengleg og áður og á skilið sitt knús frá Rjómanum. Airwaves klikkar aldrei!

Lög ársins

Junius Meyvant

Að þessu sinni mun ég blanda saman erlendum og innlendum lögum og birta í engri sérstakri röð. Njótið.

Júníus Meyvant – Color Decay

Það bíða sjálfsagt allir eftir plötunni hans Júníusar Meyvant og það ekki af ástæðulausu. Því ef eitthvað er að marka þetta eina lag af plötunni sem fengið hefur að hljóma á öldum ljósvakans og í pípum Alnetsins þá eigum við tónlistarunnendur von á góðu.

Champs – My Spirit Is Broken

Uppgötvun ársins, plata ársins og viðlag ársins. Jú og rödd árins. Það er eitthvað við þessa brothættu og mjóróma rödd sem heillar.

Kishi Bashi – Carry on phenomenon

Hressilegur og upplífgandi geimrokksóður með óvenjulega svölum disco fíling. Á köflum er 70s sándið fangað fullkomlega.

Mono Town – Can deny

Það er oft þannig að fyrstu lögin sem maður heyrir af plötum eru þau sem sitja fastast og svo er sannarlega raunin með þennan sækadelíska og sinematíska ópus frá frændunum í Mono Town.

Teleman – Cristina

Róleg uppbyggingin, risið og grípandi viðlagið heilluðu við fyrstu hlustun…og gerir enn.

FM Belfast – We Are Faster Than You

Eitt allra besta íslenska stuðlag sem ég hef heyrt í lengri tíma. Og þetta bít! Maður getur ekki annað en bömpað náungan og brosað út í bæði þegar þetta lag tekur að hljóma.

Alt-J – Every other freckle

Bara ef platan hefði öll verið jafn fjölbreytt og skemmtileg og þetta lag þá hefði hún sjálfsagt endað ofar á uppgjörslistum spekúlantanna en raun ber vitni.

Passenger Peru – Heavy Drugs

Fríið, peningarnir og eiturlyfin búin. Alger bömmer. En samt er einhver hálf lúðaleg og heillandi gleði enn við völd.

Death Vessel – Ilsa Drown

Um leið og Jónsi lætur í sér heyra breytist lagið í hálfgert Sigur Rósar lag. En það er einmitt einhvern veginn svo heillandi alltaf finnst mér.

Ed Harcourt – We All Went Down With the Ship

Drífandi og taktfast lag með flottu viðlagi. Það þarf nú oft ekki meira til.

Painted Palms – Here It Comes

Draumkennt og létt-sækadelískt popplag sem hrífur mann með við fyrstu hlustun.

The Hidden Cameras – Doom

The Hidden Cameras er afar vanmetin hljómsveit að mínu mati. Meðfylgjandi lag er finna á plötu sveitarinnar sem kom út á árinu og nefnist Age. Rjóminn mælir með!

Nýtt lag frá Unu Stef

Lagasmiðurinn, söngkonan og tónlistamaðurinn Una Stef hefur gefið út lagið “I´ll be there” sem var tekið upp í Stúdíó Paradís í Reykjavík. Lagið er önnur smáskífa af breiðskífu Unu Stef sem er væntanleg í maí. Áður hefur hún sent frá sér lagið “Breathe”.

Rjóminn hlakkar til að heyra meira efni frá þessari hæfileikaríku stúlku.

Áhugasamir geta fundið Unu Stef á Facebook og Youtube reikningi hennar.

Árslistar Rjómans 2013

Tilbury - Northern Comfort

Jæja, það mátti ekki tæpara standa að birta árslista Rjómans fyrir tónlistarárið 2013. Segjast verður eins og er að oft hefur tíðin verið betri og var árið rétt yfir meðallagi. Engin ein plata eða flytjandi stóð sérstaklega uppúr á árinu en mörg góð lög og ágætis plötur komu þó út eins og sjá má á listunum hér að neðan. Til einföldunar valdi ég einungis fimm bestu innlendu og erlendu plöturnar og urðu niðurstöðurnar þessar:

Bestu íslensku plöturnar

1. Tilbury – Northern Comfort

Heilsteyptasta og áheyrilegasta plata ársins. Nánast fullkomið heildarverk.

2. Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me

Gallsúrt og frumlegt eyrnakonfekt fyrir lengra komna. Hér eru öllu tjaldað til og allir lúðrar þeyttir. Stórskemmtileg plata í alla staði með nokkrum afar grípandi lögum.

3. Íkorni – Íkorni

Tilfinningaþrungin, áleitin og innileg plata með kunnuglegum og vinalegum hljóðheim.

4. Sin Fang – Flowers

Aðgengilegasta plata Sing Fang til þessa. Án efa ein besta poppplata ársins.

5. Jóhann Kristinsson – Headphones

Headphones þarfnast nokkurar yfirlegu áður en galdrar hennar koma í ljós. En þegar það gerist er erfitt að hætta að hlusta.

 Vampire Weekend - Modern Vampires of the City

Bestu erlendu plöturnar

1. Vampire Weekend – Modern Vampires of the City

Helgarvampírurnar halda áfram að heilla með sínu klassíkskotna menntapoppi. Í þetta skiptið er þó aðeins meiri kraftur í lögunum og á köflum nokkuð dimm og myrk stemming sem er fullkomnuð með auknum raftónlistaráhrifum.

2. Foxygen – We Are The 21st Century Ambassadors of Peace and Magic

Sækadelikan átti gott “comeback” í ár og voru Foxygen þar frestir í flokki. Þó sveitin hafi náð að fanga hljóðheim og stemmingu fornfrægra sýrusveita fullkomlega, sem er í sjálfu sér ekkert nýtt, þá eru það léttar og heillandi lagasmíðarnar sem gera þessa þriðju plötu Foxygen jafn góða og raun ber vitni.

3. La Femme – Psycho Tropical Berlin

La Femme bjóða hér uppá frábæra samsuðu af Air, Kraftwerk, Velvet Underground, Yé Yé- og surftónlist, sækadeliku, nýbylgju og pönki. Að gera bragðgóðan graut úr jafn mörgum hráefnum er afrek útaf fyrir sig.

4. Deafheaven – Sunbather

Einstaklega áhugaverð post-rock, black metal og shoegaze fyrir lengra komna. Platan hefur verið vel hæpuð af öllum helstu tónlistarmiðlum og á það svo sannarlega skilið.

5. Woodkid – The Golden Age

Sjálfsævisöguleg fyrsta breiðskífa franska listamannsins Yoann Lemoine nær fimmst sætinu á þessum lista. Hér er á ferð afar dramtískt og tilraunakennt neo-folk með áhugaverðum vísunum í klassíska tónlist. Mjög áheyrilegt.

Bestu lög ársins

Sem fyrr vel ég bestu lög ársins en að þessu sinni vel ég aðeins tíu bestu innlendu og erlendu lögin í einum og sama listanum. Eins og mín er von og vísa eru lögin á listanum nokkuð langt frá því að vera þau sömu og finna má á listum annarsstaðar og er það vel.

1. Vampire Weekend – Step

2. San Fermin – Sonsick

3. Teleman – Cristina

4. Foxygen – San Francisco

5. Tilbury – Northern Comfort

6. John Grant – GMF

7. Oyama – Everything some of the time

8. Unknown Mortal Orchestra- Swim & Sleep (Like a Shark)

9. Foxygen – Shuggie

10. Irontom – Mind my halo

Rjóminn á ATP Iceland

Nick Cave

Rjóminn var einstaklega sáttur við ATP hátíðina sem fór fram á Ásbrú nú um helgina. Það var alveg með eindæmum góðmennt, þó maður hefði viljað sjá aðeins fleiri á svæðinu, og var stemmingin afar afslöppuð og ljúf. Maður þurfti varla að snúa sér í nema hálfhring til að sjá kunnuglegt andlit eða góðan kunningja.

Tónlistin var heilt yfir mjög góð þó auðvitað hefðu ekki öll atriðin höfðað jafn vel til manns. Hápunktarnir voru Monotown, Botnleðgja, The Fall, Ghostdigital og auðvitað eðaltöffarinn Nick Cave sem skilaði mögnuðu giggi þrátt fyrir að hafa tekið óvænta flugferð af sviðinu. Önnur tónlistaratriði voru ágæt. HAM virtust þó renna í gegnum sitt prógram bara af gömlum vana og SQÜRL, bandið hans Jim Jarmusch, var eiginlega ekki að gera neitt sem er þess virði að tala um. Extra rokkstig fara svo til Hjaltalín fyrir að leggja á annað borð í að fara upp á svið á eftir Nick Cave. Ég get vel skilið að meðlimir sveitarinnar hafi ekki verið sérstaklega áhugasamir að fylgja á eftir honum en þau skiluðu sínu og fá plús í kladdann fyrir það.

Ég vona innilega að ATP hátíðin nái að festa sig í sessi hér á landi og verði haldin aftur fljótlega. Gamla Kana-svæðið hentar einstaklega vel fyrir viðburð sem þennan og mætti hæglega slá upp viðameiri hátíð næst þar sem svæðið er gjörsamlega vannýtt eins og er.

Tómas Young og hans fólk á hrós skilið fyrir frábæra hátíð þar sem faglega var að öllu staðið. Áfram ATP!

