Moondog

Einn af áhugaverðustu tónlistarmönnum síðustu aldar var án efa hinn bandaríski Louis Thomas Hardin (1916-1999) sem alla jafna gekk undir listamannanafninu Moondog. Í tilefni fæðingardags hans fann ég mig knúinn að rifja stuttlega upp snilligáfu þessa sérstæða furðufugls – en hann hefði orðið 94 ára í dag.

Moondog missti sjónina 16 ára gamall og var að mestu sjálflærður í tónlist. Hann varð þekktur fyrir að standa nær ætíð á sama horninu í New York, klæddur heimasaumuðum víkingabúningi, og flytja þar tónlist sína og skáldskap. Tónlistin hans var ansi sérstæð en hann blandaði saman áhrifum úr frumbyggjatónlist, jazzi og klassískri tónlist og voru óvenjulegir hrynjandar hans aðalsmerki.

Moondog – Death, When You Come To Me (af Moondog, 1956)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog – All Is Loneliness (af More Moondog, 1956)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog út fjölda smáskífna, ep-planta og breiðskífna á árabilinu 1949-1957, sem innihalda frábærar taktpælingar sem og undursamlegar lagasmíðar. Eftir mikla útgáfutörn dró Moondog sig í hlé frá hljómplötuútgáfu og stóð næstu tólf árin á 6. breiðgötu í Manhattan áður en forsvarsmenn Columbia útgáfunnar drógu hann inn í stúdíó árið 1969 til að taka upp. Hann var að sjálfsögðu orðin mikil költ-fígúra á þessum tíma og hafði m.a. Janis Joplin tekið lagið hans “All Is Loneliness” upp en með útgáfu Moondog (1969) og Moondog 2 (1971) glæddist áhugi á tónlist hans töluvert. Á þeirri fyrrnefndu er líklega frægasta lag hans “Lament I, ‘Bird’s Lament'” en það átti óvænta endurkomu á dansgólfum fyrir nokkrum árum og heyrist nú á hverjum virkum degi í Ríkisútvarpinu sem upphafsstef útvarpsþáttarins Víðsjár.

Moondog – Lament I, ‘Bird’s Lament’ (af Moondog, 1969)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog – Down Is Up (af Moondog 2, 1971)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog gat nú loksins uppfyllt draum sinn um að flytja til Evrópu og frá árinu 1974 og til dauðadags bjó hann í Þýskalandi. Hann byrjaði fljótlega að semja og taka upp tónlist á ný og þar gerði hann 10 plötur til viðbótar. Þessar skífur eru æði fjölbreyttar, t.d. gerði hann plötur með kammersveit, orgelspili, big-bandi, saxófónsveit eða bara sjálfum sér að syngja og spila á píanó.

Moondog – Do Your Thing (af H’arts Songs, 1978)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog  & The London Saxophonic – Paris (af Sax Pax for a Sax, 1995)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Það er því af nógu af taka af tónlist eftir Moondog og flest er framúrskarandi. Ef einhverjir vilja kynna sér tónlist hans betur má mæla með safnplötunum The Viking Of 6th Avenue, sem er frábært yfirlit tónlist hans, og The German Years 1977-1999 þar sem fókusinn er á seinni hluta ferilsins.

Því miður eru til ansi fá myndskeið með Moondog, en þetta stutta klipp hér er úr kvikmyndinni The Moving Finger (1963):

Airwaves 2010

Iceland Airwaves verður haldin 12. sinn í Reykjavík dagana 13. til 17. október nk. og vonum við innilega að kreppa og eldfjöll hafi ekki áhrif á þessa mögnuðu hátíð.

Sérstök forsala er hafin á nýrri heimasíðu hátíðarinnar www.icelandairwaves.is. Miðaverð frá 11. maí til 30. júní verður 11.900 kr. en félagar í Vildarklúbbi Icelandair greiða aðeins 8.900 kr. fyrir miðann. Miðaverð fer hækkandi eftir því sem nær dregur hátíðinni. Takmarkaður fjöldi miða er í boði og er rétt að minnast þess að það seldist upp á hátíðina á tveimur vikum í fyrra eins og svo oft áður.

Rjóminn mun færa ykkur ítarlega umfjöllun af hátíðinni bæði í hljóð og mynd og því um að gera að kíkja sem oftast við.

Hér að neðan eru tóndæmi með nokkrum af þeim erlendu listamönnum sem hafa staðfest komu sína:

jj – CEO Birthday

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Joy Formidable – Whirring

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Basia Bulat – I’m Forgetting Everyone

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Think about life – Sweet Sixteen

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Efterklang – I Was Playing Drums

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Amplifetes – It’s My Life

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Svo mun hin frábæra danska sveit Oh No Ono, sem Rjóminn gagnrýndi ekki fyrir löngu, hafa boðað komu sína og er óhætt að mæla sérstaklega með þeim.

Oh No Ono  – Helplessly Young

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nokia on Ice á Sódóma næstu helgi

Tónlistarhátíðin Nokia on Ice verður haldin 7. – 8. maí næstkomandi á Sódóma Reykjavík. Frítt verður inn á föstudagskvöldinu í boði Nokia og aðeins litlar 1000 kr. inn á laugardagskvöldinu þegar glæsilegur hópur listamanna stígur á stokk hver á fætur öðrum.

