Afskræming Svavars Knúts í Mengi

Afskræming Svavars

Útgáfu og viðburðafélagið FALK kynnir “AFSKRÆMINGU SVAVARS KNÚTS” einstakan tónlistarviðburð í Mengi, þar sem hljómfagrir tónar söngvaskáldsins Svavar Knúts drukkna í rafstraumum KRAKKKBOT og AMFJ.

Söngvaskáldið ástsæla Svavar Knútur mun ásamt raf- og óhljóðalistamönnunum KRAKKKBOT og AMFJ flytja lög sín í Mengi næstkomandi laugardagskvöld, 9. janúar klukkan 21:00 – húsið opnar klukkan 20:00.

Á tónleikunum mun Svavar leika úrval af lögum sínum á sinn einstaklega einlæga hátt, einn með gítarinn og röddina fögru. Hætt er þó við því að aðdáendum Svavars Knúts bregði í brún, því hljóð hans munu verða brotin og afskræmd, teygð og toguð, sléttuð og felld í meðförum þeirra félaga KRAKKKBOT og AMFJ.

Það verður sannkölluð hljóðveisla í Mengi þegar þessir andstæðu pólar mætast í samvinnu eða baráttu. Kvöldvaka sem fer allan skalann frá hinu mikilfenglega til hins viðkvæma, um ölduslóð sínusbylgjunnar að broti raddarinnar.

Hér að neðan má heyra viðtal tekið af Elísabetu Indru Ragnarsdóttur fyrir hönd Mengis, en þar ræða Baldur og Svavar Knútur um vináttu, andstæða póla í tónlist og hvers vænta má á laugardaginn kemur.

Undir áhrifum – Elíza Newman

eliza2

Þá er Eurovision að bresta á eina ferðina enn, og í keppninni í ár er Elíza Geirsdóttir Newman að taka þátt í fyrsta skipti. Lagið hennar heitir “Ég syng!“, þótt hún syngi það reyndar ekki sjálf heldur hin bráðefnilega Unnur Eggertsdóttir. Elíza hefur verið óþreytandi í að semja ferska og grípandi tónlist síðan hún rústaði Músíktilraunum árið 1992 með þá barnungum vinkonum sínum í Kolrössu Krókríðandi. Í október í fyrra kom út nýjasta afurð hennar, breiðskífan Heimþrá sem má hlusta á í heild sinni hér. Rjómanum lék forvitni á að vita hvaða tónlist Elíza heldur mest uppá, og fékk hana til að segja okkur frá fimm vel völdum smellum.

Ride – Dreams burn down

Þetta lag og platan Nowhere með Ride breytti lífi mínu sem unglingur að byrja í hljómsveit í Keflavík. Ég hafði aldrei heyrt eins töff tónlist áður og mig langaði að vera eins og þeir og semja lög eins og þeir og helst hitta þá! Svo voru þeir frá Oxford sem var staður sem ég hafði eitt megninu af fermingarsumrinu mínu á og mér fannst ég þekkja þá nú þegar : )

Neil Young – Birds

Ég var búin að vera semja tónlist í nokkurn tíma þegar ég fór að hlusta á Neil Young. Einhver mælti með plötunni After the Gold Rush og ég ákvað að tékka á henni. Ég hlustaði fyrst á þessa plötu á walkman cd player í neðanjarðarlest í London á leið á æfingu með Bellatrix og það fór gæsahúð um mig hún var svo flott. Þegar kom að laginu Birds þá náði það alveg inn í hjartað og ég fann að ég táraðist í lestinni, sem er ekki mjög kúl haha! Þetta lag er snilldinn ein, einfaldleiki og einlægni og kenndi mér að oft er minna meira í lagasmíðum.

Regina Spector – Fidelity

Þegar ég heyrði þetta lag fyrst fannst mér það alveg frábært, þetta er eitt af þessum fáu lögum sem fá mann til að stoppa og hlusta og hugsa hvað er þetta? Hún hristi vel upp í hausnum á mér með sínum minimalísku útsetningunni og skrítna söngstíl og minnti mig á að allt er leyfilegt í lagasmíðum. Algjör perla!

Kate Bush – Hounds of Love

Ég valdi þetta lag þar sem ég er mjög mikill Kate Bush aðdáandi og mér finnst lagið Hounds of Love af samnefndri plötu eitt af hennar bestu lögum. Það er ennþá ferskt í dag, rosa flott útsett og í raun einstakt. Hún er kona sem fer sínar eigin leiðir og ég fíla það mjöög vel!

Elliott Smith- Baby Britain

Ég er mikill Elliott Smith aðdáandi og var svo heppin að hitta hann einu sinn á Reading Festival þar sem við vorum að spila. Hann var hógvær og feiminn en algjör snillingur og tónlistin hans er svo falleg að það er erfitt að velja eitt lag! Baby Britain er hresst lag með skemmtilegum texta sem lýsir ungri dömu í Englandi og hennar ævintýrum og þetta höfðaði mikið til mín á sínum tíma þegar maður var sjálfur í ævintýraleit á þeim slóðum : )

Sing for me Sandra : Nýtt efni og sagan bakvið lagið

Sing for me Sandra er kornung hljómsveit (stofnuð 2009) sem vakti verðskuldaða athygli fyrir tveimur árum síðan þegar frumraun þeirra kom út, hljómplatan Apollo’s Parade. Lagið “The Fight” skaust upp á vinsældarlista víða um heim, aðallega á Íslandi þó, og komst á toppinn á vinsældarlistum X-ins og Rásar 2.

Sing for me Sandra inniheldur Helga Einarsson trommuleikara, Jón Helga Hólmgeirsson og Þorkel Helga Sigfússon sem báðir spila á gítar og syngja, Ragnar Má Jónsson gítarleikara og Örn Ými Arason sem syngur og spilar á bassa.

Þeim félögum er margt til lista lagt. Helgi og Ragnar spiluðu upprunalega saman í hljómsveitinni Magnyl, Þorkell og Örn voru hljómsveitinni Full Speed Power Party ásamt meðlimum Búdrýginda,  og eru einnig í Friends4ever. Örn hefur hlaupið í skarðið sem bassaleikari Búdrýginda og Jón spilar nú einnig með Ultra Mega Techno Bandinu Stefán.

Það var ekki fyrr en nýlega sem ég eignaðist diskinn og fór að hlusta á hann af alvöru, en skömm er frá að segja að ég þekkti í raun ekkert til hljómsveitarinnar, utan að hún hefði átt vinsælt lag fyrir nokkrum árum. Síðan þá hefur diskurinn varla farið úr spilaranum. Fyrsta lagið til að grípa mig var “The Fight” og þar sem mig langar óskaplega mikið til að deila því með ykkur ákvað að setja mig í samband við strákana og forvitnast um hvernig það varð til. Örn og Jón Helgi urðu fyrir svörum.

Sing for me Sandra – The Fight

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“The fight varð til í tveimur sessionum en á þessum tíma vorum við strákarnir að æfa í Straumsvík í skúr sem var skuggalega nálægt amfetamín verksmiðju. Lögreglan lokaði nú á verksmiðjuna en þessi subbuskúr og eiturlyfin í kring (þegar við komumst að því að við hefðum verið í hættu á að springa í loft upp) höfðu áhrif á lagið.

Lagið fjallar í megindráttum um ástvinamissi sem gerir sögumanni mjög erfitt fyrir og í ringulreið sinni leiðist hann í frekar grimman heim sem við leyfum hverjum og einum að dæma fyrir sig….”  segir Örn Ýmir, og bætir við að hann sé frekar á móti því að gefa allt upp varðandi texta laganna, fólk eigi að fá að skilja þá á sinn hátt. “Lagið er fullt af andstæðum en við vildum hafa skapsveiflur í því sem lýstu hugsunargangi sögumanns.”

Jón Helgi bætir við: “Útgáfan af The Fight sem var í útvarpsspilun var tekin upp af okkur sjálfum í stúdíóinu í Garðaskóla en síðan mixuð og masteruð af Magnúsi Öder. Lagið var síðan tekið upp á nýtt fyrir plötuútgáfuna, en platan var tekin upp af Haraldi Leví Gunnarssyni, eiganda Record Records, mixuð af Magnúsi Öder og masteruð af Styrmi Hauks. Við gáfum síðan plötuna út sjálfir en henni var dreift af Record Records.”

Ekki sakar svo að Þorkell gítarleikari spilar einnig á selló í laginu, og Örn Ýmir plokkar kontrabassa.

Svo skemmtilega vill til að akkúrat þegar ég hef samband við strákana þá eru þeir að vinna að nýju efni, og ekki seinna en á morgun, föstudag, verður glænýtt lag með þeim frumflutt í útvarpi. Við getum tekið smá forskot á sæluna núna því lagið er þegar komið á YouTube. Það hefur fengið heitið Adrian (The Bohemian):

Jón Helgi segir um lagið: “Lagið Adrian leit fyrst ljós í indie-folk-pop bandinu BJÖRN (sem var kannski meira hugarfóstur en ekki því það komst aldrei almennilega á laggirnar) sem samanstóð af Jóni, Erni og Birki nokkrum Blæ sem einmitt spilar á flygil í nýju útgáfunni, en lagið breyttist að vitaskuld mjög mikið þegar restin af Sing for me Sandra fékk að spreyta sig á efninu og aðrar áherslur voru teknar fyrir.”