Shearwater

Eitt af áhugaverðari atriðum sem undirritaður ætlar sér að sjá á komandi Airwaves hátíð er Texas-sveitin Shearwater sem stofnuð var 1999 af nokkrum meðlimum Okkervil River. Sveitin hefur gefið út einar átta plötur og kom sú nýjasta, Animal Joy, út í byrjun þessa árs.

Shearwater flytur örlítið tilraunakennda en afar fágaða og oft ljúfa tónlist. Það mætti nota skilgreininguna “fólk-rokk með keim af kántrí” til að lýsa tónlist sveitarinnar en hún er, að mér finnst, talsvert dýpri og persónlegri en það.

Hér er myndband af Jonathan Meiburg, forsprakka sveitarinnar, að flytja hið stórgóða lag “Castaways” af plötunni The Golden Archipelago sem kom út fyrir um tveimur árum.

Hér eru svo tvö lög með Shearwater svona til að gefa ykkur smá hugmynd um hvernig sveitin hljómar í öllu sínu veldi. Þeir sem vilja kynnst bandinu betur er bent á að verða sér út um þríleikinn sem plöturnar Palo Santo (2006), Rook (2008) og The Golden Archipelago (2010).

Ættu að kíkja Á Airwaves: #2 Kishi Bashi

Eins og kom fram í fyrsta pistlinum í þessari ritröð er fegurðin við að búa í stórborg eins og Chicago er að hér spila nánast allir. Ef einhverjir eru að reyna að meika það í Ameríku er alveg ljóst að þeir munu koma við. Vandinn er þó að framboðið er svo svakalega mikið að maður þarf að fylgjast vel með. Lítil bönd spila eðli málsins samkvæmt oft á litlum stöðum og því þarf maður að vera fljótur til ef maður ætlar að ná að sjá svoleiðis listamenn ef það er eitthvað „buzz“ í gangi. Ég ætla að rembast við að benda á sniðug bönd sem eiga hér leið um og hvetja Airwaves aðstandendur eða aðra tónleikahaldara að grípa þessar gullgæsir og lesendur Rjómans til að tékka á þessari músík.

Ég er sannfærður um að listamaðurinn sem nú er til umfjöllunar væri alveg frábær Airwaves listamaður. Í kringum hann er talsvert “buzz” í Ameríku þrátt fyrir að hann hafi enn ekki náð eyrum almennings svo nokkru nemur. Sem dæmi er hann með færri en 10,000 fylgjendur á Facebook. Til viðbótar hefur hann verið viðloðinn Of Montreal sem er nú Airwaves gestum vel kunn (ef mig misminnir ekki) og þau gætu því sagt honum beint frá snilldinni.

Kishi Bashi er listamannsnafn K Ishibashi sem er frá gröns borginni Seattle í Washington og fæddur árið 1975. Eftir að hafa getið sér gott orð sem fiðluleikari með flottum listamönnum eins og Regina Spektor og Of Montreal (sem hann er nú reyndar orðinn fullgildur meðlimur í) er hann nú að hoppa fram sem sólólistamaður. Músíkin hans er lúppuskotið gleðipopp með fiðlufjöri. Röddin hans er skemmtileg, textarnir flottir og eitthvað sem er miklu skemmtilegra að hlusta á en lýsa.

Hann gaf nýlega út plötuna 151A (sem hann gaf út eftir að hafa safnað $20,000 á Kickstarter). Hinn áhrifamikli þáttur á NPR (National Public Radio) All Songs Considered hefur lofað hann allt þetta ár og völdu tveir af stjórnendum lag Kishi Bashi, “Bright Whites”, besta lag fyrri hluta ársins og að sama skapi völdu hlustendum þáttarins plötu Kishi Bashi #14 á lista yfir bestu plötur fyrri hluta ársins í góðum félagsskap Of Monsters and Men #5 og Sigur Rósar #15.

Hér eru meðfylgjandi tvö lög af plötunni, “Manchester” og “Bright Whites”, og ef það vekur forvitni þá mæli ég með plötunni í heild sem og tónleikunum sem NPR hefur af góðmennsku sinni smellt á netið.

Lokaorðin eru einföld: Airwaves kappar, heyrið í Kishi Bashi því hann verður big time innan tíðar og hann verður gulltryggður success á Airwaves 2012.

Kishi Bashi- Bright Whites

Kishi Bashi – Manchester

Ný íslensk raftónlist : Fyrsti hluti

Ég myndi seint telja mig einhvern sérfræðing um íslenska raftónlist en mín tilfinning er þó sú að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn mikil gróska innan þessarar tónlistarstefnu, og undirflokkum hennar, og einmitt nú.

Hér að neðan, og í komandi færslum, máli mínu til einhvers stuðnings, eru nokkur dæmi um nýlegar útgáfur raftónlistar hér á landi.

Subminimal – Microfluidics
Þann 28. maí síðastliðinn kom út stuttskífan Microfluidics með raftónlistarmanninum Subminimal (Tjörvi Óskarsson) en hún ku vera önnur slíkrar gerðar frá honum. Hér munu vera á ferð frumlegar trommu og bassa æfingar af bestu gerð.

Bistro Boy – Sólheimar
Stuttskífan Sólheimar er fyrsta útgáfa raftónlistarmanninn Bistro Boy (Frosti Jónsson) en hann hefur verið að gera tónlist í mörg ár og er nú loksins að koma fram með sitt fyrsta verk. Möller Records gefa út og er þetta ellefta útgáfa þeirra.

Dusk
Hljómsveitin Dusk er skipuð þeim Bjarka Hallbergssyni og Jakobi Reyni Jakobssyni en nýverið gáfu þeir út örstuttskífuna AndskoDanz hjá útgáfufyrirtækinu Noize. Hér er á ferð kraftmikill tóna-, trommu- og bassagrautur ætlaður til útflutnings (lesist “meik”) og bragðast hann vel.

Viktor Birgiss – Wonderings
Wonderings er frumburður FreeRotation Records, sem er nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki, rekið af Viktori sjálfum og Jónbirni Finnbogasyni. Hér er á ferð dansvænt “djúp hús” með sumaryl og gleði. Það ætti enginn að yfirgefa teitið þitt ef þú básúnar þessu yfir mannskapinn.

Erlent á Airwaves 2012 : Daughter og Django Django

Það ætti ekki að hafa fraið fram hjá neinum að undirbúningur fyrir næstu Airwaves hátíð er fyrir löngu hafinn og þegar búið að tilkynna fyrstu staðfestu atriðin. Allir vita eflaust að Sigur Rós mun vera aðal númerið á hátíðinni og þá mögnuðu sveit þarf nú varla að kynna fyrir neinum. Hinsvegar er búið, eins og áður sagði, að bóka nokkur glæsileg bönd erlendis frá sem fæstir kunna einhver deili á og því ekki úr vegi að heyra og sjá hvað þau hafa upp á að bjóða.

Daughter (UK)
Frá Lundúnarborg kemur Elena Tonra sem gengur undir listamannsnafninu Daughter. Flytur hún ásækna og örlítið tilraunakennda folk-tónlist með ambient post-rokk hljómhjúp einhverskonar. Meðfylgjandi er frumburður Daughter, EP platan His Young Heart.

Django Django (UK)
Líkt og Daughter kemur kvartettinn Django Django frá höfuðstað englands en meðlimir sveitarinnar kynntust í listaskóla í Edinborg fyrir um fjórum árum. Sveitin flytur sækadelískt indie-rokk sem skreytt er með tilvísunum í fjöldan allan af ólíkum tónlistarstefnum. Meðfylgjandi er nýútkomin 7″ frá sveitinni sem nefnist Storm.

Music Alliance Pact : Maí

Þá er komið að maí útgáfu hins alþjóðlega samstarfsverkefnis tónlistarbloggara Music Alliance Pact. Að þessu sinni er það hin efnilega sveit The Lovely Lion sem kemur fram fyrir hönd okkar íslendinga og sem fyrr er hér einnig að finna nýja og ferska tóna frá öllum heimshornum. Hægt er að ná í öll lögin til niðurhals með því að smella hér.

Líkt og áður er allur texti á ensku en það ætti nú ekki að vefjast fyrir lesendum geri ég ráð fyrir.

