151 hljómsveit staðfest á Hróarskeldu

Roskilde 09

Nú styttist í uppáhalds erlendu tónlistarhátíð Íslendinga en Hróarskelda í ár fer fram dagana 2.-5. júlí með upphitun frá 28.júní. Þrátt fyrir krepputal og rándýra Hróabjóra eru þeir margir sem eru að hugsa um að skella sér og nú þegar heildarlisti yfir hljómsveitirnar hefur verið birtur má búast við að flugförin verði pöntuð og miðarnir keyptir. Þrátt fyrir að listinn sé heldur dapurlegri en undanfarin ár má að sjálfsögðu finna nokkur afar bitastæð atriði sem ekki má missa af. Hér á eftir er listinn eins og hann leggur sig, en feitletruðu nöfnunum mælir Rjóminn með að kíkja á. Ykkur er svo auðvitað velkomið að bæta í sarpinn í athugasemdum hér fyrir neðan.

 • THE 20BELOWS (DK)
 • 2562 (NL)
 • ADAM TENSTA (S)
 • ALAMAAILMAN VASARAT (FIN)
 • LILY ALLEN (UK)
 • TONY ALLEN (NGA)
 • AMADOU & MARIAM (MALI)
 • AMON AMARTH (S)
 • ANALOGIK (DK)
 • …AND YOU WILL KNOW US BY THE TRAIL OF DEAD (US)
 • ASS (S)
 • BABIAN (S)
 • BADDIES (UK)
 • BADEN/PEDER/STRUCK (DK)
 • ISSA BAGAYOGO (MALI)
 • BALSTYRKO (DK)
 • BLACK DICE (US)
 • PETER BRODERICK (US)
 • THE BRONX (US)
 • CANCER BATS (CAN)
 • NICK CAVE & THE BAD SEEDS (AUS)
 • THE CHAP (UK)
 • CHOCQUIBTOWN (COL)
 • CHRIS COCO (UK)
 • TIM CHRISTENSEN (DK)
 • CODY (DK)
 • COLA FREAKS (DK)
 • COLDPLAY (UK)
 • CUT OFF YOUR HANDS (NZ)
 • DARKANE (S)
 • DAWN OF DEMISE (DK)
 • THE DEADLY GENTLEMEN (US)
 • DEADMAU5 (CAN)
 • DEERHOOF (US/JPN)
 • DEICHKIND (DE)
 • DEN SORTE SKOLE (DK)
 • THE DODOS (US)
 • DOWN (US)
 • DRAGONTEARS (DK)
 • DUB COLOSSUS (UK/ETH)
 • DUNGEN (S)
 • EAGLES OF DEATH METAL (US)
 • EL HIJO DE LA CUMBIA & ANASOL MC (ARG)
 • ESCHO presents THULEBASEN, ALLE MED BALLONER OG TERRASER and LAMBURG TONY (DK)
 • FAITH NO MORE (US)
 • FEVER RAY (S)
 • FIRST AID KIT (S)
 • FLEET FOXES (US)
 • FRIENDLY FIRES (UK)
 • FRIGHTENED RABBIT (UK)
 • FUCKED UP (CAN)
 • GANG GANG DANCE (US)
 • GET WELL SOON (DE)
 • GIANA FACTORY (DK)
 • GINGER NINJA (DK)
 • GLASVEGAS (UK)
 • GOJIRA (FR)
 • PETE GOODING (UK)
 • GROUNDATION (US)
 • HANGGAI (CHN)
 • WILL HAROLD (UK)
 • HARRYS GYM (N)
 • JON HASSELL & MAARIFA STREET (US)
 • HAUSCHKA (DE)
 • HÅKAN HELLSTRÖM (S)
 • HJALTALÍN (ISL)
 • HOT 8 BRASS BAND (US)
 • HUNTSVILLE (N)
 • I’M FROM BARCELONA (S)
 • IDA MARIA (N)
 • IMAM BAILDI (GR)
 • ISIS (US)
 • GRACE JONES (JAM)
 • JOOKS (DK)
 • KASAI ALLSTARS (CD)
 • KASSAV’ (FR ANT)
 • KATZENJAMMER (N)
 • KB18 presents WAQAR & KOBBE (DK)
 • KELLERMENSCH (DK)
 • KLOVNER I KAMP (N)
 • KVELERTAK (N)
 • LA-33 (COL)
 • LABRASSBANDA (DE)
 • LA COKA NOSTRA (US)
 • LIL WAYNE (US)
 • LUCY LOVE (DK)
 • LULU ROUGE (DK)
 • ULF LUNDELL (S)
 • MADNESS (UK)
 • MAGNIFICO (SVN)
 • MAJOR LAZER (US)
 • MALK DE KOIJN (DK)
 • THE MARS VOLTA (US)
 • THE MEGAPHONIC THRIFT (N)
 • MEN AMONG ANIMALS (DK)
 • MEW (DK)
 • MICACHU & THE SHAPES (UK)
 • TOM MIDDLETON (UK)
 • MIKE SALTA (DK)
 • MONO (JPN)
 • MUNGOLIAN JET SET (N)
 • M. WARD (US)
 • MARISSA NADLER (US)
 • NANCY ELIZABETH (UK)
 • NINE INCH NAILS (US)
 • NOVALIMA (PER)
 • OASIS (UK)
 • OH NO ONO (DK)
 • OPGANG F (DK)
 • ORKA (FO)
 • PABLO MOSES & U-ROY (JAM)
 • JOSÉ PADILLA (E)
 • THE PAINS OF BEING PURE AT HEART (US)
 • PEDE B (DK)
 • PET SHOP BOYS (UK)
 • PETTER (S)
 • PHARFAR presents A RUB A DUB NIGHT feat. special guests (INT)
 • PAAVOHARJU (FIN)
 • RUMPISTOL (DK)
 • RÖYKSOPP (N)
 • SATYRICON (N)
 • SCAMP (DK)
 • SHASTRIYA SYNDICATE (IND)
 • MIKE SHERIDAN (DK)
 • MIKAEL SIMPSON & SØLVSTORM (DK)
 • SKAMBANKT (N)
 • SLIPKNOT (US)
 • SOCALLED (CAN)
 • SOCIAL DISTORTION (US)
 • THE SOFT PACK (US)
 • SOIL AND ”PIMP” SESSIONS (JPN)
 • PETER SOMMER (DK)
 • ST.VINCENT (US)
 • STEINSKI (US)
 • STELLA POLARIS SOUND SYSTEM (DK)
 • MARNIE STERN (US)
 • TAKO LAKO (DK)
 • THE TELSTAR SOUND DRONE (DK)
 • SHUGO TOKUMARU (JPN)
 • ROKIA TRAORÉ (MALI)
 • TRENTEMØLLER – DJ Set with Live Guests (DK)
 • TRIO CAMPANELLA (DK)
 • VEKTORMUSIK (DK)
 • VINNIE WHO (DK)
 • VOLBEAT (DK)
 • VON DÜ (DK)
 • WAVVES (US)
 • KANYE WEST (US)
 • WHITE LIES (UK)
 • THE WHITEST BOY ALIVE (N/DE)
 • LUCINDA WILLIAMS (US)
 • JENNY WILSON (S)
 • WOLVES IN THE THRONE ROOM (US)
 • YEAH YEAH YEAHS (US)
 • YOGA FIRE (N)
 • ZIZEK CLUB (ARG)
 • ZU (I)
 • ÅRHUS E presents PUZZLEWEASEL, VOKS, WÄLDCHENGARTEN, VECTRAL and MORTEN RIIS (DK)

Heimasíða Hróarskeldu

Kaupa miða á hátíðina

Nista

Nista

Rjóminn frétti nýverið af kanadísk/íslenskri hjómsveit sem hefur aðsetur sitt í Montreal. Nista heitir sveitin og er skipuð þeim Stínu Ágústdóttur lagasmið og söngkonu, Tomma Gunnarssyni gítarleikara, Maiko Dubuc hljómborðsleikara, Phil Coulombe trommara og  Alexandre LeBlanc bassaleikara.