Örn: “Adrian (the Bohemian) er lag sem fjallar í megindráttum um svolítið bældan mann sem hefur alltaf þurft að vera skynsama týpan og ekki tekið miklar áhættur í lífi sínu. Þetta er í raun um þann tímapunkt þar sem hann leyfir sér eitthvað nýtt fyrir sjálfan sig. Ekki aðeins að hugsa um hina heldur stekkur hann í þá laug sem hann velur sjálfur. Maður getur ekki verið skynsamur endalaust. Það er eitthvað sem maður sér eftir í framtíðinni að hafa ekki bara sagt “já, ég er til”.”

Aðspurður um þróun tónlistarinnar frá fyrri skífu segir Örn að þeir rói á svipuð mið og fyrr:

“Tónefnið er ekkert svakalega frábrugðið því sem við vorum að vinna með á fyrri plötu en við höfum verið að koma með breyttar áherslur í sándi fyrir næstu plötu sem er í vinnslu núna á grunnstigi. Hugmyndin bak við þá plötu er að fullvinna hana sem plötu í rólegheitum í okkar eigin húsnæði þar sem við erum ekki í kappi við klukkuna í stúdíói. Fullvinna og kannski taka síðan aftur upp í stúdíói en það fer bara eftir hvort ánægja verði með almennt sándið eða ekki. Sándið á debut plötunni okkar ,,Apollo’s Parade” er fáránlega gott verð ég að segja (takk Orgelsmiðja!) og því erfitt að sætta sig við eitthvað slakara en það en kannski lendum við á einhverju spes sándi sem á betur við hugmyndir okkar í dag.

Eins og áður segir verður nýja lagið frumflutt í útvarpi á morgun, föstudaginn 24. febrúar, og annað kvöld slær hljómsveitin upp balli á Bar 11. Aðgangur er ókeypis og húsið opnar kl 21:00.

Tónleikar 24. febrúar | Facebook

Local Natives ólmir að koma á klakann

Fyrir tónleika Local Natives í gærkvöldi í Chicago spjallaði ég fyrir hönd Rjómans stuttlega við Taylor Rice, söngvara og gítarleikara þessarar ágætu kaliforníu sveitar.

Local Natives hefur átt sérlega góðu gengi að fagna eftir útgáfu fyrstu plötu sinnar Gorilla Manor. Eftir mikið spilerí með sveitum eins og Arcade Fire og The National undanfarin misseri voru tónleikarnir í gær hinir síðustu í bili enda sveitin í þann mund að hefja smíði annarar plötu sinnar.

Taylor er hinn vænsti drengur og aðspurður var hann meira en til í að koma til Íslands. Hann vissi ekki mikið um Ísland en var mikill aðdáandi okkar stærstu tónlistarstjarna. Hann lýsti ómældri aðdáun sinni á Björk Guðmundsdóttur og þekkti feril hennar og sögu greinilega mjög vel og var auk þess mjög hrifinn af Sigur Rós. Ég sagði honum endilega að kynna sér íslenska músík frekar enda væri ýmislegt “Beyond Sigur Rós” og benti honum á samnefnda heimildarmynd.

Local Natives – Sun Hands (Live on KEXP)

Ég gerði mitt besta að sannfæra hann um að Ísland væri frábært tónleikaland fyrir Local Natives. Með rökunum að Iceland Airwaves væri frábær hátíð, Harpan frábær staður til að spila á og að Ísland væri frábær viðkomustaður á leið yfir Atlantshafið var hann sannfærður, hafi hann ekki verið það fyrir, að Local Natives þurfi að láta sjá sig á klakanum innan tíðar.

Hvað segið þið? Væri stemmning fyrir Local Natives á klakanum?

Hvort það verður á Iceland Airwaves eða síðar er þá bara spurning. Hressir prómótórerar sem vilja komast í samband við bandið skulu endilega hafa samband við Rjómann.

Gímaldin og félagar gefa út

Gísli Magnússon, sem alla jafna svarar listamannsnafninu Gímaldin, hefur hóað saman valinkunnum mönnum úr tónlistarbransanum, Gísla Má Sigurjónssyni gítarleikara Bacon og Þorvaldi Gröndal trommuleikara sem margir þekkja úr eðalsveitum s.s. Trabant, Kanada og California Nestbox. Saman hafa þeir félagar nú hljóðritað og gefið út sjóðheita breiðskífu sem ber heitið Þú ert ekki sá sem ég valdi. Eftir að hafa fengið smá forsmekk af skífunni fannst Rjómanum ekki hægt annað en að taka hús á Gímaldin og forvitnast nánar um plötuna og samstarfið. Ágætt er að láta fyrstu tónana hljóma strax meðan rennt er yfir textann:

Gímaldin og félagar – Reggjað á Gulaþingi

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta byrjaði eiginlega með því að við Gísli létum verða af samstarfi sem við höfðum lengi ætlað okkur, þetta var síðla á “uppbyggingarárinu” 2009, allir voru meira og minna atvinnulausir, listin blómstraði og pólitíkusar lofuðu botnlausu uppgengi. Ég var með bunka af lögum þegar ég kom frá Rússlandi, mest af þeim hafði farið á Sungið undir radar en eftir stóðu lög á sirka eina breiðskífu.

Gímaldin hafði á lager ógrynni af trommugrunnum sem upphaflega átti að nota í annað verkefni. Það var hinsvegar í biðstöðu og því hafði hann samið lögin ofan á þessa ónotuðu trommutakta.

Við Gísli fórum að spila þessi lög til, enda átti að útsetja lögin upp á nýtt, síðan fór Doddi að mæta en það var skemmtilegur tvistur þarsem hann hafði upprunalega trommað fyrir mig teikin sem lögin voru samin yfir. Auk laganna frá Rússlandi prófuðum við nokkur eldri lög og nokkur þeirra runnu strax inn í skemmtilega útsetningu og fóru með. Til að byrja með var bandið í því að kynna Sungið undir radar, en það var kanski ekki mjög markvisst enda spiluðum við aldrei neitt af henni. Við spiluðum bara þessi lög, sem áttu að fara á næstu plötu.

Já það má segja að það sé ekki mjög markvisst. En það er mikið lagt í textana á plötunni og útsetningar hugaðar þannig að tónlistin þjóni textanum frekar en öfugt. Þetta verður berlega ljóst þegar Gísli er spurður nánar út í textagerðina:

Textarnir urðu margir til útfrá aðferð þarsem merking og innihald er ekki kontretiseruð, heldur látin fljóta undir niðri meðan orðum er raðað saman útfrá túlkun og tifi tóneyrans. Á sama hátt og innihaldi er haldið frá því að mótast um of (þetta er gert til að forðast frasa og of almennar hugmyndir) er systematísk bygging, (endarím, útreiknanlegir stuðlar, jafnar braglínur), látin víkja fremur fyrir hinni óreglulegu innri byggingu sem áðurnefnd aðferð býr til. Það er hefðbundin kveðskapur inn á milli, eða hefðbundnari ef svo má segja – en hið fyrra finnst mér mun áhugaverðara í dag.

Hérna fylgja með nokkur lög af plötunni Þú ert ekki sá sem ég valdi, en hana  má versla í Smekkleysu á Laugavegi ellegar panta í gegnum Facebook síðuna. Þess verður heldur ekki langt að bíða að blásið verði til veglegra útgáfutónleika.

Gímaldin og félagar – Ballaðan um Íslensku Gereyðingarvopnin

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Myndband við lagið “Rassstelpan”

Gímaldin og félagar á Facebook

Artistar á Airwaves ´11: Árni Grétar (Futuregrapher)

Futuregrapher, sem greiðir skatt undir nafninu Árni Grétar Jóhannesson, hefur á undanförnum árum verið að stíga vel inn í íslenskt tónlistarlíf. Ferill þessa rétt tæplega þrítuga Tálknfirðings, hófst rétt fyrir aldamótin síðustu en Árni sat þá iðinn við raftónlistarsköpun ásamt langvini sínum Jónasi Snæbjörnssyni undir nafninu Equal. Þó Equal hafi liðið sitt skeið, lagðist Árni ekki í dvala og hóf að koma fram undir sviðsnafninu Futuregrapher nokkrum árum síðar. Plata hans Yellow Smile Girl vakti ágæta athygli árið 2009 en Árni vakti ekki síður athygli með nýjustu plötu sinni Tom Tom Bike, sem gefin var út í ár. Platan er gefin út af útgáfufyrirtæki Árna og Jóhanns Ómarssonar, Möller Records en saman hafa þeir félagar staðið fyrir vel heppnuðum Heiladans kvöldum á skemmtistaðnum Hemma og Valda undanfarið ár. Auk þessara tveggja platna hafa einnig komið út ágæt mix frá kauða (Acid Hverfisgata og Túngata) en báðar plöturnar (eflaust allar) eru taldar undir miklum áhrifum eins lærimeistara og liðins vinar Árna, Bjössa Biogen en Árni hefur aldrei farið leynt með það að hafa fengið mikla andlega og tónlistarlega aðstoð frá þeim liðna snilling rafsins.
Rjóminn hitti Futurgrapher á Kaffibarnum þar sem raftónlistin henti miðvikudegi Airwaves í gang og innti hann nokkurra svara.