ARGENTINA: Zonaindie
Prietto Viaja Al Cosmos Con MarianoEy, Esa No Es Forma De Decir Adiós
PVACCM is a psychedelic rock duo (Mariano, drums and vocals; Prietto, guitar and vocals) from Buenos Aires. Their first recordings were kind of lo-fi experiments but in the last couple of years they’ve developed a unique sound with melodies and lyrics that grow on you in a melancholic way. This track is their rendition of Leonard Cohen’s classic tune Hey, That’s No Way To Say Goodbye and features on their last album, a 28-song double record that you can purchase from Bandcamp.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

AUSTRIA: Walzerkönig
Mile Me DeafWild At Heart
Mile Me Deaf is one of the other bands Killed By 9V Batteries’ Wolfgang Möstl plays in. And although side-projects – such an unfair name for a 500+ songs oeuvre – are usually a space for weird shit your band mates didn’t agree to, their first album Eat Skull, and especially the first single Wild At Heart, is surprisingly free of noise and distortion. Instead, it creates the last-day-of-summer-holidays feeling you know from Girls and Beach House.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

BRAZIL: Meio Desligado
Leonardo MarquesLinha Do Trem
Nostalgic melodies are the hallmark of Dia e Noite No Mesmo Céu, the debut album of Leonardo Marques. His songs recall a bucolic scenery, romantic and lonely, as we can hear on Linha Do Trem. Leonardo recorded all instruments on his solo work (except drums) in a homely, intimate setting. His music is likely to appeal to fans of Elliott Smith, Clube Da Esquina and Jon Brion.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

CANADA: Quick Before It Melts
The RestAlways On My Mind
The story of The Rest’s new album, SEESAW, will be one of legend. First, their dear friend and producer Dan Achen passed away suddenly just as they started recording. Then, a month away from finishing the record, a hard-drive glitch deleted everything they’d done so far. It took a black box recovery team six months to retrieve it. Now, more than a year later, it’s here. And it’s stunning. The beautifully hazy Always On My Mind just hints at SEESAW’s orchestral brilliance.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

CHILE: Super 45
Daniel KlauserSimply Swag
If we had to put all our money on one name from the Chilean dance scene, it would definitively be Daniel Klauser. The young producer skillfully brings together elements from 90s house, ghetto-style hip hop and tribal music, and has so far gathered a considerable amount of positive reviews from local and international media. This track open his Simply Swag EP, which you can download for free from Diamante Records.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

CHINA: Wooozy
SnaplineSustaining
Beijing-based trio Snapline just released their second album Phenomena through Maybe Mars Records. Their music puts a contemporary Beijing spin on the sounds and ideas produced by the noise and minimalist musicians of the 70s and 80s, especially focusing on the New York scene of that period. They also explore the dark, industrial music coming out of England during that period, especially from bands such as Joy Division and The Cure.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

COLOMBIA: El Parlante Amarillo
Like Some Cat From JapanJohnny Ramone
Like Some Cat From Japan (LSCFJ) take their name from a line in one of David Bowie’s masterpieces, Ziggy Stardust. This electro group from Bogotá have a dance-punk sound that is perfect for the sweaty throng of a nightclub and dancing from dark until dawn.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

DENMARK: All Scandinavian
SLOWOLFSee U In My Dreams
This summer Andreas Asingh, one third of lauded electro-pop outfit SMALL, will release his debut as SLOWOLF. Not much is known about the project but he says that black metal, hip hop and dream pop will unite, perhaps for the first time, on the album which will also feature a chorus written by a seven-year-old boy and Raekwon of the Wu-Tang Clan. Here’s the excellent first single See U In My Dreams, a Music Alliance Pact exclusive download.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

ENGLAND: The Guardian Music Blog
Sarah YoungAjambo Si
Sarah Young, noted the Guardian’s New Band of the Day writer, is the queen of moombahton, the genre that fuses Dutch house and reggaeton, soca and dancehall. If anyone is going to cross over and “do a Katy B”, as such a manoeuvre is becoming known, it’s this 22-year-old graduate of the Academy of Contemporary Music turned DJ, producer and all-round moom-bassador. Ajambo Si, the opening track on her new EP, features Lioness and Slick Don and is based on a kuduro rhythm, but to the NBotD writer it sounded “like dubstep meets dancehall or Caribbean grime, like Dizzee if he went to St Lucia on holiday and never came back”

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

FINLAND: Glue
All Will Be QuietThe First Day Pt. 2
Post-rock band All Will Be Quiet releases its debut album On The First Day this month. It is a concept record about the collapse and rebirth of society with an optimistic view on the how the future will be for mankind. Equally ambitious is The First Day Pt. 2, a grandiose and cinematic instrumental song that opens the second part of the album.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

FRANCE: Yet You’re Fired
BirkiiHoly War
Birkii brought us the joyful pop song Shade Of Doubt last year on the great Kitsuné Parisien compilation, and then appeared in many mixes and playlists, including Edwin van Cleef’s April mixtape. Now she’s back with Holy War, a catchy synth-pop song from Kitsuné Parisien II that will also be on her debut EP out on June 4, with remixes from Equateur, Pol Rax, Pegase (last month’s MAP artist) and Zemaria.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

GERMANY: Blogpartei
Christian LoefflerEleven (feat. Mohna)
There are many subtle things in Christian Loeffler’s debut A Forest which make his music very contemporary – there is swishing, there is rustling, there is clacking, there is tinging. In the pleasantly moody track Eleven, Mohna, singer of former MAP band Me Succeeds, adds another level to Loeffler’s calm but vivid opus.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

ICELAND: Rjóminn
The Lovely LionInto The Forest
Representing the new wave of Icelandic folk-pop revival, The Lovely Lion are ones to watch for the future. Though this young and extremely talented band have only recorded a handful of songs and are still unsigned, their unique approach to songwriting and polished sound is sure to grab the attention of music lovers everywhere.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

INDONESIA: Deathrockstar
AASBonaparte
Raw, lo-fi, angry dark punk from Medan with added passion about world history which lead us to a song about Napoleon Bonaparte.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

IRELAND: Nialler9
Not SquaresFall Far
Northern Irish electro punks Not Squares have ditched the ultra high-energy in favour of a more restrained dancefloor synth-pop sound for their new single. While Fall Far’s new direction can be compared to the kind of stuff coming out on the Kitsuné label, it must be said that this is a very good look and a surprising one for the band. The best Irish song released in April bar none.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

ITALY: Polaroid
The MojomaticsYou Are The Reason For My Trouble
You Are The Reason For My Trouble is the fourth album by The Mojomatics, one the best and coolest garage rock bands around Italy and Europe. The duo from Venice brings into their sound echoes of Rolling Stones, Kinks and Dylan, but what I deeply love about their songs and concerts is their tireless energy.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

JAPAN: Make Believe Melodies
WallflowerCure Your Heart
Indie-pop music never left Japan, as bands trying to sound twee have been popping up since the C86 tape dropped. Yet this year has seen a boom in jangly rock groups, with Osaka outfit Wallflower being one of the catchiest. They take cues from The Pains Of Being Pure At Heart and even opened for that American band when they came to Japan earlier this year. This song shows they learned well from The Pains, as they nail dreamy indie-pop yearning in just over three minutes.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

MALTA: Stagedive Malta
Stolen CreepThrow Your Heart To The Sea
Stolen Creep is the brainchild of childhood friends Marie Borg Alden (guitars, vocals) and Rebecca Theuma (drums). The band has had many different members, recently settling into the current line-up of Marie, Rebecca and Katryna Storace (guitars, vocals). Following a busy year of writing, rewriting and rehearsals, they chose their favourite songs and retreated to record their first EP, Throw Your Heart To The Sea.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

MEXICO: Red Bull Panamérika
Andy MountainsHoy Me Gusta Mi Peinado
The title of this song, translated into English, is “Today, I Like My Hair”. With the naive viewpoint of early college students, this Mexico City quintet portrait everyday existential nuances with an optimism only an iPod advertisement would reach. But don’t classify Andy Mountains as cheap, feelgood jingle-makers. Their sound thrives in high-brow references that go from Animal Collective to the minimalism of La Monte Young. Give this tune a try and have a good hair day!

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

PERU: SoTB
AudioleySame Old
Audioley is a new project by Francois Peglau and Jules Drade, two Peruvian musicians based in London. Audioley started as an experiment, with the duo meeting one night every week to make a song a day. First single Same Old is feelgood electronic pop and comes with a curious and funny video.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

PORTUGAL: Posso Ouvir Um Disco?
T(h)reeStarlight
T(h)ree was featured in MAP in February 2011. T(h)ree is not a band but a project which brings together musicians/bands from Portugal and, for this second volume, Philippines and Singapore. In the featured track, we have Stealing Orchestra (Portugal), Maze (Portugal) and The Analog Girl (Singapore) playing together.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

PUERTO RICO: Puerto Rico Indie
Harry RagTiny Painting
Harry Rag is the solo project of Kristian Prieto (Coleco, Alegría Rampante), who wanted to figure out just how many sounds and moods he could generate with his acoustic guitar. Prieto has released seven ‘web albums’ under the Harry Rag name, all recorded in his bedroom straight to a four-track, each one expanding on his guitar experiments and polishing up his sound. Tiny Painting is a great recent example of his prowess as a young musician and is taken from his latest album, The Ghastly Adventures Of Ghost Goat.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

ROMANIA: Babylon Noise
JazzadezzFairy
Jazzadezz is a dream pop/new wave band formed by Alin Zabrauteanu (synths, guitar, production) and Dezdemona Mihaescu (vocals). For their 2010 debut album Inimani Mal, Calin Torsan (Domnisoara Pogany and NU & Apa Neagră) joined the band playing clarinet, recorder and caval. In 2012, another two members were added, Alex Stanciu on guitar (also in Domnisoara Pogany) and drummer Eduard Gabia, a renowned choreographer and contemporary artist. The second album, Panta Rhei, was released last month and experiments in new areas such as ambient, post-rock and trip-hop.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

RUSSIA: Big Echo
2muchachosStriwi Kri4at
Striwi Kri4at is a beautiful instrumental piece from romantic dream pop band 2muchachos, who released their Vesnywki!! EP last month, a perfect soundtrack for spring.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

SCOTLAND: The Pop Cop
Julia And The DoogansDown The Line
Julia Doogan has everything you’d want from a pop singer – a genuinely distinguishable voice, a breakable heart, just the right amount of melancholy, and lyrics that are honest but not mushy. MAP exclusive free download Down The Line is taken from Julia And The Doogans’ achingly graceful new five-track Diamonds EP (buy on Bandcamp), and shows off the talents of Julia and her lush band to near perfection.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