Dagskrá helgarinnar er sem hér segir:

Föstudagur:
Húsið opnar fyrir almenning kl. 24.00
24.00 DJ Margeir
01.30 DJ Mike Sheridan
Frítt inn í boði Nokia

Laugardagur:
Miri 21:15
Of Monsters And Men 22:00
Snorri Helgason ásamt hljómsveit 22:45
Who Knew 23:30
Hoffman 00:15
Biggi Bix 01:00
Sammi og Big Bandið 01:45
Cliff Clavin 02:30
Mike Sheridan 03:15 – ??

Miðaverð aðeins kr. 1.000,-

Lærðu að elska…

Það að list hafi áhrif á mann er gríðarlega einstaklingsbundin tilfinning, tilfinning sem er sjaldnast studd rökum, a.m.k. ekki rökum sem eru sýnileg í fyrstu. Maður þarf að grafa djúpt í sálarlífið og undirmeðvitundina til þess að finna þessa strengi sem tengja mann listinni svo náið. Þess vegna getur það oft verið erfitt að útskýra fyrir öðrum hvað það er sem heillar mann við tiltekið verk, maður veit það varla sjálfur.

Ég hef alltaf átt í erfiðleikum með að velja mér uppáhalds. Hvort sem það er litur, matur, staður, bíómynd eða tónlistarmaður. Það sem er í mestu uppáhaldi virðist alltaf svo ómerkilegt þegar maður ætlar að reyna að setja puttann á það sem heillar mann. Þrír hljómar, vers-viðlag-vers og einfaldur texti geta snert mann á einhvern djúpstæðan hátt sem er óskiljanlegur öðrum.

Ég ætlast þess vegna ekki til þess að allir skilji aðdáun mína á nútímaskáldinu, teiknimyndasögu-og alþýðutónlistarmanninum Jeffrey Lewis, en ég ætla samt að reyna að útskýra hana.

…Jeffrey Lewis

don’t let showmanship become more important than honesty,
if you don’t want to be so many singers you see.
You don’t have to act crazy to do something amazing,
you can be just like you should and still do something really good.
And even when you know there’s nobody listening,
say it to yourself because it’s good to your health.
I know nothing makes sense if you think too much,
religion, a pigeon, radios and television.
Though it takes so much strength just not to suck,
and not to be a cynic but defer another gimmick.”

-Jeffrey Lewis – Don’t let the record labels take you out for lunch-

Við fyrstu hlustun gæti tónlist Jeff Lewis jafnvel hljómað eins og slappur brandari; veik og hálf-nördaleg röddin, ofhlaðnir bulltextarnir og gítarhljómar svo einfaldir að litla frænka þín gæti spilað þá eftir fyrsta gítartímann sinn. En ef skyggnst er undir yfirborðið leynist þar ljóðrænn snillingur með einstakan hæfileika til þess að segja sögur sem lýsa hinu mannlega ástandi og orða hugsanir á einfaldan og hnyttinn hátt, hvort sem að lagið fjallar um það að flytja í nýja íbúð, ástarsorg eða það að vera nauðgað af tvífara Will Oldham á yfirgefnum lestarteinum. Hann er intellektjúal bítnikkskáld myndasögukynslóðarinnar og Bob Dylan YouTube-kynslóðarinnar.

Jeffrey Lightning Lewis hóf ekki að semja tónlist fyrr en hann var orðinn rúmlega tvítugur. Eftir að hafa verið í nokkrum blúsrokk böndum og Greatful Dead ábreiðuhljómsveitum í mennta- og háskóla hafði hann misst alla trú á því að tónlist gæti skipt máli. En það breyttist þegar að hann heyrði í lo-fi goðsögninni Daniel Johnston í fyrsta skipti. Hið fullomlega skeytingarleysi fyrir hljómi, kunnáttu og tækni og hin algjöra áhersla á að nota listina til einlægrar og sannrar tjáningar opnaði augu hans fyrir því sem hægt var að afreka með tónlist.

Jeff hóf að semja tónlist á kassagítar pabba síns eftir þessa uppljómun sína, og tók upp á lítið fjögurra rása upptökutæki. Hann bjóst ekki við að gefa upptökurnar nokkurn tímann út.

Tónlistin var alþýðutónlist, einfaldar melódíur og textinn í aðalhlutverk, ýmist sunginn eða talaður (stundum næstum því rappaður). Áhrifin komu aðallega frá myndasögum, New York-borg, Pönki, Amerískri alþýðu-tónlist, mannkynssögu, bókmenntum og indíkúltúr. Lögin voru skondnar smásögur og ævisögulegar pælingar um hversdagslega hluti, oft á tíðum svo opinskáar að sársaukafullt er að hlusta á þær.

Hann ákvað að mögulega væru þessi lög nógu góð til þess að deila með öðrum og fór að spila á tónleikum og selja upptökurnar. Fljótt var hann farinn að vekja þónokkra athygli innan hinnar svonefndu Anti-Folk senu í New York rétt fyrir aldamótin, þar sem hópur tónlistarlegra utangarðsmanna byrjaði að safnast saman á open-mic kvöldum á Sidewalk kaffihúsinu á austurhluta Manhattan. Flestir listarmennirnir spiluðu órafmagnaða tónlist með Gerðu-Það-Sjálfur (D.I.Y.) og pólitískum viðhorfum pönksins með meiri áherslu á texta, innlifun og gleði en hæfileika og færni. Þessi einkenni hafa verið kjarninn í tónlist Jeffs alla tíð.

Vinir hans úr New York senunni, Kimya Dawson og Adam Green úr The Moldy Peaches hjálpuðu honum að komast inn undir hjá Rough Trade útgáfunni í Bretlandi og árið 2001 kom út frumraunin, The Last Time I Did Acid I Went Insane.