DH: Hvernig kom það til að þú fórst að gera raftónlist, Árni?

ÁG: Ööööö….ég hafði mikinn áhuga á tónlist í gegnum pabba. Hann var alltaf að spila á gítar svona heima. Einn daginn kom hann með hljómborð heim. Nettan syntha. Þá var ég svona 13 ára og ég byrjaði eitthvað að fikta. Á sama tíma hlustaði ég mikið á The Prodigy og langaði að gera svona svipað og þeir. Ætli það hafi ekki verið byrjunarreiturinn.

DH: Þú heldur ansi villt partý þegar þú kemur fram. Hvað keyrir þig áfram í rokkinu?

ÁG: Adrenalínið og krafturinn frá gestum hvers kvölds. Ég er mjög meðvitaður um það þegar fólk er í góðum gír. Góðum partýfíling! Það er svona grunnurinn.

DH: Nú ert þú að vestan. Þú hefur aldrei íhugað að reyna að koma Fjallabræðrum inn í mixið?

ÁG: (Hlær). Ég þekki Dóra og Steinar úr kórnum mjög vel og nokkra aðra sömuleiðis. Fjallabræður eru að sjálfsögðu velkomnir í stúdíóið hvenær sem er!

DH: Hvað er annars framundan, Árni? Á að sökkva sér í útgáfur annarra og halda áfram því góða starfi eða á að halda góðu blandi af báðu í gangi áfram fram í eilífðar ró?

ÁG: Framundan er vinnsla á plötu sem átti að koma út í ár. Hún heitir Hrafnagil. Ég ákvað að seinka henni fram á næsta ár þar sem ég er að uppgötva nýjar aðferðir. Svo var ég auðvitað að gefa út TomTomBike nýlega og ætla að leyfa henni að lifa og gleðja aðeins lengur. Svo auðvitað verð ég með útgáfuna líka.

DH: Svona í lokin. Hvað hefur kveikt í þér einna mest við Airwaves í gegnum árin? Á að sjá eitthvað þrusandi stuð í ár eða jafnvel eitthvað allt annað?

ÁG: Það sem hefur kveikt mest í mér eru íslensku böndin! Þá sérstaklega nýgræðingar eins og í ár; Fu Kaisha t.d. sem ég hlakka mikið til að sjá. Yfirleitt eru íslensku böndin þau sem kveikja mest í mér. Svona þau sem ég þekki ekki. Uppgötvanir ef svo má kalla. Svo ætli ég reyni ekki að kveikja stemmarann í mér með því að sjá sem flesta nýgræðinga

Rjóminn þakkar Futuregrapher innilega fyrir spjallið og óskar honum og hans velgengni í komandi stríðum, leikjum og ástum.

Futuregrapher kemur fram á fimmtudagskvöldinu á Faktorý klukkan 23.40 ásamt fleiri góðum.

Futuregrapher – Tjarnarbiogen by Futuregrapher

Artistar á Airwaves ´11: Halli Valli (Æla)

Í gegnum árin hefur post-punk hljómsveitin Æla komið gestum Iceland Airwaves í fremur opna skjöldu en sveitin kemur nú fram í sjötta skipti á hátíðinni. Hvort sem það hefur verið í dragi, smóking, gallabuxum eða hænsnabúningum hefur söngvari sveitarinnar Hallbjörn Valgeir (Halli Valli) Rúnarsson leitt sveit sína í sveittum, öskrandi og yfirleitt þefjandi framkomum sem hlotið hafa athygli bæði hér á landi sem erlendis. Með frumburð sinn að vopni, Sýnið tillitsemi, ég er frávik, frá árinu 2006, hyggur sveitin á frekari frægð og vinnur nú að seinni plötu sinni sem beðið er í ofvæni. Auk Hallbjörns eru það þeir Sveinn Helgi (bassi), Ævar (gítar) og Hafþór (trommur) sem mynda Ælu.
Rjóminn settist niður með Halla Valla þar sem hann gerði klárt fyrir hátíðarhöld á sínu öðru heimili, Kaffibarnum og innti hann um hvað honum þætti mest spennandi við Iceland Airwaves hátíðina í ár og svona smávegis meira.

DH: Sæll Halli! Fáir vita söguna á bakvið þetta (oft óaðlaðandi) nafn, Æla. Segðu mér aðeins hvernig nafnið kom til og þið strákarnir fóruð að spila saman?

HV: Þetta er auðvitað spurning sem við fáum frekar oft sko. Þeir sem lesa heimasíðuna hjá hátíðinni fá í raunar afar rómantíska hugmynd af því hvernig við vinirnir ákváðum að stofna Ælu. Raunin er þó sú að hljómsveitin varð til fyrir einn bjórkassa. Við vorum beðnir um að stofna band til að hita upp fyrir sveitaballabandið Spútnik vegna sjómannaballsins í Sandgerði og við ákváðum að verða nettir uppreisnarseggir og stuða fólk aðeins með því að skíra hljómsveitina Ælu. Auk þess varð framkoman og þá klæðaburðurinn liður í því að stuða og hneyksla (ef svo má segja). Annað kom þó á daginn og hljómsveitin Æla átti eftir að draga mun betur að sér en Spútnik sem gerði það að verkum að stjörnur kvöldsins báðu Ælu að stíga af sviðinu eftir einungis tvö lög. Eftir þetta kvöld var ekki aftur snúið og við ákváðum að gera plötu.

DH: Hvað er að gerast í herbúðum Ælu þessa dagana? Þið fenguð ágæta athygli eftir síðustu hátíðir og fóruð m.a. erlendis og reynduð fyrir ykkur. Sömuleiðis hlutuð þið fína dóma fyrir framkomu ykkar á hátíðum liðins árs. Hvað er að frétta?

HV: Það hefur ansi margt drifið á daga okkar í einkalífinu. Barneignir, fráföll og önnur mál sem erfitt hefur verið að eiga við samhliða hljómsveitalífi. Í dag erum við þó allir klárir með nýja plötu og erum spenntir. Í raun er ekkert annað eftir en að ýta bara á REC eftir hátíðina og líta til framtíðar. Við erum bara ógeðslega spenntir og graðir fyrir framtíðinni og komandi Airwaves. Þó einna helst erum við spenntir fyrir því að sprengja stofuna hans Steinþórs (hlær).

DH: Þetta er sjötta árið ykkar sem hljómsveit á hátíðinni en hvað telur þú vera eftirminnilegast frá liðnum árum á hátíðinni (fyrir utan ykkar eigin heimsóknir)?

HV: Mér hefur alltaf fundist Blue Lagoon partýin mjög sæl minninga. Af erlendum listamönnum eru það líklega tónleikar The Fiery Furnaces árið 2005, The Rapture á Gauknum 2004 og vá, alveg hellingur af öðru. Hreinlega af allt of mörgu að taka!

DH: Já. Ég er sjálfur ekki frá því að The Rapture sitji vel í manni eftir öllu þessi ár! Takk fyrir spjallið en svona rétt í lokin; Hvað á að sjá í ár (Jú, fyrir utan Bláa Lónið)?

HV: Satt að segja hef ég ekkert náð að kynna mér listann í ár. Ég var þó frekar heppinn að sjá tUnE-yArds í Barcelona í sumar og mun ekki missa af henni. Dungen eru líka mjög spennandi en ég held að mín persónulegu plön miði að íslensku böndunum. Þar eru fremst á meðal jafningja Sin Fang, Cheek Mountain Thief, Reykjavík!, Sudden Weather Change og að sjálfsögðu Q4U! Jú og svo auðvitað Beach House. Þau eru frábær! Annars renni ég fremur blint í sjóinn líkt og fyrri ár og finnst það bara gaman.

Rjóminn þakkar Halla Valla innlitið og óskar honum og hljómsveit hans Ælu, góðs gengis á komandi Iceland Airwaves hátíð en Æla stígur á stokk á miðnætti á Café Amsterdam á sunnudeginum. Hljómsveitin kemur einnig fram á off-venue tónleikum Steinþórs Helga á heimili hans við Ingólfsstræti 8 á Live Project is House Party.

Aela on Icelandic Airwaves’10 from Thor Kristjansson on Vimeo.