SINGAPORE: I’m Waking Up To…
Sze KiatOnce In A While
No man is an island, yet one gets the sense that the musical ideas that transpire in Sze Kiat’s mind were born from the stillness of time. There’s an unhurried approach to his songwriting and an intimacy that evokes a strain that could only come from a sort of crying out from some terrifying or forsaken place. Featuring traditional Chinese stringed instruments such as the erhu and the zhongruan, the sparse instrumentation serves as the background to Sze Kiat’s simple yet emotive lyrics.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

SOUTH AFRICA: Musical Mover & Shaker!
Nate MaingardThe Open Space
Nate Maingard is an indie-folk singer-songwriter from Cape Town whose music often brings the likes of Damien Rice, Coldplay and Jack Johnson to mind. His voice has been compared to Thom Yorke and Ben Gibbard, and his easy style and sense of melody shine through on The Open Space with a passionate undertone throughout.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

SOUTH KOREA: Korean Indie
E9My Little Flutter
E9, short for Edward Nine, wish to combine the pureness of Edward Scissorhands with the rampage of Nine Inch Nails. Their sound is influenced by groups like Placebo and Muse, while their lyrics tell fairy tales. The band has been around for several years and are preparing to release their first EP. My Little Flutter is a perfect sample of E9’s mixture of grunge, punk and Britpop with electronic sounds.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

SPAIN: Musikorner
BorealsLuciérnagas
Boreals are probably younger than any of you beloved MAP readers but that doesn’t mean they don’t know what they’re doing. And what they do is deliver a fine mixture of cosmic post-rock (clearly influenced by Explosions In The Sky) embellished with clouds of synths that makes their sound epic and heart-touching, just as post-rock should. Luciérnagas, one of their most atmospheric tracks, is taken from their second EP, Grecia, released through Barcelona-based label Irregular, home of former MAP acts Lasers and The Suicide Of Western Culture.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

SWEDEN: Swedesplease
SkatanControl
The new record from Skatan is out on May 23 and is called Seven Trees. The first single, Control, features a little more eclectic instrumentation than in the past and Simone Andersson Wingfors’ voice is less processed and more immediate, resulting in a song that hits all the right chords.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

SWITZERLAND: 78s
Baba ShrimpsAngel
This five-piece from Zurich play impulsive pop music with a blend of country and rock. Baba Shrimps will release a new record at the end of 2012, but to shorten the waiting time they have dropped a live version of a new, unreleased song called Angel.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

TURKEY: WEARTBEAT
SolardipLeap Of Faith
With their French electro/indie-influenced sound, Solardip is one of the few live acts of their genre in the country. In a short time, these three Istanbul youngsters have attracted a big audience. Debut album Future Now came out in March through Remoov Records after the release of the spectacular single and sexy video of Dance Like Wolves.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

UNITED STATES: I Guess I’m Floating
Nicole MiglisStay Small
There’s no hiding my affection for Gainesville’s Hundred Waters, one of 2012’s best new bands. Just as bewilderingly complete, elegant and worth exploring is the solo work of their frontwoman, Nicole Miglis. Stay Small is from her debut self-titled EP, which you can download for free here.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

VENEZUELA: Música y Más
Ulises HadjisDonde Va
Ulises Hadjis is a young artist from Maracaibo. Despite his fledgling career, he already has two albums and a Latin Grammy as a music producer to his name. His second record, Cosas Perdidas, was released last month. In his own words, it is “an honest collection of songs” and shows more maturity in his lyrics and compositions than its predecessor, Presente.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ættu að kíkja á Airwaves: #1 The Lumineers

Fegurðin við að búa í stórborg eins og Chicago er að hér spila nánast allir. Ef einhverjir eru að reyna að meika það í Ameríku er alveg ljóst að þeir munu koma við. Vandinn er þó að framboðið er svo svakalega mikið að maður þarf að fylgjast vel með. Lítil bönd spila eðli málsins samkvæmt oft á litlum stöðum og því þarf maður að vera fljótur til ef maður ætlar að ná að sjá svoleiðis listamenn ef það er eitthvað “buzz” í gangi. Ég ætla að rembast við að benda á sniðug bönd sem eiga hér leið um og hvetja Airwaves aðstandendur eða aðra tónleikahaldara að grípa þessar gullgæsir og lesendur Rjómans til að tékka á þessari músík.

Eitt svona “buzzband” er The Lumineers frá Colorado. Þeir spiluðu í næsta nágrenni við mig um daginn og það seldist upp á korteri. Ég náði ekki í miða og gældi við að kaupa miða þreföldu verði á eftirmarkaði en lét ekki verða af því. Svo skemmtilega vildi til að útvarpsstöð ein bauð upp á “fyrstir koma fyrstir fá” tónleika á undan hinum tónleikunum. Ég mætti með vini mínum rúmum hálftíma áður en húsið opnaði og náði í miða sem var bara hið besta mál.

Þetta band er að mínum dómi alveg týpiskt Airwaves band og því sendi ég aðstandendum góðlátlega ábendingu um að grípa þá áður en þeir verða of stórir. Það er alla vega alveg ljóst að það er mikið buzz í kringum kappanna hér í Ameríku. Ég spjallaði aðeins við söngvarann eftir tónleikana og sagði þeim að það væri snilldin ein að koma við og spila á Íslandi á leiðinni yfir hafið á tónleikaferð í Evrópu. Honum fannst það alveg frábær hugmynd.

The Lumineers er vinalegt indípoppband sem skartar m.a. selló og er því með örlitlar “folk rætur”. Svo skemmtilega vill til að Of Monsters & Men koma upp sem fyrsta band yfir “similar artists” á Last.Fm sem kemur svosem ekki á óvart enda bæði böndin í “Hó Hey bransanum”. Aðalhittari The Lumineers ber einmitt heitið “Ho Hey” og er bara hið hressasta

The Lumineers – Ho Hey (Official Video)

Það eru margir músíkbloggarar alveg að missa sig yfir þessu og þetta fannst mér alveg frábært dæmi. Þessum finnst þetta frekar fínt stöff.

“Occasionally an album will come around and blow me away. Make my bones ache because it is so good. I can feel it in my heart, my pulse speeds up and my body starts moving. I can’t stop it.” – Sjá nánar hér

Niðurstaða mín er semsagt alveg skýr. The Lumineers er hið hressasta band og stórskemmtilegt á tónleikum. Krakkarnir eru voðalega auðmjúkir og fínir og myndu sóma sér vel á Airwaves. Airwaves – yfir til þín.

The Lumineers – Full Performance (Live on KEXP)

Ameríkuævintýri Ævintýri Of Monsters and Men greint í þaula

Rjómverjinn Björgvin Ingi sem búsettur er í Chicago varð hugsi þegar hann sá að miðarnir á Ameríkutúr Of Monsters and Men seldust eins og heitar lummur. Í hverri borginni á fætur annarri seldust miðarnir upp og jafnvel tvisvar á örskömmum tíma því víða voru tónleikarnir fluttir á stærri staði til að mæta eftirspurn. Hvernig gat hljómsveit frá Íslandi sem enginn hafði séð áður selt urmul af tónleikamiðum í borgum þar sem allt er morandi af frábærum tónleikum? Hvernig í ósköpunum vissu allir þessir Ameríkanir af hljómsveitinni.

Björgvin spurði þessara og fleiri spurninga og tók sig til (í miðjum próflestri) og setti saman kynningu um ævintýri Of Monsters and Men í Ameríku sem nú er að finna á Slideshare. Kíkið á.

Airwavesdagbók Kristjáns: Laugardagur

Laugardagurinn hófst rétt fyrir klukkan eitt með bratwurst og bjór á Kex Hostel. Þar var sænska rokksveitin Dungen að gera sig klára til að spila. Vegna bráðaofnæmis míns fyrir þeim glymjanda sem stundum hefur verið rangnefndur ,,hljómburður” Listasafns Reykjavíkur hafði ég ákveðið að sleppa því að sjá þá kvöldinu áður og beið því spenntur.

Dungen spiluðu órafmagnað á hostelinu, byrjuðu á nýjasta hittaranum ,,Skit i Alt”, spiluðu svo m.a. ,,Festival” af Ta Det Lugnt og enduðu á tímalausu snilldinni ,,E för fin för mig”. Þar á milli léku þeir tvö lög þar sem Hr.Dungen; Gustav Ejstes, lék á þverflautu. Performansinn var dáleiðandi en þó léttur. Hljómsveitin var greinilega að skemmta sér ágætlega. Ég vildi að allir dagar byrjuðu svona.

Þegar ég mætti í bæinn seinna um kvöldið byrjaði ég á því að hlýða á Fallega Menn í húspartýinu á Ingólfsstræti 8. Íbúðin var stappfull og ekki gerð fyrir fólk með félagsfælni. Til að kaupa súpuna eða bjórinn sem var í boði var nauðsynlegt að hafa þónokkra hugmyndaauðgi, maður þurfti að troða sér í gegnum hverja einastu glufu sem myndaðist milli líkamanna en hefði helst þurft að klifra yfir hrúguna til að komast í hinn enda íbúðarinnar. Að alvöru húspartýja sið var hljóðið í Fallegum Mönnum hræðilegt. Það heyrðist ekki í sumum míkrófónum á meðan aðrir fídbökkuðu út í eitt. En þegar full stofa af fólki öskraði með ,,Ra-ta-ta-ta! Það er komið tími fyrir annað Baader-Meinhof!” var ljóst að það skipti nákvæmlega engu máli.