,,Einsamall maður er einlægur, en við innkomu annars hefst hræsnin.” sagði Ralph Waldo Emerson og á það vel við tónlistina. Sá sem semur tónlist bara fyrir sjálfan getur ekki verið annað en fullkomlega einlægur í sköpun sinni, en aðeins við vitneskjuna um að annar muni heyra verkið breytist sköpunarferlið. Listamaðurinn verður meðvitaður um sjálfan sig, listina og þau viðbrögð sem hún mun fá. Það er á þeim tímapunkti sem að margir listamenn fara útaf brautinni og byrja að hugsa um hvernig þeir líta út. Við viljum að öllum líki við okkur og reynum að gera það sem við teljum að geðjist öðrum. Við viljum sýnast klárari, fyndnari, fallegri og meira hipp og kúl en við erum. Listamaðurinn fer að semja tónlist sem hann heldur að aðrir vilji að hann geri. Broddurinn hverfur og allir listamennirnir byrja að hljóma eins, og þeir sem synda á móti straumnum fá litla eða enga athygli.

Í þennan listræna heiðarleika hefur Jeff einbeitt sér við að halda, og þar af leiðandi ekki verið í uppáhaldi hjá tískumótandi miðlum í tónlistarbransanum (indí-yfirvaldið Pitchforkmedia virðist m.a. ekki hafa mikið álit á Jeff, eða reyndar nokkrum sem hefur komið úr Anti-Folk senunnni ef út í það er farið). Ég reyndar skil vandamálið sem gagnrýnendur standa frammi fyrir þegar þeir meta plöturnar, þær eru gríðarlega ójafnar. Þegar listamaður gerir tónlist gagngert fyrir sjálfan sig verða til gullmolar en einnig hellingur af dóti sem á ekkert erindi við aðra. En persónulega fyrir mig bæta demantarnir allt annað upp.

Snilldin í list Jeff’s felst í stórkostlegum hæfileika til þess að segja sögur á einfaldan, einlægan og frumlegan hátt. Flest lögin endurspegla níhílíska heimsmynd en þó ávallt með jákvæðum boðskap fullum af von og bjartsýni. Einlægni felst nefnilega í því að þora að horfast framan í grimman heiminn án þess að falla í pytt sýndarmennsku eða sýnikalisma. Að taka öllu sem gríni og kaldhæðni er huglaus flótti frá raunveruleikanum, en að takast á við hann með bros á vör er hugrekki.

Jeff sver sig í ætt við marga aðra alþýðutónlistarmenn þar sem hann er hvorki sérstaklega fær hljóðfæraleikari né söngvari, tónlistin er aðeins miðill fyrir orðin, sögurnar og tilfinningar. Hann tjáir sig einnig á svipaðan hátt í myndasögunum, sem eru ýmist ævisögulegar eða vísindaskáldsögur. Teikningarnar og sögurnar eru einfaldar og húmorinn og sjálfsháð í fyrirrúmi. Oft virðast listformin skarast, annars vegar í lögum um uppvakninga og ofurhetjur og hins vegar rímuðum myndasögum. En það er helst í því sem að hann kallar ,,low-budget heimildarmyndir” sem að formin sameinast fullkomlega í eitthvað nýtt og ferskt. Þar rekur hann sögu einhvers fyrirbæris í söng og teikningum. Það er sérstaklega skemmtilegt fyrir áhugamenn um tónlist að fara í gegnum sögu Rough Trade, The Fall, K-records og sérstaklega hinn 8 mínútna langa, og 1500 orða, ljóðabálk The Complete History of the Development of Punk on New York’s Lower East Side from 1950 to 1975. YouTube hefur reynst honum góður vettvangur til að miðla listinni, því að ,,í eigin persónu” njóta sjarmi og gáfur Jeffs sín enn betur en á plötunum.

Jeff Lewis hefur gefið út 5 breiðskífur (þar af eina aðeins með lögum eftir bresku anarkó-pönksveitina Crass) og fjöldann allan af lögum á sjálfútgefnum stuttskífum, safnplötum og samvinnuplötum. Hann skipuleggur ennþá allar tónleikaferðir sínar sjálfur og sefur ósjaldan á gólfum vina og aðdáenda um allan heim til þess að láta enda ná saman á ferðalögunum.

Að velja nokkur lög úr safni á annað hundruð laga er ekki auðvelt mál, en hér eru 5 lög (eitt af hverri breiðskífu),og svo fjögur myndbönd. Saman gefur þetta fólki vonandi ágætis mynd af list Jeffrey Lewis.

Jeffrey & Jack Lewis – Williamsburg Will Oldham Horror (af City & Eastern Songs [2005])

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jeffrey Lewis & The Junkyard – If Life Exists (af Em Are I [2009])

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jeffrey Lewis – East River (af The Last Time I Did Acid I Went Insane [2001])

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jeffrey Lewis & The Jitters – End Result (af 12 Crass Songs [2007])

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jeffrey Lewis – If You Shoot The Head You Kill The Ghoul (af It’s The Ones Who’ve Cracked That The Light Shines Through [2003])

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Complete History of the Development of Punk on New York’s Lower East Side from 1950 to 1975.
http://www.youtube.com/watch?v=88QLxLHQW_M

The Chelsea Hotel Oral Sex Song
http://www.youtube.com/watch?v=lfQzqgsch8w

Low-Budget History of Communism in China
http://www.youtube.com/watch?v=-ryogcssMvg

Tvær nunnur og múlasni

Það er alltaf gaman að rifja upp skemmtilega tónlist og ein af þeim plötum sem ég rifja upp reglulega er eina breiðskífa hinnar mögnuðu rokksveitar Rapeman, Two Nuns and a Pack Mule, frá árinu 1988.