Smáspjall við hljómsveitina GROUPLOVE

Það hefur verið mikið suð í kringum hljómsveitina GROUPLOVE seinasta árið og fyrsta lag þeirra, “Colours”, gaf góða hugmynd um hvers er að vænta í september þegar fyrsta plata hljómsveitarinnar kemur út.

Meðlimir GROUPLOVE kynnust í listamannabústað á eyjunni Krít. Að dvöl lokinni tvístruðust þau hins vegar í ólíkar áttir enda frá London, New York og Los Angeles. Á Krít höfðu þau hins vegar réttilega uppgötvað að það er sjaldgæft að finna jafn iðandi samhljóm milli fimm einstaklinga og ákváðu að reyna frekar á samstarfið. Þau fluttu því öll til Los Angeles og tóku upp EP plötu sína, sem heitir eftir hljómsveitinni. Á plötunni er að finna áðurnefnt lag þeirra “Colours”, sem hefur verið stanslaust í spilaranum hjá undirritaðri og lent á ófáum vinamixdiskum þetta árið.

GROUPLOVE – Itchin on a Photograph

“Við komum líklegast öll frá ólíkum vetrarbrautum tónlistarlega, sem skapar stundum erfiðleika þegar við rífumst yfir hljómtækinu í rútunni en á móti virkar það fullkomlega þegar við skrifum, tökum upp og komum fram saman.”, segja þau aðspurð um samstarfið.

“Við stofnuðum hljómsveitina án nokkurs bakgrunns né tengingar við hvert annað þannig að við vorum og erum ennþá fullkomlega opin gagnvart samstarfinu og reynum að viðhalda því hugarfari. Ef við höfum ekki pláss fyrir hugmyndir allra þá bara gerum við lögin því lengri. Fyrsta smáskífan okkar var til dæmis 43 mínútur. OK það er reyndar lygi.”

Ég spurði sveitarmeðlimi hvað þau væru sjálf að hlusta á þessa dagana og hvort tónleikar Ísland væru nokkuð á dagskránni.

“Í spilaranum er No Sleep með Wiz Khalifa, Broken Jaw með Foster the People, Dirt Road Anthem með Jason Aldeen, Opening Ceremony með Get Busy Committee og Going Through Hell með The Streets. Ef það er eftirspurn eftir GROUPLOVE á Íslandi þá komum við!” Þau bættu því líka við að þau vildu ólm sjá eldfjallið í Grímsvötnum.

Plata GROUPLOVE – Never Trust A Happy Song kemur út 13. september. Vonandi fáum við að sjá hljómsveitina spila á Íslandi áður en næsta eldfjall gýs, þó það kunni að vera stutt í það.

Grouplove – Colours

Sagan bakvið lögin – Heiða

Mynd: Gunnar Gunnarsson

Ragnheiður Eiríksdóttir, betur þekkt sem Heiða í Hellvar og áður Heiða í Unun, er fertug um þessar mundir. Stúlkan hefur verið áberandi í tónlistarlífinu síðan hún sló rækilega í gegn með Unun um miðjan 10unda áratuginn, en hún byrjaði sinn hljómsveitarferil árið 1987 í Útúrdúr en þar lék á bassa Sverrir sem enn er að spila með henni í Hellvar og sem var í Texas Jesús sælla minninga. Sóló verkefnið Heiða Trúbador hefur verið til frá ’89 og ’93-4 var hún í Sovkhoz með töppum eins og Magga úr Dýrðinni og Jónasi úr Soma Og síðan hefur hellingur gerst, Unun, Heiða og Heiðingjarnir, harðkjarnasveitin Dys,  Eurovision og nú síðast Hellvar sem hún stofnaði árið 2004 með unnusta sínum, hinum geitaskeggjaða Elvari. Það væri til að æra óstöðugan að gera þessu góð skil hér, svo við snúum okkur bara að tónlistinni sjálfri.

Þar sem öllum landsmönnum og ömmu þeirra líka, hefur verið boðið á afmælistónleika Heiðu í kvöld, föstudaginn 28. janúar á Bakkus (sem er í sama húsi og Gaukurinn var), þá datt okkur í hug að fá Heiðu til að líta aðeins yfir smá hluta af ferlinum og spila nokkur tóndæmi í leiðinni, þrjú myndbönd og þrjú lög. Gefum Heiðu orðið:

 

Vé la gonzesse” með hljómsveitinni Unun. Lag eftir Gunnar Lárus Hjálmarsson. Það kom út á Æ sem var fyrsta plata Ununar og kom út árið 1994. Það var gaman að taka upp þessa plötu, vann í sjoppu á daginn og fór á kvöldin upp í stúdíó og söng, fannst allt sem ég sagði halló, því Gunni og Þór voru svo reyndir í svona stúdíóvinnu og ég bara súkkulaðikleina. Stóð mig prýðilega samt. Í þessu lagi hjálpaði ég heilmikið við textagerðina, enda tala ég frönsku eftir að ég bjó í Marseille. Vé la gonzesse er einmitt Marseille-slangur og þýðir “Sjáðu þessa gellu þarna”. Það voru einhverjir afskaplega frjóir og listrænir einstaklingar sem tóku það upp á sitt eindæmi að myndskreyta lagið og sendu okkur svo bara vhs-spólu með myndbandinu.

Ég vildi að einhver gerði svona fyrir Hellvar líka, það er svo mikið vesen að gera myndband. Við í Hellvar reyndum sko að taka upp myndband við lagið “Nowhere” og eigum nokkrar HD-spólur með efni, en klikkuðum á því að klippa saman. Ef einhver kann á myndbandagerð og vill klippa fyrir okkur myndband úr efninu sem til er (ókeypis) eða gera skreytingu eftir eigin höfði við lag að eigin vali (ókeypis) þá bara segi ég já takk!

Dauði kötturinn“. Lag sem Örlygur Smári og ég sömdum fyrir bíómyndina Didda og dauði kötturinn eftir Kikku, textinn er eftir Kikku (Kristlaugu Maríu Pétursdóttur). Myndin er frá árinu 2003 og myndbandið var tekið upp sumarið á undan. Man hvað það var ótrúlega frábært að taka þetta myndband upp, það var fullkomið veður og þessir krakkar þarna voru allir meira og minna ofvirkir og klifrandi í trjánum og hoppandi og skoppandi. Þetta hafði afar smitandi áhrif á mig og ég var orðin alveg snar-ofvirk sjálf þegar myndbandið var tilbúið. Mæli svo með myndinni við alla, hún er glæpamynd fyrir börn á öllum aldri.

Onthology and booze“. Lag og texti eftir mig. Óútkomið og verður á Heiðu trúbador-plötu sem er í vinnslu. Lagið er samið úti í Berlín eina andvökunóttina þegar ég var að hugsa allt of mikið. Hugsa stundum allt of mikið, og þá koma lög. Pælingin með textanum kom út frá hugtakinu “nýjar byrjanir” og “hálfnað verk þá hafið er”. Þú byrjar á einhverju og þá er það hálfnað, en hvað svo? Ég bið um að fá að klára hluti sem ég byrja á (eins og kannski þessa trúbadoraplötu). Svo er eitt erindi í laginu bæði á ensku og íslensku.

Like oatmeal cake and tea
I am in search of me
Onthology and booze
I am in search of you

á íslensku hljómar það:

Hafrakex og smér
ég er að leita að mér
Verufræði og vín
ég er að leita þín

Þess má geta að ég er við það að ljúka Meistararitgerð minni í heimspeki, og skrifa þar um þýska verufræði, svo bón mín í textanum hefur ef til vill borið árangur.

Þetta myndband er tekið á Trúbatrix off-venue-giggi á Airwaves 2008, og það voru hrikalega háværir Svíar á fylleríi þarna. Lét þá heyra það, og þá steinhéldu þeir kjafti.

Heiða – 103. mars (af plötunni Svarið, 2000)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta lag er skemmtilegt af rosalega mörgum ástæðum fyrir mig persónulega. Það var samið þegar ég bjó á Hávallagötunni í kjallara og hafði fengið gamalt 4-track reel-to-reel tæki lánað hjá Andrew McKenzie, vini mínum. Ég elska svona græju og fannst svo gaman að fá þetta gamla hlýja teip-sánd í heima-upptökur af demóum. Lagið og textinn birtust nánast í heilu lagi, og svo þegar ég var að gera 1. sólóplötuna mína Svarið með Curver árið 2000, þá ákváðum við að taka þetta upp á mjög furðulegum stað. Ég fékk hljómsveitina Geirfuglana til að mæta á neðanjarðarkvennaklósettið í Bankastræti og þar vorum við búin að setja upp stúdíó. Svo var bara talið í og lagið spilað og sungið inn þar. Ástæðan fyrir því að Bankastrætisklósettið varð fyrir valinu er að ég hafði verið að syngja eitthvað meðan ég var að þvo mér um hendurnar eftir pisserí einu sinni, og ég áttaði mig á þvi hvað það var flott náttúrulegt bergmál þarna. Röddin hljómaði bara rosalega vel þarna inni. Það er því lítið sem ekkert búið að eiga við röddina sem við heyrum á upptökunni, þetta er bara gamla góða Bankastrætisklósettsándið.