Rokkkvintettinn Jón Þór byrjaði kvöldið í Iðnó og spilaði að venju tilgerðarlaust háskólarokk eins og það var spilað á tíunda áratugnum. Mér finnst frábært þegar tónlistarmenn ögra alræði enskunnar sem söngmáli ákveðinna tónlistarstefna, s.s. háskólarokks. Mig grunar að ég gefi þeim þá ómeðvitað alltaf prik fyrir einhverskonar heilindi. Ég held að lógíkin í heilanum mínum virki einhvern veginn svona:

Íslenskur texti => listamaðurinn er ekki að stefna að því að verða frægur => er að gera tónlist tónlistarinnar vegna => góð tónlist.

Þeramínleikarinn passar líka alveg furðuvel við þetta alltsaman.

Kiriyama Family sem spiluðu á sama tíma á NASA voru hins vegar ekki að gera neitt fyrir mig. Þeir voru eiginlega bara allt of slípaðir, of vel út lítandi, allt sem átti að vera sjarmerandi eða spennandi var of fyrirframákveðið, tónlistin of áhættulaus og pottþétt – Pottþétt Syntharokk 2011

Í tónlistarlegum skilningi ákvað ég því að flýja hinum megin á hnöttinn. Á eftri hæðinni á Faktorý voru Ghostigital nefnilega næstir. Að venju var krafturinn yfirdrifinn og tónlist furðulega grípandi þrátt fyrir undarleikann og aggressjónina.

Á neðri hæðinni á sama stað spiluðu Jungle Fiction og svo Samaris. Samaris laðaði þónokkuð magn af fólki að. Hið letilega trip-hop er klárlega efnilegt og ferskt  (það minnti mig á einhvern undarlegan hátt jafnvel á sumt af eldra dótinu með múm á köflum). Hvíslandi röddin í söngkonunni er flott en þyrfti samt mögulega meiri kraft; meiri trega; meiri sál.

Á Kaffi Amsterdam voru Muck að sprengja hljóðhimnur með sínu suddalega þungapönki. Hljómurinn á Amsterdam var eins og meirihluta hátíðarinnar til skammar en krafturinn í þessu nýja flaggskipi þungarokksenunnar var svo gígantískur að það skipti ekki máli. Nýjustu lögin hljómuðu mjög vel og bíður undirritaður með mold í hálsinum eftir plötu.

Eftir örlítinn vott af valkvíða ákvað ég að halda mig við hávaðann frekar en að sjá John Grant, Team Me eða Austra. Mér til mikillar furðu var reyndar nokkur röð á Gauk á Stöng þar sem dönsku táningapönkararnir Iceage áttu að spila eftir klukkutíma. Það sem meira var: röðin haggaðist varla. Ég furðaði mig um stund á þessum nýtilkomna áhuga íslendinga á pönki. Þær vangaveltur reyndust hinsvegar ótímabærar enda komst ég að því þegar ég kom inn að fólkið var allt komið til að sjá rokkabillý swingara að nafni JD McPherson. Ég pantaði mér bjór og horfði á troðfullan sal Gauksins syngja hástöfum og dansa með lagi manns sem ég hafði aldrei heyrt nefndan á nafn fyrr en í röðinni.

Um leið og McPherson lauk sér af varð nánast 100% rótering í áhorfendaskaranum, allir sem voru inni fóru út og ég sá að hálftímabið í röð hafði verið fullkomlega tilgangslaus. Hinu tónlistarlegu landamæri milli mín og þeirra voru greinilega meiri en ég hélt. Ég velti fyrir mér hvernig það gat farið svo að þessum tveimur gjörsamlega ólíku böndum var stillt upp hlið við hlið. Hvort að ekki hefði verið skemmtilegra að leyfa Iceage að spila við hlið annarra þunga- eða indírokkara og JD á meðal annarra skrallpoppara. Auðvitað getur verið skemmtilegt að setja ólík bönd á eftir hvoru öðru á svið, en þegar meginviðhorf til tónlistarinnar og hvatar sköpunarinnar er jafn gjörólíkir og hjá þessum tveimur böndum er ólíklegt að nokkur grundvöllur til að finna nokkra tónlistarlega snertifleti sé til staðar. Sá sem hlustar á JD McPherson, næstum því by definition fílar ekki Iceage. JD kóperar nánast gamla tónlist til þess að skemmta fólki: hann þakkar fyrir tónleikana og lofar að koma aftur. Iceage semja nýmóðins tónlist og virðast frekar vilja forðast áhorfendur: þeir segja ekki orð (nema til að reka ljósmyndara frá sviðinu) á milli laga allt giggið og pakka fýlulega niður á meðan fólk reynir að klappa þá upp.  Nýbylgjuskotið pönkrokkið átti það þó sameiginlegt með rokkabillýinu að koma fólki á hreyfingu, hins vegar með örlítið aðferða svo að öryggisverðir staðarins sáu sér þann einn kostan færan að standa á milli pittsins og rólegri áhorfenda. Einstaklega hressandi.

Sögur voru komnar á kreik að James Murphy úr LCD Soundsystem myndi þeyta skífum á Kaffibarnum eftir giggið sitt á Faktorý og ég stefndi því þangað. Eftir því sem ég best veit reyndast þetta hins vegar ekki vera satt en svo gæti það allt eins að hann hafi verið þarna. Maður getur bara höndlað ákveðið magn af tónlist á dag – og ég var hættur að hlusta.

Airwavesdagbók Guðmundar: Föstudagur

Ég skyldi við vini mína fyrir utan NASA klukkan hálf-tíu. Þau ætluðu sér inn að sjá Young Magic. Það hafði upphaflega verið planið mitt líka, en þar sem hin örstutta pressuröð hreyfðist ekkert þá ákvað ég að sjá eitthvað í stað þess að standa fyrir utan í kuldanum. Lay Low var að byrja eftir smástund. Var það eitthvað? Ég hef áður skemmt mér ágætlega á tónleikum með stúlkunni. Hví ekki að freista gæfunnar aftur?

Ég lagðist því leið mína inn í Iðnó. Keypti mér flöskubjór á uppsprengdu verði og kom mér fyrir aftarlegar, voða spekingslegur á svip. Á tónleikunum lék Lovísa ný lög í bland við eldri. Hún á marga eldri smelli – en nýja efnið hljómar bara enn smellnara. Sjálfur hef ég ekki heyrt Brostin streng, nýju plötuna hennar, en lögin sem hún spilaði þarna hljómuðu bara déskoti vel. Mér varð hugsað til þess þegar ég sá hana fyrst spila; þetta var í porti þar sem verslunin Illgresi stóð. Þar var hún ein með kassagítar, feimnisleg að sjá og fámál á milli laga. Það er óhætt að segja að hún hefur vaxið mikið og dafnað sem tónlistarkona. Á tónleikunum var hún í góðu sambandi við áhorfendur, flutti tónlistina af innlifun og virtist hafa alveg jafn gaman af og áhorfendur. Hún er flottur performer og sýndi það og sannað þarna. Vel gert!

Ár og öld eru liðin síðan ég hef farið á tónleika með Megasi; held að það hafi verið síðast á NASA hérna um árið þegar hann lék Loftmynd í heild sinni. Það vildi svo heppilega til að Megas var u.þ.b. að hefjast þegar Lay Low lauk sér af. En eitthvað verð ég þó að bíða lengur eftir að sjá meistarann því hann sá sér ekki fært að mæta þetta kvöldið. Á sviðinu í Tjarnabíói sat tónlistarkonan Sóley, studd af trommara, og tilkynnti mér þetta. Ég hlýddi þó á nokkur lög; hafði gaman af en var svolítið svekktur yfir að Sóley væri ekki Megas.

Klukkan var að verða ellefu þegar ég snéri aftur á NASA. Röðin orðin enn lengri, enda margir vafalaust spenntir fyrir að sjá Tune-yards. Ég komst fljótt að því að röðin hafði hreinlega ekkert færst áfram síðustu tvo tímana. Vinir mínur voru staddir á nákvæmlega sama stað og ég skildi við þá: fimm metrum frá innganginum.

„Þetta er fáránlegt!“ „Við nennum þessu ekki lengur . . .“ „Dyravörður – afhverju segir þú ekki fólki að þú ætlir ekki að hleypa þeim inn?“ „Fokkðis – förum á Ham . . .“

Sjálfur hefði ég kannski komist inn, enda fékk ég fríkeypis band frá Airwaves sem hleypti mér fram fyrir röð. En á þessum tímapunkti fannst mér það bara ekki viðeigandi. Þarna var samankomið fólk sem hafði pungað út tæpum 17.000 krónum en þurfti samt að bíða tvo tíma í skíta-október-þræsingi. Og var engu nær að fá það sem greitt var fyrir dýru gjaldi. Já, fokkðis. Ég fór á Ham.