Hljómsveitin Rapeman lifði í skamman tíma undir lok 9. áratugarins og hana skipuðu Steve Albini, sem hafði nýverið leyst upp Big Black, og þeir David Wm. Sims og Rey Washam sem voru áður  í Scratch Acid. Auk breiðskífunnar gáfu þeir félagar út nokkrar stuttskífur áður en þeir lögðu upp laupanna í kringum 1989/90. Það var að sjálfsögðu mikil synd enda er hljómplatan Two Nuns and a Pack Mule frábært verk þar sem skerandi gítarhljómur Albini smellpassar við þétt samspil Scratch Acid félaganna.

Rapeman – Radar Love Lizard

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

RapemanNafngift sveitarinnar vakti þónokkra athygli og þótt mörgum hún ósmekkleg. Nafnið er fengið frá japanskri manga teiknimyndasögu um nokkurskonar einkaspæjara sem beitir ansi óhefðbundnum aðferðum við að leysa þau mál sem á borð hans koma. Þó að sögurnar hafi í raun verið kolsvartar kómedíur og höfundur þeirra hafi verið kona þá sökuðu margir meðlimi Rapeman um kvenhatur og að hvetja til nauðgana með nafngiftinni. Þannig mætti oft stór hópur fólks fyrir utan tónleikastaði til þess eins að mótmæla til þess að mótmæla tónleikahaldi þeirra og stundum voru sjónvarpsstöðvar einnig á staðnum til að flytja fréttir af mótmælunum. Þó að nafnið hafi vissulega verið þeim fjötur um fót, enda gekk stundum illa að bóka tónleikastaði og að fá verslanir til að selja plötuna þeirra, þá vöktu þessi hörðu viðbrögð nokkra athygli og urðu e.t.v. til þess að bera hróður sveitarinnar frekar út.

Strax í upphafi Two Nuns and a Pack Mule lýsa Rapeman yfir stríði gegn hljóðhimnum hlustenda og við tekur svo hvert lagið af öðru þar sem hrátt og hávaðasamt rokkið fær að njóta sín. Einkennandi gítarhljómur Steve Albini er í aðalhlutverki, sem oft á tíðum hljómar eins og Albini hafi breytt hljóðfærinu sínu í hárbeitt rakvélablað, og eftir að hafa stuðst við trommuheila í mörg ár í Big Black blómstrar hann í samspili við frábæran trommuleikara.

Rapeman – Monobrow

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Húmorinn er svo aldrei langt undan, eins og t.d. í “Kim Gordon’s Panties” sem að hluta til er afbökun á Sonic Youth laginu “Schizophrenia” og þekja þeirra af ZZ Top laginu “Just Got Paid” er stórskemmtileg. Lokalagið “Trouser Minnow” er svo stórkostlegur endir á plötunni, ekki síst fyrir ákafann flutning Albinis á textanum sem kallast á við nafn sveitarinnar.

Rapeman – Trouser Minnow

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þegar Rapeman leystist upp var Steve Albini þegar orðinn umtalaður og eftirsóttur sem upptökumaður, enda gátu fáir náð hráleika og krafti eins vel á hljómband. Hann hefur síðan þá tekið upp aragrúa hljómsveitum og tónlistarmönnum og er listinn of langur til upptalningar. Albini stofnaði síðar hina frábæru Shellac, sem meðal annars hélt stórkostlega tónleika hér á Íslandi sumarið 1999. Bassaleikarinn David Wm. Sims gekk til liðs við fyrrum Scratch Acid félaga sinn, David Yow, í sveitinni Jesus Lizard og Rey Washam hefur spilað með hinum ýmsu rokksveitum, m.a. Ministry um tíma.

Þrátt fyrir stutta starfsævi og aðeins eina breiðskífu hefur Rapeman síður en svo fallið í gleymsku meðal þeirra sem á annað borð hafa heyrt í sveitinni. Það er þó um að gera að halda nafni hennar á lofti enda hafa vart frábærari rokksveitir gengið á þessari jörð. Fyrir nokkrum árum þegar útgáfan Touch and Go hélt upp á 25 ára afmæli sitt voru bæði Big Black og Scratch Acid endurvaktar að tilefninu til að spila á afmælistónleikum. Nú þegar 30 ára afmæli Touch and Go nálgast getum við krosslagt fingur og vonað að Rapeman muni koma aftur saman af því tilefni…

Árslisti Rjómans 2009

Já nú er loksins komið að því … árlisti Rjómans fyrir músík árið 2009 er tilbúinn!

Fjöldi frambærilegra hljómplatna kom út á árinu en toppsætin voru engu að síður nokkuð afgerandi þó mjótt hafi verið á munum hér og þar. Líkt og undanfarin ár endurspeglar árslistarnir fjölbreytilega tónlistarflóru innanlands sem utan en eins og svo oft áður þá skipa frumburðir hljómsveita og tónlistarmanna nokkuð ríkan sess á listunum. Lesendur Rjómans eiga vafalaust eftir að vera sammála sumu á listunum og vonandi kynna sér annað því eins og oft þá hefur aðeins hluti allra þeirra frábæru hljómplatna sem koma út á ári hverju fengið sómasamlega umfjöllun. Við kveðjum því 2009 með stæl og byrjum að gíra okkur í 2010 … njótið heil.

arslistinn

Árslisti Rjómans 2009 – bestu íslensku og erlendu plöturnar

Einstaklingslistar Rjómapenna 2009

Árslisti lesenda 2009!