Þetta er lag og texti eftir Elvar minn, og samið fyrir hljómsveitina Heiðu og Heiðingjana, sem gerði plötuna 10 fingur upp til guðs árið 2003. Textinn er nú eitthvað djók bara, en lagið er sjúklega grípandi og auðvitað er soldið Sonic í þessu, án þess að það sé eitthvað afgerandi. Það furðulega við þetta lag er að það er bæði hrikalega einfalt og mjög flókið því það er kafli þarna í miðjunni þar sem eitt hljóðfæri heldur fjórskiptum takti en hin eru öll í þrískiptum takti. Það hefur eflaust verið hugmynd frá Bigga Baldurs, sem trommaði með Heiðingjunum. Ég var sú sem hélt fjórskipta á móti hinum öllum og það var sjúklega erfitt að gera það læf, þurfti alveg að kreista aftur augun og hætta að spila með hinum í bandinu og bara telja í hausnum 1,2,3,4,1,2…..en það tókst alltaf.

Nowhere er góð samvinna milli mín og Elvars og kom út á Hellvar-plötunni Bat out of Hellvar árið 2007. Upprunalega lagahugmyndin er frá Elvari og svo gerði ég einhverja sönglínu sem honum fannst ljót og ég þurfti svoleiðis að berjast fyrir, því mér fannst hún einmitt ekki ljót heldur flott. Honum fannst hún svo rosaflott skömmu síðar, því hún nefnilega vinnur á, og þetta er sönglínan í laginu í dag. Textinn er minn og fjallar um sálarástand nútímamannsins sem verður fyrir áreiti útvarps, sjónvarps, vef- og prentmiðla og finnst hann vera að kafna. Allt þetta áreiti leggst á taugakerfi fólks í dag og sumir bara höndla það ekki. Ég upplifði þetta soldið sterkt þegar ég kom aftur til Íslands eftir að hafa verið í Berlín í eitt ár, þar sem ég var ekki með sjónvarp og útvarp og skildi ekki þýskuna það vel, svo prentaðar auglýsingar höfðu ekki eins sterk áhrif á mig heldur. Ég slakaði alveg svakalega á og fannst ég frjáls undan einhverjum klafa, þar sem alltaf er verið að segja mér hvað ég eigi að gera: Keyptu þetta, farðu þangað, gerðu þetta,….ég fékk nett áfall þegar ég kom aftur til Íslands og skriðan féll á mig af fullum þunga. Svo hefur mig langað að semja lagatexta sem heitir NOWHERE síðan ég sá þetta orð skrifað á vegginn á kvennaklósettinu á Thomsen einu sinni. Finnst það lúkka svo vel, þetta orð.
 Hellvar

Og hvað er svo framundan hjá Hellvar?

Hellvar tók upp plötu fyrir síðustu jól sem nú er verið að dúlla við, mixa og gera umslag og svoleiðis. Platan mun heita Stop that Noise eftir einu laginu sem þar verður að finna. Stop that Noise sáum við á plaggati frá vinnueftirlitinu sem var að minna fólk á að nota eyrnahlífar, þetta var eitthvað svona heyrnarverndarátak. Á íslenska plaggatinu stóð Niður með hávaðann! en ég heillaðist af Stop that Noise og fannst einmitt að ég gæti samið texta sem fjallaði um svona noise sem fólk heyrir inni í hausnum á sér þegar það er að missa vitið. Ég sem gjarnan texta um fólk sem er ekki í andlegu jafnvægi, finnst það mjög auðvelt….hmmm? Segir það eitthvað um mig? Ja, það gæti sagt eitthvað um mig stundum, en ég er líka oft alveg pollróleg bara í jóga að dreypa á tebolla. En stelpan í textunum mínum er semsagt alltaf alveg að fara að snappa. Aftur að nýju Hellvar-plötunni: Fyrsti singull er lagið Ding an sich sem er þýskt heimspekihugtak ættað frá Immanuel Kant og þýðir Hluturinn í sjálfu sér. Textinn er um einhvern frumkraft sem allir hafa inni í sér og birtist í mismunandi myndum. Minn frumkraftur er rokk og ról og ég þarf að næra hann og senda hann út í heiminn. Platan er soldið góð, held ég. Aron Arnarsson tók hana upp og það er gaman að vinna með honum. Hann er mjög ákveðinn en á sama tíma virkilega hugmyndaríkur upptökustjóri. Hann kallaði fram það besta í öllum í Hellvar, og gerði það að verkum að upptökusessjónið, sem var ein helgi, varð bara eins og draumur. Nú bíðum við spennt eftir að fá fleiri mix og að platan verði tilbúin. Hún kemur út í mars, en fyrr á rafrænu formi á gogoyoko, en þar er núna hægt að fara og versla sér Ding an sich.

Njótið!

Hellvar, og hin stórkostlega æðislega Elana frá New York, spila á Bakkus í kvöld kl 21.15. Allir velkomnir og kostar ekkert inn. Aldurstakmark er þó eflaust í gildi, 20 ár hljómar t.d. skynsamlega. Bakkus er í sama húsi og gamli Gaukurinn, Sódóma er á efri hæðinni.

Öll svörin: Óli Palli

Ólafur Páll Gunnarsson, keisari Rokklands á Rás 2, fjallabróðir og söngvari blússveitarinnar Magnús, hristi öll svörin fram úr erminni. Sjáum hvað hann segir.

Besta lag í heimi er… “Rockin in the freeworld” með Neil Young.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Besta plata í heimi er… Joshue Tree með U2.

Af hverju eru ekki allir að hlusta á… Ólöfu Arnalds.

Öll börn ættu að sofna við að hlusta á… Neil Young.

Allir ættu að hlusta að minnsta kosti einu sinni á… Bat out of hell með Meatloaf.

Bestu tónleikar sem ég hef séð voru… Led Zeppelin í London 2007.

Þeir tónleikar sem ég sá ekki en vildi hafa séð… Led Zeppelin í Laugardalshöll.

Platan sem mótaði unglingsárin mín er… Geislavirkir með Utangarðsmönnum.

Þegar ég geng í kringum Tjörnina á elliárunum vil ég hlusta á… endurnar og þyt í laufi.

Ég er það sem ég er vegna þess að ég hlustaði á… Utangarðsmenn, Clash og Sex Pistols.

Ég vildi að ég hefði samið… “Tvær stjörnur”.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sá texti sem hrærir mest í hjarta mínu er… “Beautiful boy” eftir John Lennon.

Besta bömmerlag í heimi er… “Love will tear us apart” með Joy Division.

Í eigin hugarheimi gangandi um öngstræti lífsins hlusta ég helst á… Richard Hawley.

Þegar ryksugutónarnir óma finnst mér að undir eigi að hljóma… U2.

Ég var ástfangnastur unglingur þegar ég hlustaði á… Bob Marley.

Í sturtunni er best að syngja… Dean Martin.

Ég myndi helst vilja spila í bandi með (lífs eða liðnir)… Crazy Horse.

Vanmetnasta hljómsveit í heimi er… U2.

Ofmetnasta hljómsveit í heimi er… Radiohead.

Þú ættir að hlusta á… allt ofantalið!

Ferskt í fókus: Bowen Staines

Bowen Staines er nafn sem væntanlega nokkrir kannast við úr tónlistarlífi Íslendinga en Bowen hefur verið einkar duglegur við að styðja við íslenskt tónlistarlíf með líflegri umfjöllun undir merkjum fyrirtækis síns Dont Panic. Bowen, sem hefur verið iðinn við að heimsækja klakann undafarin ár, vinnur nú að tveimur tónlistarmyndböndum en flestir ættu að þekkja til hans vegna heimildarmyndarinnar Where´s The Snow? sem sýnd var um daginn, þar sem Iceland Airwaves hátíðin 2009 er kynnt og könnuð.

Bowen lagði á Suðurnes ásamt hljómsveitinni Rökkurró í vikunni og tók þar upp myndband við lag þeirra Sólin Mun Skína og að hans sögn gengu tökur vel. Myndbandið var tekið í yfirgefinni og hálf hruninni hlöðu í Grindavík og að sögn Bowen gengu tökur vel:

“The video has this really flowing, organic look to it – since the building is pretty much crumbling in on itself, we (not so) wisely decided to put the band on the 2nd Floor of the building, and did all these crane shots through the windows and holes in the floor I can’t wait to see how it comes out.”
Bowen Staines

Bowen rýkur beint frá Suðurnesjum á Sauðárkrók um komandi helgi og þar tekur næsta verkefni við. Myndband við lagið Velkomin eftir Bróðir Svartúlfs. Hljómsveitin, sem á rætur sínar að rekja á Krókinn, mun þá klæða sig í sirkusklæðaburð og söngvari sveitarinnar, Arnar Freyr, fer í hlutverk ringmaster í sirkus Bróðir Svartúlfs um komandi helgi. Bowen lýsir myndbandinu frekar hnitmaðað:

“…we’ll have crazy costumes, Roman-orgy masks, and probably close to 100 extras for the shoot; Helgi (piano) was able to track down an old theater building in town, and we’re turning it into this crazy carnival – since the song has that “f’ed-up, disturbing-circus” feel to it, Arnar will be playing the evil Ringmaster, complete with top hat and curly mustache.”
Bowen Staines

Spennandi verður að sjá hvernig til tekst hjá Bowen og hljómsveitunum en myndböndin eru þá væntanleg á næstu vikum.