Áður en gengið var inn í Hafnarhús var tekið pittstopp á Bakkusi; fólk var þyrst, þreytt og þurfi. Þar inni var eitthvað band að leika músík sem ég veitti enga athygli.  Við teyguðum bjórinn nokkuð örugglega og bölsótuðumst út í hátíðina. Vissulega sumir meira en aðrir. Þetta var toppurinn á kvöldinu hjá flestum sem voru með mér – þ.e. þeim sem ekki fóru á Ham. Ég held að við höfum síðan klárað kolluna á svipuðum tíma og Dungen kláraði settið sitt.

Í mátulega stöppuðu Hafnarhúsi stigu nokkrir fúlskeggjaðir, miðaldra menn á svið. Þeir léku þungt rokk með greinilegri vísun í níunda áratuginn. Flestir þeirra starfa við músík í hjáverkum. Þeir gáfu út plötu fyrir skemmstu, en einhver tuttugu ár eru síðan síðasta skífa þeirra leit dagsins ljós. Samanlagður aldur meðlimir myndi telja, samkvæmt nákvæmum útreikningum, samanlagaðan aldur þrettán fullskipaðra Retro Stefson-hljómsveita. En. Það var þessum mönnum sem tókst að veita mér bestu tónleikaupplifun hátíðarinnar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta: Ham voru þrusuþéttir, þungir og viðbjóðslega skemmtilegir. Ungir sem aldnir, stutthærðir sem síðhærðir, þeyttu höfðinu með krampakenndum hreyfingum. Mikil stemningin, mikil snilld. Sjáið bara:

Þetta kvöld var ekki farið á fleiri tónleika. Útivera og raðamenning heilluðu bara hreinlega ekki. Við vildum vera inni – og helst í einhverri óreiðu. Þetta kvöld hafði orðið eitthvað sem það átti alls ekki að vera; og ég er nokkuð viss um að ég var ekki einn um líða þannig. Ham björguðu þessu þó og vil ég þakka þeim kærlega fyrir að vera til. Ó, Ham, þið eru svo sannarlega dýrðlegar skepnur!

Myndir teknar á lélegan Nokia-síma sem er í eigu greinarhöfundar.

Airwavesdagbók Kristjáns: Föstudagur

16:35 Just Another Snake Cult á Kaffistofnni Hverfisgötu. Hrópandi hippar að spila sörfað skrýtipopp. Vildi að ég væri þau.
17:05 Bíð eftir Sindra Eldoni á Kaffistofunni. Gigginu er hins vegar frestað á síðustu stundu.
17:15 Sé Mammút spila nokkur lög  í kjallara á Laufásvegi. Lofthæð 2,30 m.
17:45 Hitti sæta stelpu, spjalla við hana.
18:05 Hlusta á Rakeli Mjöll og Gabby Maiden spila nokkur sæt úkúlelelög í Nýlenduverzlun Hemma og Valda.
19:15 Kíki á Gang Related á Amsterdam. Sindri Eldon stendur við barinn. Gang Related hljóma ágætlega en valda mér smá vonbrigðum. Kannski er ég bara með hugann við eitthvað annað. Verð líklega að gefa þeim annan sjéns seinna.
19:27 Sæta stelpan hringir. Spyr hvað planið sé í kvöld.
19:30 Fæ mér kjúklingadöner og kaffi á Ali Baba
19:40 Á leiðinni í bílinn lendi ég í rigningarstormi. Gegnblautur.
19:55 Fer í leikhús. Síðasta sýning á Zombíljóðunum.
21:47 Mæti í röðina á NASA – hún nær að miðju Alþingishúsinu.
21:49 Hitti gott fólk í miðri röðinni. Spjalla þangað til að ég er orðinn viðurkenndur hluti hópsins.
22:09 Röðin gengur ekkert.
22:11 Næ að nota menntaskólaþýskuna mína til að small-talka við þjóðverja.
22:14 Sæta stelpan mætir. Hún treður sér líka inn í röðina.
22:30 Röðin gengur ekkert.
22:45 Ákveðum að hætta þessu rugli og fara yfir í Iðnó.
22:51 Whiskí – 1000 krónur.
22:54 Puzzle Muteson spilar lágstemmda tónlist. Fólk talar hátt. Enginn virðist vera að hlusta.
23:30 Owen Pallett byrjar.
23:34 Owen Pallett er frábær.
23:39 Ég laumast til að taka í hendina á sætu stelpunni
23:46 Owen Pallett verður bara bakgrunnstónlist þegar ég tek utan um sætu stelpuna. Langar að kyssa hana en ákveð að það sé ekki við hæfi.
Síminn deyr og tímaskyn hverfur.
Owen Pallett er búinn. Ég kaupi mér bjór og kjúklingasamloku.
Gleymi að sjá Oy af því að ég er að kenna skoskum manni að segja ,,heftari“. Heyrði seinna að hún hefði verið frábær: hljóðtilraunir með blöðrur, brúður og lög um náin kynni lítilla barna. Hljómar áhugavert.
Annar bjór.
Útidúr byrja að spila. 12 manns. Það heyrist ekkert í söngkonunni.
Þau eru að blanda house-tónlist við hið hefðbundna stuðkrúttindípopp sitt. Ég dansa.
Iðnó er lokað.
Ennþá smá röð á NASA.
Sæta stelpan ætlar ásamt öðrum á Faktory. Ég fylgi. Fæ smók af blárri sígarettu. Merkilegt.
Á Faktorý er mikil röð. Þar er Kasper Björke víst að þeyta skífum. Fólk dansar á fótboltabilljarðborðinu fyrir utan staðinn. Við bíðum lengi.
Ölvun er horfin. Sæta stelpan segist vera þreytt.
Ég er líka þreyttur.
Förum heim.
Kemst að því að hafi ekkert pælt í tónleikum kvöldsins. Verð víst að skálda eitthvað upp fyrir Rjómann á morgun.

Airwavesdagbók Guðmundar: Fimmtudagur

Eftir sjávarrétti og hvítvín í góðra vina hópi héllt ég út í kvöldið í mínu fínasta pússi. Eða svona næstum því. Eitthvað áttum við erfitt með að ákveða hvað skildi sjá en fljótlega var stefnan sett á Norðurljós Hörpunnar. Rétt rúmlega níu steig dúettinn Fig á stokk. Í stuttu máli voru vonbrigðin jafn mikil og eftirvæntingin hafði verið. Ég er mikil aðdáandi Wilco og veit fyrir víst að herra Cline hefur verið að gera eitursvala hluti utan þess. En tilraunirnar sem hann gerði hér með japönsku samstarfskonu sinni voru álíka áhugaverðar og það sem fram fer í tónmennt í fjórða bekk. Eftir 15 mínútur af undarlegu gítargutli og effektafikti gafst ég upp og labbaði út. Afsakið frönskuna mína; en þetta sökkaði. Annars getið þið séð stutt brot af tónleikunum hér að neðan. Það hefði nægt mér.

Fig @ Airwaves ’11


Fyrir forvitnis sakir ákvað ég að rölta niður í Kaldalón þar sem arftakar krúttsins, Pascal Pinon, voru að spila sitt lágstemmda popp. Stúlkurnar gerðu sitt vel og lítið hægt að kvarta undan frammistöðu þeirra. Stemningin var ofboðslega notaleg og tónar og textar einkar hugljúfir. Ég var að koma inn í þennan sal í fyrsta skipti – og kunni vel við mig þarna. Nálægðin við bandið gerði þeim stöllum bara gott. Þær gætu þó talað svolítið hærra og skýrar á milli laga; en ætli þessi feimni sé ekki hluti af sjóvinu.

Áður en ég kom mér inn í Hafnarhús ákvað ég að taka stuttu stopp á NASA. Þar voru Young Galaxy að framreiða tóna – og mikla eðaltóna! Hljómur bandsins var virkilega flottur og slípaður og rafmettað popprokkið leikið af miklu öryggi. Karl og kona (hjón að mér skilst) skiptust á að syngja og harmoneruðu þau vel saman. Við hlýddum á einhvern þrjú lög yfir staupi af Fernet Branca; og höfðum bara mjög gaman af. Efnileg sveit hér á ferð.

Beach House. Já, Beach House var án nokkurs vafa það besta sem ég sá þetta kvöldið. Sveitin lék lög af síðustu tveimur plötum sínum við mikinn fögnuð tónleikagesta. Flutningurinn var óaðfinnanlegur og lagavalið frábært. Sviðsframkoman var svöl og sjarmerandi, kannski ekki persónuleg eða einlæg – en það gerði ekkert til. Ég hafði gert mér í hugarlund að Victoria Legrand væri þessi hlédræga, dularfulla týpa en hún virtist í miklu stuði þar sem hún þeytti flösunni hressilega og heillaði lýðinn upp úr skónum eins og sírena með söng sínum. Hljómurinn var góður þetta kvöldið í Hafnarhúsinu og vel staðið að lýsingu. Ég labbaði út alsæll. Svona á þetta að vera!

Áður en haldið var heim í koju var tekið pittstopp á Amsterdam. Hin norska Deathcrush var síðasta sveit á svið. Aftur virtust spádómsgáfur mínar bregðast mér; þetta var bara frekar slæmt gigg. Flutningurinn alls ekki nógu góður – sándið flatt og leiðinlegt. Hálfgerð óreiða, og þá á slæman hátt. Lítið hardkor á þessu svæði.