LESENDAKONNUN_stort

Jæja – þá fer að líða að því að árslistar tónlistarpressunnar fari að birtast á síðum blaðanna. Rjóminn vill þó ekki að það séu einungis spekúlantar pressunar sem fái kosningarétt  – heldur eiga lesendur líka að fá eitthvað til málanna að leggja. Nýtið því endilega ykkar rétt og hjálpið okkur að velja bestu plötu ársins 2009! Svona gengur þetta fyrir sig:

  • Þið sendið okkur póst á netfangið plataarsins@gmail.com fyrir 15. desember.
  • Þar tilnefnið þið 3 bestu íslensku plöturnar og 3 bestu erlendu plöturnar.
  • Atkvæðin verða svo talin, niðurstöðurnar birtar og mun einn sérlega heppinn einstaklingur fá jólaglaðning!

Já – við gleymdum að minnast á það! Rjóminn splæsir jólagjöf á einn heppinn þátttakanda sem dreginn verður út af handahófi.

Jólarjómi í desember!

Nú í desember ætlum við Rjómverjar að leggja okkar af mörkum til að koma lesendum í jólaskapið. Það er nefnilega fátt hvimleiðara en blessuð sömu þreyttu jólalögin sem hamrast á hlustum almennings á aðventunni og því bjóðum við á Rjómanum upp á aðra valkosti. Á hverjum degi til jóla opnast nefnilega jóladagatal Rjómans og óvænt og öðruvísi jólalög koma í ljós – sem eru þó umfram allt öll skemmtileg. Fylgist því með á Rjómanum í desember og hlustið á hvaða jólarjómi kemur úr dagatalinu á hverjum morgni.

jolarjomi_stort

Myndir & Mayhem

Einn af þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á boðstólnum í kringum Airwaves hátíðina er ljósmyndasýning Harðar Sveinssonar og rokk og ról ljósmyndum í Kaffistofunni (Hverfisgötu 42). Hörður hefur m.a. myndað fyrir Monitor, Grapevine og Fréttablaðið og verið duglegri en flestir að ljósmynda íslenskt tónlistarlíf undanfarin ár. Í tilefni sýningarinnar hefur vegleg tónleikadagskrá verið skipulögð, en fylgjst má með tónleikaviðbótum á facebook.

Fréttatilkynningin hljómar svo:

Kraumur og Hörður Sveinsson kynna : Myndir og Motherfokking Mayhem!! Ljósmyndasýning og tónleikar á Kaffistofunni, Nemendagallerý LHÍ, Hverfisgötu 42.

Hörður Sveinsson heldur sína fyrsta einkasýningu dagana 14. til 20. október og til að hafa sýninguna sem veglegasta fékk hann Kraum tónlistarsjóð í lið með sér til að skipuleggja brjálæðislega tónleikaseríu með helstu böndum Íslands.

Hörður, sem hefur síðustu ár myndað flestar hljómsveitir Íslands, mun sýna rjómann af þeim myndum, bæði portrait og live myndir.

Einnig munu nokkrir af þeim tónlistarmönnum sem koma fram sýna sín eigin verk í minni sal Kaffistofunar.

Sýningin er opin frá klukkan 12:00 á daginn.

miðvikudagur :
18:30 – Sýning opnar
18:30 – Fritzl kids, DJ set
20:00 – Reykjavík!
21:00 – Sudden weather change

fimmtudagur :
17:00 – Dj Flugvél og geimskip
18:00 – Mammút

föstudagur :
17:00 – Sykur
18:00 – Who knew
19:00 – TBA

laugardagur :
17:00 – Japanese supershift and the future band
18:00 – Miri
19:00 – TBA

Það væri því margt vitlausara en að skella sér hressa ljósmyndasýningu yfir Airwaves og njóta tónleika á meðan.

Rokk og ról á RIFF

Alþjóðleg kvikmyndahátíð (RIFF) stendur yfir dagana 17.-27. september og eins og fyrri ár þá er af nóg að taka fyrir tónlistarunnendur sem og kvikmyndaböffa. Á hátíðinni er sér flokkur fyrir tónlistarmyndir sem nefnist Sound on Sight og í honum eru sjö kvikmyndir að þessu sinni, þar á meðal þrjár nýjar íslenskar heimildamyndir um Hjálma, Ólaf Arnalds og Eistnaflug tónlistarhátíðina.

Sounds on Sight (smellið á titil fyrir nánari upplýsingar)

Bráðna (UK) 2009, Philip Clemo

Eistnaflug 2008 (ICE) 2009, Atli Sigurjónsson

Er ég nægilega svartur, að þínu mati? (SWE) 2009, Göran Olsson

Himininn er að hrynja … en stjörnurnar fara þér vel (ICE) 2009, Gunnar B. Guðbjörnsson

Hróarskelda (DK) 2008, Ulrik Wivel

Hús fullnægjunnar (US) 2009, Jesse Hartman

Hærra ég og þú (ICE) 2009, Bjarni Grímsson & Frosti Jón Runólfsson

Fjöldi annarra tónlistartengra kvikmynda eru einnig sýndar; vísindaskáldsöguvestrasöngleikjamyndirnar Stingray Sam og The American Astronaut eftir Cory McAbee, Amadeus eftir heiðursgestinn Milos Forman, tónleikakvikmyndin Neil Young Trunk Show í leikstjórn Jonathan Demme sem er lokamynd hátíðarinnar og svo er fágætt tækifæri til að sjá költ söngvamyndina Rocky Horror í kvikmyndahúsi á RIFF.