Rjóminn þakkar Bowen Staines fyrir innlitið og óskar honum velgengni í áframhaldandi starfi hans í tengslum við íslenskt tónlistarlíf.

Sænski hjartaknúsarinn Juni Järvi í léttu spjalli

Fyrir svona tveimur árum síðan var ég að flakka stefnulaust um Myspace að leita að einhverri áhugaverðri tónlist. Það reyndist á brattann að sækja þar til ég rak augun í myndina hér vinstra megin. Þarna var þessi laglegi jakkafataklæddi herramaður með Shadows-gítarinn sinn í sixties-stól og með eitthvað dautt dýr á höfðinu. Þetta hlyti að vera eitthvað svo frámunalega vitlaust að gaman væri að tékka á því. Kom þá uppúr kafinu að þetta er sænski hjartaknúsarinn Juni Järvi, og hann er bara alls ekki svo slæmur, heldur þvert á móti, pilturinn er með frambærilegri tónlistarmönnum Svíþjóðar í dag og ég er núna mesti aðdáandi hans.

Juni Järvi heitir réttu nafni Mikael Bengtsson og á þessum tíma hafði hann þegar gefið út eina breiðskífu sem hafði rúllað undir radarinn hjá flestum ef ekki öllum. Og þetta er alls ekki mynd af honum heldur vinkonu hans. Rjóminn leit í kaffi til Mikael og togaði meira upp úr honum, m.a. um myndina góðu:

“It’s a dear friend of mine who is a drag king-artist. She starred in the video to “The stars above Indian lake” from my first album too, and was also acting me on the press photos from the same album. I don’t know, I guess I like to mess with stereotypes in general and with gender stereotypes in particular. And I’ve always disliked the way bands and artists usually portraits themselves on posters, photos and covers. It was a way for me to do something different.”

Mikael hefur gjarnan verið líkt við angurværa poppara eins og landa sinn Jens Lekman, sem og Stephin Merrit forsprakka The Magnetic Fields. “Crooner” er eina orðið sem mér dettur í hug þegar ég hlusta á tónlistina hans, textarnir eru vonlaust rómantískir, sumir dapurlegir en aðrir svo klikkæðislega hressir að stappar nærri ólíkindum.  Lagið sem fyrst greip athygli mína heitir “If we just want to” og inniheldur mest grípandi (og einföldustu) bassalínu þessa áratugar, hristur, tambúrínu, mellótron, ukulele, banjó og ógrynni af fuglasöng:

Juni Järvi – If we just want to

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“The song is about two great days in my life. Things hadn’t been great for quite some time and then I had this walk with a very close friend of mine, moreover a very special person, on a beautiful spring day. And after that things started to change to the better. About a month later I celebrated my birthday. We had a picnic and went to the movies, it was a great day. So I just had to write a song about it.”

Eins og sönnum indie gaur sæmir þá rekur hann sína eigin útgáfu, Everlasting Records, og gefur plötur sínar út sjálfur. Núna nýverið kom svo út önnur platan hans, The Gospel as written and performed by Juni Järvi. Eins og áður segir er Mikael upptekinn af staðalímyndum og fékk vinkonu sína til að sitja fyrir á promo myndum og jafnvel leika sig í myndböndum, en núna er hann sjálfur í aðalhlutverki og skartar þar augnhárum sem eru svo löng að hægt væri að rispa sig á þeim ef maður sæi hann hinu megin við götuna. En þrátt fyrir alltumlykjandi rómantíkina núna þá á hann sér dimma og drungalega fortíð.

“I’ve always liked to sing a lot. Not on stage or in a choir or such. But I’ve been singing to myself a lot sice I was a kid. In the showers, when I’m out walking, on the busses and subway. Everywhere and anytime really. But what actually inspired me to write songs was social injustice. I started out my music career as a punk. Then I moved on to metal, drifting to the more extreme part of it just to realize it is pop I’ve been doing all along! Just in different forms, with different frames. But the melodies have always been there. I refer to much music as pop even though I guess a lot of people would label it as Hip-hop, Rock, Metal or folk music.

Spurður að því í hvaða hljómsveitum hann var, og hvort maður ætti að þekkja þær, svarar hann:

“I’m pretty confident that at least 3 or 4 people remeber those bands.. No, it was… how should I put it.. a brief period of my musical history. Anyway the punk band was called Sladd and the doom metal band was called Amalthea.

But it wasn’t just punk and metal really.. I also managed to play some swedish folk music (on violin I might add) and classical guitar too. And since I realised that pop was the love of my life I’ve done pop music in a lot of different constellations. I used to do bit-music on the gameboy and commodore 64, power-pop in a great band called Sisu, a few DnB songs and even some euro-techno too.”

Það mætti færa rök fyrir því að Mikael sé fjölhæfur tónlistarmaður. Á nýju plötunni fær hann ennfremur aðstoð frá öðrum málsmetandi tónlistarmönnum, s.s. Anniku Norlin úr Hello Saferide, og Markus Krunegård.

Juni Järvi – (I love it when you call me) Baby (… með Anniku Norlin)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“There are some artists who can write and sing the word baby with such grace but still with a hint of nonchalance. Then we have the rest and unfortunately they outnumber the other with 99 to 1. Still I wanted to write a song singing the word baby without sounding noramtive and dull. So it suddenly occurred to me that I could write a song about how good it feels when someone I like calls me baby!!

Annika and me have friends in common but we had never met before. I simply sent Annika a mail on facebook and a few weeks after that we had recorded one of the finest pop duets of 2010.”

Nýja platan barst mér í pósti fyrir stuttu og óhætt er að mæla með henni, mér dettur stundum í hug Nick Cave eða Frank Sinatra, auk Jens Lekman og Stephin Merrit. Sum lögin virðast eiga heima á kokteilbar í Hawaii, önnur eru full vonleysis með einmana píanó sem undirleik og eitt lagið myndi sóma sér vel á prógramminu hjá The Pogues nema hvað textinn gerist í Helsinki. Því meira sem ég hlusta á plötuna því gáttaðri verð ég á vönduðum en einföldum útsetningunum, og bara öllu þessu skammlausa og skemmtilega poppi. Tékkum á einu lagi í viðbót, sem er ekki jólalag þótt svo gæti hljómað í fyrstu.

Juni Järvi – Walk right into the fire

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“This song is inspired by a auto biography about the women who started the Fogelstad citizen school for women. It was back when women had no right to vote in Sweden. But these women went their own way. It’s a song about love and the will to fight for what you believe in.”

Kíkjum svo á bullandi-kraumandi-sizzlandi heitt myndband við lagið “Looking at you is like looking at the sun”, þar sem vinkona hans í draginu leikur ástfanginn skipstjóra á stuttbuxum af miklu listfengi. Svo er bara að halla sér aftur í sólstólnum, súpa á sangria og láta sólina baka sig!

Heimasíða Juni Järvi | Á Facebook

S.H. Draumur snýr aftur, spjallað við Gunnar Hjálmarsson

Uppstillir fyrir Viku-viðtal við Jóa Motorhead rétt eftir að Biggi byrjaði í bandinu 1986
Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum að hin goðsagnakennda hljómsveit S.H. Draumur snýr aftur núna um miðjan mánuðinn og leikur þá á Iceland Airwaves. Í dag kemur út rafrænt spikfeitur pakki með efni sveitarinnar undir heitinu Goð+ og svo dettur kassinn í verslanir þann 13. þessa mánaðar. Rjóminn hafði samband við forsprakka sveitarinnar, Gunnar Hjálmarsson, og rakti úr honum garnirnar. Aukinheldur fljóta hér með nokkur tóndæmi, ásamt athugasemdum doktorsins.

Ég er forvitinn að vita, þótt ég hafi lesið eitthvað um það á vefsíðu þinni áður, hvað er í boxinu? Bútaðir Leggir? Hvaðan eru tónleikaupptökurnar? Er búið að laga sándið á áður útgefnu efni mikið? Mér finnst nefninlega ljómandi fínt sánd á “Allt heila klabbið”, er það lagað meira en þar?

Pakkinn heitir Goð+. Þetta eru tveir diskar í “kassa” og rosa bæklingur með öllum textunum og sögu hljómsveitarinnar, eins og ég man hana, fylgir. Á diski 1 er Goð platan. Á hinni eru öll lögin af EP-plötunum þremur sem við gerðum (samtals 10 lög) og svo 14 lög í viðbót, bæði upptökur af æfingum og frá tónleikum. Eitthvað smá af því kom á Bútaðir leggir, sem var kassetta í takmörkuðu upplagi.