Sveitin þróaðist upp úr sólóverkefni Stínu Ágústdóttur en það gat af sér hennar fyrstu plötu, Concrete World, sem hún skóp í Montreal í Kanada. Í framhaldinu kynnast hún og Tommi gítarleikari, sem komið höfðu til Kanada eftir ársveru í London í leit að nýjum tækifærum, Kanadamönnunum sem nú skipa með þeim hljómsveitina Nista.

Stína og Tommi hafa bæði unnið í tónlist í þónokkur ár en aldrei spilað að ráði saman á Íslandi.  Stína, sem lærði jazz í háskóla, segir að hún syngi á dinner giggum hér og þar til að fá pening í vasann en að Nista sé fyrst og fremst hennar tónlist. Stína fiktar einnig við danstónlistina líka en árangurinn af þeim tilraunum má sjá og heyra á MySpace síðu sveitarinnar AXXE.

Tommi, gítarleikari Nista, var áður í bandi sem heitir Shot While Hunting og varð meira að segja svo frægur að hita upp fyrir Vampire Weekend með sveitinni þeirri. Nista á nú hug hans allan auk hliðarverkefnis sem nefnist Toykult og er gefið út af Some Bizarre í London.

Meðfylgjandi er vinsælasta lag Nista, “Teenage Dreams”, en lagið er að finna á samnefndri fyrstu plötu sveitarinnar sem kom út í nóvember í fyrra. Áhugasamir geta heyrt plötuna í heild sinni hér.

Nista – Teenage Dreams

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Viðtal við Mars Volta

Í byrjun ársins 2008 sendi hljómsveitin The Mars Volta frá sér plötuna The Bedlam in Goliath. Sveitin fylgdi útgáfu plötunnar eftir með tónleikaferðalagi, sem meðal annars flutti sveitina alla leið til Danmerkur. Þar notaði Hildur Maral Hamíðsdóttir tækifærið og tók annan forsprakka hljómsveitarinnar, Omar Rodriguez-Lopez, tali.

(Viðtalið birtist upprunalega í Beneventum og var tekið fyrir Rás 2)

Mars Volta

Eruð þið spenntir fyrir tónleikunum í kvöld?
Já, að sjálfsögðu. Ég er spenntur hvert einasta kvöld sem ég fæ að spila!

Hafið þið spilað hér áður?
Já við spiluðum í Damörku 2000 og svo árið 2003.

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þið eruð ekki mikið í því að túra um Evrópu?
Við höfum reyndar verið töluvert að spila í Evrópu. Við bara gerðum ekki mikið af því frá 2005 og þangað til núna þar sem við höfðum staðið í smá veseni og fjárhagslegum örðugleikum, skipt um hljómsveitarmeðlimi  og svona. Þannig við vorum í US í langan tíma. En við höfum alltaf vitað að stór partur velgengni okkar hófst í Evrópu, svo við höfum passað að fara þangað allavega tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Fyrsti túrinn okkar var einmitt um Evrópu! Svo það eru í rauninni bara síðustu þrjú ár sem við höfum ekki getað kíkt í heimsókn.

En hvað með Ísland, hafið þið í huga að koma hingað í náinni framtíð…?
Já, við værum mjög til í að fara til Íslands! En okkur hefur bara ekki verið boðið að koma og spila. Okkur var ekki einu sinni boðið á tónlistarhátíðina þar (Iceland Airwaves) sem allir aðrir fengu að fara á. Svo okkur langar alla mjög að fara.. Paul (gítarleikari The Mars Volta, áður bassaleikari  At The Drive-In og Sparta) var boðið að spila á Airwaves með Sparta (árið 2001).. svo já, okkur langar að vera boðið að koma.

Svo þið farið bara ef ykkur er boðið að spila, annars ekki?
Mars VoltaJa, sko.. vegna fyrirkomulags og stærðar hljómsveitarinnar eins og hún er í dag getum við ekki farið neitt lengur nema okkur sé boðið að koma og spila. Þetta er ekki eins og það var áður fyrr, þegar við gátum bara hoppað upp í rútu og bókað tónleika hvar sem var. Í gamla daga gátum við farið hvert sem við vildum. Núna, jafnvel þótt okkur dauðlangi eitthvert,  þurfum við „The Manpower“ – einhvern sem er viljugur til að koma okkur að og svoleiðis… ég meina, við erum tuttugu manns! Það eru átta hljómsveitarmeðlimir, tíu aðstoðarmenn, umboðsmaður sem skipuleggur tónleika.. við komum með okkar eigin mixborð og ljós. Umgjörðin er orðin mun stærri en hún var svo þetta er ekki eins auðvelt og hér á árum áður.

Ég skil. En varðandi íslensku hátíðina sem þú minntist á áðan, Iceland Airwaves, mynduð  þið semsagt vilja spila þar? Hátíðin er svona í minni kantinum miðað við staði sem þið hafið verið að spila á hingað til.
Já, ekki spurning! Stærðin skiptir mig engu máli. Við viljum bara hafa tækifæri til að ferðast til Íslands, sjá íslensku hljómsveitirnar og svona..

Þekkirðu til einhverra íslenskra hljómsveita?
Nei í rauninni ekki, fyrir utan þessar týpísku hljómsveitir sem allir nefna eins og t.d. Sigur Rós og Björk. Ég þekki ekki þessar „ekta“ íslensku hljómsveitir.

Þá er greinilega kominn tími á að kíkja hingað. En nú flugu fjölmargir íslendingar til Danmerkur gagngert til að sjá ykkur spila, bjóstu einhverntíman við því að sá dagur myndi renna upp, að fólk flykktist erlendis frá til að komast á tónleika með þér?
Nei, alls ekki! Við höfum eytt mestum okkar tíma í að spila fyrir nánast engan. Fyrstu sex árin spiluðum við venjulega fyrir um tvo til sex manns. Þegar við spiluðum hér í Danmörku árið 2000 var það fyrir níu til tíu manns. Þegar við spiluðum svo hér árið 2003 var það fyrir um 30-35 manns. En nú spilum við hér á landi aftur og þá er uppselt og allt (Store Vega rúmar 1500 manns)… hvert einasta skipti sem við spilum er eins og ævintýri. Okkur óraði aldrei fyrir að við ættum eftir að geta gert þá hluti sem við höfum verið að gera.