Að auki eru nokkrir tónleikar skipulagðir í kringum hátíðina; Olivier Mellano flytur nýja, frumsamda tónlist við klassískan vegatrylli Stevens Spielberg, Duel (1971), í Iðnó 20. og 21. september. Leikstjóri og aðalleikari Húss fullnægjunnar, Jesse Hartman, heldur tónleika á Batteríinu 24. september (einnig hluti af Réttum tónleikahátíðinni). Svo er það hljómsveitin Malneirophrenia spilar tvenna tónleika í tilefni RIFF, í Hinu húsinu 17. september þar sem tónlist Nino Rotta úr Guðföðurnum er í aðalhlutverki og svo á Bakkusi 24. september þar sem sveitin spilar frumsamda tónlist við kvikmynd Tod Browning, The Unknown (1927), en frítt er inn á báða tónleika Malneirophrenia.

Nánari upplýsingar um sýningar og miðaverð er að finna á heimasíðu Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, riff.is.

Hjálmar – IV : forsala hjá gogoyoko

Fjórða plata Hjálma, sem heitir einfaldlega IV, fæst nú í sérstakri forsölu hjá tónlistaveitunni gogoyoko auk þess sem eldri plötur sveitarinnar eru á sérstökum gjafaprís.

Hjálmar - IV

Smellið hér til að kaupa plötuna

Það er langt síðan jafn mikil eftirvænting hefur ríkt vegna útkomu íslenskrar plötu og jafnvel enn lengra síðan áhugi erlendis frá hefur verið jafn mikill og nú. Ekki nema furða þar sem viðkunnanlegt og afslappað lopapeysu-reggí drengjanna í Hjálmum nær að bræða jafnvel hörðustu teflon sálir.

Eins og frægt er orðið fóru Hjálmar til Jamaíka, vöggu reggí tónlistarinnar, og tóku meirihluta plötunnar upp m.a. upp í gamla stúdíóinu hjá sjálfum Bob Marley. Þeir fengu til liðs við sig suma af færustu session spilurum landsins (sem sumir hverjir eru goðsagnir innan tónlistargeirans) og voru meira að segja svo lánsamir að taka upp á sömu tæki og spila á sömu hljóðfæri og gamlar hetjur eins og Marley heitinn notuðu á sínum tíma. Það þarf auðvitað ekki að taka fram að þessi Jamaíkaferð Hjálma gefur plötunni einstakann blæ og er sem aukinn gæðastimpill á annars frábæra tónist.

Hjálmar verða að spila á Réttum – Reykjavík Roundup sem fram fara 23. – 26. september.

Hjálmar – Manstu

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýja múm platan seld fyrst í heiminum á gogoyoko

Sing a Long to Songs You Don’t Know, nýjasta breiðskífa hljómsveitarinnar múm, er nú fáanleg fyrst í heiminum, til hlustunar og kaups á gogoyoko.com

Nýja múm platan

Smellið hér til að kaupa plötuna

Ákveðinn hluti af sölu plötunnar, eða 10%, rennur til mannúðarsamtakana Refugee United. Samtökin aðstoða flóttamenn, sem þurft hafa flýja heimaland sitt, að komast að nýju í samband við fjölskyldu, ættingja og vini. Þau eru ein af þeim góðgerðar- og umhverfisverndarsamtökum sem gogoyoko.com vinnur með, en eitt af markmiðum gogoyoko.com er að hvetja og auðvelda listamönnum og tónlistarunnendur að láta gott af sér leiða gegnum tónlistarkaup, sölu og notkun síðunnar.

www.refunite.org

Verið með þeim fyrstu í heiminum til að eignast nýju múm plötuna og styrkið um leið gott og þarft málefni.

Smellið hér til að kaupa plötuna

múm – Sing Along (Radio Edit)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Innipúkinn 2009

Innihátíðin Innipúkinn er fyrir löngu orðinn fastur liður í sumartónleikadagskrá höfuðborgarinnar en hefur þó verið með ýmsu sniði eftir árum. Í fyrstu var hátíðin smá í sniðum og stóð yfir í einn dag en óx skyndilega í nokkra daga þéttskipaða tónleikadagskrá með alþjóðlegum tónstirnum. Síðan hefur Innipúkinn verið með ýmsu móti en í þetta skiptið var dagskránni dreift á þrjú kvöld á tveimur tónleikastöðum og hafði dálítinn mini-Airwaves brag á sér. Dreifðari tónleikar höfðu einnig mun fleiri kosti en galla þar sem allar sveitir höfðu rúman tíma til spilamennsku og gátu því spilað langt prógram, auk þess sem sama sem engar raðir mynduðust (að því er ég varð var við að minnsta kosti).

Föstudagur

Það fyrsta sem ég sá og heyrði á Innipúka ársins var samsuðuatriðið Me The Slumbering Napoleon & <3 Svanhvít sem spilaði á Batteríinu en virkaði sem fremur óspennandi einkaflipp meðlima og náði ekki að halda athygli minni nema í ca. hálft lag.

Á Sódómu hófu Bárujárn leikinn og spiluðu theramíndrifið surfrokk sem var bráðskemmtilegt og óvænt fyrir þann sem hafði ekki hugmynd um hvernig sveitin hljómaði. Þrátt fyrir marga skemmtilega og ferska spretti voru nokkur lög sveitarinnar keimlík en í heildina voru tónleikar Bárujárns frábærir.