Mér fannst ömurlegt sánd á Allt heila klabbið, enda var ekkert unnið í sándinu þar heldur dótið bara keyrt inn á digital format. Nú var að sjálfssögðu forðast að búa til eitthvað ömurlegt cd-súputeninga-sánd, heldur bara nútíma tækni beytt til að ná sem allra bestu sándi út úr þessum gömlu teipum. Ég tókst alveg frábærlega að mínu mati. Ég er gríðarlega ánægður og hreinlega bara stoltur með þennan pakka!

Hvar er Steini gítarleikari búinn að vera öll þessi ár?

Um það leyti sem EP platan Bless kom út þá hafði hann misst  alla rokklöngun og hellti sér út í klassík. Hann lærði í Rvk, fór síðan til Bergen í Noregi í framhaldsnám. Hann ílengdist þar og eignaðist samtals 4 börn. Svo fluttu þau heim, bjuggu fyrst í Hafnarfirði, en nú býr Steini á Egilsstöðum og er skólastjóri Tónlistarskólans þar.

Að spila fyrir 2000 manns í Astoria, London

Þegar ég pæli í því þá veit ég líka voðalega lítið hvað Biggi hefur verið að gera, þó man ég eftir honum að spila með Heiðu og Heiðingjunum.

Biggi fór í Sálina hans Jóns míns og spilaði með þeim inn á allar bestu plöturnar þeirra. Hann hefur svo bara lifað af tónlist og trommuleik. Hann spilar með ýmsum, t.d. Röggu Gröndal um þessar mundir. Hann býr á Akranesi og kennir í tónlistarskólanum. Hann hefur komið mikið við sögu í minni sögu, var náttúrlega í Bless, spilaði svo með Unun, inn á Abbababb! plötuna, sem hann hafði líka mikil áhrif á tónlistalega, spilaði með mér í Abbababb! sýningunni og tók upp og trommaði sólóplötuna mína, Inniheldur, sem ég gaf út 2008.

Eru einhver plön um að endurútgefa Bless efni síðar meir? Meltingu? Það er eins og mig minni þú hafir verið lítið hrifinn af Gums eins og hún kom út, og hún hefði að ósekju mátt vera t.d. hrárri, og sungin á íslensku. Einhverjar pælingar með að endurgera það?

Jú ætli það komi ekki einn daginn líka. Gums er til á tonlist.is. Mér finnst Melting (7 laga EP plata) alveg fín en er ekki nógu hrifinn af Gums. Fyrir það fyrsta er hún sungin á ensku sem er alveg ömurlegt. Fáránlegur framburður og rugl. Það var dáldið verið að reyna að poppa okkur upp í stúdíóinu, en það var svo sem ok. Verst var að við vorum píndir til að spila eftir “klikk-trakki”, sem geldi spilamennskuna mikið og hamlaði almennilegum fílingi.  Svo voru textarnir bara eitthvað ástarvæl í mér og Ari Eldon bassaleikari hefur oft grínast með það að þessi plata hefði átt að heita “Hildur – The Album”.

Á síðustu tónleikum bandsins, að hita upp fyrir Pere Ubu í Tunglinu 1988.

Hlýðum þessu næst á nokkur tóndæmi af Goð+ og athugum hvað Gunnar hefur að segja um lögin. Fyrst ber að kynna til sögunnar “Glæpur gegn ríkinu” sem er með bestu lögum Draumsins að mati undirritaðs:

S.H. Draumur – Glæpur gegn ríkinu

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ég man nú bara ekkert hvernig þetta lag varð til. Það kom allavega til sögunnar skömmu eftir að Biggi trommari gekk í bandið (maí 1986) svo hann á eflaust eitthvað í því með þessum magnaða trommuleik. Riffið er augljóslega útúrsnúningur á Smoke on the water, ég veit ekki alveg hvaða flipp það var. Á öllum mínum uppvaxtarárum þótti þungarokk mjög hallærislegt og enn þann dag í dag hef ég engan húmor fyrir þungarokki. Textinn er svo náttúrlega alveg frábær og einn af mínum uppáhalds. Algjört verksmiðjuþunglyndis- og samfélags-haturs stuð með smá súrrealísku ívafi. Ég var mikill aðdáandi súrrealístanna í Medúsu hópnum og það síaðist alltaf smá inn í textagerðina. Við tókum þetta fyrst upp um vorið 1987 i Stúdíó Stöðinni með Axel Einarssyni, sem hafði áður verið í m.a. hljómsveitinni Icecross. Eina plata þeirra selst nú á einhverja hundrað þúsund kalla enda gott og fágætt doom-rokk. Hann sagði auðvitað að við minntum sig á Icecross. Þessi útgáfan er af plötunni Goð, tekið upp í ág/sept í stúdíó Gný með Sigurði Inga Ásgeirssyni, sem var bara einhver maður út í bæ sem fylgdi stúdíóinu. Hann stóð sig vel, en það runnu reyndar á mig tvær grímur í upphafi upptaknanna þegar hann setti Brothers in Arms með Dire Straits á fóninn til að fá sándlegt viðmið. Ég held ég hafi m.a.s. sagt að við hljómuðum nú ekkert líkt og Dire Straits! Það var alltaf sérlega gaman að spila Glæp gegn ríkinu á tónleikum.

S.H. Draumur – Engin ævintýri

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta lag er líka á Goð. Ég man ekki heldur hvernig þetta lag varð til, það getur samt verið að það sé undir smá áhrifum af laginu These Boots are made for Walkin’ sem Nancy Sinatra söng. Byrjunin er stæling á byrjuninni á laginu Ævintýri með Bjögga og félögum í Ævintýri, bara negatífan af henni. Biggi og ég sömdum textann saman í herberginu mínu að Álfhólsvegi 30a, eða svo segir hann allavega, ekki man ég það. Hann segir að við höfum samið sitt hvora línuna í þessu, en ekki man ég eftir því. Textinn er náttúrlega undir miklum áhrifum af snilldarmyndinni Skytturnar, sem var ný þegar textinn varð til. Við fylgjumst með ferðum undirmálsmanns í landi og inn í textann blandast andfélagslegt svartagall: “Svona líða árin hjá manninum á móti / Svona líða árin hjá helvítis þjóðinni”. Ég átti mjög andfélagslega vini og var gríðarlega andfélagslegur og neikvæður á þessum árum eins og má sjá í gömlum viðtölum. Ég man alltaf eftir því að einn vinur minn óskaði þess heitast að flugvélin með Icy hópnum myndi hrapa á leiðinni út svo hann væri laus við þjóðrembuna sem gekk á á þessum tíma! Nú í kreppunni eru eiginlega allir orðnir andfélagslegir og and-þjóðrembdir, svo ég þarf eiginlega að vera þveröfugt ef ég á að halda í þá góðu dyggð að vera alltaf á annarri skoðun en meirihlutinn.

S.H. Draumur – Dýr á braut

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta er mjög flott lag en eins og oft áður þá man ég bara ekki hvernig það varð til. Þetta var allavega eitt af allra síðustu lögunum sem við sömdum, það varð til eftir að Goð var tekin upp og kom út á 4-laga EP-plötunni Bless 1988. Við vorum búnir að ákveða að hætta, aðallega vegna þess að Steini gítarleikari var ekki í rokkstuði lengur, kominn með konu, son og á leið í stíft klassískt gítarnám. Textinn er ýkt dýraverndunar-sinnaður, hér er verið að berjast fyrir réttindum dýra sem eru send út í geim til tilraunaverkefna. Á þessum tíma stóð yfir mikið stapp um hvalveiðar í fjölmiðlum og þetta var okkar lóð á vogarskálinar þeirrar umræðu. Ég held samt að enginn berjist í alvörunni fyrir réttindum geimdýra.  Sigurjón Kjartansson í Ham og Sveinn bróðir hans tóku upp Bless-plötuna og þetta var best sándandi platan okkar. Upptökur fóru fram í Sýrlandi, sem þá var til húsa í bílskúrnum hjá Agli Ólafssyni á Grettisgötu, minnir mig.

Jájájá

jajajajajÁ Lexington-klúbbnum í Lundúnum hafur verið haldin mánaðarleg tónleikaveisla sem ber nafnið Jajaja. Tónleikaröðin einblínir á upprennandi, norræna tónlistarmenn sem ýmsir stórfiskar í bresku tónlistarpressunni fá til þess að spila. Fjögur íslensk nöfn hafa nú þegar tekið þátt en það eru Sudden Weather Change, Kira Kira, Bloodgroup og Leaves. Jajaja-liðar hafa svo sett inn viðtöl og tónleikaupptökur á YouTube-rás sína til að gefa þeim sem ekki komast smjörþefinn af herlegheitunum. Sjáum hvað þau hafa að segja:

Jajaja #2 : Kira Kira, I Was a King, TV Off.