Nú er platan ykkar Bedlam in Goliath nýútkomin, hefur hún verið að fá góðar viðtökur?
Bedlam in GoliathÉg held það já! Allavega er jákvæð orka í kring um hana og fólk virðist kunna að meta hana.. viðtölin sem eru tekin við okkur segja margir vera sín uppáhalds o.sv.frv.. En þó veit ég það ekki fyrir  víst þar sem ég les ekki plötudóma okkar og ekkert um okkur á netinu. En miðað við tónleikaáhorfendur og fólkið í kringum okkur virðast flestir elska þessa plötu mest. Það geri ég líka persónulega, hún hefur fengið góðar viðtökur hjá mér! (hlær)

En hvað geturðu sagt okkur um hugmyndina að baki plötunnar?
Tónlistarlega séð þá? Þetta byrjaði allt á þeim tíma sem ég bjó í Evrópu, í Hollandi nánar tiltekið. Ég var fullur af innblæstri og samdi mikið af tónlistinni sem síðar varð að lögunum á Bedlam in Goliath. Reynsla mín í Amsterdam og fólkið þar urðu mín andagift. Hins vegar er önnur saga á bak við texta Cedrics (Bixler-Zavala, söngvara/textasmiðs hljómsveitarinnar). Andaglas sem ég gaf honum frá ferðalagi mínum um Ísrael (fyrsta frí Omars í sex ár)urðu honum innblástur að lýríkinni á Bedlam.Mig grunaði ekki að hann myndi vilja prófa það, því í okkar menningu vitum við að það á ekki að leika sér með svona hluti og að það getur haft alvarlegar afleiðingar.  Svo þetta var í rauninni bara gjöf í gamni handa honum, fallegur antík munur sem ég hélt að hann myndi geyma uppi í hillu hjá sér.  En í staðin tók hann andaglasið með sér í næsta tónleikaferðalag og eitt leyddi af öðru þar sem við erum aðeins mannlegir, og sjúklega forvitnir. Við höfum átt mikið af vinum í gegnum tíðina sem hafa látist svo við fórum að fikta aðeins við þetta.. og í rauninni þróaðist allt sem gerðist út frá því yfir í grunnhugmynd textanna hans Cedrics. Þannig að margt sem var talað til okkar í gegnum glasið notaði Cedric beint sem titil laga og sem efnisvið í texta. Þetta heltók hann upp að vissu marki og endaði með því að taka yfir plötuna, textalega séð. Tónlistin var löngu kláruð.

En virkaði andaglasið semsagt í alvörunni?
Já, að sjálfsögðu. Hefurðu aldrei heyrt um það áður? (hlær)

Ég á svolítið bágt með að trúa þessu og útskýri fyrir Omari að venjulega þegar andaglas berist í tal séu þar á ferð gróusögur sem erfitt sé að taka mark á. Fáir hafi prófað gripinn og hann virkað fyrir alvöru, og að í mínu tilviki hafi eina skiptið sem ég hafi tekið þátt í þessum voveifilega atburði verið í Halloween partýi í sjöunda bekk þar sem allir kepptust um að ýta glasinu þvers og kruss um borðið með kámugum puttunum. Ekkert dularfullt við það. En aftur að viðtalinu.

Ég spyr Omar hvaðan hann sæki sinn innblástur sem aðal lagahöfundur The Mars Volta.
Ég fæ innblástur frá öllum hlutum. Lifandi eða dauðum, góðum eða slæmum.  Hvort sem það eru góðar/illar kvikmyndir, málverk, samtöl,… allt býr þetta innra með þér og brýst út í formi tónlistarinnar. Fólk er alltaf að reyna að komast til botns í öllu. Þess vegna fundum við upp tungumálið, fötin, byggingarnar. Allt er þetta í formi tjáningarinnar. Og þetta gengur í rauninni aldrei upp, því alltaf er eitthvað nýtt að bætast við. Þannig að á því augnabliki sem þú nærð að beisla orku í smá textabút, ljósmynd, mat, kynlíf eða hvað sem er, þá allt í einu grípur þig eitthvað glænýtt. Og þú segir „guð minn góður, hvernig get ég útskýrt þetta?“. Svo innblástur kemur í rauninni hvaðanæva af. Við getum aldrei gert nógu mikla grein fyrir okkur með orðum. Ég kann mörg tungumál, þú kannt mörg tungumál, en öll heimsins orð nægja ekki til að segja frá manns innstu tilfinningum og þrám. Svo þaðan kemur þessi tjáning, list, kjaftæði eða hvað sem þú vilt kalla það (hlær).

Þannig þín leið er að setja þetta bara í form tónlistar. En hvaða tónlist hefur haft áhrif á þig í gegnum árin?
Öll tónlist. Sama dæmi og ég tók áðan, góð eða slæm tónlist, bara alltsaman. Aðaláhrifavaldur minn er þó tónlistarlegur menningararfur minn (Omar er frá Puerto Ríco), salsa o.fl. stefnur. En hins vegar hefur ýmislegt annað mótað mig, líkt og tónlist Billie Holiday, málverk Fridu Kahlo, bækur Miguel de Cervantes, listamaðurinn Salvador Dalí…  og svo ótalmargt annað.

Svo þú ert tryggur uppruna þínum, og notar hann í tónlistinni.
Já, algjörlega. Ég gæti ekki flúið rætur mínar þótt ég vildi. Ef ég reyndi að drepa þær myndu þær ásækja mig frá dauðum. Þær eru mjög mikilvægar. Þegar einhver heyrir tónlistina okkar, heyrir hann uppruna okkar. Sem er líklega ástæða þess að The Mars Volta hljómar öðruvísi en aðrar hljómsveitir. Frá rótunum sprettur upp tréið. Svo ekkert er mögulegt án þeirra.

Jæja, en varðandi tónleikana í kvöld. Við hverju megum við búast?
Mars VoltaÉg veit það í rauninni ekki. The Mars Volta er mjög heiðarleg hljómsveit. Það sem við erum að ganga í gegnum eins og er mun sjást í kvöld. Við munum spila gömul lög, ný lög, sitt af hverju, og allt mjög hátt. Sum kvöld erum við fullir orku, önnur kvöld erum við þreyttir.  Sum kvöld göngum við í gegnum einhverja ævintýralega uppljómun og erum tengdir áhorfendunum, önnur kvöld erum við gjörsamlega á okkar eigin spýtum og einangraðir, sum kvöld gerum við mistök hægri vinstri og það sést að við erum illa upplagðir, á meðan önnur kvöld springa út í dýrðarljóma.  Svo þetta er alltaf áhættusamt og speglar daginn okkar. Ef við höfum átt erfiðan dag, eða einhver kemur upp að okkur á síðustu stundu og segir bara gjörsamlega rangan hlut, þá endurspeglast það í sviðsframkomu okkar um kvöldið. En ef dagurinn hefur verið góður er hæglega hægt að búast við frábærum tónleikum.

Og hefur dagurinn í dag verið góður?
(Hlær) Svo sannarlega. Svo þetta ætti að verða gott kvöld.