Ég náði að kíkja á nokkur lög með Sin Fang Bous á nærri troðfullu Batteríinu og þó að lögin hafi verið frábær fannst mér tónleikaflutningurinn á þeim töluvert lakari en á skífu.

Það var því með lítilli eftirsjá sem ég skundaði til baka á Sódómu til að hlýða á sigursveit músíktilrauna, Bróðir Svartúlfs. Sveitin byrjaði nokkuð vel en missti aðeins dampinn eftir nokkur lög, hljóðfæraleikur var þó góður og trommarinn var í essinu sínu. Helsti gallinn við tónleikana var að frekar illa heyrðist í söngvaranum og þar sem maður fékk það á tilfinninguna að mikið væri lagt í textagerðina var það miður.

Sudden Weather Change byrjuðu með krafti á Batteríinu og voru í miklu stuði sem og áhorfendur. Framan af tónleikunum hafði sveitin gest hjá sér á sviðinu sem sneri baki í áhorfendur las dagblað af mikilli einbeitingu, en mig grunar reyndar að þessi gjörningur hafi farið framhjá flestum tónleikagestum. Hljómsveitin var þétt að venju og hljómaði í reynd betur en á nýlegri plötu þeirra og svo fékk nýtt lag að hljóma sem var nokkuð gott.

Sykur lokuðu kvöldinu á Sódómu með sinni yfirdrifnu hressu og sykursætu dansmúsík og komu áheyrundum fljótt í gott stuð. Sveitin spilaði lengi og þrátt fyrir dansvæna takta var tónlistin dálítið tilbreytingalaus þegar síga fór á seinni hlutann. Innkoma söngkonu undir lok tónleikana reddaði því aðeins þótt að mér hafi persónulega ekki þótt hún gefa nógu mikið af sér til að vera sannfærandi forsöngkona. Fyrsta kvöld Innipúkans var í heildina mjög gott og hafði upp á nóg af fjölbreyttri og skemmtilegri músík að bjóða.

Laugardagur

Ég mætti um miðbik dagskráarinnar á laugardagskvöldinu og sá Seabear spila á Sódómu. Nokkuð er um liðið síðan ég sá sveitina síðast spila og var ánægjulegt að heyra hversu frábærlega samstillt og vel spilandi hún var. Nokkur ný lög heyrðust og hljómuðu vel en sum þeirra fannst mér nær Sin Fang Bous í stíl enda sami lagahöfundur að baki báðum sveitum. Tónleikar Seabear heppnuðust vel og hljómuðu mun betur en tónleikar systrasveitar þeirra kvöldið áður.

Næstur á svið sté aldursforseti hátíðarinnar, sjálfur Gylfi Ægisson, og því miður virtust flestir innipúkar ætla að missa af þessum einstaka viðburði því áhorfendahópurinn grisjaðist töluvert á milli atriða. Gylfi hóf leikinn á nokkrum af sínum þekktustu slögurum; “Stolt siglir fleyið mitt”, “Sjúddirarirei” og “Í sól og sumaryl” voru þar á meðal. Gylfi lék á gítar og söng en á bakvið hljómaði undirspil af einhverri svakalegri skemmtaragræju sem var skemmtilega hallærisleg en einnig nokkuð pirrandi þegar nokkur lög voru búin. Þar sem kappinn hafði rennt í gegnum flest þau lög sem ég kunni skil á úr safni hans þótti mér lítil eftirsjá þótt ég léti þennan flutning nægja og hvarf á braut á meðan leikar stóðu hæst.

Á Batteríinu voru nefnilega hin sískemmtilegu FM Belfast að fara að stíga á stokk og þrátt fyrir að hafa séð þau spila nærri óendanlega oft þá sprengja þau ætíð alla stuðmæla, jafnvel hjá fýlupúka eins og mér. Batteríið var troðfullt, hitinn ógurlegur og svitahvetjandi músíkin gerði það að verkum að tónleikagestir (a.m.k. þeir sem voru framarlega) urðu holdvotir á tónleikunum. Varla þarf að taka fram að tónleikarnir voru frábærir eins og venjulega en þeir liðu hratt framhjá í sælu- og áfengisvímu þannig að nákvæm atriði eru að miklu leyti fjarri minni mínu. Þrátt fyrir plön um að enda kvöldið á Stórsveit Nix Noltes varð lítið úr þeim efndum eftir stuðoverdose FM Belfasts …

Sunnudagur

Á sunnudagskvöldinu voru mörg spennandi atriði, þar á meðal Hjaltalín og samstarf Megasar og Ólafar Arnalds, að ógleymdu pöbbkvissi Innipúkans sem vafalaust var bráðskemmtilegt. Vinir og ættingjar þess sem hér skrifar héldu hinsvegar óvænta afmælisveislu mér til heiðurs og varð úr að ég fór hvergi á Innipúkann þetta lokakvöld. Jæja, þá er bara að bíða eftir næstu hátíð enda hefur Innipúkinn löngu stimplað sig inn sem aðaltónlistarhátíð hvers sumars.

Konungur poppsins allur

165234AEins og flestum ætti nú að vera orðið kunnugt um er Michael Jackson látinn, aðeins fimmtugur að aldri. Fregnir af andláti hans bárust eins og eldur um sinu á internetinu í gærkvöldi og voru flestir ef ekki allir slegnir að heyra um fráfall poppgoðsins. Það er varla til það mannsbarn sem ekki þekkir Michael Jackson og er því ekki ofsögum sagt að hann hafi verið Elvis okkar tíma, þó svo að ólíkir hafi þeir verið.