Jajaja #2 : Bloodgroup, Sofia Talvik, Harry’s Gym.

Jajaja #3 : Leaves, Sudden Weather Change, Simon Say No.

Jólabörn dagsins: Atli Fannar Bjarkason & Haukur S. Magnússon

Fjölmiðlaprinsarnir Atli Fannar Bjarkason og Haukur S. Magnússon eru ekki ókunnugir tónlistinni. Atli henti sér um hóla og hæðir og sleikti míkrafóninn með hljómsveit sinni frá Selfossi Hölt Hóra fyrir ekki svo löngu síðan en sveit sú er víst “on hiatus” (eins og kaninn segir) og Haukur slær strengina af hörku með einni forvitnilegustu sveit landsins, Reykjavík!
Unun þeirra á tónlistinni helst hendur í hendur við störf þeirra við fjölmiðlun en Atli Fannar fluttist nýverið á Fréttablaðið eftir að hafa ritstýrt menningartímaritinu Monitor um þónokkra stund en einnig stýrði hann samnefndum sjónvarpsþætti á Skjá einum í sumar.
Haukur spýtir í lófana dag hvern og ritstýrir nú hinu frækna The Reykjavík Grapevine sem hann tók við fyrir ekki svo löngu. Báðir telja þeir sér skylt að leiðbeina og fræða landann um allt milli himins og jarðar og hingað til hefur fátt klikkað!
Prinsar fjölmiðlaheimsins þeir Atli Fannar og Haukur eru jólabörn dagsins!

atli fannarAtli Fannar:

Hvað viltu í jólagjöf?: Pönnu.
Besta jólaminningin?: Jólin sem ég fékk Nintendo Entertainment System frá pabba skyggja ekki bara á aðrar jólaminningar, heldur skyggja þau á flest sem hefur gerst í lífi mínu síðan.
Besti jólamaturinn? : Ég er mest fyrir malt og appelsín. Hitt er fínt.
Besta músíkin í stressinu? : Þegar jólin eru um það bil að buga mig finnst mér gott að hlusta á jólalagið hans Helga Björns, Ef ég nenni. Annars hlusta ég bara Interpol eða Radiohead þegar ég vil slaka á og það breytist ekki um jólin.
Færðu ennþá í skóinn?
Þegar maður býr á Njálsgötu fær maður í skóinn allan ársins hring. Ég fékk t.d notaðan smokk í nótt.
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? : Já og ég gleymi því aldrei. Ég var fjögurra ára og hef hagað mér eins og engill síðan.
Hin fullkomnu jól?…Líða hratt.
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? : Flatskjár.

haukurHaukur:

Hvað viltu í jólagjöf? : Vélsleða og haglabyssu.
Besta jólaminningin? : Jólin sem ég rúllaði niður Ródeó með haglabyssu. Þá var nú gaman – fólkið þarna hafði ekki séð brúnan mann síðan afi þess og amma keyptu einn.
Besti jólamaturinn? : Eitthvað svona fuglasjitt, sérstaklega ef pabbi eldar. Rjúpur og endur og gæsir og það allt. Mjög næs.
Besta músíkin í stressinu? : Jólamúsík eða venjuleg? Mér finnst alltaf voða næs og afslappandi að hlusta á Music for 18 Musicians m/Steve Reich – sömuleiðis Pygmalion m/Slowdive, Going Blank Again m/Ride og/eða Smeared m/Sloan. En í jóla? Þá er voða næs að hlusta á jólaplötuna með Low. Ég keypti hana af þeim þegar þau spiluðu í Háskólabíói um árið (eða fyrir tíu árum eða hvað). Þau voru voða feimin og næs.
Færðu ennþá í skóinn? : Merkilegt nokk, þá fæ ég ennþá í skóinn! Ég er búinn að fá þverslaufu, gyðingahörpu, nef-flautu og Stephen King bók.
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? : Ég man það ekki… en ég hef fengið slatta af mandarínum. Þær eru voða góðar.
Hin fullkomnu jól? : Nóg að lesa, éta og drekka. Og mikið af fjölskyldu. Snjór er líka voða næs. Og þau eru víst á Ísafirði, hef ég heyrt.
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? : Vélsleði og haglabyssa.

Rjóminn þakkar þeim drengjum fyrir innlitið og óskar þeim alls hins besta um hátíðarnar og velgengni í leik og starfi á komandi ári!

Reykjavík! – The Blood á Gogoyoko

Hölt Hóra á MySpace

Jólabörn dagsins: Birgir “Biggi Í Maus” & Birgir “Biggibix”

Þeir Birgir Örn Steinarsson og Birgir Örn Sigurjónsson geta báðir litið til baka á árið sem er að líða stoltir, saddir og með bros á vör.

Sá fyrrnefndi hefur átt fínu gengi að fagna með hljómsveit sinni Króna undanfarið ár og einnig verið ákaflega vinsæll sem plötusnúður á skemmtistöðum á borð við Bar 11 í Reykjavík. Króna hafa átt góðu gengi að fagna með lögunum Þinn Versti Óvinur og Annar Slagur á árinu.
Birgir (Biggi í Maus) hefur einnig gert það gott sem fjölmiðlamaður en Birgir var þá til að mynda fyrsti ritstjóri tímaritsins Monitor en hefur nú róið á önnur mið.
Birgi ættu þó flestir að þekkja sem frumkvöðul, gítarleikara og söngvara hinnar goðsagnakenndu íslensku rokksveitar Maus.
Birgir Örn (Biggi í Maus) er annað jólabarna dagsins á Rjómanum:

biggimausBirgir Örn Steinarsson:

Hvað viltu í jólagjöf? : Bókina um 100 bestu plötur Íslandssögunnar
Besta jólaminningin? :  Fyrstu jólin með nýfæddri dóttur minni.
Besti jólamaturinn? : Konan mín gerir afbragðs hamborgarahrygg sem verður ekki toppaður.
Besta músíkin í stressinu? : Er aldrei stressaður.
Færðu ennþá í skóinn? : Neibb.
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? : Neibb.
Hin fullkomnu jól? : Þegar það er nægur afgangur af hryggnum til að narta í daginn eftir.
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? : “Ástandið” var það ekki þegar allir bandarísku hermennirnir voru að slá sér upp með íslensku stelpunum í seinni heimstyrjöldinni? ætli það hafi ekki þá verið smokkapakki og sleipiefni fyrir stelpurnar en haglabyssa fyrir aumingja íslensku piltanna?

KRÓNA á MySpace

Birgir Örn Sigurjónsson spratt fram á sjónarsviðið á árinu sem er að líða og hefur náð ágætis árangri með lögum sínum Oh My, Oh My og Situation en bæði lögin náðu á topp 10 á vinsældarlista Rásar 2 á þessu ári.
Birgir stefnir á útgáfu á sinni fyrstu breiðskífu í febrúar á næsta ári en platan hefur hlotið nafnið Set Me On Fire. Í millitíðinni hefur Birgir verið duglegur við að koma fram hvar og hvenær sem er hér og þar um landið.
Birgir Örn Sigurjónsson (Biggibix) er annað jólabarn dagsins á Rjómanum:

Birgir Örn Sigurjónsson: biggibix

Hvað viltu í jólagjöf? : Allt annað en kerti og spil
Besta jólaminningin?
: Þegar ég og systir mín fengum sitthvoran Stiga sleðann nítjáhundruðáttatíuogeitthvað… Þá var mikil gleði
Besti jólamaturinn?
: Hamborgarahryggurinn hennar mömmu er góður en ef það væri t.d. humar og saltfiskur þá yrði ég ótrúlega glaður
Besta músíkin í stressinu?
Margt sem kemur til greina en plöturnar: „Get it together“ með Diktu og „Terminal“ með Hjaltalín koma mér ágætlega útúr stressinu. Svo er líka lagið: „Time will tell“ með Sing for me Sandra afar hressandi.
Færðu ennþá í skóinn?
Nei, og það er ömurlegt! En mig grunar samt að einhverskonar jólasveinn muni redda þessu í ár…
Hefuru fengið kartöflu í skóinn?
Já fékk nokkru sinnum kartöflu í skóinn og var ekkert voðalega hrifinn. Hins vegar fékk sonur minn kartöflu í skóinn fyrir nokkrum árum og varð hæstánægður með hana, lét sjóða hana fyrir sig og borðaði hana svo með bestu lyst.
Hin fullkomnu jól?
Held ég hafi verið að upplifa nokkuð góð jól hingað til en ef ég væri með bæði börnin mín hjá mér um jólin væru þau fullkomin.
Besta jólagjöfin í „ástandinu”?
Ég legg til að fólk slaki á um jólin og gefi jólagjafirnar bara í febrúar, en þá kemur einmitt út diskurinn „Set me on fire“ með Biggabix sem myndi ábyggilega henta mörgum í jólagjöf.

BIGGIBIX á MySpace

Við hér á Rjómanum óskum þeir Birgi Erni Steinarssyni og Birgi Erni Sigurjónssyni gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum innlitið kærlega!