Gott að heyra. En hvernig er með plönin eftir tónleikana í kvöld?
Við keyrum til Berlínar í nótt. En fyrir það höngum við saman og spjöllum við vini okkar, svo við verðum líklegast hér til um þrjú í nótt. Svo tekur næsta hættuspil við (hlær).

Já, það er ekkert annað. En þetta ætti að vera komið, nema það sé eitthvað sem þú vilt segja?
Hmm. Ekkert nema… vinsamlegast bjóðið okkur til Íslands. Og sjáið til þess að við getum verið þar í viku!  Við munum spila á eins mörgum tónleikum og við þurfum.

Ókei, snilld. Sjáumst á Íslandi!

– Hildur Maral Hamíðsdóttir
02/09/2008

Viðtal við Sudden Weather Change

Hljómsveitin Sudden Weather Change hefur hlotið mjög jákvætt umtal að undanförnu. Pitchfork Media lofaðil_42ee17baf5fc2df4d5cf93b2743859d2 bandið hástöfum í umfjöllun sinni um Airwaves-hátíðina og sérfræðingar Fréttblaðsins titluðu drengina sem björtustu von íslenskrar tónlistar. Kvintettinn er skipaður þeim Benjamin (gítar/söngur), Loga (gítar/söngur), Berg (bassi/söngur), Degi (gítar/hljómborð) og Odd (trommur). Um miðjan maí kemur út fyrsta breiðskífa bandsins sem ber hið einfalda nafn: Stop! Handgrenade in the name of Crib Death ‘nderstand? Rjóminn tók Loga Höskuldsson, einn af þremur röddum bandsins, á létt spjall.

Rjómi: Ég man óljóst eftir að hafa séð Sudden Weather Change spila í FB fyrir einhverjum 4 árum – ýmislegt hefur nú breyst síðan þá?

Logi: Já, ég ætla nú rétt að vona að þú sért búinn að gleyma hvernig þessir tónleikar voru í FB! Það sem hefur fyrst og fremst breyst á þessum 4 árum eru mannabreytingar. Sigurður Ingi hætti sem bassaleikari og við fengum Berg Thomas Anderson og Benjamin Mark Stacey til liðs við okkur, tvo stráka af erlendu bergi brotnu. Beggi kom úr ofur-bandinu Big Kahuna og Benni var bara mjög áhugaverður gaur með skemmtilegar pælingar – þeir voru bara svo góðir tónlistamenn að það bjargaði okkur alveg. En hlutirnir fóru að gerast frekar hratt eftir þetta: fljótlega var komin EP-skífa sem seldist upp, fjöldinn allur af tónleikum og tvær Airwaves-hátíðir sem heppnuðust vel hjá okkur. Og svo loksins er breiðskífa að líta dagsins ljós.

Rjómi: Getið þið sagt mér eitthvað um upptökurnar á plötunni?

Logi: Við eyddum tveimur síðustu vikunum í ágúst í elsta húsi Borgarfjarðar, sem nefnist ‘Trönur’, og tókum þar upp. Við ákváðum að vera einir úti í sveit til að hafa sem mesta einbeitingu á meðan að upptökur fóru fram. Við vildum ekki vera í Reykjavík þar sem við myndum vakna seint á daginn og hætta síðla kvöld – vera í endalausu kapphlaupi við klukkuna. Vinur okkar, Friðrik Helgason (trommuleikari Bob), var að fara að vinna lokaverkefninu sínu í upptökuskólanum á sama tíma og við vorum að fara að taka upp – svo okkur fannst upplagt að fá hann til liðs við okkur ná fram svona “fyrsta platan okkar og fyrsta platan hans”-fíling. Friðrik passaði líka fullkomlega að hugmyndum okkar um hvernig platan átti að vera og hljóma. Þar að auki er hann frábær gaur! Við fengum mikið af dóti frá vinum og kunningjum sem höfðu áhuga á að hjálpa okkur að búa til stúdíó uppí sveit, til dæmis Gunnar Þórðarson, svo að þetta var ekkert rosalega mikið mál. Við tókum plötuna fyrst upp ‘live’: trommur, bassi og gítar. Svo voru hinir tveir gítarar teknir upp seinna.

Rjómi: Hvað var eiginlega málið með CCP?

Logi: Þeir beiluðu rétt áður en við fórum í upptökur – þannig ég held að CCP sé ‘no go’ fyrir okkur

Rjómi: En Kimi – hvernig kom það til?

Logi: Ég hreint og beint man það ekki! Við höfðum spurt þá einhverntímann áður um að gefa okkur út en þá sögðu þeir nei. Þegar platan var svo næstum tilbúin leyfðum við þeim að heyra hana – þá voru þeir til í slaginn með okkur. Við hefðum ekki getað verið heppnari með plötufyrirtæki.

Rjómi: Stop! Handgrenade in the name of Crib Death ‘nderstand? – ég skil ekki alveg..?swccover_300_300

Logi: S!HIT NO CD’?

Rjómi: En hvað er svo næst á dagskránni hjá ykkur?

Logi:Það á að reyna að kom okkur á túr um Bandaríkin og Evrópu, en það er ekkert staðfest í þeim efnum – hvað veit maður á þessum krepputímum? Vonandi ferðumst við bara um allan heim, en í millitíðinni erum við að fara í hringferð um landið með sumargleði Kimi Records.

Stop! Handgrenade in the name of Crib Death ‘nderstand? kemur glóðvolg í búðir um miðjan maí en fyrsti singúlinn er nú þegar fáanlegur á Tónlist.is og ber nafnið St. Peter’s Day.

Sudden Weather Change – St. Peters Day

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kimi Records

Kimi Records

Rjóminn hitt Baldvin Esra, manninn á bakvið Kimi Records, á förnum vegi og spurði hann stuttlega út í tilurð Kima og hvað væri á döfinni hjá útgáfunni.

Mig langar að byrja á að spyrja þig út í tilurð Kimi Records og hvað það var sem fékk þig til að ráðast í þetta verkefni?

BorkoKimi Records varð til útaf Borko. Borko vantaði útgefanda og úr varð að ég stofnaði Kima. Svo samdi ég við Hjaltalín. Og svo framvegis. Ætli ég hafi látið tilleiðast út af því að ég er mikill áhugamaður um tónlist og tónlistarsenuna. Mér þykir líka gott að vera eigin herra. Sem er auðvitað ekki raunin, maður er í raun í vinnu hjá tónlistarmönnunum, búðunum og neytendum.

Hvað er á döfinni hjá Kimi og hvaða plötur eru væntanlegar?

Sudden Weather ChangeFyrst ber að nefna að fyrsta plata Sudden Weather Change kemur í apríl. Ber hún hið þjála nafn Stop! Handgrenade in the name of Crib Deathnderstand? og kemur út á geisladiski og vínyl. Annað sem hefur verið ákveðið en er komið skemmur á veg er þriðja plata Morðingjana. Svo standa yfir samningaviðræður við Borko um aðra breiðskífu hans.

Síðan Kimi Records var stofnað síðla árs 2007 hafa komið út á vegum félagsins 10 plötur sem allar hafa fengið mikið lof gagnrýnenda og hylli almennings. Kimi sér einnig um dreyfingu fyrir sveitir á borð við Agent Fresco, FM Belfast, Klive og Skakkamanage.