Framhaldið? Ég ætla ekki að taka neina sénsa í kvöld heldur tippa á það sem hefur öruggasta stuðulinn. Tune-yards lofar góðu, borgarpólitíkusarnir í HAM ættu að vera gott aksjón og Prinsinn Póló er iðulega hress. Einhvern nefndi stuðbandið Totally Enormous Extinct Dinosaur – er það eitthvað? Sjáum til.

Þess verð ég að geta að myndirnar voru teknar af öðlingnum honum Benjamin Mark Stacey.

Airwaves dagbók Kristjáns: Fimmtudagur

Dagurinn minn byrjaði í 12 tónum þar sem söngvaskáldið Þórir Georg bar tilfinningar sínar ofur-hreinskilnislega á borð að venju. Textarnir eru núna allir á íslensku og finnst mér það vel. Það virtist heldur ekki trufla dolfallna útlendingana. Það er synd og skömm að Þórir skuli ekki vera að spila á hátíðinni ár en hann hefur verið fastagestur síðustu árin. Eftir innilegt lokalag Þóris hitti ég óvænt góða vini sem sögðu mér að þeir færu að fara spila á sínum fyrstu tónleikum í plötubúðinni eftir nokkrar mínútur. Ég ákvað að staldra við.

Sonic Youth bolur trommarans og ítrekaðar ábendingar söngvarans um að hækka í öllu gáfu vísbendingar um hvað væri í vændum. Tónlistin var einhvers konar twee-shoegaze með stráka-stelpu dúettasöng . Hljómsveitir eins og My Bloody Valentine, Sonic Youth og jafnvel Deerhof og Brian Jonestown Massacre komu fyrst upp í hugann. Lögin lofa ótrúlega góðu og þrátt fyrir að hljómsveitin, sem kallar sig í augnablikinu O-Yama (ekki endanlegt nafn þó), hafi einungis spilað saman í tvo mánuði gengu tónleikarnir mjög vel. Meðlimirnir eru enda engir nýgræðingar og hafa gert garðinn frægan m.a. með rokkböndum á borð við Me, The Slumbering Napoleon, Fist Fokkers, Skelkur í Bringu og Swords of Chaos. Óvænt og alveg ótrúlega ánægjuleg uppgötvun og mæli ég sterklega með að þið fylgist með þessu bandi á næstunni. Ánægjan með þetta nýja band var svo mikil að ég steingleymdi að fara að sjá annað band spila sína fyrstu tónleika: drungapönkbandið NORN. Ég vona innilega að sú sveit muni spila aftur á næstunni.

Næstu viðkomustaður var Eldborgarsalur Hörpunnar þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, spilaði tónlist Valgeirs Sigurðssonar úr kvikmyndinni Draumalandið. Tónleikarnir hófust á ,,Grýlukvæði”, stórskemmtilegu þjóðlagi sem bandaríkjamaðurinn Sam Amidon syngur á íslensku. Valgeir, skeggjaður og klæddur í síða svarta kuflslega skyrtu og víðar buxur, minnti helst á japanskan ninjameistara þar sem hann sat spakur á bakvið tölvu og sá til þess að allt færi eðlilega fram. Fyrir utan fyrsta lagið voru verkin að mestu leyti, eins og kvikmyndatónlist er venjulega, fljótandi tilfinningaþrungin bakgrunnstónlist með stöðugri uppbyggingu. Tónlist Valgeirs reynir að draga fram andstæðurnar milli íslenskrar náttúru og stóriðjunnar sem draumaland markaðarins byggir á. Stundum komu því inn lífrænir industrial taktar sem minnti á hina hlið peningsins. Einstaklega glæsilegt.

Nú varð ég að taka ákvörðun um hvort að ég ætti að fara og standa í röð til að ná Beach House í Hafnarhúsinu eða að sjá Víking Heiðar leika verk Daníels Bjarnasonar ,,Processions“ og ,,Birting“ með Sinfóníunni. Ég ákvað að halda mig í Hörpunni og sá ekki eftir því.

Það gleður mig alveg rosalega mikið að Airwaves-hátíðin skuli vera að færa út kvíarnar og auka fjölbreytnina í tónlistarvali. Á síðustu árum hafa klassísk tónlist og alternatíf popptónlist verið að blandast saman m.a. með listamönnum á borð við Ólaf Arnalds, Nico Muhly og öllu Bedroom Community genginu. Þessir listamenn eru að nýta sér ákveðna hluta fagurfræðinnar úr tilraunakenndu alternatífu poppi til að búa til ný-klassíska tónlist og svo klassískari útsetningar til að styðja við popplagasmíðar. Því er innkoma Sinfóníunnar á indítónlistarhátíð á einhvern hátt mjög eðlileg. (Nú vantar bara vettvang á hátíðinni fyrir enn tilraunakenndari tónlist, hvar eru t.d. tónskáldin úr S.L.Á.T.U.R.?)

Tónlist Daníels Bjarnasonar er á vissan hátt aggressífari heldur en tónlist Valgeirs. Daníel skapar ofboðslega mikla dýnamík í verkunum með því að nýta sér andstæður lágra píanónóta og sínfónísks hávaða.  (Vá, maður er aleg týndur þegar maður reynir að skrifa um klassíska tónlist, engin bönd til að vísa í, maður þekkir ekki stílana og getur þar af leiðandi ekki lokað listina í kassa.) Daníel dansaði fagmannlega um með sprotann og stjórnaði áslætti, strengjum og blásturshljóðfærum sem spiluðu öll vegamikil hlutverk. Aðalleikarinn var þó Víkingur Heiðar sem var stórkostlegur. Píanóleikurinn stundum allt að því manískur og fyrir óvant eyra jafnvel falskur. Slíkt skapaði því sterkt tilfinningalegt viðbragð. Ryþminn í píanóleiknum var fastur og Víkingur Heiðar sagði víst að síðasti hluti ,,Birtinga” væri teknó… eins og það ætti að vera. Stórkostlegt.

Það var reyndar alveg ofboðslega pirrandi að fólki var hleypt inn löngu eftir að tónleikarnir hófust og trufluðu sífellt ráp upplifinina að einhverju leyti.

Eftir Sinfóníuna lagði í að stað í átt að Hafnarhúsinu. Þar náði röðin u.þ.b. að Kolaportinu, en þar sem ég var vel búinn (húfa og regnstakkur) lét ég mig hafa það. Hálftíma seinna hafði myndast mikil útilegustemmning í röðinni: þjóðverjar buðu upp á hnetur og fólk var sent í bjórleiðangur á Zimsen. Hins vegar sá ég ekki fram á að ná inn á tónleikana fyrr en langt yrði liðið á giggið svo ég lét mig hverfa til að sjá Sin Fang enn einu sinni.

Hvítklædd og ofvirk Caged Animals voru að slá síðasta tóninn þegar ég gekk inn í Iðnó. Ég keypti mér bjór og beið.

Það er orðin svolítil hefð fyrir því að nefna letilegt fas Sindra þegar skrifað erum Sin Fang. Ótrúlegt en satt þá virtist hann reyndar bara frekar hress og brosmildur í þetta skiptið þó að míkrófónstatíf hafi ekki höndlað að halda uppi öllum þrem míkrófónunum hans. Upphafslagið var ,,Clangour and Flutes” og kom mjög vel út með klappi hljómsveitarinnar sem taktmæli. Mér finnst ég stundum hafa séð Sin Fang betri og nýja lagið þeirra virtist svolítið stirt. En ágætir tónleikar hjá Sin Fang eru þó betri en góðir hjá flestum böndum.

Ég náði síðustu þremur lögunum hjá Fist Fokkers. Vafnir inn í jólaseríur voru þeir að hamast á Sinead O‘Connor með sinni útgáfu af ,,Nothing Compares 2 U”. Svo renndu þeir í kóver af Kelly Clarkson og Beastie Boys með miklum krafti. Hljóðmaðurinn reyndi að taka þá úr sambandi en lýðurinn trylltist. „Besta band á Íslandi“ sagði einhver í krádinu. Og ég get alveg tekið undir það að Fist Fokkers eru eitt skemmtilegasta tónleikaband landsins.

Einhver hafði sagt mér að Space Chiefs 3 sem lokuðu kvöldinu í Iðnó, spiluðu Balkan-metal og annars staðar hafði ég heyrt að bandið innihéldi meðlimi Mr.Bungle. Það var því ekkert annað í stöðunni en að stökkva aftur inn í Iðnó og athuga hvað væri í gangi. Space Chiefs voru klæddir í svarta hettukufla og með fiðluleikara með dulu fyrir andlitinu. Hljómsveitin bauð svo upp á einhverja geðsturluðustu tónleikaupplifun sem mögulegt er. Hún tók rúnk-attitúd Fusion tónlistar yfir á annað level með því að bræða saman austræna þjóðlagatónlist, balkanbrjálæði, hryllingsvestramúsík og grjótharðan sýrumetal. Ég varð líkamlega þreyttur af þvi að horfa á átök fiðluleikarans og andlega þreyttur af endalausri keyrslunni. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Þó að tónlistin sé ekki eitthvað sem ég myndi skella á fóninn heima var þetta svo sannarlega þess virði að upplifa.