Jackson vann að undirbúningi tónleikaraðar sem átti að marka endurkomu hans í tónlistarheiminn en á sama tíma að vera hans síðasta. Tónleikaröðin átti að hefjst í London þann 13. júlí og varð uppselt á svipstundu, enda hafði Jackson ekki komið fram á tónleikum í heillangan tíma.

Rjóminn leggur til að allir taki sér smá tíma og hlusti á eitt til tvö lög með meistaranum honum til heiðurs, en hann mun ávallt lifa áfram í tónlistinni!

Rökkurró og röð ábreiða

Hljómsveitin Rökkurró hefur haft nóg fyrir stafni undanfarið en þau fóru meðal annars í tónleikaferðalag fyrr á árinu eftir að mannabreytingar höfðu orðið á sveitinni. Einnig spiluðu þau á Gogoyoko/Grapevine tónleikum í síðustu viku ásamt Kimono og Me, The Slumbering Napoleon. Nú tekur hins vegar sköpunarferlið við hjá hljómsveitinni en þau ætla að loka sig inni í bústað fram á sunnudag til að semja nýtt efni. Á meðan geta æstir aðdáendur huggað sig við eftirfarandi myndbönd, sem eru liður í röð ábreiða/kóverlaga sem Hildur og Árni úr Rökkurró hafa ákveðið að taka sér fyrir hendur. Hér má sjá fyrstu tvö myndböndin, en hið seinna var birt í dag. Lögin sem dúóið tók fyrir eru „Skinny Love“ og „Nantes“  eftir  Bon Iver og Beirut og vonast Rjóminn að sjálfsögðu til að þau verði mikið fleiri.

Viðtal við Eberg

eberg_1

Eberg er tónlistarunnendum af góðu kunnur en hann gaf út þann 3. apríl síðastliðinn sína þriðju sólóplötu á vegum Cod Music. Rjóminn náði tali af kappanum og spurði hann nokkura spurninga.

Hvernig hafa viðtökurnar á Antidode verið?
Ljómandi fínar, takk.

Af hvaða leiti er Antidote frábrugðin þinni síðustu plötu?
Það er meiri heildarbragur á henni, minni geðsjúklingur. Svo er meira um live-trommur sem gefur plötunni aðeins hlýrra yfirbragð.

Finnst þér þú hafa vaxið, breyst eða þroskast sem tónlistarmaður milli platna?
Ég veit það ekki, ég er aðallega að ná betri tökum á þeim tækjum og tólum sem ég er að brúka. Það er aldrei nein “aðkeypt stúdíó-þjónusta” þannig að þær takmarkinir sem eru til staðar hafa mikil áhrif á sándið á plötunum.

Nú hefur þú alið manninn að mestu leiti erlendis undanfarin ár. Hvar varstu og hvað vatstu að bralla?
Ég var í London. Fór þangað í upptökunám 1997, ætlaði að vera í eitt ár en árið varð áratugur. Ég kynntist fullt af góðu fólki, var að spila í böndum, taka upp, próducera og njóta lífsins.

Ertu nú kominn heim til að vera?
Jamm, þetta var orðið gott. Ég er mjög sáttur við það að vera kominn heim.

eberg_2Hvert er stefnan sett í framtíðinni? Útrás, meik, landvinningar eða bara sveitaböll?
Mig skortir alla ákveðna stefnumyndun. Það hefur alltaf háð mér. Eina sem ég veit fyrir víst er að ég stefni á að smíða fleiri plötur.

Nú aðstoðar Barði kenndur við Bang Gang þig auk annara þig á nýju plötunni. Verður áframhald á því samstarfi? Er kannski samstarf við aðra listamenn á dagskránni?
Barði gerir eitt lag með mér á plötunni. Það er mjög frískandi að vinna með þeim mikla snilling. Ég var að pródúcera plötu með breskri stúlku sem kallar sig Bird, mjög skemmtilegt dót, sú plata kemur út núna í sumarbyrjun. Ég er að vinna að plötu með Rósu í Sometime undir nafninu Feldberg, við stefnum að því að hafa hana tilbúna í haust. Svo erum við Pétur Ben að taka upp tvö lög saman fyrir kvikmynd, það er virkilega gaman.

Einhverntímann heyrði ég á það minnst að þú hefðir búið til hljóðfæri sem kallast Eharp. Er eitthvað til í þessu og ef svo er hverskonar hljóðfæri er Eharp?
Eharpan er mjög mikilvægt hljóðfæri. Það er herðatré með sex strengjum, tveimur pikkuppum, inputi, volume og tone-stýringu. Þetta var meira til gamans gert og ég spilaði á þetta þegar ég var að kynna fyrstu plötuna mina. Það þarf að drekkja þessu í effectum svo sándið nái einhverju flugi samt.

Einhver benti mér á að þú og Trent Reznor úr Nine Inch Nails væruð sláandi líkir. Þið eruð ekkert skyldir er það?
(sjá Eberg og Trent)
Ekki leiðum að líkjast… hehe. Je dúdda mía.

Rjóminn þakkar Einari “Eberg” Tönsberg kærlega fyrir og minir lesendur sína á að endasendast út í búð og tryggja sér eintak af Antidote. Við getum að sjálfsögðu ekki sagt skilið við Eberg nema heyra eins og eitt lag af plötunni.

Eberg – One Step At A Time

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.