Þann 26. mars næstkomandi verður Kimi kvöld á Sódóma Reykjavík þar sem Sin Fang Bous, Borko og Carpet Show koma fram og Hjaltalín DJ’s þeyta skífum. Herlegheitin hefjast klukkan 20:00 stundvíslega og kostar ekki nema 800 kall inn (1500 og Kimi Records diskur fylgir með). Einnig verða bolir, diskar og LP til sölu á fáránlegum verðum.

Umfjöllun sem þessari er ekki hægt að ljúka án tóndæmis og því afar viðeigandi að enda þetta á fyrstu smáskífu Sudden Weather Change sem nefnist “St. Peters Day”.

Sudden Weather Change – St. Peters Day

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýr Rjómi

umfjollun_rjominn

Þá er nýr Rjómi loksins kominn í loftið! Eins og sjá má höfum við valið að fara þá leið að bloggvæða Rjómann en það gerum við sökum þess að okkur þótti formið á gamla Rjómanum of knappt. Bloggið gerir okkur kleyft að halda stöðugu flæði frétta um tónlist og tilheyrandi og færa þannig lesendum okkar enn meiri umfjöllun en áður. Einnig auðveldar þetta okkur hverskonar birtingu á bæði myndböndum og tónlist.

Þrátt fyrir tilkomu bloggsins eru plötudómar og umfjallanir enn aðalsmerki Rjómans og er ólíklegt að það breytist á bráð. Plötudómarnir ættu ekki að fara fram hjá neinum en þegar þessi orð eru skrifuð ætti að blasa við flestum fimbulstórt umslag hinnar ágætu plötu Grrr með Bishop Allen hér til hægri. Þarna munu svo nýjustu plötudómarnir birtast í framtíðinni en þeir eldri aðgengilegir undir flokknum “plötudómar” sem finna má í valmyndinni hér að ofan.

Árslistarnir eru svo einnig á sínum stað og eru þeir vel merkir í dálknum hér til hægri.

Ýmsar nýjungar fylgja auðvitað nýjum vef og má í því sambandi nefna að Rjóminn er nú beintengdur við Facebook og geta lesendur nú skráð sig með því að nota Facebook notanda próflínn sinn. Einnig er bein tenging við tónlistarsíðuna Last.fm til staðar og uppfærir hún stöðugt það sem ritstjórn er að hlusta á hverju sinni. Rjóminn er einnig á Twitter og uppfærist það nýjasta sem ritað er þar sjálfkrafa í dálknum hér til hliðar. Fleiri nýjungar eru væntanlegar og því um að gera að fylgjast vel með. RSS molar eru hér eins og áður og hægt er að fylgjast með  færslum og greinum ásamt ummælum og athugasemdum.

Þar sem við erum enn að vinna að ýmsum hlutum á bakvið tjöldin gætu smávægilegir hnökrar verið á hinu og þessu. Ég vona að þið sýnið okkur biðlund á meðan við lögum það litla sem útaf ber.

Ég vona að lesendur verði ánægðir með þennan nýja vef og að þeir muni taka virkan þátt í umræðunni og uppbyggingu Rjómans og hjálpa þannig til við að auka orðspor og hróður hans.

Fyrir hönd Rjómans,

– Egill Harðar

Öll Svörin : Mugison

Mugison

Mugison

Mugison þarf ekki að kynna fyrir neinum, enda á skömmum tíma orðinn einn þekktasti tónlistarmaður Íslands. Þetta eru svörin hans.

Besta plata í heimi er…
The Best Of B.B. King

Af hverju eru ekki allir að hlusta á …
Debbie Friedman – Alef Bet Song (Hebrew)

Öll börn ættu að sofna við að hlusta á…
China Broadcast Philharmonic Orchestra – Forever Flows the River

Allir ættu að hlusta að minnsta kosti einu sinni á ævinni á…
Björk – All is Full of Love

Bestu tónleikar sem ég hef séð voru …
Squarepusher þegar hann hitaði upp fyrir Toroise í Shepard Bush 2002. Þá sá ég að það er hægt að spila electrónic læf og vera jafn flottur og Elvis Presley

Þeir tónleikar sem ég sá ekki en vildi mest hafa séð eru …
Sigur Rós og Björk síðasta sumar, komst ekki í bæinn.

Platan sem mótaði unglingsárin mín er…
The Jimi Hendrix Experience – Are You Experienced

Þegar ég geng í kringum tjörnina á elliárunum vil ég hlusta á …
The Beach Boys – God Only Knows

Ég er það sem ég er af því ég hlustaði á …
Tom Waits í öll mál frá 18 – 26…. hlustaði á hann í öll mál, skuggalegt.

Ég vildi að ég hefði samið…
Beyoncé – Crazy In Love

Sá texti sem hrærir mest í hjarta mínu er…
That Feel – Tom Waits

Besta bömmerlag í heimi er…
I´m Bored – Iggy Pop

Í eigin hugarheimi gangandi um öngstræti lífsins hlusta ég helst á…
Eitthvað sem ég hef ekki heyrt áður, eitthvað sem kveikir í mér.

Þegar ryksugutónarnir óma finnst mér að undir eigi að hljóma…
Harder Better Faster Stronger  – Daft Punk

Ég var ástfangnastur unglingur þegar ég hlustaði á…
Alelda – Ný dönsk

Í sturtunni er best að syngja…
9 to 5 – Dolly Parton.. mumbla textann.. og kem svo sterkur inn í millilaginu.

Ég myndi helst vilja spila í bandi með (lífs eða liðnir)…
B.B King á gítar, Bono, Thom York og Jeff Buckley í bakröddum, Phil Collins og Addi á trommur (tvö kit), Bowie á hljómborð, Viddi í Trabant á bassa og Einar Örn á lúður, sjálfur væri ég á kassagítar sem væri ekki plöggaður í neitt, myndi bara tralla með í góðum fíling.

Vanmetnasta hljómsveit í heimi er…
James Brown og bandið hans.

Ofmetnasta hljómsveit í heimi er…
..nátturlega Pink Floyd

Þú ættir að hlusta á…
Desire – Bob Dylan

Ef ég ætti að bæta við spurningu myndi ég bæta við (og svara henni)…
Ef það ætti að spila eina plötu í gegn í jarðaförinni þinni, hvaða plata væri það?

Mitt svar..  “ég myndi vilja að fjölskyldan leigði stærsta mögulega hljóðkerfi hjá Exton og blastaði plötu sem heitir The Winner of International Accordion Prize “Stefano Bizzarr – það er ógeðslega flott safnplata með nikkutónlist”.

Öll Svörin : Úlfur Hanson

Úlfur Hanson/Klive

kliveÚlfur Hanson, einnig þekktur undir listamannsnafninu Klive, sendi frá sér sína fyrstu plötu á dögunum við mikið lof gagnrýnenda. Þetta eru svörin hans.

Besta lag í heimi er…
Þetta er ekkert smá erfið spurning… pottþétt portrait of tracy.

Besta plata í heimi er…
Úff! það er ekkert annað! ömm örugglega safnplatan ninja cuts: funkjazztical tricknology. hún er allavega tilvalin í eldhúsið, ásamt mixed bizness með beck.