Mynd 1: Reykjavík Grapevine – Mynd 2: Alexander Matukhno – Mynd 4: Katrín Ólafs

Airwavesdagbók Kristjáns: Miðvikudagur

Gamalt fólk kvartar oft mikið. Hlutirnir voru víst alltaf betri í gamladaga. Það er erfitt að meta hvort manns eigin neikvæðni byggist á sömu tilfinningadrifnu og röklausu nostalgíu, eða hvort að stundum hafi hlutirnir einfaldlega verið betri áður fyrr.

Ég fór fyrst á Airwaves árið 2005. Þetta var á þeim tíma sem ég fór á alla tónleika sem táningi var hleypt inn á í Reykjavík og nágrenni. Ég fékk skilríki lánuð frá bróður vinar til að komast á hátíðina. Airwaves var alsæla, endalaust mikið af böndum – það skipti ekki máli hvort það var The Zutons eða I Adapt eða hvað sem er: Allt fannst mér stórkostlegt. Í dag myndi ég hins vegar eflaust fússa yfir því að The Zutons væru bókuð á hátíðina og standa svo aftast með krosslagðar hendur á I Adapt tónleikum.

Kannski er maður orðinn lífsreyndari, eða kannski bara meira anal og ömurlegur, en þegar ég lít yfir prógramið í ár og hlusta á listamennina sem munu spila er hins vegar óóósköp fátt sem vekur upp vott af eftirvæntingu. Hjá erlendum listamönnum hefur einhver óspennandi synthadrifinn og dansvænn indírokkpúki smám saman tekið yfir alla tónlistarsköpun – eða þannig virkar það allavega.

Og þrátt fyrir að það séu alveg rosalega margir íslenskir listamenn að gera mjög góða, flotta og skemmtilega hluti, þá er alveg fáránlega lítið nýtt í gangi. Sérstaklega fyrir þjóð sem þreytist ekki á því að monta sig yfir eigin tónlistarmönnum og viðheldur öllum mýtum um yfirskilvitlegt samband óspilltrar náttúru og tilraunakenndrar listsköpunar. Þvert á það sem umheimurinn heldur vantar nefnilega einhverja almennilega greddu og raunverulega frumlega sköpun í íslenska tónlist í dag.

Nú ætla ég alls ekki að kenna Airwaves hátíðinni um þessa þróun. (Ég segi þróun af því að ég held að þetta hafi ekki alltaf verið svona. Krúttið var t.d. uppfullt af listrænni greddu (mjög passífri jú) og ákaflega nýrri sköpun. Harðkjarnasenan hefur oft verið mjög spennandi og það sem stundum hefur verið kallað Póst-krútt – þ.e. FM Belfast, Retro Stefsson o.s.frv. – var eitthvað nýtt og áberandi spennandi fyrir þremur árum. Líklega kemur þetta bara í bylgjum. Þekktur breskur útvarpsmaður segir víst t.d. nóg að koma á hátíðina á þriggja ára fresti til að uppgötva eitthvað nýtt.) Stundum læðist hins vegar að mér sá grunur að þrátt fyrir öll þau jákvæðu áhrif sem Airwaves-hátíðin hafi haft á tónlistina í landinu, eigi hún líkan örlítinn þátt í geldingu íslenskrar tónlistarsköpunar.

Fyrir nokkrum árum sá ég góðan vin minn spila á Airwaves-tónleikum með frábærri hljómsveit. Tónleikarnir voru hins vegar hræðilegir. Það voru aðallega útlenskir blaðamenn á staðnum, en bara nokkrir aðdáendur. Hljómsveitin spilaði ofboðslega illa en einbeindi sér mest að því að líta vel út fyrir myndavélarnar. Nú leggur þessi vinur minn ekki neitt sérstaklega mikið upp úr því að meika það. En það er þessi óhjákvæmilega meðvitund listamannanna um tækifærin sem billjón útlenskir blaðamenn og útgefendur hafa í för með sér sem hefur, að ég held, vaxið með hverri hátíð. Auðvitað hefur það í för með sér meiri metnað af hálfu hljómsveitanna, en stundum finnst mér að það sé fyrst og fremst  metnaður til að láta mikilvægu fólki líka við sig.

Iceland Airwaves er bransahátíð og tónlistarbransinn, eins og allir aðrir bransar, snýst fyrst og fremst um pening – ekki fólk eða tónlist, áhorfendur eða tónlistarmenn. Ekki að það sé neinum ákveðnum aðila að kenna, fjárhagslegir hagsmunir flugfélags, útgáfufyrirtækja, tónlistarblaða og endalaust fleiri aðila gera það að verkum að svona ganga hlutirnir einfaldlega fyrir sig. Manni líður hins vegar oft eins og maður sé bara smurolía einhverrar stórrar maskínu. Við fáum jú að njóta ágóðans þ.e. tónleikanna og virðumst á yfirborðinu vera í aðalhlutverki. En ef maður skoðar þá staðreynd að Agent Fresco hafi launalaust  troðfyllt NASA og fengið hundruði gesta til að bíða í röð fyrir utan á besta tíma hátíðarinnar í fyrra og á sama tíma þurft að kaupa sér sinn eigin bjór til að svala þorstanum á meðan á giggi stóð (lítill flöskubjór NASA kostar btw 900 krónur) og þegar maður bíður í klukkutímaröð í skítaveðri á meðan blaðamenn og aðrir vinir hátíðarhaldara valsa inn og út, finnur maður greinilega fyrir eigin merkingarleysi í þessu samhengi. 

Kannski er þetta fyrirkomulag hið besta mögulega, og kannski á maður ekkert að vera að kvarta, en stundum finnst manni listin óhreinkast við þessi augljósu tengsl við peninga. Það er kannski óhjákvæmilegt , en just sayin… Þessar hugsanir herjuðu á mig allt miðvikudagskvöldið, fyrsta tónleikakvöld Iceland Airwaves 2011. Ég vonaði innilega að öllu mínu áhugaleysi og neikvæðu hugsunum yrði troðið aftur ofan í kokið á mér með einhverri listrænni flugeldasýningu.

Fyrsta band kvöldsins var Mammút á NASA. Þau voru í svaka stuði, þétt og aðlaðandi að venju og krádið fílaði þau greinilega í drasl. Tónlistin er í stöðugri þróun, og nú er hljóðgervill farinn að spila stórt hlutverk í nokkrum lögum. Bandið virtist vera að færa sig meira í yfir í myrkari og rafrænni átt (kannski svolítið í áttina að þeirri tónlist sem Austra er að gera). Þessi elektróníski bragur lætur Katrínu minna örlítið meira á Björk, en það hafa alltaf verið ákveðin element í söngnum sem virðast koma þaðan. Kover útgáfa af ,,Follow“ af Bang Gang kom svo mjög vel út með öskrum og óhljóðum.

Næst ætlaði ég að hlusta á Sóleyju Stefánsdóttur (úr Seabear og Sin Fang), sem að mínu mati er líklega áhugaverðasti ,,nýji“ íslenski listamaðurinn á hátíðinni. Röðin sem hafði myndast inni í Hörpunni var hins vegar gígantísk og ég ákvað að halda aftur út í óveðrið.

Á Faktorý spilaði nýtt íslenskt reggíband sem kallast Amaba Dama. Hljómsveitin virtist aðallega veruð skipuð meðlimum Ojba Rasta, en með kamelljónið Earmax a.k.a. Nagmús a.k.a Maximus a.k.a. Gnúsa Yones sem frontmann. Stemmningin var vel heit, svitinn lak af rúðunum og fólk dillti sér hæglátlega við tónana. Bandið var þétt og skemmtilegt á sviði en lagasmíðarnar frekar misjafnar. Frá koveri af Týndu Kynslóð Bjartmars til ofboðslega undarlegs lags um Bjössa Bollu og svo ágætis útgáfu af danshittara Gnúsa Yones ,,Fullkomna Ruglkona“.

IKEA SATAN er eitt skemmtilegasta hljómsveitarnafn hátíðarinnar. Hraðabreytingar, samsöngur og einstaka kaflar vöktu lukku en hljómurinn var þunnur  og í heildina var tónlistin sem hljómsveitin bauð upp á á Amsterdam bara frekar auðgleymanlegt bílskúrsrokk.

Til að slútta kvöldinu – HEY! – rölti ég yfir á NASA þar sem Of Monsters and Men voru hálfnuð með settið sitt – HEY! Það virðist vera svolítil lenska hjá böndum þessa dagana að safna saman fullt af fólki upp á svið í þeim tilgangi að bæta einhverju við  tónlistana – HEY! – en ef lögin kalla ekki hreinlega á það er það oftast óþarfi – HEY! Þannig var það með OMM sem mér finnst að ættu frekar að einbeita sér að því að mjólka tilfinningarnar sem þau eru að setja í lögin frekar en að búa til eitthvað über-kraftmikið show – HEY! Bandið var semsagt kraftmikið en vandræðalegt milli laga – HEY! – og visjúalið ágætt en bætti svosem engu við tónlistina – HEY! Slagarinn ,,Little Talks“ – HEY! – var lokalagið og sungu margir með, og óháð tilfinningum mínum gagnvart laginu verður það að viðurkennast að það er alveg óþolandi grípandi – HEY!

Fyrsta kvöld hátíðarinnar ár var engin listræn flugeldasýning, fátt nýtt eða frumlegt, en gott á sinn hátt. Kosturinn við að hafa litlar væntingar til hátíðarinnar er vonandi sá að maður verður allavega ekki fyrir neinum stórkostlegum vonbrigðum…