Af hverju eru ekki allir að hlusta á …
Rás eitt?

Öll börn ættu að sofna við að hlusta á…
Kvöldfréttirnar.

Allir ættu að hlusta að minnsta kosti einu sinni á ævinni á…
Götuspilara lengur en í 2 mínútur.

Bestu tónleikar sem ég hef séð voru …
I Adapt á Holdrosa í tónabæ, circa 2003!

Þeir tónleikar sem ég sá ekki en vildi mest hafa séð eru …
Stereolab á íslandi.. 2000ogsnemma einhverntímann …

Platan sem mótaði unglingsárin mín er…
Mig grunar að ég hafi spilað “Follow the leader” með hljómsveitinni KoRn svo mikið að platan hafi lést um nokkur grömm.

Þegar ég geng í kringum tjörnina á elliárunum vil ég hlusta á …
Eyrnaskjólin mín.

Ég er það sem ég er af því ég hlustaði á …
Michael Jackson. þá fór ég að að stela spólum frá stóru systur minni – m.a Arethu Franklin og Debut með Björk. vo kom Aphex og Portishead aðeins seinna í safnið hennar.

Ég vildi að ég hefði samið…
Við annað símafyrirtæki en OgVodafone.

Sá texti sem hrærir mest í hjarta mínu er…
Ég heyri aldrei neina texta! einstaka lög hafa sloppið með textann með sér í hausinn á mér og þau eru ekkert svo væmin. Svarið er örugglega til eru fræ í flutningi hauks morthens…

Besta bömmerlag í heimi er…
Total eclipse of the heart.

Í eigin hugarheimi gangandi um öngstræti lífsins hlusta ég helst á…
In the nightside eclipse frá byrjun til enda.

Þegar ryksugutónarnir óma finnst mér að undir eigi að hljóma…
Eitthvað rosalega hressandi! Kannski Doomriders eða Entombed?

Ég var ástfangnastur unglingur þegar ég hlustaði á…
Örugglega Mogwai eða Blonde Redhead.

Í sturtunni er best að syngja…
Bohemian Rhapsody!

Ég myndi helst vilja spila í bandi með (lífs eða liðnir)…
HAM.

Vanmetnasta hljómsveit í heimi er..
HAM

Ofmetnasta hljómsveit í heimi er…
Metallica.

Þú ættir að hlusta á…

DUBLAB.COM! þegar þú setur streamið í gang setjast þessir snillingar inn í stofu til þín og spila bestu tónlist sem völ er á úr öllum heimshornum !! FRÍTT!

The Cramps allir

Psychobilly ei meir

Lux Interior, forsprakki The Cramps, lést þann 4. febrúar síðastliðinn

The Cramps allir Bandaríska hljómsveitin The Cramps var áhrifamesta sækóbillý sveit veraldar og átti sitt blómaskeið á 9. áratugnum. Söngvarinn Lux Interior og eiginkona hans og gítarleikari, Poison Ivy, keyrðu sveitina af fullum krafti frá árinu 1973 fram til dagsins í gær, 4. febrúar 2009, þegar Lux Interoir lést af hjartagalla á sjúkrahúsi í Californiu.

Tónlist The Cramps var slísí rokkabillý sem blandað var áhrifum frá pönki, blús, sörfi, garage-rokki og fleiru en tónlistin fékk fljótt á sig nafnið Psychobilly og varð fjölmörgum hljómsveitum innblástur. Ímynd og texta sóttu The Cramps til lélegra hryllingsmynda og annar B-mynda 6. og 7. áratugarins, sem sást á klæðnaði sveitarmeðlima, myndböndum, lagatitlum og textum.

Hvernig er öðruvísi hægt að heiðra minningu Lux Interior og The Cramps en að kíkja á nokkur myndbönd:

The Cramps – Garbage Man (af Songs The Lord Taught Us, 1980)

The Cramps – Thee Most Exalted Potentate of Love (af Smell of Female, 1983)

The Cramps – You Got Good Taste (af Smell of Female, 1983)

The Cramps – Bikini Girls with Machine Guns (af Stay Sick!, 1990)

The Cramps – Creature From the Black Leather Lagoon (af Stay Sick!, 1990)

The Cramps – Ultra Twist (af Flamejob, 1994)

Öll Svörin : Arnar Eggert Thoroddsen

Arnar Eggert

Arnar EggertArnar Eggert Thoroddsen kannast flestir við en hann er tónlistarsérfræðingur með meiru og hefur komið víða við í umfjöllunum sínum um tónlistarmenn, -konur, -stefnur og -strauma. Hér eru svörin hans.

Besta lag í heimi er…
Strawberry Fields Forever með Bítlunum

Besta plata í heimi er…
Spirit of Eden með Talk Talk

Af hverju eru ekki allir að hlusta á …
Thin White Rope

Öll börn ættu að sofna við að hlusta á…
“Satan Spawn, the Caco-Daemon” með Deicide

Allir ættu að hlusta að minnsta kosti einu sinni á ævinni á…
Bítlana

Bestu tónleikar sem ég hef séð voru …
Sigur Rós í Íslensku óperunni, 12. júní 1999. Útgáfutónleikar Ágætis byrjunar

Þeir tónleikar sem ég sá ekki en vildi mest hafa séð eru …
The Jesus Lizard í London, 1991

Platan sem mótaði unglingsárin mín er…
Junkyard með Birthday Party

Þegar ég geng í kringum tjörnina á elliárunum vil ég hlusta á …
I like it when you die með Anal Cunt

Ég er það sem ég er af því ég hlustaði á …
Pönk

Ég vildi að ég hefði samið…
“100 years from now” eftir Gram Parsons

Sá texti sem hrærir mest í hjarta mínu er…
Textinn við “Last Harbor” eftir American Music Club

Besta bömmerlag í heimi er…
“Heaven Knows I’m Miserable Now” með Smiths

Í eigin hugarheimi gangandi um öngstræti lífsins hlusta ég helst á…
“Dead Souls” með Joy Division

Þegar ryksugutónarnir óma finnst mér að undir eigi að hljóma…
Einstuerzende Neubauten, The Swans, Butthole Surfers, Boredoms og Maunir, allt í einum kór

Ég var ástfangnastur unglingur þegar ég hlustaði á…
“Cinnamon Girl” með Neil Young

Í sturtunni er best að syngja…
“Mustang Sally” með Wilson Pickett. Sjííí…

Ég myndi helst vilja spila í bandi með (lífs eða liðnir)…
John Bonham (trommur), Donald Fagen (hljómborð), Kerry King (sólógítar), Geddy Lee (bassi), Jim Morrison (söngur), Arnar Eggert (hryngítar)

Vanmetnasta hljómsveit í heimi er…
Thin White Rope

Ofmetnasta hljómsveit í heimi er…
PINK FOKKING FLOYD!

Þú ættir að hlusta á…
doo-wop

Ef ég ætti að bæta við spurningu myndi ég bæta við (og svara henni)…

Spurning: Er Rush ein svakalegasta rokkhljómsveit sem nokkru sinni hefur verið uppi?
Svar: Já.

Hljóðmynd mótmæla

Nýtt lag frá Klive

Hljóðmynd mótmæla

Mótmæli undanfarna vikna hafa strax orðið listamönnum innblástur og nú hefur tónlistarmaðurinn Klive sent frá sér lagið “Don’t Give Up The Ghost” sem unnið er úr upptökum frá mótmælum við Þjóðleikhúskjallarann þann 21. janúar síðastliðinn:

Klive – Don’t Give Up The Ghost

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þess má geta að Klive sendi frá sér frumburðinn Sweaty Psalms á síðasta ári sem fékk glimrandi umsögn hér á Rjómanum og lenti þar að auki í 7. sæti yfir bestu íslensku plötur ársins.

Öll Svörin : Kjartan Holm

Öll Svörin

Kjartan Holm

Hljómsveitin For a Minor Reflection varð flestum kunnug eftir að hafa fylgt Sigur Rós eftir á ferðalagi þeirra 2008. Nú eru FaMR strákarnir nýkomnir frá Hollandi þar sem þeir spiluðu á Eurosonic og önnum kafnir við að semja. Gítarleikarinn Kjartan Holm hripaði niður svörin sín.

Besta lag í heimi er “Vagina Bleeding” með Sudden Weather Change.

Besta plata í heimi er “( )” með Sigur Rós.

Af hverju eru ekki allir að hlusta á “Total Eclipse of the Heart” m/ Bonnie Tyler!

Öll börn ættu að sofna við að hlusta á Guðna Águstsson.

Allir ættu að hlusta að minnsta kosti einu sinni á ævinni á Fugazi eða The Cure.

Bestu tónleikar sem ég hef séð voru Against Me! á Hróa ’07 eða Sigur Rós í Höllinni ’05

Þeir tónleikar sem ég sá ekki en vildi mest hafa séð eru 1) GY!BE í Stúdentakjallaranum ’01 held ég, 2) “Pulse” tónleikana með Pink Floyd ’05 og 3) Converge í Iðnó ’04.

Platan sem mótaði unglingsárin mín er “Dude Ranch” m/ Blink – 182 eða “Seventh Son of a Seventh Son” m/ Iron Maiden.

Þegar ég geng í kringum tjörnina á elliárunum vil ég hlusta á “Ó Reykjavík!” með Vonbrigði.

Ég er það sem ég er því ég hlustaði á gítarrokk!

Ég vildi að ég hefði samið “Comfortably Numb” m/ Pink Floyd eða “Total Eclipse of the Heart” m/ Bonnie Tyler því það er svo svít!

Sá texti sem hrærir mest í hjarta mínu er “Linda (…)” með Gamall Karl.

Besta bömmerlag í heimi er “Gloomy Sunday” með Rezső Seress.

Í eigin hugarheimi gangandi um öngstræti lífsins hlusta ég helst á “Nothing Else Matters” m/ Metallica.

Þegar ryksugutónarnir óma finnst mér að undir eigi að hljóma “Ammælis” m/ Amiina.

Ég var ástfangnastur unglingur þegar ég hlustaði á “Pioneers” með Bloc Party.

Í sturtunni er best að syngja “Eyes of a Cloudcatcher” með Agent Fresco.

Ég myndi helst vilja spila í bandi með Robert Smith eða Paris Hilton…

Vanmetnasta hljómsveit í heimi er Iron Maiden.

Ofmetnasta hljómsveit í heimi er Bítlarnir.

Þú ættir að hlusta á “Juno” m/ Tokyo Police Club, “BlindBlindBlind” m/ Thee Silver Mt. Zion Memorial Orchestra and Tra-La-La Band eða “Waiting Room” m/ Fugazi.

Ratatat á Broadway 20. desember

FM Belfast og Sexy Lazer hita upp

Tónleikar tilefni eins árs afmæli Jóns Jónssonar ehf.

Ratatat á Broadway 20. desemberJón Jónsson ehf. er ekki af baki dottinn þó að kreppi og mun standa í stórræðum rétt fyrir komandi jólahátíð.  Þann 20. desember næstkomandi munu Íslandsvinirnir í Ratatat spila á tónleikum á Broadway sem skipulagðir eru af Jóni Jónssyni ehf. Ratatat hafa áður komið fram á Iceland Airwaves og vöktu þar mikla kátínu meðal viðstaddra.

Rafrænu rokksveitina Ratatat skipa þeir Mike Stroud og Evan Mast.  Þeirra leiðir rákust saman þegar þeir stunduðu báðir nám við Skidmore listaháskólann í New York og gáfu fyrst út tónlist saman undir nafninu Cherry árið 2001.  Heimatökin hafa yfirleitt verið hæg hjá sveitinni þar sem fyrsta breiðskífa þeirra félaga var tekin upp heima hjá Evan í gegnum kjöltutölvuna hans.  Fyrsta smáskífan af henni er slagarinn “Seventeen Years” og var gefin út af útgáfufyrirtæki bróður Evan, Audio Dregs.  Smáskífan barst til XL Recordings sem hefur á sínum snærum tónlistarmenn á borð við Devendra Banhart, Radiohead, Beck, Prodigy, White Stripes, Sigur Rós o.fl.  Útgáfan hreifst svo að Ratatat að hún bauð henni plötusamning og hefur hún gefið út breiðskífurnar þrjár sem sveitin hefur gefið út.

Margar nafntogaðar sveitir og tónlistarmenn hafa fengið Ratatat til að “túra” með sér og má þar nefna listamenn á borð við Björk, Franz Ferdinand, Interpol, Daftpunk, CSS, The Killers, Super Furry Animals o.fl.

Eins og allir aðrir alvöru tónlistarmenn þá eru Ratatat eftirsóttir endurhljóðblandarar og hafa þeir nostrað við lög ólíkra tónlistarmanna á borð við Kanye West, Missy Elliot, The Knife, Dizzee Rascal og Television Personalities.

FM Belfast og Sexy Lazer setja í svitakóf.

Miðasala á tónleikana mun fara fram á Miði.is og í verslunum Skífunnar en miðasala hófst á mánudaginn.

Verð : 2500
Aldur : 18 ár

Nánar um tónleikana á Facebook

Dagur íslenskrar tónlistar

Tónlistargjöf til Íslendinga á degi íslenskrar tónlistar

Íslenskir tónlistarmenn munu standa að tónlistargjöf til Íslendinga á degi íslenskrar tónlistar sem verður haldinn föstudaginn 12. desember.

Dagur íslenskrar tónlistarMikið safn tónlistar frá þessu ári verður aðgengilegt til miðnættis í kvöld. Þar getur almenningur valið úr þeirri fjölbreyttu tónlistarútgáfu og halað hana niður endurgjaldslaust í fullum gæðum. Gjöf þessi verður aðeins aðgengileg þennan eina dag.

Smekkleysa

Smekkleysa býður upp á safnplötu með Bob Justman, Dr. Spock, Ghostigital/Finnboga Péturssyni/Skúla Sverrissyni, Jeff Who?, Kiru Kiru, Sigur Rós, Slugs, Steintryggi, Super Mama Djombo, Björk, Serenu og Hamrahlíðarkórnum.

Sækja tónlist hjá Smekkleysu

Tonlist.is

Geimsteinn, Blánótt, Samyrkjubúið, Skýmir, Dimma, JPV, Kimi Records, ITM, Sena, Sögur, Zonet og 12 tónar hafa sameinast um að gefa lög með Einari Braga, Hvar er Mjallhvít?, Tommygun Preachers, Rokkabillybandinu, Rúnari Júlíussyni, Tómasi R. Einarssyni, Á móti sól, Nýdanskri, Bergþóru Árnadóttur, Sigurði Flosasyni, Hrauni, Kristjönu Stefáns, Gunnari Gunnarssyni, KK, Agent Fresco, Hjaltalín, Morðingjunum, Reykjavík!, Borko, Retro Stefson, Hellvar, Pikknikk, Skakkamanage, Sin fang bous, Múgsefjun, Guðrún Ingimarsdóttur, Snorra Sigfúsi Birgissyni, Graduale Nobili, Hildigunni Rúnarsdóttur, Atla Ingólfssyni, Hymnodiu, Baggalúti, Bubba Morthens, Buffi, Garðari Cortes, Dísu, Esju, Gilligill, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Helga Björnssyni, Lay Low, Motion Boys, Ragga Bjarna, Ragnheiði Gröndal, Sálinni hans Jóns míns, Sigurði Guðmundssyni, Sprengjuhöllinni, Stafakörlunum, Stefáni Hilmarssyni, Steina, The Viking Giant Show, Þursaflokknum og Caput, Diddú og Terem, Klaufum, Villa Valla og Evil Madness.

Sækja tónlist hjá Tónlist.is

Kimi Records

Kimi bjóða upp á úrval laga með listamönnum á þeirra vegum eins og Benna Hemm Hemm, Pikknikk, Hjaltalín, Sing Fang Bous, FM Belfast, Múgsefjun, Retro Stefson, Skakkamanage, Borko og Klive.

Sækja tónlist hjá Kimi

Fimm Frí Emm Pí Þrí

Fimm Frí Emm Pí Þrí

Æðislegt, íslenzkt og ókeypis!
Klive – Comon Wealth Raftónlistarmaðurinn Klive sendi frá sér hina stórgóðu Sweaty Psalms í sumar við góðar undirtektir Rjómans sem gaf plötunni 4.0. Í Common Wealth fær hann Rósu úr Sometime til liðs við sig og á rödd Rósu vel við brotna takta og hljóðskúlptúra Klive. Bæði fyrir harða raftónlistarunnendur rétt eins og þá sem vilja bara svala forvitninni . . .

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sudden Weather Change – St. Peter’s Day Sudden eru þekktir fyrir þrusugóða tónleika sem einkennast að ansi hressandi keyrslu og stemningu. Í byrjun næsta árs kemur kvintettinn svo loks á plast og má búast við að áhugafólk um jaðarrokk verði ánægt með glaðninginn. Og koma svo: ”Oh my god! I hate Nicholas Cage!”

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Intro Beats – Ertu með Addi Intro er best þekktur sem DJ Forgotten Lores. Út var að koma sólóplata frá honum, Tivoli Chillout, þar sem hann fær marga færustu rímnasmiði landsins með sér í lið. Í laginu Ertu með eru það G. Maris og Birkir B. sem kveða. Gott stöff sem vert er að kíkja á!

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Geir Harðar – Bíða Öðlingurinn ofan af Skaga, hann Geir Harðar var að senda frá sér sína aðra plötu og nefnist hún Týndi Sauðurinn. Þetta er fyrsta platan sem Huldar Freyr Arnarson tekur upp en auk þess útsetti hann flest lögin ásamt Geir. Persónuleg og einlæg plata sem á erindi til okkar flestra . . .

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sykur – Sykur Þó svo að strákarnir í Sykur séu ungir að aldri, þá eru þeir engir nýgræðingar í danstónlist. Fólk hefur kannski séð þeim bregða fyrir, enda búnir að vera að spila með böndum eins og Hjaltalín og Sprengjuhöllinni. Sykur er skemmtilegur og óldskúl dansslagari! Njótið!

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

ATH! Öll lög eru birt með góðfúslegu leyfi tónlistarmannanna. Við viljum nýta tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir!

Myndbanda mánudagur

Myndbönd við nokkur ómissandi lög

Nokkur vel valin lög og afrakstur þess, að þau voru fest á filmu.

No And The Maybes – Monday

Einstaklega áhugaverð dönsk sveit sem gaf út samnefnda plötu ekki fyrir löngu. Platan sú er að vinna sig hægt og rólega upp árslistann hjá mér og gæti mjög auðveldlega endað á topp 10 ef fer sem horfir.

Shout Out Louds – Tonight I Have to Leave It

Opnunarlag plötunnar “Our Ill Wills” sem hin sænska Shout Out Louds gaf út í fyrra. Þetta er ein af þessum plötum sem slapp undir radarinn hjá mörgum en á þó alla okkar athygli skilið.

Housse de Racket -Oh Yeah!

Hinn franski dúett Housse de Racket gaf út sína fyrstu plötu í síðasta mánuði og nefnist hún “Forty Love”. Þetta er EKKI það sem búast má við frá frönskum raf- og popptónlistarmönnum og er án efa eitt það ferskasta sem komið hefur þaðan í talsverðan tíma.

Megapuss – Adam and Steve

Hin undarlega nefnda tónlistarfyrirbæri Megapuss, hliðarpródjekt sem Devendra Banhart stofnaði, gaf út plötuna “Surfing” ekki fyrir löngu. Hér er lag af henni. Helvíti gott meira að segja.

Fimm Frí Emm Pí Þrí

Fimm fimbul góð lög

Á krepputímum er allt frítt vel þegið. Sérstaklega ef það er svolítið hressandi!

Holy Fuck – Lovely Allen Strákarnir í kanadíska bandinu Holy Fuck blanda listilega saman rokki og raftónlist. Þetta hressandi lag er af plötunni þeirra LP sem kom út seint á síðasta ári. Band sem ég mæli eindregið með að fólk kynni sér.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ratatat – Mirando Rafdúettinn Ratatat gaf út sýna þriðju breiðskífu á árinu. Eflaust þekkja bandið margir frá því að það spilaði á Airwaves um árið eða þegar hittarinn Seventeen Years hljómaði á dansgólfum Reykjavíkur. Mirando hljómar ferskt! Samanklipptir takt-stubbar, vælandi gítar og grípandi píanólína ættu að setja bros á varir fólks í kreppunni!

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Seabear – Drunk Song Tekið af fyrstu plötu Seabear, Singing Arc EP. Á þessum tíma var sjávarbjörninn einn að dútla með sjálfum sér. Hægt er að niðurhala allri plötunni hér.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Animal Collective – Brother Sport Strawberry Jam var að mínu mati besta plata síðasta árs! Furðufuglarnir í Animal Collective ætla svo að snúa aftur með nýja plötu í Janúar sem nefnist Merriweather Post Pavilion. Brother Sport verður lokalag plötunnar. Eigum við ekki að taka forskot á sæluna?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

MGMT – Time to Pretend Oracular Spectacular á sennilega eftir að enda ofarlega á árslistum gagnrýnenda. Dúettinn framreiðir hressandi rafpopp þar sem áhrifin eru sótt til margra ólíkra eldhúsa.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.